11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Áfang ar í starfi árið 2007<br />

ársskýrsla2007<br />

Aldarafmæli<br />

Ákveðið var að minnast hundrað ára afmælis Kennaraskólans<br />

nú Kennaraháskólans með margvíslegum hætti á<br />

háskólaárinu 2007–2008. Rektor skipaði nefnd til að undirbúa<br />

viðburði á afmælisárinu og voru þeir helstu kynntir í<br />

upphafi skólaárs. Á skólaárinu hófst fjölbreytt dagskrá sem<br />

fyrirhugað er að standi til vors 2008.<br />

Nýskipan náms<br />

Ný námskrá Kennaraháskólans tók gildi haustið 2007. Með<br />

henni komu til framkvæmda þær breytingar sem unnið<br />

hefur verið að síðastliðin þrjú ár. Námi við Kennaraháskólann<br />

er nú skipað á fjórar brautir: kennarabraut, íþróttaog<br />

heilsubraut, þroskaþjálfa- og tómstundabraut og rannsóknarnámsbraut<br />

og það skipulagt sem samfellt fimm ára<br />

háskólanám sem lýkur með meistaragráðu. Er það í samræmi<br />

við lagafrumvarp sem lagt var fram á Alþingi haustið<br />

2007. Þar er gert ráð fyrir meistaraprófi til að öðlast löggildingu<br />

til kennarastarfs. Þar til sú breyting hefur verið staðfest<br />

með lögum lýkur kennaranámi með bakkalárgráðu.<br />

Breytingar á stjórnsýslu skólans<br />

Nokkrar breytingar urðu á stjórnsýslu skólans á árinu í<br />

tengslum við nýskipan námsins. Þar til ný námskrá tók gildi<br />

voru deildarforsetar grunn- og framhaldsdeilda framkvæmdastjórar<br />

kennslusviðs. Eftir breytinguna, 1. ágúst<br />

2007, tók aðstoðarrektor kennslu við stjórn kennslusviðs<br />

með þeirri undantekningu að rannsóknartengt framhaldsnám<br />

heyrir undir aðstoðarrektor rannsókna sem þá tók við<br />

stjórn rannsóknarsviðs. Áður var rannsóknarsviði stjórnað af<br />

framkvæmdastjóra. Aðstoðarrektorum til ráðgjafar er<br />

kennslu ráð sem tók við hlutverki deildarráða í fyrra skipulagi.<br />

Vísindaráð hefur áfram ráðgjafarhlutverk hvað varðar<br />

rannsóknir við skólann. Námsbrautarstjórar og námsbrautarstjórnir<br />

hafa daglega umsjón með námi á hverri námsbraut<br />

fyrir sig.<br />

Í kjölfar þessara breytinga var orðalagi í reglum skólans<br />

breytt til samræmis við þær.<br />

Símenntunarstofnun og Rannsóknarstofnun<br />

sameinaðar<br />

Í byrjun árs voru sameinaðar tvær stofnanir innan skólans,<br />

Rannsóknarstofnun, sem áður tilheyrði rannsóknarsviði, og<br />

Símenntunarstofnun. Þá tók til starfa ný stofnun Símenntun<br />

– rannsóknir – ráðgjöf (SRR). Meginhlutverk hennar er að<br />

veita aðilum utan Kennaraháskólans þjónustu á fræðasviði<br />

uppeldis, menntunar og þjálfunar og mun hún sinna verkefnum<br />

þeim sem Rannsóknarstofnun og Símenntunarstofnun<br />

sinntu áður, svo sem símenntun, þjónusturannsóknum,<br />

ráðgjöf, skipulagningu málþinga og fyrirlestra og<br />

útgáfu á sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar.<br />

Sameining Kennaraháskóla Íslands<br />

og Háskóla Íslands<br />

Í upphafi árs 2007 voru samþykkt á Alþingi lög um sameiningu<br />

Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Þar kemur<br />

fram að sameiningin skuli taka gildi 1. júlí 2008. Markmið<br />

sameiningarinnar er að efla háskólamenntun á Íslandi,<br />

tryggja fjölbreyttara og sveigjanlegra námsframboð í námi<br />

kennara og annarra uppeldisstétta, skapa aukin tækifæri<br />

fyrir nemendur, styrkja kennslu og rannsóknir í uppeldis- og<br />

menntavísindum, efla stoðþjónustu í sameinuðum háskóla<br />

og skapa forsendur fyrir því að menntun á sviði uppeldisog<br />

menntunarfræða á Íslandi sé sambærileg við það sem<br />

best gerist í okkar nágrannalöndum.<br />

Rektorar háskólanna tveggja réðu verkefnisstjóra til að<br />

stjórna verkinu í samráði við sig. Verkefnisstjóri fékk til liðs<br />

við sig tvo fulltrúa hvors skóla í sameiginlega verkefnisstjórn<br />

til að annast undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni með<br />

