11.09.2013 Views

Hér - Ms.is

Hér - Ms.is

Hér - Ms.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Gott í matinn<br />

Sumarblað<br />

Mexíkóborgari<br />

sjá uppskrift á bls. 4<br />

Tímarit MS um mat og matargerð<br />

Sósur og meðlæti<br />

Einfaldar og fljótlegar<br />

uppskriftir fyrir fólk<br />

Kryddsmjör<br />

á ferðinni Með grillve<strong>is</strong>lu<br />

í farangrinum<br />

Góðir og girnilegir hamborgarar · Gott í matinn - gott á grillið<br />

1


Gott í matinn<br />

Tímarit MS um mat og matargerð<br />

Sumarblað<br />

Útgefandi: mjólkursamsalan<br />

Ábyrgðarmenn: Guðný Steinsdóttir og Erna Erlendsdóttir<br />

Ritstjórn: Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson<br />

Uppskriftir: ©Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson<br />

Ljósmyndir: ©Gísli Egill Hrafnsson<br />

Hönnun: Fabrikan auglýsingastofa<br />

Efn<strong>is</strong>yfirlit<br />

Inngangur<br />

Góðir og girnilegir hamborgarar<br />

við öll hugsanleg tækifæri<br />

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir<br />

fyrir fólk á ferðinni<br />

Sósur og meðlæti<br />

Hleðsla<br />

Gott í matInn - gott á grillið<br />

Hrísmjólk í nýjum umbúðum<br />

með grillve<strong>is</strong>lu í farangrinum<br />

Kryddsmjör með grillsteikinni<br />

GOTT Í MATINN<br />

Kynntu þér spennandi<br />

nýjungar í matargerð, skráðu þig í<br />

uppskriftaklúbbinn okkar.<br />

nýjar uppskriftir eru sendar út<br />

hálfsmánaðarlega til allra klúbbfélaga.<br />

www.gottimatinn.<strong>is</strong><br />

Vertu vinur okkar á Facebook<br />

gott í matinn er á<br />

vertu með!<br />

Kæru lesendur<br />

nú eru bjartir og skemmtilegir dagar framundan sem gott er að láta sig hlakka til.<br />

Um leið og daginn tekur að lengja fer okkur að dreyma um betri tíð með blóm í<br />

haga, ferskan og léttan mat, grillve<strong>is</strong>lur á góðviðr<strong>is</strong>dögum, ævintýralegar útilegur<br />

og ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi. matur og matargerð er mikilvæg<br />

tilbreyting og krydd í tilveru okkar, oft á tíðum stór hluti af ánægjulegustu<br />

stundum lífsins.<br />

í matargerðarlínunni Gott í matinn teflum við fram góðum grunnhráefnum sem<br />

tilheyra mörgum ólíkum áherslum í matargerð. í sumarblaðinu í ár leggjum við<br />

áherslu á grillmat sem hægt er að töfra fram við margvísleg tækifæri, ým<strong>is</strong>t<br />

sem nesti inni á hálendinu, í sumarbústaðnum, á skjólgóðum svölum eða í<br />

gróskumiklum garði á mildum sumardegi. Uppskriftirnar eru í flestum tilvikum<br />

fljótlegar og einfaldar og síðast en ekki síst einstaklega góðar.<br />

Við vonum að þú og þínir eigi gleðilegt og ógleymanlegt sumar.<br />

Starfsfólk MS


Góðir og girnilegir hamborgarar við öll<br />

hugsanleg tækifæri…<br />

Galdurinn á bak við góðan grillaðan hamborgara er að hakkið sé vel feitt, þá verður hamborgarinn<br />

safaríkur og bragðmikill. Kaupið því feitasta nautahakkið sem þið finnið eða kaupið feita nautasteik,<br />

hakkið hana og bætið út í nautahakkið.<br />

<strong>Hér</strong> eru nokkrar útgáfur af einföldum og góðum hamborgurum; nú er um að gera að draga fram<br />

grillgræjurnar, gítarinn og góða skapið og grilla ómótstæðilega hamborgara undir bláhimni.<br />

Sá klassíski - tvöfaldur borgari<br />

beikonsneiðar<br />

rauðlaukur í sneiðum<br />

BBQ-sósa<br />

2 x hamborgarar<br />

gráðaostur frá MS<br />

grillostur, Gott í matinn frá MS<br />

kartöfluflögur eða kartöflustrá<br />

skyrkokteilsósa (sjá uppskrift bls. 8)<br />

hamborgarabrauð<br />

Steikið beikonið á pönnu og geymið. Stingið grillpinna í gegnum<br />

rauðlaukssneiðarnar, penslið með olíu og grillið á báðum hliðum,<br />

penslið laukinn með BBQ-sósu rétt undir lokin. Grillið borgarana<br />

eftir smekk, tvo á mann. Leggið ostinn ofan á borgarana þegar<br />

1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum og látið hann bráðna<br />

örlítið. Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins, smyrjið<br />

ríflega af sósunni á brauðin. Raðið svo borgaranum saman. Berið<br />

fram með grilluðum kartöflubátum (sjá uppskrift á bls. 9).<br />

Inni á www.gottimatinn.<strong>is</strong> er að<br />

finna uppskrift og leiðbeiningar<br />

um það hvernig hægt er að búa<br />

til ekta kjöt í hamborgarann,<br />

ásamt tímatöflu yfir eldunartíma<br />

á ýmsum gerðum af kjöti.


