18.12.2013 Views

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

menntavísindasvið<br />

Sverrir Guðmundsson, M.Ed.-nemi við Menntavísindasvið<br />

miðlar stjörnufræði<br />

til leikskólabarna<br />

„Sól, sól, skín á mig,“ syngja krakkarnir á<br />

leikskólanum Björtuhlíð. Þeir láta sér hins vegar<br />

ekki nægja að syngja um sólina heldur læra<br />

einnig um hana og tunglið í gegnum vísindaleiki<br />

sem Sverrir Guðmundsson, meistaranemi í námsog<br />

kennslufræði, hefur þróað í samstarfi við<br />

leikskólakennara á Björtuhlíð og Hauk Arason,<br />

dósent í eðlisfræði við Kennaradeild.<br />

Sverrir hefur mikla reynslu af því að kenna<br />

stjörnufræði, bæði í framhaldsskóla, á ýmsum<br />

námskeiðum og ekki síst í Háskóla unga fólksins<br />

og Háskólalestinni á vegum Háskóla Íslands. Þá<br />

situr hann við skriftir á kennslubókum í eðlisfræði<br />

og stjörnufræði fyrir unglingastigið ásamt Hauki<br />

og Kjartani Erni Haraldssyni náttúrufræðikennara.<br />

„Haukur hafði verið með vísindaleiki um eðlisfræði<br />

á Björtuhlíð og vildi færa sig út í stjörnufræðina. Mig<br />

vantaði áhugavert meistaraverkefni svo að þetta var<br />

sannkölluð himnasending fyrir mig. Ég hafði enga<br />

reynslu af því að vinna með leikskólakennurum<br />

og svo ungum börnum þannig að þetta var mjög<br />

spennandi,“ segir Sverrir um upphaf verkefnisins.<br />

Sú skemmtilega staða er uppi að einn af<br />

leikskólakennurum Sverris starfar á Björtuhlíð. „Við<br />

tölum um að nú sé hringnum lokað því að nú er ég<br />

að kenna henni stjörnufræði en hún var kennarinn<br />

minn fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Sverrir í léttum<br />

tón.<br />

Hann segir vísindaleikina setta upp sem leiðbeiningar<br />

um það hvernig megi gera athuganir á<br />

hreyfingu sólar og tungls og hvað leikskólakennarar<br />

geta bent krökkunum sérstaklega á. Leikskólakennararnir<br />

á Björtuhlíð útfæra svo verkefnið og<br />

tengja meðal annars leikina við skapandi starf á<br />

leikskólanum. „Það kemur mér mjög á óvart hvað<br />

krakkarnir eru fljótir að læra og ná merkilega vel að<br />

skilja ýmis atriði sem tengjast stjörnufræði,“ segir<br />

Sverrir.<br />

Námsefninu úr verkefni Sverris verður dreift á<br />

heimasíðu Björtuhlíðar og á Stjörnufræðivefnum<br />

en Sverrir er einn af umsjónarmönnum hans. „Það<br />

stendur einnig til að gefa öllum leikskólum á Íslandi<br />

jarðarbolta árið <strong>2013</strong>. Það er stór, uppblásinn<br />

plastbolti með mynd af jörðinni. Þá verður gott að<br />

geta sent með efni sem tengist stjörnufræðikennslu<br />

á leikskóla,“ segir Sverrir að lokum.<br />

Leiðbeinandi: Haukur Arason, dósent við<br />

Kennaradeild.<br />

Hanna Ragnarsdóttir, dósent við Uppeldis- og menntunarfræðideild<br />

ættleiddum börnum vegnar vel á íslandi<br />

„Undantekningarlaust fá ættleidd börn mikinn<br />

stuðning á heimilum sínum og þeim gengur<br />

yfirleitt vel í skóla,“ segir Hanna Ragnarsdóttir,<br />

dósent í fjölmenningarfræðum, sem stendur ásamt<br />

Elsu Sigríði Jónsdóttur fyrir rannsókn á ættleiddum<br />

börnum á Íslandi, reynslu þeirra af aðlögun og<br />

skólagöngu.<br />

Rannsóknin hófst árið 2005 og stendur enn.<br />

Byrjað var á því að skoða reynslu fjölskyldnanna<br />

af því að ættleiða börnin. „Börnin voru ættleidd<br />

til Íslands árið 2002 og árið 2004, tíu börn í<br />

hvorum hópi, og voru þau öll um eins árs gömul<br />

við komuna,“ segir Hanna. Núna sé verið að<br />

tala við börnin sjálf og athuga reynslu þeirra af<br />

skólagöngu, alveg frá leikskóla en nú eru þau öll<br />

komin í grunnskóla. Markmiðið er því að skoða<br />

12<br />

hvernig þeim vegnar í námi, félagslega stöðu<br />

þeirra og hvort eitthvað reynir sérstaklega á þau.<br />

Einnig er skoðuð sjálfsmynd þeirra og hvernig þau<br />

líta á sig sjálf í íslensku samfélagi.<br />

Hanna hefur rannsakað aðlögun innflytjenda<br />

á Íslandi síðustu 15 ár. Lengi hafði hana langað<br />

til að skoða hvort reynsla ættleiddra barna væri<br />

svipuð reynslu innflytjendabarna og fjölskyldna<br />

þeirra. „Árið 2004 fór ég á málþing hjá Íslenskri<br />

ættleiðingu til þess að kynna mér málin og í<br />

kjölfarið fórum við af stað með þessa rannsókn og<br />

það varð kveikjan,“ segir hún.<br />

Hanna segir að fjölskyldur ættleiddra barna séu<br />

sterkar. Atvik sem snerta litarhátt og uppruna hafi<br />

komið upp í skólunum en tekið hafi verið á þeim.<br />

Börnin séu jafnframt mjög opin gagnvart uppruna<br />

sínum. „Það verður áhugavert að fylgja ættleiddu<br />

börnunum eftir áfram og góður stuðningur er frá<br />

foreldrum barnanna við að halda rannsókninni<br />

áfram,“ segir Hanna.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!