11.01.2014 Views

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ársskýrsla2007<br />

Á árinu 2007 barst 81 styrkumsókn í Þróunarsjóð grunnskóla<br />

og fengu 36 verkefni styrki, samtals 20 milljónir<br />

króna. Umsóknir í Þróunarsjóð leikskóla voru 31 og var<br />

úthlutað styrkjum til 17 verkefna að upphæð samtals sex<br />

milljónum króna.<br />

SRR hefur umsjón með Stóru upplestrarkeppninni.<br />

Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum<br />

upplestri og framburði. Keppnin fer fram í 7. bekk<br />

grunnskóla og taka um 150 skólar þátt í henni.<br />

Auk þeirra verkefna sem hér eru talin sinnir SRR ýmsum<br />

öðrum verkefnum innanlands og í samstarfi við erlenda<br />

aðila. Af slíkum verkefnum má nefna þátttöku í Þekkingarneti<br />

Austurlands, umsjón með námskeiðum á vegum<br />

Evrópuráðs og þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum um<br />

endurmenntun kennara, s.s. TeachingFlex og EQUIP+.<br />

Ráðgjöf<br />

SRR stendur fyrir rannsóknarráðgjöf en með henni er<br />

komið til móts við sérfræðinga Kennaraháskólans í að efla<br />

þekkingu þeirra á skipulagningu og framkvæmd þróunarog<br />

rannsóknarverkefna. Leitast er við að auka slíka ráðgjöf<br />

ár frá ári.<br />

Árið 2007 leituðu kennarar skólans aðstoðar hjá sérfræðingum<br />

stofnunarinnar við undirbúning, framkvæmd og<br />

úrvinnslu rannsókna, birtingu niðurstaðna og umsóknir í<br />

samkeppnissjóði. Einnig leituðu nokkrir grunnskólar ráðgjafar<br />

og handleiðslu um nýbreytnistarf og mat á skólastarfi.<br />

Mats- og þjónustuverkefni<br />

Árið 2007 voru unnin fjölbreytt mats- og þjónustuverkefni á<br />

vegum SRR, sum í samvinnu við aðila utan skólans. Dæmi<br />

um slík verkefni eru:<br />

• Viðhorfskönnun fyrir fræðslu- og skólanefnd<br />

Hvalfjarðarsveitar.<br />

• Ráðgjöf við þróunarstarf Hvolsskóla, Hvolsvelli.<br />

• Úttekt á Skólaskrifstofu Suðurlands.<br />

• Mótun fræðslustefnu UMFÍ.<br />

• Mat á leikskólanum Ósi í Reykjavík.<br />

• Mat á Vinaleiðinni, samstarfsverkefni skóla og kirkju í<br />

fjórum grunnskólum Garða- og Bessastaðasókna.<br />

• Mat á stofnun tæknisafns í Flóa.<br />

• Uppsetning á vef um lestrarörðugleika fyrir menntamálaráðuneytið.<br />

Fræðslu- og kynningarstarf<br />

SRR sér um að kynna niðurstöður rannsóknar- og þróunarstarfs<br />

við skólann og skipuleggur málstofur, fyrirlestra og<br />

ráðstefnur ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðra.<br />

Fyrirlestrar og málstofur<br />

Árið 2007 voru haldnir nítján fyrirlestrar og málstofur. Fagráð<br />

skólans skipuleggja hvert um sig málstofur og fyrir lestra<br />

einn mánuð í senn og ráðast efnistök af sérsviðum þeirra.<br />

Málstofur og fyrirlestrar eru send út í vefsjónvarpi skólans<br />

(http://sjonvarp.khi.is).<br />

Málþing<br />

Árlegt málþing Kennaraháskóla Íslands, Rannsóknir –<br />

nýbreytni – þróun var haldið 18.–19. október í ellefta sinn.<br />

Málþingið er vettvangur þeirra sem vilja koma rannsóknum<br />

og þróunar- og nýbreytnistarfi á framfæri til þeirra fagstétta<br />

sem starfa við menntun og þjálfun. Að þessu sinni var yfirskrift<br />

málþingsins Maður brýnir mann. Samskipti, umhyggja,<br />

samábyrgð. Við upphaf málþingsins var minnst<br />

þeirra tímamóta í sögu skólans að hundrað ár eru liðin frá<br />

því að sett voru fyrstu barnafræðslulögin og lög um kennaramenntun.<br />

Af því tilefni flutti Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur<br />

hugleiðingu um skólagöngu sína og minntist<br />

fyrstu kennara sinna. Aðalfyrirlesari málþingsins var dr.<br />

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á<br />

Akureyri. Alls voru flutt 83 erindi á málþinginu sem haldið<br />

var í samvinnu við Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið,<br />

menntasvið Reykjavíkurborgar, Heimili og skóla<br />

– landssamtök foreldra, Þroskaþjálfafélag Íslands og Grunn<br />

– samtök forstöðumanna skólaskrifstofa. Efni frá málþinginu<br />

er að finna á slóðinni: http://ranns.khi.is/malthing<br />

Útgáfa<br />

Eftirtalin rit voru gefin út á árinu:<br />

Birt verk starfsmanna Kennaraháskóla Íslands. Um er að<br />

ræða yfirlit yfir rit og önnur nýsköpunarverk sem unnin<br />

voru af starfsmönnum Kennaraháskólans á árinu 2006.<br />

Ritið er eingöngu birt á vef skólans.<br />

Tvö hefti af sextánda árgangi tímaritsins Uppeldi og menntun<br />

komu út á árinu. Ritstjóri var Trausti Þorsteinsson forstöðumaður<br />

skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri. Aðrir í<br />

ritstjórn voru Börkur Hansen, prófessor við Kennaraháskóla<br />

Íslands, Guðrún Geirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og<br />

