11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Kennaraháskóli<br />

Íslands<br />

ársskýrsla 2007


Nýtt upphaf að loknu einnar aldar starfi<br />

Kennaraháskóli Íslands á upphaf sitt í Kennaraskóla Íslands sem stofnaður var með lögum frá Alþingi<br />

árið 1907 en breytt í háskóla árið 1971. Á háskólaárinu sem hófst haustið 2007 er því minnst aldarafmælis<br />

skólans og setningu laga um barnafræðslu sem samþykkt voru sama ár og skólinn var stofnaður.<br />

Óhætt er að fullyrða að Kennaraskólinn – nú Kennaraháskólinn – hefur haft ómæld áhrif á skólastarf í<br />

landinu, menntun íslenskra ungmenna og rannsóknar- og þróunarstarf á sviði uppeldis- og menntavísinda.<br />

Langt fram eftir síðustu öld var hann eina menntastofnun kennara, grundvöllur starfs þeirra og<br />

uppspretta sameiginlegrar fagvitundar. Þangað sótti kennarastéttin endur- og símenntun, þar kynntist<br />

hún rannsóknum og nýjungum á fræðasviðinu og efldi sig í starfi. Undir lok aldarinnar tók skólinn einnig<br />

við því hlutverki að mennta leikskólakennara, íþróttakennara og þroskaþjálfa auk þess að bjóða fjölbreytt<br />

framhaldsnám. Kennaraháskólinn hefur skilað mikilvægu hlutverki og færist nú enn meira í fang<br />

með því að mynda stofninn að nýju menntavísindasviði Háskóla Íslands frá og með 1. júlí 2008.<br />

Skýrsla þessi segir frá síðasta starfsári Kennaraháskóla Íslands. Henni er ætlað að gefa almennt yfirlit<br />

yfir starf skólans árið 2007, greina frá helstu viðburðum ársins og verkefnum skólans og stofnana hans.<br />

Eins og undanfarin ár er leitast við að hafa upplýsingar í ársskýrslu sambærilegar milli ára til að auðvelda<br />

samanburð og sýna þróun stofnunarinnar.<br />

Árið 2007 færði okkur starfsfólki Kennaraháskólans fjölmörg viðamikil verkefni. Þrjú þeirra ber þó hæst,<br />

nýtt námsskipulag sem tók gildi í upphafi haustmisseris, krefjandi undirbúningur sameiningar<br />

Kennaraháskólans og Háskóla Íslands og undirbúningur viðburða í tilefni aldarafmælis skólans.<br />

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfsfólki og stúdentum Kennaraháskólans góða samvinnu,<br />

mikið og faglegt starf, bæði á því ári sem hér er greint frá og þeim sem á undan eru gengin. Með<br />

þeirra liðsinni hefur tekist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum skólans og búa hann undir starf í<br />

nýju umhverfi innan Háskóla Íslands.<br />

Ritstjórar Svanhildur Kaaber og Heiðrún Kristjánsdóttir<br />

Ljósmyndir Jón Reyk dal o.fl.<br />

Hönnun og umbrot Kaktus auglýsingastofa<br />

Prentun Litróf<br />

Kennaraháskóli Íslands, apríl 2008<br />

Ólaf ur Proppé<br />

rekt or Kenn ara há skóla Ís lands<br />

ársskýrsla2007<br />

3


Efn is yf ir lit<br />

Há skóla ráð 7<br />

Áfang ar í starfi árið 2007 8<br />

Stjórn sýsla 13<br />

Kennslu svið 14<br />

Nám og kennsla á vormisseri 2007 14<br />

Nýtt námsskipulag tekur gildi haustið 2007 19<br />

Stúd enta hóp ur inn 25<br />

Íþrótta fræða set ur á Laug ar vatni 33<br />

Símenntun – rannsóknir – ráðgjöf 34<br />

Rann sókn ar svið 37<br />

Þjón ustu svið 40<br />

Mennta smiðja 40<br />

Rekstr ar svið 44<br />

Starf semi 1998–2007 50<br />

Stúd enta ráð 52<br />

ársskýrsla2007<br />

ársskýrsla2007<br />

4<br />

5


Myndin er af háskólaráði haustið 2007.<br />

Há skóla ráð<br />

ársskýrsla2007<br />

Háskólaráð Kennaraháskóla Íslands fer með æðsta ákvörðunarvald<br />

innan skólans og hefur yfirumsjón með málefnum<br />

hans. Háskólaráð stuðlar að, skipuleggur og hefur umsjón<br />

með samvinnu starfssviða skólans og samskiptum við aðila<br />

utan skólans, m.a. aðra skóla og rannsóknarstofnanir.<br />

Á vormisseri 2007 var háskólaráð þannig skipað:<br />

Rektor<br />

Ólafur Proppé<br />

Fulltrúar kjörnir af kennurum<br />

Allyson Macdonald<br />

Sigurður Konráðsson<br />

Helga Rut Guðmundsdóttir<br />

Kristín Bjarnadóttir<br />

Fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra<br />

Haukur Ingibergsson<br />

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir<br />

Fulltrúar stúdenta<br />

Hermann Örn Kristjánsson<br />

Sigurður Grétar Ólafsson<br />

Nýtt háskólaráð var kjörið í maímánuði og tók við störfum<br />

1. ágúst. Allyson Macdonald og Kristín Bjarnadóttir voru<br />

endurkjörnar í háskólaráð. Nýir fulltrúar kjörnir af kennurum<br />

eru Jóhanna Karlsdóttir og Kristján J. Jónsson.<br />

Menntamálaráðherra skipaði sömu fulltrúa og áður í<br />

háskólaráð Kennaraháskóla Íslands.<br />

Fulltrúar stúdenta í hinu nýja háskólaráði eru Júlía<br />

Þorvaldsdóttir og Birna Hjaltadóttir.<br />

Háskólaráð Kennaraháskóla Íslands hélt tíu fundi árið 2007.<br />

ársskýrsla2007<br />

6<br />

7


Áfang ar í starfi árið 2007<br />

ársskýrsla2007<br />

Aldarafmæli<br />

Ákveðið var að minnast hundrað ára afmælis Kennaraskólans<br />

nú Kennaraháskólans með margvíslegum hætti á<br />

háskólaárinu 2007–2008. Rektor skipaði nefnd til að undirbúa<br />

viðburði á afmælisárinu og voru þeir helstu kynntir í<br />

upphafi skólaárs. Á skólaárinu hófst fjölbreytt dagskrá sem<br />

fyrirhugað er að standi til vors 2008.<br />

Nýskipan náms<br />

Ný námskrá Kennaraháskólans tók gildi haustið 2007. Með<br />

henni komu til framkvæmda þær breytingar sem unnið<br />

hefur verið að síðastliðin þrjú ár. Námi við Kennaraháskólann<br />

er nú skipað á fjórar brautir: kennarabraut, íþróttaog<br />

heilsubraut, þroskaþjálfa- og tómstundabraut og rannsóknarnámsbraut<br />

og það skipulagt sem samfellt fimm ára<br />

háskólanám sem lýkur með meistaragráðu. Er það í samræmi<br />

við lagafrumvarp sem lagt var fram á Alþingi haustið<br />

2007. Þar er gert ráð fyrir meistaraprófi til að öðlast löggildingu<br />

til kennarastarfs. Þar til sú breyting hefur verið staðfest<br />

með lögum lýkur kennaranámi með bakkalárgráðu.<br />

Breytingar á stjórnsýslu skólans<br />

Nokkrar breytingar urðu á stjórnsýslu skólans á árinu í<br />

tengslum við nýskipan námsins. Þar til ný námskrá tók gildi<br />

voru deildarforsetar grunn- og framhaldsdeilda framkvæmdastjórar<br />

kennslusviðs. Eftir breytinguna, 1. ágúst<br />

2007, tók aðstoðarrektor kennslu við stjórn kennslusviðs<br />

með þeirri undantekningu að rannsóknartengt framhaldsnám<br />

heyrir undir aðstoðarrektor rannsókna sem þá tók við<br />

stjórn rannsóknarsviðs. Áður var rannsóknarsviði stjórnað af<br />

framkvæmdastjóra. Aðstoðarrektorum til ráðgjafar er<br />

kennslu ráð sem tók við hlutverki deildarráða í fyrra skipulagi.<br />

Vísindaráð hefur áfram ráðgjafarhlutverk hvað varðar<br />

rannsóknir við skólann. Námsbrautarstjórar og námsbrautarstjórnir<br />

hafa daglega umsjón með námi á hverri námsbraut<br />

fyrir sig.<br />

Í kjölfar þessara breytinga var orðalagi í reglum skólans<br />

breytt til samræmis við þær.<br />

Símenntunarstofnun og Rannsóknarstofnun<br />

sameinaðar<br />

Í byrjun árs voru sameinaðar tvær stofnanir innan skólans,<br />

Rannsóknarstofnun, sem áður tilheyrði rannsóknarsviði, og<br />

Símenntunarstofnun. Þá tók til starfa ný stofnun Símenntun<br />

– rannsóknir – ráðgjöf (SRR). Meginhlutverk hennar er að<br />

veita aðilum utan Kennaraháskólans þjónustu á fræðasviði<br />

uppeldis, menntunar og þjálfunar og mun hún sinna verkefnum<br />

þeim sem Rannsóknarstofnun og Símenntunarstofnun<br />

sinntu áður, svo sem símenntun, þjónusturannsóknum,<br />

ráðgjöf, skipulagningu málþinga og fyrirlestra og<br />

útgáfu á sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar.<br />

Sameining Kennaraháskóla Íslands<br />

og Háskóla Íslands<br />

Í upphafi árs 2007 voru samþykkt á Alþingi lög um sameiningu<br />

Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Þar kemur<br />

fram að sameiningin skuli taka gildi 1. júlí 2008. Markmið<br />

sameiningarinnar er að efla háskólamenntun á Íslandi,<br />

tryggja fjölbreyttara og sveigjanlegra námsframboð í námi<br />

kennara og annarra uppeldisstétta, skapa aukin tækifæri<br />

fyrir nemendur, styrkja kennslu og rannsóknir í uppeldis- og<br />

menntavísindum, efla stoðþjónustu í sameinuðum háskóla<br />

og skapa forsendur fyrir því að menntun á sviði uppeldisog<br />

menntunarfræða á Íslandi sé sambærileg við það sem<br />

best gerist í okkar nágrannalöndum.<br />

Rektorar háskólanna tveggja réðu verkefnisstjóra til að<br />

stjórna verkinu í samráði við sig. Verkefnisstjóri fékk til liðs<br />

við sig tvo fulltrúa hvors skóla í sameiginlega verkefnisstjórn<br />

til að annast undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni með<br />

sameiningarferlinu. Skipaðir voru fjölmargir formlegir og<br />

óformlegir verkefnishópar til að fjalla um afmörkuð svið í<br />

sameiningarferlinu, sjá t.d. bls. 40. Skila þeir skýrslum<br />

sínum til verkefnisstjórnarinnar.<br />

Síðari hluta ársins var orðið ljóst að hinn sameinaði háskóli<br />

myndi skiptast í fimm fræðasvið. Kennaraháskóli Íslands<br />

mun verða meginuppistaða eins þeirra og mynda menntavísindasvið<br />

Háskóla Íslands frá 1. júlí 2008. Fyrst um sinn<br />

mun menntavísindasvið starfa í húsnæði núverandi Kenn-<br />

arahá skóla en stefnt er að því að menntavísindasvið flytji í<br />

nýbyggingar á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu innan<br />

fimm ára.<br />

Í sameiningarferlinu er lögð rík áhersla á að byggja upp<br />

traust til hins nýja háskóla, fylkja starfsfólki og nemendum<br />

um nýja framtíðarsýn skólans og leggja grunn að góðum<br />

starfsanda og sameiginlegri stofnanamenningu. Með þetta í<br />

huga bauð rektor Kennaraháskólans í upphafi háskólaársins<br />

öllu starfsfólki beggja skólanna til samkomu í Fjöru, mötuneyti<br />

skólans við Stakkahlíð.<br />

Umsókn um viðurkenningu háskóla<br />

Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins skilaði<br />

Kennaraháskóli Íslands, líkt og aðrir háskólar sem starfa á<br />

félagsvísindasviði, umsókn um viðurkenningu háskóla á<br />

fræðasviði sínu haustið 2007. Í viðurkenningunni felst staðfesting<br />

á að starfsemi háskólans sé í samræmi við lög um<br />

háskóla (63/2006), en viðurkenningin er byggð á alþjóðlegum<br />

viðmiðum um háskólastarfsemi og er ætlað að stuðla<br />

að því að íslenskir háskólar uppfylli gæðakröfur og standist<br />

alþjóðlegan samanburð.<br />

Umsókninni, sem skilað var bæði á íslensku og ensku,<br />

fylgdu ítarleg fylgiskjöl með upplýsingum um alla þætti í<br />

starfsemi skólans. Áætlað er að menntamálaráðuneytið<br />

svari umsókninni í upphafi árs 2008 að fenginni niðurstöðu<br />

erlendrar sérfræðinganefndar sem falið var að meta<br />

umsókn skólans.<br />

Aukið samstarf Kennaraháskóla Íslands<br />

við grunn- og leikskóla<br />

Á árinu undirritaði rektor Kennaraháskóla Íslands samstarfssamninga<br />

við 76 grunn- og leikskóla. Annars vegar fela<br />

samningarnir í sér samstarf um framkvæmd vettvangsnáms,<br />

sjá nánar bls. 23. Hins vegar eru þeir viljayfirlýsing skólanna<br />

um að skapa möguleika á samstarfi á breiðari grunni, t.d.<br />

um þróunarverkefni, rannsóknir eða kennslu faggreina.<br />

Starfstengt diplómunám fyrir fólk með<br />

þroskahömlun<br />

Á árinu samþykkti háskólaráð að hrint yrði af stað tilraunaverkefni<br />

um starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun<br />

í samstarfi við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra<br />

og Landssamtökin Þroskahjálp. Um er að ræða nýjung<br />

í samræmi við yfirlýsta stefnu Kennaraháskóla Íslands,<br />

mannréttindasáttmála og alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka<br />

fólks með þroskahömlun. Námið er skipulagt út frá<br />

þörfum og möguleikum nemenda með það að markmiði<br />

að undirbúa þá til afmarkaðra starfa á vettvangi þroskaþjálfa<br />

og tómstunda- og félagsmálafræðinga. Námið veitir ekki<br />

háskólagráðu heldur viðurkenningu (diploma) og er tengt<br />

Evrópsku samstarfsverkefni á sviði háskólamenntunar fyrir<br />

þroskahamlaða. Frá hausti 2007 hefur hópur fólks með<br />

þroskahömlun stundað nám þetta við þroskaþjálfa- og<br />

tómstundabraut skólans.<br />

Á alþjóðadegi fatlaðra 2007 hlaut Kennaraháskólinn Múrbrjót<br />

inn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar,<br />

fyrir frumkvæði sitt við þetta verkefni. Skólinn var einnig tilnefndur<br />

til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands<br />

fyrir frumkvöðlastarf að þessu námi.<br />

Fagráð<br />

Í reglum um Kennaraháskóla Íslands er ákvæði um fagráð<br />

og verkefni þeirra. Fagráðum er ætlað að taka þátt í þróun<br />

náms- og kennsluskrár, efla rannsóknir á sínu sviði og<br />

stuðla að samstarfi kennara um rannsóknarverkefni. Þau<br />

skulu einnig veita ráðgjöf um innkaup og aðstöðu til<br />

kennslu á sviðinu, leggja fram hugmyndir um verkefni á<br />

ársskýrsla2007<br />

8<br />

9


ársskýrsla2007<br />

sviði símenntunar og fjalla um mál sem beint er til þeirra af<br />

háskólaráði, rektor, kennslusviði, rannsóknarsviði, þjónustusviði,<br />

rekstrarsviði eða aðilum utan skólans.<br />

Fagráð við Kennaraháskóla Íslands árið 2007 voru 17 talsins,<br />

þ.e. fagráð í félagsfræði, fjölmenningarfræðum, fötlunarfræðum,<br />

íslensku, kennslu- og menntunarfræði, sálfræði,<br />

upplýsingatækni og miðlun, heimspeki, list- og verkgreinum,<br />

lýðheilsu, námi og kennslu ungra barna, náttúrufræði<br />

og náttúrufræðimenntun, samfélagsgreinum, um<br />

samskipti mál og læsi, skóla og samfélag án aðgreiningar,<br />

stærðfræði og stærðfræðimenntun og útinám. Nánast allir<br />

kennarar skólans starfa með einu eða fleiri fagráðum.<br />

Rannsóknarstofur<br />

Samkvæmt reglum um Kennaraháskóla Íslands er heimilt<br />

að setja upp rannsóknarstofur eða rannsóknarhópa um<br />

ákveðin verkefni og hvetur skólinn starfsmenn sína til að<br />

stofna slíkar stofur á sínu fræðasviði og þverfræðilega með<br />

aðilum á öðrum fræðasviðum. Á árinu samþykkti háskólaráð<br />

reglur um starfsemi rannsóknarstofa við skólann. Leitast<br />

verður við að stofna og starfrækja rannsóknarstofur á öllum<br />

fræðasviðum skólans.<br />

Á árinu voru stofnaðar fyrstu þrjár rannsóknarstofurnar. Þær<br />

eru rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna,<br />

rann sóknarstofa í fjölmenningarfræðum og rannsóknar stofa<br />

um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Á árinu var auk<br />

þeirra undirbúin stofnun rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum<br />

og rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.<br />

Gæðastjórnun<br />

Árið 2007 var haldið áfram að þróa leiðir til að bæta starf<br />

skólans og setja verklagsreglur fyrir ýmsa þætti í starfsemi<br />

hans. Unnið var að samþættingu og samræmingu á ýmsum<br />

þáttum náms við skólann og þjónustu sem hann veitir.<br />

Þjónustuver<br />

Í lok september 2007 var opnað þjónustuver í anddyri skólahússins<br />

við Stakkahlíð. Þjónustuverinu er ætlað að bæta og<br />

samræma þjónustu við nemendur, starfsfólk og aðra sem<br />

leita til stofnunarinnar. Við þessa breytingu var nemendaskrá<br />

skólans flutt í þjónustuverið ásamt almennri afgreiðslu, símaog<br />

póstþjónustu.<br />

Siðareglur<br />

Samkvæmt lögum um háskóla ber öllum háskólum að setja<br />

sér siðareglur. Í júní 2007 samþykkti háskólaráð Kennara háskóla<br />

Íslands siðareglur fyrir skólann.<br />

Ráðstefnur og málþing<br />

Á hverju háskólaári eru haldin í Kennaraháskólanum málþing<br />

og fundir um ýmis málefni sem tengjast fræðasviði skólans.<br />

Annars vegar er um að ræða skipulagða fyrirlestra á vegum<br />

Símenntunar – rannsóknar – ráðgjafar (SRR), sjá bls 36, hins<br />

vegar ráðstefnur og málþing á vegum skólans og í samstarfi<br />

við aðra aðila. Sem dæmi má nefna að í febrúar voru rannsóknir<br />

í kynjafræðum til umræðu, í mars var ráðstefna í samvinnu<br />

við fjölmarga aðra aðila um íslensku sem annað tungumál<br />

undir yfirskriftinni Innflytjendur og framhaldsskólinn og í<br />

maí var haldið málþing um útivist í tilefni þess að árið 2008<br />

verður boðið útivistarnám við skólann í samstarfi við nokkra<br />

aðra háskóla á Norðurlöndum. Dagana 8. og 9. júní efndu<br />

Háskóli Íslands, Kennaraháskólinn og Náttúru fræði stofnun<br />

Íslands til Jónasarstefnu þar sem varpað var ljósi á list Jónasar<br />

Hallgrímssonar, líf hans og fræði. Þá er þess að geta að í lok<br />

október stóð jafnréttisnefnd Kennaraháskólans fyrir dagskrá<br />

sem bar yfirskriftina Jafnrétti og skóli.<br />

Árlegt málþing skólans Rannsóknir – nýbreytni – þróun var<br />

haldið 18.–19. október. Að þessu sinni var yfirskrift málþingsins<br />

Maður brýnir mann. Samskipti, umhyggja, samábyrgð.<br />

Nánar er greint frá því á bls. 36.<br />

Upplýsinga- og samráðsfundir<br />

Ársfundur<br />

Ársfundur Kennaraháskóla Íslands var haldinn 23. maí 2007.<br />

Á fundinum var dreift skýrslu um starfsemi skólans árið 2006<br />

og gerð grein fyrir helstu þáttum starfsins, fjárreiðum stofnunarinnar<br />

og markmiðum næsta starfsárs.<br />

Misserisþing<br />

Sú hefð hefur skapast í starfi Kennaraháskólans að efna<br />

tvisvar á hverju háskólaári til umræðu meðal kennara og<br />

starfsfólks um tiltekin málefni sem mikilvæg þykja fyrir uppbyggingu<br />

og þróun starfsins í skólanum. Samstarfsdagar þessir<br />

eru nefndir misserisþing og er stúdentaráði boðin þátttaka í<br />

þeim. Misserisþing vorið 2007 var haldið 26. febrúar og helgað<br />

fyrirhugaðri sameiningu Háskóla Íslands og framtíðarsýn<br />

skólans sem nýtt menntavísindasvið innan Háskólans. Um<br />

haustið var misserisþing haldið 30. nóvember. Þar var fjallað<br />

um rannsóknir og rannsóknarstefnu skólans, m.a. drög að<br />

endurskoðaðri rannsóknarstefnu, rannsóknarumhverfi, val á<br />

áherslusviðum, samstarf við skóla og fyrirtæki um rannsóknir<br />

og þróunarstarf og fjármögnun rannsókna.<br />

Upplýsingafundir rektors<br />

Eins og venja er boðaði rektor til nokkurra upplýsinga- og<br />

umræðufunda á árinu. Markmið fundanna var að gefa starfsfólki<br />

aukin tækifæri til að fylgjast með þróun stofnunarinnar<br />

og koma á framfæri skoðunum sínum á þeim málefnum sem<br />

tekin voru fyrir hverju sinni. Á árinu 2007 tóku þessir fundir<br />

mjög mið af væntanlegri sameiningu Kennaraháskólans og<br />

Háskóla Íslands.<br />

Auk þessara almennu umræðufunda bauð rektor til fundarraðar<br />

þar sem fjallað var í minni hópum um skipulag og<br />

stjórn sýslu hins nýja menntavísindasviðs og hugsanlega<br />

deildaskiptingu þess.<br />

ársskýrsla2007<br />

10<br />

11


Svipmyndir úr dagsins önn 2007<br />

Stjórnsýsla<br />

Samkvæmt reglum um Kennaraháskóla Íslands var stjórnsýslu<br />

skólans skipað á fjögur svið sem taka til helstu þátta í<br />

starfi hans. Meginábyrgð á starfsemi hvers sviðs báru framkvæmdastjórar,<br />

nema á kennslusviði, en deildarforsetar<br />

grunn- og framhaldsdeilda voru framkvæmdastjórar<br />

kennslusviðs til 1. ágúst. Þá tóku aðstoðarrektorar við því<br />

starfi og deildaskipting var lögð af.<br />

KENNSLUSVIÐ<br />

Grunndeild og framhaldsdeild.<br />

Nemendaskrá, prófahald,<br />

námsráðgjöf, mat á námi og<br />

kennslu, vettvangsnám, erlent<br />

samstarf um nám og kennslu og<br />

kynning á námi.<br />

Á árinu hófst tilraunaverkefni<br />

um starfstengt diplómunám<br />

fyrir fólk með þroskahömlun<br />

í samstarfi við Fjölmennt –<br />

fullorðinsfræðslu fatlaðra og<br />

Landssamtökin Þroskahjálp.<br />

Rektor til ráðuneytis við daglega stjórnsýslu Kennarahá skóla<br />

Íslands er framkvæmdaráð sem heldur reglulega fundi. Í<br />

framkvæmdaráði sitja aðstoðarrektorar kennslu og rannsókna,<br />

og framkvæmdastjórar þjónustu- og rekstrarsviða auk<br />

forstöðumanns Íþróttafræðaseturs á Laugarvatni og skrifstofustjóra<br />

á skrifstofu rektors.<br />

Skipuritið sem hér er sýnt miðar við skipulag stjórnýslunnar<br />

fyrri hluta ársins 2007. Á bls. 8 er gerð grein fyrir þeim<br />

breytingum sem urðu á stjórnsýslu skólans um haustið og<br />

einnig sameiningu Símenntunar stofnunar og Rannsóknarstofnunar<br />

í nýja stofnun Símenntun – rannsóknir – ráðgjöf<br />

(SRR) frá 1. janúar 2007.<br />

RANNSÓKNARSVIÐ<br />

Rannsóknir, stefnumörkun um<br />

rannsóknir, mat á<br />

rannsóknarstarfsemi og alþjóðleg<br />

rannsóknar- og þróunarverkefni.<br />

ÞJÓNUSTUSVIÐ<br />

Háskólaráð<br />

Menntasmiðja, þjónusta til<br />

stuðnings námi, kennslu og<br />

rannsóknum, sérhæfð á sviði<br />

kennslu, uppeldis, umönnunar og<br />

þjálfunar. Tölvu- og kerfisþjónusta.<br />

Myndin er frá háskóladeginum<br />

í Kennaraháskóla<br />

Íslands í febrúar. Þar kynntu<br />

kennarar og stúdentar nýtt<br />

grunn- og framhaldsnám við<br />

skólann.<br />

Rektor<br />

Skrifstofa rektors<br />

Almenn afgreiðsla, móttaka gesta,<br />

undirbúningur funda, skjalasafn,<br />

ársskýrsla, kynningarmál, samstarf<br />

við háskólaráð og ýmsar<br />

starfsnefndir.<br />

REKSTRARSVIÐ<br />

Fjármálastjórn, fjárhagsáætlanir,<br />

reikningshald, rekstur og viðhald<br />

bygginga, starfsmannamál og<br />

launamál.<br />

ÍÞRÓTTAFRÆÐASETUR<br />

Á LAUGARVATNI<br />

ársskýrsla2007<br />

Í lok september hófst formleg<br />

dagskrá í tilefni af aldarafmæli<br />

skólans og setningu<br />

fyrstu fræðslulaga í<br />

landinu þegar skólinn bauð<br />

til kaffisamsætis í Fjöru.<br />

Kynntir voru helstu viðburðir<br />

afmælisársins.<br />

Umsjón með námi á sviði<br />

íþróttafræða. Rannsóknir og<br />

þróunarverkefni á sviði íþróttafræða.<br />

Fræðasetrið heyrir undir rektor og<br />

kennslu-, þjónustu-, rekstrar- og<br />

rannsóknarsvið skólans.<br />

ársskýrsla2007<br />

12<br />

13


Kennslusvið<br />

ársskýrsla2007<br />

Kennslusvið Kennaraháskóla Íslands nær til málefna sem<br />

lúta að kennslu. Eins og fram kemur í skýrslu þessari urðu<br />

gagngerar breytingar á skipulagi náms við skólann á árinu<br />

2007.<br />

Fram til 1. ágúst 2007 var námi við skólann skipað í tvær<br />

deildir, grunndeild og framhaldsdeild. Þegar nýtt námsskipulag<br />

tók gildi 1. ágúst var deildaskipting lögð af. Fram<br />

að þeim tíma voru deildarforsetar grunn- og framhaldsdeilda<br />

framkvæmdastjórar kennslusviðs. Eftir breytinguna<br />

tók aðstoðarrektor kennslu við stjórn kennslusviðs með<br />

þeirri undantekningu að aðstoðarrektor rannsókna stjórnar<br />

rannsóknartengdu framhaldsnámi.<br />

Fyrst verður gerð grein fyrir starfi grunndeildar og framhaldsdeildar<br />

á vormisseri 2007. Þá verður fjallað um inntöku<br />

haustið 2007 og síðan nám samkvæmt nýju námsskipulagi<br />

sem tók gildi á haustmisseri, sjá kaflann Nýtt<br />

námsskipulag á bls. 19.<br />

Nám og kennsla<br />

á vormisseri 2007<br />

Grunndeild<br />

Í grunndeild var boðið 90 eininga (180 ECTS) nám til B.A.-,<br />

B.Ed.- og B.S.-gráðu fyrir verðandi grunnskólakennara,<br />

íþróttafræðinga, leikskólakennara, tómstundafræðinga og<br />

þroskaþjálfa. Í grunndeild var einnig boðið nám til kennsluréttinda<br />

og viðbótarnám sem ætlað er þeim stéttum sem<br />

Kennaraháskólinn menntar, sjá nánar bls. 16.<br />

Deildarforseti grunndeildar til 1. apríl var dr. Guðmundur K.<br />

Birgisson. Síðar á vormisseri tók dr. Hanna Ragnarsdóttir við<br />

því starfi. Í deildarráði grunndeildar sátu auk deildarforseta<br />

Hanna Ragnarsdóttir lektor, Guðný Helga Gunnarsdóttir<br />

lektor, Meyvant Þórólfsson lektor og Hafþór Guðjónsson<br />

dósent. Fulltrúar stúdenta í deildarráði á vormisseri voru<br />

Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hermann Örn Kristjánsson<br />

en á haustmisseri Júlía Þorvaldsdóttir og Elvar Snær<br />

Kristjánsson.<br />

Helstu verkefni á vormisseri 2007<br />

Deildarráð var samkvæmt reglum um Kennaraháskóla<br />

Íslands samstarfsvettvangur um kennslu við skólann og<br />

deildarforseta til ráðuneytis um stjórn og umsýslu náms í<br />

grunndeild. Helstu verkefni deildarráðs grunndeildar tóku<br />

mið af þeim markmiðum sem sett voru fram í ársskýrslu<br />

síðasta árs. Deildarráð grunndeildar og framhaldsdeildar<br />

héldu flesta fundi sína á árinu sameiginlega vegna heildarendurskipulagningar<br />

námsins.<br />

Endurskoðun náms<br />

Meginverkefni deildarráðs grunndeildar á vormisseri 2007<br />

var að ljúka endurskoðun náms á bakkalárstigi í Kennaraháskólanum<br />

og endurskipuleggja námskeið og námsleiðir<br />

samkvæmt þeim ákvörðunum sem teknar höfðu verið. Auk<br />

þess var unnið að því að laga lýsingar á námi að Viðmiðum<br />

um æðri menntun og prófgráður í samræmi við Bolognasamkomulagið<br />

sem Ísland er aðili að.<br />

Námsbrautir í grunndeild á<br />

vormisseri 2007<br />

Í grunndeild var í boði nám á sex námsbrautum á vormisseri<br />

2007, auk viðbótarnáms fyrir þær stéttir sem Kennaraháskólinn<br />

menntar.<br />

Grunnskólabraut<br />

Grunnskólakennaranám til B.Ed.-gráðu, 90 einingar (180<br />

ECTS), skiptist í menntunarfræði, greinasvið í kjarna, kjörsvið,<br />

frjálst val og vettvangsnám.<br />

Kjörsvið á grunnskólabraut voru:<br />

• Íslenska<br />

• Íslenskt táknmál<br />

• Stærðfræði<br />

• Erlend mál (enska og danska)<br />

• Náttúrufræði (líffræði, eðlis- og efnafræði, landafræði)<br />

• Samfélagsgreinar (kristin fræði og trúarbragðafræði,<br />

landafræði, saga og þjóðfélagsfræði)<br />

• Heimilisfræði<br />

• Hönnun og smíði<br />

• Myndmennt<br />

• Textílmennt<br />

• Tónlist, leiklist og dans<br />

• Yngri barna svið<br />

• Upplýsingatækni<br />

Nám á grunnskólabraut var í boði bæði sem staðnám og<br />

fjarnám.<br />

Forstöðumaður grunnskólabrautar á vormisseri var Baldur<br />

Sigurðsson dósent.<br />

Íþróttabraut<br />

Nám í íþróttafræðum til B.S.-gráðu eða B.Ed.-gráðu, 90 eininga<br />

(180 ECTS) staðnám. Nám til B.S.-gráðu var sniðið að<br />

þörfum þeirra sem ætla sér að starfa við þjálfun íþróttamanna<br />

en nám til B.Ed.-gráðu hentar þeim sem hyggjast<br />

starfa við kennslu. Námið fór fram á Laugarvatni.<br />

Forstöðumaður íþróttabrautar á vormisseri var Ann-Helen<br />

Odberg lektor.<br />

Kennsluréttindabraut<br />

Nám á kennsluréttindabraut var 30 einingar (60 ECTS) og<br />

dreifðist á tvö ár. Námið var ætlað þeim sem lokið hafa<br />

prófi í faggrein, s.s. háskólaprófi í sérgrein eða meistaraprófi<br />

í iðngrein, og vilja öðlast kennsluréttindi á sérsviði sínu.<br />

Námið skiptist í uppeldisgreinar, kennslufræði og vettvangsnám<br />

og var í boði bæði sem staðnám og fjarnám. Ef<br />

umsækjendur fullnægðu skilyrðum 12. greinar laga nr.<br />

86/1998 gátu þeir sótt um 15 eininga (30 ECTS) nám á<br />

brautinni.<br />

Forstöðumaður kennsluréttindabrautar á vormisseri var<br />

Hróbjartur Árnason lektor.<br />

ársskýrsla2007<br />

14<br />

15


ársskýrsla2007<br />

Leikskólabraut<br />

Leikskólakennaranám til B.Ed.-gráðu, 90 einingar (180<br />

ECTS), skiptist í grunnnámskeið, uppeldis- og kennslufræði,<br />

námssvið leikskólans, valnámskeið og vettvangsnám. Nám<br />

á leikskólabraut var í boði bæði sem staðnám og fjarnám.<br />

Forstöðumaður leikskólabrautar á vormisseri var Hrönn<br />

Pálmadóttir lektor.<br />

Tómstundabraut<br />

Á tómstundabraut var unnt að ljúka 90 eininga (180 ECTS)<br />

námi til B.A.-gráðu. Námið var skipulagt sem fjarnám með<br />

staðlotum og var ætlað þeim sem vinna að tómstundamálum<br />

í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, hjá íþrótta- og<br />

æskulýðsfélögum og á öðrum slíkum vettvangi. Námið<br />

skiptist í menntunarfræði, tómstundafræði, valnámskeið og<br />

vettvangstengd verkefni.<br />

Forstöðumaður tómstundabrautar á vormisseri var Vanda<br />

Sigurgeirsdóttir lektor.<br />

Þroskaþjálfabraut<br />

Þroskaþjálfanám til B.A.-gráðu, 90 einingar (180 ECTS),<br />

skiptist í þroskaþjálfafræði, fötlunafræði, félagsfræði, þroskasálfræði,<br />

siðfræði, valnámskeið og vettvangsnám. Nám á<br />

þroskaþjálfabraut var í boði bæði sem staðnám og fjarnám.<br />

Forstöðumaður þroskaþjálfabrautar á vormisseri var Vilborg<br />

Jóhannsdóttir lektor.<br />

Viðbótarnám<br />

Auk ofangreindra námsbrauta bauð Kennaraháskóli Íslands<br />

viðbótarnám þar sem kennurum og þroskaþjálfum gafst<br />

kostur á að bæta við grunnmenntun sína.<br />

Annars vegar var um að ræða viðbótarnám til fyrstu<br />

háskólagráðu fyrir þá sem luku námi frá Fósturskóla Íslands,<br />

Íþróttakennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands<br />

áður en þeir sameinuðust Kennaraháskóla Íslands 1998.<br />

Nemendur sem völdu þennan kost fylgdu námi á viðkomandi<br />

námsbraut. Hins vegar var boðið almennt viðbótarnám<br />

þar sem ýmsum námskeiðum var raðað saman án<br />

þess að stefnt væri að því að ljúka prófgráðu.<br />

Námsráðgjafar skólans höfðu umsjón með því námi.<br />

Framhaldsdeild<br />

Á vormisseri 2007 var í framhaldsdeild boðið nám til M.Ed.-<br />

gráðu í uppeldis- og menntunarfræði, 60 einingar (120<br />

ECTS). Einnig bauðst 30 eininga (60 ECTS) nám (fyrri hluti<br />

meistaranáms) í sérkennslufræði, stjórnun menntastofnana<br />

og þroskaþjálfa- og fötlunarfræði og síðari hluti meistaranáms<br />

til M.Ed.-gráðu, ætlað þeim sem áður höfðu lokið<br />

fyrri hluta meistaranáms. Í íþrótta- og heilsufræði bauðst 60<br />

eininga (120 ECTS) rannsóknartengt framhaldsnám til M.S.-<br />

gráðu. Enn fremur var í boði nám til doktorsgráðu (Ph.D.).<br />

Deildarforseti framhaldsdeildar til 1. ágúst 2007 var dr.<br />

Ragnhildur Bjarnadóttir. Deildarráð skipuðu auk deildarforseta<br />

Jóhanna Einarsdóttir prófessor, Gunnar E. Finnbogason<br />

dósent, Steinunn Helga Lárusdóttir dósent og Þorsteinn<br />

Helgason dósent. Fulltrúar nemenda voru Guðrún Vala<br />

Elísdóttir og Árni Guðmundsson.<br />

Helstu verkefni á vormisseri 2007<br />

Deildarráð framhaldsdeildar var samkvæmt reglum um<br />

Kennaraháskóla Íslands samstarfsvettvangur um kennslu við<br />

skólann og deildarforseta til ráðuneytis um stjórn og<br />

umsýslu náms í deildinni. Helstu verkefni deildarráðs framhaldsdeildar<br />

tóku mið af þeim markmiðum sem sett voru<br />

fram í ársskýrslu síðasta árs. Deildarráð grunndeildar og<br />

framhaldsdeildar héldu flesta fundi sína á árinu sameiginlega<br />

vegna heildarendurskipulagningar námsins.<br />

Endurskoðun náms<br />

Á árinu voru gerðar töluverðar breytingar á skipan náms í<br />

framhaldsdeild. Leitast var við að bæta og efla námið enn<br />

frekar, auka sveigjanleika í kennslu og námsframboð fyrir<br />

þá sem vilja hefja meistaranám strax að loknu bakkalárnámi.<br />

Var það í samræmi við markmið sem sett voru fram í<br />

síðustu ársskýrslu. Unnið var að því að skipuleggja bæði<br />

starfstengt og rannsóknartengt framhaldsnám. Lýsingar á<br />

námi voru felldar að Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður<br />

