18.12.2013 Views

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Christopher McClure, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum<br />

aukin streita og þunglyndi í<br />

kjölfar efnahagsþrenginga<br />

„Efnahagshrunið 2008 og þrengingarnar sem<br />

fylgdu í kjölfarið höfðu áhrif á Íslendinga,<br />

sérstaklega konur,“ segir Christopher McClure,<br />

doktorsnemi í lýðheilsuvísindum. „Við sjáum<br />

einkenni streitu og andlegrar vanlíðunar og fólk<br />

sækir sér síður heilsutengda þjónustu en áður,<br />

fer t.d. sjaldnar til tannlæknis. Fleira fólk en áður<br />

í ákveðnum þjóðfélagshópum frestar eða hættir<br />

við að leita sér aðstoðar þrátt fyrir augljósa þörf.<br />

Enn fremur virðist sem konur hafi orðið fyrir meira<br />

andlegu áfalli en karlmenn í kreppunni,“ bendir<br />

Christopher á.<br />

Christopher rannsakaði streitu á Íslandi í<br />

meistaranámi sínu í Yale-háskóla í Bandaríkjunum.<br />

Hann segir ofangreindar niðurstöður mikilvægar<br />

í ljósi þess að þær séu áreiðanlegar vísindarannsóknir.<br />

„Rannsóknin gefur vísbendingar um<br />

aukin heilsufarsleg einkenni í kjölfar þrenginganna.<br />

Taka þarf meira mark á þessari rannsókn en<br />

óformlegri könnunum sem fjölmiðlar taka gjarna<br />

upp og segja frá, t.d. könnunum sem sýna aukna<br />

hamingju,“ segir Christopher.<br />

„Atvinnustaða og tekjur hafa áhrif á okkur öll,“<br />

segir Christopher enn fremur. „Þegar stórkostlegt<br />

efnahagshrun, eins og það sem varð á Íslandi og<br />

annars staðar, bætist við verður enn mikilvægara<br />

að ganga úr skugga um það hvernig og hvers<br />

vegna heilsu almennings hrakar.“<br />

Christopher gegnir nú kennarastöðu við Oregon<br />

State háskólann í Bandaríkjunum, sem gerir<br />

honum kleift að halda áfram rannsóknunum.<br />

„Efnahagsþrengingarnar verðskulda sérstaka<br />

athygli með tilliti til lýðheilsu. Enn fremur þarf að<br />

bregðast við upplýsingum um neikvæða þróun<br />

í lýðheilsu landsmanna, t.d. aukið andlegt álag,<br />

þunglyndi, reykingar og skort á tannlæknaþjónustu<br />

fyrir fullorðna á viðráðanlegu verði.“<br />

Leiðbeinandi: Arna Hauksdóttir,<br />

lektor við Læknadeild.<br />

verðið í ræktina hlægilega lágt<br />

Sveinn Hólmkelsson, BS-nemi í sálfræði<br />

„Ég hef notað æfingaaðstöðuna í Íþróttahúsi Háskóla Íslands í um tvö ár. Ég<br />

bý á Stúdentagörðunum á Eggertsgötu og því er ótvíræður kostur hversu stutt<br />

er í ræktina. Svo er kortið í Íþróttahúsinu mjög ódýrt. Ég nýti bæði ræktina og<br />

íþróttasalinn, reyni að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku og svo eigum við<br />

félagarnir tíma í salnum á laugardögum sem ég reyni að nota sem oftast.“<br />

Carla Joanna Lukkarila, B.Ed.-nemi í grunnskólakennslu<br />

„Ég kann vel við Háskólaræktina því að hún er stútfull af hentugum tækjum<br />

og hér er líka nóg pláss. Verðið á líkamsræktarkorti er beinlínis hlægilega<br />

lágt! Og fyrir það gefst manni kostur á frábærum tækifærum til þess að<br />

stunda heilsurækt og fá aðgang að alls konar líkamsræktartímum. Ég hef<br />

áttað mig á því að ræktin nýtur mikillar hylli því að ég er aldrei ein hérna!“<br />

42

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!