sameiningarferlinu. Skipaðir voru fjölmargir formlegir og<br />

óformlegir verkefnishópar til að fjalla um afmörkuð svið í<br />

sameiningarferlinu, sjá t.d. bls. 40. Skila þeir skýrslum<br />

sínum til verkefnisstjórnarinnar.<br />

Síðari hluta ársins var orðið ljóst að hinn sameinaði háskóli<br />

myndi skiptast í fimm fræðasvið. Kennaraháskóli Íslands<br />

mun verða meginuppistaða eins þeirra og mynda menntavísindasvið<br />

Háskóla Íslands frá 1. júlí 2008. Fyrst um sinn<br />

mun menntavísindasvið starfa í húsnæði núverandi Kenn-<br />

arahá skóla en stefnt er að því að menntavísindasvið flytji í<br />

nýbyggingar á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu innan<br />

fimm ára.<br />

Í sameiningarferlinu er lögð rík áhersla á að byggja upp<br />

traust til hins nýja háskóla, fylkja starfsfólki og nemendum<br />

um nýja framtíðarsýn skólans og leggja grunn að góðum<br />

starfsanda og sameiginlegri stofnanamenningu. Með þetta í<br />

huga bauð rektor Kennaraháskólans í upphafi háskólaársins<br />

öllu starfsfólki beggja skólanna til samkomu í Fjöru, mötuneyti<br />

skólans við Stakkahlíð.<br />

Umsókn um viðurkenningu háskóla<br />

Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins skilaði<br />

Kennaraháskóli Íslands, líkt og aðrir háskólar sem starfa á<br />

félagsvísindasviði, umsókn um viðurkenningu háskóla á<br />

fræðasviði sínu haustið 2007. Í viðurkenningunni felst staðfesting<br />

á að starfsemi háskólans sé í samræmi við lög um<br />

háskóla (63/2006), en viðurkenningin er byggð á alþjóðlegum<br />

viðmiðum um háskólastarfsemi og er ætlað að stuðla<br />

að því að íslenskir háskólar uppfylli gæðakröfur og standist<br />

alþjóðlegan samanburð.<br />

Umsókninni, sem skilað var bæði á íslensku og ensku,<br />

fylgdu ítarleg fylgiskjöl með upplýsingum um alla þætti í<br />

starfsemi skólans. Áætlað er að menntamálaráðuneytið<br />

svari umsókninni í upphafi árs 2008 að fenginni niðurstöðu<br />

erlendrar sérfræðinganefndar sem falið var að meta<br />

umsókn skólans.<br />

Aukið samstarf Kennaraháskóla Íslands<br />

við grunn- og leikskóla<br />

Á árinu undirritaði rektor Kennaraháskóla Íslands samstarfssamninga<br />

við 76 grunn- og leikskóla. Annars vegar fela<br />

samningarnir í sér samstarf um framkvæmd vettvangsnáms,<br />

sjá nánar bls. 23. Hins vegar eru þeir viljayfirlýsing skólanna<br />

um að skapa möguleika á samstarfi á breiðari grunni, t.d.<br />

um þróunarverkefni, rannsóknir eða kennslu faggreina.<br />

Starfstengt diplómunám fyrir fólk með<br />

þroskahömlun<br />

Á árinu samþykkti háskólaráð að hrint yrði af stað tilraunaverkefni<br />

um starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun<br />

í samstarfi við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra<br />

og Landssamtökin Þroskahjálp. Um er að ræða nýjung<br />

í samræmi við yfirlýsta stefnu Kennaraháskóla Íslands,<br />

mannréttindasáttmála og alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka<br />

fólks með þroskahömlun. Námið er skipulagt út frá<br />

þörfum og möguleikum nemenda með það að markmiði<br />

að undirbúa þá til afmarkaðra starfa á vettvangi þroskaþjálfa<br />

og tómstunda- og félagsmálafræðinga. Námið veitir ekki<br />

háskólagráðu heldur viðurkenningu (diploma) og er tengt<br />

Evrópsku samstarfsverkefni á sviði háskólamenntunar fyrir<br />

þroskahamlaða. Frá hausti 2007 hefur hópur fólks með<br />

þroskahömlun stundað nám þetta við þroskaþjálfa- og<br />

tómstundabraut skólans.<br />

Á alþjóðadegi fatlaðra 2007 hlaut Kennaraháskólinn Múrbrjót<br />

inn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar,<br />

fyrir frumkvæði sitt við þetta verkefni. Skólinn var einnig tilnefndur<br />

til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands<br />

fyrir frumkvöðlastarf að þessu námi.<br />

Fagráð<br />

Í reglum um Kennaraháskóla Íslands er ákvæði um fagráð<br />

og verkefni þeirra. Fagráðum er ætlað að taka þátt í þróun<br />

náms- og kennsluskrár, efla rannsóknir á sínu sviði og<br />

stuðla að samstarfi kennara um rannsóknarverkefni. Þau<br />

skulu einnig veita ráðgjöf um innkaup og aðstöðu til<br />

kennslu á sviðinu, leggja fram hugmyndir um verkefni á<br />

ársskýrsla2007<br />

8<br />

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!