11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rannsóknarmisseri<br />

Árið 2007 fengu 22 kennarar leyfi frá kennslu til að stunda<br />

rannsóknir. Fjórtán þeirra voru í leyfi á vormisseri, sex á<br />

haustmisseri og tveir kennarar voru í leyfi bæði á vor- og<br />

haustmisseri.<br />

• Námsáhugi og námsumhverfi nemenda.<br />

• Tónlistaruppeldi í leikskóla.<br />

• Náttúrufræði- og tæknimenntun – vilji og veruleiki.<br />

• Mál í notkun – tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna.<br />

• Einstaklingsmiðað skólanám: Viðhorf og vinnubrögð.<br />

• Rannsókn á töku læsis í evrópskum tungumálum.<br />

Samstarfsverkefni nokkurra þjóða.<br />

• Geta til sjálfbærni – menntun til aðgerða.<br />

• Þekking barna á ofbeldi á heimilum.<br />

• Framlag eldri borgara til samfélagsins.<br />

ársskýrsla2007<br />

38<br />

Mat á störfum kennara<br />

Mat á störfum aðjúnkta, lektora, dósenta og sérfræðinga við<br />

Kennaraháskóla Íslands fer samkvæmt reglum sem eru<br />

hluti af stofnanasamningi skólans. Rannsóknir, kennsla,<br />

stjórnun, þjónusta og önnur störf eru metin samkvæmt<br />

kvörðum sem eru hluti af samningnum. Mat á verkum<br />

prófessora skólans var unnið af starfsmönnum vísindaráðs<br />

Háskóla Íslands.<br />

Vinnumatssjóður<br />

Háskólakennarar og aðrir sérfræðilega menntaðir starfsmenn<br />

Kennaraháskólans, sem gegna hálfu starfi eða meira,<br />

geta fengið greiðslur úr Vinnumatssjóði fyrir afköst við<br />

rannsóknir umfram það sem metið er eðlilegur afrakstur<br />

rannsóknarskyldu. Prófessorar geta fengið samsvarandi<br />

greiðslur úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora. Líta ber<br />

á greiðslur úr Vinnumatssjóði og Ritlauna- og rannsóknasjóði<br />

prófessora sem sérstaka viðurkenningu fyrir framlag<br />

þeirra til rannsókna á undangengnu ári.<br />

Árið 2007 fékk 51 kennari greitt úr sjóðnum, samtals um<br />

14,4 milljónir króna, auk orlofs og launatengdra gjalda fyrir<br />

rannsóknarvirkni umfram rannsóknarskyldu á árinu 2006.<br />

Fimmtán prófessorar fengu greiðslur úr Ritlauna- og rannsóknasjóði<br />

prófessora fyrir sama tímabil, alls um 5,5 milljónir<br />

króna. Samtals fengu því kennarar Kennaraháskólans um<br />

19,9 milljónir króna fyrir sérstakt framlag sitt til rannsókna á<br />

árinu 2006. Greiðslurnar koma fram á eftirfarandi töflu:<br />

Starfsheiti Fjöldi Upphæð kr.<br />

Aðjúnktar 5 1.174.705<br />

Lektorar 31 9.665.398<br />

Dósentar 15 3.570.465<br />

Alls úr Vinnumatssjóði KHÍ 51 14.410.568<br />

Prófessorar 15 5.443.103<br />

Samtals greitt 66 19.853.671<br />

Rannsóknarvirkni kennara<br />

Mat á rannsóknarvirkni kennara árið 2007 liggur ekki fyrir<br />

fyrr en síðla árs 2008. Á meðfylgjandi töflu má sjá rannsóknarvirkni<br />

kennara Kennaraháskóla Íslands árið 2006 eftir<br />

starfsheitum. 1)<br />

Starfsheiti Fjöldi Meðaltal Rannsóknar- Virkni %<br />

rannsóknar- skylda<br />

stiga í stigum<br />

Aðjúnktar 40 3,3 5,0 2 66<br />

Lektorar 66 14,9 10,0 149<br />

Dósentar 21 17,2 10,0 172<br />

Prófessorar 18 21,7 9,3 234<br />

Niðurstaðan sýnir að kennarar, aðrir en aðjúnktar, birta nú<br />

að meðaltali fleiri verk en rannsóknarskylda þeirra kveður á<br />

um að lágmarki. Verkin eru talin í Birt verk starfsmanna<br />

Kennaraháskóla Íslands sem er að finna á vef skólans.<br />

1 Rannsóknarskylda lektora og dósenta er 43% sem samsvarar 10 stigum. Aðjúnktar í yfir 50% starfi hafa 25% rannsóknarskyldu (5,7 stig)<br />

en þeir sem eru í 50% starfi eða minna 10% (2,0 stig). Rannsóknarskylda prófessora er 40%.<br />

