11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Árbók Háskóla<br />

Íslands <strong>2005</strong>


Efnisyfirlit<br />

FORMÁLI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5<br />

STJÓRN HÁSKÓLA ÍSLANDS OG SAMEIGINLEG MÁL . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7<br />

Stjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7<br />

Skipurit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9<br />

Sameiginleg mál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11<br />

Háskólinn í hnotskurn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32<br />

STJÓRNSýSLA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35<br />

Skrifstofa rektors . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35<br />

Markaðs- og samskiptamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37<br />

Akademísk stjórnsýsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39<br />

Stjórnsýsla, lög og reglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40<br />

Kennslumál, stúdentar, brautskráningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40<br />

Kennslumiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42<br />

Námsráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44<br />

Tungumálamiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47<br />

Rannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48<br />

Rannsóknatengdir sjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52<br />

Alþjóðasamskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57<br />

Starfsmanna- og starfsþróunarmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63<br />

Jafnréttismál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68<br />

Skjalasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72<br />

Rekstur og framkvæmdir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74<br />

Fjárreiður og rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77<br />

Ársreikningur Háskóla Íslands <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80<br />

Sjóðir og gjafir í vörslu Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82<br />

DEILDIR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91<br />

Félagsvísindadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91<br />

Félagsvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98<br />

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100<br />

Guðfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102<br />

Guðfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103<br />

Hjúkrunarfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110<br />

Hugvísindadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113<br />

Hugvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118<br />

Bókmenntafræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120<br />

Heimspekistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 121<br />

Málvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122<br />

Sagnfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124<br />

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum . . . . . . . . . . . 125<br />

Lagadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 132<br />

Lagastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134<br />

Lyfjafræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138<br />

Læknadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 140<br />

Læknisfræðiskor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 140<br />

Sjúkraþjálfunarskor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145<br />

Lífeðlisfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145<br />

Lífefna- og sameindalíffræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 146<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 147<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 149<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 150<br />

Raunvísindadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 152<br />

Raunvísindastofnun Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157<br />

Eðlisfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157<br />

Efnafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 158<br />

Lífefnafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 159<br />

Reiknifræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 159<br />

Stærðfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 160<br />

Jarðvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 161<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 166<br />

Tannlæknadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 169<br />

Verkfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 172<br />

Verkfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 174<br />

2


Vatnaverkfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 176<br />

Upplýsinga- og merkjafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 179<br />

Kerfisverkfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 183<br />

Varma- og straumfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 184<br />

Sjálfstætt starfandi einstaklingar – ýmis verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 185<br />

Viðskipta- og hagfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 186<br />

Hagfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 189<br />

Viðskiptafræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 191<br />

RANNSÓKNASTOFNANIR Í TENGSLUM VIð HÁSKÓLANN . . . . . . . . . . . . . . . . . 193<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki . . . 193<br />

Háskólasetrið á Hornafirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 194<br />

Háskólasetrið í Hveragerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 197<br />

Háskólasetur Suðurnesja, Sandgerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 197<br />

Háskóli Íslands í Vestmannaeyjum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 200<br />

Íslensk málstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 201<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 202<br />

Orðabók Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 204<br />

Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 205<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 206<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði . 209<br />

Rannsóknastofa um mannlegt atferli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 209<br />

Rannsóknastofa í meinafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 210<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 211<br />

Rannsóknastofa í ónæmisfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 212<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 216<br />

Rannsóknastofa í veirufræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 217<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 218<br />

Siðfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 220<br />

Sjávarútvegsstofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 221<br />

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 225<br />

Stofnun Sigurðar Nordals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 227<br />

Umhverfisstofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 228<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum . . . . . . . . . . . . . . . . . 228<br />

ÞJÓNUSTUSTOFNANIR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 232<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 232<br />

Happdrætti Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 234<br />

Háskólaútgáfan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 234<br />

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 236<br />

Listasafn Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 242<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 243<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 245<br />

Upplýsingaþjónusta Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 250<br />

BRAUTSKRÁNINGARRÆðUR HÁSKÓLAREKTORS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 251<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólasamfélagið - Brautskráningarræða 26. febrúar <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . 251<br />

Páll Skúlason:<br />

Framtíð Háskóla Íslands - Brautskráningarræða 25. júní <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . 255<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólahugsjónin - Ræða við rektorsskipti 30. júní <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . . . . . 258<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Hlutverk Háskóla Íslands - Ræða við embættistöku rektors<br />

Háskóla Íslands 30 júní <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 262<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Háskóli í fremstu röð - Brautskráningarræða 22. október <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . 266<br />

BRAUTSKRÁðIR KANDÍDATAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 270<br />

DOKTORSPRÓF . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 280<br />

Ný OG BREYTT STÖRF . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 282<br />

HELSTU SÍMANÚMER, FAXNÚMER, NETFÖNG<br />

OG VEFFÖNG HÁSKÓLA ÍSLANDS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 288<br />

UNIVERSITY OF ICELAND – BRIEF OVERVIEW . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 290<br />

3


Formáli<br />

Árið <strong>2005</strong> var viðburðaríkt í sögu Háskóla Íslands. Allt starf skólans var metið<br />

og árangurinn borinn saman við erlenda háskóla. Á miðju ári urðu rektorsskipti<br />

og í kjölfarið hófst umfangsmikil stefnumótunarvinna Háskólans fyrir tímabilið<br />

2006-2011.<br />

Að frumkvæði menntamálaráðuneytisins og Háskólans sjálfs voru utanaðkomandi<br />

sérfræðingar og stofnanir, innlendar og erlendar, fengnar til að meta rekstur<br />

skólans, kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu. Niðurstöðurnar úr þessu mati voru<br />

birtar opinberlega. Stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi að<br />

rekstur Háskólans er hagkvæmur og að skólinn fer vel með fé. Árangur, mældur í<br />

afköstum vísindamanna og kennara, er meiri en hjá sambærilegum erlendum<br />

háskólum og á sama tíma er rekstur Háskóla Íslands ódýrari en hjá erlendum<br />

samanburðarskólum. Úttekt á akademískri stöðu og rannsóknavirkni sýndi að<br />

vísindamenn skólans skila miklu og góðu verki. Úttekt á vegum Samtaka<br />

evrópskra háskóla (European University Association) sýndi að grunnstarfsemi<br />

Háskólans er traust hvað varðar kennslu og stjórnun, árangur í vísindastarfi er<br />

framúrskarandi í mörgum greinum og skólinn hefur góð alþjóðleg tengsl. Í matsgerðunum<br />

komu einnig fram ýmsar ábendingar og hugmyndir um hvað hægt<br />

væri að gera til að efla og styrkja Háskólann enn frekar.<br />

Á miðju ári <strong>2005</strong> urðu rektorsskipti við Háskóla Íslands. Páll Skúlason lét af<br />

embætti eftir 8 ára farsælt starf. Árbókinni fylgir ítarleg greinargerð um rektorstíð<br />

Páls Skúlasonar.<br />

Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræðideild, var kjörin nýr rektor af háskólasamfélaginu<br />

og tók við embætti 1. júlí við hátíðlega athöfn í Hátíðasal. Um haustið<br />

hófst viðamikil vinna við stefnumótun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2006-2011<br />

með þátttöku starfsmanna og stúdenta í öllum deildum og stjórnsýslu. Þessi<br />

vinna byggði á þeirri meginforsendu að menntun og þekkingarsköpun á heimsmælikvarða<br />

sé grundvöllur lífskjara og velsældar eins og best þekkist, forsenda<br />

velgengni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og að við getum skapað áhugaverðan<br />

starfsvettvang á Íslandi fyrir okkar best menntaða og hæfileikaríkasta fólk.<br />

Við lestur þessarar Árbókar og Ritaskrár sem fylgir, má ljóst vera að rannsóknaog<br />

kennslustarf við Háskóla Íslands hefur aldrei verið fjölbreyttara og blómlegra<br />

en nú. Þörfin fyrir menntun og þekkingarsköpun í samfélagi okkar hefur aldrei<br />

verið meiri og Háskóli Íslands hefur brugðist við því með fjölgun námsleiða og<br />

eflingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfs, sem í vaxandi mæli fer fram í gagnvirkum<br />

og gjöfulum tengslum við atvinnulífið og í samstarfi við erlenda háskóla.<br />

Kristín Ingólfsdóttir<br />

rektor Háskóla Íslands<br />

5


Stjórn<br />

Háskóla Íslands<br />

og sameginleg mál<br />

Stjórn<br />

Stjórnskipulag<br />

Mælt er fyrir um stjórnskipulag Háskóla Íslands í lögum nr. 136/1997 um háskóla<br />

og lögum nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og síðan ítarlegar í reglum sem háskólaráð<br />

hefur sett á grundvelli laganna, sbr. reglur nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands.<br />

Rektor<br />

Háskólarektor er yfirmaður stjórnsýslu Háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart<br />

mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann á frumkvæði að því að háskólafundur<br />

marki heildarstefnu í málefnum Háskólans. Á milli funda háskólaráðs<br />

fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum Háskólans.<br />

Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs,<br />

að undangengnum almennum kosningum í Háskólanum. Á árinu fór fram<br />

rektorskjör og tók Kristín Ingólfsdóttir prófessor við embætti af Páli Skúlasyni<br />

prófessor 1. júlí.<br />

Háskólafundur<br />

Háskólafundur er samráðsvettvangur háskóladeilda og háskólastofnana, en fer<br />

hvorki með beina framkvæmd mála né stjórnsýslulegt úrskurðarvald. Háskólafundur<br />

vinnur að þróun og eflingu Háskóla Íslands og mótar og setur fram sameiginlega<br />

vísinda- og menntastefnu Háskólans. Á háskólafundi eiga sæti rektor,<br />

forsetar háskóladeilda og viðbótarfulltrúar deilda, kjörnir samkvæmt reglum þar<br />

að lútandi, og fulltrúar helstu stofnana, kennarafélaga, stúdenta, auk fulltrúa<br />

starfsmanna stjórnsýslu og fulltrúa þjóðlífs. Háskólafundur er haldinn a.m.k. einu<br />

sinni á misseri og sitja hann um 80 manns. Haldnir voru þrír háskólafundir á<br />

árinu.<br />

Háskólaráð<br />

Háskólaráð er æðsti ákvörðunaraðili innan Háskólans sem fer með úrskurðarvald<br />

í málefnum skólans og stofnana er honum tengjast og hefur almennt eftirlit<br />

með starfsemi hans og rekstri. Háskólaráð hefur yfirumsjón með einstökum háskólastofnunum,<br />

fyrirtækjum, sjóðum og öðrum eignum Háskólans. Rektor er<br />

forseti háskólaráðs og auk hans eiga þar sæti fjórir fulltrúar deilda, kjörnir úr<br />

hópi fastra kennara eftir ákveðnum reglum, tveir fulltrúar samtaka nemenda,<br />

einn fulltrúi samtaka háskólakennara og tveir fulltrúar þjólífs skipaðir af menntamálaráðherra.<br />

Skipan háskólaráðs var sem hér segir á árinu <strong>2005</strong>:<br />

• Páll Skúlason prófessor, rektor og forseti til 30. júní, en Kristín Ingólfsdóttir<br />

prófessor tók við báðum embættum 1. júlí.<br />

• Eiríkur Tómasson prófessor, fulltrúi félagsvísindasviðs (félagsvísindadeildar,<br />

lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar) og varaforseti.<br />

• Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor, fulltrúi heilbrigðisvísindasviðs (hjúkrunarfræðideildar,<br />

lyfjafræðideildar, læknadeildar og tannlæknadeildar).<br />

• Rögnvaldur Ólafsson dósent, fulltrúi raunvísindasviðs (raunvísindadeildar og<br />

verkfræðideildar).<br />

7


• Vilhjálmur Árnason prófessor, fulltrúi hugvísindasviðs (guðfræðideildar og<br />

hugvísindadeildar).<br />

• Jóhannes Rúnar Sveinsson dósent, fulltrúi Félags háskólakennara og Félags<br />

prófessora.<br />

• Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, fulltrúi þjóðlífs.<br />

• Matthías Páll Imsland deildarsérfræðingur, fulltrúi þjóðlífs.<br />

• Bryndís Harðardóttir hagfræðinemi, fulltrúi stúdenta í Vöku.<br />

• Anna Pála Sverrisdóttir laganemi, fulltrúi stúdenta í Röskvu.<br />

Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, var fundarritari háskólaráðs<br />

og sat fundi án atkvæðisréttar. Haldnir voru 17 háskólaráðsfundir á<br />

árinu.<br />

Stjórn deilda<br />

Deildarfundur fer með ákvörðunarvald í málefnum hverrar deildar og er deildarforseti<br />

framkvæmdastjóri hennar. Deildarfundir geta framselt ákvörðunarvald sitt<br />

í einstökum málum eða málaflokkum til deildarráða. Deildarforseti á m.a. frumkvæði<br />

að mótun heildarstefnu fyrir deild, hefur eftirlit með starfi og stjórnsýslu<br />

deildar, ræður starfslið að stjórnsýslu hennar og ber ábyrgð á fjármálum deildar<br />

gagnvart háskólaráði og rektor. Deildarforsetar voru þessir á árinu:<br />

• Félagsvísindadeild: Ólafur Þ. Harðarson prófessor.<br />

• Guðfræðideild: Einar Sigurbjörnsson prófessor.<br />

• Hugvísindadeild: Oddný G. Sverrisdóttir dósent.<br />

• Hjúkrunarfræðideild: Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent.<br />

• Lagadeild: Eiríkur Tómasson prófessor. Páll Hreinsson prófessor tók við af<br />

honum 1. júlí.<br />

• Lyfjafræðideild: Þorsteinn Loftsson prófessor.<br />

• Læknadeild: Stefán B. Sigurðsson prófessor.<br />

• Raunvísindadeild: Hörður Filippusson prófessor.<br />

• Tannlæknadeild: Einar Ragnarsson dósent. Sigfús Þór Elíasson prófessor tók<br />

við af honum 1. september.<br />

• Verkfræðideild: Sigurður Brynjólfsson prófessor.<br />

• Viðskipta- og hagfræðideild: Gylfi Magnússon dósent.<br />

Stjórnsýsla Háskólans<br />

Stjórnsýsla Háskólans fer annars vegar fram í deildum og hins vegar er sameiginleg<br />

stjórnsýsla. Skrifstofustjórar og/eða deildarfulltrúar í deildum sjá um<br />

framkvæmdastjórn og rekstur deildarskrifstofu í umboði deildarforseta. Sameiginleg<br />

stjórnsýsla, sem að stærstum hluta er til húsa í Aðalbyggingu, skiptist í<br />

akademíska stjórnsýslu undir framkvæmdastjórn Þórðar Kristinssonar og rekstur<br />

og framkvæmdir undir framkvæmdastjórn Guðmundar R. Jónssonar.<br />

Undir akademíska stjórnsýslu heyra alþjóðamál, jafnréttismál, kennslumál, rannsóknamál,<br />

starfsmannamál, skjalasafn og lög og reglur. Undir rekstrar- og framkvæmdasvið<br />

heyra byggingar og tækni, fjárreiður, rekstur fasteigna og íþróttahús.<br />

Rektorsskrifstofa, gæðamál, og markaðs- og samskiptamál heyra beint undir<br />

rektor.<br />

8


Skipurit Háskóla Íslands<br />

Háskólaráð<br />

Háskólafundur<br />

Rektor<br />

Nefndir háskólaráðs<br />

Sameiginleg stjórnsýsla<br />

Deildir og stofnanir<br />

Stofnanir utan deilda<br />

Skipurit sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands<br />

Rektor<br />

Markaðs- og samskiptamál<br />

Skrifstofa rektors<br />

Gæðamál<br />

Rekstur og framkvæmdir<br />

Akademísk stjórnsýsla<br />

Byggingar og<br />

tækni<br />

Fjárreiður<br />

Rekstur fasteigna<br />

Lög og reglur<br />

Skjalasafn<br />

Starfsmannamál<br />

Jafnréttismál<br />

Kennsla<br />

Rannsóknir<br />

Alþjóðamál<br />

Lög og reglur um Háskóla Íslands er að finna á slóðinni: http://www2.hi.is/page/logogreglur<br />

Upplýsingar um háskólaráð, þ.m.t. fundagerðir, er að finna undir: http://www.hi.is/page/haskolarad<br />

Upplýsingar um háskólafund, þ.m.t. fundargerðir og ýmis stefnuskjöl, er að finna undir: http://www.hi.is/page/haskolafundur<br />

9


Deildir og skorir við Háskóla Íslands<br />

Félagsvísindadeild<br />

Bókasafns- og upplýsingafræðiskor<br />

Félagsfræðiskor<br />

Félagsráðgjafarskor<br />

Mannfræði- og þjóðfræðiskor<br />

Sálfræðiskor<br />

Stjórnmálafræðiskor<br />

Uppeldis- og menntunarfræðiskor<br />

Guðfræðideild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Hugvísindadeild<br />

Bókmenntafræði- og málvísindaskor<br />

Enskuskor<br />

Heimspekiskor<br />

Íslenskuskor<br />

Sagnfræðiskor<br />

Skor rómanskra og klassískra mála<br />

Skor þýsku og Norðurlandamála<br />

Lagadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Læknadeild<br />

Geisla- og lífeindafræðiskor<br />

Læknisfræðiskor<br />

Sjúkraþjálfunarskor<br />

Raunvísindadeild<br />

Eðlisfræðiskor<br />

Efnafræðiskor<br />

Jarð- og landfræðiskor<br />

Líffræðiskor<br />

Matvælafræðiskor<br />

Stærðfræðiskor<br />

Tannlæknadeild<br />

Verkfræðideild<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræðiskor<br />

Tölvunarfræðiskor<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor<br />

Véla- og iðnaðarverkfræðiskor<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Hagfræðiskor<br />

Viðskiptafræðiskor<br />

10


Sameiginleg mál<br />

Í forystu íslenskra háskóla<br />

Háskóli Íslands er í forystu íslenskra háskóla, framsækin mennta- og vísindastofnun<br />

á traustum grunni. Háskólinn er viðurkenndur rannsóknaháskóla í hinu<br />

alþjóðlega vísindasamfélagi og hann er stærsta þekkingarsamfélag landsins. Háskóli<br />

Íslands hefur lagt grunn að velferð og hagsæld Íslendinga og ætlar hér eftir<br />

sem hingað til að vera styrkasti hornsteinn þekkingaruppbyggingar í íslensku<br />

samfélagi.<br />

Við Háskóla Íslands eru ellefu deildir og námsleiðirnar skipta hundruðum. Háskólinn<br />

býður fjölbreytt nám á öllum háskólastigum og sveigjanlegar námsleiðir<br />

sem mæta þörfum nútímans fyrir fjölþætta og haldgóða menntun. Háskóli Íslands<br />

er eini háskóli landsins sem býður grunnám og framhaldsnám á öllum helstu<br />

fræðastigum.<br />

Við Háskóla Íslands eru gerðar miklar kröfur um gæði og árangur í námi,<br />

kennslu og rannsóknum. Kennarar skólans og nemendur í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi stunda fjölþættar rannsóknir í nánum tengslum við íslenskt samfélag<br />

og atvinnulíf. Það má með sanni segja að dag hvern fari fram öflugt nýsköpunar-<br />

og frumkvöðlastarf í Háskóla Íslands.<br />

Við Háskólann starfar stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara. Mikill<br />

meirihluti fastráðinna kennara er með doktorspróf og hefur sá hópur stundað<br />

bæði nám og rannsóknir við virta erlenda háskóla. Alþjóðleg tengsl kennaranna<br />

eru því mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum fræðum í alþjóðlegu<br />

vísindasamfélagi.<br />

Háskóli Íslands á samstarf við mörg hundruð erlenda háskóla og rannsóknastofnanir<br />

um nemendaskipti, rannsóknir, starfsmannaskipti og fleira. Öllum nemendum<br />

Háskólans gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla.<br />

Hundruð erlendra nemenda stunda nám við Háskóla Íslands ár hvert og fer þeim<br />

stöðugt fjölgandi. Við skólann starfar fjöldi erlendra gestakennara og vísindamanna<br />

auk ótal erlendra fyrirlesara og gesta. Háskólinn er því afar litríkt og fjölbreytilegt<br />

samfélag.<br />

Nýr rektor Háskóla Íslands<br />

Rektorskjör fór fram í Háskóla Íslands 10. mars. Í framboði voru fjórir kennarar<br />

Háskólans, þau Ágúst Einarsson prófessor, Einar Stefánsson prófessor, Jón Torfi<br />

Jónasson prófessor og Kristín Ingólfsdóttir prófessor. Á kjörskrá voru 9.907, þar<br />

af 1.086 starfsmenn og 8.821 stúdent. Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna<br />

sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða, atkvæði stúdenta<br />

giltu sem 30% og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila giltu sem 10% greiddra atkvæða.<br />

Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda<br />

þannig að Ágúst Einarsson fékk 27,3% gildra atkvæða, Einar Stefánsson 18,5%, Jón<br />

Torfi Jónasson 24,7% og Kristín Ingólfsdóttir 29,6%. Þar sem enginn frambjóðenda<br />

fékk meirihluta atkvæða var skv. reglum Háskólans kosið að nýju milli Ágústs<br />

Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur 17. mars. Voru úrslit rektorskjörs þau að<br />

Ágúst Einarsson hlaut 47,7% gildra atkvæða en Kristín Ingólfsdóttir 52,3% og hlaut<br />

hún því tilnefningu í embætti rektors Háskóla Íslands, en menntamálaráðherra<br />

skipar háskólarektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.<br />

Rektorsskiptin fóru fram við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 30. júní<br />

að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal forseta Íslands, forsætisráðherra og menntamálaráðherra.<br />

Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskólans ávarpaði samkomugesti<br />

og afhenti síðan nýkjörnum rektor, Kristínu Ingólfsdóttur, rektorsfestina,<br />

tákn embættisins. Kristín Ingólfsdóttir ávarpaði samkomugesti og síðan var boðið<br />

til móttöku. Tók Kristín formlega við embætti 1. júlí og er skipunartími hennar<br />

fimm ár. Er hún tuttugasti og áttundi rektor Háskólans og fyrsta konan sem<br />

gegnir embætti háskólarektors.<br />

Kristín Ingólfsdóttir útskrifaðist úr eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík,<br />

stundaði nám í frönsku og efnafræði í Frakklandi og lyfjafræðinám við Háskóla<br />

Íslands. Hún lauk doktorsprófi (Ph.D.) frá King´s College, University of London<br />

1983 og hefur frá þeim tíma starfað við Háskóla Íslands, sem prófessor við lyfjafræðideild<br />

frá 1997. Auk kennslu- og vísindastarfa við lyfjafræðideild hefur Kristín<br />

tekið þátt í margvíslegu starfi innan Háskólans og utan. Hún hefur setið í deildarráði<br />

og vísindanefnd læknadeildar, stjórn Reykjavíkur apóteks og fjármálanefnd<br />

11


háskólaráðs. Þá hefur Kristín átt sæti í stjórn RANNÍS og hún var varamaður í<br />

stjórn Vísindasjóðs Vísinda- og tækniráðs. Hún var formaður vísindanefndar<br />

Krabbameinsfélags Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Nordisk Forskerutdannings<br />

Akademi (NorFA). Kristín átti sæti í Lyfjanefnd ríkisins og í Lyfjanefnd Lyfjastofnunar.<br />

Hún hefur tekið þátt í starfi evrópsku lyfjamálastofnunarinnar (EMEA) og<br />

hefur setið í stjórnum sprotafyrirtækja.<br />

Kristín hefur verið mjög virk í rannsóknum og eftir hana liggur fjöldi vísindagreina.<br />

Hún hefur unnið að rannsóknum í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda<br />

vísindamenn, og hafa rannsóknirnar einkum snúið að einangrun efna úr íslenskum<br />

fléttum, lyngplöntum og sjávardýrum og prófunum á virkni þeirra á<br />

sjúkdómsvaldandi veirur og bakteríur, frumur ónæmiskerfisins og illkynja frumur.<br />

Kristín hefur flutt erindi fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum víða um heim auk<br />

fjölda erinda fyrir innlend fagfélög, félagasamtök og almenning. Hún hefur flutt<br />

erindi á ráðstefnum krabbameinsfélaga á Norðurlöndum um hættur sem geta<br />

fylgt samtímis inntöku lyfja og náttúrumeðala. Hún hefur sýnt fræðslu fyrir almenning<br />

og sjúklingahópa mikinn áhuga, séð um námskeið fyrir Opinn háskóla<br />

og haldið endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi lyfjafræðinga í samstarfi við<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.<br />

Kristín er gift Einari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá IMG og eiga þau tvær<br />

dætur.<br />

Rekstur Háskólans<br />

Útgjöld námu alls 7.179,2 m.kr. samanborið við 6.658,0 m.kr. árið 2004. Tekjuhalli<br />

nam 29,8 m.kr. samanborið við 136,1 m.kr. halla árið áður. Heildarútgjöld jukust<br />

um 521,2 m.kr. eða 7,8% milli ára. Þetta skiptist þannig að rekstrarútgjöld hækkuðu<br />

um 710,0 m.kr. eða 11,6% milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 188,8<br />

m.kr. Lækkun framkvæmdaliða endurspeglar að bygginga Náttúrufræðahúss<br />

lauk á árinu 2004. Ársverkum fjölgaði ekki og voru 985. Launakostnaður óx um<br />

14,4% úr 4.269,4 m.kr. í 4.883,6 m.kr. Fjölgun starfsmann og aukning launa- og<br />

annars rekstrarkostnaðar á undanförnum árum er mun minni en sem nemur<br />

fjölgun nemenda og verðlagshækkunum. Sértekjur námu alls 2.442,6 m.kr.<br />

samanborið við 2.299,3 m.kr. árið áður, aukning milli ára var 6,2%. Erlendar tekjur<br />

námu 444,4 m.kr. og lækkuðu um 17,7% fá fyrra ári. Samtals námu fjárheimildir<br />

4.706,8 m.kr. og uxu um 11,5% frá fyrra ári. Rekstrartekjur alls námu 7.149,4 m.kr.<br />

samanborið við 6.521,9 m.kr. árið áður og hækkuðu um 9,6%.<br />

Nemendum fjölgaði um 34,6% á þrem árum og voru yfir níu þúsund háskólaárið<br />

2003-2004. Sett voru strangari inntökuskilyrði á árinu 2004 og nemendur voru<br />

8.939 í október <strong>2005</strong>. Á sama tíma hefur föstum kennurum ekki fjölgað og raunkostnaður<br />

við kennslu hefur lækkað verulega. Þrátt fyrir það hafa kennsludeildir<br />

safnað upp verulegum halla á undanförnum árum.<br />

Hinn 1. nóvember <strong>2005</strong> skilaði Háskóli Íslands kennsluuppgjöri vegna ársins <strong>2005</strong><br />

í samræmi við kennslusamning. Þar kom fram að á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru<br />

skráðir 8.725 nemendur við Háskólann. Virkni nemenda jókst og var að meðaltali<br />

66,6% og virkir nemendur til uppgjörs vegna kennslu 5.807. Virkum nemendum<br />

fjölgaði um 78 (1,4%) milli ára. Á fjárlögum var aðeins reiknað með 5.450 virkum<br />

nemendum. Ekki fékkst greitt fyrir 321 nemanda sem samkvæmt reiknilíkani<br />

hefði gefið háskólanum 203,3 m.kr. viðbótarfjárveitingu. Á síðustu 5 árum hefur<br />

Háskóli Íslands skilað 25.756 virkum nemendum samanborið við 23.627 samkvæmt<br />

forsendum fjárlaga. Eftir standa 2.129 virkir nemendur sem ekki hefur<br />

fengist greitt fyrir að fullu. Samkvæmt útreikningum nemur óuppgerð kennsla<br />

759 m.kr. á síðustu 5 árum.<br />

Þjóðin ber mest traust til Háskóla Íslands<br />

IMG Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra helstu stofnana þjóðarinnar<br />

frá árinu 1993. Spurt er um traust til Alþingis, dómskerfisins, Háskóla Íslands,<br />

heilbrigðiskerfisins, ríkissáttasemjara, lögreglunnar, umboðsmanns Alþingis<br />

og þjóðkirkjunnar. Enn sem fyrr nýtur Háskóli Íslands langmest trausts af<br />

þessum stofnunum og bera 86% þjóðarinnar traust til hans samkvæmt könnuninni.<br />

Samkvæmt könnuninni ber þjóðin minnst traust til Alþingis og dómskerfisins<br />

en einungis rúmlega þriðjungur þjóðarinnar ber traust til þessara tveggja<br />

stofnana. Helstu breytingar frá síðasta ári eru að traust til heilbrigðiskerfisins<br />

jókst um 7 prósentustig, en traust til Alþingis minnkaði um 8 prósentustig og<br />

traust til ríkissáttasemjara minnkaði um 6 prósentustig. Þá jókst traust til Háskóla<br />

Íslands um 1 prósentustig frá fyrra ári.<br />

12


Mynd 1. Traust til stofnana.<br />

Háskóli Íslands<br />

86%<br />

Heilbrigðiskerfið<br />

Lögreglan<br />

Umboðsmaður Alþingis<br />

Ríkissáttasemjari<br />

Þjóðkirkjan<br />

70%<br />

67%<br />

62%<br />

56%<br />

55%<br />

Dómskerfið<br />

Alþingi<br />

35%<br />

35%<br />

0% 25% 50% 75% 100%<br />

Háskólafundur<br />

Haldnir voru þrír háskólafundir á árinu. Fyrsti fundurinn fór fram 18. febrúar og<br />

voru fimm mál á dagskrá. Hófst fundurinn á umræðum um niðurstöður síðasta<br />

fundar ársins 2004 sem fram fór í ráðstefnuhúsi Bláa lónsins og var helgaður<br />

þeirri spurningu, hvernig styrkja mætti háskólafund enn frekar. Næst var fjallað<br />

um framlögð drög að viðmiðum og kröfum um gæði meistara- og doktorsnáms.<br />

Var málið rætt ítarlega og samþykkt að greina skýrt á milli gæðareglna fyrir<br />

meistaranám og fyrir doktorsnám. Þá voru til umræðu og afgreiðslu drög að<br />

stefnu Háskóla Íslands gegn mismunun og voru þau samþykkt. Voru fulltrúar á<br />

háskólafundi á einu máli um það að hér væri á ferðinni afar mikilvægt mál og<br />

að það væri Háskóla Íslands til sóma að vera í fararbroddi og til fyrirmyndar í<br />

þessum efnum. Fjórða mál á dagskrá fundarins var kynning á hugmyndum<br />

kennslumálanefndar að nýju stigamatskerfi kennslu. Var málið rætt ítarlega og<br />

ákveðið að vísa því til rektors og deildarforseta til frekari meðferðar. Seinast á<br />

dagskrá fundarins var kynning á þverfræðilegu námi og rannsóknum. Flutt voru<br />

tvö fróðleg framsöguerindi og að þeim loknum fóru fram umræður.<br />

Annar háskólafundur ársins var haldinn 26. maí og voru þrjú mál á dagskrá.<br />

Fyrsta málið var siðareglur Háskólans og staða þeirra. Fyrir fundinum lá greinargerð<br />

starfshóps sem skipaður hafði verið í kjölfar þess að Héraðsdómur<br />

Reykjavíkur komst að því í úrskurði að lagalegar forsendur siðareglna Háskólans<br />

og starfsreglna siðanefndar skólans væru óljósar. Málið var rætt og ákveðið<br />

að fela starfshópnum að halda áfram vinnu sinni. Næsta mál á dagskrá fundarins<br />

var ítarleg kynning á nýlega birtum niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar.<br />

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að Háskóli Íslands er<br />

tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla og að árangur<br />

hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst<br />

er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknaháskóli<br />

hljóta að ráðast verulega af því hvaða stefna í uppbyggingu og<br />

stjórnun verður valin á komandi árum. Þá kemur fram í skýrslunni að stjórnendur<br />

Háskólans hafa gætt þess á liðnum árum að haga rekstri skólans í samræmi<br />

við fjárveitingar og aðrar tekjur og að gripið hefur verið til ýmissa aðhaldsaðgerða.<br />

Hlutfall annarra tekna en ríkisframlaga er tiltölulega hátt hjá Háskóla<br />

Íslands miðað við erlenda háskóla sem gerður var samanburður við.<br />

Fjárhagsvandi Háskóla Íslands er því ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og<br />

skuldasöfnun heldur er skólanum óhægt um vik að mæta auknum kostnaði<br />

vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna, án þess að það<br />

komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Síðasta mál á dagskrá fundarins,<br />

sem jafnframt var síðasti háskólafundur undir stjórn Páls Skúlasonar, var kynning<br />

á framkvæmd stefnumála Háskóla Íslands. Fór rektor yfir starfsemi og<br />

stefnumótun sem fram hefur farið á vettvangi fundarins frá upphafi og létu<br />

fundarmenn í ljós þá skoðun að fundurinn hefði unnið sér sess á síðustu árum<br />

og væri orðinn ómissandi þáttur í háskólastarfinu.<br />

Þriðji og síðasti háskólafundur ársins fór fram 17. nóvember. Þetta var fyrsti háskólafundur<br />

undir stjórn Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Fjögur mál voru á dagskrá.<br />

Fyrir fundinum lá dagskrártillaga viðskipta- og hagfræðideildar og laga-<br />

13


deildar um að umfjöllun um tillögu þeirra um heimild til að innheimta skólagjöld<br />

í meistaranámi yrði frestað til næsta háskólafundar. Var tillagan samþykkt.<br />

Fyrsta mál á dagskrá var kynning á skýrslu starfshóps rektors um viðbrögð við<br />

niðurstöðum ytri úttekta á Háskóla Íslands 2004 og <strong>2005</strong>. Fram var lögð ítarleg<br />

skýrsla sem starfshópurinn samdi í kjölfar þriggja viðamikilla úttekta á Háskólanum<br />

og geymir yfir 90 tillögur um viðbrögð við athugasemdum og ábendingum<br />

sem fram koma í skýrslunum. Málið var rætt ítarlega og var skýrslunni mjög<br />

vel tekið. Næst á dagskrá var mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar Háskóla<br />

Íslands fyrir tímabilið 2006-2010. Reifaði rektor helstu ástæður fyrir því að<br />

ákveðið hefði verið að ráðast í þetta verk, rakti forsendurnar sem stefnumótunin<br />

tæki mið af og lýsti verklagi og tímaáætlun. Þriðja mál á dagskrá fundarins var<br />

jafnréttisáætlun Háskóla Íslands <strong>2005</strong>-2009 sem tekur við af fyrri jafnréttisáætlun.<br />

Málið var kynnt og rætt ítarlega og að því búnu samþykkt. Fjórða og síðasta<br />

mál á dagskrá voru siðareglur Háskóla Íslands. Kynnti starfshópur sem skipaður<br />

hafði verið á næsta háskólafundi á undan niðurstöður sínar og voru þær<br />

ræddar. Var ákveðið að vísa tillögum hópsins til umsagnar deilda, stofnana og<br />

kennarafélaganna.<br />

Jákvæðar niðurstöður úr viðamiklum gæðaúttektum<br />

Á árunum 2004-<strong>2005</strong> voru gerðar þrjár viðamiklar ytri úttektir á Háskóla Íslands.<br />

Í fyrsta lagi fól menntamálaráðherra Ríkisendurskoðun árið 2004 að gera<br />

úttekt á fjárhagsstöðu, fjármögnun, árangri, gæðum, rekstrarformi og<br />

stjórnsýslu Háskólans. Úttektin samanstendur af þremur meginþáttum: 1.<br />

greiningu Ríkisendurskoðunar á framangreindum þáttum, 2. viðhorfskönnun<br />

meðal starfsfólks Háskólans og 3. alþjóðlegum samanburði á völdum kennitölum<br />

og starfsþáttum. Lokaskýrsla Ríkisendurskoðunar var birt vorið <strong>2005</strong>.<br />

Í öðru lagi fól menntamálaráðherra árið 2004 fjögurra manna sérfræðingahópi að<br />

framkvæma úttekt á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfinu.<br />

Tekur úttektin til rannsóknastarfs við skólann á árunum 1999–2002. Lokaskýrsla<br />

vegna úttektarinnar var birt í september <strong>2005</strong>.<br />

Í þriðja lagi átti Háskóli Íslands frumkvæði að því að Samtök evrópskra háskóla<br />

(European University Association, EUA) gerðu úttekt á Háskóla Íslands þar sem<br />

lögð var sérstök áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf innan skólans.<br />

Úttekt EUA er ekki liður í opinberu eftirliti með Háskólanum, heldur er tilgangur<br />

hennar fyrst og fremst að fá ábendingar og ráðleggingar frá virtum erlendum<br />

háskólamönnum sem geta nýst við framtíðaruppbyggingu skólans. EUA eru<br />

stærstu og öflugustu samtök sinnar tegundar í Evrópu og eiga 665 háskólar frá 45<br />

löndum aðild að þeim. Hlutverk EUA er að efla æðri menntun í Evrópu og auka<br />

samkeppnishæfni álfunnar á þessu sviði. EUA hefur framkvæmt háskólaúttektir<br />

með góðum árangri um árabil og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tekið<br />

þátt í þeim. Hófst úttektin í ársbyrjun <strong>2005</strong> á ritun sjálfsmatsskýrslu. Að því búnu<br />

kom hópur erlendra sérfræðinga á vegum EUA í tvær vettvangsheimsóknir í mars<br />

og maí og loks var lokaskýrsla birt stjórn Háskólans í september <strong>2005</strong>.<br />

Heildarniðurstöður allra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóla Íslands. Af<br />

úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á<br />

undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvatakerfi<br />

skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil<br />

þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að ná flugi við skólann. Stjórnendur Háskólans<br />

hafa gætt þess að haga rekstrinum í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur<br />

sem hann aflar, og skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni og<br />

skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla.<br />

Reglulegar ytri úttektir á grundvelli alþjóðlegra viðmiða og krafna eru mikilvægur<br />

og eðlilegur þáttur í gæðastarfi Háskóla Íslands. Þrátt fyrir mjög góða heildarniðurstöðu<br />

er í úttektarskýrslunum bent á atriði sem betur mega fara í starfsemi<br />

skólans. Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að bregðast við ábendingum<br />

skýrsluhöfunda með formlegum hætti og að nýta sér tillögur þeirra í umbótastarfi<br />

næstu ára.<br />

Í kjölfar úttektanna skipaði rektor starfshóp til að yfirfara úttektirnar þrjár og gera<br />

tillögur um úrbætur. Hópurinn skilaði í nóvember skýrslu til rektors þar sem teknar<br />

eru saman helstu athugasemdir og ábendingar úttektanna og settar fram 90 tillögur<br />

að breytingum og endurbótum á öllum sviðum starfseminnar. Markmiðið með<br />

tillögunum er að styðja við þá yfirlýstu stefnu Háskóla Íslands að verða á meðal 100<br />

bestu háskóla í heimi, stórefla doktorsnám og birtingar rannsóknaniðurstaðna í<br />

viðurkenndum alþjóðlegum vísindatímaritum og að mæla gæði skólans með sama<br />

hætti og gert er í evrópskum og bandarískum rannsóknaháskólum.<br />

15


Húsnæðismál<br />

Mikið verður um að vera á vettvangi byggingamála Háskólans á næstu árum og<br />

fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem munu stórbæta starfsaðstöðu skólans. Helstu<br />

byggingaverkefni framundan eru í fyrsta lagi nýbygging Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 18 milljörðum króna af söluandvirði<br />