Hanna Ragnarsdóttir, aðstoðarrektor Kennaraháskóla Íslands.<br />

Fjórði árgangur Hrafnaþings, ársrits íslenskukennara við<br />

Kennaraháskóla Íslands, kom út á árinu 2007. Ritinu er<br />

einkum ætlað að vera vettvangur fyrir rannsóknir á sviði<br />

íslenskra fræða innan skólans og þar birtast greinar sem<br />

hafa sérstakt gildi fyrir nemendur í Kennaraháskólanum.<br />

Ritstjórar voru Anna Sigríður Þráinsdóttir lektor, Baldur<br />

Hafstað prófessor og Baldur Sigurðsson dósent.<br />

SRR gaf út 29 skýrslur um rannsóknar-, mats- og þróunarverkefni<br />

árið 2007.<br />

Rannsóknarsvið<br />

Rannsóknarsvið nær til málefna sem lúta að rannsóknum<br />

innan Kennaraháskóla Íslands, rannsóknarsjóðum, mati á<br />

rannsóknarstarfsemi, alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum,<br />

þjónusturannsóknum, starfi rannsóknarstofa og<br />

annarri rannsóknarstarfsemi sem tengist ákveðnum verkefnum<br />

og fagsviðum.<br />

Fimm manna vísindaráð er ábyrgt fyrir stefnumörkun og<br />

faglegri stjórn rannsóknarsviðs. Vísindaráð var þannig skipað<br />

árið 2007: Veturliði Óskarsson dósent (formaður),<br />

Guðrún V. Stefánsdóttir lektor, Jón Torfi Jónasson, prófessor<br />

við Háskóla Íslands, Júlíus Björnsson, forstöðumaður<br />

Námsmatsstofnunar og Steinunn Gestsdóttir lektor.<br />

Vísindaráð hélt níu fundi árið 2007.<br />

Á vormisseri 2007 var Gretar L. Marinósson prófessor framkvæmdastjóri<br />

rannsóknarsviðs. Við breytingar á skipulagi<br />

stjórnsýslu 1. ágúst 2007, sbr. bls. 8 tók hann jafnframt við<br />

starfi aðstoðarrektors rannsókna.<br />

Meginviðfangsefni árið 2007<br />

Á árinu vann vísindaráð í samræmi við aðgerðaáætlun sem<br />

byggist á stefnumörkun um rannsóknir við skólann til loka<br />

ársins 2007. Á árinu hófst endurskoðun þeirrar stefnumörkunar.<br />

Í tengslum við hana var misserisþing skólans um<br />

haustið helgað rannsóknum og nýttist sú vinna við stefnumörkunina.<br />

Starf rannsóknarsviðs var mótað í ljósi þeirra breytinga sem<br />

gerðar voru á starfsemi sviðsins og samið við Símenntun –<br />

rannsóknir – ráðgjöf (SRR) um ýmis verkefni sem áður tilheyrðu<br />

Rannsóknarstofnun skólans, s.s. umsjón með fyrirlestrahaldi,<br />

útgáfu, ráðgjöf og kynningu á rannsóknum<br />

starfsmanna.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir við Kennaraháskóla Íslands beinast einkum að<br />

fræðasviðum þeirra starfsstétta sem skólinn menntar.<br />

Rannsóknarverkefni og sjóðir<br />

Árið 2007 veitti Rannsóknarsjóður Kennaraháskólans 6,7<br />

milljónum króna til 29 rannsóknarverkefna kennara og sérfræðinga<br />

við Kennaraháskólann. Þar af hlutu 20 verkefni<br />

styrk úr A-hluta sjóðsins (hámark 500 þús. kr.) og níu verkefni<br />

úr B-hluta sjóðsins (hámark 80 þús. kr.)<br />

Hæstu styrkina hlutu eftirtalin verkefni:<br />

• Samanburðarrannsókn á reynslu foreldra fjögurra aldurshópa<br />

fatlaðra barna og ungmenna af stuðningi við fjölskyldur<br />

vegna fötlunar barns.<br />

• Þekking barna á ofbeldi á heimilum.<br />

• Líkams- og heilsurækt aldraðra.<br />

• Blandað nám á framhaldsskólastigi.<br />

• Sagan í námsgögnunum. Er líf í sögukennslubókum?<br />

• Námsmat í grunnskólum.<br />

• Ættleidd börn á Íslandi af erlendum uppruna.<br />

• Íþróttabókmenntir – íþróttir fornmanna.<br />

• Söngur í leikskóla.<br />

• Næring og holdafar – viðhorf, þekking og hegðunarmynstur<br />

nemenda og kennara.<br />

• Lífsstíll 7–9 ára grunnskólabarna.<br />

• Staða og reynsla erlendra nemenda við Kennaraháskóla<br />

Íslands.<br />

ársskýrsla2007<br />

36<br />

37

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!