4<br />

Grikkinn Sorba<br />

Kjúklingaborgari, léttur og ferskur<br />

Ítalskur borgari<br />

Grikkinn Zorba<br />

tómatur í sneiðum<br />

rauðlaukur, fínt skorinn eða graslaukur<br />

ólífur, sneiddar<br />

kryddolía af fetaostinum og balsamedik, hrært saman<br />

klettasalat<br />

Dalafeta frá MS<br />

hamborgari<br />

hamborgarabrauð<br />

Sneiðið niður tómata, rauðlauk og ólífur. Veltið þessu upp úr kryddolíunni og<br />

balsamedikinu ásamt klettasalatinu. Steikið borgarann eftir smekk. Hitið<br />

brauðin á efri grind grillsins. Raðið borgaranum saman, vætið hann ríflega<br />

með ediksósunni.<br />

Kjúklingaborgari, léttur og ferskur<br />

2 beikonsneiðar<br />

hamborgari eða kjúklingabringa skorin í tvennt eftir endilöngu<br />

1 sneið af grillosti, Gott í matinn frá MS<br />

kjúklingaskinka í sneiðum<br />

sólþurrkaðir tómatar í strimlum<br />

pestó (sjá uppskrift bls. 8), hrært til helminga með sýrðum rjóma<br />

spínat<br />

súrdeigsbrauð í sneiðum eða hamborgarabrauð<br />

Steikið beikonið á pönnu og geymið. Grillið borgarann eftir smekk eða<br />

kjúklinginn þar til hann er steiktur í gegn. Leggið ostinn ofan á borgarann<br />

þegar 1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum og látið hann bráðna örlítið.<br />

Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins. Smyrjið brauðið ríflega með<br />

pestósósunni. Raðið svo borgaranum saman.<br />

Ítalskur borgari<br />

hamborgari<br />

ferskur mozzarella-ostur frá MS<br />

pepperóní<br />

smjörsteiktir sveppir<br />

pítsusósa<br />

steiktir laukhringir<br />

ciabatta-brauð eða hamborgarabrauð<br />

Steikið sveppina og laukhringina, sitt í hvoru lagi á pönnu. Grillið<br />

borgarann eftir smekk. Þegar 1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum,<br />

dreifið þá mozzarella-sneiðum á borgarann og látið þær hitna og bráðna<br />

örlítið. Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins. Smyrjið brauðið með<br />

pítsusósunni. Raðið svo borgaranum saman.<br />

Hamborgari á forsíðu:<br />

Mexíkóborgari<br />

hamborgari<br />

sneið af steyptum Mexíkóosti frá MS<br />

sneið af steyptum jalapeno osti frá MS<br />

jalapenos úr krukku, sneiddir<br />

rauðlaukur, sneiddur<br />

salat að eigin vali<br />

svartar ólífur<br />

tómatur í sneiðum<br />

hamborgarabrauð<br />

sýrður rjómi frá MS<br />

Grillið borgarann eftir smekk. Leggið Mexíkó- og jalapeno-ostsneiðar á<br />

borgarann þegar 1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum og látið<br />

ostinn bráðna örlítið. Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins og<br />

smyrjið með sýrðum rjóma. Raðið svo borgaranum saman. Berið fram<br />

með tortillaflögum og sýrðum rjóma.


EINfALdAR OG fLjóTLEGAR UppSKRIfTIR<br />

fyRIR fóLK Á fERðINNI<br />

Einfaldur og fljótlegur grillmatur sem auðvelt er að útbúa á ferðalagi um<br />

landið. <strong>Hér</strong> er hægt að notast við einföld grill eða einnota grill við<br />

frumstæðar aðstæður á tjaldstæði eða úti í náttúrunni …<br />

Sumarleg ostakaka á lausu<br />

Handa 6-8<br />

275 g hafrakex, fínmulið<br />

100 g smjör, brætt<br />

250 g mjúkur rjómaostur, Gott í matinn frá MS<br />

225 g hreint skyr frá MS<br />

70 g flórsykur<br />

2 msk. mynta, fínsöxuð<br />

150 g maukaðir ávextir, þeir sömu<br />

og eru notaðir ofan á kökuna<br />

u.þ.b. 350 g af ávöxtum í sneiðum, s.s. mangó, ananas,<br />

bananar, nektarínur og fersk ber til skreytingar<br />

2 msk. flórsykur<br />

Blandið fínmuldu kexi og bræddu smjöri saman í skál. Hellið<br />

mylsnunni á d<strong>is</strong>k og þjappið henni lauslega niður. Blandið saman<br />

rjómaosti, skyri, flórsykri, myntu og ávaxtamauki. Sneiðið niður<br />

ávextina, raðið þeim á grillbakka og stráið 2 msk. af flórsykri<br />

yfir þá. Grillið ávextina þar til þeir byrja að taka lit. Smyrjið<br />

ostakreminu yfir kexbotninn og raðið grilluðum ávöxtum ásamt<br />

ferskum berjum ofan á kremið. Hellið safanum sem rennur af<br />

grilluðu ávöxtunum yfir kökuna og sáldrið að lokum flórsykri yfir<br />

kökuna. Berið strax fram.<br />

5 5


Glóandi f<strong>is</strong>kur með spænsku ívafi<br />

Handa 4, tveir grillpinnar á mann<br />

u.þ.b. 750 g af f<strong>is</strong>ki í 3 cm bitum, t.d. skötuselur, lúða, karfi,<br />

heill hörpud<strong>is</strong>kur og/eða r<strong>is</strong>arækjur. Um 4 bitar á hvern<br />

pinna eða 32 f<strong>is</strong>kbitar í allt<br />

3 msk. ólífuolía<br />

1 msk. paprikuduft, reykt, venjulegt eða blanda<br />

af hvoru tveggja<br />

4 beikonsneiðar, skornar í tvennt<br />

1 steyptur Mexíkóostur frá MS, skorinn í 8 bita<br />

2 rauðar paprikur, skornar í 3-4 cm langa strimla<br />

16 pepperónísneiðar<br />

salt og svartur pipar<br />

sítróna, skorin í báta<br />

Setjið f<strong>is</strong>kbitana í plastpoka og bætið ólífuolíunni og paprikuduftinu<br />

