11.09.2013 Views

Hér - Ms.is

Hér - Ms.is

Hér - Ms.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

IndvErSK vEISla<br />

Kjúklingafiðrildi, marínerað<br />

í mildri hnetusósu<br />

Handa 4<br />

1 heill kjúklingur, tekinn í sundur á hryggnum<br />

2 msk. fersk kóríanderlauf<br />

1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og fínsaxað<br />

Kryddlögur:<br />

4-5 rauð chili-aldin, fínsöxuð<br />

1 laukur, fínsaxaður<br />

fínrifinn börkur af einni sítrónu<br />

safi úr ½ sítrónu<br />

125 ml hnetusmjör<br />

1 msk. sterkt karríduft<br />

150 ml hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS<br />

4 msk. hreinn rjómaostur, Gott í matinn frá MS<br />

Blandið öllu hráefni í kryddlöginn saman í matvinnsluvél.<br />

Setjið kjúklinginn í plastpoka og þrýstið létt ofan á hann þannig<br />

að hann sé vel útflattur. Hellið helmingnum af kryddleginum<br />

yfir hann. Geymið hinn helminginn til að bera fram sem sósu<br />

með kjúklingnum. Lokið pokanum og veltið kjúklingnum upp úr<br />

kryddleginum. Látið standa í kæli í minnst 6 klst. Hitið grillið að<br />

meðalhita. Skafið mestallan kryddlöginn af kjúklingnum, leggið<br />

hann á grillið og látið innri hliðina snúa niður. Ef kjúklingurinn<br />

helst ekki vel útflattur er hægt að setja t.d. þunga steikarpönnu<br />

eða þungt lok af potti ofan á hann fyrstu 10-15 mínúturnar. Grillið<br />

kjúklinginn í 50-60 mín. við óbeinan hita og snúið honum á 15<br />

mín. fresti. Berið hann fram með fersku salati, kaldri jógúrtsósu<br />

með indversku ívafi (sjá uppskrift á bls. 8), mjúkum naan-brauðum,<br />

krydduðum hrísgrjónum og kryddleginum sem tekinn var frá. Búið<br />

til sósu úr kryddleginum sem tekinn var frá í byrjun, hitið hann upp og<br />

bætið svolitlu vatni eða kókosmjólk út í hann. Skreytið kjúklinginn<br />

með fersku kóríander og fínsöxuðu chili.<br />

Kardimommu krydd-hrísgrjón<br />

Handa 4<br />

200 g basmati-hrísgrjón<br />

2 msk. smjör frá MS<br />

svolítið salt<br />

1 kanilstöng<br />

6 heilir negulnaglar<br />

8 kardimommubelgir, létt kramdir eða annað indverskt krydd<br />

½ tsk. anísfræ eða 1 tsk. fennelfræ<br />

1 krukka Dalafeta frá MS að eigin vali<br />

fersk kóríanderlauf<br />

Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið með köldu vatni. Látið vatnið<br />

renna af þeim. Bræðið smjör í þykkbotna potti og r<strong>is</strong>tið kryddið í<br />

smjörinu. Bætið grjónunum út í og þekið þau vel með smjörinu.<br />

Hellið 275 ml af köldu vatni yfir, setjið lokið þétt yfir pottinn,<br />

hitið að suðu við meðalhita og látið malla í 10 mín. Ef lokið er<br />

ekki þétt er hægt að þétta það með því að leggja álpappír utan<br />

um pottbrúnina. Takið pottinn af hitanum og látið grjónin standa<br />

áfram í lokuðum pottinum í 5 mínútur. Hrærið upp í grjónunum<br />

með gaffli. Setjið fetaostinn út í og klippið ferskt kóríander yfir.<br />

Berið strax fram.<br />

12<br />

Gómsæt og mjúk naan-brauð<br />

- beint af funheitu grillinu<br />

Meðlæti handa 4-6<br />

25 g ger<br />

2 msk. sykur<br />

200 ml mjólk, volg<br />

600 g hveiti<br />

1 tsk. salt<br />

2 tsk. lyftiduft<br />

4 msk. ólífuolía<br />

180 ml hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS<br />

1 msk. Maldon-salt<br />

1 msk. indversk kryddblanda (t.d. garam masala eða eitthvert<br />

annað gott krydd sem ykkur dettur í hug)<br />

knippi af fersku kóríander<br />

40 g smjör frá MS eða kryddsmjör frá MS með hvítlauk<br />

4 kardimommubelgir, létt kramdir, eða 1 tsk. garam masala<br />

1 hvítlauksrif, kramið<br />

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið<br />

standa í 15 mínútur. Hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt er svo<br />

blandað saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður<br />

mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það of lint. Látið deigið<br />

hefast í skál í 1 klst. við stofuhita.<br />

Hitið ofninn í 275°C eða stillið grillið á frekar háan hita. Skiptið<br />

deiginu í 10 hluta og hnoðið kúlur úr því, fletjið síðan kúlurnar út<br />

nokkuð þunnt og þrýstið brauðunum ofan í kryddblönduna sem er<br />

blönduð með Maldon-saltinu.<br />

Ef brauðin eru bökuð í ofni eru þau sett á plötu sem er klædd<br />

bökunarpappír en ef þau eru grilluð eru þau sett þau á efri<br />

grindina á gasgrillinu og bökuð við óbeinan hita í 5-7 mínútur.<br />

Setjið smjör og kardimommur í pott, bræðið smjörið og látið það<br />

krauma í 2 mínútur. Veiðið kardimommurnar þá upp úr og setjið<br />

hvítlaukinn saman við smjörið (má sleppa ef notað er tilbúið<br />

hvítlaukssmjör frá MS). dreypið smjörinu yfir heit brauðin og<br />

klippið ferskt kóríanderlauf yfir allt saman. Berið brauðin strax<br />

fram meðan þau eru heit.<br />

að GrIlla vIð óBEInan HIta<br />

Það er þegar maturinn er ekki hafður beint yfir loganum<br />

heldur til hliðar við hann. Næstum öll gasgrill eru með fleiri<br />

en einum brennara, ef það eru þrír brennarar er best að hafa<br />

matinn í miðjunni en stilla hliðarbrennarana á meðalhita. Í<br />

kolagrilli er kolunum ýtt til hliðanna, álbakki settur ofan í<br />

miðjuna og maturinn hafður yfir honum á grind. Þá þurfa<br />

ventlar líka að vera opnir til þess að hitinn dreif<strong>is</strong>t betur.<br />

Þegar grillað er við óbeinan hita þarf að hafa grillið lokað til<br />

að hitinn rjúki ekki burt heldur safn<strong>is</strong>t upp og umljúki matinn<br />

svo að hann grill<strong>is</strong>t jafnt og brenni ekki. Þessi aðferð hentar<br />

vel til að grilla öll stærri stykki og hráefni sem þarf tiltölulega<br />

langan tíma á grillinu. Með þessari aðferð er t.d. einfalt að<br />

grilla lambalæri, stórar steikur, heila kjúklinga og jafnvel að<br />

baka pítsur.<br />

að GrIlla vIð BEInan HIta<br />

Það er þegar maturinn er settur á grindina beint fyrir ofan<br />

logana og feiti og safi lekur ofan á brennarann eða kolin.<br />

Logar gjósa þá oft upp og leika jafnvel um matinn og hætta<br />

er á að hann brenni ef ekki er höfð gát á. Þessi aðferð hentar<br />

einkum fyrir þunnar steikur og annað hráefni sem best er að<br />

grilla hratt við háan hita.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!