í samræmi við Bologna-samkomulagið sem Ísland<br />

er aðili að.<br />

Námsbrautir í framhaldsdeild á<br />

vormisseri 2007<br />

Uppeldis- og menntunarfræði<br />

Um var að ræða 60 eininga (120 ECTS) framhaldsnám sem<br />

lauk með M.Ed.-gráðu.<br />

Námið var bæði hagnýtt og fræðilegt, annars vegar ætlað<br />

þeim sem vildu halda áfram námi að loknu bakkalárnámi<br />

og hins vegar starfandi kennurum.<br />

Á námsbrautinni var unnt að stunda almennt nám í uppeldis-<br />

og menntunarfræði en einnig gafst nemendum kostur<br />

á að byggja upp þekkingu sína á ýmsum sérsviðum<br />

menntunarfræða. Eftirfarandi námsleiðir voru í boði: fjölmenning,<br />

fullorðinsfræðsla, íþrótta- og heilsufræði, kennslufræði<br />

og skólastarf, nám og kennsla ungra barna, stærðfræðimenntun<br />

og tölvu- og upplýsingatækni.<br />

Ragnhildur Bjarnadóttir deildarforseti hafði umsjón með<br />

námi á brautinni.<br />

Sérkennslufræði<br />

Nám í sérkennslufræði var 30 einingar (60 ECTS) og lauk<br />

með Dipl.Ed.-gráðu sem jafnframt er fyrri hluti meistaranáms.<br />

Námið var ætlað starfandi kennurum, þroskaþjálfum og<br />

öðrum uppeldisstéttum sem vildu auka þekkingu sína og<br />

hæfni á sviði sérkennslufræða.<br />

Forstöðumaður var Dóra S. Bjarnason prófessor.<br />

Stjórnun menntastofnana<br />

Nám í stjórnun menntastofnana var 30 einingar (60 ECTS)<br />

og lauk með Dipl.Ed.-gráðu sem jafnframt er fyrri hluti<br />

meistaranáms.<br />

Námið var einkum ætlað skólastjórum og stjórnendum<br />

annarra menntastofnana, millistjórnendum, ráðgjöfum,<br />

kennurum og öðrum þeim sem stefndu á stjórnunarstörf í<br />

skólum og öðrum menntastofnunum.<br />

Forstöðumaður var Börkur Hansen prófessor.<br />

Þroskaþjálfa- og fötlunarfræði<br />

Nám í þroskaþjálfa- og fötlunarfræði var 30 einingar (60<br />

ECTS) og lauk með Dipl.Ed.-gráðu sem jafnframt er fyrri<br />

hluti meistaranáms.<br />

Námið var ætlað þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með<br />

fötluðu fólki á öllum aldri hvar sem er í samfélaginu.<br />

Markmiðið með náminu var að dýpka þekkingu og auka<br />

færni í þroskaþjálfun með megináherslu á nýjar rannsóknir,<br />

hugmyndir og vinnubrögð innan fötlunarfræða.<br />

Forstöðumaður var Guðrún V. Stefánsdóttir lektor.<br />

ársskýrsla2007<br />

16<br />

17


Nýtt námsskipulag tekur gildi haustið 2007<br />

Eins og fram kemur á bls. 8 tók nýtt námsskipulag gildi við Kennaraháskóla Íslands haustið 2007. Á myndinni má sjá samanburð<br />

á fyrra skipulagi og því sem tók við 1. ágúst.<br />

Fyrri dálkur skipuritsins sýnir námsskipulag við skólann eins og það hefur verið undanfarin ár. Seinni dálkurinn (frá hausti<br />

2007) sýnir hið nýja námsskipulag.<br />

Skipulag náms við Kennaraháskóla Íslands<br />

til vors 2007 frá hausti 2007<br />

Rannsóknartengt<br />

doktorsnám<br />

Ph.D.<br />

Rannsóknartengt<br />

doktorsnám<br />

Ph.D.<br />

Starfstengt<br />

doktorsnám<br />

Ed.D.<br />

ársskýrsla2007<br />

Síðari hluti meistaranáms<br />

Um var að ræða 30 eininga (60 ECTS) nám, ætlað þeim<br />

sem lokið hafa fyrri hluta meistaranáms, þ.e. Dipl.Ed.-gráðu<br />

til 30 eininga (60 ECTS) eða sambærilegu framhaldsnámi á<br />

háskólastigi. Námið byggðist á námskeiðum sem tengdust<br />

sérsviði nemans, aðferðafræði og meistaraprófsverkefni<br />

sem gat byggst t.d. á sjálfstæðri rannsókn, starfstengdu þróunarverkefni,<br />

námskrár- eða námsefnisgerð eða fræðilegri<br />

ritgerð. Náminu lauk með M.Ed.-gráðu.<br />

Forstöðumaður var Allyson Macdonald prófessor.<br />

Íþrótta- og heilsufræði<br />

Námið var 60 einingar (120 ECTS) og lauk með M.S.-gráðu.<br />

Námið var ætlað þeim sem stefna að störfum við íþróttaþjálfun,<br />

sjúkraþjálfun, heilsuþjálfun eða önnur sambærileg<br />

störf á heilbrigðis- og menntasviði. Námið var samstarfsverkefni<br />

Íþróttafræðaseturs Kennaraháskóla Íslands, Sjúkraþjálfunarskorar<br />

og Rannsóknarstofu í næringarfræði við<br />

Háskóla Íslands.<br />

Forstöðumaður var Erlingur Jóhannsson prófessor.<br />

Doktorsnám<br />

Doktorsnám er 90 eininga (180 ECTS) nám til Ph.D.-gráðu.<br />

Námið byggist á námskeiðum í aðferðafræði og öðrum<br />

námskeiðum til dýpkunar á því sérsviði sem neminn fjallar<br />

um, námsdvöl við erlendan háskóla og doktorsverkefni.<br />

Forstöðumaður var Allyson Macdonald prófessor.<br />

Nám auglýst samkvæmt nýrri námskrá<br />

Ný námskrá var kynnt á sérstökum kynningarfundum vorið<br />

2007 og háskóladeginum 17. febrúar. Í framhaldi var auglýst<br />

bakkalárnám og meistara- og doktorsnám, skv. eftirfarandi<br />

upptalningu:<br />

Bakkalárnám<br />

B.Ed.-nám í leikskólakennarafræði<br />

B.Ed.-nám í grunnskólakennarafræði<br />

B.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði<br />

B.S.-nám í íþrótta- og heilsufræði<br />

B.A.-nám í þroskaþjálfafræði<br />

B.A.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði<br />

Viðbótarnám til bakkalárgráðu í leikskólakennarafræði,<br />

íþrótta- og heilsufræði og þroskaþjálfafræði<br />

Viðbótarnám fyrir starfandi leikskólakennara, grunnskólakennara<br />

og þroskaþjálfa<br />

Kennsluréttindanám á bakkalárstigi<br />

Meistara- og doktorsnám<br />

M.Ed.-nám í menntunarfræði<br />

M.Ed.-nám í sérkennslufræði<br />

M.Ed.-nám í stjórnunarfræði menntastofnana<br />

M.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði<br />

M.Ed.-nám í þroskaþjálfafræði<br />

M.Ed.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði<br />

Kennsluréttindanám á meistarastigi<br />

M.A.-nám í menntunarfræði<br />

M.S.-nám í íþrótta- og heilsufræði<br />

Ph.D.-nám í menntunarfræði<br />

90 einingar (180 ECTS)<br />

30 einingar 1<br />

(60 ECTS)<br />

30 einingar<br />

(60 ECTS)<br />

B.A.<br />

90 einingar<br />

(180 ECTS)<br />

Meistaranám<br />

M.Ed.<br />

Diplómunám<br />

Dipl.Ed.<br />

Lágmark tveggja ára starfsreynsla<br />

Grunnnám<br />

B.S.<br />

B.Ed.<br />

90 einingar (180 ECTS)<br />

Rannsóknartengt<br />

meistaranám<br />

2<br />

M.A. M.S.<br />

60 einingar (120 ECTS)<br />

90 einingar (180 ECTS)<br />

Grunnnám<br />

B.S. B.Ed.<br />

Breytingum á skipan náms við Kennaraháskólann er ætlað að auka gæði náms við skólann og bregðast við breyttum samfélagsaðstæðum.<br />

Möguleikar á sérhæfingu verða meiri en áður var og hægt að hefja meistaranám strax að loknu grunnnámi<br />

nema í þeim tilvikum þegar gerð er krafa um starfsreynslu, s.s. í sérkennslufræði og stjórnunarfræði menntastofnana.<br />

B.A.<br />

90 einingar (180 ECTS)<br />

Starfstengt<br />

meistaranám<br />

M.Ed.<br />

60 einingar (120 ECTS)<br />

30 einingar jafngilda einu ári í fullu námi<br />

ársskýrsla2007<br />

18<br />

1)<br />

2)<br />

Haustið 2006 var tekið inn í 60 eininga (120 ECTS) meistaranám án undangengins diplómunáms.<br />

Í íþrótta- og heilsufræði bauðst 60 eininga (120 ECTS) rannsóknartengt meistaranám til M.S.-gráðu frá hausti 2006.<br />

19


Námsskipan haustið 2007<br />

Eftir breytinguna á námsskipulaginu haustið 2007 tóku<br />

aðstoðarrektorar við hlutverkum deildarforseta. Samkvæmt<br />

hinu nýja skipulagi er aðstoðarrektor kennslu framkvæmdastjóri<br />

kennslusviðs með þeirri undantekningu að rannsóknartengt<br />

framhaldsnám heyrir undir aðstoðarrektor rannsókna.<br />

Aðstoðarrektorar hafa náið samstarf um nám og kennslu<br />

við skólann.<br />

Dr. Hanna Ragnarsdóttir var skipuð aðstoðarrektor kennslu<br />

frá 1. ágúst 2007 og dr. Gretar L. Marinósson aðstoðarrektor<br />

rannsókna frá sama tíma. Við hlutverki deildarráða<br />

tók kennsluráð sem ætlað er að vera aðstoðarrektorum til<br />

ráðgjafar. Kennsluráð er auk aðstoðarrektora skipað forstöðumönnum<br />

námsbrauta og einum fulltrúa stúdenta.<br />

Kennsluráð var þannig skipað á haustmisseri 2007: dr.<br />

Hanna Ragnarsdóttir aðstoðarrektor kennslu, dr. Gretar L.<br />

Marinósson aðstoðarrektor rannsókna, Anna Kristín<br />

Sigurðardóttir forstöðumaður kennarabrautar, Ann-Helen<br />

Odberg forstöðumaður íþrótta- og heilsubrautar, Vilborg<br />

Jóhannsdóttir forstöðumaður þroskaþjálfa- og tómstundabrautar,<br />

Allyson Macdonald forstöðumaður rannsóknarnámsbrautar<br />

og Birna Hjaltadóttir fulltrúi stúdenta.<br />

Eftirfarandi mynd sýnir skipar náms við Kennaraháskóla<br />

Íslands haustið 2007.<br />

Grunnnám<br />

Framhaldsnám<br />

Aðstoðarrektor kennslu<br />

Kennarabraut<br />

B.Ed. leikskólakennarafræði<br />

M.Ed. menntunarfræði<br />

B.Ed. grunnskólakennarafræði<br />

M.Ed. sérkennslufræði<br />

Kennsluréttindanám<br />

M.Ed. stjórnunarfræði menntastofnana<br />

Kennsluréttindanám<br />

Íþrótta- og heilsubraut<br />

B.Ed. íþrótta- og heilsufræði<br />

M.Ed. íþrótta- og heilsufræði<br />

B.S. íþrótta- og heilsufræði<br />

Þroskaþjálfa- og tómstundabraut<br />

B.A. þroskaþjálfafræði<br />

M.Ed. þroskaþjálfafræði<br />

Kennarabraut<br />

Á kennarabraut er eftirtalið nám í boði:<br />

• B.Ed.-nám í leikskólakennarafræði, 90 einingar (180<br />

ECTS), fjarnám eða staðnám.<br />

• B.Ed.-nám í grunnskólakennarafræði, 90 einingar (180<br />

ECTS), fjarnám eða staðnám.<br />

• Viðbótarnám í leikskólakennarafræði til B.Ed.-gráðu, 15<br />

einingar (30 ECTS), fjarnám eða staðnám.<br />

• Viðbótarnám fyrir starfandi leik- og grunnskólakennara,<br />

leiðir ekki til háskólagráðu, fjarnám eða staðnám.<br />

• M.Ed.-nám í menntunarfræði, 60 einingar (120 ECTS),<br />

með fjarnámssniði.<br />

• M.Ed.-nám í sérkennslufræði, 60 einingar (120 ECTS),<br />

með fjarnámssniði.<br />

• M.Ed.-nám í stjórnunarfræði menntastofnana, 60 einingar<br />

(120 ECTS), með fjarnámssniði.<br />

• Kennsluréttindanám á bakkalárstigi, 15–30 einingar<br />

(30–60 ECTS), staðnám.<br />

• Kennsluréttindanám á meistarastigi, 15–30 einingar<br />

(30–60 ECTS), með fjarnámssniði.<br />

Forstöðumaður kennarabrautar er Anna Kristín<br />

Sigurðardóttir.<br />

Þroskaþjálfa- og tómstundabraut<br />

Á þroskaþjálfa- og tómstundabraut er eftirtalið nám í boði:<br />

• B.A.-nám í þroskaþjálfafræði, 90 einingar (180 ECTS),<br />

fjarnám eða staðnám.<br />

• B.A.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði, 90 einingar<br />

(180 ECTS), fjarnám eða staðnám.<br />

• Viðbótarnám í þroskaþjálfafræði til B.A.-gráðu, 15 einingar<br />

(30 ECTS), fjarnám eða staðnám.<br />

• Viðbótarnám fyrir starfandi þroskaþjálfa leiðir ekki til<br />

háskólagráðu, fjarnám eða staðnám.<br />

• M.Ed.-nám í þroskaþjálfafræði, 60 einingar (120 ECTS),<br />

með fjarnámssniði.<br />

• M.Ed.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði, 60 einingar<br />

(120 ECTS), með fjarnámssniði.<br />

Forstöðumaður þroskaþjálfa- og tómstundabrautar er<br />

Vilborg Jóhannsdóttir lektor.<br />

Rannsóknarnámsbraut<br />

Á rannsóknarnámsbraut er eftirtalið nám í boði:<br />

• M.A.-nám í menntunarfræði, 60 einingar (120 ECTS),<br />

með fjarnámssniði.<br />

ársskýrsla2007<br />

B.A. tómstunda- og félagsmálafræði<br />

M.Ed. tómstunda- og félagsmálafræði<br />

Aðstoðarrektor rannsókna<br />

Rannsóknarnámsbraut<br />

M.A. menntunarfræði<br />

M.S. íþrótta- og heilsufræði<br />

Ph.D. menntunarfræði<br />

Íþrótta- og heilsubraut<br />

Á íþrótta- og heilsubraut er eftirtalið nám í boði:<br />

• B.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði, 90 einingar (180<br />

ECTS), staðnám.<br />

• B.S.-nám í íþrótta- og heilsufræði, 90 einingar (180<br />

ECTS), staðnám.<br />

• Viðbótarnám í íþrótta- og heilsufræði til B.S.-gráðu, 30<br />

einingar (60 ECTS), staðnám.<br />

• M.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði, 60 einingar (120<br />