út í. Lokið pokanum og hr<strong>is</strong>tið hann svolítið þannig að krydd<br />

og olía þeki allan f<strong>is</strong>kinn. Látið marínerast í 20 mínútur. Búið til<br />

sósuna á meðan. Rúllið hálfri beikonsneið um hvern ostbita.<br />

Raðið maríneruðum f<strong>is</strong>ki, papriku og pepperónísneiðum til skipt<strong>is</strong><br />

á pinnana og setjið tvo ostabeikon-bita á hvern pinna. penslið<br />

pinnana lauslega með afganginum af maríneringunni. Grillið við beinan<br />

hita á öllum hliðum í samtals 7-8 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Berið<br />

strax fram með sítrónubátum, jógúrtsósu með rifinni gúrku og myntu,<br />

(sjá uppskrift á bls. 8) og krydd-hrísgrjónum (sjá uppskrift á bls. 12).<br />

6<br />

SKRÁðU ÞIG Í<br />

UppSKRIfTAKLÚBBINN<br />

OKKAR<br />

10 heppnir félagar fá glæsilega körfu<br />

með Gott í matinn vörum í vinning<br />

www.gottimatinn.<strong>is</strong><br />

Þetta er einfaldur og fljótlegur réttur sem tekur ekki langan tíma<br />

að elda. Hægt er að útbúa pinnana og hummusið áður en lagt er af<br />

stað að heiman, hvort tveggja geym<strong>is</strong>t í góðri kælik<strong>is</strong>tu í allt að tvo<br />

daga. Þá er ekki annað eftir en að skera niður grænmetið, grilla og<br />

borða.<br />

Kebab-pinnar með hummusi<br />

og grilluðu grænmeti<br />

Handa 4, þrír grillpinnar á mann<br />

800 g nauta- eða svínahakk, eða blanda af hvorutveggja<br />

1 bakki rifinn piparostur, Gott í matinn frá MS<br />

2 laukar, fínsaxaðir<br />

3 tsk. malað kummin<br />

3 tsk. timjan, þurrkað<br />

6 hvítlauksrif, fínsöxuð<br />

3 brauðsneiðar, fínrifnar<br />

salt eftir smekk<br />

ólífuolía til penslunar<br />

trépinnar, bleyttir í 30 mín.<br />

Blandið öllu sem fer í farsið saman í matvinnsluvél eða með<br />

höndunum. Mótið það utan á grillpinnana þannig að það verði<br />

eins og þykk pylsa í laginu. Leggið pinnana í bakka eða á d<strong>is</strong>k með<br />

plastfilmu á milli. Ef grilla á samdægurs er gott að leyfa þeim að<br />

standa í u.þ.b. 1 klst. í kæli svo að kjötið fest<strong>is</strong>t betur við pinnana.<br />

pennslið kjötið og grillið kjötpinnana við beinan hita á öllum<br />

hliðum í 8 mín. Snúið þeim varlega svo að kjötið detti ekki af<br />

teinunum.<br />

Kebabið er gott að borða með góðu salati, hummusi (sjá uppskrift<br />

á bls. 8) og grilluðu grænmeti, en einnig í samlokubrauði. Smyrjið<br />

þá léttr<strong>is</strong>tað samlokubrauð ríflega með hummusinu. Raðið grilluðu<br />

grænmeti á brauðið, leggið einn eða tvo grillpinna á hvert brauð,<br />

kryddið með chili-sósu að vild. Lokið samlokunni, haldið þétt utan um<br />

hana og dragið grillteininn úr kjötinu.<br />

Samlokurnar eru einnig einstaklega góðar kaldar.


Góð GrIllráð Frá mS<br />

á heimasíðunni www.gottimatinn.<strong>is</strong><br />

má finna góð grillráð ásamt eldunartíma<br />

á grilli sem hentar m<strong>is</strong>munandi kjöti.<br />

ávallt skal hafa í huga að uppgefinn<br />

eldunartími getur verið m<strong>is</strong>munandi<br />

eftir því á hvaða grilli er verið að elda.<br />

QUESAdILLUR Á GRILLIð<br />

Quesadillur eru tvær tortilla-hveitikökur með fyllingu á milli.<br />

Þetta er sérlega skemmtilegur matur, hvort heldur sem<br />

smáréttur eða létt máltíð á góðviðr<strong>is</strong>degi. <strong>Hér</strong> má nota<br />

hugmyndaflugið eða bara fara hefðbundna leið og fylla<br />

quesadillurnar með taco-sósu, rifnum gratínosti, fersku<br />

kóríander og avókadósneiðum. Einnig er tilvalið að nýta<br />

afganga, til dæm<strong>is</strong> kalt kjöt eða afganginn af steikta<br />

f<strong>is</strong>kinum. Bræddi osturinn festir gómsætu hveitikökurnar<br />

saman og gefur þeim gott bragð og sýrði rjóminn, hreinn eða<br />

bragðbættur, er dýrind<strong>is</strong> meðlæti ásamt fersku og góðu salati.<br />

Á indverskum nótum<br />

Spínat, camembertostur, kaldur kjúklingur eða lambakjöt í þunnum sneiðum,<br />

salthnetur, grillað rautt chili-aldin, borið fram með kaldri jógúrtsósu með indversku<br />