Símans til þessa verkefnis sem felur m.a. í sér nýbyggingar fyrir heilbrigðisvísindadeildir<br />

Háskólans og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.<br />

Í öðru lagi hefur verið ákveðið að hefjast handa við byggingu Háskólatorgs<br />

vorið 2006. Um er að ræða tvær byggingar sem hafa verið skipulagðar að lokinni<br />

greiningu á húsnæðisaðstöðu deilda. Jafnframt verður þar komið fyrir skrifstofum<br />

nokkurra deilda og þjónustuskrifstofum sameiginlegrar stjórnsýslu við nemendur.<br />

Í þriðja lagi hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja einum milljarði króna til<br />

byggingar nýs húss íslenskra fræða sem væntanlega verður staðsett vestan Suðurgötu.<br />

Miðað er við að húsið verði tekið í notkun á aldarafmæli Háskólans árið<br />

2011. Loks er í fjórða lagi áfram unnið að því að undirbúa byggingu Vísindagarða í<br />

Vatnsmýrinni. Skipuð hefur verið stjórn Vísindagarða ehf. og ráðinn starfsmaður<br />

til að sinna verkefninu. Á árinu fóru fram viðræður við Framkvæmdasýslu ríkisins<br />

um framkvæmdina og unnið var að því að ræða við stofnanir og fyrirtæki um þátttöku<br />

í þessu stóra verkefni.<br />

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir doktorsnema<br />

og Háskólatorg<br />

Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands,<br />

og Páll Skúlason, rektor Háskólans undirrituðu þann 9. febrúar sameiginlega<br />

viljayfirlýsingu um breytingar á starfsemi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands,<br />

sem fela í sér stóraukna styrki úr sjóðnum til rannsóknatengds framhaldsnáms<br />

við Háskóla Íslands. Þá mun Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands leggja<br />

500 milljónir króna á næstu þremur árum til byggingar Háskólatorgs.<br />

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands var stofnaður árið 1964 til minningar um<br />

þá Vestur-Íslendinga sem hlut áttu í stofnun H/f Eimskipafélags Íslands. Stofneign<br />

sjóðsins voru hlutabréf í Eimskipafélaginu og hefur sjóðurinn verið varðveittur í<br />

hlutabréfum í félaginu, fyrst Eimskipafélaginu og síðar í Burðarási hf. Samkvæmt<br />

endurskoðuðum ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2003, nam bókfært nafnverð<br />

hlutafjáreignar sjóðsins rúmum 168 milljónum króna eða um 2,2 milljörðum kr.<br />

miðað við gengi í ársbyrjun <strong>2005</strong>. Vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi sjóðsins<br />

verður eignasamsetningu hans breytt með það að markmiði að jafna sveiflur í<br />

ávöxtun eigna og minnka áhættu, samhliða því að ná hámarksávöxtun.<br />

Í fyrsta lagi mun Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands veita fjárstyrki til stúdenta<br />

í rannsóknartengdu framhaldsnámi sem stundað er við Háskóla Íslands. Frá og<br />

með árinu 2009 verður árlega varið til þessara styrkja aldrei minna en 2,5% af<br />

hreinni eign sjóðsins og að hámarki meðalávöxtun undanfarinna þriggja ára að<br />

frádregnu einu prósentustigi. Fyrstu styrkir úr sjóðnum verða veittir árið 2006 og<br />

mun heildarfjárhæð styrkjanna þá nema 2% af bókfærðri hreinni eign. Heildarstyrkfjárhæð<br />

fer síðan hækkandi árin 2007 og 2008. Ætla má að frá og með árinu<br />

2009 muni sjóðurinn veita styrki fyrir um 100 milljónir króna árlega, fyrst og<br />

fremst til stúdenta í doktorsnámi.<br />

Rannsóknatengt framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu er helsti vaxtarbroddurinn<br />

í starfi Háskóla Íslands og eitt mikilvægasta stefnumál hans. Uppbygging<br />

þess styrkir stöðu Háskólans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla og gerir honum<br />

kleift að gegna hlutverki sínu sem hornsteinn æðri menntunar á Íslandi. Háskóli<br />

Íslands er eini íslenski háskólinn sem útskrifað hefur doktora en alþjóðlegar<br />

viðmiðanir á rannsóknaháskóla gera ráð fyrir að þaðan brautskráist hið minnsta 10<br />

doktorar árlega frá a.m.k. fjórum deildum. Með því að geta boðið stúdentum tækifæri<br />

til að sækja um styrki meðan á doktorsnámi þeirra stendur, sambærilega þeim<br />

sem tíðkast í viðurkenndum erlendum rannsóknaháskólum, laðar Háskólinn til sín<br />

úrvalsnemendur og styrkir enn frekar alþjóðleg tengsl í rannsóknum.<br />

Í öðru lagi mun Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands framfylgja markmiðum<br />

sínum með því að leggja 500 m.kr. til byggingar Háskólatorgs sem fyrirhugað er<br />

að rísi milli aðalbyggingar Háskólans og íþróttahússins og á milli Odda, Lögbergs<br />

og Nýja Garðs.<br />

Háskóli Íslands telur að með þeim breytingum sem nú eru gerðar á starfsemi<br />

Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands séu mörkuð tímamót í uppbyggingu háskólastarfs<br />

í landinu og þakkar stofnendum sjóðsins og stjórnendum ómetanlegt<br />

framlag til skólans.<br />

16


Styrkir til doktorsnáms á sviði nanótækni<br />

Í upphafi ársins afhenti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tvo styrki til<br />

doktorsnáms á sviði nanótækni (örtækni). Styrkirnir eru til þriggja ára og nemur<br />

hvor þeirra um 3 m.kr. á ári. Styrkirnir eru veittir fyrir tilstilli Steinmaur<br />

Foundation í Liechtenstein, en stofnandi er Gunnar Björgvinsson. Tilgangur<br />

styrkjanna er að stuðla að framförum á sviði nanótækni og efla rannsóknir á<br />

þessu sviði á Íslandi. Við mat á umsóknum var einnig litið til þess hvort þau væru<br />

líkleg til að leiða til hagnýtingar og eflingar atvinnulífs á Íslandi.<br />

Nanótækni er samheiti yfir tækni og vísindi sem fást við hluti sem eru í stærðarbilinu<br />

1-100 nanómetrar, þ.e. milljarðasti til tugmilljónasti af metra að stærð. Yfirleitt<br />

er átt við manngerða hluti eða náttúrulega hluti sem menn meðhöndla, t.d.<br />

raða upp á ákveðinn hátt, ýmist með beina hagnýtingu í huga eða til þess að<br />

rannsaka grundvallarfyrirbæri.<br />

Styrkina hlutu Kristinn Björgvin Gylfason og Árni Sigurður Ingason. Þeir luku<br />

báðir meistaranámi frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Kristinn mun hefja doktorsnám<br />

við Kungliga Tekniska Högskolan (KTH) í Stokkhólmi. Hann hefur unnið<br />

við þróun örtækninema hjá Lyfjaþróun og stefnir með doktorsnámi sínu enn frekar<br />

inn á þá braut þar sem örtækni og lífvísindi skarast.<br />

Árni mun hefja doktorsnám við Háskóla Íslands þar sem hann hefur með meistaraprófsverkefni<br />

sínu, sem og vísindagreinum sem því tengjast, unnið að tækni<br />

er lýtur að rannsóknum á þunnum málmhimnum. Slíkar himnur eru um þessar<br />

mundir einn af áhugaverðustu kostunum í tengslum við geymslu á vetni.<br />

Við Háskóla Íslands fara meðal annars fram rannsóknir á rafleiðni nanókerfa,<br />

eiginleikum einstakra nanókristalla og ljósleiðni eftir nanóvírum. Við Háskólann<br />

er einnig verið að þróa aðferðir til geymslu vetnis í magnesíum nanóstrúktúrum í<br />

viðleitni til að finna betri geymsluaðferðir fyrir vetni sem orkugjafa. Annað dæmi<br />

um nýtingu nanótækni eru rannsóknir sem tengjast líftækni, m.a. þróun á efnanema<br />

til greiningar á stórum sameindum, og á aðferðum til svæðisbundinnar<br />

lyfjagjafar í auga. Flest þessara rannsóknaverkefna við Háskóla Íslands eru unnin<br />

í tengslum við hátæknifyrirtæki.<br />

Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskólans<br />

Laugardaginn 25. júní fór fram fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands.<br />

Alls brautskráðist 801 kandídat og fór athöfnin að þessu sinni fram í Egilshöll.<br />

Þetta var jafnframt 24. og síðasta brautskráning í rektorstíð Páls Skúlasonar.<br />

Frá því að Páll tók við embætti árið 1997 luku rúmlega 9 þúsund nemendur námi<br />

við Háskóla Íslands, en til samanburðar má geta þess að frá 1911 til 1997 höfðu<br />

brautskráðst alls um 16 þúsund kandídatar.<br />

Tímamót í sögu Háskólans: Tvær doktorsvarnir sama dag<br />

Þann 26. ágúst átti sér stað sá viðburður að tvær doktorsvarnir fóru fram við Háskóla<br />

Íslands sama daginn þegar Guðrún Ólafsdóttir og Sóley Sesselja Bender<br />

vörðu doktorsritgerðir sínar, önnur frá raunvísindadeild, hin frá læknadeild. Doktorsnám<br />

hefur farið ört vaxandi við Háskóla Íslands á síðustu árum og árið <strong>2005</strong><br />

voru 192 doktorsnemar skráðir og fram fóru 14 doktorsvarnir.<br />

Viðurkenningar til starfsmanna fyrir lofsverðan árangur í<br />

starfi<br />

Frá árinu 1999 hefur þremur starfsmönnum Háskóla Íslands verið veitt viðurkenning<br />

fyrir lofsvert framlag til skólans og hefur viðurkenningin verið veitt á Háskólahátíð<br />

fyrsta vetrardag. Hefur einn starfsmaður hlotið viðurkenningu fyrir<br />

rannsóknir, einn fyrir kennslu og einn fyrir önnur störf í þágu Háskólans. Að<br />

þessu sinni hlotnaðist viðurkenningin fyrir rannsóknir Bjarnheiði Kristínu Guðmundsdóttur,<br />

vísindamanni við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að<br />

Keldum, viðurkenningin fyrir kennslu var veitt Runólfi Smári Steinþórssyni, dósent<br />

við viðskipta- og hagfræðideild og loks hlaut Páll Melsted, garðyrkjustjóri Háskólans,<br />

viðurkenningu fyrir framlag til garðyrkjumála og umhirðu lóða Háskóla<br />

Íslands. Auk viðurkenningarskjals og skriflegri greinargerð valnefndar fékk hvert<br />

þeirra 300 þús. kr. peningaverðlaun.<br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs<br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs árið <strong>2005</strong> og veitti Kristín Ingólfsdóttir<br />

rektor viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu 27.<br />

október. Í rökstuðningi Jafnréttisráðs fyrir viðurkenningunni sagði að hún hafi<br />

17


m.a. verið veitt fyrir það að á árinu <strong>2005</strong> hafi háskólasamfélagið í fyrsta sinn kosið<br />

í leynilegri kosningu konu sem rektor og þar með æðsta stjórnanda stofnunarinnar<br />

sem jafnframt væri fjölmennasti vinnustaður landsins. Þetta lýsir jafnréttisvilja<br />

og að hæfileikar, reynsla, þekking og framtíðarsýn konu eru metnir til jafns á við<br />

karla. Háskólinn hefur um langt árabil látið jafnréttismál sig miklu varða með því<br />

að leggja sérstaka rækt við rannsóknir og kennslu á sviði jafnréttismála, enda<br />

segir í jafnréttisáætlun Háskólans að stefnt sé að því að jafnréttissjónarmið verði<br />

samþætt allri starfsemi háskólasamfélagsins. Innan Háskólans hefur verið unnið<br />

að því að jafna launamun kynjanna, að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu greinum<br />

og að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í kennsluaðferðum og við val á<br />

kennsluefni. Þetta þýðir að jafnrétti kynjanna er haft í huga við alla stefnumótun,<br />

ákvarðanatöku og áætlanagerð og litið er á jafnréttisstarf sem lið í gæðaumbótum<br />

innan skólans.<br />

Úrslit í samkeppni um Háskólatorg<br />

Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi<br />

Sveinssyni urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu<br />

Háskólatorgs Háskóla Íslands. Niðurstaða dómnefnar í samkeppninni var<br />

kynnt 18. október með viðhöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur<br />

rektors kom fram að með byggingu Háskólatorgs verður stigið stórt<br />

skref í byggingasögu Háskóla Íslands. Háskólatorg muni leysa úr brýnni húsnæðisþörf<br />

fyrir skrifstofur og fyrirlestrarsali, en jafnframt bæta þjónustu við nemendur<br />

auk þess sem það mun skapa frjóan vettvang fyrir kennara og nemendur úr<br />

ólíkum deildum til að hittast og blanda geði.<br />

Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir meðal annars að hún beri vott<br />

um þroskaða heildarmynd og í henni sé unnið með fá og einföld grunnform. Sú<br />

hugmynd að steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu umhverfi,<br />

sé djörf og útfærslan heppnist vel. Innra fyrirkomulag sé hnitmiðað í öllum<br />

megindráttum og að í tillögunni hafi tekist að skapa lifandi flæði.<br />

Fjórar tillögur bárust um Háskólatorg og var það mat dómnefndar að þær væru allar<br />

metnaðarfullar og fjölbreyttar og gæfu hver um sig nýja sýn á verkefnið. Auk vinningshafa<br />

lögðu fram tillögu um Háskólatorg hóparnir ÞG verktakar ehf. og Sigurður<br />

Halldórsson arkitekt hjá Glámu Kím, Ístak og Steve Christer arkitekt hjá Studio<br />

Granda og Keflavíkurverktakar ásamt Sigurði Hallgrímssyni arkitekt hjá Arkþingi.<br />

Áætlað er að hefja byggingarframkvæmdir vorið 2006 og að vígsla fari fram í árslok<br />

2007. Mikilsvert framlag Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands gerir Háskólanum<br />

kleift að ráðast í byggingarframkvæmdirnar en jafnframt verða þær fjármagnaðar<br />

með sölu fasteigna og lántöku Happdrættis Háskóla Íslands.<br />

Háskólatorg Háskóla Íslands er samheiti tveggja bygginga á háskólasvæðinu,<br />

sem verða alls um 8.500 fermetrar að stærð með tengibyggingum. Ætlað er að<br />

Háskólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum<br />

tíma, auk gesta. Háskólatorg 1 rís á lóð milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss og<br />

tengist Lögbergi. Einnig er ætlunin að tengja bygginguna við háskólasvæðið vestan<br />

Suðurgötu með undirgöngum. Háskólatorg 2 rís þar sem nú er bílastæði á<br />

milli Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda. Háskólatorg 2 tengist Odda á<br />

fyrstu og annarri hæð og Lögbergi á fyrstu hæð.<br />

Háskólatorgi er ætlað að vera lifandi og aðlaðandi staður þar sem fólk kemur<br />

saman til að stunda nám, sinna erindum, nærast og eiga samskipti. Háskólatorg<br />

hýsir ýmsa starfsemi sem snýr að umsýslu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk.<br />

Þá verða í Háskólatorgi fyrirlestrarsalir, kennslustofur, rannsóknastofur,<br />

lesrými og vinnuaðstaða nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi, skrifstofur<br />

kennara, tölvuver og ýmis fjölnota rými sem þjóna margvíslegum þörfum. Í Háskólatorgi<br />

verður Bóksala stúdenta, veitingasala, nemendaskrá Háskólans,<br />

námsráðgjöf og Alþjóðaskrifstofa sem og starfsemi Stúdentaráðs og Félagsstofnunar<br />

stúdenta. Áhersla er lögð á opið rými – torg sem nýtist nær allan sólarhringinn.<br />

Veitingasala verður við Torgið allan daginn og síðdegis og um helgar má<br />

hafa lítinn hluta veitingasölunnar opinn til að þjóna félagslífi. Upphækkun eða lítið<br />

svið á Torginu er kjörið fyrir ýmsar uppákomur árið um kring. Bóksala stúdenta<br />

opnast út á Torgið í nokkrar vikur að hausti og í janúar og nemendur geta setið á<br />

Torgi við lestur síðla dags og á kvöldin.<br />

19


Samkeppni um skipulag á lóð<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

Hópur sem skipaður er íslensku arkitektastofunni Arkitektur.is, Verkfræðistofu<br />

Norðurlands, norsku verkfræðistofunni SWECO Grøner og dönsku arkitekta- og<br />

landslagsarkitektastofunum C.F. Møller og Schønherr Landskab bar sigur úr<br />

býtum í samkeppni um deiliskipulag á lóð Landspítala-háskólasjúkrahúss við<br />

Hringbraut. Niðurstaða dómnefndar var kynnt heilbrigðisráðherra við hátíðlega<br />

athöfn í Öskju 12. október.<br />

Í febrúar samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og<br />

tryggingamálaráðherra, um að halda áfram uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

við Hringbraut. Forval var auglýst í byrjun febrúar og sóttu 18 fjölþjóðlegir<br />

hópar sérfræðinga um þátttöku í samkeppninni og var sjö stigahæstu boðið<br />

að keppa um skipulagið samkvæmt keppnislýsingu sem samin var af fulltrúum<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss, Háskóla Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins á<br />

grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar.<br />

Við athöfnina sagði heilbrigðisráðherra að ekki væri eftir neinu að bíða varðandi<br />

áframhaldandi undirbúning eftir að ríkisstjórnin samþykkti að 18 milljarðar kr. af<br />

söluandvirði Landssímans myndu renna til byggingar á nýju sjúkrahúsi. Næst á<br />

dagskrá væri áframhaldandi skipulagsvinna og hönnun mannvirkja en alls væri<br />

gert ráð fyrir því í áætlunum að um 85 þúsund fermetrar af nýbyggingum myndu<br />

rísa á spítalalóðinni á árunum 2009 til 2018. Jafnfram væri gert ráð fyrir umtalsverðum<br />

endurbótum á eldri húsum Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Allir Öndvegisstyrkir Rannsóknasjóðs til Háskóla Íslands<br />

Á fundi stjórnar Rannsóknasjóðs 15. janúar var samþykkt úthlutun til átta verkefna,<br />

þar af fjögurra framhaldsverkefna og fjögurra nýrra verkefna. Vísindamenn<br />

við Háskóla Íslands hlutu alla styrkina. Öll framhaldsverkefnin eru verkefni prófessora<br />

við raunvísindadeild Háskólans, en þeir eru: Hannes Jónsson sem hlaut<br />

7,5 m.kr. styrk fyrir verkefnið Ný efni til geymslu á vetni: Leit byggð á nanotækni<br />

og tölvuútreikningum, Lárus Thorlacius sem hlaut 7,2 m.kr. styrk fyrir verkefnið<br />

Skammtarúmfræði, Einar Árnason sem hlaut 10 m.kr. styrk fyrir verkefnið DNA<br />

fiskur: DNA stofnerfðafræði og upprunalandafræði fiska úr Norður-Atlantshafi, og<br />

Guðmundur Hrafn Guðmundsson sem hlaut 6 m.kr. styrk fyrir verkefnið Innanfrumuboðleiðir<br />

náttúrulega varnarkerfisins.<br />

Öndvegisstyrki fyrir ný rannsóknaverkefni hlutu: Bjarni Þjóðleifsson, prófessor við<br />

læknadeild, en hann fékk 10 m.kr. fyrir verkefnið Áhrif sýkingarálags og bólgu á<br />

æða- og lungnasjúkdóma og ofnæmi. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild<br />

hlaut 6 m.kr. styrk fyrir verkefnið Súrefnismælingar í augnbotnum og Þórarinn<br />

Guðjónsson, sérfræðingur við læknadeild hlaut 6 m.kr. fyrir verkefnið Þekjuvefur<br />

brjóstkirtils: þroskun og sérhæfing. Loks hlaut Höskuldur Þráinsson, prófessor<br />

við hugvísindadeild, 10 m.kr. styrk fyrir verkefnið Tilbrigði í setningagerð.<br />

Samtals hlutu vísindamenn Háskóla Íslands því öndvegisstyrki að upphæð 62,7<br />

m.kr.<br />

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs<br />

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun<br />

Háskóla Íslands veitti viðtöku hvatningarverðlaunum Vísinda- og<br />

tækniráðs við athöfn að loknu Rannsóknaþingi á Grand hótel 18. maí. Dómnefnd<br />

fyrri verðlaunaþega valdi Freystein úr hópi tilnefndra vísindamanna. Forsætisráðherra,<br />

sem jafnframt er formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin. Meginviðfangsefni<br />

Freysteins er að rannsaka eðli og orsakir jarðskorpuhreyfinga á Íslandi,<br />

þ. á m. flotjafnvægishreyfingar jarðskorpunnar vegna jöklabreytinga, fylgjast<br />

með tilfærslu bergkviku í jarðskorpunni og rannsaka fyrirboða eldgosa og<br />

hegðun eldfjalla. Hann hefur tekið þátt í að byggja upp þekkingu og aðstöðu til<br />

rannsókna á þessum sviðum hér á landi, þ. á m. til landmælinga með GPS-gervitunglatækni.<br />

Hann hefur einnig verið leiðandi í notkun svokallaðra bylgjuvíxlmælinga<br />

úr ratsjárgervitunglum við mat á jarðskorpuhreyfingum. Þetta eru nákvæmustu<br />

landmælingar sem völ er á og með þeim má meta jarðskorpuhreyfingar yfir<br />

stór svæði með um 5-10 millimetra nákvæmni. Freysteinn er vel þekktur á alþjóðlegum<br />

vettvangi fyrir rannsóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eldfjallavöktun.<br />

Sameiginlegt yfirlýsing allra háskóla landsins<br />

Rektorar allra háskóla í landinu undirrituðu við athöfn í Hátíðasal 15. júní sameiginlega<br />

yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla. Undanfarin ár hafa háskólar í<br />

20


Evrópu átt aukið samstarf í því skyni að byggja upp háskólakerfi sem standi fyllilega<br />

jafnfætis því norður-ameríska. Þessi sókn felur í sér samræmingu námseininga,<br />

skipulegt gæðamat, eflingu rannsóknasjóða og síðast en ekki síst sameiginlegan<br />

skilning á háskólastarfi og þeim skuldbindingum sem í því felast. Ein mikilvægasta<br />

skuldbinding háskóla er sú að standa vörð um akademískt frelsi. Það er<br />

forsendan fyrir því að háskólastarf þróist áfram og sagan sýnir að þar sem akademískt<br />

frelsi hefur verið brotið niður hefur það þýtt hnignun þjóðfélaga. Íslenskir<br />

háskólar gefa nú út í fyrsta skipti sameiginlega yfirlýsingu um forsendur háskólastarfs<br />

og akademískt frelsi. Í yfirlýsingunni kemur fram að hlutverk háskóla sé að<br />

skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar, -varðveislu, og -miðlunar á<br />

sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóni háskólar fræðunum og<br />

langtímahagsmunum samfélagsins.<br />

Akademískt frelsi felur í sér, samkvæmt yfirlýsingu háskólanna, að einstaklingur<br />

geti leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það<br />

bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum. Akademísku frelsi<br />

er skipt í frelsi til kennslu, frelsi til rannsókna, og frelsi til tjáningar og birtingar.<br />

Því fylgir sú ábyrgð að starfa af heilindum, gangast undir fræðileg viðmið og forðast<br />

hagsmunaárekstra.<br />

Í yfirlýsingu háskólanna er kveðið á um þá stjórnunarhætti sem standa vörð um<br />

akademískt frelsi. Tryggt skuli að akademískir starfsmenn taki þátt í mótun og<br />

skipulagi fræðilegrar starfsemi á jafningjagrundvelli. Háskólar skuli haga ráðningum<br />

og framgangi akademískra starfsmanna samkvæmt faglegu matsferli og<br />

ekki segja þeim upp nema hlutlægar ástæður krefjist.<br />

Loks er í yfirlýsingu háskólanna kveðið á um fjárhagsleg skilyrði þess að háskólar<br />

geti sinnt hlutverki sínu. Þeim skuli heimilt að skapa sér sína eigin tekjustofna,<br />

ákveða sjálfir hvernig þeir fara með sjálfsaflafé sitt og stofna fyrirtæki sjálfum sér<br />

til hagsbóta. Ennfremur lýsa háskólarnir því yfir að það sé hlutverk ríkisvaldsins<br />

að tryggja jöfn tækifæri til náms.<br />

Samhliða því að háskólarnir standa að gerð þessarar yfirlýsingar hafa þeir ákveðið<br />

að formgera samstarf sín á milli um margvísleg fagleg háskólamálefni. Stefnt<br />

er að því að háskólarnir standi sameiginlega að ýmsum verkefnum í þágu fjölbreyttrar<br />

og góðrar háskólamenntunar sem fyllilega stenst alþjóðlegar kröfur.<br />

Sprotafyrirtækið Líf-Hlaup hlýtur verðlaun<br />

Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-Hlaup hlaut verðlaun<br />

International Association for Dental Research (IADR) og GlaxoSmithKline (GSK)<br />

fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni. Verðlaunin voru<br />

afhent 9. mars á fundi IADR og tók Peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild<br />

Háskóla Íslands, við verðlaununum fyrir hönd rannsóknarhópsins sem auk hans<br />

er skipaður Þórdísi Kristmundsdóttur, prófessor við lyfjafræðideild Háskólans,<br />

Halldóri Þormar, prófessor emeritus við Líffræðistofnun Háskólans, og Skúla<br />

Skúlasyni, framkvæmdastjóra Líf-Hlaup. Sprotafyrirtækin Líf-Hlaup og LipoMedica<br />

sameinuðust í byrjun árs en þau hafa unnið að rannsóknum á lyfjaformum til<br />

notkunar á slímhúð svo og á virkni fituefna á bakteríur, sveppi og veirur. Markmið<br />

verkefnisins er þróun á lyfjasamsetningu sem er virk gegn herpes sýkingum í<br />

munni sem leiða til sáramyndunar, þ.e. frunsu.<br />

Meistaranemar fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands<br />

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í febrúar Nýsköpunarverðlaun<br />

sín í tíunda sinn. Verðlaunin hlutu þeir Gunnar Örn Erlingsson og Björn Björnsson,<br />

meistaranemar í verkfræðideild, fyrir verkefni sitt um öryggismál í miðborg<br />

Reykjavíkur. Í verkefninu er unnið hermilíkan fyrir skyndilega rýmingu miðbæjarins<br />

á Menningarnótt. Meginmarkmið verkefnisins var að til yrði umbótaáætlun á<br />

öryggis- og rýmingarmálum í mannþröng í miðbæ Reykjavíkur. Niðurstöður þess<br />

skyldu geta nýst við skipulagningu mannfagnaða ýmiss konar í miðbæ Reykjavíkur<br />

og verið til hliðsjónar við gerð allsherjarrýmingaráætlunar Miðbæjarins.<br />

Tveir nemendur hlutu verðlaun fyrir árangur í eðlisog<br />

efnafræði<br />

Tveimur nemendur sem útskrifuðust úr eðlis- og efnafræðiskorum raunvísindadeildar<br />

Háskóla Íslands árið <strong>2005</strong> voru veitt verðlaun úr Verðlaunasjóði Guðmundar<br />

P. Bjarnasonar í júní. Nema verðlaunin 750 þús.kr. til hvors þeirra en báðir<br />

hlutu þeir ágætiseinkunn í BS námi sínu við skorirnar. Verðlaunahafarnir eru Sigurður<br />

Örn Stefánsson fyrir framúrskarandi námsárangur í eðlisfræði og Kristján<br />

Friðrik Alexandersson fyrir sama árangur í efnafræði. Sigurður Örn og Kristján<br />

21


eru bekkjarfélagar úr Menntaskólanum á Akureyri og útskrifuðust þaðan vorið<br />

2002. Þeir voru báðir keppendur í ólympíulandsliði Íslands í eðlisfræði 2001 í<br />

Tyrklandi og 2002 í Indónesíu. Verðlaunin eru meðal þeirra allra veglegustu sem<br />

veitt eru nemendum við háskóla á Íslandi.<br />

Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi var stofnaður árið 2000<br />

með 35 m.kr. gjöf Guðmundar sem fæddur er á Sýruparti á Akranesi 1909 en býr nú<br />

á Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna efnilega<br />

útskriftarnemendur í eðlisfræði og efnafræði við Háskóla Íslands. Guðmundur<br />

átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðamaður og fiskmatsmaður<br />

á Akranesi auk þess að stunda útgerð í félagi við bróður sinn. Guðmundur<br />

var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Kára árið 1922 og Taflfélags<br />

Akraness árið 1933. Guðmundur hefur einnig stofnað sjóði til stuðnings efnilegum<br />

nemendum úr Brekkubæjarskóla, Grundarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands.<br />

Hlutfallslega færri nemendur sækja háskólanám í eðlis- og efnafræði á Íslandi en<br />

í sambærilegum löndum. Stuðningur Guðmundar við háskólanemendur í eðlisog<br />

efnafræði er tvímælalaust afar mikilvægt lóð á þá vogarskál að hvetja unga Íslendinga<br />

að sækja nám á þessum sviðum.<br />

Fjögur af fimm bestu nemendaverkefnum um ferðamál frá<br />

Háskóla Íslands<br />

Á árlegri ráðstefnu Ferðamálaráðs, sem fram fór 30. október, veitti Ferðamálasetur<br />

Íslands í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál,<br />

að upphæð 100 þús. kr. hvert verkefni. Dómnefnd mat fimm verkefni skólaársins<br />

2004-<strong>2005</strong> sem mjög athyglisverð og voru fjögur þeirra verk nemenda við Háskóla<br />

Íslands. Þessi niðurstaða ber vott um leiðandi hlutverk og sterka stöðu<br />

skólans á landsvísu í kennslu og rannsóknum á sviði ferðamála.<br />

Verðlaunahafar voru þessir: Anne Maria Sparf fyrir verkefnið Comparing Environmental<br />

Performance: Environmental benchmarking for SMEs in the Nordic tourism<br />

industry. Verkefnið fjallaði um möguleika lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja<br />

til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum með hjálp umhverfisviðmiðunar.<br />

Gerður Sveinsdóttir fyrir verkefnið Fjölmenningarleg hæfni<br />

sem lykill árangursríkra samskipta. Athugun á stöðu fjölmenningarlegra mála á<br />

Íslandi. Hjördís María Ólafsdóttir hlaut verðlaun fyrir verkefnið Markaðssetning Íslands<br />

á Bretlandi. Samanburður á framkvæmd markaðssetningarinnar og ferlum<br />

fræðimanna. Sunna Þórðardóttir fékk verðlaun fyrir verkefnið Ímyndir og ímyndarsköpun:<br />

Fósturlandsins Freyja í markaðssetningu landsins. Loks hlaut Ingibjörg<br />

Sigurðardóttir verðlaun fyrir verkefnið Hestatengd ferðaþjónusta á Íslandi.<br />

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur<br />

Íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast<br />

ferðamálum.<br />

Hugur og heilsa hlýtur hagnýtingarverðlaun Háskólans<br />

Kristín Ingólfsdóttir rektor afhenti hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands við hátíðlega<br />

athöfn í Tæknigarði 2. desember. Veitt voru verðlaun til þriggja bestu verkefnanna<br />

í samkeppninni Uppúr skúffunum, sem er samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu<br />

Háskóla Íslands, Tæknigarðs, rektors Háskóla Íslands og A&P<br />

Árnasonar einkaleyfastofu. Megintilgangur verkefnisins er að draga fram í dagsljósið<br />

ýmsar hugmyndir sem starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og Landspítala-háskólaskjúkrahúss<br />

vinna að.<br />

Fyrstu verðlaun hlaut Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálfræði við læknadeild Háskóla<br />

Íslands, fyrir verkefnið Hugur og heilsa, en tilgangur þess er þróa heildrænt<br />

kerfi sem auðveldar starfsfólki í félags-, skóla og heilbrigðisgeiranum að veita<br />

ungu fólki markvissa aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi. Það er gert með því<br />

að meta áhættuþætti og veita ráðgjöf varðandi þau viðhorf og venjur sem síðar á<br />

lífsleiðinni geta leitt til þunglyndis.<br />

Önnur verðlaun voru veitt verkefninu Icelandic On-line 2, en aðstandendur þess<br />

eru Birna Arnbjörnsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Áki G. Karlsson og fleiri aðilar<br />

frá Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Icelandic On-line er gagnvirkt og samfellt<br />

íslenskunámskeið á netinu sem byggist á nýjustu rannsóknum í kennslufræði<br />

varðandi erlend tungumál. Einnig byggir það á áralangri reynslu af kennslu íslensku<br />

sem annað tungumál við Háskóla Íslands. Beitt er nýjustu tæknilausnum<br />

til að kenna tungumálið og þjálfa helstu færniþætti málsins. Með kennslukerfinu<br />

hafa verið þróaðir stuðningsmiðlar (málfræðigrunnur, rafræn orðabók o.fl.). Ice-<br />

22


landic On-line er þróað á vegum Háskóla Íslands í samstarfi Stofnunar Sigurðar<br />

Nordals, íslenskuskorar Háskóla Íslands, Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands,<br />

fimm evrópskra háskóla og háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum.<br />

Þriðju verðlaun hlaut verkefnið Samspil gæðaþátta, fasteignaverðs og verðbólgu,<br />

sem var lagt fram af Ásdísi Kristjánsdóttur og Ásgeiri Jónssyni. Nákvæmni við<br />

mælingar á vísitölu neysluverðs skiptir gríðarmiklu máli þar sem flest íslensk lán<br />

eru verðtryggð og Seðlabanki Íslands hefur sérstakt tölulegt verðbólgumarkmið<br />

sem miðast við vísitölu neysluverðs. Niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á<br />

fasteignamarkaðnum Reykjavík og tölfræðigreiningar á 16.000 kaupsamningum í<br />

meistararitgerð Ásdísar Kristjánsdóttur benda til þess að hugsanlega séu núverandi<br />

viðmið ekki nægjanlega góð. En ljóst er að skekkja í mælingum getur leitt af<br />

sér milljarðatap fyrir heimilin í landinu vegna ofáætlaðra verðtrygginga. Niðurstöður<br />

verkefnisins eru afar hagnýtar og munu væntanlega leiða til meiri nákvæmni<br />

í verðbólgumælingum hérlendis sem ættu að nýtast þeim aðilum sem<br />

með málið fara, s.s. Hagstofu Íslands og Seðlabankanum.<br />

Samkeppnin Uppúr skúffunum var nú haldin í sjöunda sinn. Í máli háskólarektors<br />

kom fram að unnið hefur verið með mörg þeirra verkefna sem hafa verið verðlaunuð.<br />

Fimm af sex hugmyndum sem hafa fengið fyrstu verðlaun hafa fundið sér<br />

farveg í sprotafyrirtækjum og af þeim eru þrjú sprotafyrirtæki sem talsverðar<br />

vonir eru bundnar við. Rektor gat þess að þau sprotafyrirtæki sem stofnuð hafa<br />

verið síðustu árin hafa látið Háskóla Íslands fá nokkurn eignarhlut, sem viðurkenningu<br />

á því framlagi sem aðstaða og allt umhverfi hefur lagt af mörkum til að<br />

gera hugmynd að veruleika.<br />

Þrír doktorsnemar hlutu viðurkenningar úr Verðlaunasjóði<br />

Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar<br />

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala veitti í<br />

október í annað sinn viðurkenningar fyrir rannsóknir á sviði lyfjafræði. Að þessu<br />

sinni voru verðlaunahafarnir þrír doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands,<br />

þau Hákon Hrafn Sigurðsson, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Þórunn Ósk<br />

Þorgeirsdóttir. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til<br />

minningar um föður sinn Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki<br />

og eiginkonu hans Bergþóru Patursson. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla Íslands<br />

og er ætlað að styrka vísindaleg afrek á sviði lyfjafræði, rannsóknir og<br />

framhaldsnám í faginu.<br />

Hákon Hrafn Sigurðsson lauk kandídatsprófi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

árið 1999 og hóf doktorsnám 2001 undir leiðsögn Þorsteins Loftssonar prófessors.<br />

Rannsóknir Hákons snúa að því hvernig lyf fer inn í augað og dreifist þegar<br />

þangað er komið, með það að markmiði að þróa nýja augndropa sem skila lyfjum<br />

betur inn í auga en almennt þekkist í dag.<br />

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir lauk kandídatsprófi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

árið 2000 og hóf doktorsnám haustið 2001 á sviði lyfja- og efnafræði náttúruefna<br />

undir leiðsögn Elínar Soffíu Ólafsdóttur dósents. Doktorsverkefni Sesselju<br />

felst í því að einangra og ákvarða byggingu fjölsykra úr íslenskum fléttutegundum<br />

og kanna áhrif þeirra á hina ýmsu þætti ónæmiskerfisins með það að<br />

meginmarkmiði að finna tengsl milli byggingar þeirra og verkunar.<br />

Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir lauk kandídatsnámi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

vorið 2000 og hóf doktorsnám haustið 2000 undir leiðsögn Þórdísar Kristmundsdóttur<br />

prófessors. Doktorsverkefni Þórunnar felst í rannsóknum á fitusýrum og<br />

mónóglýseríðum sem sýnt hafa veiru-, bakteríu- og sveppadrepandi eiginleika en<br />

markmið verkefnisins er að hanna stöðugt og virkt lyfjaform til meðferðar á húð<br />

og slímhúðarsýkingum.<br />

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var lyfjafræðingur og apótekari í Reykjavíkurvíkurapóteki<br />

frá því hann lauk námi 1918 og fram til ársins 1962. Hann var einn af<br />

stofnendum Lyfsalafélags Íslands sem síðar varð Apótekarafélag Íslands og formaður<br />

Félags íslenskra lyfjafræðinga um hríð. Þorsteinn var velgjörðarmaður<br />

Háskóla Íslands, stofnaði meðal annars styrktarsjóð við skólann í minningu foreldra<br />

Þórunnar og Davíðs Scheving Thorsteinssonar árið 1940 og gaf Háskólanum<br />

kortasafn sitt, sem prýðir fundarstofu háskólaráðs í Aðalbyggingu skólans. Þá<br />

prýða fágætir munir úr Reykjavíkurapóteki húsnæði lyfjafræðideildar í Haga við<br />

Hofsvallagötu. Þeir voru fluttir þangað úr húsnæði apóteksins í Austurstræti þegar<br />

Háskólinn lagði niður rekstur þess og seldi húsnæðið. Margir þessara muna<br />

bera fagurt vitni um stórhug og fagmennsku apótekaranna í Reykjavíkurapóteki á<br />

fyrri hluta síðustu aldar.<br />

24


Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar er einn þriggja<br />

sjóða sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofnað við Háskóla Íslands. Hinir<br />

eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis sem úthlutað var úr síðastliðið<br />

haust og styrktarsjóður Margaret og Bent Scheving Thorsteinssonar sem<br />

ætlað er að styðja við rannsóknir á sviði eineltis.<br />

Opin kerfi styrkja verkfræðideild Háskóla Íslands<br />

Opin kerfi í samvinnu við Hewlett-Packard afhentu Sigurði Brynjólfssyni forseta<br />

verkfræðideildar Háskóla Íslands styrk að fjárhæð 2 m.kr. í tilefni af því að 20 ár<br />

voru liðin síðan Hewlett-Packard opnaði útibú hér á landi, nú Opin kerfi. Styrkurinn<br />

var afhentur formlega á afmælisráðstefnu félagsins sem haldin var í Öskju<br />

12. maí. Styrkurinn er notaður til að gera nokkrum nemendum sem eru að ljúka<br />

framhaldsnámi í verkfræðideild kleift að hrinda verkefnum sínum í framkvæmd.<br />