ECTS), með fjarnámssniði.<br />

Forstöðumaður íþrótta- og heilsubrautar er Ann Helen<br />

Odberg lektor.<br />

• M.S.-nám í íþrótta- og heilsufræði, 60 einingar (120<br />

ECTS), með fjarnámssniði.<br />

• Ph.D.-nám í menntunarfræði, 90 einingar (180 ECTS),<br />

með fjarnámssniði.<br />

Forstöðumaður rannsóknarnámsbrautar er Allyson<br />

Macdonald prófessor.<br />

Þegar nýtt námsskipulag tók gildi haustið 2007 var allstór<br />

hópur nemenda kominn áleiðis í námi samkvæmt eldra<br />

skipulagi. Ákveðið var að lokaáföngum þessara nemenda<br />

yrði komið fyrir innan hins nýja skipulags þannig að nemendur<br />

sem innrituðust fyrir 2007 áttu þess kost að ljúka<br />

námi samkvæmt því námsskipulagi sem þá var í gildi.<br />

ársskýrsla2007<br />

20<br />

21


Umsóknir og inntaka haustið 2007<br />

Nám við Kennaraháskóla Íslands er að jafnaði auglýst að<br />

vori fyrir þá sem hyggjast hefja nám að hausti.<br />

Umsóknir um bakkalárnám árið 2007 voru alls 876 og voru<br />

715 þeirra samþykktar. Hafnað var 136 umsóknum og 25<br />

umsóknir voru dregnar til baka. Hafa ber í huga að allmargir<br />

umsækjendur sækja um nám á fleiri en einni námsleið.<br />

Þannig var 593 einstaklingum boðin skólavist. Af þeim hófu<br />

469 nám við Kennaraháskóla Íslands haustið 2007. Flestar<br />

umsóknir bárust um nám í grunnskólakennarafræði.<br />

Inntaka í kennsluréttindanám hafði nokkra sérstöðu árið<br />

2007 en þá var í fyrsta sinn tekið tvisvar inn í námið, þ.e. í<br />

upphafi vormisseris og á haustmisseri. Nemendahópnum í<br />

kennsluréttindanámi er skipt í tvo hópa og stundar annar<br />

hópurinn nám á bakkalárstigi en hinn á meistarastigi.<br />

Skiptingin tekur mið af fyrra námi og prófgráðum nemendanna.<br />

Samtals hófu 225 kennsluréttindanám á árinu, sjá<br />

nánar meðfylgjandi töflu.<br />

Umsóknir um meistara- og doktorsnám voru alls 391 og var<br />

321 umsækjanda boðin skólavist. Fjórir drógu umsóknir<br />

sínar til baka og 66 umsækjendum var hafnað. Af þeim sem<br />

boðin var skólavist hófu 257 nám.<br />

Yfirlit um umsóknir og inntöku<br />

Bakkalárnám Umsóknir Inntaka Hefja nám<br />

B.Ed.-nám í grunnskólakennarafræði 392 334 235<br />

B.Ed.-nám í leikskólakennarafræði 223 171 102<br />

B.Ed.- og B.S.-nám í íþrótta- og heilsufræði 54 44 29<br />

B.A.-nám í þroskaþjálfafræði 149 115 72<br />

B.A.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði 58 51 31<br />

Samtals 876 715 469<br />

Kennsluréttindanám Umsóknir Inntaka Hefja nám<br />

Kennsluréttindanám á bakkalárstigi (janúar) 29 25 21<br />

Kennsluréttindanám á bakkalárstigi (september) 12 10 8<br />

Kennsluréttindanám á meistarastigi (janúar) 133 127 115<br />

Kennsluréttindanám á meistarastigi (september) 105 100 81<br />

Samtals 279 262 225<br />

Meistara- og doktorsnám Umsóknir Inntaka Hefja nám<br />

M.Ed.-nám í menntunarfræði 153 148 112<br />

M.Ed.-nám í sérkennslufræði 71 45 39<br />

M.Ed.-nám í stjórnunarfræði menntastofnana 88 52 47<br />

M.Ed.-nám í þroskaþjálfafræði 21 21 13<br />

M.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði 10 10 6<br />

M.Ed.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði 14 14 11<br />

M.A.-nám í menntunarfræði 19 18 15<br />

M.S.-nám í íþrótta- og heilsufræði 9 8 9*<br />

Doktorsnám 6 5 5<br />

Prófahald<br />

Námsmat byggist á skriflegum, munnlegum eða verklegum<br />

prófum, ritgerðum og verkefnum samkvæmt ákvæðum í<br />

Náms- og kennsluskrá skólans. Hefðbundin skrifleg próf<br />

voru haldin í lok hvors kennslumisseris, í byrjun desember<br />

og maímánaðar, en sjúkra- og endurtökupróf í síðustu viku<br />

ágústmánaðar.<br />

Fjarnemar af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi<br />

þreyttu próf í Kennaraháskólanum í Reykjavík en<br />

öðrum var gefinn kostur á að taka próf í sinni heimabyggð.<br />

Alls voru próf tekin á 25 stöðum innanlands, utan Reykjavíkur.<br />

Skólastjórnendur grunnskóla og fjölbrautarskóla og<br />

prófstjóri Háskólans á Akureyri lögðu prófin fyrir auk þess<br />

sem fræðslumiðstöðvar og fjarnámsstofur höfðu umsjón<br />

með próftöku á 13 stöðum á landsbyggðinni.<br />

Þessu til viðbótar tóku 43 nemendur próf á 28 stöðum<br />

erlendis. Flestir voru nemendurnir á Norðurlöndunum en<br />

einnig víðar í Evrópu og í Bandaríkjunum.<br />

Námsráðgjöf<br />

Náms- og starfsráðgjafar leitast við að tryggja að jafnræðis<br />

og réttlætis sé gætt gagnvart öllum nemendum skólans.<br />

Námsráðgjafar bjóða upp á námskeið sem ætlað er að<br />

stuðla að betra námsgengi nemenda. Dæmi um námskeið<br />

af því tagi eru prófkvíðanámskeið og námstækninámskeið<br />

og voru slík námskeið haldin á árinu.<br />

Auk einkaviðtala var stúdentum boðið að starfa í stuðningshópum<br />

og taka þátt í hvatningarviðtölum.<br />

Námsráðgjafar hafa umsjón með sveigjanlegu námi fyrir<br />

þroskaþjálfa og kennara á öllum skólastigum sem lokið<br />

hafa grunnnámi en vilja bæta við þekkingu sína.<br />

Við Kennaraháskóla Íslands starfa tveir náms- og starfsráðgjafar.<br />

Vettvangsnám<br />

Veigamikill hluti náms við Kennaraháskólann er vettvangsnám<br />

sem fram fer á starfsvettvangi þeirra stétta sem skólinn<br />

menntar. Stjórnendur vettvangsnáms á hverri námsbraut<br />

skipuleggja það í samvinnu við kennara Kennaraháskólans<br />

og starfsfólk á viðkomandi vinnustað. Markmið vettvangsnáms<br />

er að nemendur kynnist af eigin raun daglegu starfi á<br />

vettvangi, skipulagningu þess og úrvinnslu og styrki þannig<br />

starfskenningu sína og fagmennsku.<br />

ársskýrsla2007<br />

Samtals 391 321 257<br />

* Nemandi sem hóf M.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði flutti sig í M.S.-nám í inntökuferlinu.<br />

Önnur verkefni á kennslusviði<br />

Náms- og kennsluskrá<br />

Náms- og kennsluskrá Kennaraháskóla Íslands er birt á vef<br />

skólans. Þar er lýst öllum námskeiðum sem boðin eru í<br />

bakkalár-, meistara- og doktorsnámi í skólanum. Einnig er<br />

þar að finna yfirlit yfir skipan námsins og ýmsar upplýsingar<br />

um Kennaraháskólann og starfsemi hans.<br />

Nemendaskrá<br />

Nemendaskrá sér um skráningu nemenda í námskeið og<br />

próf og heldur skrá um námsferil nemenda og einkunnir.<br />

Nemendaskrá annast enn fremur þjónustu við þá sem<br />

brautskráðir eru frá skólanum, s.s. með því að staðfesta<br />

nám og veita afrit af prófskírteinum.<br />

Í september var nemendaskrá flutt í nýtt húsnæði í anddyri<br />

skólahússins við Stakkahlíð og sameinuð þjónustuveri skólans<br />

sem nánar er greint frá á bls. 10.<br />

Á árinu var áfram unnið að þróun vef- og upplýsingakerfisins<br />

Uglu.<br />

Hlutverk námsráðgjafa felst einkum í því að:<br />

• Stuðla að því að sem flestir nemendur nái settu marki í<br />

námi sínu.<br />

• Vinna að því að persónuleg vandamál raski sem minnst<br />

námi nemenda.<br />

• Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin<br />

áhugasviðum, setja sér raunhæf markmið, meta hæfileika<br />

sína og bera þá saman við kröfur mismunandi námsleiða<br />

og starfa.<br />

• Veita upplýsingar um nám við Kennaraháskóla Íslands,<br />

svara fyrirspurnum þar að lútandi og hafa fyrirliggjandi<br />

aðgengilegar upplýsingar um námskröfur og námsleiðir<br />

innan skólans sem utan.<br />

• Taka þátt í að kynna skólann eftir því sem þurfa þykir.<br />

Nokkrar breytingar urðu á vettvangsnámi grunn- og leikskólakennara<br />

í tengslum við nýtt námsskipulag kennarabrautar.<br />

Vettvangsnám er nú fléttað inn í flest námskeið í<br />

öllu kennaranáminu en er ekki eingöngu í afmörkuðum<br />

tímabilum eins og áður var. Í upphafi kennaranáms er<br />

kennaranemum úthlutaður heimaskóli, grunn- eða leikskóli,<br />

sem þeir eiga aðgang að vegna vettvangsnáms og vettvangstengdra<br />

verkefna á námstíma sínum. Um getur verið<br />

að ræða athuganir á skólastarfi, þátttöku í undirbúningi og<br />

skipulagningu, æfingakennslu o.fl. Markmiðið með auknum<br />

tengslum við starfsvettvanginn er að kennaranemar fái<br />

tækifæri til að kynnast betur öllum þáttum skólastarfsins og<br />

að þau leiði til aukinna gæða kennaramenntunar.<br />

Vettvangsnám á öðrum brautum er með svipuðu sniði og<br />

verið hefur.<br />

ársskýrsla2007<br />

22<br />

23


Stúdentahópurinn<br />

Fjöldi og samsetning hópsins<br />

Yfirlit yfir skiptingu nema sem skráðir eru í nám í byrjun október 2007.<br />

Grunnnám % %<br />

Kennarabraut Konur Karlar Samtals Konur Karlar<br />

Grunn skóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 305 70 375 81,3 18,7<br />

Grunn skóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 307 48 355 86,5 13,5<br />

Leik skóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 111 4 115 96,5 3,5<br />

Leikskóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 130 3 133 97,7 2,3<br />

Viðbótar nám til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði 15 ein. (30 ECTS), stað nám 8 0 8 100 0<br />

Viðbótar nám til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði 15 ein. (30 ECTS), fjar nám 40 0 40 100 0<br />

Aðstoðarleik skóla kenn ara nám til diplómu 45 ein. (90 ECTS), fjar nám 1 0 1 100 0<br />

Kennsluréttindanám 15/30 ein. (30/60 ECTS), fjar nám 108 67 175 61,7 38,3<br />

Íþrótta- og heilsu braut<br />

Íþrótta- og heilsu fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 7 9 16 43,8 56,2<br />

Íþrótta- og heilsufræði til B.S.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 46 33 79 58,2 41,8<br />

Viðbótarnám til B.S.-prófs í íþrótta- og heilsufræði 30 ein. (60 ECTS), stað nám 5 5 10 50,0 50,0<br />

Mat nemenda á námskeiðum og kennslu<br />

Í Kennaraháskólanum er leitast við afla upplýsinga um<br />

skoðun nemenda á námi og kennslu í þeim tilgangi að<br />

bæta skipulag námskeiða og námsbrauta og afla upplýsinga<br />

fyrir endurskoðun á framsetningu náms og námsefnis.<br />

Í lok haust- og vormisseris eru nemendur beðnir um að<br />

meta öll námskeið sem þeir hafa setið á misserinu. Matið<br />

er rafrænt og fer fram í Uglu, vef og upplýsingakerfi<br />

Kennaraháskólans.<br />

Þátttaka nemenda í kennslumati árið 2007 var eftirfarandi:<br />

Samstarfsnet<br />

Flest samstarfsnet sem skólinn tekur þátt í miða að samstarfi<br />

kennara á ákveðnum fræðasviðum auk þess sem þátttaka<br />

í þeim opnar leiðir til stúdenta- og kennaraskipta. Flest<br />

eru netin starfrækt á grundvelli Nordplus-samstarfssamninga.<br />

Kennaraháskólinn tengist um 40 skólum á<br />

Norðurlöndum í gegnum Nordplus-samstarfsnet.<br />

Námskeið kennd á erlendum tungumálum<br />

Kennaraháskólinn býður nokkur námskeið sem eingöngu<br />

eru kennd á ensku eða dönsku. Námskeið þessi eru einkum<br />

ætluð erlendum skiptinemum.<br />

Þroska þjálfa- og tómstunda braut<br />

Þroska þjálfa fræði til B.A.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 74 9 83 89,2 10,8<br />

Þroska þjálfa fræði til B.A.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 98 9 107 91,6 8,4<br />

Við bót ar nám til B.A.-prófs í þroska þjálfafræði 15 ein. (30 ECTS), staðnám 5 0 5 100 0<br />

Við bót ar nám til B.A.-prófs í þroska þjálf afræði 15 ein. (30 ECTS), fjarnám 22 0 22 100 0<br />

Tóm stunda- og fé lags mála fræði til B.A.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 48 15 63 76,2 23,8<br />

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun* 14 9 23 60,9 39,1<br />

Við bót ar nám fyr ir starfandi kenn ara og þroska þjálfa, stað nám og fjar nám 25 5 30 83,3 16,7<br />

Við bót ar nám í stærðfræði fyrir starfandi kennara, fjar nám 4 0 4 100 0<br />

Innlendir gestanem ar 15 1 16 93,8 6,2<br />

Er lend ir skiptinem ar, staðnám 25 4 29 86,2 13,8<br />

Sam tals í grunn námi 1398 291 1689 82,8 17,2<br />

ársskýrsla2007<br />

24<br />

Fjöldi spurningalista<br />

Fjöldi svara<br />

Maí 2007 5995 1885 (31.44%)<br />

Desember 2007 6858 1975 (32.60%)<br />

Aðgengi að niðurstöðum er þannig háttað að kennarar fá<br />

aðgang að mati á eigin námskeiði og samanburði við<br />

önnur ónafngreind námskeið. Umsjónarmenn námskeiða<br />

fá aðgang að öllum niðurstöðum á viðkomandi námskeiði<br />

og samanburði við önnur námskeið. Námsbrautarstjórar fá<br />

aðgang að öllum niðurstöðum á sinni námsbraut, en<br />

aðstoðar rektorar og rektor fá aðgang að öllum niðurstöðum.<br />

Erlent samstarf um nemenda- og kennaraskipti<br />

Kennaraháskóli Íslands hefur góð tengsl og samstarf við<br />

fjölmargar erlendar menntastofnanir, einkum með þátttöku<br />

í tvíhliða Sókrates/Erasmus-samningum og í Nordplussamstarfsnetum.<br />

Margar erlendar stofnanir leita eftir samstarfi<br />

við skólann.<br />

Auk háskóla á Norðurlöndum er Kennaraháskólinn í formlegu<br />

samstarfi við háskóla í öðrum Evrópulöndum, s.s.<br />

Austurríki, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Ítalíu,<br />

Lettlandi, Litháen, Portúgal og Þýskalandi.<br />

Stúdentaskipti<br />

Árið 2007 stunduðu 38 erlendir stúdentar nám við Ke nnara -<br />

háskólann. Flestir dvöldu hér á landi í eitt misseri. Erlendu<br />

stúdentarnir sóttu flestir námskeið sem kennd voru á ensku<br />

eða dönsku ásamt námskeiðum í listgreinum og tölvunámskeiðum<br />

sem kennd voru á íslensku.<br />

Nokkrir stúdentar frá samstarfsskólum stunduðu vettvangsnám<br />

sitt í leik- og grunnskólakennaranámi hér á landi.<br />

Frá Kennaraháskóla Íslands fór 21 stúdent utan til námsdvalar<br />

í eitt misseri eða tvö. Námið var metið sem hluti af<br />

náminu við Kennaraháskóla Íslands.<br />

Kennarastyrkir<br />

Nokkrir kennarar Kennaraháskólans nýttu sér Erasmus- og<br />

Nordplus -styrki til að heimsækja samstarfsstofnanir erlendis.<br />

Einstaklingar og hópar úr erlendum skólum komu einnig<br />

hingað til lands til að kynna sér Kennaraháskólann og taka<br />

þátt í kennslu og samstarfi. Þeir nutu einnig Erasmus- og<br />

Nordplus-styrkja.<br />

Árið 2007 hafði alþjóðafulltrúi skólans umsjón með móttöku<br />

gesta og skipulagningu nemenda- og kennaraskipta.<br />

Fram halds nám**<br />

Kennarabraut<br />

Menntunarfræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 224 26 250 89,6 10,4<br />

Sérkennslufræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 77 3 80 96,3 3,8<br />

Stjórnunarfræði menntastofnana til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 77 28 105 73,3 26,7<br />

Kennsluréttindanám á meistarastigi 65 19 84 77,4 22,6<br />

Íþrótta- og heilsu braut<br />

Meistaranám til M.Ed.-prófs í íþrótta- og heilsufræði 60 ein. (120 ECTS) 6 4 10 60,0 40,0<br />

Þroska þjálfa- og tómstunda braut<br />

Þroskaþjálfafræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 18 2 20 90,0 10,0<br />

Tómstunda- og félagsmálafræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 7 4 11 63,6 36,4<br />

Rannsóknarnámsbraut<br />

Meist ara nám til M.A.-prófs í menntunarfræði 60 ein. (120 ECTS) 14 2 16 87,5 12,5<br />

Meistaranám til M.S.-prófs í íþrótta- og heilsufræði 60 ein. (120 ECTS) 13 12 25 52,0 48,0<br />

Dokt ors nám til Ph.D.-prófs í menntunarfræði 90 ein. (180 ECTS) 9 8 17 52,9 47,1<br />

Gestanemar í framhaldsnámi 8 3 11 72,7 27,3<br />

Sam tals í fram haldsnámi 518 111 629 82,4 17,6<br />

Sam tals í námi í byrjun októ ber 2007 1916 402 2318 82,7 17,3<br />

* Um tilraunaverkefni er að ræða og veitir námið ekki háskólagráðu heldur viðurkenningu (diplómu).<br />

** Allt framhaldsnám er með fjarnámssniði, þ.e. fjarnám með staðbundnum lotum.<br />

ársskýrsla2007<br />

25


Nýnemar haustið 2007<br />

Á meðfylgjandi töflu má sjá skiptingu nýnema eftir brautum, skv. nemendaskrá miðað við 1. október 2007. Hafa ber í huga að þá hafa orðið<br />

ýmsar breytingar á þeim tölum sem birtar eru í inntökuskýrslum.<br />

Inntaka í kennsluréttindanám hafði þá sérstöðu að tekið var tvisvar sinnum inn í námið á árinu, í janúar og september. Tölur í töflunni sýna<br />

samtölur fyrir báðar inntökurnar.<br />

Grunnnám<br />

% %<br />

Kennarabraut Konur Karlar Samtals Konur Karlar<br />

Grunn skóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 69 26 95 72,6 27,4<br />

Grunn skóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 126 15 141 89,4 10,6<br />

Leik skóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 50 2 52 96,2 3,8<br />

Leikskóla kenn ara fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 49 1 50 98,0 2,0<br />

Viðbótar nám til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði 15 ein. (30 ECTS), stað nám 7 0 7 100 0<br />

Viðbótar nám til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði 15 ein. (30 ECTS), fjar nám 29 0 29 100 0<br />

Kennsluréttindanám 15/30 ein. (30/60 ECTS), fjar nám 94 45 139 67,6 32,4<br />

Íþrótta- og heilsu braut<br />

Íþrótta- og heilsu fræði til B.Ed.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 3 4 7 42,9 57,1<br />

Íþrótta- og heilsufræði til B.S.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 17 6 23 73,9 26,1<br />

Viðbótarnám til B.S.-prófs í íþrótta- og heilsufræði 30 ein. (60 ECTS), stað nám 1 2 3 33,3 66,7<br />

Þroska þjálfa- og tómstunda braut<br />

Þroska þjálfa fræði til B.A.-prófs 90 ein. (180 ECTS), stað nám 30 3 33 90,9 9,1<br />

Þroska þjálfa fræði til B.A.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 35 4 39 89,7 10,3<br />

Við bót ar nám til B.A.-prófs í þroska þjálfafræði 15 ein. (30 ECTS), staðnám 4 0 4 100 0<br />

Við bót ar nám til B.A.-prófs í þroska þjálf afræði 15 ein. (30 ECTS), fjarnám 20 0 20 100 0<br />

Tóm stunda- og fé lags mála fræði til B.A.-prófs 90 ein. (180 ECTS), fjar nám 23 7 30 76,7 23,3<br />

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun* 14 9 23 60,9 39,1<br />

Við bót ar nám fyr ir starfandi kenn ara og þroska þjálfa, stað nám og fjar nám 15 5 20 75,0 25,0<br />

Aldursdreifing og kynjaskipting í grunnnámi<br />

Sam tals í grunn námi 586 129 715 82,0 18,0<br />

Fjöldi nemenda<br />

Konur Karlar<br />

120<br />

100<br />

80<br />

60<br />

40<br />

20<br />

0<br />

20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 62<br />

Aldur<br />

Fram halds nám<br />

Kennarabraut<br />

Menntunarfræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 101 9 110 91,8 8,2<br />

Sérkennslufræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 37 2 39 94,9 5,1<br />

Stjórnunarfræði menntastofnana til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 39 12 51 76,5 23,5<br />

Kennsluréttindanám á meistarastigi 65 19 84 77,4 22,6<br />

Íþrótta- og heilsu braut<br />

Meistaranám til M.Ed.-prófs í íþrótta- og heilsufræði 60 ein. (120 ECTS) 4 2 6 66,7 33,3<br />

Aldursdreifing og kynjaskipting í framhaldsnámi<br />

Þroska þjálfa- og tómstunda braut<br />

Þroskaþjálfafræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 11 2 13 84,6 15,4<br />

Tómstunda- og félagsmálafræði til M.Ed.-prófs 60 ein. (120 ECTS) 7 4 11 63,6 36,4<br />

Fjöldi nemenda<br />

Konur Karlar<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 62 64 66 68 70<br />

ársskýrsla2007<br />

Rannsóknarnámsbraut<br />

Meist ara nám til M.A.-prófs í menntunarfræði 60 ein. (120 ECTS) 12 2 14 85,7 14,3<br />

Meistaranám til M.S.-prófs í íþrótta- og heilsufræði 60 ein. (120 ECTS) 4 5 9 44,4 55,6<br />