ívafi (sjá uppskrift á bls. 8).<br />

Á mexíkóskum nótum<br />

Steyptur jalapeno-ostur frá MS, skorinn í sneiðar, eða rifinn piparostur, Gott í<br />

matinn frá MS, maís, rjómaostur, Gott í matinn frá MS og kaldur kjúklingur,<br />

niðursneiddur. Sýrður rjómi borinn með.<br />

Á norrænum nótum<br />

Rifinn piparostur, Gott í matinn frá MS, rjómaostur, Gott í<br />

matinn frá MS, reyktur lax í þunnum sneiðum, saxað kapers,<br />

fínsaxaður rauðlaukur. Sýrður rjómi borinn með.<br />

Eldunaraðferð:<br />

Léttr<strong>is</strong>tið tortillakökurnar á báðum hliðum<br />

áður en fyllingin er sett á þær. Setjið<br />

hráefnið á aðra kökuna í þeirri röð sem<br />

það er talið upp í hverri uppskrift og í því<br />

magni sem þið viljið.<br />

Leggið hina hveitikökuna yfir fyllinguna,<br />

setjið quesadillurnar svo á grillið og<br />

grillið þær við óbeinan hita (ekki beint<br />

yfir logann, sjá leiðbeiningar á bls. 12 um<br />

hvernig á að grilla við óbeinan hita) eða<br />

á heitum pítsusteini þar til að osturinn fer<br />

að bráðna. Skerið síðan hverja köku í 4–6<br />

sneiðar. Þær eru bestar þegar þær eru heitar.<br />

7


Sósur og meðlæti<br />

Til þess að gera góðan mat enn betri er tilvalið að bæta góðri sósu eða litríku meðlæti<br />

við máltíðina. Sósurnar er hægt að útbúa fyrir fram og þær geymast með góðu móti í 3-4<br />

daga í kæl<strong>is</strong>káp. Grænmetið er hægt að fylla deginum áður en skella því síðan á grillið rétt<br />

áður en á að bera það fram.<br />

Köld feta-tzatziki-sósa<br />

Einstaklega fersk og góð sósa með<br />

f<strong>is</strong>ki, grænmeti og krydduðum mat.<br />

100 g Dalafeta frá MS<br />

150 g grísk jógúrt,<br />

Gott í matinn frá MS<br />

½ gúrka, söxuð<br />

handfylli af myntu<br />

1 hvítlauksgeiri, kraminn<br />

salt og pipar<br />

Maukið sósuna<br />

í matvinnsluvél.<br />

Hummus-sósa<br />

Sérlega góð sósa með grilluðum<br />

mat t.d. lambakjöti eða kjúklingi<br />

og til að smyrja samlokur.<br />

340 g kjúklingabaunir,<br />

soðnar í dós<br />

150 g grísk jógúrt,<br />

Gott í matinn frá MS<br />

1 rautt chilialdin, fínsaxað<br />

½ tsk. malað kummin<br />

1 hvítlauksrif, pressað<br />

2 msk. ljóst tahini<br />

(sesammauk)<br />

4 msk. ólífuolía<br />

2 msk. sítrónusafi<br />

salt og pipar<br />

Maukið allt hráefnið saman í<br />

matvinnsluvél.<br />

Létt skyr-kokteilsósa<br />

Ekta kokteilsósa með borgaranum.<br />

200 g hreint skyr frá MS<br />

5 msk. tómatsósa<br />

2 msk. sykur<br />

1 msk. dijon-sinnep<br />

nokkrir dropar af<br />

tabasco-sósu<br />

salt<br />

Hrærið vel saman og<br />

bragðbætið með salti<br />

og tabasco-sósu eftir smekk.<br />

8<br />

Pestó<br />

Frábær sósa<br />

með pasta og pítsum og<br />

líka á samlokuna.<br />

75 g Dalafeta frá MS<br />

40 g valhnetur<br />

20 g fersk basillauf<br />

4 msk. furuhnetur<br />

1 msk. smjör<br />

180 ml ólífuolía<br />

1 hvítlauksgeiri, kraminn<br />

salt og pipar<br />

Maukið allt hráefnið saman í<br />

matvinnsluvél.<br />

Gráðaostasósa<br />

Óm<strong>is</strong>sandi með grilluðum mat t.d.<br />

nautasteik og kjúklingi og einnig með<br />

heitum kartöflum.<br />

1 dós sýrður rjómi frá MS<br />

4 msk. gráðaostur,<br />

Gott í matinn frá MS<br />

pipar<br />

Takið gráðaostinn úr ísskáp 20–30<br />

mín. áður en sósan er búin til.<br />

Stappið ostinn með gaffli og hrærið<br />

hann vel saman við sýrða rjómann.<br />

Kryddið með pipar eftir smekk.<br />

Köld jógúrtsósa með<br />

indversku ívafi<br />

Frábær sósa með krydduðum mat<br />

eða sem marínering á f<strong>is</strong>k og kjöt.<br />

100 ml hrein jógúrt eða grísk<br />

jógúrt, Gott í matinn frá MS<br />

100 ml kókosmjólk<br />

2 tsk. karrí<br />

3 msk. mangó-chutney<br />

ögn af salti og sykri<br />

Blandið öllu saman. Látið sósuna<br />

standa í 30 mín. áður en hún er<br />

borin fram með mat. Gott að láta<br />

f<strong>is</strong>kinn eða kjötið marínerast í<br />

sósunni í 4-6 klst. í kæl<strong>is</strong>káp.<br />

Á www.gottimatinn.<strong>is</strong> má finna<br />

góða uppskrift að mangó-chutney.


<strong>Hér</strong> eru uppskriftir að fljótlegu meðlæti fyrir tvo. Þetta meðlæti passar með<br />

ólíkum réttum en getur einnig verið sem sjálfstæðir smáréttir eða nettir forréttir<br />

með handfylli af brakandi fersku salati.<br />

pestó- og fetaostsfylltar paprikur<br />

2 rauðar paprikur, skornar í tvennt og fræhreinsaðar<br />

1 msk. af pestó (uppskrift á bls. 8) og 2 msk. Dalafeta frá<br />

MS sett í hvern paprikuhelming fyrir sig,<br />

Grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 10-15 mín. Berið strax fram.<br />

Sveppir fylltir með beikoni og piparosti<br />

6 stórir sveppir, stilkarnir fjarlægðir og geymdir,<br />

1 msk. smjör, ½ lítill laukur, fínsaxaður, u.þ.b. 50 g<br />

fínskorið beikon, 3 timjangreinar saxaðar, 1 bakki rifinn<br />

piparostur, Gott í matinn frá MS.<br />

Steikið lauk, beikon, sveppastilkana og timjan í smjörinu þar<br />

til laukurinn fer að taka lit. Bætið ostinum saman við og fyllið<br />

sveppina.<br />

Grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 8-10 mín. Berið strax fram.<br />

