18.12.2013 Views

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

verkfræði- og náttúruvísindasvið<br />

Kesara Margrét<br />

Jónsson, prófessor í Líf- og<br />

umhverfisvísindadeild<br />

íslenska birkið<br />

endurskoðað<br />

Kesara Margrét Jónsson, prófessor í<br />

Líf- og umhverfisvísindadeild, vinnur<br />

þessa dagana að því að „endurskoða“<br />

íslenska birkið. „Eldri rannsóknir okkar á<br />

íslenska birkinu sýna fram á að tegundirnar birki<br />

(Betula pubescens) og fjalldrapi (Betula nana)<br />

hafa blandast á Íslandi. Þessi kynblöndun er<br />

tiltölulega tíð, þ.e. hún nær til um tíu prósenta<br />

birkiplantna á landinu og þannig má líta á<br />

Ísland sem blendingssvæði (e. hybrid zone) hvað<br />

bjarkartegundir varðar,“ segir Kesara.<br />

„Það merkilega við þessa tegundablöndun<br />

íslenska birkisins er það að blendingurinn er<br />

ekki ófrjór eins og búist var við. Blendingarnir<br />

geta þess vegna myndað afkvæmi með birki<br />

eða fjalldrapa og þar af leiðandi flyst erfðaefni á<br />

milli tegundanna. Við höfum sýnt fram á að útlit<br />

íslensks birkis hefur að mestu orðið til vegna þessa<br />

genaflæðis,“ segir Kesara.<br />

Að sögn Kesöru er nú verið að leita svara við<br />

því hvort þessi erfðablöndun hafi staðið yfir um<br />

langt skeið eða sé nýtt fyrirbæri. Fyrstu niðurstöður<br />

benda til þess að blöndunin hafi staðið lengi yfir<br />

enda hafa ummerki erfðablöndunar fundist frá<br />

forsögulegum tímum, alveg frá fyrstu árþúsundum<br />

nútíma.<br />

Með rannsókninni er einnig ætlunin að svara<br />

því hvort erfðabreytileiki íslenska birkisins á okkar<br />

tímum sé landsvæðisbundinn. Kesara segir að<br />

rannsóknahópur hennar hafi byrjað að kanna<br />

breytileika í kjarnaerfðamengi með sameindaerfðafræðilegum<br />

aðferðum og fyrstu niðurstöður<br />

bendi til þess að genaflæði vegna kynblöndunar<br />

sé svo mikið að sundurgreining eftir landsvæðum<br />

sé ekki augljós. „Hins vegar hafa eldri rannsóknir<br />

okkar sýnt fram á að grænukornaerfðamengið,<br />

sem er varðveitt og er móðurerfðir í eðli sínu, hefur<br />

geymt vel sögu um landsvæðaskiptingu og uppruna<br />

íslenska birkisins.“<br />

Gísli Steinn Pétursson, MS-nemi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild<br />

vill draga úr flóðahættu í vatnsaflsvirkjunum<br />

„Verkefnið er unnið fyrir Landsvirkjun en í<br />

því vinna saman Háskóli Íslands, Háskólinn í<br />

Reykjavík og Siglingastofnun að því að sannreyna<br />

straumfræðilega hönnun flóðamannvirkis við<br />

fyrirhugaða Urriðafossvirkjun í Neðri-Þjórsá. Með<br />

niðurstöðunum verður unnt að leggja til breytingar<br />

á hönnuninni. Flóðamannvirkið er svokölluð<br />

veltuþró sem hefur ekki áður verið byggð á Íslandi,“<br />

segir meistaraneminn Gísli Steinn Pétursson.<br />

„Veltuþró er straummannvirki, sem tekur við rennsli<br />

sem fer um yfirfall. Veltuþróin hefur bogadreginn<br />

botn sem eyðir umframorku í flóðum með því<br />

að framkalla veltu í rennslinu. Þróin stýrir þannig<br />

rennslinu, dregur úr orkunni í því og kemur með því<br />

í veg fyrir að orkan sé það mikil að hún geti grafið<br />

undan stíflunni við lónið.“<br />

Rannsóknin sem Gísli Steinn tekur þátt í<br />

fer fram í Kópavogi þar sem Siglingastofnun<br />

hefur rannsóknaaðstöðu en þar hefur líkan af<br />

Urriðafossvirkjun verið byggt í skalanum 1 á móti<br />

40. Líkanið er um 200 fermetrar að stærð og er<br />

byggt af mikilli nákvæmni.<br />

116<br />

„Eftir að ég hafði unnið við gerð líkans að<br />

Hvammsvirkjun ræddi ég við leiðbeinendur mína um<br />

hugsanlegt verkefni í tengslum við Urriðafossvirkjun.<br />

Þegar fyrir lá að veltuþró yrði notuð sem<br />

flóðamannvirki skapaðist augljóst tækifæri til<br />

frekari rannsókna þar sem aðstæður við fyrirhugaða<br />

Urriðafossvirkjun verða svolítið öðruvísi en vanalega<br />

í tengslum við slík mannvirki.“<br />

Gísli Steinn segir afar ánægjulegt að fá tækifæri<br />

til að vinna að svona verkefni hér heima og fullyrðir<br />

að slíkt gerist ekki oft. „Ég var mjög spenntur<br />

þegar mér bauðst að starfa við þetta verkefni<br />

hjá Landsvirkjun. Þar sem ég hef mikinn áhuga á<br />

straumfræði vildi ég strax flétta meistaraverkefnið<br />

mitt inn í þetta stóra verkefni.“<br />

Gísli Steinn segir að afurðirnar úr verkefninu<br />

verði tillögur að bestu hönnun mannvirkjanna<br />

enda sé rannsóknin unnin í nánu samstarfi<br />

við hönnuði áformaðra virkjana í Neðri-Þjórsá,<br />

verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís.<br />

„Sams konar verkefni vegna virkjana hérlendis<br />

hafa hingað til verið unnin við háskóla erlendis,<br />

m.a. í Noregi, Svíþjóð og Sviss,“ segir Gísli Steinn<br />

og bætir við: „Kostir þess að vinna svona verkefni<br />

hér heima eru þeir helstir að hönnuðir hafa betri<br />

aðgang að líkönum og niðurstöðum á meðan<br />

rannsókninni vindur fram auk þess sem þekking og<br />

hugvit myndast hér og verða áfram í landinu.“<br />

Leiðbeinendur: Sigurður Magnús<br />

Garðarsson, prófessor við Umhverfis- og<br />

byggingarverkfræðideild, Gunnar Guðni<br />

Tómasson, forstjóri HRV Engineering, og Andri<br />

Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!