Við afhendingu styrksins sagði Agnar Már Jónsson, forstjóri Opinna kerfa ehf.,<br />

það mjög ánægjulegt að afhenda Háskóla Íslands þennan styrk núna á þessum<br />

tímamótum. „Það hefur verið leiðarljós fyrirtækisins frá upphafi að vera virkur<br />

þátttakandi í samfélaginu og þegar Hewlett-Packard opnuðu skrifstofuna fyrir 20<br />

árum, þá var Háskóla Íslands gefin öflug tölva frá Hewlett-Packard af því tilefni.“<br />

Háskóli Íslands semur um fjármögnun stöðu dósents í tryggingalæknisfræði<br />

Háskóli Íslands gerði samning við Tryggingastofnun ríkisins, Landssamtök lífeyrissjóða<br />

og Samband íslenskra tryggingafélaga um fjármögnun á starfi dósents í<br />

tryggingalæknisfræði við læknadeild Háskólans. Markmiðið er að efla rannsóknir<br />

og kennslu á þessu sviði, en um er að ræða stöðu dósents í fullu starfi til fimm<br />

ára. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir hefur verið ráðinn í stöðuna. Dósentinn<br />

fær aðstöðu við læknadeild og nýtur réttinda sem einn af dósentum hennar.<br />

Gert er ráð fyrir því að staðan breytist í prófessorsstöðu á samningstímanum.<br />

Sigurður mun stunda rannsóknir á sviði tryggingalæknisfræði, m.a. á grundvelli<br />

gagna frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum og í samvinnu<br />

við þessa aðila og fræðimenn. Rannsóknirnar geta m.a. fjallað um forsendur örorku<br />

sem metin er hjá TR vegna lífeyristrygginga almannatrygginga, orsakir orkutaps<br />

samkvæmt niðurstöðum örorkumats hjá lífeyrissjóðunum, forsendur matsgerða<br />

samkvæmt skaðbótalögum vegna slysa, samspil heilsufars og félagslegra<br />

aðstæðna í örorku/orkutapi, viðfangsefni í sjúkra-, slysa- og líftryggingum og viðfangsefni<br />

í sjúklingatryggingu. Ennfremur er honum ætlað að stunda kennslu og<br />

fjalla m.a. um uppbyggingu velferðarkerfisins á Íslandi og gerð læknisvottorða.<br />

Samstarfssamningur við EMBL um þjálfun doktorsnema<br />

Háskóli Íslands skrifaði í mars undir samstarfssamningi við EMBL (European<br />

Molecular Biology Laboratory) um þjálfun doktorsnema. Samstarfssamningur<br />

Háskóla Íslands kemur í kjölfar aðildar Íslands að stofnuninni sem undirrituð var<br />

af menntamálaráðherra 7. desember 2004.<br />

EMBL er ein fremsta rannsóknastofnun veraldar á sviði sameinda-, erfða- og<br />

frumulíffræði. Með samstarfssamningi Háskóla Íslands skapast forsendur fyrir<br />

enn frekari þróun rannsókna á þessu sviði hérlendis. Með aðild Íslands að EMBL<br />

gefst íslenskum nemum á sviði líf- og erfðavísinda kostur á að taka þátt í alþjóðlegu<br />

og eftirsóttu doktorsnámi hjá EMBL. Með samstarfssamningi Háskóla Íslands<br />

og EMBL gefst þessum nemum kostur á að útskrifast með doktorspróf<br />

sameiginlega frá EMBL og Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að kennarar frá Háskólanum<br />

sitji í doktorsnefndum þessara nema en þannig skapast náin tengsl<br />

skólans við EMBL.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði færð peningagjöf<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði tók við höfðinglegri gjöf frá Ingibjörgu R.<br />

Magnúsdóttur 1. nóvember þegar dagur hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands<br />

var haldinn hátíðlegur með málþingi í Norræna húsinu. Ingibjörg færði stofnuninni<br />

500 þús. kr. ávísun með orðunum „Megi þessi stofnun vaxa og blómgast og<br />

vinna að mörgum góðum verkefnum, landi og þjóð til blessunar.“ Ingibjörg gegndi<br />

m.a. stöðu námsbrautarstjóra við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands<br />

frá 1975 og stöðu skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.<br />

Háskóli Íslands hlaut styrk frá Jean Monnet áætlun ESB<br />

Háskóli Íslands hlaut um vorið styrk frá Jean Monnet áætlun ESB í Evrópufræðum<br />

til að kenna námskeiðið Nýjungar í Evrópusamrunanum (e. The new European<br />

Union) til fimm ára. Námskeiðið er hluti af nýju meistaranámi stjórnmála-<br />

25


fræðiskorar í alþjóðasamskiptum og hófst um haustið. Styrknum fylgir mikil viðurkenning<br />

fyrir Háskóla Ísland en Jean Monnet áætlunin styrkir einungis þá háskóla<br />

í álfunni sem þykja í fararbroddi í rannsóknum og kennslu í Evrópufræðum.<br />

Þetta er fyrsti Jean Monnet styrkurinn sem kemur til Íslands. Í námskeiðinu verður<br />

farið í gegnum helstu kenningar um Evrópusamrunann og þeim beitt til að<br />

fjalla um þýðingarmestu breytingar sem orðið hafa á Evrópusamrunanum undanfarin<br />

ár; svo sem upptöku sameiginlegs gjaldmiðils, stækkun til austurs, þróun<br />

sameiginlegrar utanríkisstefnu og nýja stjórnarskrá sem leiðtogar sambandsins<br />

hafa undirritað.<br />

Vísindavefurinn í útrás á 5 ára afmæli sínu<br />

Vísindavefur Háskóla Íslands fagnaði 5 ára afmæli sínu snemma á árinu. Á þessum<br />

tímamótum var Þorsteini Vilhjálmssyni prófessor veitt heiðursviðurkenning<br />

menntamálaráðuneytisins fyrir áratuga starf og framúrskarandi árangur í miðlun<br />

vísinda til almennings með leiðbeiningarstarfi fyrir grunnskóla og framhaldsskóla,<br />

ritun fræðandi bóka fyrir almenning og uppbyggingu á Vísindavef Háskóla<br />

Íslands.<br />

Á afmælisárinu urðu þau tíðindi í sögu Vísindavefsins að honum var breytt í<br />

fræðslu- og upplýsingavef á alþjóðavísu með því að spurningar og svör í völdum<br />

flokkum eru birt á ensku og íslensku. Með þessum hætti verður Vísindavefurinn<br />

leitarhæfur fyrir allar helstu leitarvélar veraldarvefsins og getur miðlað sérfræðiþekkingu<br />

íslenskra vísindamanna og upplýsingum um land og þjóð um víða veröld.<br />

Í mars tók Vísindavefurinn þátt í umfangsmikilli ráðstefnu og kynningu í Brüssel,<br />

European Forum for Science and Society, þar sem viðfangsefnið var miðlun vísinda<br />

til almennings. Háskóli Íslands kynnti þar einnig önnur dæmi um vísindamiðlun<br />

til barna og unglinga með verkefnum eins og Bráðger börn – verkefni við<br />

hæfi, Háskóli unga fólksins og Ungir vísindamenn. Er Háskóli Íslands eini íslenski<br />

þáttakandinn á ráðstefnunni, sem er á vegum Evrópusambandsins.<br />

Vísindavef Háskóla Íslands var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000 og var í<br />

fyrstu framlag Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - menningarborg Evrópu<br />

árið 2000. Áhugi almennings á Vísindavefnum reyndist hins vegar miklu meiri en<br />

nokkur hafði ímyndað sér og gestafjöldi eykst stöðugt á milli ára. Vísindavefurinn<br />

fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita<br />

og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Gestir geta lesið sér til á vefnum um<br />

flest milli himins og jarðar og einnig lagt fram nýjar spurningar um hvaðeina sem<br />

ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða<br />

fundið svör við. Höfundar sem skrifað hafa svör fyrir Vísindavefinn eru nú um 500<br />

talsins, flestir þeirra kennarar við Háskóla Íslands.<br />

Aðalstyrktaraðili Vísindavefsins er Happdrætti Háskóla Íslands sem hefur lagt<br />

fram fjárhagslega kjölfestu og Orkuveita Reykjavíkur og Landsbanki Íslands<br />

gengu til samstarfs við vefinn strax á fyrsta árinu og hefur það staðið allar götur<br />

síðan. Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar hefur styrkt Vísindavefinn nokkrum<br />

sinnum með fjárframlögum og sömuleiðis umhverfisráðuneytið.<br />

Heimsóknir á vefinn árið <strong>2005</strong> voru um 500.000 talsins og er stærsti hluti gestanna<br />

á aldrinum 10-20 ára. Vísindavefurinn er tíundi fjölsóttasti vefurinn á Íslandi<br />

samkvæmt samræmdri vefmælingu. Þegar hafa borist yfir 20 þúsund spurningar<br />

og eru svör á vefnum komin á sjötta þúsund. Meðal nýjunga á árinu var áhugavert<br />

tilraunaverkefni með Melaskóla, og er það markmið Vísindavefsins að vera í<br />

enn frekari samstarfi við skóla á öllum stigum. Til viðbótar við enska hluta vefsins<br />

er stefnt á að auka enn margmiðlunarþátt vefsins og gagnvirkni, fjölga þrautum,<br />

spurningakeppnum og dægradvöl af ýmsu tagi og síðast en ekki síst er hafinn<br />

undirbúningur að bókaröð fyrir börn. Valin svör af Vísindavefnum hafa áður verið<br />

gefin út í bókinni Af hverju er himinninn blár?<br />

Descartesverðlaunin: Þorsteinn Vilhjálmsson heiðraður<br />

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands og ritstjóri Vísindavefsins<br />

var einn af 23 aðilum sem tilnefndir voru til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins<br />

fyrir vísindamiðlun árið 2004. Alls hafði verið bent á 63 aðila til verðlaunanna<br />

og var Þorsteinn tilnefndur úr þeim hópi. Íslenska menntamálaráðuneytið<br />

hafði bent á Þorstein vegna verðlaunanna, en það veitti honum sérstakt<br />

heiðursskjal í janúar í tilefni af 5 ára afmæli Vísindavefsins.<br />

Í umsögn um Þorstein í kynningarriti vegna verðlaunanna segir m.a. að hann hafi<br />

skrifað og staðið að læsilegum bókum um vísindi, verið ötull að kynna vísindi í<br />

26


öðrum fjölmiðlum og gegnt mikilvægu hlutverki í ýmsum verkefnum í menntamálum<br />

á vegum íslenskra menntastofnana. Merkasta þrekvirki hans á síðustu<br />

árum sé þó það að hafa komið Vísindavefnum á laggirnar og ritstýrt honum. Vefurinn<br />

sé eins konar rafræn alfræðibók þar sem fólk getur fengið svör við spurningum<br />

sínum frá sérfróðu fólki. Vefurinn hvetji til samræðu milli vísindamanna og<br />

almennings og eftir fimm og hálfs árs starf séu svör á vefnum komin á sjötta<br />

þúsund. Aðsóknin jafngildi því að 3-5% íslensku þjóðarinnar heimsæki vefsetrið í<br />

hverri viku.<br />

Lokahátíð Háskóla unga fólksins<br />

Skólahaldi Háskóla unga fólksins <strong>2005</strong> lauk 25. júní með glæsilegri lokahátíð í Sal<br />

1 í Háskólabíói. Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands hóf hátíðina með stuttu<br />

ávarpi og að því búnu voru nemendur HUF kallaðir upp á svið, einn af öðrum, og<br />

afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á námi sínu í skólanum. Alls skráðu<br />

145 nemendur sig í skólann og það var því fríður hópur sem tók við dynjandi lófataki<br />

hátíðargesta þegar síðasta viðurkenningarskjalið hafði verið afhent.<br />

Að brautskráningunni lokinni tóku við dagskráratriði þar sem nemendur HUF<br />

veittu innsýn í það sem fengist var við í skólanum. Kór japönskunema steig á svið<br />

og flutti þrjár útgáfur af vinsælu japönsku dægurlagi sem fjallar um góða kosti<br />

heitra baða. Þar á eftir fræddu þrír nemendur gesti um aðferðir og viðfangsefni<br />

þjóðfræðinnar og að lokum fluttu tveir nemendur stuttan og bráðsmellinn leikþátt<br />

á frönsku. Einnig gafst kostur á að kynna sér starfsemi vetnisvélar, rannsaka<br />

segulsvið í koparröri, skoða plaköt um kynjafræði og fleira. Gríðargóður andi ríkti<br />

á hátíðinni og er óhætt að segja að ánægja foreldra og nemenda með skólahaldið<br />

hafi verið mikil.<br />

Vísindalist á Menningarnótt<br />

Háskóli Íslands tók á árinu í þriðja sinn þátt í dagskrá Menningarnætur í Reykjavík<br />

með óvenjulegu tilraunaverkefni undir heitinu Vísindalist sem unnið var í<br />

samstarfi við Listasmiðjuna Klink og Bank. Vísindamenn og listamenn leiddu<br />

saman hesta sína og freistuðu þess að bregða ljósi á spurningar á borð við: Eru<br />

vísindi list? Er list vísindi? Hvaða orka losnar úr læðingi þegar vísindi og listir<br />

sameina krafta sína? Menningarnótt markaði upphaf þessa samstarfsverkefnis<br />

sem stendur fram á vorið 2006 og lýkur með sýningu og útgáfu heimildarits.<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands kostar nýja lektorsstöðu í<br />

þróunarfræðum<br />

Í ársbyrjun var Jónína Einarsdóttir ráðin í nýja lektorsstöðu í mannfræði þróunar<br />

við mannfræði- og þróunarskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, sem Þróunarsamvinnustofnun<br />

Íslands kostar til þriggja ára. Hlutverk Jónínu verður meðal<br />

annars að byggja upp meistaranám við Háskóla Íslands á þessu sviði, en það<br />

verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt nám við íslenskan háskóla. Með eflingu<br />

náms og rannsókna í þróunarfræðum eru Háskólinn og Þróunarsamvinnustofnun<br />

í senn að vinna frumkvöðlastarf í þessum málaflokki hérlendis og koma<br />

til móts við þann mikla áhuga sem þróunarmálum hefur verið sýndur undanfarin<br />

ár og m.a. hefur birst í afar góðri aðsókn á opin málþing og ráðstefnur sem þessir<br />

aðilar hafa efnt til undanfarin misseri.<br />

Öflugt samstarf Actavis og Háskóla Íslands<br />

Háskóli Íslands og lyfjafyrirtækið Actavis gerðu í upphafi árs með sér samstarfssamning<br />

sem veitir nemendum við Háskólann tækifæri til þess að glíma við verkefni<br />

sem tengjast starfsemi Actavis. Jafnframt nýtur fyrirtækið þekkingar kennara<br />

og nemenda við Háskóla Íslands. Til þess að stuðla að þessu markmiði var með<br />

undirritun samningsins stofnsettur sjóður sem úthlutar styrkjum til nemenda.<br />

Actavis leggur til árlega allt að 4 m.kr. í verkefnasjóðinn í þrjú ár, samtals 12 m.kr.<br />

Styrkveitingar miðast að mestu leyti við verkefni nemenda við lyfjafræðideild,<br />

verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.<br />

Háskóli Íslands og Samskip í samstarf um kvikmyndafræði<br />

Kennsla hófst um haustið í kvikmyndafræði sem sjálfstæð námsgrein við hugvísindadeild<br />

Háskóla Íslands og styður Samskip námið rausnarlega með því að<br />

kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein<br />

á BA stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á<br />

næstu árum. Styrkur Samskipa til Háskóla Íslands vegna kvikmyndafræðinámsins<br />

nemur 3,6 m.kr. á næsta ári og var samningur þar að lútandi undirritaður 10.<br />

maí af Páli Skúlasyni rektor og Ólafi Ólafssyni, starfandi stjórnarformanni Samskipa,<br />

að viðstöddum fulltrúum beggja samningsaðila.<br />

27


Samskip eru alhliða flutningafyrirtæki sem býður hvers kyns flutninga og tengda<br />

þjónustu, hvort sem er í lofti, á láði eða legi. Félagið rekur nú 47 skrifstofur í 21<br />

landi auk þess sem umboðsmenn eru starfandi um allan heim. Það er stefna félagsins<br />

að vera virkur og virtur þátttakandi í íslensku samfélagi og styðja við góð<br />

málefni. Er kvikmyndafræðin annað verkefnið á vegum Háskóla Íslands sem<br />

Samskip leggja lið því skemmst er að minnast þriggja ára samstarfssamnings<br />

sem gerður var við verkfræðideild Háskóla Íslands – og metinn er á rúmar 10<br />

m.kr. að heildarverðmæti.<br />

Samstarfssamningur um Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd<br />

undirritaður<br />

Þann 20. desember var undirritaður samstarfssamningur milli félagsvísindadeildar<br />

Háskóla Íslands og sjö samstarfsaðila um rekstur Rannsóknaseturs í<br />

barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands. Setrið verður<br />

staðsett við Félagsvísindastofnun á grundvelli undirritaðs samstarfssamnings við<br />

stjórnvaldsaðila, hagsmunafélög og þjónustustofnanir.<br />

Rannsóknasetrið þjónar margþættum tilgangi en fyrst og fremst að efla rannsóknir<br />

á félags- og tilfinningalegum aðstæðum barna og fjölskyldna á Íslandi, og<br />

stuðla að virkara rannsóknar- og þróunarstarfi fræðigreinarinnar innan háskólans<br />

og í samstarfi við aðila á vettvangi, en einnig í alþjóðlegu samstarfi. Í þessu<br />

felst m.a að samhæfa og þróa þekkingar- og gagnagrunn um málefni barna og<br />

fjölskyldna í bæði fagfræðilegum og fjölskyldupólitískum tilgangi og styrkja undirstöðu<br />

fyrir skipulegt rannsóknayfirlit og rannsóknagæðamat. Starfseminni er<br />

ætlað að skapa farveg fyrir kynningu á umfangi og niðurstöðum rannsókna í félagsráðgjöf<br />

til fræðasamfélagsins, fjölmiðla og almennings og gera þær sýnilegri.<br />

Þannig verða niðurstöður rannsókna í félagsráðgjöf áhrifaríkari fyrir hagsmuni<br />

almennings, vinumarkaðar og notendur í hinum ýmsu þjónustugeirum heilbrigðis-,<br />

félags-, skóla- og réttarkerfis og annarra sviða félagsráðgjafar sem snerta<br />

félagslega velferð og heill barna og fjölskyldna.<br />

Vaxandi gróska er í rannsóknarverkefnum á sviði barna- og fjölskyldurannsókna í<br />

félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Námskeið í fjölskyldufræðum<br />

eru kennd á BA- og MA-stigi og sérstök námslína til starfstengds fjölskyldumiðaðs<br />

meistaraprófs, MSW er í boði. Velferðarsvið Reykjavíkur (áður Félagsþjónustan)<br />

kostar lektorsstöðu í barnavernd, framkvæmdasjóður aldraðra kostar<br />

lektorsstöðu í öldrunarrannsóknum og unnið er að uppbyggingu rannsókna og<br />

kennslu á sviði sjálfboðastarfa (NGO) og opinberrar þjónustu með styrk frá RKÍ.<br />

Rannsóknasetur um barna- og fjölskylduvernd er vettvangur fyrir samræmda<br />

starfsemi í rannsóknum, fræðslu og kennslu er snerta fjölskylduvernd.<br />

Með stofnun Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd við félagsvísindadeild<br />

Háskóla Íslands er komið á móts við ákall stjórnvalda, almennings og vinnumarkaðar<br />

um frumkvæði vísindamanna og fagfólks að markvissum viðbrögðum í<br />

fjölskyldumálefnum. Samstarfsaðilar um rekstur Rannsóknaseturs í barna- og<br />

fjölskylduvernd við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands eru Barnaverndarstofa,<br />

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Velferðarsvið<br />

Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag.<br />

Indlandsforseti heimsótti Háskóla Íslands<br />

Forseti Indlands, dr. A.P.J. Abdul Kalam, heimsótti Háskóla Íslands 30. maí, en<br />

heimsóknin var liður í opinberri heimsókn hans til Íslands. Í heimsókninni kynnti<br />

Indlandsforseti sér m.a. rannsóknir Íslendinga á sviði jarðskjálftamælinga og<br />

starfsemi Jarðvísindastofnunar. Að því loknu átti hann fund með starfsfólki og<br />

nemendum Háskólans.<br />

Samræður menningarheima: Afmælisráðstefna til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára<br />

Í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands,<br />

gekkst Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir glæsilegri<br />

alþjóðlegri ráðstefnu undir heitinu „Dialogue of Cultures“ dagana 13.-15. apríl.<br />

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið<br />

og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru:<br />

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti<br />

Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands,<br />

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra,<br />

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskars-<br />

28


dóttir borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll<br />

Skúlason rektor.<br />

Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem Páll<br />

Skúlason rektor afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn Erling<br />

Jónsson. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi afmælisdagsins<br />

15. apríl. Setning fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að morgni 14. apríl að<br />

viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra gesta. Páll Skúlason<br />

rektor setti ráðstefnuna, en forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson flutti<br />

opnunarræðu. Einnig flutti menntamálaráðherra frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir<br />

ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur ráðstefnunnar: Towards<br />

a Philosophy of Language Diversity, og kór Kársnesskóla söng undir stjórn<br />

Þórunnar Björnsdóttur.<br />

Auk prófessors David Crystal voru eftirtaldir lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni: Mary<br />

Robinson, forseti Írlands 1990-1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna<br />

1997-2002, Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og<br />

ráðgjafi Jacques Chirac, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa, Shinako<br />

Tsuchyia, þingkona í Japan, Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar<br />

(WTO), Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og<br />

Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv. Alþingismaður.<br />

Þá voru haldnar 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimanna<br />

fluttu erindi.<br />

Samstarf milli Hólaskóla og Háskólans<br />

Til þess að ná sem mestum árangri í alþjóðlegri samkeppni þurfa íslenskir háskólar<br />

að leggja áherslu á að vinna náið saman, meðal annars með því að<br />

samnýta kennara, sérfræðinga og aðstöðu. Með þetta að leiðarljósi undirrituðu<br />

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands og Háskólinn á Hólum samstarfssamning<br />

um kennslu og rannsóknir í febrúar.<br />

Hólaskóli og Háskóli Íslands hafa haft með sér gott samstarf um árabil. Þetta<br />

samstarf hefur tengst margháttuðum rannsóknum, m.a. verkefnum meistara- og<br />

doktorsnema við Háskóla Íslands, sem og gagnkvæmu mati á námi. Stofnun<br />

fræðasetra er vettvangur Háskóla Íslands fyrir margháttað samstarf við stofnanir,<br />

sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Samningurinn<br />

mun greiða enn frekar fyrir virku samstarfi skólanna m.a. á sviði fiskalíffræði<br />

og fiskeldis, ferðamálafræði, fornleifafræði, sagnfræði, guðfræði og hestafræði<br />

en aðstæður til kennslu og rannsókna á þessum sviðum eru afar góðar<br />

hjá Hólaskóla.<br />

Samningurinn gerir m.a. ráð fyrir því að Háskóli Íslands staðsetji kennara hjá Hólaskóla<br />

sem taki virkan þátt í rannsóknum og kennslu. Einnig er stefnt að því að<br />

Hólaskóli og Háskóli Íslands komi á fót sameiginlegum stöðum háskólakennara.<br />

Unnið með Bandaríkjamönnum að verkefni um flugstjórn<br />

framtíðarinnar<br />

Dagana 22.-23. ágúst var haldinn í Reykjavík árlegur samstarfsfundur sérfræðinga<br />

og vísindamanna Háskóla Íslands, MIT háskólans í Boston, Bandaríkjunum<br />

og bandarísku geimferðstofnunarinnar NASA. Háskóli Íslands hefur í samstarfi<br />

við Flugmálastjórn Íslands um árabil verið frumkvöðull í rannsóknum á flugumferðarstjórn<br />

og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi sem nýtist við ýmiss<br />

konar greiningu og prófanir. Sérfræðiþekking í flugumferðarstjórn yfir hafi er afar<br />

mikilvæg þegar þróa á ný tölvukerfi sem flugumferðarstjórar nota við að stýra<br />

umferð. Sú þekking sem hefur byggst upp, bæði hér á landi og í samstarfi sem<br />

Íslendingar hafa tekið þátt í á alþjóðavettvangi, hefur haft mikil áhrif á hugmyndasmíði<br />

og nýst við prófanir.<br />

Tækni- og skipulagsumhverfi íslenska flugstjórnunarsvæðisins gerir það að verkum<br />

að það er eftirsótt til prófana á nýjungum í flugumferðarstjórnun. Slíkar prófanir<br />

eru nauðsynlegar vegna aukinnar umferðar, kröfu um sífellt betri þjónustu<br />

og framsýnna markmiða. Eitt af markmiðunum er að ná heildrænni stjórnun á<br />

Evrópska flugumferðarsvæðinu og að nýta vel nýjungar í tæknibúnaði flugvéla,<br />

þ.m.t. eftirlits- og fjarskiptabúnaði.<br />

Háskóli Íslands hefur um nokkurt skeið átt farsælt samstarf við MIT háskólann í<br />

Boston, Flugmálastjórn og Flugkerfi ehf. í rannsóknaverkefni sem hefur að markmiði<br />

að þróa og prófa nýjar aðferðir og grafíska framsetningu gagna fyrir eftirlit<br />

29


og stjórnun flugumferðar. Verkefnið getur leitt til þess að starfsumhverfi flugumferðarstjóra<br />

muni gerbreytast. Nemendur í framhaldsnámi við verkfræðideild Háskólans<br />

og MIT hafa tekið þátt í rannsóknarverkefninu og haft með sér náið samstarf.<br />

Rektor býður starfsfólki til tónleika<br />

Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, bauð starfsfólki Háskólans og mökum<br />

til tónleika í Háskólabíói 24. september. Flytjendur voru Þóra Einarsdóttir<br />

sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenor, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og<br />

Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Að tónleikunum loknum var boðið til haustfagnaðar<br />

í Hátíðasal í Aðalbyggingu.<br />

Rafrænn háskóli<br />

Svokallað viðburðadagatal á vef HÍ er nú ein öflugasta leiðin til að kynna opna viðburði<br />

(fyrirlestra, málþing, ráðstefnur o.fl.) sem skipulagðir eru á vegum eða í<br />

samvinnu við Háskóla Íslands, enda vefurinn mjög fjölsóttur. Sem dæmi má<br />

nefna að í septembermánuði sóttu vefinn að meðaltali 13.145 gestir á dag og í<br />

þessum sama mánuði var jafnframt slegið nýtt aðsóknarmet, þann 5. september:<br />

16.469 gestir. Þetta er um 30% meiri aðsókn að vef Háskóla Íslands en var á sama<br />

tíma árið 2004.<br />

Háskóli Íslands meðal þeirra sex stofnana sem veita besta<br />

rafræna þjónustu<br />

Þann 12. desember var haldinn kynningarfundur um úttekt á vefjum ríkis og<br />

sveitarfélaga undir yfirskriftinni Hvað er spunnið í opinbera vefi? Í niðurstöðu úttektarinnar<br />

kemur m.a. fram að Háskóli Íslands var meðal þeirra sex stofnana<br />

sem taldar eru veita besta þjónustu þegar heildarniðurstöður úr úttektum á 246<br />

vefjum voru bornar saman. Hvað innihald varðar var Háskólinn í fimmta sæti og í<br />

því áttunda þegar nytsemi var metin.<br />

Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Megintilgangurinn<br />

er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði<br />

hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar<br />

þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri<br />

sem felast í rafrænni þjónustu.<br />

Verkefnið hófst í maí og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar<br />

þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf. vann verkefnið fyrir<br />

forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu<br />

ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra<br />

þágu.<br />

Ýmislegt efni um Háskóla Íslands er að finna á vef Háskólans, www.hi.is, og á<br />

slóðinni: www2.hi.is/page/um_HI<br />

Tölulegar staðreyndir um Háskólann er að finna á slóðinni:<br />

www2.hi.is/page/stadtolur<br />

30


Háskólinn í hnotskurn <strong>2005</strong><br />

Starfsmannafjöldi<br />

Tæknifólk<br />

Skrifstofufólk<br />

45<br />

49<br />

61<br />

konur<br />

karlar<br />

150<br />

Hér eru ekki taldir starfsmenn<br />

háskólastofnana með<br />

sjálfstæðan fjárhag.<br />

Þjónustusérfr.<br />

Rannsóknafólk<br />

20<br />

26<br />

47<br />

67<br />

Fastráðnir kennarar eru 446<br />

og hefur fjölgað um 13 frá<br />

fyrra ári.<br />

Sérfræðingar<br />

Aðjunktar<br />

Lektorar<br />

2<br />

8<br />

11<br />

14<br />

46<br />

50<br />

Um 70% fastra kennara eru<br />

með doktorspróf en 30% eru<br />

með meistarapróf.<br />

Dósentar<br />

Prófessorar<br />

28<br />

46<br />

101<br />

150<br />

Laun og launatengd gjöld<br />

námu 4.883,6 m.kr. af<br />

7.179,2 m.kr. útgjöldum alls<br />

eða 68%.<br />

0 20 40 60 80 100 120 140 160<br />

Fjöldi<br />

Deildir Námsleiðir skráðir brautskráðir<br />

Guðfræðideild 7 144 19<br />

Læknadeild 10 450 78<br />

Lagadeild 6 588 77<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 14 1.165 182<br />

Heimspekideild 56 1.784 232<br />

Lyfjafræðideild 5 145 5<br />

Tannlæknadeild 3 80 8<br />

Verkfræðideild 25 815 165<br />

Raunvísindadeild 49 931 183<br />

Félagsvísindadeild 53 2.287 387<br />

Hjúkrunarfæðideild 6 580 111<br />

Samtals 234 8.939 1.445<br />

Þróun nemendafjölda<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Skráðir<br />

nemendur 6.439 7.254 8.027 8.225 8.725 8.939<br />

Virkir<br />

nemendur 4.175 4.328 4.677 5.242 5.697 5.807<br />

Fjöldi<br />

nýskráðra 2.509 2.675 2.805 2.933 3.058 2.555<br />

Fjöldi<br />

brautskráðra 1.007 1.068 1.149 1.243 1.391 1.445<br />

32


Skipting heildarútgjalda<br />

Nýbyggingar 2%<br />

Tækjakaup 1%<br />

Viðhald fasteigna 2%<br />

Rekstur fasteigna 6%<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 8%<br />

Endurmenntunarstofnun 4%<br />

Þjónustustofnanir 11%<br />

Kennsludeildir 57%<br />

Rannsóknastofnanir utan deilda 1%<br />

Sameiginleg stjórnsýsla 8%<br />

Skipting útgjalda deilda<br />

Hjúkrunarfræðideild 5%<br />

Félagsvísindadeild 13%<br />

Guðfræðideild 2%<br />

Læknadeild 15%<br />

Lagadeild 3%<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 9%<br />

Raunvísindadeild 21%<br />

Hugvísindadeild 15%<br />

Verkfræðideild 12%<br />

Lyfjafræðideild 2%<br />

Tannlæknadeild 3%<br />

Tekjur Háskóla Íslands 2000-<strong>2005</strong> í m.kr.<br />

8.000<br />

7.000<br />

6.000<br />

5.000<br />

4.000<br />

3.000<br />

1.798 1.814 1.884<br />

2.014 2.214 2.443<br />

2.000<br />

1.000<br />

0<br />

2.973 3.362 3.602 4.054 4.223 4.707<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sértekjur<br />

Fjárveitingar<br />

33


Stjórnsýsla<br />

Skrifstofa rektors<br />

Hlutverk rektors<br />

Samkvæmt lögum um Háskóla Íslands nr. 41/1999 er rektor yfirmaður stjórnsýslu<br />

Háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan Háskólans<br />

og utan. Hann hefur almennt eftirlit með allri starfsemi Háskólans, þar með<br />

talið ráðningar- og fjármálum einstakra deilda og stofnana. Rektor á frumkvæði<br />

að því að háskólafundur marki heildarstefnu í málefnum Háskólans. Á milli funda<br />

háskólaráðs fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum Háskólans.<br />

Rektor ræður starfslið sameiginlegrar stjórnsýslu Háskólans og setur<br />

því starfslýsingar. Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu<br />

háskólaráðs, að undangengnum almennum kosningum í Háskólanum.<br />

Rektorsskrifstofa<br />

Starfsemi rektorsskrifstofu helgast fyrst og fremst af því að framfylgja lögskipuðu<br />

hlutverki háskólarektors, gæta heildarhagsmuna Háskólans og greiða fyrir því<br />

eftir bestu getu að heildarstefna Háskólans og einstakra deilda og stofnana megi<br />

ganga vel fram, þannig að Háskólinn nái að rækja og rækta hlutverk sitt sem<br />

allra best í kennslu og rannsóknum og þjónustu við samfélagið.<br />

Rektorsskrifstofa hefur umsjón með málefnum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskólans,<br />

háskólafundi, fundum háskólaráðs, ársfundi Háskólans og samskiptum<br />

rektors við forseta deilda og forstöðumenn stofnana. Einnig hefur rektorsskrifstofa<br />

umsjón með samskiptum rektors við fulltrúa stjórnvalda, atvinnulífs og innlendra<br />

og erlendra háskóla- og rannsóknastofnana og samtaka þeirra sem og<br />

fulltrúa erlendra ríkja. Náin samvinna er við báðan meginstoðir stjórnsýslunnar,<br />

akademíska stjórnsýslu og rekstur og framkvæmdir, og stjórnsýslu deilda.<br />

Á rektorsskrifstofu fer ennfremur fram margvísleg önnur regluleg starfsemi, svo<br />

sem móttaka og afgreiðsla erinda sem berast Háskólanum, afgreiðsla viðtala eftir<br />

pöntun, miðlun upplýsinga til starfsmanna, umsjón með nefndum og starfshópum<br />

rektors um einstök málefni, útgáfa Árbókar og Ritaskrár Háskólans, umsjón<br />

með úthlutunum úr Háskólasjóði, starfi dómnefnda vegna nýráðninga og framgangs<br />

akademískra starfsmanna, brautskráningum kandídata, doktorsvörnum,<br />

viðurkenningum til starfsmanna, málþingum, ráðstefnum og fyrirlestrum á vegum<br />

rektors, útgáfu ýmiss kynningarefnis og umsjón með boðum og samkomum<br />

á vegum rektors.<br />

Markaðs- og samskiptadeild heyrir beint undir rektor og vinnur með markaðsog<br />

samskiptanefnd.<br />

Starfslið<br />

Á árinu áttu sér stað rektorsskipti við Háskóla Íslands og þann 1. júlí tók Kristín<br />

Ingólfsdóttir prófessor við embætti rektors af Páli Skúlasyni prófessor. Aðrir<br />

starfsmenn á skrifstofu rektors eru Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri og<br />

gæðastjóri, Guðbjörg Jóhannesdóttir verkefnisstjóri, Margrét Ludwig verkefnisstjóri<br />

og Halla Sverrisdóttir verkefnisstjóri.<br />

Gæðamál<br />

Skrifstofa rektors hefur yfirumsjón með gæðamálum Háskólans. Samkvæmt<br />

gæðakerfi Háskólans er rektor ábyrgur fyrir gæðamálum skólans almennt, en<br />

deildarforsetar, framkvæmdastjórar, forstöðumenn og aðrir stjórnendur eru ábyrgir<br />

fyrir gæðum starfsemi innan sinna starfseininga. Skrifstofustjóri rektorsskrifstofu<br />

er jafnframt gæðastjóri og starfrækt er sérstök ráðgjafanefnd rektors um gæðamál.<br />

Við Háskóla Íslands er fylgt víðtæku formlegu gæðakerfi sem tekur til lögbundins<br />

hlutverks Háskólans á sviði kennslu og rannsókna, auk stjórnunar, rekstrar og<br />

þjónustu. Gæðakerfið hvetur til nýsköpunar, bættrar frammistöðu og aukins sjálfstæðis<br />

starfsmanna, en einnig til samvinnu þar sem áætlun, aðgerðir, eftirlit og<br />

viðbrögð mynda ferli stöðugra umbóta. Gæðakerfið tekur mið af stefnumótun og<br />

framkvæmd gæðamála á alþjóðlegum vettvangi, einkum í tengslum við Bologna-<br />

35


ferlið og á vegum Samtaka evrópskra háskóla (European University Association),<br />

sem og opinberum og sjálfstæðum gæðamatsstofnunum.<br />

Rektor ber ábyrgð á gæðamálum Háskólans og deildarforsetar, forstöðumenn og<br />

framkvæmdastjórar bera ábyrgð á gæðum starfsemi þeirra rekstrareininga sem<br />

þeir stýra. Gæðastjóri og gæðanefnd annast framkvæmd gæðakerfisins í umboði<br />

rektors. Rektor heldur mánaðarlega fundi með deildarforsetum þar sem m.a. er<br />

fjallað um framkvæmd og þróun gæðakerfisins. Auk þessa starfar innan Háskólans<br />

sérstök ráðgjafanefnd rektors um gæðamál. Hlutverk nefndarinnar er að<br />

fylgjast með framkvæmd gæðakerfisins, fjalla um og samræma útfærslu einstakra<br />

þátta og móta tillögur um þróun þess, eftirfylgni og úrbætur. Í bígerð er að<br />

festa nefndina frekar í sessi og gefa henni aukið vægi með því að gera hana að<br />

einni af fastanefndum háskólaráðs.<br />

Áfram var unnið með margvíslegum hætti að eflingu gæðakerfis Háskólans. Sérstök<br />

áhersla var lögð á ytra gæðamat og bar þar hæst að á árinu lauk þremur<br />

viðamiklum ytri úttektum á Háskóla Íslands sem fram fóru á árunum 2004 og<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Í fyrsta lagi fól menntamálaráðherra Ríkisendurskoðun árið 2004 að gera úttekt<br />

á fjárhagsstöðu, fjármögnun, árangri, gæðum, rekstrarformi og<br />

stjórnsýslu Háskólans. Úttektin samanstendur af þremur meginþáttum:<br />

Greiningu Ríkisendurskoðunar á framangreindum þáttum, viðhorfskönnun<br />

meðal starfsfólks Háskólans og alþjóðlegum samanburði á völdum kennitölum<br />

og starfsþáttum. Lokaskýrsla Ríkisendurskoðunar var birt vorið <strong>2005</strong>.<br />

• Í öðru lagi fól menntamálaráðherra árið 2004 fjögurra manna sérfræðingahópi<br />

að framkvæma úttekt á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfinu.<br />

Tekur úttektin til rannsóknastarfs við skólann á árunum<br />

1999–2002. Lokaskýrsla var birt í september <strong>2005</strong>.<br />

• Í þriðja lagi átti Háskóli Íslands frumkvæði að því að Samtök evrópskra háskóla<br />

(European University Association, EUA) gerðu úttekt á Háskólanum þar<br />

sem lögð var sérstök áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf<br />

innan skólans. Úttekt EUA er ekki liður í opinberu eftirliti með Háskólanum,<br />

heldur er tilgangur hennar fyrst og fremst að fá ábendingar og ráðleggingar<br />

frá virtum erlendum háskólamönnum sem geta nýst við framtíðaruppbyggingu<br />

skólans. EUA hefur framkvæmt slíkar háskólaúttektir með góðum árangri<br />

um árabil og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tekið þátt í<br />