Gráðaostsfylltur kúrbítur<br />

1 meðalstór kúrbítur, klofinn eftir endilöngu og holaður<br />

lítillega að innan með teskeið. ½ bakki rifinn gráðaostur,<br />

Gott í matinn frá MS, þrýst ofan í dældirnar.<br />

Grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 10 mín. eða þar til osturinn<br />

byrjar að bráðna. Berið strax fram.<br />

Grillaðir kartöflubátar með sítrónu<br />

2 stórar bökunarkartöflur skornar í báta, 1 msk. olía,<br />

1 sítróna skorin í 8 báta, 6 hvítlauksrif, 2 msk. söxuð<br />

steinselja og svartar ólífur (má sleppa), ½ krukka af<br />

Dalafeta að eigin vali frá MS.<br />

Veltið kartöflunum upp úr olíunni og grillið við óbeinan hita í<br />

u.þ.b. 15 mín. Bætið sítrónu, hvítlauk og steinselju við og grillið<br />

í 10 mín. til viðbótar. dreifið ostinum yfir og berið strax fram.<br />

9


HleðSla<br />

– FyrIr alla<br />

Nýi íþróttadrykkurinn okkar, Hleðsla, hefur svo<br />

sannarlega slegið í gegn, bæði hjá íþróttafólki og<br />

ekki síður hjá öllum þeim sem þurfa eitthvað hollt<br />

og gott á milli mála. Þess vegna er Hleðsla líka<br />

frábær viðbót í nest<strong>is</strong>boxið eða bakpokann, til<br />

dæm<strong>is</strong> ef á að halda í fjallgöngu eða veiðiferð eða<br />

bara létta göngu eða berjaferð með krökkunum.<br />

Í Hleðslu er hvorki hvítur sykur né gerv<strong>is</strong>ætuefni<br />

en drykkurinn inniheldur þess í stað agavesafa.<br />

Hleðsla er unnin úr mysupróteinþykkni og<br />

í hverjum skammti eru 22 grömm af 100%<br />

hágæða mysupróteinum en aðeins 0,7% fita.<br />

Mysupróteinin eru talin henta einstaklega<br />

vel til vöðvauppbyggingar og drykkurinn er<br />

sérlega góður til neyslu eftir áreynslu, til dæm<strong>is</strong><br />

íþróttaæfingar eða rösklega gönguferð. Hleðsla<br />

fæst bæði með jarðarberja- og vanillubragði.<br />

10<br />

Gott í matinn, gott á grillið<br />

Gott í matinn, gómsæta matargerðarlínan frá MS, stækkar stöðugt og<br />

nýtur mikilla vinsælda, enda vita allir að hér eru á ferðinni gæðavörur<br />

sem henta vel í matargerð af ýmsu tagi – hvort heldur er hversdagsmat,<br />

sparimat, stórve<strong>is</strong>lur eða snarl. Og nú bæt<strong>is</strong>t nýr meðlimur í<br />

fjölskylduna, grillostur.<br />

Grillosturinn er sannkallaður vorboði því að hann kemur á markað um<br />

leið og landsmenn draga fram grillin og kitlandi grillilmur berst um<br />

loftið. Grillosturinn er í sneiðum og hefur einstaka bræðslueiginleika.<br />

Hann hentar því sérlega vel í margs konar grillaða rétti – ekki bara á<br />

þykka og safaríka hamborgara, heldur alls staðar þar sem svolítill bráðin<br />

ostur gæti bætt réttinn (og það er nokkuð víða). Og auðvitað er líka hægt<br />

að nota hann í ofnrétti og pönnusteikta rétti af ýmsu tagi – eða bara sem<br />

álegg á brauð.<br />

Grillosturinn er mjúkur og bragðmildur og bráðnar hratt og vel. Hann<br />

er seldur í boxum og eru tólf sneiðar í hverju boxi – tólf tækifæri til að<br />

bragðbæta matinn með heitum og gómsætum osti. Það er um að gera að<br />

prófa eitthvað nýtt og spila af fingrum fram í matargerðinni.<br />

Hrísmjólk í nýjum umbúðum<br />

MS eftirlæti er vörulína sem inniheldur bæði fre<strong>is</strong>tandi nýjungar og<br />

góðkunnar og sívinsælar sælkeravörur, eins og til dæm<strong>is</strong> Hrísmjólkina, sem<br />

nú er komin í nýjar umbúðir. Hrísmjókin á sér marga aðdáendur og hentar<br />

afskaplega vel í nestið eða sumarbústaðinn – það er nefnilega hægt að hafa<br />

hana bæði sem morgunmat og eftirrétt, allt eftir því hvernig stemmingin<br />

er – og svo er líka hægt að setja hana í nest<strong>is</strong>boxið og gæða sér á henni úti í<br />

guðsgrænni náttúrunni.<br />

Hrísmjólkin er til í tveimur bragðtegundum, Hrísmjólk með kanilsósu og<br />

Hrísmjólk með karamellusósu. Það er vandi að velja og hvernig væri að prófa<br />

bara báðar? Krakkarnir kunna örugglega að meta þær.


