18.12.2013 Views

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

Tímarit Háskóla Íslands 2013 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

félagsvísindasvið<br />

Daði Már Kristófersson, dósent við Hagfræðideild<br />

og Sveinn Agnarsson, dósent við Viðskiptafræðideild<br />

skref í þá átt að metta heiminn<br />

Framleiðni í landbúnaði er afar mikilvæg því<br />

að jarðarbúum fjölgar stöðugt og eftirspurn<br />

eftir mat vex að sama skapi. Annað kvöld<br />

verða 250.000 fleiri jarðarbúar í mat en í kvöld,<br />

um það bil ein íslensk þjóð. „Íslendingar hafa<br />

mikil tækifæri til að taka þátt í því að mæta<br />

aukinni eftirspurn eftir matvælum. Til þess að<br />

það megi gera á samkeppnishæfu verði þarf að<br />

auka framleiðni. Rannsóknin miðar að því að<br />

skilja hvað stýrir framleiðni. Þetta er því eitt lítið<br />

skref í þá átt að metta heiminn,“ segir Daði Már<br />

Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði, um<br />

rannsókn sína og Sveins Agnarssonar, dósents við<br />

Viðskiptafræðideild.<br />

„Rannsóknin sjálf snýst um áhrif ýmissa þátta<br />

á framleiðni í rekstrarumhverfi kúabænda. Margt<br />

hefur áhrif á framleiðni hjá þeim en hér er átt við<br />

hve mikið bændur geta framleitt með ákveðnum<br />

aðföngum. Vel er þekkt að framfarir í tækni auka<br />

framleiðni. Frá örófi alda hefur kynbótum, þ.e<br />

þeirri leið að velja skipulega bestu einstaklingana<br />

til undaneldis, verið beitt til að auka framleiðni<br />

í landbúnaði. Einnig er ljóst að veðurfar hefur<br />

áhrif á hve vel aðföng nýtast til framleiðslunnar.<br />

Áburðurinn nýtist þannig illa ef veðrið kemur í veg<br />

fyrir grassprettu. Okkur Svein langaði að kanna<br />

hvernig þessir þrír þættir, tækni, kynbætur og<br />

veður, stýra framleiðniþróun í sameiningu,“ segir<br />

Daði Már.<br />

Rannsóknir á hagfræði landbúnaðar standa<br />

Daða Má hjarta nærri því að sjálfur ólst hann upp í<br />

sveit og lagði hann stund á búvísindi áður en hann<br />

hóf nám í hagfræði.<br />

„Við Sveinn höfum báðir unnið að rannsóknum<br />

á þessu sviði áður, hann á tækni, ég á kynbótum.<br />

Okkur datt í hug að slá saman kröftum okkar og<br />

reyna að ná yfir fleiri þætti samtímis.“<br />

Stærri kúabú ekki hagkvæmari<br />

Daði Már segir að niðurstöður liggi fyrir í<br />

rannsókninni. „Þær eru gróflega að bæði<br />

kynbætur og hitafar hafa sterk jákvæð áhrif á<br />

skilvirkni kúabúa. Áhrif kynbóta eru þó mun meiri<br />

en áhrif hitafars. Jafnframt sýna niðurstöðurnar að<br />

skilvirkni í rekstri búanna eykst almennt, eða um<br />

0,8% á ári, og tengist það án efa tækniframförum.<br />

Á hinn bóginn eru áhrif stærðar búa á skilvirkni<br />

ekki marktæk. Stærri bú eru því ekki hagkvæmari<br />

en þau minni.“<br />

Eyrún Eyþórsdóttir, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild<br />

afkomendur íslendinga í brasilíu<br />

„Ég tel að afdrif Íslendinganna sem settust að<br />

í Brasilíu og afkomenda þeirra séu hulinn hluti<br />

Íslandssögunnar. Brasilíufararnir hafa gleymst en<br />

þekking á sögu afkomenda Íslendinga í Kanada og<br />

Bandaríkjunum er hins vegar nokkuð almenn. Saga<br />

Brasilíufaranna og afkomenda þeirra er merkileg<br />

í marga staði og á skilið aukna umfjöllun og<br />

sýnileika,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, doktorsnemi í<br />

mannfræði.<br />

Út frá hugmyndum fræðimanna um tvíheima<br />

og hnattvæddar sjálfsmyndir rannsakar Eyrún<br />

afkomendur tæplega 40 Íslendinga sem settust<br />

að í Brasilíu í lok 19. aldar. Hún segir hnattvædda<br />

íslenska sjálfsmynd á margan hátt áhugaverða og<br />

raunar sérstaklega athyglisverða meðal afkomenda<br />

Íslendinga í Brasilíu.<br />

6<br />

Á unglingsárunum bjó Eyrún tímabundið<br />

í suðurhluta Brasilíu og upplifði þar hversu<br />

mikilvægur uppruni fólks er í félagslegu samhengi.<br />

„Menningarleg fjölbreytni í Brasilíu er mikil og<br />

þar má meðal annars finna samfélag fólks af<br />

íslenskum uppruna sem lítið er vitað um. Þetta<br />

samfélag vakti áhuga minn og varð síðar kveikjan<br />

að rannsókninni,“ segir hún.<br />

Eyrún segir frumniðurstöður m.a. benda til þess<br />

að íslensk sjálfsmynd fyrirfinnist meðal afkomenda<br />

Íslendinga í Brasilíu og að hún sé þeim mikilvæg.<br />

Birtingarmynd þessarar sjálfsmyndar sé til að<br />

mynda stolt yfir íslenskum uppruna. Hún telur að<br />

það gæti verið áhugavert að skoða hvort íslensk<br />

sjálfsmynd hafi á síðastliðnum árum fengið aukið<br />

vægi og ef svo er, hvað sé það sem valdi því.<br />

„Rannsóknin er mikilvæg því hún eykur<br />

þekkingu á íslenskættuðum Brasilíumönnum. Sú<br />

þekking er bæði áhugaverð í skilningi vísindanna<br />

og fyrir almenna þjóðfélagsumræðu,“ segir Eyrún.<br />

Leiðbeinandi: Kristín Loftsdóttir, prófessor við<br />

Félags- og mannvísindadeild.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!