þeim. Hófst úttektin í ársbyrjun <strong>2005</strong> á ritun sjálfsmatsskýrslu. Að því búnu<br />

kom hópur erlendra sérfræðinga á vegum EUA í tvær vettvangsheimsóknir í<br />

mars og maí og loks var lokaskýrsla birt stjórn Háskólans í september <strong>2005</strong>.<br />

Heildarniðurstöður allra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóla Íslands. Af<br />

úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á<br />

undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvatakerfi<br />

skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil<br />

þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að slíta barnsskónum við skólann. Stjórnendur<br />

skólans hafa gætt þess að haga rekstri skólans í samræmi við fjárveitingar og<br />

aðrar tekjur sem hann aflar, og skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni<br />

og skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla. Í úttektarskýrslunum<br />

er þó einnig bent á margt sem betur má fara í starfsemi skólans. Skýrslurnar<br />

geyma margar gagnlegar ábendingar um það hvernig bæta megi rannsóknir,<br />

kennslu og stjórnun við skólann enn frekar.<br />

Í kjölfar úttektanna þriggja skipaði rektor starfshóp sem hafði það hlutverk að<br />

fara yfir úttektarskýrslunar og gera tillögur um viðbrögð við þeim athugasemdum<br />

og ábendingum sem þar koma fram. Skilaði starfshópurinn rektor ítarlegri<br />

skýrslu með yfir 90 tillögum í byrjun nóvember.<br />

Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hratt rektor af stað viðamikilli vinnu við það að<br />

móta stefnu og framkvæmdaáætlun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2006-2011.<br />

Hófst vinnan á skipun starfshóps til að vinna úr ýmsum stefnumarkandi textum<br />

sem fyrir liggja, s.s. vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands, stefnu Háskólans<br />

í einstökum málaflokkum, lokaskýrslum vegna ytri úttekta á Háskóla Íslands,<br />

skýrslu starfshóps rektors um niðurstöður sömu úttekta og stefnumótunarskjöl<br />

deilda, stofnana og stjórnsýslu Háskólans, og semja á grundvelli þeirra tillögu um<br />

sameiginlega stefnu og framkvæmdaáætlun. Þessi vinna stóð yfir veturinn <strong>2005</strong>-<br />

2006 og ætlað að henni myndi ljúka þá um vorið.<br />

36


Markaðs- og samskiptamál<br />

Markaðs- og samskiptadeild<br />

Markaðs- og samskiptadeild stuðlar að því að efla orðspor Háskóla Íslands í<br />

samfélaginu, að það hafi skýra mynd af hlutverki skólans og geri sér grein fyrir<br />

sérstöðu hans.<br />

Í starfi sínu leggur markaðs- og samskiptadeild áherslu á að:<br />

• Móta, framkvæma og miðla stefnu og framtíðarsýn Háskóla Íslands.<br />

• Vera aflvaki fyrir einingar skólans í markaðs- og samskiptamálum.<br />

• Starfsemi deildarinnar einkennist af frumkvæði, þjónustulund og fagmennsku.<br />

• Tryggja samræmingu í miðlun skilaboða frá Háskólanum til samfélagsins.<br />

• Afla upplýsinga um starfsumhverfi Háskóla Íslands, miðla þeim til ólíkra eininga<br />

skólans og stuðla að því að einingarnar nýti sér upplýsingarnar til að<br />

bæta starfsemi sína.<br />

Helstu verkefni<br />

Meðal verkefna deildarinnar eru fjölmiðlatengsl, ritstjórn Háskólavefsins, útgáfa<br />

kynningarefnis af margvíslegu tagi og umsjón með samræmingu útlits kynningarefnis<br />

Háskólans. Einnig kynning á námi og annarri fjölþættri starfsemi Háskólans,<br />

miðlun vísinda til almennings og sérstaklega til ungs fólks og margskonar<br />

önnur skipulagningar- og framkvæmdastörf til kynningar á skólanum. Þá má<br />

nefna ráðgjöf, þjónustu og stuðning við kynningarstarf deilda, stofnana og sameiginlegrar<br />

stjórnsýslu HÍ og upplýsingamiðlun, samstarf og samskipti innan háskólasamfélagsins<br />

og utan, hérlendis og erlendis.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Markaðs- og samskiptadeild heyrir beint undir rektor og starfar deildarstjóri í<br />

umboði hans. Deildarstjóri og kynningarstjóri Háskóla Íslands var Guðrún J.<br />

Bachmann. Vefritstjóri og ritstjóri Fréttabréfs HÍ var Friðrik Rafnsson. Verkefnastjóri<br />

og landstengiliður fyrir Unga vísindamenn var Björk Håkansson.<br />

Vefsetur Háskóla Íslands<br />

Á árinu var mikil vinna lögð í gagngera endurskipulagningu deildarvefja og uppfærslu<br />

og vinnslu efnis. Snemma hausts náðist sá áfangi að allar deildir höfðu<br />

innleitt Soloweb vefumsjónarkerfið og tekið upp nýtt og samræmt útlit. Unnið var<br />

að verklagsreglum fyrir vefinn í samstarfi við markaðs- og samskiptanefnd.<br />

Vefur Háskóla Íslands er samkvæmt mælingum einn af fjölsóttari vefjum landsins<br />

og eykst umferð stöðugt um hann ár frá ári. Þegar skólastarf stendur sem hæst<br />

fara á milli tíu og tólf þúsund manns inn á upphafssíðu HÍ (www.hi.is) daglega.<br />

Vefurinn er einn mikilvægasti kynningar- og upplýsingavettvangur Háskóla Íslands<br />

og er netið almennt fyrsti kostur þeirra sem hyggja á nám við HÍ og leita<br />

sér upplýsinga um það.<br />

Haustið <strong>2005</strong> voru gerðar tvær úttektir á vef Háskólans. Önnur þeirra var aðgengisúttekt<br />

sem er ætlað að meta vefaðgengi fyrir fatlaða og í framhaldi af því var<br />

hafist handa við að gera vefinn aðgengilegan öllum, óháð fötlun. Hin úttektin var<br />

gerð á vegum forsætisráðuneytisins, á rafrænni þjónustu opinberra stofnana. Þar<br />

voru 246 vefir teknir út faglega og í skemmstu máli sagt var Háskóli Íslands meðal<br />

þeirra sex opinberu stofnana sem taldar eru veita bestu rafrænu þjónustuna.<br />

Hönnunarstaðall Háskóla Íslands<br />

Hönnunarstaðall Háskólans var endanlega innleiddur á árinu. Hann er aðgengilegur<br />

öllum á vefsetri Háskólans undir hnappnum Kynningarefni og er stöðugt<br />

unnið að endurnýjun og uppfærslu efnis. Með staðlinum er stigið stórt skref í þá<br />

átt að tryggja og auðvelda samræmingu útlits alls kynningarefnis skólans og<br />

næst með honum hagræðing og stóraukin þjónusta fyrir hverja þá sem vinna að<br />

kynningarstörfum í deildum og stofnunum Háskóla Íslands.<br />

Útgáfur<br />

Fréttabréf Háskóla Íslands, Háskólafréttir, kom út tvisvar sinnum á árinu.<br />

Í febrúar komu út þrjú kynningarrit:<br />

• Sérrit um Háskóla Íslands, 24 síðna fylgirit sem dreift var með Morgunblaðinu.<br />

• Nýr almennur kynningabæklingur um starfsemi Háskólans.<br />

• Nýr kynningabæklingur fyrir nýnema í samstarfi við FS og HHÍ.<br />

37


Ýmsir viðburðir og önnur kynningamál<br />

• Námskynning Háskóla Íslands fór fram 28. febrúar. Var það í fyrsta sinn um<br />

árabil sem Háskóli Íslands tók ekki þátt í sameiginlegri kynningu íslenskra<br />

háskóla. Önnur nýjung var að bæði grunnnám og framhaldsnám var kynnt á<br />

sama degi. Gestir voru um 2.500 talsins.<br />

• Háskólinn tók þátt í Menningarnótt Reykjavíkurborgar í ágúst. Markaði Menningarnótt<br />

upphaf 9 mánaða samstarfsverkefnis HÍ og fjöllistasmiðjunnar<br />

Klink og Bank undir heitinu VÍSINDALIST.<br />

• Þátttaka í Vetrarhátíð í lok febrúar með málþingi í Háskólabíói, Galdraþingi, í<br />

samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Barða Jóhannesson tónskáld o.fl.<br />

• Þátttaka í Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur í september og umsjón<br />

með aðkomu Háskólans að verkefninu Vísindin snerta þig, einnig á vegum<br />

RANNÍS.<br />

• Málþingið Ný Afríka í mótun sem Háskóli Íslands, Þróunarsamvinnustofnun<br />

Íslands og Norræna Afríkustofnunin gengust fyrir í febrúar. Á þinginu leituðust<br />

nokkrir afrískir sérfræðingar í málefnum álfunnar við að varpa ljósi á<br />

þann margþætta veruleika og vanda sem ríki í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar<br />

búa við.<br />

• Tengiliður rektors við undirbúning að ráðstefnunni Samræður menningarheima<br />

á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.<br />

• Margþætt aðkoma að ráðstefnum, málþingum, undirritun o.fl. á vegum rektors<br />

og kynning á þeim, þ. á m. á Háskólatorgi og Háskólasjóði Eimskips.<br />

• Ýmis kynningarverkefni í samstarfi við deildir og stofnanir HÍ.<br />

• Doktorsvarnir við Háskóla Íslands, kynning í fjölmiðlum og innan HÍ.<br />

Fræðsla og tengsl<br />

• Deildin var sem fyrr bakhjarl Vísindavefs Háskóla Íslands, sem er eitt framsæknasta<br />

átak Háskólans í miðlun vísinda til almennings. Vísindavefurinn<br />

fagnaði 5 ára afmæli og í tengslum við það var skipulagt kynningarátak í fjölmiðlum,<br />

auk þess sem deildin stóð að baki útrásar Vísindavefsins í tilefni afmælisins.<br />

Valdar spurningar og svör voru þýdd á ensku. Vefurinn var kynntur<br />

erlendis og leitað erlendra samstarfsaðila.<br />

• Markaðs- og samskiptadeild hefur öflugt tengslanet í deildum og stofnunum<br />

skólans við ábyrgðaraðila kynninga- og vefmála. Deildin stóð fyrir fjölmörgum<br />

námskeiðum í notkun Soloweb í samstarfi við starfsmannasvið og<br />

kennslusvið. Einnig var í árslok haldin námsstefna um markaðs- og kynningarmál<br />

með sérstakri áherslu á fjölmiðlatengsl.<br />

• Tengiliður fyrir hönd rektors við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Alþjóðabankann<br />

og Norrænu Afríkustofnunina.<br />

• Tengiliður fyrir rektor hönd rektors við verkefnið UN módel stúdenta.<br />

• Háskóli unga fólksins, undirbúningur og umsjón í samstarfi við verkefnisstjóra.<br />

• Tengiliður Íslands vegna margmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna, í<br />

samstarfi við Samtök iðnaðarins og menntamálaráðuneytið.<br />

• Undirbúningur að stofnun Tilraunahúss, samstarfsverkefnis HÍ, Kennaraháskólans<br />

og Orkuveitu Reykjavíkur.<br />

Kannanir – öflun upplýsinga um starfsumhverfi Háskólans<br />

Deildin vann að eftirtöldum þremur könnunum í samstarfi við formann markaðsog<br />

samskiptanefndar Háskólans, Þórhall Örn Guðlaugsson:<br />

• Um viðhorf og væntingar nýnema við Háskóla Íslands, gefin var út ítarleg<br />

skýrsla um niðurstöður og henni dreift til lykilaðila og tengiliða í deildum og<br />

sameiginlegri stjórnsýslu.<br />

• Þjónustukönnun meðal 2. árs nema við Háskóla Íslands og<br />

• Könnun meðal gesta á námskynningum Háskólans.<br />

Önnur verkefni<br />

• Í samstarfi við Skjalasafn HÍ var unnið að gagnagrunni um flokkun og varðveislu<br />

miðlægs ljósmyndasafns Háskólans, en einnig að gerð og útgáfu<br />

Handbókar um skjalagerð.<br />

• Ýmis menningartengd verkefni fyrir hönd rektors, s.s. umsjón með hausttónleikum<br />

fyrir starfsfólk, fjölmiðlatengsl og kynningar á háskólatónleikum ársins,<br />

umsjón og framkvæmd með Jazz-akademíunni o.fl.<br />

• Samstarf við rektorsskrifstofu um brautskráningar, doktorsvarnir o.fl.<br />

• Móttaka innlendra og erlendra gesta. Meðal erlendra gesta voru forseti Indlands<br />

ásamt fylgdarliði og fulltrúar ýmissa háskóla.<br />

Alþjóðlegt samstarf, tengsl og vísindamiðlun<br />

• Young Scientists - Um mitt ár tók deildin við umsjón Evrópuverkefnisins<br />

Young Scientists (Ungir vísindamenn) og er verkefnisstjóri deildarinnar land-<br />

38


stengiliður verkefnisins. Að undangenginni landskeppni var skipulögð ferð í<br />

Evrópukeppni Ungra vísindamanna til Moskvu í september, þar sem vinningsverkefni<br />

landskeppninnar Nuddgallinn var kynnt með glæsibrag. Um<br />

haustið var hafist handa við skipulagningu Landskeppni ungra vísindamanna<br />

2006.<br />

• NUAS - Kynningarstjóri situr í stjórn verkefnishóps fulltrúa kynningar- og<br />

markaðsdeilda norrænna háskóla sem vann að undirbúningi og framkvæmd<br />

umfangsmikillar ráðstefnu í Kaupmannahöfn í janúar 2006.<br />

• EUSCEA (European Science Events Association) - Deildin gekk til liðs við evrópsk<br />

samtök um vísindamiðlun og vísindaviðburði, tók m.a. þátt í hugmyndasamkeppni<br />

um nýjungar á þeim vettvangi og hlaut þar verðlaun og viðurkenningu.<br />

Í framhaldi af því var afráðið að árlegt þing samtakanna yrði haldið<br />

á Íslandi í byrjun júní í umsjón deildarinnar.<br />

• Science and Society - Meðal áhersluatriða 6. og 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins<br />

er miðlun vísinda til almennings undir yfirskriftinni Science<br />

and Society. Markaðs- og samskiptadeild nýtti þann vettvang meðal annars til<br />

þess að kynna starfsemi Vísindavefs HÍ á ráðstefnu sambandsins í Brussel í<br />

mars, þar sem einnig voru kynnt önnur verkefni deildarinnar í vísindamiðlun,<br />

s.s. Háskóli unga fólksins, þátttaka í Menningarnótt, Ungir vísindamenn,<br />

Vetrarhátíð o.fl. Einnig var tækifærið nýtt til margháttar tengslamyndunar og<br />

samstarfs, m.a. vegna Tilraunahúss.<br />

• Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna - Landskeppni World Summit<br />

Award var haldin hér á landi og skipulögð í samvinnu við Háskóla Íslands,<br />

menntamálaráðuneytið og Samtök iðnaðarins. Þar var veitt viðurkenning fyrir<br />

besta verkefnið og tilnefnt af Íslands hálfu á verðlaunahátíð sem haldin var í<br />

Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Landstengiliður í Nýmiðlunarverðlaunum<br />

Sameinuðu þjóðanna var Friðrik Rafnsson, vefritstjóri HÍ.<br />

• Descartes-verðlaun Evrópusambandsins - Í samstarfi við menntamálaráðuneytið<br />

var unnið að framlagi Íslands til Descartes-verðlauna fyrir vísindamiðlun.<br />

Þorsteins Vilhjálmsson prófessor og ritstjóri Vísindavefsins var einn<br />

af 23 aðilum sem tilnefndir voru til Descartes-verðlaunanna. Alls hafði verið<br />

bent á 63 aðila og var Þorsteinn tilnefndur úr þeim hópi. Þess má geta að<br />

menntamálaráðuneytið hafði fyrr á árinu veitt Þorsteini Vilhjálmssyni sérstakt<br />

heiðursskjal vegna framlags hans til vísindamiðlunar hérlendis.<br />

Þátttaka í nefndum og verkefnahópum<br />

• Markaðs- og samskiptanefnd Háskóla Íslands.<br />

• Verkefnahópur um tengsl HÍ við atvinnulíf og fjármögnun rannsókna.<br />

• Háskóli unga fólksins.<br />

• Hugmyndahópur rektors um Vísindagarða.<br />

• Þverfaglegur starfshópur um þróunarsamvinnu.<br />

• Starfshópur um nýmiðlunarverkefni Sameinuðu þjóðanna.<br />

• Starfshópur um fræðslumál starfsmanna HÍ.<br />

• Stýrihópur kynningarstjóra norrænna háskóla í NUAS.<br />

• Stjórn Listasafns Háskóla Íslands.<br />

• Ritnefnd Háskólafrétta, Fréttabréfs HÍ.<br />

• Verkefnahópur um ímynd og ásynd Háskólatorgs.<br />

• Undirbúningshópur að ráðstefnunni Samræður menningarheima á vegum<br />

Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.<br />

• Verkefnahópur um undirbúning stofnunar Tilraunahúss Háskóla Íslands.<br />

• Þátttaka í stjórn Evrópuverkefnisins Ungir vísindamenn.<br />

Akademísk stjórnsýsla<br />

Almennt<br />

Akademísk stjórnsýsla er önnur af tveimur meginstoðum sameiginlegrar<br />

stjórnsýslu Háskóla Íslands.<br />

Hlutverk hennar er að framkvæma ákvarðanir rektors og háskólaráðs, framfylgja<br />

ályktunum háskólafundar og að skapa deildum, stofnunum og starfsfólki skilyrði<br />

til að vinna störf sín í samræmi við lög og reglur. Innan akademískrar stjórnsýslu<br />

eru eftirtalin meginsvið og starfseiningar:<br />

• Stjórnsýsla – lög og reglur, samningar, málefni háskólaráðs, fjármál, jafnréttismál,<br />

skjalavarsla, málaskráning.<br />

• Kennsla – kennslumál, prófstjórn og prófhald, nemendaskrá, námsráðgjöf, aðstoð<br />

við fatlaða, stúdentamálefni, kennslumiðstöð og tungumálamiðstöð.<br />

39


• Rannsóknir – rannsóknavirkni, ritaskrá, rannsóknasjóðir.<br />

• Starfsmannamál – starfsþróun, réttindi og fræðsla.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólstigsins heyrir skipulagslega undir akademíska stjórn<br />

sýslu en er sjálfstæð rekstrareining í reikningshaldi Háskólans.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans starfar í nánum tengslum við rannsóknasvið en heyrir undir háskólaráð<br />

og er sjálfstæð rekstrareining í reikningshaldi Háskólans.<br />

Starfsnefndir háskólaráðs tengdar akademískri stjórnsýslu eru jafnréttisnefnd,<br />

kennslumálanefnd og vísindanefnd.<br />

Stjórnsýsla, lög og reglur<br />

Almennt<br />

Á sviði stjórnsýslu er eitt meginverkefnið að hafa umsjón með að ákvörðunum<br />

háskólaráðs og rektors sé framfylgt í samræmi við gildandi lög og reglur. Þá hefur<br />

skrifstofa akademískrar stjórnsýslu með höndum samningagerð fyrir hönd<br />

Háskóla Íslands í mörgum málefnum, breytingar á lögum og reglum Háskólans<br />

og setningu nýrra reglna. Veitt er lögfræðileg ráðgjöf við framkvæmd stjórnunarlegra<br />

viðfangsefna og höfð umsjón með fjárhagsáætlun akademískrar<br />

stjórnsýslu, stöðu einstakra eininga og skiptingu fjárveitingar á milli þeirra. Verkefnum<br />

á sviði jafnréttismála og skjalsafns er lýst sérstaklega aftar í þessum<br />

kafla.<br />

Lög og reglur<br />

Árið <strong>2005</strong> allmargar breytingar voru gerðar á heildarreglum skólans, sbr. yfirlit<br />

sem birt er á heimasíðu.<br />

Kennslumál, stúdentar,<br />

brautskráningar<br />

Helsta verkefni kennslusviðs er að annast sameiginleg mál Háskólans er varða<br />

kennslu, próf, skráningu stúdenta, kennsluhúsnæði og búnað. Á vegum þess er<br />

jafnframt starfrækt Tungumálamiðstöð, Kennslumiðstöð og Námsráðgjöf sem<br />

sérstakar deildir.<br />

Háskólaárið telst frá 1. júlí til jafnlengdar næsta ár og skiptist kennsluárið í tvö<br />

misseri, haustmisseri sem lýkur 21. desember og vormisseri sem lýkur 15. maí.<br />

Nýskráning fer fram í lok maí og byrjun júní ár hvert og einnig er tekið við skráningarbeiðnum<br />

í byrjun janúar. Þrjár brautskráningar kandídata tilheyra hverju háskólaári,<br />

í febrúar, júní og október.<br />

Áfram var beitt aðhaldsaðgerðum vegna fjölda stúdenta við Háskólann. Háskólaráð<br />

ákvað í mars <strong>2005</strong> að heimild til að veita undanþágur frá inntökuskilyrðum<br />

Háskólans yrði ekki nýtt háskólaárið <strong>2005</strong>-2006. Einnig samþykkti háskólaráð að<br />

ekki yrðu veittar neinar undanþágur frá skráningartímabili árlegrar skráningar í<br />

mars <strong>2005</strong> og greiðslu skrásetningargjalda eða vegna nýskráninga og greiðslu<br />

skrásetningargjalds eftir 5. júní <strong>2005</strong>.<br />

Kennsluskrá, nemendaskrá, námskeið og próf<br />

Í Kennsluskrá Háskólans eru tilgreind öll námskeið sem kennd eru við skólann<br />

og skipulag námsins. Lýsingar námskeiða eru aðgengilegar á:<br />

www.hi.is/nam/namsk Samtals eru á skrá um 4.000 námskeið (ýmist kennd<br />

námskeið, verkefni eða ritgerðir) í ellefu deildum, en þar af voru um 2.000 virk á<br />

árinu. Af kenndum námskeiðum voru 281 kennd á ensku. Skipulagðar námsleiðir<br />

í grunnnámi eru 143 (nám til fyrsta háskólaprófs, nám til diplómaprófs og 30 eininga<br />

aukagreinar), til meistaraprófs 86 og 39 til doktorsprófs. Auk þess er boðið<br />

upp á starfsmiðað nám að lokinni fyrstu háskólagráðu á 20 námsleiðum.<br />

Náin samvinna er um erlend samskipti við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og á<br />

milli kennslusviðs, rannsóknasviðs, kennslumálanefndar, vísindanefndar og alþjóðasamskiptaráðs.<br />

40


Nemendaskrá Háskólans er sá grunnur sem skipulag háskólastarfsins byggist á,<br />

s.s. stundaskrár, skipan í stofur og bókakaup Bóksölu stúdenta. Þar fer fram<br />

nýskráning, árleg skráning í námskeið og próf, innheimta skráningargjalds og varðveisla<br />

einkunna. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru tengdar tölvukerfi Nemendaskrárinnar<br />

beint með tilteknum aðgangsmöguleikum, auk þess sem nemendaskrárkerfið<br />

er beinlínutengt tölvukerfi LÍN. Í vefkerfi skólans, sem tekið var í notkun<br />

á haustmisseri 2001, á hvert námskeið sína heimasíðu með dagatali, kennsluáætlun,<br />

prófasafni og tilkynningum til nemenda. Að auki geta stúdentar nálgast margháttaðar<br />

upplýsingar um námskeið sín og námsferil og geta þeir skráð sig úr námskeiðum<br />

í vefkerfinu. Haldið var áfram endurskoðun nemendaskrárkerfis sem hófst<br />

formlega haustið 2002, en átaksverkefni við endurskoðun gagnagrunns nemendaskrárkerfisins<br />

var að mestu leyti lokið um áramótin 2004/<strong>2005</strong>.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru skráðar yfir 35.000 próftökur á þremur próftímabilum. Atvik utan<br />

próftímabila voru um það bil 5.000. Ljóst er að fjölgun próftaka er umtalsverð<br />

á milli ára, en beinn samanburður talna er varasamur þar sem margir þættir eiga<br />

hlut að máli. Stöðupróf í ensku (TOEFL, Test of English as a Foreign Language)<br />

voru haldin á vegum Háskólans samkvæmt samningi við Educational Testing<br />

Service. Á árinu <strong>2005</strong> voru þau haldin fimm sinnum og samtals tóku 476 einstaklingar<br />

stöðupróf. Þá voru haldin í fyrsta sinn svokölluð GRE og Gmat stöðupróf við<br />

Háskólann og tóku 53 GRE prófið og 10 Gmat.<br />

Fjöldi stúdenta og brautskráning<br />

Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir fjölda stúdenta við Háskóla Íslands háskólaárið<br />

2004–<strong>2005</strong> og fjölda brautskráðra árið <strong>2005</strong>. Brautskráðir voru samtals 1.445, þar af<br />

luku 250 meistaraprófi. Fimm doktorsvarnir fór fram í læknadeild á árinu, þrjár í<br />

raunvísindadeild, tvær í hugvísindadeild, ein í lagadeild, tvær í tannlæknadeild, og<br />

ein í félagsvísindadeild. Þá luku 125 viðbótarnámi (einu ári að loknu B.A.-/B.S.-prófi).<br />

Gæðamat kennslu<br />

Á vegum kennslumálanefndar hefur frá lokum haustmisseris 1987 verið leitað<br />

eftir mati stúdenta á gæðum kennslu og námskeiða. Tilgangurinn er að veita<br />

kennurum aðhald í kennslu og upplýsingar um hvað betur má fara. Kennslumiðstöð<br />

Háskólans annast framkvæmd könnunarinnar í samráði við Reiknistofnun<br />

og kennslusvið. Framkvæmd kennslukönnunarinnar og úrvinnsla er með rafrænum<br />

hætti. Tekið er mið af könnuninni við framgang kennara.<br />

Kennsluhúsnæði<br />

Hin öra fjölgun stúdenta hefur kallað á aukið kennsluhúsnæði. Tekist hefur með<br />

herkjum að hýsa kennsluna en ljóst er að hinn þröngi stakkur húsnæðis sem<br />

kennslunni er víða sniðinn hefur neikvæð áhrif á kennslu og nám, svo og vinnutíma<br />

kennara og stúdenta. Stundatöflur einstakra hópa eru tíðum sundurslitnar<br />

og kennsla sett í óhentugt húsnæði eða nánast óhæft. Þá er með naumindum<br />

unnt að koma skriflegum prófum fyrir á próftímabilum, einkum í desember, og<br />

hefur þessi húsnæðisskortur iðulega áhrif á próftöflur nemenda til hins verra.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru lagðar niður tvær kennslustofur á annarri hæð Aðalbyggingar<br />

og ein í Odda. Í staðinn voru teknar í notkun tvær kennslustofur í kjallara Aðalbyggingar<br />

og leigt húsnæði undir kennslustofur í húsi Þjóðminjasafnsins og í<br />

safnaðarheimili Neskirkju.<br />

Kennslumálanefnd<br />

Kennslumálanefnd fundaði 16 sinnum á árinu. Á vormisseri var m.a. rætt um<br />

kennslukönnun, stigamat kennslu og sjúkra- og upptökupróf. Að venju var úthlutað<br />

úr kennslumálasjóði, en 18 umsóknir bárust að þessu sinni og var samþykkt<br />

að styrkja níu verkefni um samtals 5,6 m.kr. Á haustmisseri var rætt um<br />

kennslukönnun, European Qualification Framework, úthlutunarreglur kennslumálasjóðs<br />

og viðbrögð við niðurstöðum ytri úttekta á Háskóla Íslands.<br />

Kennslumiðstöð<br />

Hlutverk Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands er að stuðla að þróun kennsluhátta<br />

við Háskólann með því að veita deildum, skorum og einstaka kennurum faglega<br />

ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun kennslu og kennsluhátta, hvort sem er á sviði<br />

upplýsingatækni eða kennslufræði.<br />

Kennslumiðstöð stendur fyrir vinnustofum, kynningum og námskeiðum tengdum<br />

42


Tafla 1<br />

Fjöldi stúdenta 2004-<strong>2005</strong> og brautskráðir á árinu <strong>2005</strong>. Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar <strong>2005</strong>.<br />

Nemendur alls Brautskráðir* Viðbótarnám (lokið)<br />

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls<br />

Guðfræðideild 53 97 150 8 11 19<br />

Læknadeild 166 287 453 32 46 78<br />

Lagadeild 273 297 570 30 47 77<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 560 611 1.171 81 101 182<br />

Hugvísindadeild 634 1.280 1.914 73 159 232 2 2<br />

Lyfjafræðideild 40 97 137 1 4 5<br />

Tannlæknadeild 29 42 71 3 5 8<br />

Verkfræðideild 632 245 877 117 48 165<br />

Raunvísindadeild 411 597 1.008 79 104 183 2 2 4<br />

Félagsvísindadeild 606 1.653 2.259 86 301 387 29 90 119<br />

Hjúkrunarfræðideild 17 570 587 0 111 111<br />

Samtals 3.421 5.776 9.197 505 886 1.445 31 94 125<br />

*Þar af brautskráðir í meistaranámi 250 (156 konur og 94 karlar) og 14 í doktorsnámi (8 konur og 6 karlar)<br />

Tafla 2<br />

Fjöldi stúdenta 2004-<strong>2005</strong>.<br />

Breyt. Útskr. Útskr. Breyt.<br />

okt. ’04 okt. ’05 ’04-’05% ’04 ‘05 ’04-’05%<br />

Guðfræðideild 137 144 5% 17 19 2%<br />

Læknadeild 449 450 0% 68 78 15%<br />

Lagadeild 560 588 5% 37 77 108%<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 1.093 1.165 7% 251 182 -28%<br />

Hugvísindadeild 1.768 1.784 1% 221 232 5%<br />

Lyfjafræðideild 134 145 8% 19 5 -74%<br />

Tannlæknadeild 76 80 5% 4 8 100%<br />

Verkfræðideild 839 815 -7% 153 165 8%<br />

Raunvísindadeild 934 931 0% 166 183 10%<br />

Félagsvísindadeild 2.127 2.287 8% 365 387 6%<br />

Hjúkrunarfræðideild 608 580 -5% 90 111 23%<br />

Samtals 8.725 8.939 2% 1.391 1.445 4%<br />

Tafla 3<br />

Fjöldi stúdenta í meistara- og doktorsnámi 2004-<strong>2005</strong> og brautskráðir úr meistara- og doktorsnámi á árinu <strong>2005</strong>.<br />

Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar <strong>2005</strong>.<br />

Nemendur alls<br />

Brautskráðir<br />

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls<br />

Guðfræðideild 8 5 13 1 0 1<br />

Læknadeild 23 69 92 4 11 15<br />

Lagadeild 2 6 8 1 4 5<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 141 182 323 19 31 50<br />

Hugvísindadeild 77 158 235 15 19 34<br />

Lyfjafræðideild 2 6 8 0 1 1<br />

Tannlæknadeild 2 2 4 0 2 2<br />

Verkfræðideild 106 42 148 33 7 40<br />

Raunvísindadeild 78 89 167 16 16 32<br />

Félagsvísindadeild 101 292 393 10 56 66<br />

Hjúkrunarfræðideild 3 54 57 0 18 18<br />

Samtals 543 905 1.448 99 165 264<br />

43


hagnýtingu upplýsingatækni og kennslufræði í háskólakennslu. Þeim er ætlað að<br />

mæta ólíkum þörfum kennara og misjöfnu þekkingarstigi þeirra. Boðið er m.a.<br />

upp á fræðslu um kennsluaðferðir, kennslutækni, markmiðasetningu og námsmat<br />

auk kennslu á ýmis notendaforrit, s.s. PowerPoint og FrontPage. Kennslumiðstöð<br />

stendur fyrir kynningum á Uglunni, vefkerfi Háskólans.<br />

Kennslumiðstöð hefur umsjón með fjar- og dreifkennslu í Háskólanum en deildir<br />

ákvarða framboðið. Útfærsla námskeiða er með mismunandi hætti, allt frá því að<br />

vera kennd með hefðbundnu sniði í fjarfundum yfir í meira netstudda kennslu;<br />

upptökur, talglærur og umræður á vef. Einnig sér Kennslumiðstöð um skönnun<br />

fjölvalsprófa og véllestur á gögnum.<br />

Kennslumiðstöð er í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni<br />

vegna fjarnáms við HÍ og við Reiknistofnun Háskólans vegna tæknilegra<br />

mála, meðal annars vegna vefkerfis Háskólans.<br />

Kennslumiðstöð er í stöðugri mótun og kappkostar að styðja við bakið á þeim<br />

kennurum sem notfæra sér upplýsingatækni í kennslu, hvort sem hún snýr að<br />

nemendum í staðbundnu námi eða fjarnámi.<br />

Starfsfólk Háskólans getur nýtt sér leiðbeiningavef Kennslumiðstöðvar<br />

(www.kemst.hi.is) en þar eru kennsluleiðbeiningar um Ugluna sem og Power-<br />

Point, Word og fleiri gagnleg forrit. Heimasíðu Kennslumiðstöðvar má finna á<br />

slóðinni: (www.hi.is/page/kennslumidstod).<br />

Námsráðgjöf<br />

Eins og undanfarin ár veitti Námsráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) stúdentum skólans<br />

margvíslegan stuðning og þjónustu á árinu <strong>2005</strong>. Ýmis nýbreytni einkenndi<br />

starfsemina með það að markmiði að gera hana hagkvæmari og auka fjölbreytni í<br />

þjónustu við stúdenta Háskóla Íslands.<br />

Heildarfjöldi heimsókna í NHÍ á árinu <strong>2005</strong> var 4.012 þar af voru 3.170 eða 85%<br />

skráðir nemendur háskólans og 517 óskráðir eða um 15%, langflestir þeirra<br />

væntanlegir stúdentar. Myndin hér að neðan sýnir flokkun heimsókna eftir erindi.<br />

Erindi <strong>2005</strong><br />

1200<br />

1000<br />

953<br />

800<br />

600<br />

400<br />

200<br />

0<br />

169<br />

484<br />

251<br />

466<br />

377<br />

57<br />

345<br />

27<br />

433 450<br />

Rafrræn<br />

ráðgjöf<br />

Prófkvíðanámskeið<br />

Upplýsingaráðgjöf<br />

Strong<br />

(einstaklingar)<br />

Strong<br />

(hópar)<br />

Námsval<br />

Námstækninámskeið<br />

Sérþarfir<br />

Sálfræðileg<br />

ráðgjöf<br />

Persónuleg og<br />

félagsleg úrræði<br />

Vinnubrögð<br />

í námi<br />

Mikil aukning var í rafrænum fyrirspurnum og ráðgjöf á árinu.<br />

Námsráðgjafar héldu fjölmörg námskeið fyrir nemendur skólans, til dæmis um<br />

námsval, þar sem notuð var áhugasviðsskönnunin Strong um námstækni og<br />

skilvirk vinnubrögð í háskólanámi og um að takast á við prófkvíða.<br />

Í Námsráðgjöf Háskóla Íslands starfa Arnfríður Ólafsdóttir deildarstjóri, Ragna<br />

Ólafsdóttir sálfræðingur, Auður R. Gunnarsdóttir sálfræðingur/námsráðgjafi,<br />

Hrafnhildur Kjartansdóttir námsráðgjafi, María Dóra Björnsdóttir námsráðgjafi,<br />

Jónína Kárdal námsráðgjafi, Magnús Stephensen skrifstofustjóri og Ásdís Björk<br />

Jónsdóttir verkefnisstjóri.<br />

44


Helstu nýungar í starfseminni<br />

Helstu nýungar í starfseminni voru svokölluð örnámskeið sem felast í stuttum<br />

fyrirlestrum í hádeginu. Námsráðgjafar fjölluðu þar t.d. um skilvirk vinnubrögð í<br />

námi, tímaskipulagningu, prófundirbúning og próftöku. Þessi örnámskeið mæltust<br />

afar vel fyrir og var aðsókn að þeim mjög góð. Einnig var haldið í fyrsta sinn<br />

námskeið til að styrkja sjálfsmynd nemenda og komust færri að en vildu. Fleiri<br />

námskeið af þessu tagi verða í boði á næstu misserum.<br />

Ráðgjöf um námsval<br />

Fjölmennasti hópur þeirra sem leituðu til NHÍ kom til að leita sér ráðgjafar um<br />

námsval. Þarna er um að ræða verðandi nemendur skólans sem fá upplýsingar<br />

og ráðgjöf um val á námi við innritun í Háskólann. Jafnframt leita nemendur HÍ<br />

mikið til námsráðgjafa vegna breytinga á námsleiðum eða til að fá ráðgjöf um val<br />

námskeiða eða samsetningu náms. Mikil aukning hefur orðið á að nemendur<br />

leiti sér ráðgjafar um val á framhaldsnámi samfara aukningu á framboði á námsleiðum<br />

í meistaranámi.<br />

Ráðgjöf um námsval fer fram í einstaklingsviðtölum en einnig er boðið upp á<br />

hópráðgjöf um námsval þar sem áhugasviðskönnun Strong er notuð. Þá var á<br />

árinu <strong>2005</strong> tekin í notkun áhugasviðskönnunin Í leit að starfi sem stöðluð er í<br />

samræmi við íslenskar aðstæður.<br />

Þjónusta við fatlaða stúdenta<br />

NHÍ ber ábyrgð á og annast þjónustu við fatlaða stúdenta og stúdenta sem þurfa á<br />

sérúrræðum að halda í námi. Umfang þessarar þjónustu er sífellt að aukast enda<br />

býr Háskóli Íslands við markvissa jafnréttisstefnu og stefnu í málefnum fatlaðra<br />

þar sem grunnhugmyndin er aðgengi fyrir alla. Það er jafnframt staðreynd að<br />

með auknum stuðningi á framhaldsskólastigi ljúka sífellt fleiri fatlaðir stúdentsprófi.<br />

Meðfylgjandi línurit sýnir þá fjölgun sem orðið hefur undanfarin ár.<br />

Á árinu gaf ráð um málefni fatlaðra út bæklinginn Háskóli fyrir alla. Í bæklingnum<br />

eru upplýsingar um þjónustu, úrræði og aðgengismál fyrir fatlaða sem stunda<br />

nám í Háskólanum. Þjónustuhlutverk NHÍ við þennan hóp er greinilega útlistað.<br />

Þrír starfsmenn NHÍ ásamt Rannveigu Traustadóttur, prófessor við félagsvísindadeild<br />

Háskóla Íslands, tóku þátt í málstofu um rannsóknir tengdar fötluðum stúdentum<br />

í háskólanámi á Norðurlöndum. Málstofan var haldin í Árósum og var<br />

lokapunktur í samnorrænu verkefni, Nordnet, sem styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Kynningarmál<br />

Námsráðgjöf HÍ hafði náið samstarf við markaðs- og samskiptasvið HÍ eins og<br />

undanfarin ár. Kynningarmál vega sífellt þyngra í starfsemi NHÍ. Námsráðgjafar<br />

heimsækja framhaldsskóla bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og<br />

kynna stúdentum sem eru að brautskrást námsfyrirkomulag og námsframboð við<br />

Háskóla Íslands.<br />

Námsráðgjöf hefur átt gott samstarf við deildir Háskólans og hafa stúdentar úr<br />

flestum deildum fylgt námsráðgjöfum í framhaldsskólana þar sem þeir hafa<br />

kynnt sérstaklega námsleiðir innan eigin deilda.<br />

45


Starfsþjálfun meistaranema í náms- og starfsráðgjöf<br />

Námsráðgjafar við NHÍ hafa á undanförnum árum annast stóran hluta starfsþjálfunar<br />

nema í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindadeild HÍ. Allir<br />

nemendur í meistaranáminu fá starfsþjálfun í NHÍ auk fyrirlestra um helstu verkþætti<br />

og það verklag sem viðhaft er. Starfsþjálfunarnámið er í sífelldri þróun. Sá<br />

hópur nemenda sem kemur í starfsþjálfun í NHÍ verður sífellt fjölmennari og kallar<br />

