11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kennslusvið<br />

ársskýrsla2007<br />

Kennslusvið Kennaraháskóla Íslands nær til málefna sem<br />

lúta að kennslu. Eins og fram kemur í skýrslu þessari urðu<br />

gagngerar breytingar á skipulagi náms við skólann á árinu<br />

2007.<br />

Fram til 1. ágúst 2007 var námi við skólann skipað í tvær<br />

deildir, grunndeild og framhaldsdeild. Þegar nýtt námsskipulag<br />

tók gildi 1. ágúst var deildaskipting lögð af. Fram<br />

að þeim tíma voru deildarforsetar grunn- og framhaldsdeilda<br />

framkvæmdastjórar kennslusviðs. Eftir breytinguna<br />

tók aðstoðarrektor kennslu við stjórn kennslusviðs með<br />

þeirri undantekningu að aðstoðarrektor rannsókna stjórnar<br />

rannsóknartengdu framhaldsnámi.<br />

Fyrst verður gerð grein fyrir starfi grunndeildar og framhaldsdeildar<br />

á vormisseri 2007. Þá verður fjallað um inntöku<br />

haustið 2007 og síðan nám samkvæmt nýju námsskipulagi<br />

sem tók gildi á haustmisseri, sjá kaflann Nýtt<br />

námsskipulag á bls. 19.<br />

Nám og kennsla<br />

á vormisseri 2007<br />

Grunndeild<br />

Í grunndeild var boðið 90 eininga (180 ECTS) nám til B.A.-,<br />

B.Ed.- og B.S.-gráðu fyrir verðandi grunnskólakennara,<br />

íþróttafræðinga, leikskólakennara, tómstundafræðinga og<br />

þroskaþjálfa. Í grunndeild var einnig boðið nám til kennsluréttinda<br />

og viðbótarnám sem ætlað er þeim stéttum sem<br />

Kennaraháskólinn menntar, sjá nánar bls. 16.<br />

Deildarforseti grunndeildar til 1. apríl var dr. Guðmundur K.<br />

Birgisson. Síðar á vormisseri tók dr. Hanna Ragnarsdóttir við<br />

því starfi. Í deildarráði grunndeildar sátu auk deildarforseta<br />

Hanna Ragnarsdóttir lektor, Guðný Helga Gunnarsdóttir<br />

lektor, Meyvant Þórólfsson lektor og Hafþór Guðjónsson<br />

dósent. Fulltrúar stúdenta í deildarráði á vormisseri voru<br />

Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hermann Örn Kristjánsson<br />

en á haustmisseri Júlía Þorvaldsdóttir og Elvar Snær<br />

Kristjánsson.<br />

Helstu verkefni á vormisseri 2007<br />

Deildarráð var samkvæmt reglum um Kennaraháskóla<br />

Íslands samstarfsvettvangur um kennslu við skólann og<br />

deildarforseta til ráðuneytis um stjórn og umsýslu náms í<br />

grunndeild. Helstu verkefni deildarráðs grunndeildar tóku<br />

mið af þeim markmiðum sem sett voru fram í ársskýrslu<br />

síðasta árs. Deildarráð grunndeildar og framhaldsdeildar<br />

héldu flesta fundi sína á árinu sameiginlega vegna heildarendurskipulagningar<br />

námsins.<br />

Endurskoðun náms<br />

Meginverkefni deildarráðs grunndeildar á vormisseri 2007<br />

var að ljúka endurskoðun náms á bakkalárstigi í Kennaraháskólanum<br />

og endurskipuleggja námskeið og námsleiðir<br />

samkvæmt þeim ákvörðunum sem teknar höfðu verið. Auk<br />

þess var unnið að því að laga lýsingar á námi að Viðmiðum<br />

um æðri menntun og prófgráður í samræmi við Bolognasamkomulagið<br />

sem Ísland er aðili að.<br />

Námsbrautir í grunndeild á<br />

vormisseri 2007<br />

Í grunndeild var í boði nám á sex námsbrautum á vormisseri<br />

2007, auk viðbótarnáms fyrir þær stéttir sem Kennaraháskólinn<br />

menntar.<br />

Grunnskólabraut<br />

Grunnskólakennaranám til B.Ed.-gráðu, 90 einingar (180<br />

ECTS), skiptist í menntunarfræði, greinasvið í kjarna, kjörsvið,<br />

frjálst val og vettvangsnám.<br />

Kjörsvið á grunnskólabraut voru:<br />

• Íslenska<br />

• Íslenskt táknmál<br />

• Stærðfræði<br />

• Erlend mál (enska og danska)<br />

• Náttúrufræði (líffræði, eðlis- og efnafræði, landafræði)<br />

• Samfélagsgreinar (kristin fræði og trúarbragðafræði,<br />

landafræði, saga og þjóðfélagsfræði)<br />

• Heimilisfræði<br />

• Hönnun og smíði<br />

• Myndmennt<br />

• Textílmennt<br />

• Tónlist, leiklist og dans<br />

• Yngri barna svið<br />

• Upplýsingatækni<br />

Nám á grunnskólabraut var í boði bæði sem staðnám og<br />

fjarnám.<br />

Forstöðumaður grunnskólabrautar á vormisseri var Baldur<br />

Sigurðsson dósent.<br />

Íþróttabraut<br />

Nám í íþróttafræðum til B.S.-gráðu eða B.Ed.-gráðu, 90 eininga<br />

(180 ECTS) staðnám. Nám til B.S.-gráðu var sniðið að<br />

þörfum þeirra sem ætla sér að starfa við þjálfun íþróttamanna<br />

en nám til B.Ed.-gráðu hentar þeim sem hyggjast<br />

starfa við kennslu. Námið fór fram á Laugarvatni.<br />

Forstöðumaður íþróttabrautar á vormisseri var Ann-Helen<br />

Odberg lektor.<br />

Kennsluréttindabraut<br />

Nám á kennsluréttindabraut var 30 einingar (60 ECTS) og<br />

dreifðist á tvö ár. Námið var ætlað þeim sem lokið hafa<br />

prófi í faggrein, s.s. háskólaprófi í sérgrein eða meistaraprófi<br />

í iðngrein, og vilja öðlast kennsluréttindi á sérsviði sínu.<br />

Námið skiptist í uppeldisgreinar, kennslufræði og vettvangsnám<br />

og var í boði bæði sem staðnám og fjarnám. Ef<br />

umsækjendur fullnægðu skilyrðum 12. greinar laga nr.<br />

86/1998 gátu þeir sótt um 15 eininga (30 ECTS) nám á<br />

brautinni.<br />

Forstöðumaður kennsluréttindabrautar á vormisseri var<br />

Hróbjartur Árnason lektor.<br />

ársskýrsla2007<br />

14<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!