18.12.2013 Views

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

heilbrigðisvísindasvið<br />

Yousef Ingi Tamimi, BS-nemi við Hjúkrunarfræðideild<br />

„góðan daginn, stúlkur<br />

“<br />

venst fljótt<br />

Yousef Ingi Tamimi er eini karlkyns nemandinn<br />

í 85 manna bekk í Hjúkrunafræðideild<br />

Háskóla Íslands. „Það getur vissulega tekið<br />

á. En að láta það stjórna sér væri vitleysa,“ segir<br />

hann.<br />

Yousef Ingi segir að fleiri strákar mættu íhuga<br />

alvarlega nám í hjúkrunarfræði „og ekki láta<br />

gamlar klisjur og staðalímyndir kynjanna stjórna<br />

ákvörðunum sínum.“ Hann vill ekki meina að<br />

öðruvísi sé komið fram við sig í skólanum þótt<br />

hann sé í miklum minnihluta, hvorki af hálfu<br />

kennara né nemenda. „Þó eiga kennarar það til að<br />

byrja daginn á „góðan daginn, stúlkur“, sem venst<br />

þó furðu fljótt.“<br />

Yousef Ingi fékk áhuga á náminu þegar hann<br />

var staddur í Palestínu sem sjálfboðaliði árið<br />

2008. „Á heimleið, eftir sex vikna starf, komst ég<br />

að því að ég vildi þroskast meira þegar kemur að<br />

sjálfboðastarfi og finna leið til að gera meira og<br />

betur. Eftir vandlega íhugun komst ég að því að<br />

hjúkrunarfræði væri eitthvað sem hentaði mér. Ég<br />

sé alls ekki eftir því að hafa byrjað í henni enda<br />

eru framtíðarmöguleikar á störfum um allan heim<br />

mjög miklir.“<br />

Yousef Ingi hefur ekki setið auðum höndum<br />

í náminu heldur tekið þátt í stúdentapólitík og<br />

margvíslegri hagsmunabaráttu nemenda skólans.<br />

„Það er mikilvægt fyrir alla nemendur Háskóla<br />

Íslands að fylgjast með og jafnvel taka þátt í<br />

pólitík innan skólans því að það hefur sýnt sig<br />

að nemendur geta haft áhrif á hvernig málum er<br />

háttað.“<br />

Martha Ásdís Hjálmarsdóttir, lektor við Læknadeild<br />

aðferðafræðin í Csi oft hreinn skáldskapur<br />

Lífeindafræði, sem kennd er við Læknadeild,<br />

nýtur vaxandi vinsælda enda möguleikar á<br />

fjölbreyttum, spennandi og skemmtilegum<br />

rannsóknastörfum að námi loknu. „Viðfangsefni<br />

lífeindafræðinnar eru rannsóknir þar sem mæld<br />

og metin eru gildi sem taka breytingum eftir<br />

því hvort um eðlilegt ástand er að ræða eða<br />

ekki og oftast er mælt hversu mikið frávikið er<br />

frá því eðlilega. Rannsóknirnar eru notaðar til<br />

sjúkdómsgreiningar, til að meta þörf á meðferð,<br />

árangur meðferðar og horfur sjúklinga, til forvarna<br />

og síðast en ekki síst til að afla nýrrar þekkingar.<br />

Oftast eru rannsóknirnar gerðar á sýnum frá fólki<br />

og þau sýni geta verið hvaða vökvi eða vefur<br />

sem er og í sumum tilvikum er sjúklingurinn<br />

sjálfur með í rannsókninni,“ útskýrir Martha<br />

Ásdís Hjálmarsdóttir, stjórnandi námsbrautar í<br />

lífeindafræði.<br />

Boðið er upp á bæði grunn- og framhaldsnám<br />

í lífeindafræði en til þess að fá starfsleyfi sem<br />

46<br />

lífeindafræðingur þarf nemandi að ljúka að<br />

minnsta kosti eins árs diplómanámi á MS-stigi ofan<br />

á BS-gráðu í greininni. „Markmiðið er að mennta<br />

lífeindafræðinga sem eru hæfir til að starfa á<br />

mismunandi rannsóknastofum í heilbrigðisþjónustu<br />

eða lífvísindum. Flestir lífeindafræðingar starfa á<br />

rannsóknastofum heilbrigðisstofnana og á þeim<br />

stærstu eru bæði stundaðar rannsóknir til að þjóna<br />

þeim sjúklingum sem þangað sækja og klínískar<br />

rannsóknir til að afla nýrrar þekkingar eða tækni,“<br />

segir Martha.<br />

Þeir sem fylgst hafa með glæpaþáttum eins<br />

og CSI hafa tekið eftir því að lífeindafræðingar<br />

gegna þar lykilhlutverki við rannsóknir glæpa.<br />

„Glæparannsóknir eða réttarrannsóknir eru meðal<br />

þess sem lífeindafræðingar vinna við,“ segir<br />

Martha en tekur fram að Ísland sé of lítið til þess<br />

að hægt sé að reka öflugar réttarrannsóknastofur.<br />

„Hins vegar er aðferðafræðin sem sýnd er í<br />

CSI-þáttunum oft á tíðum hreinn skáldskapur.<br />

Það á m.a. við um hvað hægt er að rannsaka og<br />

hvernig lífeindafræðingarnir þar bera sig að. Til<br />

dæmis kæmist enginn í raunveruleikanum upp<br />

með þær ráðstafanir sem þar tíðkast til að koma<br />

í veg fyrir sýkingar eða væri jafneldsnöggur að<br />

greina erfðaefni og CSI-hetjurnar og tengja það<br />

skúrkinum,“ bendir Martha á.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!