það á aukið starfsframlag námsráðgjafa. Samstarfssamningur milli félagsvísindadeildar<br />

og NHÍ um starfsþjálfun var endurnýjaður á árinu til næstu tveggja ára.<br />

Háskólatorg<br />

Á miðju ári hófst undirbúningsvinna vegna flutnings Námsráðgjafar og annarra<br />

þjónustustofnana á Háskólatorg I. Starfsmenn NHÍ tóku virkan þátt í þeirri vinnu<br />

bæði í hópastarfi sem skipulagt var af IMG ráðgjöf en einnig fór fram hugmyndavinna<br />

innan NHÍ varðandi hugsanlegar breytingar og stefnumótun í starfseminni<br />

með tilliti til flutnings.<br />

Heimsókn frá Eystrasaltslöndunum<br />

NHÍ tók á árinu þátt í Nordplus verkefni fyrir Íslands hönd ásamt Danmörku, Svíþjóð,<br />

Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Tilgangur verkefnisins var að kynna Eistlandi,<br />

Lettlandi og Litháen leið Norðurlandanna við starfsráðgjöf og stuðning við að komast<br />

út í atvinnulífið. Starfsráðgjafar við háskóla í Eystrasaltslöndunum heimsóttu ráðgjafamiðstöðvar<br />

á Norðurlöndum og þrír þátttakenda komu í viku námsferð til Íslands<br />

og kynntu sér starfsemi Námsráðgjafar Háskóla Íslands. Þá sóttu tveir námsráðgjafar<br />

frá NHÍ fund sem haldin var í Vilnius í Litháen. Þar voru samantektir heimsóknanna<br />

kynntar og einnig þær stofnanir sem höfðu tekið þátt í verkefninu.<br />

Starfsmenn NHÍ voru á einu máli um að þátttaka í verkefninu hefði verið afar mikilvægur<br />

liður í að kynnast frekar starfsráðgjöf á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að<br />

efla enn frekar þátt starfsráðgjafar í starfsemi NHÍ með því að styrkja ráðgjöf við<br />

nemendur Háskóla Íslands sem eru að ljúka námi og hefja þátttöku í atvinnulífinu.<br />

Heimasíða<br />

Átak var gert á árinu í að bæta heimasíðu NHÍ. Þar eru upplýsingar um starfsemi<br />

NHÍ og þá þjónustu sem er í boði. Áhersla hefur verið aukin á að birta fréttir af atburðum<br />

sem tengjast starfseminni og bæta upplýsingamiðlun til þeirra sem<br />

heimsækja síðuna svo sem með áhugaverðum tenglum.<br />

Innlend og erlend samstarfsverkefni<br />

Námsráðgjöf Háskóla Íslands tók þátt í eftirtöldum samstarfsverkefnum árið<br />

<strong>2005</strong>:<br />

• Nordnet. Samstarfsverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um<br />

málefni fatlaðra nemenda á háskólastigi.<br />

• NUAS. Norrænt samstarf námsráðgjafa við háskóla á Norðurlöndum.<br />

• Umsjón Leonardó-verkefnisins Admission. Verkefnið felst í að bæta greiningu<br />

og styrkja úrræði við nemendur með lesblindu.<br />

• Þátttaka í Nordplus verkefni um þróun starfsráðgjafar á Norðurlöndum og í<br />

Eystrasaltslöndum.<br />

• Samstarf við RHÍ um bætt aðgengi að nemendaskrárkerfinu.<br />

• Samstarf við félagsvísindadeild um starfsþjálfun MA nemenda í náms- og<br />

starfsráðgjöf.<br />

• Samstarf við markaðs- og kynningardeild um kynningar á námi við Háskóla<br />

Íslands.<br />

• Samstarf við Kennslumiðstöð HÍ um skönnun námsefnis fyrir nemendur<br />

með lesblindu.<br />

• Árlegur samráðsfundur með námsráðgjöfum í framhaldsskólum.<br />

• Samstarf við deildir, þátttaka í skrifstofustjórafundum.<br />

• Þátttaka í ráði um málefni fatlaðra nemenda við Háskóla Íslands.<br />

• Þátttaka í vinnuhópi rektors um geðheilbrigðisáætlun fyrir Háskóla Íslands.<br />

Tungumálamiðstöð<br />

Stjórn og starfslið<br />

Ný stjórn var skipuð á árinu og í henni sitja: Birna Arnbjörnsdóttir, Viola Miglio,<br />

Carsten Thomas, Ingjaldur Hannibalsson og Guðrún Theódórsdóttir sem er<br />

stjórnarformaður. Deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar er Eyjólfur Már Sigurðsson.<br />

Eyjólfur var í feðraorlofi frá 1. apríl til 1. júlí og Sabine Leskopf leysti hann af á<br />

47


meðan. Auk Eyjólfs og Sabine störfuðu 7 nemendur í tímavinnu á árinu: Frans W.<br />

Kjartansson, Claudia Overesch, Charlotte Bartkowiak, Tinna Þ. Þorvaldsdóttir,<br />

Katelin Parsons, Raphael Cornu og Edda Ýr Maier.<br />

Starfsemi<br />

Aðalhlutverk miðstöðvarinnar er að gefa öllum nemendum og starfsfólki skólans<br />

kost á því að bæta tungumálakunnáttu sína. Í samvinnu við hugvísindadeild er<br />

boðið upp á hagnýt tungumálanámskeið sem opin eru öllum nemendum Háskólans.<br />

Í desember <strong>2005</strong> luku 64 nemendur námi á þessum námskeiðum. Sex<br />

tungumál eru í boði, danska, enska, franska, ítalska, spænska og þýska. Hér er<br />

um nemandastýrt tungumálanám að ræða þar sem nemendur vinna sjálfstætt<br />

undir handleiðslu kennara og nýta sér tækja- og námsgagnakost miðstöðvarinnar.<br />

Tungumálamiðstöðin skipuleggur einnig tungumálanámskeið fyrir starfsfólk<br />

HÍ og er það í samvinnu við starfsmannasvið. Á vormisserinu hélt miðstöðin<br />

dönskunámskeið fyrir starfsfólk sem var í umsjón Annette Pedersen. Á haustmisserinu<br />

var svo boðið upp á íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn skólans<br />

og fékkst til þess styrkur úr Háskólasjóði. Kolbrún Friðriksdóttir var umsjónarkennari<br />

þessa námskeiðs og henni til aðstoðar var Hildur Karítas Jónsdóttir.<br />

Auk tungumálanámskeiða býður miðstöðin upp á alþjóðleg stöðupróf í þýsku og<br />

spænsku. Þýsku TestDaF prófin eru í umsjón Carstens Thomas en Hólmfríður<br />

Garðarsdóttir og Isaac Juan Tomás sjá um spænsku DELE prófin.<br />

Tungumálamiðstöðin er í margskonar samstarfi við erlenda aðila. Hún er meðlimur<br />

í CERCLES (Confédération Européenne des Centres de Langues de l’Enseignement<br />

Supérieur) sem eru evrópusamtök tungumálamiðstöðva á háskólastigi.<br />

Seint á árinu hófst svo formlegt samstarf við Cervantesstofnunina á Spáni<br />

um svo kallaða Cervantesstofu sem verður hýst í Tungumálamiðstöð. Um er að<br />

ræða útibú frá Cervantesstofnun þar sem hægt verður að nálgast ýmsar<br />

upplýsingar s.s. námsgögn og spænskt menningarefni. Isaac Juan Tomás verður<br />

umsjónarmaður Cervantesstofu.<br />

Auk þessa er miðstöðin þátttakandi í Evrópsku samstarfsverkefni er nefnist Linguanet<br />

Europa. Um er að ræða upplýsingagátt fyrir tungumálanám og -kennslu. Hildur<br />

Karítas Jónsdóttir og Eyjólfur Már Sigurðsson hafa starfað að þessu verkefni fyrir<br />

Tungumálamiðstöðina frá 2003. Upplýsingagáttin verður opnuð í nýrri mynd í lok<br />

árs 2006 og verður þá aðgengileg á 11 tungumálum m.a. íslensku.<br />

Rannsóknir<br />

Háskóli Íslands rekur hvatakerfi sem samanstendur af rannsóknasjóðum, akademísku<br />

framgangskerfi og launaumbun. Forsenda hvatakerfisins er mat á rannsóknum<br />

sem byggist á alþjóðlegum viðmiðunum. Háskólakennarar og sérfræðingar<br />

skila árlega skýrslu um rannsóknastörf sín og birt verk. Hin birtu verk eru<br />

metin til svokallaðra rannsóknastiga. Rannsóknavirkni kennara og fræðimanna<br />

Mynd 1. Heildarrannsóknastig Háskóla Íslands 2001-2004.<br />

14.000<br />

13.475<br />

12.000<br />

10.000<br />

8.000<br />

6.000<br />

11.777<br />

9.683 9.426<br />

8.720<br />

11.191 11.096<br />

10.333<br />

2001<br />

2002<br />

2003<br />

2004<br />

4.000<br />

2.000<br />

0<br />

1.613 1.698<br />

1.507 1.670<br />

Háskóli Íslands Tengdar stofnanir Samtals:<br />

48


æður síðan launum þeirra að miklu leyti, bæði grunnlaunum og árlegri launaumbun,<br />

sem veitt er ef virkni er umfram tiltekið lágmark. Árangur og virkni í<br />

rannsóknum er jafnframt skilyrði fyrir akademískum framgangi, þ.e. úr starfi<br />

lektors í dósentsstarf og loks í starf prófessors. Prófessorum er síðan raðað í sjö<br />

launaflokka eftir virkni þeirra í starfi, þar sem rannsóknavirkni vegur þyngst.<br />

Ennfremur er fjárveitingu Háskólans til rannsókna skipt milli deilda að hluta eftir<br />

samanlagðri virkni kennara og fræðimanna í rannsóknum.<br />

Á myndum 1-2 má sjá hvernig ritvirkni hefur þróast 2001-2004. Undanfarin ár<br />

hefur ritvirkni við Háskólann, mæld í rannsóknastigum, vaxið stöðugt. Vegna<br />

breyttra matsreglna fækkaði rannsóknastigum árið 2002. Þessar breytingar á<br />

matsreglunum, sem tóku gildi í ársbyrjun 2002, fólu m.a. í sér að mat á útdráttum<br />

var fellt niður og mat á bókarköflum, ráðstefnuritum og erindum var lækkað.<br />

Rannsóknastigum fjölgaði á ný á árunum 2003 og 2004.<br />

Mynd 2. Meðaltal rannsóknastiga akademískra starfsmanna 2001-<br />

2004. Allir starfsmenn.<br />

27<br />

25<br />

25<br />

23<br />

21<br />

19<br />

22<br />

22<br />

19<br />

20<br />

21<br />

19<br />

21<br />

17<br />

15<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Meðaltal - deildir<br />

Meðaltal - stofnanir<br />

Meðalritvirkni<br />

Á mynd 3 má sjá meðaltal rannsóknastiga akademískra starfsmanna eftir deildum<br />

árin 2001-2004. Þar sést að virkni er mjög mismunandi eftir deildum, frá því<br />

að vera um fimm rannsóknastig upp í yfir 40 stig. Einnig sést á myndinni að meðaltalið<br />

innan hverrar deildar er talsvert sveiflukennt eftir árum. Þegar litið er til<br />

allra deilda Háskólans sést að meðalvirkni hefur aukist aftur eða úr um 19 stigum<br />

í 25 rannsóknastig. Rannsóknavirkni akademískra starfsmanna á stofnunum<br />

(mynd 5) er eins og í deildum nokkuð sveiflukennd. Á mynd 4 má sjá meðaltal<br />

rannsóknastiga akademískra starfsmanna í deildum árið 2004, reiknað á fjölda<br />

starfsmanna í deild annars vegar og á fjölda stöðugilda hins vegar. Eins og sjá<br />

má er mjög mismunandi eftir deildum hve mikill munurinn er, en almennt má<br />

segja að fjöldi hlutastarfa í deild og stærð deildar hafi mest áhrif þar á.<br />

Mynd 3. Meðaltal rannsóknastiga 2001-2004. Deildir.<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Meðaltal<br />

- allar deildir<br />

Viðsk. - og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Hugvísindadeild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

49


Mynd 4. Meðaltal rannsóknastiga 2001-2004. Deildir. Fjöldi starfsmanna/stöðugilda.<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

51<br />

47<br />

21<br />

18 19<br />

14<br />

Stig/stöðugildi<br />

30<br />

35 37<br />

25 27 30<br />

20<br />

14<br />

Stig/fjöldi starfsmanna<br />

3229<br />

17<br />

13<br />

27 29<br />

24 2422 25<br />

Meðaltal, deildir<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hugvísindadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Mynd 5. Meðaltal rannsóknastiga 2001-2004. Stofnanir tengdar Háskóla<br />

Íslands.<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Meðaltal, deildir<br />

og stofnanir<br />

Meðaltal, deildir<br />

Meðaltal, stofnanir<br />

*Aðrar stofnanir<br />

Raunvísindastofnun<br />

Stofnun Árna<br />

Magnússonar<br />

Tilraunastöðin að<br />

Keldum<br />

Orðabók Háskólans<br />

*Rannsóknastofa um mannlegt atferli, Íslensk málstöð, Stofnun Sigurðar Nordals,<br />

Landbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rannsóknasetrið á Hornafirði.<br />

50


Skil á rannsóknaskýrslum<br />

Á myndum 6 og 7 má sjá hve mismunandi skil eru á rannsóknaskýrslum hjá<br />

deildum og stofnunum. Skilin jukust frá árinu 2003 eða úr 79% í 86% eða svipað<br />

því sem var á árinu 2002. Árið 2004 voru skilin síst í læknadeild (71%). Stofnanir<br />

Háskólans með sjálfstæðan fjárhag standa sig betur en deildir þegar kemur að<br />

skilum á rannsóknaskýrslum, en 91% starfsmanna þeirra gerði skil árið 2004.<br />

Mynd 6. Skil á rannsóknaskýrslum 2001-2004. Deildir.<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Skil, allar deildir<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hugvísindadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Mynd 7. Skil á rannsóknaskýrslum 2001-2004. Stofnanir tengdar<br />

Háskóla Íslands.<br />

2001 2002 2003 2004<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Skil, allar stofnanir<br />

Orðabók Háskólans<br />

Tilraunastöðin að<br />

Keldum<br />

Raunvísindastofnun<br />

Stofnun Árna<br />

Magnússonar<br />

51


Ritvirkni greind eftir flokkum ritverka<br />

Á mynd 8 sést að um 33% rannsóknastiga Háskólans eru vegna ritrýndra greina í<br />

tímaritum og er það hlutfall svipað og árið á undan. Sá flokkur ritsmíða sem gefur<br />

næstflest stig er erindi eða 22% en aðrir flokkar koma alllangt á eftir. Bækur og<br />

bókarkaflar (ritrýndar ráðstefnugreinar eru hluti þess flokks) gefa 9% og 8% rannsóknastiga<br />

hvor flokkur. Á mynd 9 má sjá hlutfall ritrýndra greina í heildarritvirkni<br />

deilda.<br />

Mynd 8. Ritvirkni 2001-2004. Greint eftir birtingarflokkum.<br />

2001 2002 2003 2004<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Bækur<br />

Annað efni<br />

Erindi<br />

Bókarkaflar<br />

Ritrýndar<br />

greinar<br />

Mynd 9. Hlutfall ritrýndra greina 2001-2004. Deildir.<br />

2001 2002 2003 2004<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Hugvísindadeild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Rannsóknatengdir sjóðir<br />

Vinnumatssjóður<br />

Sjóðurinn var stofnaður 1989 og byggist á kjarasamningi Félags háskólakennara<br />

og fjármálaráðherra. Allir sem eru í Félagi háskólakennara og í meira en 50%<br />

starfi eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum. Vinnumatssjóður greiðir félagsmönnum<br />

sem sýnt hafa árangur í rannsóknum í samræmi við mat á ritverkum. Birtar<br />

greinar og rit eru metin og fari afköst yfir tiltekin mörk öðlast viðkomandi hlutdeild<br />

í vinnumatssjóði í samræmi við stigafjölda. Á árinu <strong>2005</strong> voru greiddar um<br />

116 m.kr. úr Vinnumatssjóði fyrir rannsóknarafköst ársins 2004 og er það aukning<br />

um 12 m.kr. frá árinu áður. Á mynd 10 má sjá hlutfall fræðasviða í Vinnumatssjóði<br />

síðustu ár.<br />

52


Mynd 10. Hlutfall fræðasviða í Vinnumatssjóði 2001-2004 (%).<br />

50<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

43 42<br />

39<br />

28 27<br />

22<br />

17 18 16<br />

14<br />

30 31<br />

22<br />

16<br />

18<br />

17<br />

2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Félagsvísindasvið<br />

Hugvísindasvið<br />

Heilbrigðisvísindasvið<br />

Verkfræði- og raunvísindasvið<br />

Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora<br />

Prófessorar fá greiðslu úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora fyrir vinnu við<br />

rannsóknir umfram tiltekið lágmark. Sjóðurinn heyrir undir Kjaranefnd og starfar<br />

samkvæmt úrskurði Kjaranefndar dags. 11. desember 2001 um launakjör prófessora.<br />

Rannsóknasjóður<br />

Vísindanefnd Háskólans fer með stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands. Úr<br />

Rannsóknasjóði geta kennarar og sérfræðingar fengið styrki til vel skilgreindra<br />

verkefna, ef þau teljast hafa álitlegt vísindagildi að mati sérfróðra umsagnaraðila,<br />

fyrri störf umsækjanda sýna að hann er líklegur til að ná árangri, og full skil hafa<br />

verið gerð með framvinduskýrslum um nýtingu fyrri styrkja sem sjóðurinn hefur<br />

veitt umsækjanda. Sjóðurinn skiptist í þrjár deildir eða undirsjóði, þ.e. almennan<br />

sjóð, skráningarsjóð og lausn frá kennslu. Einnig veitir sjóðurinn styrki til nýdoktora<br />

sem starfa við Háskólann og til rannsóknarverkefna samkvæmt umsóknum<br />

til sjóðsins, þar sem styrkurinn er ætlaður til launa doktorsnema. Tvær síðastnefndu<br />

styrkleiðirnar eru hluti af 10 m.kr. viðbótarfjárveitingu rektors til styrktar<br />

rannsóknarnámi við Háskólann.<br />

Fyrir árið 2006 var úthlutað 144.370 þús. kr. til 164 verkefna eða að meðaltali 880<br />

þús. kr. á hverja styrkta umsókn (sjá myndir 11-14). Þar af voru tvö skráningarverkefni<br />

styrkt. Þá hlutu fjórir umsækjendur styrk vegna tímabundinnar lausnar<br />

frá kennslu (annarri en leiðbeiningu framhaldsnema). Sjá nánari upplýsingar um<br />

úthlutun úr Rannsóknasjóði á slóðinni: (http://www2.hi.is/page/rsj_uthlutun).<br />

Mynd 11. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands. Heildarupphæð umsókna<br />

og styrkja 2003-2006 (m.kr. á verðlagi hvers árs).<br />

350<br />

300<br />

250<br />

200<br />

150<br />

100<br />

50<br />

0<br />

286<br />

258<br />

245 247<br />

112 118 120<br />

144<br />

2003 2004 <strong>2005</strong> 2006*<br />

Umsóknir<br />

(mkr.)<br />

Úthlutun<br />

(mkr.)<br />

*Fyrir árin 2003-<strong>2005</strong> eru umsóknir og styrkir til skráningarverkefna og til lausnar<br />

frá kennslu ekki taldir með.<br />

53


Mynd 12. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands. Meðalupphæð styrkja<br />

(þús. kr.) og hlutfall úthlutunar af umbeðnu fé 2003-2006 (%).<br />

702<br />

652<br />

760<br />

880<br />

43 41 49 58<br />

2003 2004 <strong>2005</strong> 2006*<br />

Meðalupphæð styrks (þús. kr.) Hlutfall styrkja af umbeðnu fé %<br />

*Fyrir árin 2003-<strong>2005</strong> eru umsóknir og styrkir til skráningarverkefna og til lausnar<br />

frá kennslu ekki taldir með.<br />

Mynd 13. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands (almennur sjóður). Fjöldi<br />

umsókna og styrkja og hlutfall styrktra umsókna 2002-<strong>2005</strong> (%).<br />

193<br />

160<br />

220<br />

181<br />

181<br />

180<br />

158<br />

164<br />

83 82 87 91<br />

2003 2004 <strong>2005</strong> 2006*<br />

Fjöldi umsókna Fjöldi styrkja Hlutfall styrktra umsókna %<br />

*Fyrir árin 2003-<strong>2005</strong> eru umsóknir og styrkir til skráningarverkefna og til lausnar<br />

frá kennslu ekki taldir með.<br />

Verkefnabundin tæki<br />

Til Rannsóknasjóðs má sækja um fé til kaupa á tækjabúnaði sem er nauðsynlegur<br />

til einstakra rannsóknarverkefna. Ráðstöfunarfé til kaupa á tækjum í þessu<br />

skyni kemur úr Tækjakaupasjóði Háskólans. Fyrir árið <strong>2005</strong> var úthlutað um 4<br />

m.kr. eftir þessari leið.<br />

Tækjakaupasjóður<br />

Háskólinn fær ekki fjárveitingu úr ríkissjóði til tækjakaupa en aflar fjár til þeirra<br />

með Happdrætti Háskólans. Markmið sjóðsins er að gera kennurum og sérfræðingum<br />

kleift að kaupa nauðsynleg tæki til rannsókna. Sjóðurinn hafði á árinu <strong>2005</strong><br />

um 16 m.kr. til ráðstöfunar. Sjóðurinn skiptist í tvo undirsjóði, sérhæfðan tækjakaupasjóð<br />

og verkefnabundinn tækjakaupasjóð. Sérhæfðu tækjakaupafé er úthlutað<br />

á grundvelli umsókna frá kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað<br />

er af vísindanefndum deilda. Verkefnabundnu tækjakaupafé er úthlutað af vísindanefnd<br />

háskólaráðs samhliða úthlutun úr Rannsóknasjóði.<br />

54


Mynd 14. Úthlutun úr Tækjakaupasjóði 2002-<strong>2005</strong> (m.kr. á verðlagi<br />

hvers árs).<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

18,2 18,3<br />

16<br />

16,9<br />

14,2<br />

14,3<br />

12,1<br />

12,8<br />

4<br />

4 4 4,1<br />

2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sérhæft<br />

tækjakaupafé<br />

Verkefnabundið<br />

tækjakaupafé<br />

Samtals úthlutað<br />

úr Tækjakaupasjóði<br />

Aðstoðarmannasjóður<br />

Aðstoðarmannasjóður var stofnaður sumarið 1996. Markmið sjóðsins er að gera<br />

kennurum kleift að ráða sér stúdent eða nýbrautskráðan aðstoðarmann við rannsóknir<br />

og/eða kennslu og að aðstoðarmaðurinn öðlist þjálfun og færni í faglegum<br />

vinnubrögðum. Sjóðurinn veitir mjög hóflega styrki (85 þús. kr.) sem ætlaðir eru<br />

til launa aðstoðarmanns á viðkomandi misseri.<br />

Mynd 15. Aðstoðarmannasjóður Háskóla Íslands. Fjöldi umsókna<br />

og styrkja 2003-<strong>2005</strong>.<br />

142<br />

124<br />

111<br />

90<br />

114<br />

107<br />

94<br />

126 127<br />

107<br />

98<br />

84<br />

78<br />

118<br />

109<br />

92<br />

117<br />

82<br />

Vormisseri<br />

2003<br />

Haustmisseri<br />

2003<br />

Vormisseri<br />

2004<br />

Haustmisseri<br />

2004<br />

Vormisseri,<br />

<strong>2005</strong><br />

Haustmisseri<br />

<strong>2005</strong><br />

Fjöldi<br />

umsókna<br />

Fjöldi<br />

styrkja<br />

Hlutfall styrktra<br />

umsókna (%)<br />

Rannsóknartengt framhaldsnám<br />

Mikilvægasta stefnumál Háskóla Íslands og helsti vaxtarbroddurinn í starfi hans<br />

er rannsóknartengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Þótt allt háskólanám<br />

hvíli að nokkru leyti á rannsóknarvinnu nemenda greinir framhaldsnámið<br />

sig frá grunnnáminu þar sem í því er lögð höfuðáhersla á rannsóknir sem nemendur<br />

vinna undir handleiðslu leiðbeinenda. Framhaldsnámið er því einnig nefnt<br />

rannsóknarnám. Í öllum deildum Háskólans er nú í boði framhaldsnám eða rannsóknarnám<br />

eftir fyrsta háskólapróf. Hvatt er til þess að hluti námsins fari fram við<br />

erlenda háskóla. Þangað eru einkum sótt sérhæfð námskeið sem Háskólinn getur<br />

ekki boðið en rannsóknarverkefni eru yfirleitt unnin hér á landi, stundum í<br />

samvinnu við erlenda aðila. Það er eindreginn ásetningur Háskólans að efla verulega<br />

meistara- og doktorsnámið og fjölga nemendum í því.<br />

Styrkir til doktorsnáms á sviði nanótækni<br />

Fyrir tilstilli Steinmaur Foundation í Liechtenstein voru á árinu auglýstir tveir<br />

styrkir til doktorsnáms. Tilgangur styrkjanna er að stuðla að framförum á sviði<br />

nanótækni og efla rannsóknir á þessu sviði á Íslandi með því að styrkja stúdenta<br />

til doktorsprófs heima og/eða erlendis. Við val á styrkþegum var m.a. tekið tillit til<br />

55


þess hvort verkefnið væri líklegt til að leiða til hagnýtingar og eflingar atvinnulífs<br />

á Íslandi. Styrkina hlutu Kristinn Björgvin Gylfason og Árni Sigurður Ingason.<br />

Kristinn hefur unnið við þróun örtækninema. Hann stefnir með doktorsnámi sínu<br />

inn á braut þar sem örtækni og lífvísindi skarast. Verkefni Árna lýtur að þeirri<br />

tækni í tengslum við þunnar málmhimnur sem eru um þessar mundir álitin einn<br />

af áhugaverðustu kostunum, þegar hugað er til geymslu á vetni.<br />

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands<br />

Hinn 9. febrúar <strong>2005</strong> undirrituðu Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar<br />

Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands og Páll Skúlason rektor sameiginlega viljayfirlýsingu<br />

um breytingar á starfsemi sjóðsins, sem fela í sér stóraukna styrki úr<br />

sjóðnum til rannsóknatengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Fyrstu styrkir<br />

úr sjóðnum verða veittir árið 2006 og mun heildarfjárhæð styrkjanna þá nema 2%<br />

af bókfærðri hreinni eign. Heildarstyrkfjárhæð fer síðan í 2,5% á árinu 2009.<br />

Rannsóknarnámssjóður<br />

Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu Rannsóknarnámssjóðs sem veitir<br />

styrki til framfærslu framhaldsnema meðan rannsóknarverkefni stendur yfir.<br />

Styrkir eru veittir samkvæmt sameiginlegri umsókn leiðbeinanda og nemanda.<br />

Vísindanefnd háskólaráðs sér um faglegt mat umsókna sem koma frá Háskóla<br />

Íslands. Við mat á umsóknum er horft til árangurs í námi en ekki síður til rannsóknarferils<br />

leiðbeinandans, sem ber fræðilega ábyrgð á verkefninu. Nánari<br />

upplýsingar eru á slóðinni: http://www.rannis.is Rannsóknarnámssjóður veitir<br />

einnig svokallaða fyrirtækja- og stofnanastyrki (FSstyrki). Það eru styrkir til<br />

meistara- eða doktorsnáms, sérstaklega ætlaðir til að efla samvinnu milli stofnana,<br />

fyrirtækja og háskóla. Fyrirtæki og stofnanir sem fjármagna styrkina, gegn<br />

mótframlagi rannsóknarnámssjóðs, skilgreina fyrir fram hvaða fagsvið skuli<br />

styrkja en umsóknir fá faglega meðferð á forsendum sjóðsins. Frekari tölfræðiupplýsingar<br />

um Rannsóknarnámssjóð er að finna á slóðinni<br />

http://www.hi.is/pub/rann/stadtolur/rannsoknir/sjodir/rns_yfirlit.htm<br />

Mynd 16. Rannsóknarnámssjóður. Fjöldi styrkja 2003-<strong>2005</strong>.<br />

50<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

47<br />

44<br />

37 36<br />

32<br />

28<br />

6<br />

4 4 34<br />

4<br />

1<br />

14<br />

12<br />

9<br />

11<br />

6 7<br />

1<br />

1<br />

3<br />

1 21 11<br />

2003<br />

2004<br />

<strong>2005</strong><br />

Lyfjafræðideild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lagadeild<br />

Hugvísindadeild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Háskóli Íslands<br />

Allir styrkir<br />

Rannsóknagagnasafn<br />

Í samvinnu við Rannsóknarráð Íslands og Iðntæknistofnun rekur Háskólinn Rannsóknagagnasafn<br />

Íslands, RIS. Þar eru skráðar grunnupplýsingar um rannsóknaverkefni<br />

háskólamanna, m.a. er þar að finna útdrátt úr verkefnunum og hverjir<br />

standa að þeim. Gagnasafninu er ekki síst ætlað að auðvelda samskipti milli vísindamanna<br />

og auðvelda fjölmiðlum og almenningi aðgang að rannsóknum sem<br />

stundaðar eru í Háskólanum. Í safninu eru skráð um 2.700 verkefni. Sjá nánar<br />

vefsíðu Rannsóknagagnasafns (http://www.ris.is).<br />

Ritaskrá Háskóla Íslands<br />

Ritaskráin tekur til rita sem samin eru af háskólakennurum, sérfræðingum og<br />

öðrum starfsmönnum Háskólans og byggist á upplýsingum sem starfsmenn<br />

senda til rannsóknasviðs vegna framtals starfa. Skráin endurspeglar hversu<br />

gróskumikið og fjölbreytt starf er við Háskóla Íslands. Efni ritaskrárinnar er<br />

flokkað í samræmi við matsreglur, sbr. mynd 8.<br />

56


Vísindanefnd háskólaráðs<br />

Umfangsmikill hluti starfsemi vísindanefndar sneri að Rannsóknasjóði Háskólans.<br />

Vinna við úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2006 átti sér stað í lok ársins<br />

eins og áður og sem fyrr var faglegt mat skilið frá úthlutunarvinnu. Faglegt mat<br />

önnuðust þrjú fagráð, fagráð heilbrigðisvísinda, fagráð hug- og félagsvísinda og<br />

fagráð verk- og raunvísinda. Í hverju fagráði voru um fimm fulltrúar, þar af voru<br />

einn til tveir fulltrúar úr vísindanefnd. Fagráð mátu allar umsóknir á fagsviði sínu.<br />

Samræming og lokafrágangur úthlutunar var síðan í höndum vísindanefndar. Við<br />

úthlutun var unnið samkvæmt svipuðum viðmiðum og áður og leitast við að<br />

styrkja sérstaklega góð verkefni.<br />

Umsóknir voru 180 og voru alls 164 verkefni styrkt. Alls hækkaði fjárveiting um<br />

10 m.kr. frá fyrra ári auk þess sem rektor styrkti sjóðinn um 10 m.kr. til að launa<br />

doktorsnema og styrkja nýdoktora. Alls var úthlutað 144 m.kr. úr Rannsóknasjóði<br />

fyrir árið 2006. Meðalstyrkur var 880 þús. kr. (sjá nánar kafla um Rannsóknasjóð).<br />

Vísindanefnd sá einnig um úthlutun verkefnabundinna styrkja til tækjakaupa eins<br />

og áður.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru í annað sinn veittir styrkir til nýdoktora sem hluti af úthlutun<br />

Rannsóknasjóðs. Alls voru veittir 14 styrkir (sjá nánar kafla um Rannsóknasjóð).<br />

Tryggt hefur verið fjármagn til þessara styrkja á árinu 2006.<br />

Vísindanefnd tilnefndi þrjá vísindamenn til verðlauna vegna árangurs í rannsóknum.<br />

Nefnd undir forsæti rektors valdi síðan Bjarnheiði Guðmundsdóttur, vísindamann<br />

við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Henni voru veitt verðlaunin við<br />

brautskráningu Háskólans 22. október <strong>2005</strong>.<br />

Nefndin fjallaði einnig um fjölmörg önnur mál á árinu. Þar má fyrst nefna skýrslu<br />

starfshóps rektors um viðbrögð við niðurstöðum ytri úttekta á HÍ 2004-<strong>2005</strong>, en<br />

tveir nefndarmenn áttu sæti í starfshópnum. Einnig var doktorsnám mikið til umfjöllunar<br />

í nefndinni. Nefndin var umsagnaraðili um reglur um Háskólasjóð Eimskipafélagsins<br />

sem mun veita styrki í fyrsta sinn á árinu 2006. Þá fjallaði nefndin<br />

einnig um fjárveitingar til rannsókna.<br />

Önnur mál sem voru afgreidd frá nefndinni á árinu:<br />

• Umfjöllun um reglur deilda vegna meistaranáms.<br />

• Fagleg umfjöllun um umsóknir fyrir Rannsóknarnámssjóð.<br />

• Mat á umsóknum vegna styrkja Þróunarsamvinnustofnunar.<br />

Skipan vísindanefndar<br />

Um mitt ár <strong>2005</strong> urðu þær breytingar á nefndinni að Unnur Dís Skaptadóttir, dósent<br />

í félagsvísindadeild og Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor í lyfjafræðideild,<br />

létu af störfum. Í stað þeirra komu Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsvísindadeild<br />

og Ingibjörg Harðardóttir, dósent í læknadeild. Þá lét Jón Atli Benediktsson,<br />

prófessor í verkfræðideild, af störfum sem formaður nefndarinnar í árslok og við<br />

tók Helga Ögmundsdóttir, prófessor í læknadeild. Í stað Jóns Atla tók Magnús Már<br />

Halldórsson, prófessor í verkfræðideild, sæti í vísindanefnd. Aðrir í nefndinni eru<br />

Guðrún Nordal, prófessor í hugvísindadeild, Snorri Þór Sigurðsson, prófessor í<br />

raunvísindadeild og Brynhildur Thors, doktorsnemi í læknadeild, fulltrúi stúdenta.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins annast formleg alþjóðasamskipti Háskóla Íslands<br />

svo sem stúdenta- og kennaraskipti og gerð samstarfssamninga við erlenda<br />

háskóla, en er einnig þjónustustofnun fyrir allt háskólastigið, einkum hvað<br />

varðar framkvæmd Sókratesáætlunar Evrópusambandsins, Nordplus-áætlunar<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar, Erasmus Mundus og E-learning áætlana ESB.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veitir einnig upplýsingar um háskólanám og<br />

ýmis konar sérnám erlendis og er sú þjónusta opin öllum almenningi. Í gildi eru<br />

samningar milli Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins um rekstur skrifstofunnar<br />

og þau verkefni sem hún sinnir fyrir aðila utan HÍ.<br />

Sérstakur samningur var gerður um rekstur Landsskrifstofu Sókratesar og hefur<br />

hún á að skipa sérstakri stjórn, sem í eiga sæti fulltrúar allra skólastiga, Háskóla<br />

Íslands og menntamálaráðuneytisins.<br />

57


Auk reksturs Landsskrifstofu Sókratesar hefur Alþjóðaskrifstofan í umboði<br />

menntamálaráðuneytisins umsjón með kynningum og umsóknum á námskeið<br />

sem haldin eru á vegum tungumálamiðstöðvar Evrópuráðsins í Graz í Austurríki.<br />

Skrifstofan hefur einnig í umboði menntamálaráðuneytisins umsjón með European<br />

Label viðurkenningu Evrópusambandsins, sem er veitt fyrir nýjungar í tungumálakennslu.<br />

Í samráðshópi um rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins eiga sæti fulltrúar frá<br />

Háskóla Íslands, samstarfsnefnd háskólastigsins og menntamálaráðuneytinu.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins hefur frá 2004 séð um rekstur Nordplus-áætlunar<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar hér á landi. Alþjóðaskrifstofan er aðalstjórnandi<br />

Nordplus sprog tungumálaáætlunarinnar og meðstjórnandi í Nordplus junior,<br />

Nordplus voksen, Nordplus fyrir háskólastigið og Nordplus Nabo. Sérstakur<br />

samningur um rekstur Landsskrifstofu Nordplus er á milli Alþjóðaskrifstofunnar<br />

og Norrænu ráðherranefndarinnar.<br />

Háskóli Íslands - samningar við erlenda háskóla og samstarfsnet<br />

Helstu áætlanir sem Háskóli Íslands tekur þátt í eru Sókratesáætlun Evrópusambandsins,<br />

Nordplus-áætlun Norðurlandaráðs og International Student Exchange<br />

Programme sem er bandarísk stúdentaskiptaáætlun. Einnig hefur Háskólinn gert<br />

tvíhliða samstarfssamninga við fjölmarga háskóla/stofnanir víðs vegar um heim.<br />

Upplýsingar um samninga eru á heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar<br />

(www.ask.hi.is). Háskóli Íslands er einnig þátttakandi í tveimur stórum evrópskum<br />

samstarfsnetum háskóla Utrecht-neti og UNICA-neti.<br />

Í gildi eru 370 Sókrates-/Erasmus samningar við um 260 evrópska háskóla. Árið<br />

<strong>2005</strong> voru gerðir 25 nýir Erasmus-samningar við 21 háskóla. Í mörgum tilvikum<br />

voru tengsl við viðkomandi skóla í öðrum greinum. Erasmus-samningar eru<br />

gerðir í hverju fagi og því geta verið margir samningar við suma skóla eða einn<br />

opinn samningur. Umfang stúdentaskipta er mikið, en einnig taka kennarar HÍ<br />

þátt í kennaraskiptum, námsefnisgerð, halda námskeið í samvinnu við evrópska<br />

samstarfsaðila, taka þátt í þemanetum innan Sókratesar o.fl. HÍ er þátttakandi í<br />

samstarfsneti 30 háskóla í Evrópu, svonefndu Utrecht-neti. Utrecht-netið hefur<br />

gert samning við 16 háskóla í Bandaríkjunum um gagnkvæm stúdentaskipti.<br />

Þessir bandarísku háskólar mynda samstarfsnet sem í daglegu tali er kallað<br />

MAUI-netið (Mid American Universities). Utrecht hefur einnig gert samninga við 7<br />

háskóla í Ástralíu um gagnkvæm stúdentaskipti. Utrecht-netið hefur einnig skipulagt<br />

sumarnámskeið, sem stúdentar HÍ hafa sótt og kennarar HÍ hafa kennt á<br />

þessum námskeiðum. Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofunnar var kosinn í stjórn<br />

Utrecht-netsins vorið 2004 og sækir því stjórnarfundi netsins og ársfund. Starfsmenn<br />