Dokt ors nám til Ph.D.-prófs í menntunarfræði 90 ein. (180 ECTS) 4 2 6 66,7 33,3<br />

Sam tals í fram haldsnámi 284 59 343 82,8 17,2<br />

Sam tals nýnemar í grunn- og framhaldsnámi 2007 870 188 1058 82,2 17,8<br />

* Um tilraunaverkefni er að ræða og veitir námið ekki háskólagráðu heldur viðurkenningu (diplómu).<br />

Aldur<br />

Meðalaldur nemenda í Kennaraháskóla Íslands árið 2007 var 35 ár.<br />

ársskýrsla2007<br />

26<br />

27


Búseta nemenda 2007<br />

Myndin er frá brautskráningu<br />

kandídata í Laugardalshöll í júní 2007.<br />

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig nemendahópurinn skiptist á landsvæði eftir því hvort um grunn- eða framhaldsnám er að ræða og eftir<br />

námsbrautum. Miðað er við lögheimili 1. október 2007.<br />

Braut skráningar<br />

Brautskráning frá Kennaraháskóla Íslands fer fram tvisvar á ári. Aðalbrautskráning ársins fór fram í Laugardalshöll 16. júní.<br />

Haustbrautskráning fór fram í Skriðu 27. október. Prófgráður þeirra sem brautskráðust á árinu miðast við námsskipulagið sem gilti<br />

til hausts 2007.<br />

Grunn nám Júní Októ ber Sam tals Konur Karlar<br />

B.Ed.-gráða í grunnskólakennarafræði 189 6 195 169 26<br />

B.Ed.-gráða í grunnskólakennarafræði – viðbótarnám 1 0 1 0 1<br />

B.Ed.-gráða í leikskólakennarafræði 61 1 62 61 1<br />

B.Ed.-gráða í leikskólakennarafræði – viðbótarnám 18 0 18 18 0<br />

Aðstoðarleikskólakennaranám til diplómu 13 0 13 12 1<br />

B.S.-gráða í íþróttafræði 39 3 42 22 20<br />

B.S.-gráða í íþróttafræði – viðbótarnám 8 1 9 8 1<br />

B.A.-gráða í þroskaþjálfun 40 2 42 38 4<br />

B.A.-gráða í þroskaþjálfun – viðbótarnám 1 4 5 5 0<br />

Kennsluréttindanám 34 8 42 20 22<br />

B.A.-gráða í tómstunda- og félagsmálafræði 9 8 17 13 4<br />

Samtals brautskráðir úr grunnnámi 413 33 446 366 80<br />

Framhaldsnám Júní Októ ber Sam tals Konur Karlar<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði 1 1 2 2 0<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á fjölmenningu 2 1 3 3 0<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á kennslufræði og skólastarf 6 1 7 7 0<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á nám og kennslu ungra barna 7 8 15 15 0<br />

Grunnnám<br />

staðnemar<br />

fjarnemar<br />

Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 460 108 568 413 80 493<br />

Reykjanes 27 6 33 65 7 72<br />

Vesturland 22 4 26 45 10 55<br />

Vestfirðir 5 1 6 28 6 34<br />

Norðurland vestra 9 2 11 40 11 51<br />

Norðurland eystra 6 1 7 33 9 42<br />

Austurland 13 6 19 40 4 44<br />

Suðurland 55 20 75 97 14 111<br />

Útlönd 8 2 10 30 2 32<br />

Samtals 605 150 755 791 143 934<br />

Grunnnám – kennarabraut<br />

staðnemar<br />

fjarnemar<br />

Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 370 67 437 322 68 390<br />

Reykjanes 23 4 27 50 5 55<br />

Vesturland 17 1 18 33 10 43<br />

Vestfirðir 1 1 2 23 6 29<br />

Norðurland vestra 4 0 4 31 8 39<br />

Norðurland eystra 2 1 3 25 6 31<br />

Austurland 8 4 12 32 4 36<br />

Suðurland 23 3 26 79 13 92<br />

Útlönd 8 1 9 26 2 28<br />

Samtals 456 82 538 621 122 743<br />

1 %<br />

1 %<br />

2 %<br />

3 %<br />

3 %<br />

staðnemar<br />

1 %<br />

4 % 4 %<br />

3 %<br />

5 %<br />

10 %<br />

staðnemar<br />

2 %<br />

1 % 1 % 2 %<br />

5 %<br />

75 %<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

81 %<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

5 %<br />

4 %<br />

5 %<br />

4 %<br />

5 %<br />

4 %<br />

6 %<br />

6 %<br />

12 %<br />

12 %<br />

fjarnemar<br />

8 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

fjarnemar<br />

7 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

3 %<br />

4 %<br />

53 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

53 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á sérkennslufræði 19 7 26 26 0<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á stjórnun menntastofnana 11 7 18 15 3<br />

Grunnnám – íþrótta- og heilsubraut<br />

staðnemar<br />

staðnemar<br />

ársskýrsla2007<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á stærðfræðimenntun 1 1 2 2 0<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni 9 1 10 8 2<br />

Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði<br />

með áherslu á þroskaþjálfa- og fötlunarfræði 6 0 6 6 0<br />

M.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði 5 10 15 13 2<br />

Samtals brautskráðir úr framhaldsnámi 67 37 104 97 7<br />

Samtals brautskráðir árið 2007 480 70 550 463 87<br />

Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 11 22 33<br />

Reykjanes 0 0 0<br />

Vesturland 2 3 5<br />

Vestfirðir 4 0 4<br />

Norðurland vestra 2 2 4<br />

Norðurland eystra 3 0 3<br />

Austurland 5 2 7<br />

Suðurland 31 17 48<br />

Útlönd 0 1 1<br />

Samtals 58 47 105<br />

46 %<br />

1 %<br />

6 %<br />

31 %<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

4 %<br />

4 %<br />

3 %<br />

5 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

ársskýrsla2007<br />

28<br />

29


Grunnnám – þroskaþjálfa- og tómstundabraut<br />

staðnemar<br />

fjarnemar<br />

staðnemar<br />

fjarnemar<br />

Framhaldsnám – íþrótta- og heilsubraut<br />

fjarnemar<br />

fjarnemar<br />

Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 79 19 98 91 12 103<br />

Reykjanes 4 2 6 15 2 17<br />

Vesturland 3 0 3 12 0 12<br />

Vestfirðir 0 0 0 5 0 5<br />

Norðurland vestra 3 0 3 9 3 12<br />

Norðurland eystra 1 0 1 8 3 11<br />

Austurland 0 0 0 8 0 8<br />

Suðurland 1 0 1 18 1 19<br />

Útlönd 0 0 0 4 0 4<br />

Samtals 91 21 112 170 21 191<br />

3 % 1 % 1 %<br />

3 %<br />

5 %<br />

87 %<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

10 %<br />

4 %<br />

6 %<br />

6 %<br />

3 %<br />

6 %<br />

9 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

2 %<br />

54 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 5 2 7<br />

Reykjanes 0 0 0<br />

Vesturland 0 0 0<br />

Vestfirðir 0 0 0<br />

Norðurland vestra 0 0 0<br />

Norðurland eystra 1 1 2<br />

Austurland 0 0 0<br />

Suðurland 0 1 1<br />

Útlönd 0 0 0<br />

Samtals 6 4 10<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

10%<br />

20%<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

70 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

Framhaldsnám<br />

fjarnemar<br />

fjarnemar<br />

Framhaldsnám – þroskaþjálfa- og tómstundabraut<br />

fjarnemar<br />

fjarnemar<br />

Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 324 61 385<br />

Reykjanes 32 7 39<br />

Vesturland 29 6 35<br />

Vestfirðir 16 2 18<br />

Norðurland vestra 13 6 19<br />

Norðurland eystra 29 8 37<br />

Austurland 18 4 22<br />

Suðurland 44 14 58<br />

Útlönd 13 3 16<br />

Samtals 518 111 629<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

6 %<br />

3 %<br />

3 %<br />

6 %<br />

3 %<br />

6 %<br />

9 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

3 %<br />

61 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 16 4 20<br />

Reykjanes 2 0 2<br />

Vesturland 0 0 0<br />

Vestfirðir 0 1 1<br />

Norðurland vestra 0 0 0<br />

Norðurland eystra 3 0 3<br />

Austurland 0 0 0<br />

Suðurland 4 1 5<br />

Útlönd 0 0 0<br />

Samtals 25 6 31<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

16 %<br />

10%<br />

3 %<br />

6 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

65 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

Framhaldsnám – kennarabraut<br />

fjarnemar<br />

fjarnemar<br />

Framhaldsnám – rannsóknarnámsbraut<br />

fjarnemar<br />

fjarnemar<br />

ársskýrsla2007<br />

Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 276 45 321<br />

Reykjanes 30 5 35<br />

Vesturland 28 5 33<br />

Vestfirðir 15 1 16<br />

Norðurland vestra 13 5 18<br />

Norðurland eystra 24 5 29<br />

Austurland 17 4 21<br />

Suðurland 35 7 42<br />

Útlönd 13 2 15<br />

Samtals 451 79 530<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

5 %<br />

3 %<br />

3 %<br />

6 %<br />

4 %<br />

7 %<br />

8 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

3 %<br />

61 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

Konur Karlar Samtals<br />

Höfuðborgarsvæðið 27 10 37<br />

Reykjanes 0 2 2<br />

Vesturland 1 1 2<br />

Vestfirðir 1 0 1<br />

Norðurland vestra 0 1 1<br />

Norðurland eystra 1 2 3<br />

Austurland 1 0 1<br />

Suðurland 5 5 10<br />

Útlönd 0 1 1<br />

Samtals 36 22 58<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

Reykjanes<br />

Vesturland<br />

17%<br />

2 %<br />

5 %<br />

2 %<br />

2 %3<br />

%<br />

3 %<br />

Vestfirðir<br />

Norðurland vestra<br />

Norðurland eystra<br />

2 %<br />

64 %<br />

Austurland<br />

Suðurland<br />

Útlönd<br />

ársskýrsla2007<br />

30<br />

31


Svipmyndir úr dagsins önn 2007<br />

Við brautskráningu í október<br />

voru afhent verðlaun<br />

Vísindaráðs fyrir framúrskarandi<br />

meistaraprófsritgerð.<br />

Íþrótta fræða set ur<br />

á Laug ar vatni<br />

Í tilefni af væntanlegri sameiningu<br />

Kennaraháskóla<br />

Íslands og Háskóla Íslands<br />

bauð rektor Kennaraháskólans<br />

til samfagnaðar fyrir<br />

starfsfólk beggja skólanna.<br />

Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni<br />

hefur umsjón með grunn-, meistara- og doktorsnámi í<br />

íþrótta- og heilsufræðum og stuðlar að og veitir þjónustu<br />

við rannsóknir og þróunarverkefni á því sviði.<br />

Við Íþróttafræðasetrið er unnið að margvíslegum rannsóknarverkefnum<br />

sem hafa skírskotun til kennslu í íþróttum,<br />

heilsufars barna, unglinga og aldraðra, heilsuræktar í skólum,<br />

afreksíþrótta og annars íþróttastarfs í landinu og málfars<br />

og bókmennta sem tengjast íþróttum.<br />

Íþróttafræðasetur tekur þátt í samnorrænu verkefni um<br />

hreyfingu og útivist almennings og á árinu kom fyrsti námshópurinn<br />

til dvalar á Laugarvatni.<br />

Á árinu var gerður samstarfssamningur við World Class –<br />

Laugar um rannsóknaraðstöðu, menntun einkaþjálfara,<br />

námskeiðahald, vettvangsnám og kennslu.<br />

Í því starfi sem fram fer á Laugarvatni er lagt kapp á gott samstarf<br />

við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna í landinu.<br />

Helstu rannsóknarverkefnin á árinu 2007 tengdust lífsstíl og<br />

líkamsrækt fólks á öllum aldri, útivist og bættri hreyfingu í<br />

grunnskóla, næringu og holdafari, áhrifum koffíns á vöðvastarfsemi,<br />

heilsu sjómanna og samanburði á fötluðum og<br />

ófötluðum afreksmönnum í íþróttum. Einnig var við Íþróttafræðasetrið<br />

unnið að rannsókn á líkams- og heilsuræktarþjálfun<br />

aldraðra með tilliti til ólíkra þjálfunaraðferða og<br />

rannsókn á umfangi og sérkennum þess málfars sem notað<br />

er þegar fjallað er um frjálsar íþróttir og knattspyrnu.<br />

ársskýrsla2007<br />

Að venju stóð fagráð í<br />

íslensku við Kennaraháskóla<br />

Íslands fyrir<br />

hátíðardagskrá á degi<br />

íslenskrar tungu.<br />

Dagskráin fór fram í<br />

safni skólans, Hylnum.<br />

Á árinu voru haldnar nokkrar vísindamálstofur og komu<br />

meðal annars gestir frá Norðurlöndum til að halda þar<br />

erindi og fyrirlestra og kynna sér starfið við Íþróttafræðasetrið.<br />

Allmikið er um að íþróttamenn og íþróttalið nýti sér<br />

þá aðstöðu sem býðst á Laugarvatni.<br />

ársskýrsla2007<br />

32<br />

33


Símenntun ı rannsóknir ı ráðgjöf<br />

Í upphafi ársins urðu breytingar á skipulagi símenntunar og<br />

rannsóknarþjónustu við skólann, eins og getið er á bls. 8,<br />

þegar sameinaðar voru tvær stofnanir skólans, Rannsóknarstofnun<br />

og Símenntunarstofnun. Við sameininguna tók ný<br />

stofnun Símenntun – rannsóknir – ráðgjöf (SRR) við verkefnum<br />

sem lúta að þjónustu við samfélagið, s.s. símenntun,<br />

þjónusturannsóknum, ráðgjöf og útgáfu á sviði uppeldis,<br />

menntunar og þjálfunar. Þar sem starfsemi af þessu tagi er<br />

á samkeppnismarkaði var reksturinn aðgreindur fjárhagslega<br />

frá rekstri Kennaraháskólans.<br />

Námskeið<br />

Leiðbeinendur og fyrirlesarar á námskeiðum koma víða að<br />

en ekki hvað síst er leitað til kennara við Kennaraháskólann<br />

um námskeiðahald sem tengist sérsviði þeirra.<br />

Mikil eftirspurn var eftir liðsinni við skóla sem unnu að endurskipulagningu<br />

innra starfs síns. Mest var leitað eftir ráðgjöf<br />

um einstaklingsmiðað nám, mat á skólastarfi, stærðfræði-<br />

og íslenskukennslu.<br />

á Schæffergården í Gentofte í Danmörku. Þátttakendur voru<br />

25. Námskeiðið var haldið með styrk samkvæmt samningi<br />

milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um<br />

stuðning við dönskukennslu.<br />

Líkt og undanfarin ár voru boðin undirbúningsnámskeið<br />

fyrir þá sem voru að hefja framhaldsnám við skólann. Að<br />

þessu sinni hafði Símenntun – rannsóknir – ráðgjöf umsjón<br />

með þeim. Námskeiðin voru haldin í ágúst og voru á sviði<br />

tölvu- og upplýsingatækni, námstækni og ritgerðasmíðar.<br />

Kennurum í leik- og grunnskólum og þroskaþjálfum býðst<br />

að taka einstök námskeið í grunndeild sem lið í endurmenntun<br />

sinni og hafa nokkrir nýtt sér þennan valkost.<br />

SRR hefur umsjón með námstilboði þessu.<br />

Viðbótarnám<br />

Menntamálaráðuneytið fól SRR umsjón með 15 eininga<br />

viðbótarnámi fyrir kennara vegna endurskoðunar á námskrám<br />

grunn- og framhaldsskóla. Markmið námsins er að<br />

styrkja kennara faglega, kynna ný vinnubrögð og áherslur í<br />

kennslufræði. Boðið er viðbótarnám í íslensku, ensku,<br />

dönsku, stærðfræði og náttúrufræði. Náminu er skipt í þrjá<br />

áfanga og hefst það með inngangsnámskeiði. Að því loknu<br />

er þriggja eininga nám í viðkomandi faggrein. Í þriðja<br />

áfanga velja nemendur námskeið í Kennaraháskólanum,<br />

Háskóla Íslands eða Háskólanum á Akureyri.<br />

Alls skráðu 335 þátttakendur sig í námið. Af þeim hafa 215<br />

lokið fyrsta áfanga og 89 skráð sig til áframhaldandi náms<br />

við áðurnefnda háskóla.<br />

ársskýrsla2007<br />

Stofnuninni er stýrt af fjögurra manna stjórn. Í henni sitja<br />

Amalía Björnsdóttir dósent, formaður, Arna H. Jónsdóttir<br />

lektor, Róbert Berman dósent og Svandís Ingimundardóttir<br />

þróunar- og skólafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.<br />

Framkvæmdastjóri er Sólrún B. Kristinsdóttir.<br />

Helstu verkefni árið 2007<br />

Stofnunin stóð fyrir námskeiðum, fræðslufundum og fyrirlestrum<br />

fyrir skóla, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga.<br />

Hún tók að sér matsverkefni og úttektir fyrir skóla, sveitarfélög<br />

og aðra og veitti ráðgjöf um þróunarstarf, símenntun<br />

og nýjungar á þeim sviðum sem stofnunin sérhæfir sig á.<br />

SRR hafði einnig það hlutverk að koma á framfæri rannsóknum,<br />

þróunarverkefnum og nýjungum, t.d. með málþingum,<br />

fræðslufundum og fyrirlestrum auk útgáfu á tímaritum<br />

og rannsóknar- og matsskýrslum.<br />

Árið 2007 stóð stofnunin fyrir 49 námskeiðum. Voru 26<br />

þeirra haldin í Kennaraháskóla Íslands með um 650 þátttakendum.<br />

Tuttugu og þrjú námskeið voru haldin á vegum<br />

skóla og skólaskrifstofa víða um land með um 670 þátttakendum.<br />

Flest námskeiðanna sem haldin voru á vegum skóla og<br />

skólaskrifstofa voru um einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta<br />

kennsluhætti og mat í skólastarfi. Einnig var haldið í fyrsta<br />

skipti námskeið fyrir kennara blindra barna.<br />

Í samstarfi við ADHD-samtökin, (samtök til stuðnings börnum<br />

og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar<br />

raskanir og fjölskyldur þeirra), Skólastjórafélag Reykjavíkur,<br />

Kennarasamband Íslands, Heimili og skóla og SAMFOK<br />

hefur stofnunin boðið upp á námskeið fyrir kennara um<br />

málefni barna með þessar raskanir.<br />

Dagana 29. júlí til 6. ágúst stóð SRR fyrir dönskunámskeiði<br />

Ökukennaranám<br />

Eins og undanfarin ár hefur SRR haft umsjón með ökukennaranámi<br />

í samstarfi við Umferðarstofu og Ökukennarafélag<br />

Íslands.<br />

Námskeið um löggildingu til kennslu á bifhjól var haldið<br />

dagana 2.–9. júní. Fór það fram bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn<br />

