11.09.2013 Views

Hér - Ms.is

Hér - Ms.is

Hér - Ms.is

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fyllt lambalæri með ólífum<br />

og fetaosti<br />

Handa 4- 6<br />

1 meðalstórt lambalæri<br />

nokkrir grillpinnar úr tré, bleyttir í 30 mínútur<br />

Fylling:<br />

200 g Dalafeta frá MS<br />

fínrifinn börkur af 1 sítrónu<br />

50 g steinlausar ólífur, helst grískar í olíu<br />

4 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir<br />

3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir<br />

1 handfylli spínat, grófsaxað<br />

1 handfylli steinselja, söxuð<br />

1 handfylli mynta, söxuð<br />

salt og pipar<br />

olía<br />

Úrbeinið lambalærið og fitusnyrtið það. Skerið niður inn með<br />

beini og forð<strong>is</strong>t að skera stóra vöðva í sundur. fletjið lærið svo út.<br />

Skerið grunna skurði í kjötið að innanverðu og nuddið vel með olíu,<br />

salti og pipar. Blandið öllu sem á að fara í fyllinguna saman í skál.<br />

Smyrjið henni svo á kjötið. Brjótið kjötið saman utan um fyllinguna<br />

og gætið þess að loka hana vel inni. Gott er að festa lærið saman<br />

með grillpinnum úr tré sem hafa verið lagðir í bleyti í a.m.k. 30.<br />

mín. Brjótið svo endann af pinnanum sem stendur út úr kjötinu.<br />

penslið lærið með olíu og öðru hverju meðan á eldun stendur. Saltið<br />

og piprið. Grillið við óbeinan meðalhita á efri grindinni á grillinu í<br />

u.þ.b. 60 mín. Snúið kjötinu við og reynið að fá jafna steikingu á allar<br />

hliðar. fjarlægið svo pinnana úr kjötinu áður en það er borið fram.<br />

14<br />

Salat á sólríkum sumardegi<br />

heil máltíð eða meðlæti með grillmat<br />

Handa 8 sem meðlæti eða handa 4 sem aðalréttur.<br />

6 stórir tómatar, skornir í bita<br />

1 gúrka, skorin í litla bita<br />

½ rauðlaukur, fínsaxaður<br />

1 lítil dós maískorn<br />

1 stórt mangó eða ¼ ferskur ananas skorinn í bita<br />

6 brauðsneiðar, r<strong>is</strong>taðar<br />

2 hvítlauksrif<br />

1 krukka Dalafeta frá MS<br />

hálfur Óðalsostur skorinn í teninga<br />

fersk basilíka, u.þ.b. 12 blöð, söxuð<br />

2 msk. balsamedik<br />

salt og pipar<br />

Skerið niður grænmetið og ávextina og blandið saman í stórri skál.<br />

Nuddið r<strong>is</strong>tuðu brauðsneiðarnar með hvítlauksrifi. Skerið þær svo<br />

niður í teninga. Bætið brauðteningum, osti, kryddi og ediki út í<br />

salatið rétt áður en það er borið fram og bætið út í salatblöðum ef<br />

þið viljið.<br />

MatrEiðSLurjóMi- HEitt SóSuráð<br />

Það er tilvalið að nota matreiðslurjómann, frá MS til að að gefa<br />

tilbúnu pakkasósuni extra gott bragð, þá er matreiðslurjóminn<br />

settur í sósuna í staðinn fyrir vatn eða mjólk. Matreiðslurjómi<br />

gefur heitu sósunni einstaklega gott og mjúkt rjómabragð. Á<br />

www.gottimatinn.<strong>is</strong> má finna uppskriftir að heitum sósum<br />

sem passa vel með grillmatnum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!