HÍ hafa tekið þátt í svonefndum þemanetum innan Sókratesáætlunarinnar.<br />

Háskóli Íslands er aðili að UNICA sem er samstarfsnet háskóla í höfuðborgum<br />

Evrópu (sjá nánari upplýsingar á http://www.ulb.ac.be/unica/index.html).<br />

Þátttaka HÍ í Nordplus samstarfi er umfangsmikil, en kennarar HÍ eru þátttakendur<br />

í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum. HÍ er einnig þátttakandi í einu<br />

þverfaglegu Nordplus-neti sem nefnist Nordlys, en starfsmaður á Alþjóðaskrifstofu<br />

sér um samskipti við það net. Skólaárið 2004-<strong>2005</strong> fékk HÍ úthlutað í gegnum<br />

Nordlys-netið 33.600 evrum (2.939.328 ísl.kr.) til að styrkja 24 HÍ stúdenta til<br />

að fara til Norðurlanda sem Nordplus skiptistúdentar. Skólaárið <strong>2005</strong>-2006 fékk<br />

Nordlys-netið 27.400 evrur (2.176.382 ísl.kr.) til að styrkja 20 HÍ stúdenta.<br />

Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu á sæti í Planeringsgruppen for internationalisering<br />

innan NUAS (Nordisk Universitets Administratørs Samarbejde).<br />

Nýir tvíhliða samningar við erlenda háskóla<br />

Árið <strong>2005</strong> voru gerðir tvíhliðasamningar utan skipulagðra áætlana milli Háskóla<br />

Íslands og eftirtalinna háskóla: Whittier College, Bandaríkjunum, University of<br />

Waterloo, Ontario, Kanada, École de Technologie Supérieure, Montreal, Kanada,<br />

University of Saskatchewan, Kanada, Universidad de La Habana, Kúbu, Nordic<br />

Optical Telescope, Las Palmas, Kanaríeyjum (rekstur stjörnusjónauka), Universidad<br />

de Sevilla, Spáni, Universidad Autonoma de Barcelona, Spáni, Universidad<br />

Computense de Madrid, Spáni, Universitdad de Barcelona, Spáni, Chulalongkorn<br />

University, Bangkok, Tælandi, European Molecular Biology Laboratory (doktorsnám<br />

í sameindalíffræði), Þýskalandi.<br />

58


Stúdentaskipti Háskóla Íslands<br />

Gagnkvæm stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi HÍ og í<br />

starfi því sem fram fer á Alþjóðaskrifstofunni. Stúdentar HÍ sem hyggjast fara utan<br />

sem skiptistúdentar fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim standa til<br />

boða varðandi stúdentaskipti á Alþjóðaskrifstofunni - Upplýsingastofu um nám<br />

erlendis. Umsóknum skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn skrifstofunnar<br />

um að koma samþykktum umsóknum til réttra aðila erlendis. Starfsmenn<br />

skrifstofunnar héldu á árinu fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti með<br />

stúdentum í einstökum deildum og einnig í húsakynnum skrifstofunnar að Neshaga<br />

16. Árlega stendur Alþjóðaskrifstofan ásamt fleirum fyrir alþjóðadegi, en<br />

megin tilgangur hans er að kynna stúdentum og kennurum þá möguleika sem<br />

standa til boða í stúdenta- og kennaraskiptum. Einnig skipuleggja starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar<br />

í samvinnu við Fulbrightstofnun og kanadíska sendiráðið árlega<br />

upplýsingafund um nám í Norður-Ameríku.<br />

Skólaárið <strong>2005</strong>-2006 fóru 224 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla Íslands<br />

og 293 erlendir skiptistúdentar komu til náms í Háskóla Íslands.<br />

350<br />

300<br />

250<br />

200<br />

150<br />

100<br />

50<br />

0<br />

92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 97/98 98/99 99/00 00/01 01/02 02/03 03/04 04/05 05/06<br />

Til HÍ 23 32 72 85 85 130 142 174 172 186 235 259 281 293<br />

Frá HÍ 52 78 101 136 126 153 157 139 152 175 188 231 229 224<br />

Kennaraskipti Háskóla Íslands<br />

Fjöldi kennara sem tekur þátt í Erasmus kennaraskiptum hefur aukist verulega á<br />

undanförnum árum. Þar sem Alþjóðaskrifstofan sér um úthlutun styrkja til Erasmus<br />

kennaraskiptanna liggja fyrir tölulegar upplýsingar um fjölda kennara<br />

sem taka þátt í þeirri áætlun. Skólaárið 2004-<strong>2005</strong> tóku 54 íslenskir háskólakennarar<br />

þátt í Erasmus kennaraskiptum og þar af voru 34 frá Háskóla Íslands. Alþjóðaskrifstofan<br />

sér ekki um greiðslu styrkja til kennaraskipta í Nordplus-áætlun<br />

eða vegna tvíhliðasamninga og hefur þar af leiðandi ekki yfirlit yfir þá starfsemi,<br />

en unnið er að því að safna þeim upplýsingum skipulega.<br />

Móttaka erlendra skiptistúdenta<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Umsóknir<br />

frá erlendum skiptistúdentum berast til Alþjóðaskrifstofunnar. Rafrænt<br />

umsóknareyðublað fyrir skiptistúdenta, bæði þá sem hyggjast fara utan frá HÍ og<br />

eins þeirra sem hyggjast koma til HÍ var sett upp á heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Stúdentar setja umsókn sína inn í gagnagrunn skrifstofunnar en prenta<br />

einnig út eintak sem er undirritað og samþykkt af viðkomandi deild og sent Alþjóðaskrifstofu.<br />

Rafrænu umsóknirnar fara inn í gagnagrunn, sem deildarskrifstofur<br />

fá aðgang að. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar mikla<br />

skráningarvinnu á Alþjóðaskrifstofunni og auðveldar deildum að nálgast<br />

upplýsingar um þá stúdenta sem eru að sækja um stúdentaskiptin. Deildirnar<br />

taka afstöðu til umsókna frá erlendu skiptistúdentunum í gegnum þetta kerfi og<br />

60


geta stúdentarnir séð á hverjum tíma hvar umsókn þeirra er stödd í ferlinu. HÍ er<br />

samkvæmt samningum skuldbundinn til að aðstoða erlenda skiptistúdenta við útvegun<br />

húsnæðis og er það eitt af verkefnum Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Stór hópur skiptistúdenta sem hingað kemur óskar eftir því að fara á námskeið í<br />

íslensku áður en hið eiginlega nám við skólann hefst. Alþjóðaskrifstofan samdi<br />

við Námsflokka Reykjavíkur um kennslu í íslensku fyrir erlenda stúdenta sem<br />

hygðust stunda nám sem skiptistúdentar við íslenska háskóla og var námskeiðið<br />

haldið í ágústmánuði. Alls 84 stúdentar tóku þátt í námskeiðinu sumarið <strong>2005</strong> og<br />

hafa þeir aldrei verið fleiri. Ekki reyndist unnt að taka við öllum umsækjendum,<br />

en allir skiptistúdentar sem sóttu um komust á námskeiðið. Helsta vandamálið<br />

varðandi móttöku stúdentanna á ágústnámskeiðið er að erfiðlega gengur að finna<br />

húsnæði fyrir svo stóran hóp á ferðamannatímanum. Samhliða tungumálanámskeiðinu<br />

var stúdentunum boðið að taka þátt í menningardagskrá, sem skipulögð<br />

var af starfsmönnum Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofu skipuleggja í upphafi kennslumissera kynningarfundi<br />

um starfsemi og þjónustu fyrir nýja erlenda stúdenta sem hefja nám við HÍ.<br />

Kynningardagskrá um Ísland og íslensk málefni, Introduction to Iceland, er fastur<br />

liður í móttöku erlendra stúdenta og starfsmanna. Um þrír til fjórir viðburðir eru<br />

skipulagðir á misseri og eru það m.a. skoðunarferðir, fyrirlestrar um íslensk málefni,<br />

sýningar o.fl. Erlendir skiptistúdentar sem ætla að stunda háskólanám á Íslandi<br />

geta sótt íslenskunámskeiðið í ágúst. Sömuleiðis er dagskráin Introduction<br />

to Iceland einnig opin öllum erlendum stúdentum og kennurum sem koma til Íslands.<br />

Fyrir nokkrum árum kom Alþjóðaskrifstofan á aðstoðarmannakerfi fyrir erlenda<br />

stúdenta sem stunda nám við HÍ. Í dag er þetta samvinnuverkefni með Stúdentaráði<br />

HÍ. Íslenskir stúdentar við HÍ taka að sér að aðstoða og leiðbeina erlendum<br />

stúdentum sem koma til landsins. Tilgangurinn er að veita aðstoð við ýmis hagnýt<br />

atriði sem þarf að leysa í upphafi námsdvalar og kynna erlendum nemunum félagslíf<br />

stúdenta og koma í veg fyrir félagslega einangrun.<br />

Kynningarstarf<br />

Alþjóðaskrifstofan fær styrk frá Evrópusambandinu til að standa straum af kostnaði<br />

við kynningu á Sókratesáætluninni hér á landi. Árið <strong>2005</strong> var gefið út fréttabréf<br />

á ensku, og því dreift til samstarfsaðila erlendis, erlendra gesta sem koma<br />

hingað og ýmissa annarra er áhuga kynnu að hafa á efni blaðsins. Kynningarefni<br />

um Nordplus-áætlunina var gefið út og dreift hér innanlands. Alþjóðaskrifstofan<br />

tók þátt í sameiginlegri kynningu Norðurlandanna á háskólanámi á Norðurlöndum<br />

á ráðstefnu NAFSA-samtakanna í Seattle í Bandaríkjunum í maí og tók þátt í<br />

kynningu með Utrecht-netinu á ráðstefnu EAIE í Kraká í Póllandi. Forstöðumaður<br />

Alþjóðaskrifstofunnar flutti erindi á EAIE ráðstefnunni um reynslu okkar af rafrænni<br />

skráningu. Mikið átak hefur verið gert í því að endurbæta heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar<br />

og eru nú aðgengilegar upplýsingar um allar helstu áætlanir<br />

og starfsþætti skrifstofunnar á heimasíðu hennar.<br />

Upplýsingastofa um nám erlendis<br />

Innan Alþjóðaskrifstofunnar er starfrækt Upplýsingastofa um nám erlendis, sem<br />

er öllum opin. Markmið hennar er að safna, skipuleggja og miðla upplýsingum<br />

um nám erlendis. Vaxandi þáttur í starfseminni er að fylgjast með nýjungum og<br />

breytingum á netinu og tengja gagnlegar slóðir við heimasíðu Alþjóðaskrifstofu/Upplýsingastofu.<br />

Notendur þjónustu Upplýsingastofunnar voru um 4.150<br />

árið <strong>2005</strong>. Stærsti notendahópurinn er háskólastúdentar og þeir sem hafa áhuga<br />

á stúdentaskiptum.<br />

Sókrates landsskrifstofa<br />

Alþjóðaskrifstofan starfrækir innan sinna vébanda Sókrates landsskrifstofu<br />

menntaáætlunar ESB. Sókratesáætluninni tilheyra nokkrar undiráætlanir og eru<br />

þessar þær helstu og virkustu:Erasmus-áætlunin, sem nær til háskólastigsins,<br />

Comeniusar-áætlunin, sem nær til leik- grunn- og framhaldsskóla, Grundtvigáætlunin,<br />

sem styrkir verkefni á sviði fullorðinsfræðslu, Minerva-áætlunin sem er<br />

verkefni um upplýsingatækni í menntamálum, Lingua tungumálaverkefni og Arionstyrkir<br />

námsheimsóknir fyrir stjórnendur og sérfræðinga á sviði menntamála.<br />

Landsskrifstofa Sókratesar sér auk þess um að úthluta styrkjum til undirbúningsheimsókna<br />

vegna Sókratesverkefna sem sótt er um beint til Brussel svonefnd<br />

miðstýrð verkefni.<br />

61


Sókratesstyrkir sem Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins – Landsskrifstofa Sókratesar<br />

hafði til úthlutunar árið <strong>2005</strong> voru eftirtaldir:<br />

Evrur<br />

Sókrates-/Erasmusstyrkir til stúdentaskipta 271.588<br />

Sókrates-/Erasmusstyrkir til kennaraskipta 72.800<br />

Sókrates-/Erasmusstyrkir til umsýslu með skiptum (OM) 37.370<br />

Sókrates-/Erasmus-ILPC tungumálanámskeið 16.288<br />

Erasmus samtals: 398.046<br />

Sókrates Comeniusstyrkir 483.227<br />

Undirbúningsstyrkir (PVCA) fyrir tímabilið 1.6.2004-31.5.2006 10.836<br />

Sókrates Grundtvig 50.593<br />

Arionstyrkir 4.284<br />

Sókrates samtals:<br />

946.986 evrur<br />

Auk þess fékk skrifstofan 169.717 evrur vegna útgáfu og kynningarmála og annars<br />

sem lýtur að beinum kostnaði við framkvæmd Sókratesáætlunarinnar hér á<br />

landi og gildir sá samningur fyrir tímabilið 1. janúar <strong>2005</strong> - 31. desember 2006.<br />

Auk þess fékkst 15.000 evru styrkur til að halda tengslaráðstefnu á Íslandi.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofu – Sókrates landsskrifstofu stóðu fyrir Comeniusartengslaráðstefnu<br />

sem var haldinn í Reykjavík dagana 10.-13. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var tungumálakennsla; 40 þátttakendur frá 12<br />

löndum tóku þátt í ráðstefnunni.<br />

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Comeniusar-áætlunarinnar var haldin þriggja vikna<br />

sýning í Borgarbókasafni Reykjavíkur Tryggvagötu á Comeniusar-verkefnum sem<br />

íslenskir skólar hafa tekið þátt í.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar fengu styrk að upphæð 83.608 evrur til að stýra<br />

verkefni sem nefndist Assistants brake barriers en verkefni þetta var unnið í samstarfi<br />

við landsskrifstofur Sókratesar í Finnlandi, Írlandi, Lúxemborg og Bretlandi.<br />

Megin markmið var að kynna reynslu af starfi aðstoðarmanna í tungumálum innan<br />

Comeniusar-áætlunarinnar, gera athugun á reynslu þátttakenda og miðla niðurstöðum<br />

á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík 28. apríl – 1. maí <strong>2005</strong> og víðar.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar tóku einnig þátt í samstarfsverkefni sem stýrt<br />

var af Sókrates landsskrifstofu í Slóveníu og með þátttöku frá landsskrifstofum í<br />

Danmörku, Litháen, Portúgal auk Íslands. Verkefnið nefndist Pro-teachers og var<br />

tilgangurinn að greina og meta áhrif af þátttöku í Comeniusar 1 samstarfsverkefnum<br />

á starfsþróun kennara og miðla niðurstöðunum til markhópa.<br />

Nordplus landsskrifstofa<br />

Eftir lokað útboð á Norðurlöndum sumarið 2003 var Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins<br />

falið að annast rekstur Nordplus-áætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar<br />

á Íslandi. Alþjóðaskrifstofan hefur aðalumsjón með Nordplus sprog tungumálaáætluninni<br />

á Norðurlöndunum og er meðstjórnandi í hinum 4 áætlununum,<br />

Nordplus voksen, Nordplus junior, Nordplus nabo og Nordplus fyrir háskólastigið.<br />

Alþjóðaskrifstofan tekur við umsóknum allstaðar að frá Norðurlöndunum í Nordplus<br />

sprog áætluninni og sér um mat á umsóknum og gerir ásamt meðstjórnendum<br />

á hinum Norðurlöndunum tillögu að úthlutun, sem lögð er fyrir Norræna málráðið,<br />

sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun styrkja. Mikill áhugi er á Nordplus-áætluninni<br />

hér á landi og er þátttaka Íslendinga góð í þeim öllum, nema<br />

helst í Nordplus nabo, sem lýtur að samstarfi við Eystrasaltsríkin og NV-Rússland,<br />

en fæstar umsóknir hafa borist frá Íslandi í þá áætlun.<br />

Erasmus Mundus, E-learning, E-twinning, Bologna kynning<br />

Á vormánuðum 2004 fór menntamálaráðuneytið þess á leit við Alþjóðaskrifstofuna<br />

að hún tæki að sér að annast framkvæmd eftirfarandi þriggja nýrra verkefna<br />

á vegum ESB hér á landi:<br />

• Erasmus Mundus áætlun lýtur að samstarfi a.m.k. þriggja háskóla í þremur<br />

löndum að sameiginlegu meistaranámi. Erasmus Mundus áætlunin skiptist í<br />

fjóra þætti.<br />

• E-learning áætlun lýtur að samstarfsverkefnum á sviði upplýsinga- og tölvumála<br />

og rafrænu námi. E-learning áætlunin skiptist í undiráætlanir og er ein<br />

þeirra E-twinning áætlunin sem lýtur að rafrænum samskiptum grunn- og<br />

framhaldsskóla í Evrópu. Alþjóðaskrifstofan fékk fyrir tímabilið 1. september<br />

<strong>2005</strong> - 31. ágúst 2006, framlag frá ESB að upphæð 67.036 evrur til reksturs E-<br />

twinning verkefnisins.<br />

62


• Bologna promoters. Framkvæmdastjórn ESB veitti Alþjóðaskrifstofu fyrir<br />

tímabilið 1. júlí <strong>2005</strong> - 31. desember 2006, 14.065 evru fjárframlag til að standa<br />

straum af kostnaði við kynningu á Bologna-samræmingarferli háskóla í<br />

Evrópu. Í samvinnu við menntamálaráðuneyti og Bologna-nefnd á Íslandi.<br />

Fyrirhugað er að halda kynningarráðstefnu og fund um Bologna-ferlið hér á<br />

landi á tímabilinu.<br />

Starfsmanna- og<br />

starfsþróunarmál<br />

Á starfsmannasviði starfa Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri,<br />

Elísabet Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri/starfsmatsstjóri, Lilja Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri,<br />

Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur/verkefnisstjóri og Þóra Margrét<br />

Pálsdóttir, sálfræðingur/verkefnisstjóri. Um mitt árið <strong>2005</strong> tók Sigrún Valgarðsdóttir,<br />

verkefnisstjóri á starfsmannasviði, við starfi jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands<br />

og í september kom Elísabet Þorsteinsdóttir, starfsmatsstjóri, til starfa við<br />

starfsmannasvið. Jafnframt að sinna áfram starfsmatinu sér Elísabet um að uppfæra<br />

starfsmannaskrá Háskólans og yfirfæra í HRM kerfi Oracle auk þess að<br />

sinna ýmsum öðrum verkefnum, þ. á m. ráðningum. Starfsfólk sviðsins tekur að<br />

sér fjölbreytt verkefni þannig að sá sem leitar til sviðsins á þess kost á að hafa<br />

einn tengilið varðandi þau mál sem þarf aðstoð við, jafnvel þó ólík séu.<br />

Starfsmenn sviðsins eru í nánu samstarfi við yfirmenn og unnið er að því að styðja<br />

þá sem best og leitast sviðið við að finna leiðir sem henta hverjum og einum. Einnig<br />

tekur starfsmannasvið þátt í að endurskoða störf og skipulagseiningar m.t.t. þeirra<br />

krafna sem gerðar eru til stjórnsýslunnar. Mikið vinnuálag er á starfsfólki Háskólans<br />

og leitar starfsmannasvið leiða til að draga úr vinnuálagi m.a. með því að einfalda<br />

og endurskoða verkefni. Fyrir liggur að skrá og fara yfir alla ferla í stjórnsýslu<br />

með það að markmiði að einfalda og skýra þá og samskipti á milli eininga.<br />

Á árinu voru haldnir tveir stefnumótunarfundir hjá sviðinu, þar sem farið var yfir<br />

helstu verkefni sviðsins, markmið og framtíðarverkefni. Tekin var í notkun gátlisti<br />

og verklag vegna áfengismisnotkunar með það að markmiði að auðvelda starfsfólki<br />

og yfirmönnum þeirra að takast á við vandann. Einnig voru gátlistar vegna<br />

slysa og óhappa yfirfarnir í samvinnu við öryggisnefnd.<br />

Háskólatorg<br />

Starfsmannastjóri átti sæti í verkefnisstjórn vegna svokallaðs Háskólatorgsverkefnis.<br />

Þar var unnið með starfsfólki við að skilgreina starfsemi þeirra starfseininga<br />

sem flytjast í Háskólatorg og taka þarf tillit til við hönnun hússins. Einnig fól<br />

verkefnið í sér að kortleggja það sem bæta má, bæði í verkferlum og í þjónustu<br />

við nemendur, en með tilkomu háskólatorgs verður mögulegt að hafa miðlæga<br />

þjónustu við nemendur á einum stað og því gullið tækifæri að endurskoða þá<br />

starfssemi.<br />

Starfsmannasamtöl, starfslýsingar<br />

Árlega fylgir starfsmannasvið því eftir að starfsmannasamtöl fari fram. Boðið er<br />

upp á fræðslu og aðstoð fyrir stjórnendur og starfsfólk til að undirbúa sig. Starfsmannasamtölin<br />

eru, þegar vandað er til þeirra, mikilvægur vettvangur fyrir<br />

starfsmenn og yfirmenn þeirra til að ræða samstarf, samvinnu, árangur og framtíðarsýn<br />

í því augnamiði að efla starfsmanninn og starfseininguna. Í starfsmannasamtölum<br />

á að fara yfir starfslýsingu og endurskoða markmið. Á vormisseri gekk<br />

vel að framkvæma starfsmannasamtöl í stjórnsýslu- og tæknistörfum og skiptu<br />

starfsmenn sviðsins einingum á milli sín sem þeir höfðu samband við og buðu<br />

aðstoð og fræðslu við framkvæmd samtalanna. Það er misjafnt hversu hart þurfti<br />

að ganga á eftir yfirmönnum til að framkvæma starfsmannasamtöl, en hjá flestum<br />

er þetta orðinn fastur liður einu sinni á ári. Hjá akademískum starfsmönnum<br />

eru starfsmannasamtöl ekki orðin jafn fastur liður og hjá starfsfólki í stjórnsýslu<br />

en þær deildir sem taka þau hafa lýst yfir ánægju sinni með þann umræðuvettvang<br />

sem þau skapa.<br />

Auglýsingar og umsóknir<br />

Á árinu fjölgaði auglýsingum á störfum við skólann, enda lítið ráðið undanfarin ár<br />

vegna aðhaldsaðgerða. Auglýst var 61 akademískt starf og um þau sóttu 146 einstaklingar;<br />

45 önnur störf voru auglýst og um þau sóttu 423 einstaklingar.<br />

63


Mynd 1. Fjöldi umsókna um hvert starf.<br />

16,00<br />

14,00<br />

Akademísk störf<br />

Önnur störf<br />

13,94<br />

14,83<br />

12,00<br />

Fjöldi<br />

10,00<br />

8,00<br />

8,33<br />

9,00<br />

9,40<br />

6,00<br />

4,00<br />

2,00<br />

2,52<br />

4,46<br />

1,78<br />

2,52<br />

2,48<br />

3,03<br />

2,39<br />

0,00<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Ár<br />

Meðalaldur kennara<br />

Áhugavert er að skoða þróun á meðalaldri kennara eftir deildum Háskólans. Á<br />

mynd 2 má sjá samanburð yfir 14 ára tímabil á meðalaldri kennara á árunum<br />

1991 til <strong>2005</strong>. Áberandi er t.d. hvað hjúkrunarfræðideildin hefur elst jafnt og þétt<br />

yfir tímabilið, þó nær meðalaldurinn þar ekki upp í háan meðalaldur í guðfræði-,<br />

tannlækna- og læknadeild. Gagnstæð þróun er í aldursdreifingu hjá lagadeild og<br />

lyfjafræðideild sem yngjast á tímabilinu.<br />

Mynd 2. Meðalaldur kennara í deildum.<br />

Við skoðun á aldursdreifingu kennara innan starfsheitanna kemur fátt á óvart.<br />

Prófessorar eru flestir í á aldursbilinu 50-59 ára, dósentar á bilinu 40-49 ára og<br />

lektorar flestir 40-49 ára.<br />

64


Mynd 3. Aldur kennara eftir starfsheitum<br />

Starfsmenn<br />

Fjöldi fastráðinna starfsmanna við Háskóla Ísands var um 920 manns í desember<br />

<strong>2005</strong> þar af eru fastir kennarar 446. Þá eru ekki taldir með starfsmenn háskólastofnana<br />

með sjálfstæðan fjárhag.<br />

Mynd 4. Skipting starfa milli starfshópa og kynja 1. desember <strong>2005</strong>.<br />

konur<br />

karlar<br />

Tæknifólk<br />

Skrifstofufólk<br />

Þjónustusérfr.<br />

Rannsóknafólk<br />

Sérfræðingar<br />

Aðjunktar<br />

Lektorar<br />

Dósentar<br />

Prófessorar<br />

2<br />

8<br />

11<br />

14<br />

20<br />

26<br />

28<br />

45<br />

49<br />

47<br />

46<br />

50<br />

46<br />

61<br />

67<br />

101<br />

150<br />

150<br />

0 20 40 60 80 100 120 140 160<br />

Fjöldi<br />

Skýringar: Fræðimenn og vísindamenn eru taldir sem sérfræðingar. Rannsóknafólk eru háskólamenntaðir<br />

sérfræðingar sem eru ekki ráðnir samkvæmt hæfnisdómi. Þjónustusérfræðingar<br />

starfa við sérfræðistörf hjá þjónustustofnunum eða –einingum. Tæknifólk eru<br />

starfmenn sem koma að viðhaldi og rekstri húseigna, þ.m.t. ræstingarfólk. Önnur starfsheiti<br />

skýra sig sjálf.<br />

Stundakennarar axla stóran hluta kennslunnar innan Háskólans. Vinnuframlag<br />

þeirra jafngilti 207 ársverkum aðjúnkta í fullu starfi, sjá mynd 5 á dreifingu<br />

kennslunnar eftir deildum og greiðsluformi.<br />

65


Mynd 5. Umfang stundakennslu við Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Deild Stundir alls Stundir A Stundir B Aðjunktar<br />

Guðfræðideild 2.959 2.959 0 2,8<br />

Læknadeild 18.119 16.700 1.419 16,9<br />

Lagadeild 8.337 8.309 28 7,8<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 22.678 2.026 20.652 21,1<br />

Hugvísindadeild 28.251 27.395 856 26,3<br />

Lyfjafræðideild 3.366 2.882 484 3,1<br />

Tannlæknadeild 5.307 5.031 276 4,9<br />

Verkfræðideild 23.677 16.436 7.241 22,1<br />

Raunvísindadeild 54.937 38.358 16.580 51,2<br />

Félagsvísindadeild 35.260 29.263 5.998 32,9<br />

Hjúkrunarfræði 18.700 17.601 1.099 17,4<br />

Óskiptur kostnaður stundakennsla 501 0,5<br />

222.094 166.960 54.633 207,1<br />

Stundir A<br />

Stundir B<br />

Stöðugildi aðjunkta<br />

Stundakennsla greidd í tímavinnu<br />

Stundakennsla starfsmanna HÍ greidd í yfirvinnu<br />

Stundakennsla umreiknuð í kennslu aðjunkts í fullu starfi = 1072,5 stundir/ári<br />

Starfsmat<br />

Innleiðing starfs- og hæfnismats í samræmi við stofnanasamninga lauk formlega<br />

á árinu og tók verkefnið tvö og hálft ár. Alls voru 415 stjórnsýslu- og þjónustustörf<br />

metin innan Háskólans og tengdra stofnanna. Leiðrétting launa í samræmi<br />

við niðurstöðu matsins var að mestu afgreidd fyrir sumarleyfi <strong>2005</strong> hjá félagsmönnum<br />

FH. Innan FH voru áhrif starfs- og hæfnismats nokkuð mikil á<br />

dagvinnulaun félagsmanna í stjórnsýslu- og þjónustustörfum. Við matið hækkuðu<br />

dagvinnulaun að meðaltali um 11,4%. Tenging matsins við launatöflu SFR<br />

var samþykkt 29. apríl <strong>2005</strong>. Leiðréttingar byggðar á starfsmatinu voru að<br />

mestu afgreiddar fyrir haustið. Áhrif matsins á dagvinnulaun félagsmanna í<br />

SFR eru minni en hjá starfsmönnum í Félagi háskólakennara. Það er eðlilegt og<br />

kemur til af því að flöt hækkun kom á laun í nóvember 2002 (starfsmatið gilti frá<br />

1. maí 2002) þar sem allir félagsmenn fengu eins launaflokks hækkun. Það<br />

samsvarar rúmlega 3% launahækkun sem þegar var komin til framkvæmda áður<br />

en afgreiðsla starfsmatsins hófst. Við starfs- og hæfnismatið hækkuðu dagvinnulaun<br />

SFR að meðaltali um 7,72%. Með starfs- og hæfnismatinu liggur nú<br />

fyrir heildstætt mat á hverju starfi um sig (starfsmat) og því til viðbótar mat á<br />

þeirri menntun og reynslu, sem nýtist í starfinu og er umfram þess sem krafist<br />

er (hæfnismat). Markmiðið með starfsmatinu er fyrst og fremst að gera samanburð<br />

á umfangi starfa og tryggja launajafnrétti. Það verður að telja að því markmiði<br />

hafi verið náð hvað varðar kynbundinn launamun, a.m.k. gagnvart dagvinnulaunum.<br />

Þó að innleiðingu starfsmatskerfisins sé nú formlega lokið,<br />

þarfnast matið stöðugrar endurnýjunar. Ný störf verða til og endurmeta þarf<br />

eldri störf. Það má því gera ráð fyrir áframhaldandi vinnu við matið svo það<br />

megi gagnast áfram sem grunnur að launaröðun starfsmanna í stjórnsýslu- og<br />

þjónustustörfum inna Háskólans og tengdra stofnana.<br />

Fræðsla<br />

Fræðsla starfsfólks hefur verið ört vaxandi þáttur í starfsemi sviðsins hin síðustu<br />

ár. Á árinu var fjölbreytt fræðsla í boði en samtals voru haldin 58 námskeið og<br />

kynningar þar sem rúmlega 800 starfsmenn tóku þátt sem er um helmings aukning<br />

frá árinu áður. Tölvu- og hugbúnaðarnámskeið var stór þáttur í fræðslustarfinu<br />

en samtals voru haldin 22 námskeið og vinnustofur í samstarfi við Kennslumiðstöð<br />

og 12 námskeið í vefumsjónarkerfinu SoloWeb í samvinnu við markaðsog<br />

samskiptadeild.<br />

Tveir fræðsludagar voru haldnir fyrir starfsfólk. Árlegur fræðsludagur um stjórnun<br />

og gæðamál fyrir stjórnendur í deildum HÍ var haldinn 11. mars og voru þátttakendur<br />

50. Fjallað var um stjórnsýslulög annarsvegar og stjórnun og stefnumótun<br />

hinsvegar. Fræðsludagur fyrir starfsfólk í stjórnsýslu var haldinn þann 27.<br />

maí og var dagskráin helguð tíma- og álagsstjórnun. Þátttakendur voru 123. Báðir<br />

þessir dagar voru haldnir í Ráðhússkaffi í Þorlákshöfn.<br />

Kynningar fyrir nýtt starfsfólk voru haldnar í mars og í desember. Boðið var upp á<br />

67


tvö tungumálanámskeið í samvinnu við Tungumálamiðstöð. Annars vegar var<br />

Hagnýtt námskeið í dönsku og hins vegar var Íslenska í háskólastarfi fyrir starfsfólk<br />

með litla sem enga kunnáttu í íslensku.<br />

Starfsfólk sviðsins bauð jafnframt upp á hádegisfundi fyrir stjórnendur þar sem<br />

m.a. ráðningarferlið var kynnt ásamt gerð starfslýsinga. Að auki hafa hinar ýmsu<br />

starfseiningar fengið sérsniðna fræðslu og má hér nefna einna helst samskiptanámskeið<br />

og fræðslu um vinnustellingar ásamt úttekt á vinnuaðstöðu.<br />

Önnur námskeið og kynningar sem voru í boði:<br />

• Verkefnastjórnun.<br />

• Markvissir fundir.<br />

• Framsögn og flutningur máls.<br />

• Íslenska. Að rita rétt mál.<br />

• Reikningshald.<br />

• GoPro, skjalastjórnarkerfið.<br />

• Höfundarréttur í háskólasamfélaginu.<br />

• Sjóðir HÍ, rannsóknir og mat á störfum.<br />

• Árangursrík samskipti á vinnustað.<br />

• Jafnrétti og samþætting jafnréttisjónarmiða.<br />

• Að vinna með fötluðum í HÍ.<br />

Fræðsluáætlunin er birt á heimasíðu starfsmannasviðs (www.hi.is/page/starfsfolkhi).<br />

Jafnréttismál<br />

Árið <strong>2005</strong> var sögulegt ár í jafnréttismálum við Háskóla Íslands. Tvö stefnumál voru<br />

samþykkt á háskólafundi, þ.e. stefna gegn mismunun og jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-<br />

2009 en bæði þessi stefnumál marka tímamót í jafnréttismálum Háskóla Íslands. Á<br />

árinu hlaut Háskóli Íslands jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs <strong>2005</strong> og í lok árs<br />

samþykkti háskólaráð að hækka starfshlutfall jafnréttisfulltrúa í 100% starf.<br />

Jafnréttisnefnd<br />

Jafnréttisnefnd var fyrst skipuð í ársbyrjun 1998 og er skipunartími hvers fulltrúa<br />

nú tvö ár. Eftirtaldir fulltrúar voru skipaðir í nefndina til tveggja ára frá 1. júlí <strong>2005</strong>:<br />

Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í hugvísindadeild, sem er formaður, Brynhildur<br />

Flóvenz lektor í lagadeild, Þórarinn Sveinsson dósent í læknadeild og Kristín<br />

Tómasdóttir stúdent. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í félagsvísindadeild, var<br />

fyrir í nefndinni með skipunartíma til 30. júní 2006. Með nefndinni starfa Sigrún<br />

Valgarðsdóttir, jafnréttisfulltrúi og Amalía Skúladóttir, skrifstofustjóri akademískrar<br />

stjórnsýslu.<br />

Nefndin hélt 11 fundi á árinu. Helstu verkefni funda voru frágangur á stefnu gegn<br />

mismunun, sem samþykkt var á háskólafundi í febrúar og vinna við jafnréttisáætlun<br />

<strong>2005</strong>-2009 en hún var samþykkt á háskólafundi í nóvember.<br />

Jafnréttisfulltrúi<br />

Á vormánuðum sagði Berglind Rós Magnúsdóttir starfi sínu lausu og var 75% starf<br />

jafnréttisfulltrúa auglýst laust til umsóknar. Sigrún Valgarðsdóttir var ráðin í<br />

starfið frá 1. júlí. Í desember var samþykkt í háskólaráði að hækka starfshlutfall<br />

jafnréttisfulltrúa í 100% starf og breytist starfshlutfallið frá 1. janúar 2006.<br />

Stefnumál<br />

Í febrúar var Stefna gegn mismunun samþykkt á háskólafundi. Með þeirri samþykkt<br />

var staðfest að jafnréttismál hjá HÍ ná til jafnréttis í víðum skilningi og hvílir<br />

jafnréttisstefna Háskóla Íslands nú á þremur megin stoðum: Jafnréttisáætlun<br />

kynja, stefnu í málefnum fatlaðra og stefnu gegn mismunun. Háskóli Íslands er<br />

fyrst íslenskra stofnana til að samþykkja stefnu gegn mismunun. Stefnan er byggð<br />

á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og leggur bann við hvers konar mismunun. Í<br />

henni er sérstaklega kveðið á um að í Háskóla Íslands sé mismunun á grundvelli<br />

aldurs, fötlunar, heilsufars, kyns, kynhneigðar, trúarbragða og stjórnmálaskoðana<br />

og þjóðernis, uppruna, litarháttar eða menningar ekki liðin. Um frumkvöðlastarf er<br />

að ræða, ekki síst í ljósi samþykktar ríkisstjórnar Íslands um að stofna starfshóp<br />

sem fjalla á um hvernig tengja megi tilskipanir Evrópusambandsins um bann við<br />

mismunun við reglur sem gilda á innlendum vinnumarkaði.<br />

68


Stefna gegn mismunun markar ekki síður mót í mannréttindamálum innan Háskóla<br />

Íslands sem á rætur sínar í fjölbreyttu samfélagi stúdenta og starfsmanna<br />

en Háskólinn er í senn alþjóðleg menntastofnun og fjölmenningarlegur vinnustaður.<br />

Stúdentar og starfsfólk koma til náms og starfa með mismunandi bakgrunn,<br />

þekkingu og reynslu í farteskinu og Háskóli Íslands vill leggja sig fram við<br />

að hver og einn fái að njóta sín á eigin forsendum.<br />

Jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-2009: Jafnrétti kvenna og karla var samþykkt á háskólafundi<br />

í nóvember. Áætlunin tekur til fjögurra meginsviða:<br />

I. Að jafna aðstöðu og kjör karla og kvenna.<br />

II. Að jafna aðild kynjanna að nefndum, stjórnum og ráðum Háskólans.<br />

III.<br />

IV.<br />

Að jafna aðstöðu kvenna og karla til náms.<br />

Að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun og áætlanagerð.<br />

Í áætluninni er deildum, stofnunum og stjórnsýslusviðum nú gert að móta eigin<br />

jafnréttisáætlanir, sem skulu byggðar á jafnréttisáætlun HÍ. Skipaðir skulu<br />

starfshópar innan hverrar deildar/stofnunar/stjórnsýslusviðs til að vinna að<br />

gerð áætlananna og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir árslok 2007. Jafnréttisfulltrúi<br />

vann að undirbúningi þessa verkefnis í lok árs, sem m.a. fólst í vinnu við<br />

gátlista við gerð jafnréttisáætlana.<br />

Fræðsla<br />

Í febrúar var haldið námskeið fyrir stjórnendur í Háskóla Íslands um samþættingu<br />

jafnréttissjónarmiða. Námskeiðið var í umsjón Berglindar Magnúsdóttur,<br />

jafnréttisfulltrúa HÍ og Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar.<br />

Samþætting er aðferð til að ná árangri í jafnréttismálum en aðferðin byggir á<br />

þátttöku og þekkingu æðstu stjórnenda á jafnréttismálum. Námskeiðið sóttu 17<br />

manns.<br />

Jafnréttisnefnd stóð fyrir uppskeruhátíð í tilefni jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs<br />

<strong>2005</strong> til Háskóla Íslands í nóvember. Boðið var upp á dagskrá þar sem var<br />

kynnt hvernig Háskóli Íslands hefur skipað sér í fremstu röð opinberra stofnana<br />

með samþykkt stefnu sinnar gegn mismunun og greint var frá helstu niðurstöðum<br />

í nýlegri rannsókn á kynbundnu námsvali við skólann. Var hátíðin vel sótt og<br />

góður rómur gerður að erindum.<br />

Í nóvember hélt jafnréttisfulltrúi erindi á fræðslufundi hjá stjórn og samninganefnd<br />

Félags framhaldsskólakennara um jafnréttisáætlanir og stofnanasamninga.<br />

Á haustmisseri var heimasíða jafnréttisnefndar endurskoðuð, bæði hvað varðar<br />

útlit og efni. Nýtt lén var fengið og er veffang nefndarinnar nú www.jafnretti.hi.is<br />

69


Kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum<br />

Í jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-2009 er kveðið á um að jafnréttisnefnd skuli á ári hverju<br />

safna gögnum um kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum og koma þeim<br />

upplýsingum á framfæri. Á mynd 1. má sjá hvernig kynjahlutfallið greindist á árinu<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Mynd 1.<br />

