11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Svipmyndir úr dagsins önn 2007<br />

Við brautskráningu í október<br />

voru afhent verðlaun<br />

Vísindaráðs fyrir framúrskarandi<br />

meistaraprófsritgerð.<br />

Íþrótta fræða set ur<br />

á Laug ar vatni<br />

Í tilefni af væntanlegri sameiningu<br />

Kennaraháskóla<br />

Íslands og Háskóla Íslands<br />

bauð rektor Kennaraháskólans<br />

til samfagnaðar fyrir<br />

starfsfólk beggja skólanna.<br />

Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni<br />

hefur umsjón með grunn-, meistara- og doktorsnámi í<br />

íþrótta- og heilsufræðum og stuðlar að og veitir þjónustu<br />

við rannsóknir og þróunarverkefni á því sviði.<br />

Við Íþróttafræðasetrið er unnið að margvíslegum rannsóknarverkefnum<br />

sem hafa skírskotun til kennslu í íþróttum,<br />

heilsufars barna, unglinga og aldraðra, heilsuræktar í skólum,<br />

afreksíþrótta og annars íþróttastarfs í landinu og málfars<br />

og bókmennta sem tengjast íþróttum.<br />

Íþróttafræðasetur tekur þátt í samnorrænu verkefni um<br />

hreyfingu og útivist almennings og á árinu kom fyrsti námshópurinn<br />

til dvalar á Laugarvatni.<br />

Á árinu var gerður samstarfssamningur við World Class –<br />

Laugar um rannsóknaraðstöðu, menntun einkaþjálfara,<br />

námskeiðahald, vettvangsnám og kennslu.<br />

Í því starfi sem fram fer á Laugarvatni er lagt kapp á gott samstarf<br />

við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna í landinu.<br />

Helstu rannsóknarverkefnin á árinu 2007 tengdust lífsstíl og<br />

líkamsrækt fólks á öllum aldri, útivist og bættri hreyfingu í<br />

grunnskóla, næringu og holdafari, áhrifum koffíns á vöðvastarfsemi,<br />

heilsu sjómanna og samanburði á fötluðum og<br />

ófötluðum afreksmönnum í íþróttum. Einnig var við Íþróttafræðasetrið<br />

unnið að rannsókn á líkams- og heilsuræktarþjálfun<br />

aldraðra með tilliti til ólíkra þjálfunaraðferða og<br />

rannsókn á umfangi og sérkennum þess málfars sem notað<br />

er þegar fjallað er um frjálsar íþróttir og knattspyrnu.<br />

ársskýrsla2007<br />

Að venju stóð fagráð í<br />

íslensku við Kennaraháskóla<br />

Íslands fyrir<br />

hátíðardagskrá á degi<br />

íslenskrar tungu.<br />

Dagskráin fór fram í<br />

safni skólans, Hylnum.<br />

Á árinu voru haldnar nokkrar vísindamálstofur og komu<br />

meðal annars gestir frá Norðurlöndum til að halda þar<br />

erindi og fyrirlestra og kynna sér starfið við Íþróttafræðasetrið.<br />

Allmikið er um að íþróttamenn og íþróttalið nýti sér<br />

þá aðstöðu sem býðst á Laugarvatni.<br />

ársskýrsla2007<br />

32<br />

33

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!