11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ársskýrsla2007<br />

sviði símenntunar og fjalla um mál sem beint er til þeirra af<br />

háskólaráði, rektor, kennslusviði, rannsóknarsviði, þjónustusviði,<br />

rekstrarsviði eða aðilum utan skólans.<br />

Fagráð við Kennaraháskóla Íslands árið 2007 voru 17 talsins,<br />

þ.e. fagráð í félagsfræði, fjölmenningarfræðum, fötlunarfræðum,<br />

íslensku, kennslu- og menntunarfræði, sálfræði,<br />

upplýsingatækni og miðlun, heimspeki, list- og verkgreinum,<br />

lýðheilsu, námi og kennslu ungra barna, náttúrufræði<br />

og náttúrufræðimenntun, samfélagsgreinum, um<br />

samskipti mál og læsi, skóla og samfélag án aðgreiningar,<br />

stærðfræði og stærðfræðimenntun og útinám. Nánast allir<br />

kennarar skólans starfa með einu eða fleiri fagráðum.<br />

Rannsóknarstofur<br />

Samkvæmt reglum um Kennaraháskóla Íslands er heimilt<br />

að setja upp rannsóknarstofur eða rannsóknarhópa um<br />

ákveðin verkefni og hvetur skólinn starfsmenn sína til að<br />

stofna slíkar stofur á sínu fræðasviði og þverfræðilega með<br />

aðilum á öðrum fræðasviðum. Á árinu samþykkti háskólaráð<br />

reglur um starfsemi rannsóknarstofa við skólann. Leitast<br />

verður við að stofna og starfrækja rannsóknarstofur á öllum<br />

fræðasviðum skólans.<br />

Á árinu voru stofnaðar fyrstu þrjár rannsóknarstofurnar. Þær<br />

eru rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna,<br />

rann sóknarstofa í fjölmenningarfræðum og rannsóknar stofa<br />

um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Á árinu var auk<br />

þeirra undirbúin stofnun rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum<br />

og rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.<br />

Gæðastjórnun<br />

Árið 2007 var haldið áfram að þróa leiðir til að bæta starf<br />

skólans og setja verklagsreglur fyrir ýmsa þætti í starfsemi<br />

hans. Unnið var að samþættingu og samræmingu á ýmsum<br />

þáttum náms við skólann og þjónustu sem hann veitir.<br />

Þjónustuver<br />

Í lok september 2007 var opnað þjónustuver í anddyri skólahússins<br />

við Stakkahlíð. Þjónustuverinu er ætlað að bæta og<br />

samræma þjónustu við nemendur, starfsfólk og aðra sem<br />

leita til stofnunarinnar. Við þessa breytingu var nemendaskrá<br />

skólans flutt í þjónustuverið ásamt almennri afgreiðslu, símaog<br />

póstþjónustu.<br />

Siðareglur<br />

Samkvæmt lögum um háskóla ber öllum háskólum að setja<br />

sér siðareglur. Í júní 2007 samþykkti háskólaráð Kennara háskóla<br />

Íslands siðareglur fyrir skólann.<br />

Ráðstefnur og málþing<br />

Á hverju háskólaári eru haldin í Kennaraháskólanum málþing<br />

og fundir um ýmis málefni sem tengjast fræðasviði skólans.<br />

Annars vegar er um að ræða skipulagða fyrirlestra á vegum<br />

Símenntunar – rannsóknar – ráðgjafar (SRR), sjá bls 36, hins<br />

vegar ráðstefnur og málþing á vegum skólans og í samstarfi<br />

við aðra aðila. Sem dæmi má nefna að í febrúar voru rannsóknir<br />

í kynjafræðum til umræðu, í mars var ráðstefna í samvinnu<br />

við fjölmarga aðra aðila um íslensku sem annað tungumál<br />

undir yfirskriftinni Innflytjendur og framhaldsskólinn og í<br />

maí var haldið málþing um útivist í tilefni þess að árið 2008<br />

verður boðið útivistarnám við skólann í samstarfi við nokkra<br />

aðra háskóla á Norðurlöndum. Dagana 8. og 9. júní efndu<br />

Háskóli Íslands, Kennaraháskólinn og Náttúru fræði stofnun<br />

Íslands til Jónasarstefnu þar sem varpað var ljósi á list Jónasar<br />

Hallgrímssonar, líf hans og fræði. Þá er þess að geta að í lok<br />

október stóð jafnréttisnefnd Kennaraháskólans fyrir dagskrá<br />

sem bar yfirskriftina Jafnrétti og skóli.<br />

Árlegt málþing skólans Rannsóknir – nýbreytni – þróun var<br />

haldið 18.–19. október. Að þessu sinni var yfirskrift málþingsins<br />

Maður brýnir mann. Samskipti, umhyggja, samábyrgð.<br />

Nánar er greint frá því á bls. 36.<br />

Upplýsinga- og samráðsfundir<br />

Ársfundur<br />

Ársfundur Kennaraháskóla Íslands var haldinn 23. maí 2007.<br />

Á fundinum var dreift skýrslu um starfsemi skólans árið 2006<br />

og gerð grein fyrir helstu þáttum starfsins, fjárreiðum stofnunarinnar<br />

og markmiðum næsta starfsárs.<br />

Misserisþing<br />

Sú hefð hefur skapast í starfi Kennaraháskólans að efna<br />

tvisvar á hverju háskólaári til umræðu meðal kennara og<br />

starfsfólks um tiltekin málefni sem mikilvæg þykja fyrir uppbyggingu<br />

og þróun starfsins í skólanum. Samstarfsdagar þessir<br />

eru nefndir misserisþing og er stúdentaráði boðin þátttaka í<br />

þeim. Misserisþing vorið 2007 var haldið 26. febrúar og helgað<br />

fyrirhugaðri sameiningu Háskóla Íslands og framtíðarsýn<br />

skólans sem nýtt menntavísindasvið innan Háskólans. Um<br />

haustið var misserisþing haldið 30. nóvember. Þar var fjallað<br />

um rannsóknir og rannsóknarstefnu skólans, m.a. drög að<br />

endurskoðaðri rannsóknarstefnu, rannsóknarumhverfi, val á<br />

áherslusviðum, samstarf við skóla og fyrirtæki um rannsóknir<br />

og þróunarstarf og fjármögnun rannsókna.<br />

Upplýsingafundir rektors<br />

Eins og venja er boðaði rektor til nokkurra upplýsinga- og<br />

umræðufunda á árinu. Markmið fundanna var að gefa starfsfólki<br />

aukin tækifæri til að fylgjast með þróun stofnunarinnar<br />

og koma á framfæri skoðunum sínum á þeim málefnum sem<br />

tekin voru fyrir hverju sinni. Á árinu 2007 tóku þessir fundir<br />

mjög mið af væntanlegri sameiningu Kennaraháskólans og<br />

Háskóla Íslands.<br />

Auk þessara almennu umræðufunda bauð rektor til fundarraðar<br />

þar sem fjallað var í minni hópum um skipulag og<br />

stjórn sýslu hins nýja menntavísindasviðs og hugsanlega<br />

deildaskiptingu þess.<br />

ársskýrsla2007<br />

10<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!