Athygli vekur að konur eru aldrei í meirihluta í flokkuninni og hversu hallar á<br />

konur í skipuðum dómnefndum. Dómnefndirnar eru bæði nefndir vegna nýráðninga<br />

og framgangsmála.<br />

Rannsóknir og útgáfa<br />

Á árinu lét jafnréttisnefnd vinna rannsókn um brottfall karla í hjúkrunarfræðinámi.<br />

Þórður Kristinsson, mannfræðingur, var fenginn til starfsins og leit afrakstur<br />

vinnu hans dagsins ljós í október. Skýrslan, sem ber heitið Upplifun karla á<br />

hjúkrunarnámi: Hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í hjúkrun? er tiltæk á<br />

heimasíðu jafnréttisnefndar.<br />

Á haustmánuðum var ákveðið að ráðast í útgáfu á Stefnu gegn mismunun. Áður<br />

en það verk var unnið var stefnan þýdd á ensku og síðan gefin út í einum bæklingi,<br />

bæði á íslensku og ensku.<br />

Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs <strong>2005</strong><br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs, sem veitt var við hátíðlega athöfn<br />

27. október. Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, veitti viðurkenningunni móttöku<br />

og þakkaði við það tækifæri öflugu jafnréttisstarfi innan Háskólans.<br />

Málefni sam- og tvíkynhneigðra<br />

Samstarf við FSS, félag STK – stúdenta, var með miklum ágætum á árinu. Félagið<br />

tók þátt í uppskeruhátíð jafnréttismála í nóvember og fulltrúi frá félaginu kom<br />

með kynningu á fund jafnréttisnefndar í desember. Á þeim fundi ákvað jafnréttisnefnd<br />

að gerast stofnfélagi fræðslusjóðs FSS og styrkja hann um kr. 300.000. Sá<br />

styrkur verður greiddur á næstu fjórum árum.<br />

Málefni erlendra starfsmanna og nemenda<br />

Í nóvember skilaði formaður starfshóps um málefni erlendra stúdenta og starfsmanna<br />

skýrslu um starf hópsins, sem starfaði á árunum 2003–2004. Starfshópnum<br />

var ætlað að gera faglega úttekt á stöðu erlendra námsmanna og starfsmanna<br />

við skólann og setja fram tillögur til úrbóta. Einnig fékk hópurinn það<br />

verkefni að móta tillögur um stefnu Háskólans í málefnum þeirra sem teljast til<br />

minnihlutahópa við skólann sem þróaðist í stefnu gegn mismunun en fleiri aðilar<br />

komu að þeirri vinnu. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins var að taka þurfi<br />

betur á móti útlendum nemendum og starfsmönnum og að stórbæta þurfi<br />

upplýsingaflæði til þeirra.<br />

70


Málefni fatlaðra<br />

Málefni fatlaðra við Háskóla Íslands hafa öðlast sérstakan sess. Vinna í málaflokknum<br />

tekur mið af Stefnu í málefnum fatlaðra við Háskóla Íslands, sem samþykkt<br />

var á háskólafundi í maí 2002 og Reglum um sértæk úrræði í námi við Háskóla<br />

Íslands, sem samþykktar voru í háskólaráði í júní 2002. Starfshópur um<br />

málefni fatlaðra var fyrst skipaður sem vinnuhópur undir jafnréttisnefnd í byrjun<br />

árs 2002. Níu manna ráð um málefni fatlaðra var svo skipað frá 1. júlí 2002 til<br />

þriggja ára. Endurskipað var í ráðið til þriggja ára frá 1. júlí <strong>2005</strong> og er það nú ein<br />

af nefndum háskólaráðs. Ráðið skipa Sigrún Valgarðsdóttir, jafnréttisfulltrúi, sem<br />

er formaður þess, María Dóra Björnsdóttir og Magnús Stephensen, fulltrúar<br />

námsráðgjafar, Lilja Þorgeirsdóttir, fulltrúi starfsmannasviðs, Gísli Fannberg, fulltrúi<br />

kennslusviðs, Ásdís Guðmundsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra, Valþór Sigurðsson<br />

fulltrúi reksturs og framkvæmda, Rannveig Traustadóttir, fulltrúi FH og FP og<br />

Vigdís Ebenezersdóttir, fulltrúi stúdenta. Ráðið hélt sjö fundi á árinu.<br />

Í febrúar stóð ráðið fyrir námskeiðinu Að vinna með fötluðum. Um námskeiðið<br />

sáu Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi, Rannveig Traustadóttir prófessor<br />

og María Dóra Björnsdóttir námsráðgjafi. 15 manns sóttu námskeiðið og fékk það<br />

góða umsögn þátttakenda. Í mars fékk Háskóli Íslands heimsókn starfshóps þriggja<br />

ráðuneyta um aðgengismál í opinberum stofnunum en formaður ráðs um<br />

málefni fatlaðra var ein þeirra sem tók á móti hópnum. Í starfshópnum eru fulltrúar<br />

frá félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og umhverfisráðuneyti.<br />

Fengu þeir kynningu á aðgengismálum við HÍ, þar sem greint var frá<br />

því sem hefur verið gert, hvað þyrfti að bæta og um forgangsröðun verkefna. Í<br />

maí tók ráð um málefni fatlaðra á móti hópi hreyfihamlaðra stúdenta. Í hópnum<br />

voru liðlega 40 manns frá Finnlandi, Austurríki og Íslandi, þar af um helmingur<br />

þess í hjólastólum. Ráðið tók að sér að kynna Háskóla Íslands og þjónustu fyrir<br />

fatlaða stúdenta hér. Hinir erlendu gestir voru á vegum Hins hússins og var<br />

heimsókn til Háskólans hluti af dagskrá þeirra hérlendis.<br />

Eitt af verkefnum ráðsins á árinu var útgáfa bæklingsins Háskóli fyrir alla: Aðgengi<br />

og úrræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með útgáfunni var að gera jafnréttisstarf<br />

og þjónustu Háskólans sýnilegri og er markhópur bæklingsins allir<br />

þeir sem búa við einhvers konar fötlun eða hömlun. Bæklingurinn var sendur til<br />

námsráðgjafa allra framhaldsskóla á landinu á haustmisserinu. Í lok september<br />

stóð ráð um málefni fatlaðra fyrir kynningu um málefni fatlaðra stúdenta við Háskóla<br />

Íslands í Öskju. Meðal annars var bæklingurinn Háskóli fyrir alla: Aðgengi<br />

og úrræði við Háskóla Íslands kynntur og fulltrúi Fortúnu, félags um málefni fatlaðra<br />

stúdenta við HÍ, sagði frá starfsemi félagsins. Fjölmörgum var boðið til<br />

kynningarinnar, bæði innan sem utan skólans og var hún einkar vel sótt.<br />

Á haustdögum fékk ráð um málefni fatlaðra styrk úr háskólasjóði til aðgengisúttektar<br />

á vef Háskóla Íslands. Fyrirtækið SJÁ sá um úttektina og lá skýrsla um aðgengið<br />

fyrir í desember. Markmiðið með aðgengisúttektinni var að auðvelda að<br />

gera vefinn aðgengilegan öllum hópum, óháð fötlun. Er þá lögð áhersla á að vefurinn<br />

sé aðgengilegur fyrir blinda, sjóndapra, lesblinda, hreyfihamlaða, flogaveika<br />

og greindarskerta. Í ljós kom að vefur Háskólans var að ýmsu leyti til fyrirmyndar.<br />

Einhverjar lagfæringar þarf þó að ráðast í og í desember var það mál í athugun<br />

hjá RHÍ. Í nóvember kom út skýrslan Háskólanám án heyrnar: Skýrsla um námsog<br />

félagslega stöðu tveggja heyrnarlausra nemenda við Háskóla Íslands.<br />

Skýrslan er eftir Kristjönu Mjöll Sigurðardóttur MA og var hún unnin fyrir ráð um<br />

málefni fatlaðra. Markmiðið með henni var meðal annars að ráðið geti kynnt sér<br />

stöðu heyrnarlausra nemenda við HÍ og hugað að aðgerðum í þágu heyrnarlausra<br />

nemenda í kjölfar hennar.<br />

Að beiðni rektors ákvað ráð um málefni fatlaðra að kalla saman tímabundinn<br />

starfshóp til að huga að geðheilbrigðisáætlun Háskóla Íslands. Starfshópurinn er<br />

skipaður Rögnu Ólafsdóttur, fulltrúa námsráðgjafar, Þóru Margréti Pálsdóttur,<br />

fulltrúa starfsmannasviðs, Bertrand Lauth, fulltrúa læknadeildar, Gabríelu Zuilmu<br />

Sigurðardóttur, fulltrúa félagsvísindadeildar, Jóhönnu Bernharðsdóttur, fulltrúa<br />

hjúkrunarfræðideildar og Jóni Eggert Víðissyni og Ingibjörgu Þórðardóttur, fulltrúum<br />

Maníu, félags fólks innan Háskóla Íslands með geðraskanir. Fyrsti fundur<br />

hópsins var í desember og er stefnt að því að afrakstur starfshópsins líti dagsins<br />

ljós með vorinu.<br />

71


Skjalasafn<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn skjalasafns Háskóla Íslands <strong>2005</strong> skipuðu Guðmundur Jónsson prófessor,<br />

formaður, Amalía Skúladóttir, skrifstofustjóri og Ágústa Pálsdóttir, lektor. Guðmundur<br />

sem verið hafði í stjórn frá árinu 2001 lét af starfi í júní og í hans stað var<br />

skipaður Már Jónsson prófessor í október og um leið tók Ágústa við formennsku.<br />

Magnús Guðmundsson var forstöðumaður skjalasafnsins, og Ásdís Káradóttir<br />

skjalavörður til 20. september. Pétur Valsson, nemi í sagnfræði og kvikmyndafræði<br />

var í fullu starfi um sumarið og í 30% starfi við skráningu í málaskrá á<br />

haustmisseri.<br />

Hópvinnukerfið GoPro<br />

Umsjón með málaskrár- og hópvinnukerfinu GoPro var eitt af helstu verkefnum<br />

skjalasafnsins. Samtals voru 1.048 ný mál skráð í málaskrá á árinu með 10.199<br />

færslum, sem gera 9,7 færslur á hvert mál. Málum fjölgaði um 8% og færslum<br />

fjölgaði um 8% frá árinu 2004.<br />

Fjöldi nýrra mála, færslur við þau og meðalfjöldi af skjölum við hvert mál á árunum<br />

2000-<strong>2005</strong><br />

Ný mál Undirskjöl Meðalfjöldi<br />

skjala á mál<br />

2000 712 4.760 6,7<br />

2001 666 4.134 6,2<br />

2002 695 5.476 7,8<br />

2003 800 6.000 7,5<br />

2004 843 7.992 9,5<br />

<strong>2005</strong> 1.048 10.199 9,7<br />

Haldin voru einstaklingsnámskeið fyrir starfsfólk á skrifstofum og notendum<br />

kerfisins fjölgaði. Guðrún Valgerður Bóasdóttir, kerfisfræðingur hjá Nemendaskrá,<br />

starfaði með safninu við uppsetningu á hópvinnukerfinu, auk þess sem<br />

María Hjaltalín, kerfisfræðingur kemur reglulega frá fyrirtækinu Hugviti og hjálpar<br />

til með verkefni sem útaf standa.<br />

Skil til skjalasafns Háskólans<br />

Ýmsar stærri og smærri sendingar hafa borist skjalasafninu á árinu <strong>2005</strong> sérstaklega<br />

frá skrifstofum skólans. Hér er stiklað á stóru:<br />

• Þrjú bréfabindi bárust af uppskriftum af gögnum frá Sigurði Þórarinssyni,<br />

prófessor sem Sigurður Steinþórsson, prófessor færði safninu. Pétur Valsson,<br />

háskólanemi var ráðinn í sumarstarf til að flokka og skrá skjalasafn<br />

Sigurðar Þórarinssonar og hefur skjalaskráin verið sett á heimasíðu skjalasafnsins:<br />

http://www2.hi.is/page/skjalaskrar<br />

• Vinnubækur nemenda í lyfjafræði sem fóru í verklega þjálfun í apótek. Þrír<br />

kassar með slíkum bókum bárust frá Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni<br />

en upprunalega komu þeir frá Reykjavíkur apóteki.<br />

• 24 skjalaöskjur með bréfum nemenda frá félagsvísindadeild.<br />

• Gerðabók guðfræðideildar 1994-2003.<br />

Ýmis konar þjónusta<br />

• Starfsmenn safnsins fóru í fjölda skjalavitjana á skrifstofur skólans og veittu<br />

ráð og leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu, auk þess sem hollráð<br />

eru daglega veitt í gegnum síma og með tölvupósti. Fjöldi fólks úr stjórnsýslu<br />

kemur reglulega til að fá lánuð skjöl eða afrit af þeim, og vaxandi eftirspurn<br />

er eftir ljósmyndum.<br />

• Endurskoðuð var stefna í minjavörslu og skipuð minjanefnd sem starfar<br />

samhliða stjórn skjalasafnsins. Minjanefnd skipa: Ebba Þóra Hvannberg,<br />

dósent, Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður og Valþór Sigurðsson, byggingarstjóri.<br />

• Ásdís Káradóttir sá um ritstjórn á Handbók um skjalagerð í Háskóla Íslands<br />

sem Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor hafði tekið saman og kom út í apríl<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Forstöðumaður sá um Árbók Háskóla Íslands ásamt Magnúsi Diðriki Baldurssyni<br />

og kom hún út fyrir háskólafund í maí. Baldvin M. Zarioh, Magnús<br />

Diðrik og Magnús Guðmundsson sáu um útgáfu Ritaskrár Háskóla Íslands<br />

2004 sem er fylgirit Árbókar.<br />

72


Erlent samstarf<br />

Magnús sótti þing háskólaskjalavarða á vegum alþjóðlega skjalaráðsins<br />

International Council on Archives/Section on University and Research Institutions<br />

Archives (ICA/SUV) sem haldið var í East Lansing, Michigan hinn 6.-9. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Rekstur og framkvæmdir<br />

Almennt<br />

Almennt<br />

Rekstrar og framkvæmdasvið er önnur af tveimur meginstoðum sameiginlegrar<br />

stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk rekstrar- og framkvæmdasviðs er að hafa<br />

umsjón með málefnum er lúta að rekstrarlegri umsýslu Háskólans, fjármálum,<br />

byggingum og nýframkvæmdum. Tilgangur sviðsins er að bæta rekstrarferla<br />

skólans með það að markmiði að reksturinn sé skilvirkur og styðji við heildarmarkmið<br />

skólans á hverjum tíma.<br />

Framkvæmdastjóri sviðsins er Guðmundur R. Jónsson. Ásta Hrönn Maack gegndi<br />

stöðu skrifstofustjóra árið <strong>2005</strong>.<br />

Með sviðinu störfuðu eftirfarandi nefndir: Fjármálanefnd, byggingarnefnd og<br />

dómnefnd Háskólatorgs, byggingarnefnd náttúrufræðihúss, samráðsnefnd Félags<br />

háskólakennara og Háskóla Íslands og stjórn íþróttahúss Háskóla Íslands.<br />

Háskólatorg<br />

Lögð var lokahönd á kröfu- og þarfalýsingu Háskólatorgs. Við undirbúning útboðs<br />

um hönnun og byggingu Háskólatorgs var ákveðið að beita þeirri útboðsaðferð í<br />

fyrsta sinn hérlendis að festa fjárhæð verkefnisins. Greiðsla fyrir Háskólatorg var<br />

ákveðin 1,6 milljarður króna, sem skyldi unnið í samræmi við kröfu- og þarfalýsingu.<br />

Útboðsaðferðin felur í sér að við mat á tillögum tekur verkkaupi einungis<br />

afstöðu til gæða þeirra, þar sem kostnaður er fyrir fram ákveðinn í stað<br />

þess að vega saman verðtilboð og gæði eins og tíðkast hefur. Með þessu móti er<br />

dregið úr líkum á að lakari tillaga verði fyrir valinu á grundvelli lægra verðs, jafnvel<br />

þótt óverulegur munur sé á milli kostnaðar við hana og kostnaði við bestu tillöguna.Í<br />

mars <strong>2005</strong> var efnt til forvals þar sem verktaki og hönnuðir sóttu í sameiningu<br />

um að taka þátt í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs. Niðurstöður<br />

forvalsins lágu fyrir í apríl og voru eftirtaldir fimm bjóðendur valdir til<br />

þátttöku:<br />

• Íslenskir aðalverktakar hf. ásamt samræmingarhönnuðunum Ögmundi<br />

Skarphéðinssyni frá Hornsteinum og Ingimundi Sveinssyni frá TIS.<br />

• ÞG verktakar ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Sigurði Halldórssyni frá<br />

Glámu Kím.<br />

• Ístak hf. ásamt samræmingarhönnuðinum Steve Christer frá Studio Granda.<br />

• Keflavíkurverktakar ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Sigurði Hallgrímssyni<br />

frá Arkþing.<br />

• JB byggingarfélag ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Ormari Þór Guðmundssyni.<br />

Dómnefnd um Háskólatorg tók til starfa í lok apríl. Byggingarnefnd Háskólatorgs<br />

tók sæti í dómnefnd ásamt arkitektunum Þorsteini Gunnarssyni og Þorvaldi S.<br />

Þorvaldssyni, fulltrúum frá Arkitektafélagi Íslands, samkvæmt sérstöku samkomulagi<br />

Háskólans og félagsins. Þá starfaði Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt<br />

einnig með dómnefndinni. Ritari dómnefndar var Ásta Hrönn Maack skrifstofustjóri.<br />

Dómnefnd yfirfór útboðsgögn og á fundi með bjóðendum í byrjun maí voru<br />

þeim afhentir útboðs- og samningsskilmálar ásamt kröfu- og þarfalýsingu Háskólatorgs.<br />

Veittir voru rúmir þrír mánuðir til tillögugerðar og þrír frestir til athugasemda<br />

og fyrirspurna. Alls bárust rúmlega 60 athugasemdir og fyrirspurnir.<br />

Sneru flestar að fjárhæð verksins og skilafresti tillagna. Skilafrestur rann út<br />

fimmtudaginn 22. september <strong>2005</strong> og skiluðu þá fjórir fyrrgreindir bjóðendur tillögu<br />

að Háskólatorgi til tengiliðs samkeppninnar hjá Ríkiskaupum. Einn bjóðandi<br />

skilaði jafnframt líkani sem dómnefnd tók til skoðunar. Einn bjóðandi, (JB byggingarfélag<br />

ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Ormari Þór Guðmundssyni ) tilkynnti<br />

bréflega að hann myndi ekki leggja fram tillögu.<br />

Fundarstörfum dómnefndar var skipt í tvær lotur. Í upphafi var farið yfir almenna<br />

kynningu sem bjóðendur skiluðu með tillögum sínum undir leiðsögn fulltrúa<br />

74


Arkitektafélagsins. Daginn eftir rýndu dómnefndarmenn greinargerðir og teikningar.<br />

Dómnefnd fól fulltrúa Framkvæmdasýslu ríkisins að meta hvort tillögurnar<br />

vikju verulega frá kröfu- og þarfalýsingu svo sem um stærðir, innra fyrirkomulag<br />

og tengsl einstakra starfseininga. Þá fól nefndin fulltrúa Skipulags- og umhverfisstofu<br />

Reykjavíkur að meta hvort einhver tillagnanna viki verulega frá samþykktri<br />

tillögu um deiliskipulag svæðisins. Mat beggja var að allar tillögur skyldi taka til<br />

mats. Eftir viku fundahlé kom dómnefnd saman að nýju og vann að umsögnum<br />

um tillögurmar. Þegar dómnefnd hafði komist að niðurstöðu voru umslög með<br />

nöfnum bjóðenda opnuð að viðstöddum trúnaðarmanni keppenda, Haraldi Helgasyni<br />

arkitekt skipuðum af Arkitektafélagi Íslands.<br />

Í keppnislýsingu voru eftirtaldir þættir lagðir til grundvallar í mati dómnefndar við<br />

val á tillögu:<br />

• Byggingarlist, þar með talið form, efnisval og heildarmynd.<br />

• Rýmismyndun ásamt opnu og björtu yfirbragði.<br />

• Innra fyrirkomulag, sveigjanleiki og skipulag einstakra rýma.<br />

• Formræn tengsl við byggingar sem fyrir eru á háskólasvæðinu.<br />

• Tæknilegar og fagurfræðilegar tengingar nýbygginga við eldri byggingar í<br />

samræmi við kröfulýsingu.<br />

• Hagkvæmni í rekstri og viðhaldi.<br />

• Umferðar-, aðgengis- og öryggismál.<br />

• Aðlögun að umhverfinu.<br />

• Umhverfis- og vistfræðiþættir.<br />

• Samræmi við kröfu- og þarfalýsingu.<br />

Dómnefnd mat hverja tillögu fyrir sig með tilliti til þessara þátta og bar síðan<br />

saman einstaka þætti milli tillagna. Allt samstarf dómnefndar var til fyrirmyndar<br />

og niðurstaðan einróma.<br />

Það var mat dómnefndar að innsendar tillögur væru metnaðarfullar og fjölbreyttar<br />

og hver um sig gæfi nýja sýn á verkefnið. Þá taldi dómnefnd að sú útboðsaðferð<br />

sem var reynd í fyrsta sinn hérlendis og lýst er að framan hefði skilað tilætluðum<br />

árangri. Verktakar og hönnuðir hefðu lagst á eitt um að skila vönduðum<br />

verkum til heilla fyrir Háskólann.<br />

Dómnefnd ákvað að velja tillögu Íslenskra aðalverktaka að Háskólatorgi og var<br />

niðurstaðan tilkynnt við athöfn í hátíðarsal Háskólans 18. október. Í umsögn dómnefndar<br />

um tillöguna sagði meðal annars: „Tillagan ber vott um þroskaða heildarmynd<br />

og í henni er unnið með fá og einföld grunnform. Lagt er upp með samverkan<br />

ferninga og þríhyrndra forma annars vegar og samspil glers og sjónsteypu<br />

hins vegar, hvort tveggja á ferskan og árangursríkan hátt. Sú hugmynd að<br />

steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu umhverfi, er<br />

djörf og útfærslan heppnast vel. Höfundur fléttar listaverk inn í tillöguna með<br />

áhrifaríkum hætti. Nefna má svífandi keilu yfir Torgi sem er bæði rammi listaverks<br />

og birtu- og ljósgjafi á báðar hæðir Torgs. Samfelldur meginþáttur í tillögunni<br />

er sérstök tenging milli nýbygginganna tveggja – Háskólatraðir – sem skapar<br />

fjölbreytt og áhugavert flæði milli nýbygginga og eldri húsa, með markvissu<br />

samspili ljóss og skugga. Innra fyrirkomulag er hnitmiðað í öllum megindráttum<br />

og kemur til móts við kröfur verkkaupa um sveigjanleika. Vel hefur tekist að<br />

tengja fyrirlestrasali og kennslustofur við miðrými í kjallara Háskólatorgs 1 þar<br />

sem nýtur beinnar dagsbirtu frá grasbrekku og ofanbirtu að sunnan. Á aðalhæð<br />

Háskólatorgsins er lifandi flæði á milli miðrýmis og bóksölu. Vel tekst að fella<br />

byggingarnar að ólíkum ytri aðstæðum. Í Háskólatorgi 1 er unnið með frjálsleg<br />

ytri form og léttleika auk þess sem norðurhluti kallast á við gamla jarðfræðihúsið.<br />

Háskólatorg 2 lætur lítið yfir sér á milli aðlægra húsa og endurspeglar strangt yfirbragð<br />

þeirra og gluggasetningu.“<br />

Þá þegar hófst fullnaðarhönnun bygginganna og var samningur milli íslenskra<br />

aðalverktaka og Háskóla Íslands um framkvæmdina var undirritaður 1. desember<br />

af Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Gunnari Sverrissyni forstjóra Íslenskra aðalverktaka.<br />

Eftirlit framkvæmdarinnar er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins en<br />

byggingarnefnd Háskólatorgs fer með umboð Háskóla Íslands sem verkkaupa.<br />

Framkvæmdir við byggingar Háskólatorgs hefjast í apríl 2006 og er ráðgert að<br />

ljúka uppsteypun og þökum í mars árið 2007. Þá hefst frágangur innanhús og<br />

áætlað er að vígsla fari fram 1. desember árið 2007.<br />

75


Samkeppni um skipulag lóðar<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss LSH<br />

Rekstrar- og framkvæmdasvið hafði umsjón með þátttöku Háskólans í undirbúningi<br />

að samkeppnislýsingu um uppbyggingu LSH-lóðarinnar. Samkeppnin fór<br />

fram sumarið <strong>2005</strong> og voru niðurstöður kynntar 11. október. Allar heilbrigðisvísindadeildir<br />

skólans áætluðu starfsemi sinna sviða til næstu 25 ára s.s. vísindastarfsemi,<br />

nemendafjölda, þróun kennslu og þörf fyrir aðbúnað og samþættingu<br />

sín á milli og við spítalann. Í samkeppnislýsingunni var gert ráð fyrir að allar<br />

heilbrigðisvísindagreinar Háskólans flyttu á LSH-lóð þar sem væri að finna sjálfstætt<br />

kennsluver fyrir grunngreinakennslu, tilraunaaðstöðu, aðstöðu fyrir nemendur<br />

og kennara ásamt aðstöðu fyrir sameiginlega stoðþjónustu. Þá var í lýsingunni<br />

gert ráð fyrir að kennsluaðstaða í klínískri kennslu samþættist inn í húsnæði<br />

spítalastarfseminnar og að samnýtt yrðu ýmis rými fyrir bæði starfsemi spítalans<br />

og háskólans.<br />

Á árinu 2006 er áfram unnið að þarfagreiningu fyrir frumkostnaðaráætlun verkefnisins.<br />

Ætlunin er að fyrsti áfangi byggingarframkvæmda á lóðinni hefjist í apríl<br />

2008.<br />

Náttúrufræðihúsið Askja<br />

Unnið var að lokafrágangi og úttekt á framkvæmdinni með eftirliti.<br />

Íþróttahús Háskóla Íslands<br />

Línuhönnun lagði fram kostnaðaráætlun um að klæða íþróttahúsið að utan og<br />

nemur hún um 40-45 milljónum króna. Endurnýjuð var kaffiaðstaða umsjónarmanna<br />

íþróttahússins og eldhúsinnrétting sett upp. Unnin var stefnumótun fyrir<br />

íþróttahúsið til næstu fimm ára. Skilgreint var formlegt hlutverk íþróttahúss Háskólans,<br />

styrkleikar og veikleikar íþróttahússins/starfseminnar, tækifæri til þróunar<br />

og breytinga á starfseminni og fyrir hverja íþróttahúsið eigi að vera – viðskiptavinir.<br />

Vísindagarðar<br />

Þorvarður Elíasson gegndi starfi framkvæmdastjóra Vísindagarða Háskóla Íslands<br />

á árinu. Rætt var við ýmsa aðila um hugsanlegan flutning á svæðið. Þá var<br />

gengið frá ýmsum atriðum er snúa að fyrirkomulagi um uppbyggingu svæðisins.<br />

Helstu endurbætur á húsnæði<br />

Árlega er unnið að fjölmörgum viðhaldsverkefnum í hinum ýmsu byggingum<br />

skólans. Sem dæmi má nefna fyrirhugaðar endurbætur á ytra byrði íþróttahússins<br />

sem munu standa yfir árið <strong>2005</strong>-2006 og endurnýjun á salernum og gólfefnum<br />

í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.<br />

Innleiðing upplýsingakerfa<br />

Áfram verður haldið í innleiðingu fjárhags-, mannauðs og launakerfis Oracle E-<br />

business suite. Innleiðingu launakerfis lauk í janúar <strong>2005</strong> og mannauðshluti kerfisins<br />

verður tekinn í notkun á fyrri hluta ársins 2006. Þá verður unnið að endurbótum<br />

á upplýsingagjöf og skýrslugerð úr kerfinu.<br />

Fjárreiður og rekstur<br />

Starfsemi fjárreiðusviðs<br />

Helstu verkefni fjárreiðusviðs eru áætlanagerð, fjárvarsla, innkaup, launaafgreiðsla<br />

og reikningshald. Þá vinnur sviðið með fjármálanefnd og samráðsnefnd<br />

um kjaramál. Sú breyting varð í upphafi árs <strong>2005</strong> að upplýsingaskrifstofa sameinaðist<br />

rektorsskrifstofu.<br />

Eyrún Linda Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur, lét af störfum á árinu og í hennar<br />

stað kom Jón Magnús Sigurðarson, hagfræðingur. Ráðinn var nýr starfsmaður í<br />

reikningshald, Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur. Birna Björnsdóttir,<br />

fulltrúi, tók við nýju starfi á upplýsingaskrifstofu og í hennar stað kom Jóhanna<br />

Linda Hauksdóttir.<br />

Leitað var sérstaklega tilboða í öll stærri innkaup og má þar nefna kaup á 130<br />

tölvumr fyrir tölvuver og 20 tölvum og skjávarpa fyrir kennslustofur. Hagstæð<br />

tilboð fengust í öllum tilvikum. Fundað var með Ríkiskaupum um útboð á rafrænum<br />

viðskiptum og svokallað rafrænt markaðstorg RM var í notkun við inn-<br />

77


kaup á rekstrarvörum. Þá hefur innkaupakort ríkisins verið notað í vaxandi<br />

mæli við innkaup.<br />

Framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs og deildarstjóri áætlanadeildar unnu með fjármálanefnd<br />

háskólaráðs eins og áður. Nefndin vann með sviðinu að mörgum þeim<br />

verkefnum sem hér hafa verið talin upp.<br />

Framkvæmd kennslusamnings<br />

Rektor og menntamálaráðherra undirrituðu 5. október 1999 samning um kennslu<br />

og fjárhagsleg samskipti. Markmið Háskóla Íslands með samningnum er að tryggja<br />

að fjárveitingar verði í takt við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Á árinu<br />

2003 var óskað eftir endurskoðun á samningnum því virkir nemendur eru nú<br />

fleiri en gert var ráð fyrir. Endurskoðaður samningur var undirritaður en ekki<br />

tókst að tryggja að Háskóli Íslands fengi greitt fyrir alla nemendur sem þreyttu<br />

próf við skólann.<br />

Hinn 1. nóvember <strong>2005</strong> skilaði Háskóli Íslands kennsluuppgjöri vegna ársins <strong>2005</strong><br />

í samræmi við kennslusamning. Þar kom fram að á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru<br />

skráðir 8.725 nemendur við skólann. Virkni nemenda jókst og var að meðaltali<br />

66,6% og virkir nemendur til uppgjörs vegna kennslu voru 5.807. Virkum nemendum<br />

fjölgaði um 78 (1,4%) á milli ára. Á fjárlögum var aðeins reiknað með 5.450<br />

virkum nemendum. Ekki fékkst greitt fyrir 321 nemanda sem samkvæmt reiknilíkani<br />

hefði gefið háskólanum 203,3 m.kr. viðbótarfjárveitingu. Á síðustu 5 árum<br />

hefur Háskóli Íslands skilað 23.627 virkum nemendum samanborið við 25.756<br />

samkvæmt forsendum fjárlaga. Eftir standa 2.129 virkir nemendur sem ekki hefur<br />

fengist greitt fyrir að fullu. Samkvæmt útreikningum nemur óuppgerð kennsla<br />

759 m.kr. á síðustu 5 árum.<br />

Launahækkanir og þá sérstaklega laun kennara hafa hækkað mun meira en<br />

reiknilíkan vegna kennslu á háskólastigi tekur tillit til. Talið er að 400 m.kr. vanti á<br />

fjárveitingu menntamálaráðuneytisins til þess að einingarverð vegna kennslu taki<br />

mið af launþróun á háskólastiginu. Háskólinn hefur farið fram á að ráðuneytið<br />

greiði kennslu allra nemenda skólans á einingarverði sem taki tillit til núgildandi<br />

kjarasamninga og úrskurðar kjaranefndar um laun prófessora. Útgjöld vegna<br />

kennslu námu 3.170 m.kr. og tekjur voru 513 m.kr. Þar af voru tekjur af skrásetningargjöldum<br />

355 m.kr.<br />

Rannsóknasamningur og önnur verkefni<br />

Í desember 2003 var endurnýjaður samningur við menntamálaráðuneytið um<br />

rannsóknir. Þrátt fyrir ákvæði í fyrri samningi um að árangurstengja fjárveitingar<br />

til rannsókna náðist ekki samkomulag um það. Hlutur rannsóknarfjárveitingar<br />

hefur því farið lækkandi og nægir ekki til þess að mæta rannsóknarkostnaði skólans,<br />

sem meðal annars innifelur rannsóknarhluta kennaralauna. Útgjöld vegna<br />

rannsókna og annarra verkefna námu 3.532 m.kr., sértekjur 1.644 m.kr. og fjárveiting<br />

1.371,5 m.kr. Það vantar því 516 m.kr. upp á að fjárveiting og sértekjur<br />

dugi fyrir útgjöldum.<br />

Heildartölur um rekstur <strong>2005</strong><br />

Fjárveiting á fjárlögum nam 4.269,2 m.kr. Til viðbótar komu fjárheimildir frá<br />

menntamálaráðuneytinu vegna sérstakra verkefna að upphæð 55,7 m.kr. og<br />

vegna launahækkana 181,8 m.kr., og úr ritlauna- og rannsóknarsjóði prófessora<br />

komu 200,5 m.kr. í hlut prófessora við HÍ. Verulegur hluti þess var vegna uppgjörs<br />

á dómsmáli. Samtals námu fjárheimildir 4.706,8 m.kr. og uxu um 11,5% frá fyrra<br />

ári.<br />

Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 5.016,9 m.kr. og versnaði staða Háskóla Íslands<br />

við ríkissjóð um 310,2 m.kr. og skuldaði Háskólinn ríkissjóði 884,9 m.kr. í<br />

árslok. Ef skólinn fær að fullu greitt fyrir kennslu áranna 2001-<strong>2005</strong> verður hægt<br />

að jafna stöðuna við ríkissjóð.<br />

Sértekjur námu alls 2.442,6 m.kr. samanborið við 2.299,3 m.kr. í fyrra. Sértekjur<br />

jukust um 143,3 m.kr. eða 5,9%. Erlendar tekjur námu 399,3 m.kr. og lækkuðu um<br />

26,1% fá fyrra ári. Innlendir styrkir voru 598,0 m.kr. og hækkuðu um 31,6%. Rekstrartekjur<br />

alls hækkuðu um 9,6% og námu 7.149,4 m.kr. samanborið við 6.521,9<br />

m.kr. árið 2004.<br />

78


Tekjur Háskóla Íslands 2000-<strong>2005</strong> í m.kr.<br />

8.000<br />

7.000<br />

6.000<br />

5.000<br />

4.000<br />

3.000<br />

2.000<br />

1.000<br />

0<br />

2.014 2.214 2.443<br />

1.798 1.814 1.884<br />

2.973 3.362 3.602 4.054 4.223 4.707<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sértekjur<br />

Fjárveitingar<br />

Útgjöld námu alls 7.179,2 m.kr. samanborið við 6.658,0 m.kr. 2004. Tekjuhalli nam<br />

29,8 m.kr. samanborið við 136,1 m.kr. halla síðastliðið ár. Heildarútgjöld hækkuðu<br />

um 521,2 m.kr. eða 7,8% á milli ára. Þetta skiptist þannig að rekstrarútgjöld hækkuðu<br />

um 710,0 m.kr. eða 11,6% á milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 188,8<br />

m.kr. Þessi mikla lækkun framkvæmdaliða endurspeglar verklok við Öskju á árinu<br />

2004. Ársverkum fjölgaði ekki milli ára og voru 985. Laun á hvert ársverk óx<br />

um 14,4% og launakostnaður alls úr 4.269,7 m.kr. í 4.883,6 m.kr.<br />

Fjölgun starfsmann og aukning launa- og annars reksturskostnaðar á liðnum árum<br />

hefur verið mun minni en sem nemur nemendafjölgun og verðlagshækkunum.<br />

Kennsla<br />

Nemendum hefur fjölgað á umliðnum árum og voru í október <strong>2005</strong> alls 8.939. Á<br />

sama tíma fjölgaði föstum kennurum ekki og raunkostnaður við kennslu hefur<br />

lækkað verulega. Þrátt fyrir það hafa kennsludeildir safnað upp umtalsverðum<br />

halla á liðnum árum. (þetta var komið áður).<br />

Bókfærð gjöld umfram sértekjur á kennsludeildir námu 3.176,3 m.kr. og fjárveiting<br />

3.130,4 m.kr. Halli á rekstri kennsludeilda nam því 45,9 m.kr. Tekjur Endurmenntunarstofnunar<br />

Háskólans uxu um þriðjung á milli ára og skilaði reksturinn<br />

afgangi eftir tímabundinn halla árið áður.<br />

Rannsóknir<br />

Ekki varð aukning á styrkjum til rannsókna á árinu <strong>2005</strong> eins og árið áður. Styrkir<br />

námu 997,2 m.kr. samanborið við 994,7 m.kr. árið 2004. Tekjur af innlendum styrkjum<br />

jukust um 98 m.kr. en erlendir styrkir drógust saman um 96 m.kr. Styrkirnir<br />

eru að mestu til rannsókna, en þó er hluti erlendu styrkjanna ætlaður til aukinna<br />

erlendra samskipta nemenda og kennara. Aðrar sértekjur af þjónustu og rannsóknum<br />

námu 456 m.kr. samanborið við 442 m.kr. í fyrra.<br />

Erlendar tekjur, 444 m.kr., voru til rannsókna og til þess að efla erlend samskipti.<br />

Meðal verkefna sem hlutu erlenda styrki yfir 2 m.kr. voru: viðskipta- og hagfræðideild,<br />

styrkur frá EFTA vegna kennslu króatískra hagfræðinema og frá Statistisk<br />

Sentralbyrå til hagrannsókna; Hagfræðistofnun, styrkur frá ESB vegna rannsókna á<br />

umhverfismálum; heimspekideild vegna kennslu í japönsku, norræns sumarnámskeiðs,<br />

norræns rannsóknarverkefnis í heimspeki, Icelandic Online, vefseturs í íslensku<br />

og þýskrar orðabókar; tannlæknadeild vegna rannsókna á bakteríum í<br />

munni; raunvísindadeild vegna ýmissa líffræði-, heimskauta-, matvæla- og vetnisrannsókna;<br />

félagsvísindadeild vegna rannsókna í félagsfræði; hjúkrunarfræðideild<br />

vegna kennaraskipta; Rannsóknarstofa í kynjafræðum vegna rannsókna á stöðu<br />

kynjanna; Rannsóknarsetrið á Höfn í Hornafirði til rannsókna á áhrifum ferðamennsku<br />