Með grillve<strong>is</strong>lu í farangrinum<br />

Það fer ekki á milli mála að sumarið er loksins komið eina ferðina enn og grillilminn leggur yfir hús,<br />

garða og engi. Þegar góðviðr<strong>is</strong>dagarnir koma einn á fætur öðrum er gaman að<br />

krydda lífið með góðum mat og ekki skemmir fyrir að fá góða gesti í heimsókn.<br />

eftirfarandi uppskriftir eru tilvaldar fyrir góða og huggulega sumarve<strong>is</strong>lu, hvort sem hún er haldin<br />

heimavið eða á öðrum vel völdum stöðum.<br />

Safarík kúreka-T-bone-steik<br />

með Béarna<strong>is</strong>e-smjöri og<br />

grilluðum kartöflubátum<br />

Handa 4<br />

4 x 350-400 g T-bone-steikur<br />

ólífuolía<br />

salt og pipar<br />

Byrjið á því að búa til Béarna<strong>is</strong>e-smjörið (sjá uppskrift<br />

á bls. 15). Hitið grillið vel. Nuddið ólífuolíu á kjötsneiðarnar<br />

og saltið örlítið. Grillið kjötið í 2 mín. á hvorri<br />

hlið við beinan háan hita. Lækkið hitann í grillinu og<br />

steikið áfram í 3-4 mín. á hvorri hlið en þá ætti kjötið<br />

að vera orðið „medium-rare“. Steikið áfram smástund<br />

ef þið viljið hafa það meira steikt. Takið svo kjötið af<br />

grillinu og látið það standa á heitum d<strong>is</strong>ki í 5-10 mín.<br />

til þess að jafna sig. Rétt áður en kjötið er borið fram<br />

er gott að skella því aftur á heitt grillið í 1-2 mín. Setjið<br />

steikurnar á d<strong>is</strong>ka og leggið vænan bita af kryddsmjöri<br />

ofan á hverja þeirra. Tilvalið er að bera steikurnar fram með<br />

kartöflubátum (sjá uppskrift á bls. 9), fylltum kúrbít og eða<br />

fylltum paprikum (sjá uppskrift á bls. 9).<br />

MS Grillráð<br />

Allt kjöt sem á að grilla, en þó einkum stærri eða þykkari<br />

bita, er betra að taka úr kæli góðri stund áður en það fer<br />

á grillið. Þannig verður steikingin jafnari og komið er í<br />

veg fyrir að steikin verði hrá og köld í miðjunni.<br />

11


IndvErSK vEISla<br />

Kjúklingafiðrildi, marínerað<br />

í mildri hnetusósu<br />

Handa 4<br />

1 heill kjúklingur, tekinn í sundur á hryggnum<br />

2 msk. fersk kóríanderlauf<br />

1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og fínsaxað<br />

Kryddlögur:<br />

4-5 rauð chili-aldin, fínsöxuð<br />

1 laukur, fínsaxaður<br />

fínrifinn börkur af einni sítrónu<br />

safi úr ½ sítrónu<br />

125 ml hnetusmjör<br />

1 msk. sterkt karríduft<br />

150 ml hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS<br />

4 msk. hreinn rjómaostur, Gott í matinn frá MS<br />

Blandið öllu hráefni í kryddlöginn saman í matvinnsluvél.<br />

Setjið kjúklinginn í plastpoka og þrýstið létt ofan á hann þannig<br />

að hann sé vel útflattur. Hellið helmingnum af kryddleginum<br />

yfir hann. Geymið hinn helminginn til að bera fram sem sósu<br />

með kjúklingnum. Lokið pokanum og veltið kjúklingnum upp úr<br />

kryddleginum. Látið standa í kæli í minnst 6 klst. Hitið grillið að<br />

meðalhita. Skafið mestallan kryddlöginn af kjúklingnum, leggið<br />

hann á grillið og látið innri hliðina snúa niður. Ef kjúklingurinn<br />

helst ekki vel útflattur er hægt að setja t.d. þunga steikarpönnu<br />

eða þungt lok af potti ofan á hann fyrstu 10-15 mínúturnar. Grillið<br />

kjúklinginn í 50-60 mín. við óbeinan hita og snúið honum á 15<br />

mín. fresti. Berið hann fram með fersku salati, kaldri jógúrtsósu<br />

með indversku ívafi (sjá uppskrift á bls. 8), mjúkum naan-brauðum,<br />

krydduðum hrísgrjónum og kryddleginum sem tekinn var frá. Búið<br />

til sósu úr kryddleginum sem tekinn var frá í byrjun, hitið hann upp og<br />

bætið svolitlu vatni eða kókosmjólk út í hann. Skreytið kjúklinginn<br />

með fersku kóríander og fínsöxuðu chili.<br />

Kardimommu krydd-hrísgrjón<br />

Handa 4<br />

200 g basmati-hrísgrjón<br />

2 msk. smjör frá MS<br />

svolítið salt<br />

1 kanilstöng<br />

6 heilir negulnaglar<br />

8 kardimommubelgir, létt kramdir eða annað indverskt krydd<br />

½ tsk. anísfræ eða 1 tsk. fennelfræ<br />

1 krukka Dalafeta frá MS að eigin vali<br />

fersk kóríanderlauf<br />

Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið með köldu vatni. Látið vatnið<br />

renna af þeim. Bræðið smjör í þykkbotna potti og r<strong>is</strong>tið kryddið í<br />

smjörinu. Bætið grjónunum út í og þekið þau vel með smjörinu.<br />

Hellið 275 ml af köldu vatni yfir, setjið lokið þétt yfir pottinn,<br />

hitið að suðu við meðalhita og látið malla í 10 mín. Ef lokið er<br />

ekki þétt er hægt að þétta það með því að leggja álpappír utan<br />

um pottbrúnina. Takið pottinn af hitanum og látið grjónin standa<br />

áfram í lokuðum pottinum í 5 mínútur. Hrærið upp í grjónunum<br />

með gaffli. Setjið fetaostinn út í og klippið ferskt kóríander yfir.<br />

Berið strax fram.<br />

12<br />

Gómsæt og mjúk naan-brauð<br />

- beint af funheitu grillinu<br />

Meðlæti handa 4-6<br />

25 g ger<br />

2 msk. sykur<br />

200 ml mjólk, volg<br />

600 g hveiti<br />

1 tsk. salt<br />

2 tsk. lyftiduft<br />

4 msk. ólífuolía<br />

180 ml hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS<br />

1 msk. Maldon-salt<br />

1 msk. indversk kryddblanda (t.d. garam masala eða eitthvert<br />

annað gott krydd sem ykkur dettur í hug)<br />

knippi af fersku kóríander<br />

40 g smjör frá MS eða kryddsmjör frá MS með hvítlauk<br />

4 kardimommubelgir, létt kramdir, eða 1 tsk. garam masala<br />

1 hvítlauksrif, kramið<br />

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið<br />

standa í 15 mínútur. Hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt er svo<br />