og lauk 21 ökukennari námi.<br />

Árið 2007 hófst undirbúningur vegna svonefndra ADRnámskeiða<br />

(European Agreement Concerning the International<br />

Carriage of Dangerous Goods by Road). Um er að<br />

ræða námskeið um flutning hættulegra efna í tönkum,<br />

flutning sprengifimra og geislavirkra efna. Námskeiðin eru<br />

eingöngu ætluð kennurum ökuskóla sem undirbúningur<br />

fyrir kennslu á námskeiðum fyrir bifreiðastjóra sem öðlast<br />

vilja réttindi til slíkra flutninga. Fyrsta námskeiðið var haldið<br />

dagana 21.–24. nóvember í Reykjavík. Það sóttu 14 ökukennarar<br />

frá sex ökuskólum víðs vegar að af landinu.<br />

Sérverkefni<br />

SRR hefur umsjón með verkefninu Tölvutök fyrir menntasvið<br />

Reykjavíkur. Verkefnið felur í sér endurmenntun grunnskólakennara<br />

á sviði tölvu- og upplýsingatækni. Vorið 2007<br />

luku 173 kennarar úr 13 grunnskólum Reykjavíkur og<br />

einum skóla í Skagafirði þessu námi.<br />

Haustið 2007 hófst verkefnið Tölvutök í þremur nýjum skólum.<br />

Auk þess hóf námið einn blandaður hópur þátttakenda<br />

úr fjórum skólum. Samtals eru 150 þátttakendur skráðir í<br />

námið skólaárið 2007–2008.<br />

Á árinu fól menntamálaráðuneytið SRR umsjón með þróunarsjóðum<br />

leik- og grunnskóla sem áður var í höndum Rannsóknarstofnunar<br />

skólans. Tilgangur sjóðanna er að efla nýjungar<br />

og tilraunastarf, þróa námsgögn og matsverkefni og<br />

styrkja nýbreytni í skipulagi skólastarfs.<br />

ársskýrsla2007<br />

34<br />

35


ársskýrsla2007<br />

Á árinu 2007 barst 81 styrkumsókn í Þróunarsjóð grunnskóla<br />

og fengu 36 verkefni styrki, samtals 20 milljónir<br />

króna. Umsóknir í Þróunarsjóð leikskóla voru 31 og var<br />

úthlutað styrkjum til 17 verkefna að upphæð samtals sex<br />

milljónum króna.<br />

SRR hefur umsjón með Stóru upplestrarkeppninni.<br />

Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum<br />

upplestri og framburði. Keppnin fer fram í 7. bekk<br />

grunnskóla og taka um 150 skólar þátt í henni.<br />

Auk þeirra verkefna sem hér eru talin sinnir SRR ýmsum<br />

öðrum verkefnum innanlands og í samstarfi við erlenda<br />

aðila. Af slíkum verkefnum má nefna þátttöku í Þekkingarneti<br />

Austurlands, umsjón með námskeiðum á vegum<br />

Evrópuráðs og þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum um<br />

endurmenntun kennara, s.s. TeachingFlex og EQUIP+.<br />

Ráðgjöf<br />

SRR stendur fyrir rannsóknarráðgjöf en með henni er<br />

komið til móts við sérfræðinga Kennaraháskólans í að efla<br />

þekkingu þeirra á skipulagningu og framkvæmd þróunarog<br />

rannsóknarverkefna. Leitast er við að auka slíka ráðgjöf<br />

ár frá ári.<br />

Árið 2007 leituðu kennarar skólans aðstoðar hjá sérfræðingum<br />

stofnunarinnar við undirbúning, framkvæmd og<br />

úrvinnslu rannsókna, birtingu niðurstaðna og umsóknir í<br />

samkeppnissjóði. Einnig leituðu nokkrir grunnskólar ráðgjafar<br />

og handleiðslu um nýbreytnistarf og mat á skólastarfi.<br />

Mats- og þjónustuverkefni<br />

Árið 2007 voru unnin fjölbreytt mats- og þjónustuverkefni á<br />

vegum SRR, sum í samvinnu við aðila utan skólans. Dæmi<br />

um slík verkefni eru:<br />

• Viðhorfskönnun fyrir fræðslu- og skólanefnd<br />

Hvalfjarðarsveitar.<br />

• Ráðgjöf við þróunarstarf Hvolsskóla, Hvolsvelli.<br />

• Úttekt á Skólaskrifstofu Suðurlands.<br />

• Mótun fræðslustefnu UMFÍ.<br />

• Mat á leikskólanum Ósi í Reykjavík.<br />

• Mat á Vinaleiðinni, samstarfsverkefni skóla og kirkju í<br />

fjórum grunnskólum Garða- og Bessastaðasókna.<br />

• Mat á stofnun tæknisafns í Flóa.<br />

• Uppsetning á vef um lestrarörðugleika fyrir menntamálaráðuneytið.<br />

Fræðslu- og kynningarstarf<br />

SRR sér um að kynna niðurstöður rannsóknar- og þróunarstarfs<br />

við skólann og skipuleggur málstofur, fyrirlestra og<br />

ráðstefnur ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðra.<br />

Fyrirlestrar og málstofur<br />

Árið 2007 voru haldnir nítján fyrirlestrar og málstofur. Fagráð<br />

skólans skipuleggja hvert um sig málstofur og fyrir lestra<br />

einn mánuð í senn og ráðast efnistök af sérsviðum þeirra.<br />

Málstofur og fyrirlestrar eru send út í vefsjónvarpi skólans<br />

(http://sjonvarp.khi.is).<br />

Málþing<br />

Árlegt málþing Kennaraháskóla Íslands, Rannsóknir –<br />

nýbreytni – þróun var haldið 18.–19. október í ellefta sinn.<br />

Málþingið er vettvangur þeirra sem vilja koma rannsóknum<br />

og þróunar- og nýbreytnistarfi á framfæri til þeirra fagstétta<br />

sem starfa við menntun og þjálfun. Að þessu sinni var yfirskrift<br />

málþingsins Maður brýnir mann. Samskipti, umhyggja,<br />

samábyrgð. Við upphaf málþingsins var minnst<br />

þeirra tímamóta í sögu skólans að hundrað ár eru liðin frá<br />

því að sett voru fyrstu barnafræðslulögin og lög um kennaramenntun.<br />

Af því tilefni flutti Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur<br />

hugleiðingu um skólagöngu sína og minntist<br />

fyrstu kennara sinna. Aðalfyrirlesari málþingsins var dr.<br />

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á<br />

Akureyri. Alls voru flutt 83 erindi á málþinginu sem haldið<br />

var í samvinnu við Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið,<br />

menntasvið Reykjavíkurborgar, Heimili og skóla<br />

– landssamtök foreldra, Þroskaþjálfafélag Íslands og Grunn<br />

– samtök forstöðumanna skólaskrifstofa. Efni frá málþinginu<br />

er að finna á slóðinni: http://ranns.khi.is/malthing<br />

Útgáfa<br />

Eftirtalin rit voru gefin út á árinu:<br />

Birt verk starfsmanna Kennaraháskóla Íslands. Um er að<br />

ræða yfirlit yfir rit og önnur nýsköpunarverk sem unnin<br />

voru af starfsmönnum Kennaraháskólans á árinu 2006.<br />

Ritið er eingöngu birt á vef skólans.<br />

Tvö hefti af sextánda árgangi tímaritsins Uppeldi og menntun<br />

komu út á árinu. Ritstjóri var Trausti Þorsteinsson forstöðumaður<br />

skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri. Aðrir í<br />

ritstjórn voru Börkur Hansen, prófessor við Kennaraháskóla<br />

Íslands, Guðrún Geirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og<br />

Hanna Ragnarsdóttir, aðstoðarrektor Kennaraháskóla Íslands.<br />

Fjórði árgangur Hrafnaþings, ársrits íslenskukennara við<br />

Kennaraháskóla Íslands, kom út á árinu 2007. Ritinu er<br />

einkum ætlað að vera vettvangur fyrir rannsóknir á sviði<br />

íslenskra fræða innan skólans og þar birtast greinar sem<br />

hafa sérstakt gildi fyrir nemendur í Kennaraháskólanum.<br />

Ritstjórar voru Anna Sigríður Þráinsdóttir lektor, Baldur<br />

Hafstað prófessor og Baldur Sigurðsson dósent.<br />

SRR gaf út 29 skýrslur um rannsóknar-, mats- og þróunarverkefni<br />

árið 2007.<br />

Rannsóknarsvið<br />

Rannsóknarsvið nær til málefna sem lúta að rannsóknum<br />

innan Kennaraháskóla Íslands, rannsóknarsjóðum, mati á<br />

rannsóknarstarfsemi, alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum,<br />

þjónusturannsóknum, starfi rannsóknarstofa og<br />

annarri rannsóknarstarfsemi sem tengist ákveðnum verkefnum<br />

og fagsviðum.<br />

Fimm manna vísindaráð er ábyrgt fyrir stefnumörkun og<br />

faglegri stjórn rannsóknarsviðs. Vísindaráð var þannig skipað<br />

árið 2007: Veturliði Óskarsson dósent (formaður),<br />

Guðrún V. Stefánsdóttir lektor, Jón Torfi Jónasson, prófessor<br />

við Háskóla Íslands, Júlíus Björnsson, forstöðumaður<br />

Námsmatsstofnunar og Steinunn Gestsdóttir lektor.<br />

Vísindaráð hélt níu fundi árið 2007.<br />

Á vormisseri 2007 var Gretar L. Marinósson prófessor framkvæmdastjóri<br />

rannsóknarsviðs. Við breytingar á skipulagi<br />

stjórnsýslu 1. ágúst 2007, sbr. bls. 8 tók hann jafnframt við<br />

starfi aðstoðarrektors rannsókna.<br />

Meginviðfangsefni árið 2007<br />

Á árinu vann vísindaráð í samræmi við aðgerðaáætlun sem<br />

byggist á stefnumörkun um rannsóknir við skólann til loka<br />

ársins 2007. Á árinu hófst endurskoðun þeirrar stefnumörkunar.<br />

Í tengslum við hana var misserisþing skólans um<br />

haustið helgað rannsóknum og nýttist sú vinna við stefnumörkunina.<br />

Starf rannsóknarsviðs var mótað í ljósi þeirra breytinga sem<br />

gerðar voru á starfsemi sviðsins og samið við Símenntun –<br />

rannsóknir – ráðgjöf (SRR) um ýmis verkefni sem áður tilheyrðu<br />

Rannsóknarstofnun skólans, s.s. umsjón með fyrirlestrahaldi,<br />

útgáfu, ráðgjöf og kynningu á rannsóknum<br />

starfsmanna.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir við Kennaraháskóla Íslands beinast einkum að<br />

fræðasviðum þeirra starfsstétta sem skólinn menntar.<br />

Rannsóknarverkefni og sjóðir<br />

Árið 2007 veitti Rannsóknarsjóður Kennaraháskólans 6,7<br />

milljónum króna til 29 rannsóknarverkefna kennara og sérfræðinga<br />

við Kennaraháskólann. Þar af hlutu 20 verkefni<br />

styrk úr A-hluta sjóðsins (hámark 500 þús. kr.) og níu verkefni<br />

úr B-hluta sjóðsins (hámark 80 þús. kr.)<br />

Hæstu styrkina hlutu eftirtalin verkefni:<br />

• Samanburðarrannsókn á reynslu foreldra fjögurra aldurshópa<br />

fatlaðra barna og ungmenna af stuðningi við fjölskyldur<br />

vegna fötlunar barns.<br />

• Þekking barna á ofbeldi á heimilum.<br />

• Líkams- og heilsurækt aldraðra.<br />

• Blandað nám á framhaldsskólastigi.<br />

• Sagan í námsgögnunum. Er líf í sögukennslubókum?<br />

• Námsmat í grunnskólum.<br />

• Ættleidd börn á Íslandi af erlendum uppruna.<br />

• Íþróttabókmenntir – íþróttir fornmanna.<br />

• Söngur í leikskóla.<br />

• Næring og holdafar – viðhorf, þekking og hegðunarmynstur<br />

nemenda og kennara.<br />

• Lífsstíll 7–9 ára grunnskólabarna.<br />

• Staða og reynsla erlendra nemenda við Kennaraháskóla<br />

Íslands.<br />

ársskýrsla2007<br />

36<br />

37


Rannsóknarmisseri<br />

Árið 2007 fengu 22 kennarar leyfi frá kennslu til að stunda<br />

rannsóknir. Fjórtán þeirra voru í leyfi á vormisseri, sex á<br />

haustmisseri og tveir kennarar voru í leyfi bæði á vor- og<br />

haustmisseri.<br />

• Námsáhugi og námsumhverfi nemenda.<br />

• Tónlistaruppeldi í leikskóla.<br />

• Náttúrufræði- og tæknimenntun – vilji og veruleiki.<br />

• Mál í notkun – tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna.<br />

• Einstaklingsmiðað skólanám: Viðhorf og vinnubrögð.<br />

• Rannsókn á töku læsis í evrópskum tungumálum.<br />

Samstarfsverkefni nokkurra þjóða.<br />

• Geta til sjálfbærni – menntun til aðgerða.<br />

• Þekking barna á ofbeldi á heimilum.<br />

• Framlag eldri borgara til samfélagsins.<br />

ársskýrsla2007<br />

38<br />

Mat á störfum kennara<br />

Mat á störfum aðjúnkta, lektora, dósenta og sérfræðinga við<br />

Kennaraháskóla Íslands fer samkvæmt reglum sem eru<br />

hluti af stofnanasamningi skólans. Rannsóknir, kennsla,<br />

stjórnun, þjónusta og önnur störf eru metin samkvæmt<br />

kvörðum sem eru hluti af samningnum. Mat á verkum<br />

prófessora skólans var unnið af starfsmönnum vísindaráðs<br />

Háskóla Íslands.<br />

Vinnumatssjóður<br />

Háskólakennarar og aðrir sérfræðilega menntaðir starfsmenn<br />

Kennaraháskólans, sem gegna hálfu starfi eða meira,<br />

geta fengið greiðslur úr Vinnumatssjóði fyrir afköst við<br />

rannsóknir umfram það sem metið er eðlilegur afrakstur<br />

rannsóknarskyldu. Prófessorar geta fengið samsvarandi<br />

greiðslur úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora. Líta ber<br />

á greiðslur úr Vinnumatssjóði og Ritlauna- og rannsóknasjóði<br />

prófessora sem sérstaka viðurkenningu fyrir framlag<br />

þeirra til rannsókna á undangengnu ári.<br />

Árið 2007 fékk 51 kennari greitt úr sjóðnum, samtals um<br />

14,4 milljónir króna, auk orlofs og launatengdra gjalda fyrir<br />

rannsóknarvirkni umfram rannsóknarskyldu á árinu 2006.<br />

Fimmtán prófessorar fengu greiðslur úr Ritlauna- og rannsóknasjóði<br />

prófessora fyrir sama tímabil, alls um 5,5 milljónir<br />

króna. Samtals fengu því kennarar Kennaraháskólans um<br />

19,9 milljónir króna fyrir sérstakt framlag sitt til rannsókna á<br />

árinu 2006. Greiðslurnar koma fram á eftirfarandi töflu:<br />

Starfsheiti Fjöldi Upphæð kr.<br />

Aðjúnktar 5 1.174.705<br />

Lektorar 31 9.665.398<br />

Dósentar 15 3.570.465<br />

Alls úr Vinnumatssjóði KHÍ 51 14.410.568<br />

Prófessorar 15 5.443.103<br />

Samtals greitt 66 19.853.671<br />

Rannsóknarvirkni kennara<br />

Mat á rannsóknarvirkni kennara árið 2007 liggur ekki fyrir<br />

fyrr en síðla árs 2008. Á meðfylgjandi töflu má sjá rannsóknarvirkni<br />

kennara Kennaraháskóla Íslands árið 2006 eftir<br />

starfsheitum. 1)<br />

Starfsheiti Fjöldi Meðaltal Rannsóknar- Virkni %<br />

rannsóknar- skylda<br />

stiga í stigum<br />

Aðjúnktar 40 3,3 5,0 2 66<br />

Lektorar 66 14,9 10,0 149<br />

Dósentar 21 17,2 10,0 172<br />

Prófessorar 18 21,7 9,3 234<br />

Niðurstaðan sýnir að kennarar, aðrir en aðjúnktar, birta nú<br />

að meðaltali fleiri verk en rannsóknarskylda þeirra kveður á<br />

um að lágmarki. Verkin eru talin í Birt verk starfsmanna<br />

Kennaraháskóla Íslands sem er að finna á vef skólans.<br />

1 Rannsóknarskylda lektora og dósenta er 43% sem samsvarar 10 stigum. Aðjúnktar í yfir 50% starfi hafa 25% rannsóknarskyldu (5,7 stig)<br />

en þeir sem eru í 50% starfi eða minna 10% (2,0 stig). Rannsóknarskylda prófessora er 40%.<br />

2 Rannsóknarskylda aðjúnkta í stigum sýnir meðaltal þar sem rannsóknarskylda þeirra er mismunandi eftir ráðningarhlutfalli.<br />

