26.09.2015 Views

Náttúrufarskönnun vegna vegagerðar

NI-03007 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NI-03007 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2003<br />

Norðausturvegur um Melrakkasléttu<br />

nefndur. Norðar endar lygnan og áin mjókkar, þar er fremur grunnt vað á broti, en<br />

síðan smáflúðir áfram niður. Þarna er bakkinn mjór og fremur þurrlendur og nyrst vex<br />

straumur árinnar og ná þar grýttir mosaþembumóar alveg að ánni.<br />

Austan Ormarsár er einnig þurrlendi norðan til við brotið og flúðirnar. Þar taka við<br />

melkollar með mosaþembu, krækilyngi, holtasóley og blóðbergi, en flétturíkir lyngmóar<br />

á milli með krækilyngi, sauðamerg og fjalldrapa. Sunnan til er hins vegar allstór<br />

brokflói nokkuð ofan við árbakkann. Þegar komið er yfir ána liggur beinast við að<br />

veglínan fylgi ásnum sem liggur sunnan við Krossavíkurselsvatn. Uppi á ásnum<br />

austanverðum eru nokkrar allháar, þverstæðar lyngbrekkur með nokkuð fjölbreyttum<br />

gróðri. Svipaðar þverstæðar lyngbrekkur eru einnig sunnan við Krossavíkursel utan í<br />

norðurhlíð fellsins sem liggur milli Krossavíkursels og Kollavíkursels.<br />

Plöntur skráðar á svæðinu næst við Vatnastykki að vestan koma fram í dálki 10 (tafla<br />

1), en plöntur næst Ormarsá að vestanverðu eru í dálki 11 (tafla 1) en austan Ormarsár<br />

að Krossavíkurseli í dálki 12 (tafla 1). Á þessu svæði fundust nánast engar tegundir<br />

með takmarkaða útbreiðslu nema fjandafæla, en það er jurt sem er víða í djúpum<br />

snjódældum á öllu Kerlingarhrauni og við Hófaskarð.<br />

5.2.5 Krossavíkursel og Hófaskarð<br />

Umhverfis Krossavíkursel er nokkurt flatlendi, sem að hluta til er mýrlent. Eftir því<br />

rennur lækur út í vatnið sem er skammt vestan við bæjartóftirnar. Austan við selið eru<br />

bollabrekkur og tjarnir með melum á milli, fallegt og vel gróið land. Síðan verður<br />

mólendi sem nær upp að hlíðum við brekkurætur Hófaskarðs mest áberandi. Í þessum<br />

móum eru krækilyng, sauðamergur, hraungambri, móasef og holtasóley mest<br />

áberandi, sums staðar með nokkru af bláberjalyngi og fjalldrapa. Djúpar tjarnir eru<br />

einnig í þessu mólendi.<br />

Verði vegur lagður eftir ásnum sunnan við vatnið í átt að Krossavíkurseli frá Ormarsá,<br />

eins og liggur beinast við, væri æskilegt að hann fylgdi ásnum sem lengst og síðan við<br />

brekkurætur hæðarinnar sunnan tóftanna og þaðan í sveig eftir melunum og<br />

mólendinu í átt að Hófaskarði á milli tjarnanna.<br />

Við aðdraganda Hófaskarðs er stutt dalverpi sem snýr móti suðvestri. Þar er nokkuð<br />

gróið á pörtum en land töluvert rofið. Í dálki 13 í töflu 1 eru skráðar plöntur við<br />

Krossavíkursel og upp í Hófaskarð, alls um 116 tegundir. Fjölbreytni er þarna með<br />

meira móti bæði <strong>vegna</strong> votlendis og tjarna fyrir austan Krossavíkursel og einnig <strong>vegna</strong><br />

brekkna og hæðar í Hófaskarði. Í dalverpinu við Hófaskarð kemur fyrst fram<br />

maríuvöttur á þessari leið. Hann er austfirsk tegund og vex víða um alla Austfirði.<br />

Hæst náttúruverndargildi hefur álftalaukur (verndargildi 6) sem fannst í einni tjörn í<br />

mólendi vestan undir Hófaskarði (kort 4) og alurt fannst þarna einnig við tjarnir. Að<br />

öðru leyti var þarna aðeins um algengar tegundir að ræða.<br />

5.2.6 Hófaskarð – Þernuvatn<br />

Austur úr Hófaskarði er allbratt niður í átt að Þernuvatni. Ólíklegt er að þar verði<br />

lagður vegur án þess að skera nokkuð mikið úr hlíðum Hvilftarfjalls sem liggur að<br />

skarðinu að norðan og austur af því. Hlíðar Hvilftarfjalls eru þarna mjög brattar móti<br />

suðaustri og virðast áður hafa verið vel grónar, en eru nú töluvert rofnar. Aðalgróðurinn<br />

er lyngbrekkur með jarðlægu birki, blágresi og hrútaberjalyngi. Mikið er í<br />

brekkunum af maríuvetti, og einnig er þar týsfjóla. Í hlíðarrótunum skiptast á rofnar<br />

mólendisbrekkur og melar. Þegar neðar kemur eru sunnan Þernuvatns melhólar mest<br />

21

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!