11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ársskýrsla2007<br />

Leikskólabraut<br />

Leikskólakennaranám til B.Ed.-gráðu, 90 einingar (180<br />

ECTS), skiptist í grunnnámskeið, uppeldis- og kennslufræði,<br />

námssvið leikskólans, valnámskeið og vettvangsnám. Nám<br />

á leikskólabraut var í boði bæði sem staðnám og fjarnám.<br />

Forstöðumaður leikskólabrautar á vormisseri var Hrönn<br />

Pálmadóttir lektor.<br />

Tómstundabraut<br />

Á tómstundabraut var unnt að ljúka 90 eininga (180 ECTS)<br />

námi til B.A.-gráðu. Námið var skipulagt sem fjarnám með<br />

staðlotum og var ætlað þeim sem vinna að tómstundamálum<br />

í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, hjá íþrótta- og<br />

æskulýðsfélögum og á öðrum slíkum vettvangi. Námið<br />

skiptist í menntunarfræði, tómstundafræði, valnámskeið og<br />

vettvangstengd verkefni.<br />

Forstöðumaður tómstundabrautar á vormisseri var Vanda<br />

Sigurgeirsdóttir lektor.<br />

Þroskaþjálfabraut<br />

Þroskaþjálfanám til B.A.-gráðu, 90 einingar (180 ECTS),<br />

skiptist í þroskaþjálfafræði, fötlunafræði, félagsfræði, þroskasálfræði,<br />

siðfræði, valnámskeið og vettvangsnám. Nám á<br />

þroskaþjálfabraut var í boði bæði sem staðnám og fjarnám.<br />

Forstöðumaður þroskaþjálfabrautar á vormisseri var Vilborg<br />

Jóhannsdóttir lektor.<br />

Viðbótarnám<br />

Auk ofangreindra námsbrauta bauð Kennaraháskóli Íslands<br />

viðbótarnám þar sem kennurum og þroskaþjálfum gafst<br />

kostur á að bæta við grunnmenntun sína.<br />

Annars vegar var um að ræða viðbótarnám til fyrstu<br />

háskólagráðu fyrir þá sem luku námi frá Fósturskóla Íslands,<br />

Íþróttakennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands<br />

áður en þeir sameinuðust Kennaraháskóla Íslands 1998.<br />

Nemendur sem völdu þennan kost fylgdu námi á viðkomandi<br />

námsbraut. Hins vegar var boðið almennt viðbótarnám<br />

þar sem ýmsum námskeiðum var raðað saman án<br />

þess að stefnt væri að því að ljúka prófgráðu.<br />

Námsráðgjafar skólans höfðu umsjón með því námi.<br />

Framhaldsdeild<br />

Á vormisseri 2007 var í framhaldsdeild boðið nám til M.Ed.-<br />

gráðu í uppeldis- og menntunarfræði, 60 einingar (120<br />

ECTS). Einnig bauðst 30 eininga (60 ECTS) nám (fyrri hluti<br />

meistaranáms) í sérkennslufræði, stjórnun menntastofnana<br />

og þroskaþjálfa- og fötlunarfræði og síðari hluti meistaranáms<br />

til M.Ed.-gráðu, ætlað þeim sem áður höfðu lokið<br />

fyrri hluta meistaranáms. Í íþrótta- og heilsufræði bauðst 60<br />

eininga (120 ECTS) rannsóknartengt framhaldsnám til M.S.-<br />

gráðu. Enn fremur var í boði nám til doktorsgráðu (Ph.D.).<br />

Deildarforseti framhaldsdeildar til 1. ágúst 2007 var dr.<br />

Ragnhildur Bjarnadóttir. Deildarráð skipuðu auk deildarforseta<br />

Jóhanna Einarsdóttir prófessor, Gunnar E. Finnbogason<br />

dósent, Steinunn Helga Lárusdóttir dósent og Þorsteinn<br />

Helgason dósent. Fulltrúar nemenda voru Guðrún Vala<br />

Elísdóttir og Árni Guðmundsson.<br />

Helstu verkefni á vormisseri 2007<br />

Deildarráð framhaldsdeildar var samkvæmt reglum um<br />

Kennaraháskóla Íslands samstarfsvettvangur um kennslu við<br />

skólann og deildarforseta til ráðuneytis um stjórn og<br />