Rannsóknarstofur<br />

Þrjár rannsóknarstofur voru stofnaðar á árinu, sbr. bls. 10.<br />

Þær eru rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna,<br />

rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum og rannsóknarstofa<br />

um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Gerður var sérstakur<br />

samningur um hverja rannsóknarstofu, en þær geta<br />

haft ólíkt rekstrarform og samstarfsaðila og mismunandi<br />

skipulag á fjármálum. Markmið rannsóknarstofanna er að<br />

auka og efla rannsóknir og miðla þekkingu út í samfélagið,<br />

m.a. með ráðstefnum og málþingum. Fleiri rannsóknarstofur<br />

eru í undirbúningi og er stefnt að því að efla starf þeirra<br />

á næstu árum.<br />

Meðal rannsókna sem stundaðar eru á vegum rannsóknarstofanna<br />

er rannsókn á viðhorfi og skilningi ungra barna á<br />

ýmsum þáttum í daglegu lífi þeirra og skólagöngu, rannsókn<br />

á skólaþróun í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi, sem<br />

tekur til allra skólastiga, og rannsókn á þroska leik- og<br />

grunnskólanema.<br />

Rannsóknir kennara<br />

Auk þess sem áður er getið unnu kennarar eða hópar<br />

kennara, oft í samstarfi við aðila utan skólans, fjölmargar<br />

aðrar rannsóknir. Dæmi um slíkar rannsóknir eru:<br />

• Erlend börn á Íslandi: Samspil heimamenningar og skólamenningar.<br />

• Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007.<br />

• Tengsl heimila og leikskóla.<br />

• Á mótum leik- og grunnskóla. Sjónarmið barna og foreldra.<br />

Veftímaritið Netla<br />

Kennaraháskólinn gefur út veftímaritið Netlu (http://netla.<br />

khi.is/). Kennarasamband Íslands og Þroskaþjálfafélag<br />

Íslands leggja útgáfunni lið, m.a. með því að tilnefna fulltrúa<br />

í ritnefnd.<br />

Í Netlu birtast ritrýndar fræðigreinar, greinar af almennari<br />

toga, erindi, frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar,<br />

pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar. Kostir vefmiðils<br />

eru nýttir eftir föngum og geta höfundar meðal annars<br />

birt vefi, hljóðdæmi og myndskeið. Nítján greinar birtust í<br />

Netlu á árinu 2007, þar af voru tíu ritrýndar fræðigreinar.<br />

Aðgangur að Netlu hefur frá upphafi (janúar 2002) verið<br />

ókeypis en lesendur geta gerst áskrifendur með því að skrá<br />

sig á póstlista og hafa nú rúmlega eitt þúsund manns gert það.<br />

Ritstjóri Netlu er Ingvar Sigurgeirsson prófessor. Aðrir í ritnefnd<br />

eru Bryndís Garðarsdóttir lektor við Kennaraháskóla<br />

Íslands, Kristín Elfa Guðnadóttir ritstjóri Skólavörðunnar,<br />

fulltrúi Kennarasambands Íslands, Sigríður Rut<br />

Hilmarsdóttir, þroskaþjálfi, fulltrúi Þroskaþjálfafélags Íslands,<br />

Torfi Hjartarson, lektor við Kennaraháskóla Íslands og<br />

Þorsteinn Helgason, dósent við Kennaraháskóla Íslands.<br />

ársskýrsla2007<br />

39


Starfs fólk Menntasmiðju 2007<br />

Út lán 2006 2007 Breyt ing %<br />

Fjöldi Stöðu gildi<br />

í árslok í árslok Árs verk<br />

Stað nemar 15.818 12.405<br />

Fjar nemar 7.133 8.202<br />

Stakka hlíð, smiðja 10 10,0 10,1<br />

Stakka hlíð, safn 9 8,1 8,1<br />

Laug ar vatn, safn 1 0,5 0,6<br />

Fram kvæmda stjóri 1 1,0 1,0<br />

Samtals 21 19,6 19,8<br />

Nem end ur alls 22.951 20.607 -10,2<br />

Starfs fólk KHÍ 4.334 4.101<br />

Aðrir lánþegar 3.065 3.098<br />

V/kennslu/sýn. 750 883<br />

Bókasöfn 306 293<br />

Þjónustusvið<br />

Þýskur nemi í bókasafnstækni var í starfsþjálfun í safninu<br />

um tveggja mánaða skeið.<br />

Sam tals 31.406 28.982 -7,7<br />

ársskýrsla2007<br />

40<br />

Þjónustusvið nær til málefna sem lúta að Menntasmiðju<br />

Kennaraháskólans, þ.e. þjónustu til stuðnings námi, kennslu<br />

og rannsóknum í skólanum. Tölvu- og kerfisþjónusta skólans<br />

heyrir einnig undir þjónustusvið.<br />

Framkvæmdastjóri þjónustusviðs og jafnframt Menntasmiðju<br />

er Kristín Indriðadóttir.<br />

Menntasmiðja<br />

Menntasmiðja skólans veitir stúdentum og starfsfólki þjónustu<br />

vegna náms, kennslu og rannsókna. Meginmarkmiðið<br />

er að vera í fremstu röð um þróun og samhæfingu þjónustu<br />

sem örvar til náms. Menntasmiðjan skiptist í tvær<br />

deildir, safn og smiðju.<br />

Stjórnendur í Menntasmiðju eru auk framkvæmdastjóra<br />

Sigurður Jónsson, forstöðumaður smiðju og tölvumála, og<br />

Þórhildur S. Sigurðardóttir, forstöðumaður safns, en saman<br />

mynda þau menntasmiðjuráð. Ráðið hélt fimmtán fundi á<br />

árinu.<br />

Meginviðfangsefni árið 2007<br />

Unnið var áfram eftir stefnu sem mörkuð var á árinu 2004<br />

til fimm ára. Lögð var áhersla á valin forgangsverkefni,<br />

símenntun starfsfólks og að ná markmiðum sem sett voru<br />

fram í síðustu ársskýrslu.<br />

Endurnýjun tölvubúnaðar var umfangsmeiri en á fyrra ári<br />

vegna endurnýjunar í tölvuverum og Menntasmiðju.<br />

Sérstök áhersla var lögð á stuðning við kennarahópa sem<br />

kenndu grunnnámskeið eftir nýrri námskipan. Boðið var<br />

upp á kynningarfundi, námskeið og einstaklingsaðstoð. Þá<br />

beitti samstarfshópur um tengsl við vettvang sér fyrir því að<br />

sköpuð yrði aðstaða í kennslugagnasafninu fyrir verkefnastjóra<br />

vettvangsnáms til þess að taka á móti kennaranemum,<br />

kjörsviðskennurum og kennurum úr heimaskólum.<br />

Safnið er því nokkurs konar miðstöð samstarfs Kennaraháskólans<br />

og heimaskólanna og var æfingakennurum í leikskólum<br />

og grunnskólum af því tilefni boðið ókeypis bókasafnskírteini.<br />

Í tengslum við umsókn skólans um viðurkenningu á fræðasviði<br />

voru teknar saman ýmsar upplýsingar um þróun starfsemi<br />

Menntasmiðju. Vísbendingar úr könnunum sem gerðar<br />

voru í árslok 2006 voru kynntar. Þær voru ræddar sérstaklega<br />

við stúdentaráð og leitað álits þess á styrk og veikleikum<br />

í þjónustu og aðstöðu Menntasmiðju. Könnun á áliti<br />

stúdenta á færni sinni við upplýsingaleit og á upplýsingahegðun<br />

þeirra var gerð og borin saman við niðurstöður sambærilegrar<br />

könnunar frá árinu 2005. Við móttöku nýnema var<br />

kannað hvernig aðgangi þeirra að tölvubúnaði væri háttað og<br />

hvernig þeir mætu tölvukunnáttu sína. Safn og smiðja tóku<br />

virkan þátt í fræðsludagskrá á kynningardegi fyrir nýnema.<br />

Öllum lokaverkefnum nemenda á árinu 2007 var í fyrsta<br />

skipti skilað bæði á rafrænu formi og á pappír. Rafræna eintakið<br />

er varðveitt í Skemmunni, rafrænu gagnasafni sem<br />

Menntasmiðja Kennaraháskólans og upplýsingasvið Há -<br />

skóla ns á Akureyri reka í sameiningu. Samningur um verkefnið<br />

var undirritaður rétt fyrir árslok 2006 og innleiðing fór<br />

fram á árinu 2007. Hugbúnaðarþróun og kerfisstjórn eru á<br />

hendi smiðju en safnið sér um að öll verkefni í Kennaraháskólanum<br />

séu vistuð. Skemman http://skemman.khi.is/<br />

er öllum opin á vef en höfundar geta sett skilyrði um tímabundna<br />

eða varanlega lokun á verkefnum sínum.<br />

Menntasmiðja átti fulltrúa í fimm verkefnishópum á vegum<br />

verkefnisstjórnar sameiningar Kennaraháskóla Íslands og<br />

Háskóla Íslands: hópi um upplýsingatækni, safnþjónustu og<br />

kennsluþróun, hópi um upplýsingakerfi Uglu, hópi sem<br />

fjallaði um mótun fjarkennslustefnu, hópi um ytri vef og<br />

hópi um skjala- og hópvinnukerfi.<br />

Eitt tölublað af Smiðjubelg, fréttabréfi Menntasmiðju, kom<br />

út á árinu.<br />

Safn<br />

Safnið er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum<br />

Kennaraháskólans en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn<br />

á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar.<br />

Í safninu er veitt öll almenn bókasafnsþjónusta, s.s.<br />

safna lán<br />

útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta og aðstoð við<br />

Fjöldi<br />

heimildaleit.<br />

300<br />

250<br />

Aðföng og útlán<br />

200<br />

Eintakaeign safnsins samkvæmt Gegni var við árslok 83.950<br />

150<br />

(79.697) 1 eintök. Þar af eru 4.127 tímaritshefti. Á árinu voru<br />

84<br />

6.652 (4.478) eintök tengd í Gegni. Aukningin skýrist einkum<br />

79<br />

100<br />

af því að farið var yfir allt námsefni frá Ríkisútgáfu náms bóka<br />

50<br />

á tímabilinu 1937–1979 og fimm eintök af hverri útgáfu alls<br />

efnisins tekin til varðveislu, skráð og tengd í Gegni. Um<br />

0<br />

1.100 bækur voru teknar af skrá og úr safni og talsvert af<br />

Frá erlendum<br />

söfnum<br />

óskráðu efni gefið öðrum söfnum eða fargað. Enn er þó<br />

mikið til af óskráðu efni og ætla má að alls séu í safninu um<br />

94.000 gögn. Mikið bættist við af rafrænum gögnum á meginsviðum<br />

safnsins þegar aðgangur á landsvísu fékkst að gag nasafninu<br />

EBSCO Host og tímaritum SAGE Publications. Sum<br />

þeirra tímarita höfðu áður verið keypt í prentaðri útgáfu.<br />

Kynning og kennsla<br />

Að föng 2006 2007 Breyt ing %<br />

Bæk ur, keypt ar 1.223 1.281<br />

Bæk ur, gjaf ir 176 375<br />

Náms gögn, keypt 290 238<br />

Náms gögn, gjaf ir 71 86<br />

Bæk ur sam tals 1.760 1.980 12,5<br />

Nýsigögn, keypt 63 55<br />

Nýsigögn, gjaf ir 28 44<br />

Nýsigögn sam tals 91 99 8,8<br />

Tíma rit, keypt (pr. áskr.) 189 182 2<br />

Tíma rit, gjafir 91 64<br />

Tíma rit, eingöngu rafræn 4 4<br />

Tíma rit samtals 284 250 -12<br />

Loka verkefni 299 276 -7,7<br />

1 Tölur í svigum eiga við árið 2006.<br />

2 Þrettán tímaritstitlum fylgdi einnig rafrænn aðgangur. Sama á við um nokkrar bækurṂilli<br />

Lánum fjölgar hjá fjarnemum, þar munar mest um þá sem<br />

eru í framhaldsnámi. Tvær líklegar skýringar eru á fækkun<br />

útlána í heild. Áberandi minni hreyfing er á námsefni grunnskóla<br />

(fækkar um 1.310 útlán) og sífellt fjölbreyttara efni er<br />

að finna á vef og í landsaðgangi að erlendum tímaritum.<br />

36<br />

44<br />

Frá íslenskum<br />

söfnum<br />

2<br />

4<br />

Til erlendra<br />

safna<br />

33<br />

Tímaritsgreinar<br />

254<br />

Til íslenskra<br />

safna<br />

Bækur<br />

Millisafnalánum frá öðrum söfnum fækkar lítillega, eru 243<br />

(304) en eru svipuð til annarra safna, 293 (306).<br />

Óskað var eftir að safnið annaðist notendafræðslu í 24<br />

námskeiðum. Kenndar voru 94 stundir, mest í upphafsnámskeiðum<br />

í grunnnámi og vegna lokaverkefna á þriðja<br />

námsári. Alls nutu 874 nemendur einhverrar notendafræðslu<br />

í formi fyrirlestra, æfingatíma eða með rafrænum<br />

hætti, þar af voru 670 í grunnnámi.<br />

Nokkrar sýningar voru settar upp í tengslum við ráðstefnur<br />

og málþing, t.d. um námsefni í íslensku sem öðru tungumáli,<br />

fjölmenningu, jafnréttismál og efni um og eftir Jónas<br />

Hallgrímsson.<br />

ársskýrsla2007<br />

41


ársskýrsla2007<br />

Smiðja<br />

Smiðja setur upp og rekur tölvukerfi Kennaraháskólans og<br />

veitir margháttaða þjónustu við notkun tölva og annarra<br />

tækja. Í smiðju er miðstöð gagnagerðar, miðlunar, kennslutækni<br />

og kennsluþróunar. Í upphafi árs var viðvera tæknimanna<br />

í smiðju stytt um eina klst. á dag.<br />

Mið læg ur bún að ur<br />

Á árinu 2007 var unnið að því að efla öryggi, auka gagnasvæði<br />

og eftirlit með netbúnaði. Fyrirhuguð sameining við<br />

net Háskóla Íslands var undirbúin en ekki gerðar miklar<br />

breytingar á búnaði eða þjónustu.<br />

Tölv ur og teng ing ar í Kenn ara há skóla Ís lands í árs lok 2007<br />

Fjöldi og aldur tölva í Kennaraháskóla Íslands<br />

Staður Útstöðv ar Net þjón ar Teng ing Teg und teng ing ar<br />

Stakka hlíð 270 15 Win, 2 Linux RHnet Ljós leið ari 1Gbit<br />

Skip holt 37 og Bolholt 6 102 Stakka hlíð Ljós leið ari 100Mbit<br />

Skipholt 50c 15 Stakka hlíð Ljós leið ari 100Mbit<br />

Laug ar vatn 48 2 Windows Stakka hlíð IP 2*2Mbit<br />

Sel 5 Stakka hlíð HDSL 2Mbit<br />

Fjöldi<br />

500<br />

450<br />

400<br />

350<br />

300<br />

250<br />

200<br />

150<br />

100<br />

50<br />

0<br />

102<br />

120<br />

109<br />

66<br />

113<br />

100<br />

110<br />

104<br />

60<br />

112<br />

98<br />

159<br />

150<br />

80<br />

95<br />

115<br />

2004 2005 2006 2007<br />

Frá árinu 1 til 2 ára 2 til 3 ára 3 ára og eldri<br />

Stuðn ing ur við ein stak linga, upp tök ur og<br />

fjar kennslu kerfi<br />

Einstaklingsaðstoð<br />

Vegna breytinga á náms- og kennsluskrá haustið 2007 fékk<br />

Menntasmiðja liðsinni sérfræðings í fjarkennslu við námskeiðahald<br />

og stuðning við kennara, m.a. í sambandi við<br />

tæknileg atriði. Leiðbeiningavefur smiðju var endurskoðaður<br />

rækilega. Vefurinn er einkum ætlaður kennurum og<br />

þar er fjallað um margmiðlun, netfundi, netsamfélög og<br />

WebCT-notkun. Alls óskuðu 63 kennarar aðstoðar við notkun<br />

WebCT.<br />

Boð ið var upp á eft ir tal in nám skeið og kynn ing ar á ár inu.<br />

Námskeið/kynningar<br />

Fjöldi Stundir Þátttakendur<br />

WebCT – kynning á þjónustu 1 2 6<br />

WebCT – námskeið 2 6 8<br />

Upptökur, upplýsinga- og samráðsfundur 1 2 15<br />

Þjónusta við upphafsnámskeið – kynning 1 1 3<br />

Þjónusta við ný fjarnámskeið,<br />

leiðbeiningavefur 2 2 19<br />

Fjarkennsla – grunnnámskeið 1 9 8<br />

Outlook – verkefnastjórnun 1 1 15<br />

Kynning v. undirbúnings fjarkennslu á<br />

fjölmennum námskeiðum 1 3 14<br />

Frágangur námskeiða – einkunnabók í<br />

Blackboard (WebCT) 1 2 15<br />

EndNote v/rannsóknartengds náms 1 4 6<br />

Alls 12 32 109<br />

Upptökur<br />

Aðstoð og ráðgjöf við upptökur jókst frá því sem verið<br />

hefur. Alls voru á árinu 462 (233) upptökur í kennslustofum,<br />

hljóðklefa eða stúdíói. Flestar upptökur voru eingöngu<br />

birtar nemendum í einstökum námskeiðum í kennslukerfum.<br />

Auk þess var 21 (29) fyrirlestur sendur út í vefsjónvarpi<br />

skólans. Alls samsvaraði upptökutími vegna kennslu því 637<br />

klukkustundum á árinu.<br />

Notkun WebCT<br />

Fjöldi námskeiða<br />

140<br />

120<br />

100<br />

80<br />

60<br />

40<br />

20<br />

0<br />

90<br />

Vef stjórn<br />

Vor<br />

118<br />

11 13<br />

Sumar<br />

Á síðari hluta árs var unnið með Háskóla Íslands að undirbúningi<br />

nýs vefs og einnig að innri vef í Uglu.<br />

110<br />

130<br />

Haust<br />

2006 2007<br />

ársskýrsla2007<br />

42<br />

43


Rekstr­ar­reikn­ing­ur 2007 2006 2005<br />

Rekstr­ar­gjöld ­ ­ ­<br />

Laun 1.328.885 1.252.337 1.169.730<br />

Ann ar kostn að ur 374.576 411.327 331.445<br />

Stofn bún að ur 42.843 28.176 40.451<br />

Gjöld sam tals 1.746.304 1.691.840 1.541.626<br />

Rekstr­ar­tekj­ur ­ ­ ­<br />

Fram lag úr rík is sjóði 1.515.940 1.393.214 1.287.400<br />

Aðr ar tekj ur 273.929 283.951 238.906<br />

Tekj ur sam tals 1.789.869 1.677.165 1.526.306<br />

Tekju af gang ur/halli 43.565 -14.675 -15.320<br />

Efna­hags­reikn­ing­ur ­ ­<br />

Eign­ir ­ ­<br />

Rekstrarsvið<br />

Hluta fjár eign 1.000 1.000 1.000<br />

Fasta fjár mun ir sam tals 1.000 1.000 1.000<br />

Inn eign hjá rík is sjóði 0 0 0<br />

Skamm tíma kröf ur 18.624 21.541 13.766<br />

Hand bært fé 75.105 54.624 44.820<br />

Veltu fjár mun ir sam tals 93.729 76.165 58.586<br />

Eign ir sam tals 94.729 77.165 59.586<br />

Rekstrarsvið Kennaraháskólans nær til málefna er lúta að<br />

fjármálastjórn, fjárhagsáætlunum, reikningshaldi, rekstri og<br />

viðhaldi bygginga og almennum starfsmannamálum þar<br />

með töldum launamálum. Á árinu var unnið samkvæmt<br />

markmiðum sem sett voru fram í ársskýrslu síðasta árs.<br />

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs er Guðmundur Ragnarsson.<br />

Fjár mál og rekst ur 2007<br />

Menntamálaráðuneytið og Kennaraháskóli Íslands gerðu<br />

með sér samning um kennslu og rannsóknir á grundvelli<br />

laga um háskóla nr. 136/1997 á árinu 2004 og gilti hann<br />

til ársloka 2006. Í samningnum eru staðfestar helstu áherslur<br />

í rekstri og þróun Kennaraháskólans á samningstímabilinu.<br />

Sameiginlegt markmið samningsaðila er að tryggja gæði<br />

náms og prófgráða í samræmi við þau gildi og viðmið sem<br />

viðtekin eru í Evrópu, sbr. Bologna-samkomulagið.<br />

samkvæmt reglum nr. 646/1999 um fjárveitingar til háskóla,<br />

útreikningum í samræmi við þær reglur og fimm ára áætlun<br />

Kennaraháskólans. Samningurinn nær bæði til kennslu<br />

og rannsókna.<br />

Gerður var viðauki við samninginn í árslok 2006 og hann<br />

framlengdur til 1. júlí 2008.<br />

Fjárveiting til kennslu fyrir árið 2007 gerði ráð fyrir 1560<br />

ársnemendum en við uppgjör reyndist heildarfjöldi ársnemenda<br />

vera heldur færri eða 1446. Ársnemendur á samningstímanum<br />

öllum reyndust vera 39 umfram fjárveitingar á<br />

tímabilinu. Fjárlög gerðu auk þess ráð fyrir 404,2 m.kr. til<br />

rannsókna á árinu 2007. Einnig fékk Kennaraháskólinn 16,0<br />

m.kr. fjárveitingu til greiðslu kostnaðar vegna sameiningar<br />

Kennaraháskólans og Háskóla Íslands.<br />

Heildarvelta skólans var um 1.790 m.kr. á árinu 2007 og<br />

eigið fé í árslok var um 69 m.kr.<br />

Höf­uð­stóll ­ ­<br />

Staða í árs byrj un 25.757 40.432 55.751<br />

Tekju jöfn uð ur árs ins 43.565 -14.675 -15.320<br />

Höf uð stóll í árs lok 69.322 25.757 40.431<br />

Eig ið fé í árs lok 69.322 25.757 40.431<br />

Skamm­tíma­skuld­ir ­ ­<br />

Skuld við rík is sjóð 655 26.202 1.911<br />

Aðr ar skamm tíma skuld ir 24.752 25.206 17.244<br />

Skamm tíma skuld ir sam tals 25.407 51.408 19.155<br />

Skuld ir og eig ið fé 94.729 77.165 59.586<br />

ársskýrsla2007<br />

Í samningnum er tilgreint með hvaða hætti fjárveitingar til<br />

skólans eru ákveðnar. Fjárveiting til kennsluþáttarins í rekstri<br />

skólans er ákveðin fyrir hvert ár í fjárlögum og byggist m.a.<br />

á áætlun um fjölda og skiptingu ársnemenda 1 í reikniflokka<br />

Á rekstrarsviði eru samtals níu starfsmenn í 8,5 stöðugildum.<br />

Við fjármálastjórn, bókhald, starfsmannahald og launavinnslu<br />

starfa sex starfsmenn. Auk þeirra starfa tveir<br />

umsjónarmenn fasteigna í Reykjavík og einn á Laugarvatni.<br />

Fjárhæðir eru í þús. kr.<br />

ársskýrsla2007<br />

44<br />

1 Ársnemandi samsvarar einum nemanda í fullu námi, þ.e. 30 einingar (60 ECTS) á ári.<br />