2 Rannsóknarskylda aðjúnkta í stigum sýnir meðaltal þar sem rannsóknarskylda þeirra er mismunandi eftir ráðningarhlutfalli.<br />

Rannsóknarstofur<br />

Þrjár rannsóknarstofur voru stofnaðar á árinu, sbr. bls. 10.<br />

Þær eru rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna,<br />

rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum og rannsóknarstofa<br />

um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Gerður var sérstakur<br />

samningur um hverja rannsóknarstofu, en þær geta<br />

haft ólíkt rekstrarform og samstarfsaðila og mismunandi<br />

skipulag á fjármálum. Markmið rannsóknarstofanna er að<br />

auka og efla rannsóknir og miðla þekkingu út í samfélagið,<br />

m.a. með ráðstefnum og málþingum. Fleiri rannsóknarstofur<br />

eru í undirbúningi og er stefnt að því að efla starf þeirra<br />

á næstu árum.<br />

Meðal rannsókna sem stundaðar eru á vegum rannsóknarstofanna<br />

er rannsókn á viðhorfi og skilningi ungra barna á<br />

ýmsum þáttum í daglegu lífi þeirra og skólagöngu, rannsókn<br />

á skólaþróun í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi, sem<br />

tekur til allra skólastiga, og rannsókn á þroska leik- og<br />

grunnskólanema.<br />

Rannsóknir kennara<br />

Auk þess sem áður er getið unnu kennarar eða hópar<br />

kennara, oft í samstarfi við aðila utan skólans, fjölmargar<br />

aðrar rannsóknir. Dæmi um slíkar rannsóknir eru:<br />

• Erlend börn á Íslandi: Samspil heimamenningar og skólamenningar.<br />

• Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007.<br />

• Tengsl heimila og leikskóla.<br />

• Á mótum leik- og grunnskóla. Sjónarmið barna og foreldra.<br />

Veftímaritið Netla<br />

Kennaraháskólinn gefur út veftímaritið Netlu (http://netla.<br />

khi.is/). Kennarasamband Íslands og Þroskaþjálfafélag<br />

Íslands leggja útgáfunni lið, m.a. með því að tilnefna fulltrúa<br />

í ritnefnd.<br />

Í Netlu birtast ritrýndar fræðigreinar, greinar af almennari<br />

toga, erindi, frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar,<br />

pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar. Kostir vefmiðils<br />

eru nýttir eftir föngum og geta höfundar meðal annars<br />

birt vefi, hljóðdæmi og myndskeið. Nítján greinar birtust í<br />

Netlu á árinu 2007, þar af voru tíu ritrýndar fræðigreinar.<br />

Aðgangur að Netlu hefur frá upphafi (janúar 2002) verið<br />

ókeypis en lesendur geta gerst áskrifendur með því að skrá<br />

sig á póstlista og hafa nú rúmlega eitt þúsund manns gert það.<br />

Ritstjóri Netlu er Ingvar Sigurgeirsson prófessor. Aðrir í ritnefnd<br />

eru Bryndís Garðarsdóttir lektor við Kennaraháskóla<br />

Íslands, Kristín Elfa Guðnadóttir ritstjóri Skólavörðunnar,<br />

fulltrúi Kennarasambands Íslands, Sigríður Rut<br />

Hilmarsdóttir, þroskaþjálfi, fulltrúi Þroskaþjálfafélags Íslands,<br />

Torfi Hjartarson, lektor við Kennaraháskóla Íslands og<br />

Þorsteinn Helgason, dósent við Kennaraháskóla Íslands.<br />

ársskýrsla2007<br />

39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!