18.12.2013 Views

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

hugvísindasvið<br />

Már Jónsson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild<br />

dánarbú sýna útbreiðslu<br />

kaffimenningar á íslandi<br />

„Íslendingum er hollt að þekkja lífsbaráttu forfeðra<br />

sinna. Sú lífsbarátta einkenndist vissulega af<br />

basli og fátækt sem birtist með átakanlegum<br />

hætti í skrám yfir eftirlátnar eigur. Þar koma hins<br />

vegar líka fram vísbendingar um ótrúlegt áræði<br />

og óskaplegan dugnað fólks við að sjá sér og<br />

sínum farborða,“ segir Már Jónsson, prófessor<br />

í sagnfræði, um rannsókn sína á dánarbúum á<br />

Íslandi á árunum 1740–1900.<br />

Í rannsókninni tekur Már út og greinir þær<br />

eigur sem bæði alþýða og yfirstétt hafa látið eftir<br />

sig. „Dánarbúsuppskriftir og skiptabækur, sem<br />

sýslumenn héldu til haga, geyma nákvæmar skrár<br />

yfir allt lausafé sem fólk átti, svo sem fatnað,<br />

sængurföt, matarílát, verkfæri, silfurgripi og búfé,“<br />

bendir Már á.<br />

Kveikjan að rannsókninni var fyrirspurn<br />

frá Karli Aspelund þjóðfræðingi um fatnað<br />

alþýðumanna á 19. öld. „Hún varð til þess að ég<br />

sökkti mér ofan í nokkra böggla af borgfirskum<br />

dánarbúsuppskriftum og sá fljótlega að hér yrði að<br />

taka til hendinni og gera eitthvað almennilegt,“<br />

segir Már.<br />

Bráðabirgðatalning Más leiddi í ljós að til eru<br />

upplýsingar um hér um bil 1500 dánarbú frá því<br />

fyrir 1800 og nærri 25 þúsund frá 19. öld, flest<br />

frá áratugunum 1830–1870. „Þetta þýðir að<br />

upplýsingar eru til um næstum því fjórða hvern<br />

látinn fullorðinn einstakling og í öllum sýslum<br />

landsins hafa þessar upplýsingar varðveist vel.<br />

Dreifingin er einnig mikil í þeim skilningi að hinir<br />

látnu eru jafnt fátækir sem ríkir og allt þar á milli,“<br />

segir Már.<br />

Már hefur m.a. nýtt upplýsingar um kaffikatla<br />

og -kvarnir og bollapör úr dánarbúunum til þess<br />

að leggja mat á það hvernig kaffidrykkja dreifðist<br />

um íslenskt samfélag á 19. öld. „Á árabilinu<br />

1819–1840 nífaldaðist innflutningur á kaffi<br />

úr tæpum fimm tonnum í 44 tonn. Næstu árin<br />

jókst innflutningurinn enn og á sjöunda áratug<br />

aldarinnar voru að jafnaði flutt inn nærri 200 tonn<br />

á ári eða þrjú kíló á hvert mannsbarn í landinu. Til<br />

samanburðar má nefna að árin 2007–2011 voru<br />

flutt inn 2230 tonn af kaffi eða sjö kíló á mann á<br />

ári,“ bendir Már á.<br />

„Dánarbúin sýna lífskjör almennings á fyrri<br />

tíð betur en nokkrar aðrar heimildir. Með því<br />

að skrásetja varðveisluna auðvelda ég öðrum<br />

fræðimönnum að nýta heimildirnar, auk þess sem<br />

ég mun sjálfur gera það, jafnt við kennslu sem<br />

skriftir,“ segir Már að lokum.<br />

Magdalena M.E. Schmid, doktorsnemi við Sagnfræði- og heimspekideild<br />

fjársjóður víkingaaldar<br />

„Verkefnið er þverfagleg fornleifarannsókn<br />

og er innlegg í alþjóðlega umræðu varðandi<br />

meginálitamál fornleifafræðinnar,“ segir<br />

Magdalena M.E. Schmid, doktorsnemi í<br />

fornleifafræði. Magdalena kom til Íslands vegna<br />

áhuga á víkingaöldinni, íslenskri tungu og<br />

jarðfræði en rannsóknarverkefni hennar snýst<br />

um aldursgreiningu fornleifa frá víkingaöldinni<br />

íslensku (≈870–1050).<br />

„Umfangsmiklar rannsóknir á undanförnum<br />

árum hafa gefið af sér gríðarlega mikið af<br />

nýjum gögnum sem varpa ljósi á tímasetningu<br />

landnámsins,“ segir Magdalena. Hún greinir<br />

fyrirliggjandi gögn og vinnur að því að setja saman<br />

skrá um allar aldursgreiningar frá víkingaöld á<br />

Íslandi. „Notkun gjóskulaga úr eldsumbrotum frá<br />

landnámi er áreiðanlegasta aðferðin sem notuð er<br />

á Íslandi til þess að aldursgreina mannvistarleifar,“<br />

50<br />

segir hún en það var Sigurður Þórarinsson,<br />

jarðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands,<br />

sem var brautryðjandi í gjóskulagafræði.<br />

Magdalena segir Ísland óvenjulegt að því leyti<br />

að hér er hægt að bera saman tímasetningar<br />

sem byggjast á gjóskulögum, kolefnisgreiningum<br />

og gerðfræði. Á Íslandi er tiltölulega heildstætt<br />

og aðgengilegt efni sem er hægt að taka saman<br />

í skrá. Í Noregi sem dæmi væri ekki hægt að<br />

aldursgreina mannvistarleifar með sama hætti.<br />

„Ég greini fyrirliggjandi gögn úr ýmsum áttum og<br />

ber saman vísbendingar um aldur. Vonandi verður<br />

afraksturinn af verkefninu m.a. að hægt verður<br />

að skilgreina tímabil innan víkingaaldarinnar með<br />

meiri nákvæmni en áður hefur þekkst.“<br />

„Umræðan um aldursgreiningu og gildi<br />

mismunandi aðferða við hana hefur liðið fyrir<br />

þá almennu tilhneigingu að tímasetning byggist<br />

oftast á einni aðferð en ekki á því að taka mið af<br />

vísbendingum sem fást með ólíkum aðferðum –<br />

enda stangast þær oft á. Verkefnið miðar að því að<br />

þróa aðferðir til að láta ólíkar aðferðir styðja hver<br />

aðra og auka þannig nákvæmni við tímasetningu,“<br />

segir Magdalena.<br />

Leiðbeinandi: Orri Vésteinsson, prófessor við<br />

Sagnfræði- og heimspekideild.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!