blandað saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður<br />

mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það of lint. Látið deigið<br />

hefast í skál í 1 klst. við stofuhita.<br />

Hitið ofninn í 275°C eða stillið grillið á frekar háan hita. Skiptið<br />

deiginu í 10 hluta og hnoðið kúlur úr því, fletjið síðan kúlurnar út<br />

nokkuð þunnt og þrýstið brauðunum ofan í kryddblönduna sem er<br />

blönduð með Maldon-saltinu.<br />

Ef brauðin eru bökuð í ofni eru þau sett á plötu sem er klædd<br />

bökunarpappír en ef þau eru grilluð eru þau sett þau á efri<br />

grindina á gasgrillinu og bökuð við óbeinan hita í 5-7 mínútur.<br />

Setjið smjör og kardimommur í pott, bræðið smjörið og látið það<br />

krauma í 2 mínútur. Veiðið kardimommurnar þá upp úr og setjið<br />

hvítlaukinn saman við smjörið (má sleppa ef notað er tilbúið<br />

hvítlaukssmjör frá MS). dreypið smjörinu yfir heit brauðin og<br />

klippið ferskt kóríanderlauf yfir allt saman. Berið brauðin strax<br />

fram meðan þau eru heit.<br />

að GrIlla vIð óBEInan HIta<br />

Það er þegar maturinn er ekki hafður beint yfir loganum<br />

heldur til hliðar við hann. Næstum öll gasgrill eru með fleiri<br />

en einum brennara, ef það eru þrír brennarar er best að hafa<br />

matinn í miðjunni en stilla hliðarbrennarana á meðalhita. Í<br />

kolagrilli er kolunum ýtt til hliðanna, álbakki settur ofan í<br />

miðjuna og maturinn hafður yfir honum á grind. Þá þurfa<br />

ventlar líka að vera opnir til þess að hitinn dreif<strong>is</strong>t betur.<br />

Þegar grillað er við óbeinan hita þarf að hafa grillið lokað til<br />

að hitinn rjúki ekki burt heldur safn<strong>is</strong>t upp og umljúki matinn<br />

svo að hann grill<strong>is</strong>t jafnt og brenni ekki. Þessi aðferð hentar<br />

vel til að grilla öll stærri stykki og hráefni sem þarf tiltölulega<br />

langan tíma á grillinu. Með þessari aðferð er t.d. einfalt að<br />

grilla lambalæri, stórar steikur, heila kjúklinga og jafnvel að<br />

baka pítsur.<br />

að GrIlla vIð BEInan HIta<br />

Það er þegar maturinn er settur á grindina beint fyrir ofan<br />

logana og feiti og safi lekur ofan á brennarann eða kolin.<br />

Logar gjósa þá oft upp og leika jafnvel um matinn og hætta<br />

er á að hann brenni ef ekki er höfð gát á. Þessi aðferð hentar<br />

einkum fyrir þunnar steikur og annað hráefni sem best er að<br />

grilla hratt við háan hita.


Indverskur matur er skemmtileg tilbreyting<br />

og hentar vel til matreiðslu á grilli. í indverskri<br />

matargerð er algengt að marínera kjöt í kryddlegi<br />

þar sem undirstaðan er hrein jógúrt. Jógúrtin<br />

gerir kjötið einstaklega meyrt og safaríkt.<br />

13


fyllt lambalæri með ólífum<br />

og fetaosti<br />

Handa 4- 6<br />

1 meðalstórt lambalæri<br />

nokkrir grillpinnar úr tré, bleyttir í 30 mínútur<br />

Fylling:<br />

200 g Dalafeta frá MS<br />

fínrifinn börkur af 1 sítrónu<br />

50 g steinlausar ólífur, helst grískar í olíu<br />

4 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir<br />

3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir<br />

1 handfylli spínat, grófsaxað<br />

1 handfylli steinselja, söxuð<br />

1 handfylli mynta, söxuð<br />

salt og pipar<br />

olía<br />

Úrbeinið lambalærið og fitusnyrtið það. Skerið niður inn með<br />

beini og forð<strong>is</strong>t að skera stóra vöðva í sundur. fletjið lærið svo út.<br />

Skerið grunna skurði í kjötið að innanverðu og nuddið vel með olíu,<br />

salti og pipar. Blandið öllu sem á að fara í fyllinguna saman í skál.<br />

Smyrjið henni svo á kjötið. Brjótið kjötið saman utan um fyllinguna<br />

og gætið þess að loka hana vel inni. Gott er að festa lærið saman<br />

með grillpinnum úr tré sem hafa verið lagðir í bleyti í a.m.k. 30.<br />

mín. Brjótið svo endann af pinnanum sem stendur út úr kjötinu.<br />

penslið lærið með olíu og öðru hverju meðan á eldun stendur. Saltið<br />

og piprið. Grillið við óbeinan meðalhita á efri grindinni á grillinu í<br />

u.þ.b. 60 mín. Snúið kjötinu við og reynið að fá jafna steikingu á allar<br />

hliðar. fjarlægið svo pinnana úr kjötinu áður en það er borið fram.<br />

14<br />

Salat á sólríkum sumardegi<br />

heil máltíð eða meðlæti með grillmat<br />

Handa 8 sem meðlæti eða handa 4 sem aðalréttur.<br />

6 stórir tómatar, skornir í bita<br />

1 gúrka, skorin í litla bita<br />

½ rauðlaukur, fínsaxaður<br />

1 lítil dós maískorn<br />

1 stórt mangó eða ¼ ferskur ananas skorinn í bita<br />

6 brauðsneiðar, r<strong>is</strong>taðar<br />

2 hvítlauksrif<br />

1 krukka Dalafeta frá MS<br />

hálfur Óðalsostur skorinn í teninga<br />

fersk basilíka, u.þ.b. 12 blöð, söxuð<br />

2 msk. balsamedik<br />

salt og pipar<br />

Skerið niður grænmetið og ávextina og blandið saman í stórri skál.<br />

Nuddið r<strong>is</strong>tuðu brauðsneiðarnar með hvítlauksrifi. Skerið þær svo<br />

