26.09.2015 Views

Náttúrufarskönnun vegna vegagerðar

NI-03007 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NI-03007 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2003<br />

Norðausturvegur um Melrakkasléttu<br />

1 INNGANGUR<br />

Skýrsla þessi fjallar um rannsóknir á náttúrufari á Melrakkasléttu, en Náttúrufræðistofnun<br />

Íslands hefur tekið að sér að vinna þær fyrir Vegagerðina á Akureyri<br />

<strong>vegna</strong> fyrirhugaðrar <strong>vegagerðar</strong> þvert yfir Sléttuna (mynd 1). Er ætlunin að leggja<br />

nýjan veg í stað vegarins um Öxarfjarðarheiði og mun fyrirhugaður vegur liggja úr<br />

Núpasveit í Öxarfirði, skammt sunnan við Kópasker, um Hólaheiði og Hófaskarð ofan<br />

við Kollavík og tengjast þjóðveginum úr Þistilfirði um Fremri Háls hjá Stóra<br />

Viðarvatni. Hefur þessi hluti fyrirhugaðs vegar verið nefndur Hófaskarðsleið. Fyrst í<br />

stað er ætlunin að nýi vegurinn tengist núverandi vegi til Raufarhafnar við Þernuvatn<br />

norðan og ofan við Kollavík, en í framtíðinni er ætlunin að leggja nýjan veg til<br />

Raufarhafnar vestan við Ormarsá og fylgja að mestu ánni til norðurs að núverandi<br />

þjóðvegi við Hól, skammt frá Raufarhöfn. Hefur þessi hluti fyrirhugaðs vegar verið<br />

nefndur Raufarhafnarleið.<br />

Í nýlegum tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands <strong>vegna</strong> Náttúruverndaráætlunar<br />

2002 hafa 40 svæði á landinu verið valin sem landsvæði sem áherslu ætti að leggja á<br />

að friða á næstu árum (Ólafur Einarsson o.fl. 2002). Norðurhluti Melrakkasléttu er eitt<br />

af þessum svæðum og er þar aðallega haft í huga hve fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu<br />

og mikilvægi þess að vernda slík búsvæði. Meginhluti þessa svæðis, og sá<br />

mikilvægasti, liggur norðan við hugsanlega veglínu um Hólaheiði en í Núpasveit mun<br />

veglínan liggja um allra syðsta hluta þess. Núverandi þjóðvegur liggur í dag um þetta<br />

svæði og ef vel er staðið að vegagerðinni ætti hún ekki að rýra gildi þess.<br />

5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!