45


Starfs menn<br />

Árið 2007 voru fastir starfsmenn Kennaraháskólans 205.<br />

Um það bil 2/3 fastráðinna starfsmanna eru háskólakennarar<br />

en auk þeirra starfar við skólann hópur fólks sem sinnir<br />

stoðþjónustu, sérfræðistörfum, almennum skrifstofustörfum,<br />

umsjón fasteigna o.fl. Að auki starfar árlega fjöldi<br />

stundakennara við skólann.<br />

Samsetning starfsmannahópsins<br />

2005 2006 2007<br />

Fjöldi Stöðugildi Fjöldi Stöðugildi Fjöldi Stöðugildi<br />

Prófessorar 14 14 18 17,3 18 17,3<br />

Dósentar 22 22 21 21 23 23<br />

Lektorar 65 65 66 66 60 60<br />

Aðjúnktar 39 25,2 40 28,2 35 24,9<br />

Samtals 140 126,2 145 132,6 136 125,2<br />

Starfsmenn í stjórnsýslu og þjónustu 64 58 66 61,9 69 64,2<br />

Fjöldi fastráðinna starfsmanna 204 184,2 211 194,5 205 189,4<br />

Menntun kennara við Kennaraháskóla Íslands í desember 2007<br />

Prófessorar Dósentar Lektorar Aðjúnktar Samtals %<br />

Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar<br />

Doktorspróf 6 10 9 5 5 3 1 0 39 29<br />

Meistarapróf/kandídatspróf 1 1 3 6 35 14 21 9 90 66<br />

Annað nám sambærilegt<br />

meistaranámi 1 2 2 2 7 5<br />

Samtals 7 11 12 11 41 19 24 11 136 100<br />

ársskýrsla2007<br />

Árið 2007 var meðalaldur fastráðinna kennara við Kennarahá<br />

skóla Íslands 52,4 ár. Meðalaldur annarra starfsmanna<br />

var 48,1 ár. Kennarar höfðu að meðaltali starfað við Kennara<br />

háskólann í 9,6 ár. Starfsaldur annarra starfsmanna var<br />

átta ár að meðaltali.<br />

Starfsmannavelta við Kennaraháskólann er ekki mikil þó<br />

nokkrar breytingar séu ávallt í ráðningum aðjúnkta en þeir<br />

eru ráðnir til eins árs í senn. Einn lektor var ráðinn á árinu.<br />

Fimm kennarar skólans hættu störfum vegna aldurs.<br />

Fjórir starfsmenn skólans voru í fæðingarorlofi í þrjá til tólf<br />

mánuði. Ellefu starfsmenn voru ráðnir í stjórnsýslu- og<br />

þjónustustörf í stað þeirra sem hættu störfum og vegna<br />

fjölgunar starfa.<br />

Skipting starfsmanna eftir kynjum var þannig að 137 konur<br />

störfuðu við skólann og 68 karlar. Meðfylgjandi tafla sýnir<br />

skiptingu þeirra eftir stöðuheitum.<br />

Karlar Konur Samtals<br />

Prófessorar 11 7 18<br />

Dósentar 11 12 23<br />

Lektorar 19 41 60<br />

Aðjúnktar 11 24 35<br />

Starfsmenn í stjórnsýslu<br />

og þjónustu 16 53 69<br />

Samtals 68 137 205<br />

Nýr dokt or<br />

Einn kennari Kennaraháskólans, Hanna Ragnarsdóttir, lauk<br />

doktorsprófi á árinu 2007. Hún varði doktorsritgerð sína í<br />

menntunar- og mannfræði við Háskólann í Osló í maímánuði.<br />

Ritgerðin nefnist Collisions and continuities: Ten<br />

immigrant families and their children in Icelandic society<br />

and schools.<br />

Ritgerðin byggist á eigindlegri langsniðsrannsókn á reynslu<br />

tíu fjölskyldna innflytjenda á Íslandi. Í rannsókninni var sérstök<br />

áhersla lögð á að athuga skólagöngu barnanna í leik-,<br />

grunn- og framhaldsskólum með viðtölum við foreldra,<br />

börn, skólastjóra og kennara. Reynt var að greina sérstaklega<br />

reynslu hverrar fjölskyldu í ferli aðlögunar að nýju<br />

samfélagi og skólakerfi.<br />

Er lend ir sendi kenn ar ar<br />

Undanfarin ár hafa danskir sendikennarar starfað við<br />

Kennaraháskólann með styrk frá danska menntamálaráðuneytinu.<br />

Dönsku sendikennararnir sjá fyrst og fremst um<br />

málaver fyrir kennaranema með dönsku sem kjörsvið, sinna<br />

talþjálfun kennaranema og stuðla að færni þeirra í dönsku<br />

talmáli. Auk þess heldur danski sendikennarinn námskeið<br />

fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum. Astrid Birgitte<br />

Poulsen gegndi starfinu á vormisseri. Á haustmisseri kom<br />

Sofie Nørlund til starfa sem danskur sendikennari við<br />

Kennaraháskólann.<br />

ársskýrsla2007<br />

46<br />

47


Grunnmynd húsnæðis við Stakkahlíð<br />

Húsnæðismál<br />

Reykja vík<br />

Kennaraháskólinn hefur til umráða eigið húsnæði við<br />

Stakka hlíð í Reykjavík þar sem meginstarfsemi skólans og<br />

kennsla á öllum námsbrautum utan íþróttafræða fer fram.<br />

Þar er einnig til húsa Menntasmiðja skólans með bókasafni<br />

og smiðju og þjónustuver. Byggingar skólans við Stakkahlíð<br />

eru samtals um 9600 fermetrar að stærð. Á lóð Kennaraháskólans<br />

er íþróttahús skólans sem leigt er Íþrótta- og tómstundaráði<br />

Reykjavíkur. Nemendur og starfsmenn skólans<br />

hafa eftir sem áður aðgang að húsinu til líkamsræktar.<br />

Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Skipholti 37 í húsnæði<br />

sem leigt er af Fasteignum ríkissjóðs. Kennaraháskólinn<br />

hefur einnig á leigu húsnæði í Bolholti 6 og Bolholti<br />

8 en þar eru vinnuherbergi kennara og aðstaða fyrir<br />

Símenntun – rannsóknir – ráðgjöf (SRR) sem er sjálfstæð<br />

stofnun innan skólans. Í leiguhúsnæði í Skipholti 50c hafa<br />

14 kennarar vinnuaðstöðu.<br />

Laug ar vatn<br />

Kennsla í íþróttafræðum fer fram á Laugarvatni og er skólinn<br />

þar í eigin húsnæði. Skólahúsið ásamt heimavist er um<br />

3200 fermetrar að stærð en auk þess hefur skólinn til<br />

umráða stórt íþróttahús á staðnum. Á árinu voru gerðar<br />

nokkrar endurbætur á íþróttahúsinu, einkum þaki.<br />

Útisundlaug er tengd íþróttahúsi skólans og er hún nýtt til<br />

kennslu auk þess sem hún er opin almenningi. Á árinu<br />

hætti Kennaraháskólinn rekstri Íþróttamiðstöðvar Íslands á<br />

Laugarvatni. Að loknum viðamiklum viðgerðum utanhúss<br />

var húsnæðið leigt Farfuglaheimilinu á staðnum. Þá eru í<br />

umsjá skólans nokkur íbúðarhús sem leigð eru kennurum.<br />

Byggingafélag námsmanna á og rekur þrjú hús á staðnum<br />

með samtals 26 íbúðum sem leigðar eru námsmönnum.<br />

Yf ir lit yfir hús næði Kenn ara há skóla Ís lands í Reykja vík<br />

Stakka hlíð og Há teigs veg ur, kennsla, þjón usta og stjórn sýsla 9.563 m 2<br />

Íþrótta hús við Há teigs veg 2.144 m 2<br />

Skip holt 37, kennslu hús næði 2.400 m 2<br />

Bol holt 6, skrifstofa SRR og vinnu að staða kenn ara 934 m 2<br />

Bol holt 8, vinnu að staða kenn ara 350 m 2<br />

Skipholt 50c, vinnu að staða kenn ara 229 m 2<br />

Yf ir lit yfir hús næði Kenn ara há skóla Ís lands á Laug ar vatni<br />

ársskýrsla2007<br />

Kennslu- og heima vist ar hús 3.300 m 2<br />

Íþrótta hús og sund laug 2.374 m 2<br />

Íþrótta mið stöð Ís lands 1.394 m 2<br />

Íbúð ar hús næði í um sjá skól ans, sam tals 1.000 m 2<br />

ársskýrsla2007<br />

48<br />

49


Starfsemi 1998-2007<br />

Tölu legt yf ir lit yfir starf semi Kenn ara há skóla Ís lands 1998 til 2007.<br />

Svipmyndir úr dagsins önn 2007<br />

1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007<br />

Kennsla – grunnnám<br />

Innritun nýnema<br />

Skráðir nemendur<br />

Ársnemendur<br />

Brautskráðir nemendur<br />

Kennsla – framhaldsnám<br />

Innritun nýnema<br />

Skráðir nemendur<br />

Ársnemendur<br />

Brautskráðir með Dipl.Ed.-gráðu<br />

Brautskráðir með M.Ed.-gráðu<br />

Ársnemendur samtals<br />

Fastráðnir starfsmenn<br />

Kennarar, fjöldi<br />

Kennarar, stöðugildi<br />

Aðrir starfsmenn, fjöldi<br />

Aðrir starfsmenn, stöðugildi<br />

Karlar<br />

Konur<br />

Starfsmenn samtals<br />

Rannsóknir<br />

Meðaltal rannsóknarstiga prófessora<br />

Meðaltal rannsóknarstiga dósenta<br />

Meðaltal rannsóknarstiga lektora<br />

Meðaltal rannsóknarstiga aðjúnkta 2)<br />

Fjöldi rannsóknarmissera kennara<br />

Fjármál<br />

Fjárveiting úr ríkissjóði í m. kr.<br />

Aðrar tekjur<br />

Tekjur samtals<br />

Rekstrarkostnaður<br />

Afkoma rekstrar<br />

333 316 470 530 752 581 741 515 537 715<br />

1.054 967 1.115 1.322 1.721 1.783 1.923 1.738 1.577 1.689<br />

798 889 1.098 1.206 1.429 1.297 1.216 1.250<br />

256 320 322 274 340 382 445 487 513 446<br />

108 146 174 244 178 235 167 243 343<br />

178 198 328 385 509 521 531 507 505 629<br />

79 103 129 179 158 190 145 196<br />

42 36 60 59 50 128 135 104 135 89<br />

6 14 13 18 14 17 20 12 14 15<br />

877 992 1.227 1.385 1.587 1.487 1.361 1.446<br />

107 107 111 106 114 122 130 140 145 136<br />

98 97 100 99 106 115 122 126 133 125<br />

67 72 73 62 59 61 64 64 66 69<br />

58 64 64 56 55 55 58 58 62 64<br />

66 65 63 64 69 71 70 73 68<br />

113 119 105 109 114 123 134 138 137<br />

179 184 168 173 183 194 204 211 205<br />

20 17 11 19 18 30 24 22<br />

12 12 13 24 33 21 24 17<br />

7 8 11 11 12 14 18 15<br />

5 7 7 6 6 6 8 3<br />

12 13 12 12 15 20 18 21 21 24<br />

567 632 754 828 898 1.077 1.188 1.287 1.393 1.516<br />

113 162 95 129 169 209 198 239 284 274<br />

680 794 849 957 1.067 1.286 1.386 1.526 1.677 1.790<br />

683 799 846 971 1.074 1.235 1.364 1.542 1.692 1.746<br />

-3 -5 3 -14 -7 51 22 -15 -15 44<br />

1)<br />

1)<br />

1)<br />

1)<br />

Á árinu voru stofnaðar þrjár<br />

rannsóknarstofur. Myndin er<br />

frá stofnun rannsóknarstofu í<br />

fjölmenningarfræðum.<br />

Í tilefni af aldarafmæli skólans<br />

buðu Kennaraháskólinn og<br />

Kennarasamband Íslands til<br />

„skólagöngu“ um slóðir skóla,<br />

kennara og nemenda í miðborg<br />

Reykjavíkur. Guðjón Friðriksson<br />

sagnfræðingur leiddi hópinn og<br />

fræddi um söguna.<br />

ársskýrsla2007<br />

50<br />

Hlutfallsleg skipting kostnaðar<br />

Launakostnaður %<br />

Annar kostnaður %<br />

Kostnaður á ársnemanda að frádregnum<br />

sértekjum á verðlagi ársins 2006 í þús. kr. 3)<br />

1)<br />

2)<br />

3)<br />

75% 72% 69% 75% 76% 75% 74% 76% 74% 76%<br />

25% 28% 31% 25% 24% 25% 26% 24% 26% 24%<br />

1.294 1.174 954 904 861 960 1.034 1.018<br />

Útreikningi stiga fyrir árið 2007 var ekki lokið þegar skýrslan fór í prentun.<br />

Miðað er við fjölda aðjúnkta sem voru samtals 40 í 28 stöðugildum. Ef miðað er við stöðugildi er meðaltal rannsóknarstiga 5.<br />

Kostnaður á ársnemanda að frádregnum sértekjum er lýsandi fyrir kostnað ríkissjóðs á hvern ársnemanda.<br />

Kennaraháskóli Íslands tók<br />

þátt í Vísindavöku<br />

Rannsóknarmiðstöðvar<br />

Íslands (RANNÍS) sem haldin<br />

var í Listasafni Íslands<br />

haustið 2007.<br />

ársskýrsla2007<br />

51


Stúd enta ráð<br />

Félag stúdenta við Kennaraháskóla Íslands stendur vörð um<br />

hagsmuni allra stúdenta skólans. Félagið starfar samkvæmt<br />

eigin lögum. Félagsmenn eru allir innritaðir stúdentar við<br />

skólann. Stjórn félagsins heitir Stúdentaráð Kennaraháskóla<br />

Íslands (SKHÍ).<br />

Stúdentaráð hefur skrifstofu á þriðju hæð í Kletti og þar er<br />

aðsetur framkvæmdastjóra sem rekur skrifstofu félagsins og<br />

er nemendum til aðstoðar. Stúdentaráð kemur fram fyrir<br />

hönd félagsins og sér um aðild stúdenta að stjórnkerfi skólans.<br />

Þá rekur stúdentaráð bóksölu sem selur námsbækur,<br />

ritföng og rekur ljósritunarþjónustu.<br />

Ragnarsdóttir. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs var Júlía<br />

Þorvaldsdóttir.<br />

Fulltrúar stúdenta eiga sæti í flestum nefndum og ráðum í<br />

stjórnkerfi skólans, s.s. háskólaráði, kennsluráði, brautarstjórnum,<br />

jafnréttisnefnd, matsnefnd og stjórn Kennsluþróunarsjóðs.<br />

Stúdentar Kennaraháskólans eiga einnig<br />

kjörna fulltrúa í stjórnum Bandalags íslenskra námsmanna<br />

og Félags samkynhneigðra stúdenta. Stúdentaráð hefur lagt<br />

áherslu á aukin samskipti við Kennarasamband Íslands og<br />

hefur notið velvilja og áhuga sambandsins og styrks frá<br />

aðildarfélögum þess.<br />

ársskýrsla2007<br />

Á heimasíðu Stúdentaráðs www.skhi.is er hægt að nálgast<br />

upplýsingar um starfsemi félagsins. Kappkostað hefur verið<br />

að gera hana að virkum miðli fyrir nemendur skólans og<br />

hefur heimsóknum fjölgað til muna milli ára.<br />

Stúdentaráð var þannig skipað árið 2007: Birna Hjaltadóttir<br />

formaður, Elvar Snær Kristjánsson varaformaður, Sunna<br />

Kristrún Gunnlaugsdóttir gjaldkeri og Hallbjörn Valgeir<br />

Rúnarsson ritari. Meðstjórnendur voru Ögmundur Sverrisson,<br />

Freyr Alexandersson og Guðmundur Rúnar Ingvarsson.<br />

Varamenn voru Ragna Kristín Árnadóttir og Eva Rán<br />

Stúdentaráð Kennaraháskólans er aðili að Byggingarfélagi<br />

námsmanna sem byggir og rekur stúdentagarða. Umsvif<br />

félagsins hafa aukist á undanförnum árum og eru nú á<br />

fjórða hundrað íbúðir til leigu fyrir félagsmenn.<br />

Félagslíf var með miklum blóma á árinu og stóð<br />

Stúdentaráð fyrir árshátíð, skemmtikvöldum, íþróttamótum,<br />

nýnemadegi og fleiri viðburðum.<br />

Stúdentaráð gaf út skóladagbók Kennaraháskólans sem<br />

dreift var til allra stúdenta, kennara og starfsfólks skólans.<br />

Alþjóðasamstarf var með hefðbundnum hætti. SKHÍ er fullgildur<br />

félagi í Samtökum norrænna kennaranema (LISTEN)<br />

og átti Stúdentaráð Kennaraháskólans tvo fulltrúa á öllum<br />

fundum þess á árinu.<br />

Eins og fram hefur komið í skýrslunni stendur sameining<br />

Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands fyrir dyrum. Á<br />

árinu unnu fulltrúar stúdenta beggja skólanna saman að því<br />

að að tryggja hagsmuni stúdenta og bæta eins og kostur er<br />

aðstöðu þeirra til náms í sameinuðum háskóla.<br />

ársskýrsla2007<br />

52<br />

53


ársskýrsla2007<br />

ársskýrsla2007<br />

54<br />

55


Stakkahlíð . 105 Reykjavík<br />

Sími: 563 3800 . Fax: 563 3833<br />

Tölvupóstur: skrifstofa@khi.is . www.khi.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!