umsýslu náms í deildinni. Helstu verkefni deildarráðs framhaldsdeildar<br />

tóku mið af þeim markmiðum sem sett voru<br />

fram í ársskýrslu síðasta árs. Deildarráð grunndeildar og<br />

framhaldsdeildar héldu flesta fundi sína á árinu sameiginlega<br />

vegna heildarendurskipulagningar námsins.<br />

Endurskoðun náms<br />

Á árinu voru gerðar töluverðar breytingar á skipan náms í<br />

framhaldsdeild. Leitast var við að bæta og efla námið enn<br />

frekar, auka sveigjanleika í kennslu og námsframboð fyrir<br />

þá sem vilja hefja meistaranám strax að loknu bakkalárnámi.<br />

Var það í samræmi við markmið sem sett voru fram í<br />

síðustu ársskýrslu. Unnið var að því að skipuleggja bæði<br />

starfstengt og rannsóknartengt framhaldsnám. Lýsingar á<br />

námi voru felldar að Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður<br />

í samræmi við Bologna-samkomulagið sem Ísland<br />

er aðili að.<br />

Námsbrautir í framhaldsdeild á<br />

vormisseri 2007<br />

Uppeldis- og menntunarfræði<br />

Um var að ræða 60 eininga (120 ECTS) framhaldsnám sem<br />

lauk með M.Ed.-gráðu.<br />

Námið var bæði hagnýtt og fræðilegt, annars vegar ætlað<br />

þeim sem vildu halda áfram námi að loknu bakkalárnámi<br />

og hins vegar starfandi kennurum.<br />

Á námsbrautinni var unnt að stunda almennt nám í uppeldis-<br />

og menntunarfræði en einnig gafst nemendum kostur<br />

á að byggja upp þekkingu sína á ýmsum sérsviðum<br />

menntunarfræða. Eftirfarandi námsleiðir voru í boði: fjölmenning,<br />

fullorðinsfræðsla, íþrótta- og heilsufræði, kennslufræði<br />

og skólastarf, nám og kennsla ungra barna, stærðfræðimenntun<br />

og tölvu- og upplýsingatækni.<br />

Ragnhildur Bjarnadóttir deildarforseti hafði umsjón með<br />

námi á brautinni.<br />

Sérkennslufræði<br />

Nám í sérkennslufræði var 30 einingar (60 ECTS) og lauk<br />

með Dipl.Ed.-gráðu sem jafnframt er fyrri hluti meistaranáms.<br />

Námið var ætlað starfandi kennurum, þroskaþjálfum og<br />

öðrum uppeldisstéttum sem vildu auka þekkingu sína og<br />

hæfni á sviði sérkennslufræða.<br />

Forstöðumaður var Dóra S. Bjarnason prófessor.<br />

Stjórnun menntastofnana<br />

Nám í stjórnun menntastofnana var 30 einingar (60 ECTS)<br />

og lauk með Dipl.Ed.-gráðu sem jafnframt er fyrri hluti<br />

meistaranáms.<br />

Námið var einkum ætlað skólastjórum og stjórnendum<br />

annarra menntastofnana, millistjórnendum, ráðgjöfum,<br />

kennurum og öðrum þeim sem stefndu á stjórnunarstörf í<br />

skólum og öðrum menntastofnunum.<br />

Forstöðumaður var Börkur Hansen prófessor.<br />

Þroskaþjálfa- og fötlunarfræði<br />

Nám í þroskaþjálfa- og fötlunarfræði var 30 einingar (60<br />

ECTS) og lauk með Dipl.Ed.-gráðu sem jafnframt er fyrri<br />

hluti meistaranáms.<br />

Námið var ætlað þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með<br />

fötluðu fólki á öllum aldri hvar sem er í samfélaginu.<br />

Markmiðið með náminu var að dýpka þekkingu og auka<br />

færni í þroskaþjálfun með megináherslu á nýjar rannsóknir,<br />

hugmyndir og vinnubrögð innan fötlunarfræða.<br />

Forstöðumaður var Guðrún V. Stefánsdóttir lektor.<br />

ársskýrsla2007<br />

16<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!