niður í teninga. Bætið brauðteningum, osti, kryddi og ediki út í<br />

salatið rétt áður en það er borið fram og bætið út í salatblöðum ef<br />

þið viljið.<br />

MatrEiðSLurjóMi- HEitt SóSuráð<br />

Það er tilvalið að nota matreiðslurjómann, frá MS til að að gefa<br />

tilbúnu pakkasósuni extra gott bragð, þá er matreiðslurjóminn<br />

settur í sósuna í staðinn fyrir vatn eða mjólk. Matreiðslurjómi<br />

gefur heitu sósunni einstaklega gott og mjúkt rjómabragð. Á<br />

www.gottimatinn.<strong>is</strong> má finna uppskriftir að heitum sósum<br />

sem passa vel með grillmatnum.


GrIllaðar pítSUr<br />

Það er hægt að elda hvað sem er á grillinu, t.d. er tilvalið að baka<br />

pítsu og grilla hana við óbeinan hita svo að botninn brenni ekki.<br />

Ef notaður er pítsusteinn á að setja hann beint á neðri grindina á<br />

grillinu. Síðan má ekki gleyma því að mjög mikilvægt er að hafa<br />

grillið lokað á meðan baksturinn fer fram. <strong>Hér</strong> eru uppskrift að<br />

sætri pítsu í eftirrétt en að sjálfsögðu er hægt að baka hvaða pítsu<br />

sem er með þessum hætti. Við bendum á sumarblaðið sem kom<br />

í fyrra en þar er að finna bæði uppskriftir að pítsabotni og fleiri<br />

gómsætum pítsum sem tilvalið er að smella á grillið.<br />

pítsa með súkkulaði, rjómaosti,<br />

hnetum og sykurpúðum<br />

Handa 4 (ein stór eða fjórar litlar)<br />

250 g af tilbúnu pítsudeigi (sjá uppskrift í sumarblaðinu 2009,<br />

Gott í matinn eða á www.gottimatinn.<strong>is</strong>, bætið 2 msk. af<br />

sykri út í deigið)<br />

100 g súkkulaði í bitum<br />

200 g rjómaostur, Gott í matinn frá MS<br />

50 g pekanhnetur eða aðrar hnetur, grófsaxaðar<br />

10 sykurpúðar, skornir í tvennt<br />

fersk mynta, söxuð til skreytingar<br />

fletjið pítsudeigið út eins þunnt og hægt er og leggið það á<br />

hitaðan pítsustein eða í pítsuform. dreifið súkkulaðinu jafnt<br />

yfir deigið, ekki alveg út á brúnir. dreifið rjómaostinum í litlum<br />

klípum yfir súkkulaðibitana. Stráið hnetum þar yfir og að síðustu<br />

sykurpúðunum. Bakið pítsuna við óbeinan hita á efri grind á grilli<br />

(eða á neðri grindinni ef notaður er pítsusteinn) í 6-8 mínútur.<br />

Berið strax fram.<br />

Kryddsmjör<br />

KryDDSMjör<br />

Með GrIllSTeIKInnI oG<br />

BöKUðU KarTöFlUnUM<br />

Kryddsmjör gerir góða steik enn betri og sé það notað er hægt að<br />

sleppa því að búa til heita sósu með steikinni. Í hverja eftirfarandi<br />

uppskriftum fara 175 g af smjöri. Best er að hafa smjörið í mýkri<br />

kantinum þegar kryddi og jurtum er blandað saman við það.<br />

Mótið litlar rúllur og vefjið plastfilmu þétt utan um þær. Kælið<br />

þær síðan. Kryddsmjörið geym<strong>is</strong>t í kæli í 2-3 vikur og enn lengur<br />

í frysti. Nú er bara að prófa sig áfram eða velja þá uppskrift sem<br />

ykkur líst best á …<br />

Vill<strong>is</strong>veppa, timjan- og hvítlaukssmjör<br />

175 g smjör, mjúkt<br />

25 g vill<strong>is</strong>veppir, lagðir í bleyti í heitt vatn í 30 mínútur,<br />

vatnið er kre<strong>is</strong>t vel úr sveppunum og þeir fínsaxaðir<br />

2 hvítlauksrif, kramin og 2 tsk. timjanlauf<br />

Béarna<strong>is</strong>e-smjör<br />

175 g smjör, mjúkt<br />

2 msk. estragonblöð, grófsöxuð<br />

1 skalotlaukur, saxaður<br />

1 tsk. hvítvínsedik<br />

ögn af cayenne-pipar<br />

skvetta af sítrónusafa og svartur pipar<br />

Grænpiparsmjör<br />

175 g smjör, mjúkt<br />

3 msk. græn piparkorn í saltlegi, t.d. frá Opies, skoluð í köldu vatni<br />

1 msk. koníak eða brandí og 1 tsk. Worcestershire-sósa<br />

1 msk. dijon-sinnep<br />

1 lítill skalotlaukur, fínsaxaður<br />

Rauðvíns- og sinnepssmjör<br />

175 g smjör, mjúkt<br />

100 ml rauðvín og 2 msk. balsamedik, soðið niður þar<br />

til 3 msk. eru eftir af vökvanum<br />

2 msk. dijon-sinnep og 1 msk. steinselja, fínsöxuð<br />

15 15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!