á umhverfi, Rannsóknaþjónusta Háskólans vegna ýmissa rannsóknarverkefna,<br />

LEONARDO og reksturs upplýsingaþjónustu ESB; Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

vegna COMENIUS, SOKRATES, GRUNDTVIK, NORDPLUS-stúdentaskipta,<br />

e-TWINNING og reksturs SOKRATES skrifstofu og NORDPLUS-SPROG skrifstofu;<br />

Námsráðgjöf vegna rannsókna á brottfalli nemenda.<br />

79


Ársreikningur<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong><br />

Rekstrarreikningur <strong>2005</strong> 2004 Breyting<br />

þús.kr. þús.kr. %<br />

Rekstrartekjur:<br />

Fjárlög 4.269.200 4.031.500 5,9%<br />

Sérverkefni 42.500 22.000 93,2%<br />

Fjáraukalög og fjárheimildir 395.100 169.106 133,6%<br />

Fjárveiting alls 4.706.800 4.222.606 11,5%<br />

Framlag Happdrættis H.Í. 255.000 345.229 -26,1%<br />

Skrásetningargjöld 355.104 242.259 46,6%<br />

Endurmenntun, símenntun 366.827 273.758 34,0%<br />

Erlendar tekjur (styrkir) 444.447 540.281 -17,7%<br />

Innlendir styrkir 552.788 454.382 21,7%<br />

Aðrar sértekjur 455.983 441.692 3,2%<br />

Vextir 12.427 1.700 631,0%<br />

Sértekjur 2.442.576 2.299.301 6,2%<br />

Rekstrartekjur alls 7.149.376 6.521.907 9,6%<br />

Rekstrargjöld:<br />

Sameiginleg stjórnsýsla 548.052 482.974 13,5%<br />

Guðfræðideild 53.150 53.679 -1,0%<br />

Læknadeild 533.013 532.714 0,1%<br />

Lagadeild 126.347 109.635 15,2%<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 356.461 336.987 5,8%<br />

Hugvísindadeild 644.530 549.670 17,3%<br />

Lyfjafræðideild 79.537 81.451 -2,3%<br />

Tannlæknadeild 131.526 118.748 10,8%<br />

Verkfræðideild 453.384 425.022 6,7%<br />

Raunvísindadeild 868.162 721.805 20,3%<br />

Félagsvísindadeild 569.288 462.256 23,2%<br />

Hjúkrunarfræðideild 219.773 188.402 16,7%<br />

Rannsókastofnanir utan deilda 92.556 95.686 -3,3%<br />

Þjónustustofnanir 774.784 767.291 1,0%<br />

Endurmenntunarstofnun 307.958 285.925 7,7%<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 601.857 447.705 34,4%<br />

Vextir 17.828 17.828 0,0%<br />

Rekstur fasteigna 436.929 427.374 2,2%<br />

Rekstur alls 6.815.135 6.105.152 11,6%<br />

Viðhald fasteigna 175.287 181.338 -3,3%<br />

Tæjakaup 49.150 71.665 -31,4%<br />

Nýbyggingar 139.614 299.812 -53,4%<br />

Viðhald og nýbyggingar 364.051 552.815 -34,1%<br />

Útgjöld alls 7.179.186 6.657.967 7,8%<br />

Tekjuhalli ársins -29.810 -136.060 -78,1%<br />

Efnahagsreikningur <strong>2005</strong> 2004<br />

þús.kr. þús.kr.<br />

Eignir<br />

Handbært fé 417.058 298.821<br />

Skammtímakröfur 426.110 330.981<br />

Hlutafé 114.371 111.371<br />

Eignir alls 957.539 741.173<br />

Skuldir<br />

Langtímaskuldir 50.086 47.504<br />

Viðskiptareikningur ríkissjóðs 884.846 574.718<br />

Skammtímaskuldir 126.093 192.627<br />

Höfuðstóll -103.486 -73.676<br />

Skuldir alls 957.539 741.173<br />

80


Yfirlit yfir rekstur einstakra verkefna árið <strong>2005</strong><br />

Allar tölur eru í þúsundum króna<br />

Útgjöld Tekjur og Mismunur Fjárveiting Afgangur Afgangur<br />

millifærsl. /-Halli /-Halli<br />

Kennslu- og vísindadeildir:<br />

Guðfræðideild 53.150 4.551 48.599 47.183 -1.416 765<br />

Læknadeild 533.013 143.244 389.769 395.612 5.843 -22.999<br />

Lagadeild 126.347 7.887 118.460 114.686 -3.774 -3.895<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 356.461 54.906 301.555 276.530 -25.025 8.898<br />

Hugvísindadeild 644.530 119.932 524.598 469.996 -54.602 -31.149<br />

Lyfjafræðideild 79.537 19.827 59.710 64.911 5.201 -10.462<br />

Tannlæknadeild 131.526 38.888 92.638 95.256 2.618 -9.935<br />

Verkfræðideild 453.384 133.954 319.430 357.950 38.520 10.041<br />

Raunvísindadeild 868.162 189.934 678.228 634.999 -43.229 -17.433<br />

Félagsvísindadeild 569.288 133.001 436.287 448.867 12.580 35.454<br />

Hjúkrunarfræðideild 219.773 12.713 207.060 224.388 17.328 2.825<br />

Kennsludeildir samtals 4.035.171 858.837 3.176.334 3.130.378 -45.956 -37.890<br />

Sameiginleg stjórnsýsla 548.052 62.155 485.897 480.806 -5.091 19.972<br />

Rannsóknastofnanir utan deilda 92.556 77.096 15.460 23.448 7.988 6.897<br />

Þjónustustofnanir 774.784 621.731 153.053 126.955 -26.098 23.738<br />

Endurmenntunarstofnun 307.958 333.243 -25.285 0 25.285 -28.695<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 619.685 193.195 426.490 408.565 -17.925 -51.337<br />

Rekstur fasteigna 436.929 8.319 428.610 408.131 -20.479 -36.758<br />

Rekstur samtals 6.815.135 2.154.576 4.660.559 4.578.283 -82.276 -104.073<br />

Framkvæmdafé:<br />

Viðhald fasteigna 175.287 19.945 155.342 161.054 5.712 16.558<br />

Tækjakaup 49.150 2.623 46.527 41.963 -4.564 15.910<br />

Nýbyggingar 139.614 10.432 129.182 180.500 51.318 -83.319<br />

Happdrættisfé 0 255.000 -255.000 -255.000 0 0<br />

Framkvæmdafé samtals 364.051 288.000 76.051 128.517 52.466 -50.851<br />

Háskóli Íslands samtals 7.179.186 2.442.576 4.736.610 4.706.800 -29.810 -154.924<br />

Framkvæmdafé Háskóla Íslands árið <strong>2005</strong> í þús. kr.<br />

Háskólatorg 28.323<br />

Náttúrufræðahús 82.192<br />

Tölvunet 15.149<br />

Umsjón og smærri verk 3.518<br />

Nýbyggingar alls 129.182<br />

Viðhald fasteigna 155.342<br />

Tækjakaup 24.379<br />

Húsgögn og búnaður 22.148<br />

Framkvæmdafé alls 331.051<br />

Sameiginleg stjórnsýsla og rekstur fasteigna<br />

Jafnvægi var í rekstri sameiginlegrar stjórnsýslu á árinu <strong>2005</strong> þrátt fyrir aukin<br />

umsvif skólans. Nokkur halli varð hins vegar á sameiginlegum kostnaði, einkum<br />

vegna kjarabundins ákvæðis um Ritlauna- og rannsóknarsjóð prófessora og<br />

vinnumatssjóð Félags háskólakennara. Ennfremur varð 20,5 m.kr. halli á rekstri<br />

fasteigna samanborið við 40 m.kr. halla árið á undan.<br />

Framkvæmdafé<br />

Framlög frá Happdrætti Háskóla Íslands til viðhalds bygginga, framkvæmda og<br />

tækjakaupa námu 255 m.kr. og drógust saman um 90 m.kr. frá fyrra ári. Skýringin<br />

er sú að á árinu 2004 lauk byggingarframkvæmdum við Öskju. Þá var endurbyggt<br />

húsnæði á jarðhæð í Haga fyrir 40,8 m.kr. og stækkuð og endurbyggð efsta<br />

hæðin á Neshaga fyrir 15,2 m.kr. Stærstu viðhaldsverkefnin voru unnin við Neshaga<br />

16, Raunvísindastofnunarhús og Íþróttahús.<br />

81


Yfirlit yfir stöðu einstakra verkefna í árslok <strong>2005</strong> (þús.kr.)<br />

Fært frá Afgangur Samtals<br />

fyrri árum /-Halli<br />

Kennslu- og vísindadeildir:<br />

Guðfræðideild -14.983 -1.416 -16.399<br />

Læknadeild 77.986 5.843 83.829<br />

Lagadeild -56.473 -3.774 -60.247<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 12.459 -25.025 -12.566<br />

Hugvísindadeild -148.948 -54.602 -203.550<br />

Lyfjafræðideild 7.600 5.201 12.801<br />

Tannlæknadeild -7.760 2.618 -5.142<br />

Verkfræðideild 73.623 38.520 112.143<br />

Raunvísindadeild -162.966 -43.229 -206.195<br />

Félagsvísindadeild 53.668 12.580 66.248<br />

Hjúkrunarfræðideild -714 17.328 16.614<br />

Kennsludeildir samtals -166.508 -45.956 -212.464<br />

Sameiginleg stjórnsýsla -107.737 -5.091 -112.828<br />

Rannsókastofnanir utan deilda -8.843 7.988 -855<br />

Þjónustustofnanir 117.842 -26.098 91.744<br />

Endurmenntunarstofnun 74.875 25.285 100.160<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 114.597 -17.925 96.672<br />

Rekstur fasteigna -79.823 -20.479 -100.302<br />

Rekstur samtals -55.597 -82.276 -137.873<br />

Framkvæmdafé:<br />

Viðhald fasteigna -24.739 5.712 -19.027<br />

Tækjakaup 34.544 -4.564 29.980<br />

Nýbyggingar -126.221 51.318 -74.903<br />

Happdrættisfé 0 0 0<br />

Framkvæmdafé samtals -116.416 52.466 -63.950<br />

Háskóli Íslands samtals -172.013 -29.810 -201.823<br />

Sjóðir og gjafir í vörslu<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Í vörslu styrktarsjóða Háskóla Íslands eru ríflega fimmtíu sjóðir og gjafir sem borist<br />

hafa Háskólanum allt frá stofnum. Hluti sjóðanna starfar eftir staðfestri skipulagsskrá<br />

sem ætlar þeim að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna nemenda, kennara eða<br />

vísindamanna. Fjárreiður styrktarsjóðanna eru aðskildar frá fjárreiðum skólans.<br />

Bókhald sjóðanna er sjálfstætt og lýtur endurskoðun löggiltra endurskoðunar og<br />

ríkisendurskoðunar. Endurskoðandi sjóðanna er Ólafur Viggó Sigurbergsson,<br />

löggiltur endurskoðandi hjá endurskoðunarfyrirtækinu PWC, en PWC færir jafnframt<br />

bókhald sjóðanna.<br />

Stjórn styrktarsjóða Háskóla Íslands var endurskipuð á fundi háskólaráðs 9. desember<br />

2004. Gylfi Magnússon dósent í viðskipta- og hagfræðideild er formaður en<br />

aðrir í stjórn eru Jóhann Ómarsson, forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka<br />

og Björg Thorarensen prófessor í lagadeild. Stjórnartími er til ársloka 2007. Þá<br />

situr stjórnarfundi Gunnlaugur H. Jónsson framkvæmdastjóri fjárreiðna Háskólans.<br />

Forstöðumaður styrktarsjóðanna er Ásta Hrönn Maack.<br />

Helstu atriði í starfsemi sjóðanna árið <strong>2005</strong><br />

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands fengu til varðveislu og ávöxtunar minningarsjóð<br />

Guðrúnar Marteinsdóttur. Guðrún f. 15. janúar 1952, d. 24. nóvember 1994, var<br />

lektor og síðar dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hún<br />

var formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði auk þess að gegna margvíslegum<br />

nefndar-og trúnaðarstörfum fyrir námsbrautina. Skólasystur, starfsfélagar<br />

í námsbraut í hjúkrunarfræði og aðrir hjúkrunarfræðingar sem átt höfðu samstarf<br />

við hana stofnuðu minningarsjóð Guðrúnar Marteinsdóttur, dósents, í desember<br />

1994 í þakklætis og virðingarskyni við hana fyrir brautryðjendastörf í þágu hjúkr-<br />

82


unarmenntunar á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er tvíþættur. Annars vegar að veita<br />

nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á<br />

sviði heilsugæslu og hins vegar að styrkja börn hinnar látnu. Miða skal við þessa<br />

tilhögun á styrkveitingu úr sjóðnum fram að 25 ára aldri barna hennar. Eftir þann<br />

tíma verður tilgangur sjóðsins einnig að styrkja hjúkrunarfræðinga til framhaldsnáms<br />

Hinn 9. febrúar <strong>2005</strong> undirrituðu Björgólfur Thor Björgólfsson formaður stjórnar Háskólasjóðs<br />

Eimskipafélags Íslands og Páll Skúlason rektor Háskóla íslands sameiginlega<br />

viljayfirlýsingu um Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands. Viljayfirlýsingin<br />

fól í sér í fyrsta lagi að sjóðurinn mundi verja ákveðnum hluta af hreinni eign sinni til<br />

að styrkja stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands, einkum<br />

doktorsnámi. Gert væri ráð fyrir að fyrstu styrkirnir yrðu veittir árið 2006 og færu<br />

heildarfjárhæð styrkja stighækkandi fram til ársins 2009. Í öðru lagi legði sjóðurinn<br />

500 milljónir króna til byggingu Háskólatorgs sem rís á háskólalóðinni árin 2006 og<br />

2007 og ætlunin er að taka í notkun um áramótin 2007 – 2008. Þá kom fram í viljayfirlýsingunni<br />

að stjórn sjóðsins stefndi að breytingu á eignasamsetningu sjóðsins á<br />

næstu þremur árum frá undirritun yfirlýsingarinnar, þannig að eignir hans yrðu<br />

varðveittar með það að markmiði að áhætta og sveiflur yrðu lágmarkaðar og ávöxtun<br />

hámörkuð. Stjórn sjóðsins ákveddi hverjum skyldi falin fjárvarsla og ávöxtun á<br />

eignum sjóðsins.<br />

Breytingar voru gerðar á skipulagsskrá Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands og<br />

þær birtar í B-deild Stjórnartíðinda 14. nóvember <strong>2005</strong>. Í fyrsta lagi var stjórnarskipan<br />

breytt þannig að nú skipa stjórn sjóðsins formaður og varaformaður Landsbanka<br />

Íslands hf, og bankastjóri. Endurskoðandi sjóðsins er sá sami og endurskoðandi<br />

Landsbanka Íslands hf. Þá er sjóðsstjórn heimilt að selja hlutabréf sjóðsins fyrir<br />

hagkvæmt verð, en þó aldrei fyrr en gefandi er látinn.<br />

Í endurskoðuðum efnahagsreikningi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands 31. desember<br />

<strong>2005</strong> kemur fram að breyting á eignasamsetningu sjóðsins hefur farið fram<br />

og er sjóðurinn varðveittur bæði í innlendum og erlendum verðbréfasöfnum.<br />

Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins var árið <strong>2005</strong>, lagður niður styrktarsjóður<br />

Hannesar Árnasonar sem áður var varðveittur hjá ráðuneytinu. Voru eignir<br />

sjóðsins fluttar til Starfssjóðs Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, til varðveislu og<br />

ávöxtunar.<br />

Í árslok 2004 lauk máli Styrktarsjóða Háskóla Íslands gegn fjárfestingarfélaginu<br />

Burnham lauk með samkomulagi milli Íslandsbanka f.h. Sjóvár-Almennra sem<br />

stefnanda og Sigrúnar Eysteinsdóttur forsvarsmanni Burnham sem stefnda. SA<br />

greiddi allan höfuðstól kröfunnar og hluta af kostnaði Styrktarsjóða HÍ vegna málarekstrarins<br />

auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar. Lögmannskostnaður sem féll<br />

á styrktarsjóði HÍ nam 178.000 króna. Fjórar milljónir króna sem eftir stóðu voru<br />

lagðar inn á fjárvörslu styrktarsjóðanna í upphafi árs <strong>2005</strong> og skiptist fjárhæðin á<br />

milli sjóða í sama hlutfalli og eign þeirra var í styrktarsjóðum samkvæmt reikningsskilum<br />

31. desember 2004.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru veittir 315 styrkir úr sjóðum Styrktarsjóða Háskóla Íslands, 295<br />

úr Sáttmálasjóði og 20 úr öðrum sjóðum.<br />

Breyting var gerð á fjárfestingastefnu Styrktarsjóða HÍ á fundi stjórnar sjóðanna<br />

24. janúar <strong>2005</strong>. Í fyrsta lagi ákvað stjórnin að lækka lágmarkshlutföll í virkri og<br />

óvirkri stýringu sjóðanna í 0%, en halda viðmiðum og hámarkshlutfalli óbreyttu. Í<br />

öðru lagi ákvað stjórnin að viðmiðunarvísitala ávöxtunar fyrir innlend skuldabréf<br />

yrði samsett þannig:<br />

20% vísitölu: ICEX 1Y - óverðtryggð skuldabréf binditími 1 ár<br />

40% vísitölu: ICEX 5Y - óverðtryggð skuldabréf binditími 5 ár<br />

40% vísitölu: ICEX 10Y - verðtryggð skuldabréf með binditíma 10 ár<br />

Tæplega 750 milljóna króna verðbréfaeign styrktarsjóðanna önnur en verðbréfaeign<br />

Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands, var ávöxtuð í regnhlífarsjóði hjá<br />

Landsbanka Íslands og Íslandsbanka á grundvelli samninga þar um frá árinu<br />

2002. Báðir fjárvörsluaðilar uppfylltu kröfu stefnunnar um 7% raunávöxtun. Raunávöxtun<br />

safns í vörslu Íslandsbanka nam 10,80% frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember<br />

<strong>2005</strong> og raunávöxtun safns í vörslu Landsbankans nam 10,96 % fyrir sama<br />

tímabil, miðað við 4,1% verðbólgu.<br />

Hlutar tveggja sjóða sem hingað til hafa verið varðveittir hjá Styrktarsjóðum Háskóla<br />

Íslands eru nú að hluta í vörslu sjóðanna og að hluta í vörslu Háskóla Íslands.<br />

Sóknargjöld einstaklinga sem standa utan trúfélaga og ætlað er að gangi til Há-<br />

83


Veittir styrkir sundurliðaðir eftir sjóðum<br />

Fjöldi styrkja <strong>2005</strong> 2004<br />

árið <strong>2005</strong><br />

Almanakssjóður 3 900.000 506.661<br />

Eggertssjóður 0 510.000<br />

Gjöf Bandalags háskólamanna 0 547.006<br />

Háskólasjóður 4 3.258.940 1.800.000<br />

Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands í vörslu Háskóla Íslands 3 5.159.400 7.585.000<br />

Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur 2 130.000 0<br />

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings 0 200.000<br />

Minningarsjóður Theódórs Johnson 0 600.000<br />

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents 1 125.000 125.000<br />

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar 1 300.000 300.000<br />

Sáttmálasjóður Háskóla Íslands 295 38.286.971 45.266.423<br />

Selmu og Kay Langvad Legat 0 294.225<br />

Sjóður Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli 0 300.000<br />

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 1 150.000 0<br />

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands 2 800.000 600.000<br />

Verðlaunasjóður Bergþóru og<br />

Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala 3 900.000<br />

Samtals 315 50.010.311 58.634.315<br />

skólasjóðs voru greidd beint til Háskóla Íslands sem hluti af ríkisframlagi 2004 en<br />

runnu ekki til Háskólasjóðs í vörslu styrktarsjóða Háskóla Íslands.<br />

Afgjöld af prentuðum eintökum almanaka sem áður runnu í Almanakssjóð runnu<br />

til Háskóla Íslands, árið <strong>2005</strong>.<br />

Sú breyting er gerð frá fyrra ári á framsetningu reikningsskila fyrir sjóðina árið<br />

<strong>2005</strong> að rekstrar- og efnahagsreikningur Háskólabíós er birtur í sundurliðunum<br />

með rekstrar- og efnahagsreikningi Sáttmálasjóðs. Er það gert í ljós þess að<br />

Sáttmálasjóður er skráður eigandi Háskólabíós og rekstrarniðurstaða Háskólabíós<br />

hefur þar með áhrif á rekstrarniðurstöðu Sáttmálasjóðs.<br />

Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi <strong>2005</strong><br />

Bókfærðar tekjur umfram gjöld námu tæpum 1,1 milljarði króna árið <strong>2005</strong> samanborið<br />

við tæpar 845 milljónir árið 2004. Þar af nema tekjur vegna Háskólasjóðs<br />

h/f Eimskipafélags Íslands rúmum 974 milljónum króna. Skýrast tekjur fyrst og<br />

fremst af gengishækkun á verðbréfaeign.<br />

Rekstrarkostnaður sjóða nemur tæpum 25 milljónum króna árið <strong>2005</strong> í samanburði<br />

við 12 rúmar tólf milljónir árið 2004. Skýrist hækkunin fyrst og fremst af<br />

hækkun rekstrarkostnaðar Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands um 7 milljónir,<br />

hækkunar á rekstrarkostnaði Menningar- og framfarasjóðs Ludvig Storr,<br />

gengislækkun erlendra verðbréfaeigna og hækkun á umsýslukostnaði eigna í<br />

verðbréfasjóðum.<br />

Raunávöxtun nettóeigna í eigu styrktarsjóðanna samkvæmt reikningsskilunum<br />

nam 31,4% árið <strong>2005</strong>. Sé horft framhjá hækkun eigna Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags<br />

Íslands nam raunávöxtun 11,55 % árið <strong>2005</strong>.<br />

Meðfylgjandi er samantekinn rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir sjóði og gjafir<br />

í vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands og listi yfir bókfærða hreina eign 31. desember<br />

<strong>2005</strong>, sundurliðuð eftir sjóðum. Gerð er grein fyrir styrkveitingum úr einstökum<br />

sjóðum árið <strong>2005</strong> og styrkir úr Sáttmálasjóði sundurliðaðir eftir deildum<br />

og stofnunum Háskólans.<br />

84


Sameiginlegur efnahagsreikningur<br />

31. desember <strong>2005</strong><br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Eignir<br />

Fasteign 141.940.000 114.306.000<br />

Verðbréfasjóðir og hlutabréf 3.956.868.630 2.770.181.612<br />

Aðrar eignir 97.598.467 138.215.278<br />

Innstæður á bankareikningum 117.518.153 12.809.810<br />

4.313.925.250 3.035.512.700<br />

Eignir samtals 4.313.925.250 3.035.512.700<br />

Eigið fé<br />

Höfuðstóll 4.002.898.198 2.884.332.750<br />

4.002.898.198 2.884.332.750<br />

Skuldir<br />

Fjármagnstekjusk.skuldbinding<br />

hjá Háskólasj. Hf Eimskip 31.588.948 134.653.789<br />

Fjármagnstekjusk.skuldbinding<br />

vegna verðbréfasjóða 18.882.205 10.124.501<br />

Skammtímaskuldir 260.555.899 6.401.660<br />

311.027.052 151.179.950<br />

Eigið fé samtals 4.313.925.250 3.035.512.700<br />

Sameiginlegur rekstrarreikningur ársins <strong>2005</strong><br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Tekjur<br />

Framlög 36.100.000 47.095.000<br />

Aðrar tekjur 1.076.821.325 893.368.743<br />

Vaxtatekjur 4.785.206 6.092.337<br />

Verðhækkun verðbréfa 107.637.121 68.090.994<br />

1.225.343.652 1.014.647.074<br />

Gjöld<br />

Styrkir 50.010.311 58.634.315<br />

Annar rekstrarkostnaður 24.748.483 12.353.064<br />

Verðlækkun verðbréfa 15.401 0<br />

Fjármagnstekjuskattur 62.284.084 95.665.449<br />

137.058.279 166.652.828<br />

Tekjur umfram gjöld 1.088.285.373 847.994.246<br />

85


Hrein eign samkvæmt reikningsskilum sundurliðuð eftir sjóðum<br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Almanakssjóður 71.740.046 63.042.730<br />

Columbiasjóður 10.748.225 9.334.234<br />

Det Danske Selskabs Studenterlegat 229.147 199.564<br />

Eggertssjóður 91.745.835 79.751.273<br />

Forlagsbogh., Dr. Phil. h. c. Ejnar Munksgaards Stiftelse 591.999 658.011<br />

Framfarasj. B. H. Bjarnasonar kaupmanns 216.452 188.507<br />

Gjafasjóður Guðmundar J. Andréssonar gullsmiðs 67.119.573 58.454.207<br />

Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar 4.299.156 3.744.120<br />

Gjöf Bandalags háskólamanna 0 0<br />

Gjöf Framkvæmdabanka Ísl. til að skreyta hátíðarsal HÍ 3.182.639 2.771.749<br />

Gjöf Gunnars Th. Bjargmundssonar 484.690 422.115<br />

Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen 2.648.529 2.306.595<br />

Háskólasjóður 167.319.324 150.278.640<br />

Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands 2.912.415.004 1.938.262.198<br />

Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands í vörslu HÍ 19.400.990 21.844.443<br />

Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur 404.983 354.618<br />

Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar 2.560.332 2.229.784<br />

Legat Guðmundar Magnússonar og Katrínar Skúladóttur 6.535.869 5.692.066<br />

Menningar og framfarasjóður Ludvig Storr 236.147.478 193.050.030<br />

Minningarsj. um aldarafmæli frjálsrar verslunar á Íslandi 2.843.179 2.476.115<br />

Minningarsjóður Aðalsteins Kristjánssonar 46.268.704 40.295.257<br />

Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors 2.058.111 1.792.064<br />

Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar 14.411.083 12.550.564<br />

Minningasjóður Guðrúnar Marteinsdóttur 660.929 0<br />

Minningarsjóður John Mackenna Pearson 12.227.799 10.649.148<br />

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings 2.092.228 1.822.114<br />

Minningarsjóður norskra stúdenta 1.444.480 1.257.992<br />

Minningarsjóður Theódórs Johnson 14.768.428 12.861.774<br />

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents 1.525.081 1.390.498<br />

Minningarsjóður Þórunnar og Davíðs Sch. Thorsteinssonar 1.946.097 1.694.849<br />

Norðmannsgjöf 19.143.878 16.672.338<br />

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar 7.137.650 6.504.052<br />

Sáttmálasjóður Háskóla Íslands 102.848.765 95.286.438<br />

Selmu og Kay Langvad Legat 23.597.368 25.190.732<br />

Sjóðasafn Háskóla Íslands 22.192.200 19.329.335<br />

Sjóður Árna Magnússonar 11.137.586 9.699.685<br />

Sjóður Níelsar Dungals prófessors 4.215.931 3.671.640<br />

Sjóður Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli 13.057.403 11.371.648<br />

Sjóður Sigríðar Lárusdóttur 8.504.484 900.769<br />

Starfssjóður Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands 11.445.732 9.786.638<br />

Starfssjóður Læknadeildar Háskóla Íslands 1.422.793 1.239.106<br />

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 2.090.372 1.954.330<br />

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands 10.292.103 9.714.341<br />

Styrktarsjóður Margaretar og Bents Sch. Thorsteinssonar 14.799.237 12.888.605<br />

Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur 7.874.863 6.858.191<br />

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 16.601.884 1.449.429<br />

Styrktarsj. Þorbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur 18.338.253 16.450.748<br />

Sögusjóður stúdenta 1.335.419 1.163.012<br />

Tækjasjóður Verkfræðideildar - Landmælingar 1.361.653 1.185.859<br />

Verðlaunasjóður Alfreds Benson 1.920.588 1.672.634<br />

Verðlaunasj. Bergþóru og Þorsteins Sch. Thorsteinssonar 12.415.372 11.632.576<br />

Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar læknis 12.010.479 10.459.886<br />

Fjármagnstekjuskattsskuldbinding vegna verðbréfasjóða (18.882.205) (10.124.501)<br />

Samtals 4.002.898.198 2.884.332.750<br />

86


Sáttmálasjóður árið <strong>2005</strong>:<br />

Fjárhæðir styrkja sundurliðaðar eftir<br />

deildum, stofnunum og tegundum styrkja<br />

Heiti deildar eða stofnunar Hærri utan- Lægri utan- Alls<br />

fararstyrkir fararstyrkir<br />

Alþjóðamálastofnun H.Í. 45.000 45.000<br />

Árnastofnun 161.818 161.818<br />

Borgarfræðasetur 105.790 105.790<br />

Félagsvísindadeild 6.682.506 45.000 6.727.506<br />

Guðfræðideild 890.469 890.469<br />

Hagfræðistofnun 162.691 162.691<br />

Hjúkrunarfræðideild 1.794.22 45.000 1.839.221<br />

Hugvísindadeild 5.690.414 225.000 5.915.414<br />

Hugvísindastofnun 45.000 45.000<br />

Jarðvísindastofnun 877.061 45.000 922.061<br />

Keldur 1.141.873 180.000 1.321.873<br />

Kvennasögusafn Íslands 45.000 45.000<br />

Lagadeild 1.236.529 1.236.529<br />

Landsbókasafn 180.000 180.000<br />

Líffræðistofnun 838.331 45.000 883.331<br />

Lyfjafræðideild 463.840 463.840<br />

Læknadeild 1.629.646 90.000 1.719.646<br />

Námsráðgjöf 45.000 45.000<br />

Orðabók Háskólans 495.464 495.464<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum 45.000 45.000<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði 180.000 180.000<br />

Rannsóknastofa um mannlegt aterli 181.443 181.443<br />

Raunvísindadeild 5.320.032 5.320.032<br />

Raunvísindastofnun 1.895.322 1.895.322<br />

Starfsmannasvið 45.000 45.000<br />

Stofnun Árna Magnússonar 268.849 45.000 313.849<br />

Stofnun stjórnmála og stjórnsýslufræða 45.000 45.000<br />

Tannlæknadeild 1.156.448 1.156.448<br />

Verkfræðideild 3.538.953 3.538.953<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 2.360.271 2.360.271<br />

Alls 36.891.971 1.395.000 38.286.971<br />

87


Sáttmálasjóður árið <strong>2005</strong>:<br />

Fjöldi styrkja sundurliðaður eftir deildum,<br />

stofnunum og tegundum styrkja<br />

Heiti deildar eða stofnunar Hærri utan- Lægri utan- Alls<br />

fararstyrkir fararstyrkur<br />

Alþjóðamálastofnun H.Í. 1 1<br />

Árnastofnun 1 1<br />

Borgarfræðasetur 1 1<br />

Félagsvísindadeild 52 1 53<br />

Guðfræðideild 10 10<br />

Hagfræðistofnun 2 2<br />

Hjúkrunarfræðideild 12 1 13<br />

Hugvísindadeild 44 5 49<br />

Hugvísindastofnun 1 1<br />

Jarðvísindastofnun 5 1 6<br />

Keldur 8 4 12<br />

Kvennasögusafn Íslands 1 1<br />

Lagadeild 6 6<br />

Landsbókasafn 4 4<br />

Líffræðistofnun 6 1 7<br />

Lyfjafræðideild 4 4<br />

Læknadeild 8 2 10<br />

Námsráðgjöf 1 1<br />

Orðabók Háskólans 4 4<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum 1 1<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði 4 4<br />

Rannsóknastofa um mannlegt aterli 1 1<br />

Raunvísindadeild 40 40<br />

Raunvísindastofnun 11 11<br />

Starfsmannasvið 1 1<br />

Stofnun Árna Magnússonar 2 1 3<br />

Stofnun stjórnmála og stjórnsýslufræða 1 1<br />

Tannlæknadeild 8 8<br />

Verkfræðideild 21 21<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 18 18<br />

Alls 264 31 295<br />

88


Deildir<br />

Félagsvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit<br />

Félagsvísindadeild skiptist í sjö skorir. Skorarformenn eiga sæti í deildarráði<br />

ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta. Skorirnar<br />

eru: bókasafns- og upplýsingafræðiskor, félagsfræðiskor, félagsráðgjafarskor,<br />

mannfræði- og þjóðfræðiskor, sálfræðiskor, stjórnmálafræðiskor og uppeldis- og<br />

menntunarfræðiskor. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, gegndi<br />

starfi deildarforseta. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði, gegndi<br />

starfi varadeildarforseta til 30. júní og Rannveig Traustadóttir gegndi starfinu<br />

frá 1. júlí - 31. desember <strong>2005</strong>. Skrifstofustjóri deildar var Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir.<br />

Skrifstofa deildarinnar er í Odda. Þar störfuðu, auk skrifstofustjóra, Aðalheiður<br />

Ófeigsdóttir fulltrúi, Ása Bernharðsdóttir fulltrúi, Ásdís Magnúsdóttir, fulltrúi, Elva<br />

Ellertsdóttir, verkefnisstjóri, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir var verkefnisstjóri í félagsráðgjöf<br />

til 1. ágúst, Inga Þórisdóttir deildarstjóri, og Kolbrún Eggertsdóttir,<br />

deildarstjóri framhaldsnáms. Sigrún Jónsdóttir var ráðin verkefnisstjóri frá 12.<br />

desember. Anna Kristín Jónsdóttir var aðjúnkt og verkefnisstjóri í MA- námi í<br />

blaða- og fréttamennsku og tók við því starfi af Þorfinni Ómarssyni 1. ágúst.<br />

Á háskólafundi sátu Baldur Þórhallsson, dósent, Guðný Björk Eydal, lektor, Helgi<br />

Gunnlaugsson, prófessor, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor, Rannveig Traustadóttir,<br />

prófessor, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor og Gabríela Zuilma Sigurðardóttir,<br />

dósent. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor átti sæti í fjármálanefnd fyrir<br />

hönd félagsvísindadeildar, viðskipta- og hagfræðideildar og lagadeildar. Sigríður<br />

Dúna Kristmundsdóttir, prófessor var varamaður í háskólaráði fyrir hönd félagsvísindasviðs.<br />

Baldur Þórhallsson, dósent var formaður Alþjóðamálastofnunar HÍ.<br />

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði átti sæti í Jafnréttisnefnd.<br />

Sigurður J. Grétarsson, prófessor var formaður kennslumálanefndar. Unnur Dís<br />

Skaptadóttir, dósent í mannfræði átti sæti í Vísindanefnd HÍ, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,<br />

lektor í bókasafns- og upplýsingafræði átti sæti í markaðs- og samskiptanefnd<br />

HÍ. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði var formaður<br />

Alþjóðaráðs HÍ. Gabríela Zuilma Sigurðardóttir, dósent átti sæti í nefnd á<br />

vegum rektors sem vinnur að því að meta þörf fyrir þjónustu fyrir nemendur með<br />

geðraskanir. Kristín Loftsdóttir, dósent í mannfræði, átti sæti í stjórn Umhverfisstofnunar<br />

HÍ. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, átti sæti í stjórn Sjávarútvegsstofnunar<br />

HÍ. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent í félagsfræði og Þorgerður<br />

Einarsdóttir, dósent í kynjafræði áttu sæti í stjórn Rannsóknarstofnunar í<br />

kvenna- og kynjafræðum. Terry A. Gunnell, dósent í þjóðfræði, átti sæti í samstarfsnefnd<br />

Þjóðminjasafns og HÍ. Guðrún Geirsdóttir, lektor í kennslufræði var<br />

forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HÍ. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði sat í<br />

stjórn meistaranáms í upplýsingatækni á heilbrigðissviði. Gabríela Zuilma Sigurðardóttir,<br />

dósent átti sæti í nefnd á vegum rektors sem vinnur að undirbúningi að<br />

námi í talmeinafræði. Terry Gunnell var formaður námsnefndar í safnafræði og<br />

Þorgerður Einarsdóttir formaður námsnefndar í kynjafræði en þessar námsleiðir<br />

eru samvinnuverkefni hugvísindadeildar og félagsvísindadeildar. Ágústa Pálsdótt-<br />

Fjárveitingar og útgjöld félagsvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 323.944 345.129 433.789<br />

Fjárveiting 364.494 380.584 448.867<br />

91


ir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði, Indriði H. Indriðason, lektor í stjórnmálafræði<br />

og Sigurveig H. Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf áttu sæti í samráðsnefnd<br />

deildar og Endurmenntunarstofnunar HÍ.<br />

Framgangsnefnd félagsvísindadeildar var skipuð Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í<br />

félagsráðgjöf, (formaður) Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, prófessor í uppeldis- og<br />

menntunarfræði, Jörgen Pind, prófessor í sálfræði, varamaður Gunnar Helgi<br />

Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og gilti sú skipun til 4. nóvember en þá<br />

var kosið í framgangsnefnd til næstu fjögurra ára. Í nefndina voru kosin: Sigrún<br />

Aðalbjarnardóttir formaður, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Helgi<br />

Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, Jakob Smári, prófessor í sálfræði og varamaður<br />

Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði. Rannsóknarnámsnefnd<br />

deildar skipuðu Rannveig Traustadóttir, prófessor í uppeldisog<br />

menntunarfræði (formaður), Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði, Gabríela Zuilma Sigurðardóttir, dósent í sálfræði, Þorbjörn<br />

Broddason, prófessor í félagsfræði þar til í september en þá tók Stefán Ólafsson,<br />

prófessor sæti hans, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf, Unnur Dís<br />

Skaptadóttir, dósent í mannfræði, þar til í október en þá tók Jónína Einarsdóttir,<br />

lektor sæti hennar, Indriði H. Indriðason, lektor í stjórnmálafræði.<br />

Í ársbyrjun <strong>2005</strong> voru fastráðnir kennarar 46, sem skiptust þannig: 19 prófessorar,<br />

9 dósentar og 18 lektorar. Í hópi fastra kennara voru 23 konur og 23 karlar. Árið<br />

1976 (við stofnun deildar) voru kennararnir 11, þar af tvær konur. Auk fastra<br />

kennara kenna fjölmargir stundakennarar við deildina og nam kennsla þeirra um<br />

25 þúsund vinnustundum. Stundakennarar kenna allt frá nokkrum fyrirlestrum<br />

og upp í eitt eða fleiri námskeið og eru á milli 700–800 stundakennslusamningar<br />

gerðir við deildina árlega.<br />

Breytingar á starfsliði fastráðinna kennara á árinu voru þær að Jón Gunnar Bernburg<br />

var ráðinn lektor í félagsfræði 1. ágúst, Sif Einarsdóttir var ráðin dósent í<br />

náms- og starfsráðgjöf 1. ágúst, Valdimar Tryggvi Hafstein var ráðinn lektor í<br />

þjóðfræði 1. ágúst en var í launalausu leyfi á haustmisseri. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir<br />

hlaut framgang í starf dósents. Sigurlína Davíðsdóttir hlaut framgang í starf<br />

dósents. Þorgerður Einarsdóttir hlaut framgang í starf dósents. Gabríela Zuilma<br />

Sigurðardóttir hlaut framgang í starf dósents.<br />

Anne Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði, lést þann 18. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Félagsvísindadeild hélt áfram að vera fjölmennasta deild Háskóla Íslands með<br />

um 2.200 nemendur. Fjölmennustu skorirnar í árslok voru stjórnmálafræðiskor<br />

með 552 nemendur og sálfræðiskor með 539 nemendur. Nemendur hafa aldrei<br />

verið fleiri í sögu deildarinnar en þeir voru um 300 þegar deildin var stofnuð 1976.<br />

Húsnæðismál<br />

Deildin bjó áfram við gífurleg húsnæðisþrengsli en fékk 4 herbergi fyrir nýja<br />

starfsmenn í Skólabæ. Voru fastir starfsmenn deildar þá í sex byggingum á háskólasvæðinu.<br />

Fyrirhugað er að leysa húsnæðisvanda félagsvísindadeildar og viðskipta-<br />

og hagfræðideildar með byggingu á bílastæði norðan við Odda.<br />

Kennsla<br />

Í félagsvísindadeild er unnt að stunda þriggja ára nám sem lýkur með BA-prófi.<br />

Til BA-prófs eru kenndar eftirtaldar greinar:<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf, mannfræði, sálfræði,<br />

stjórnmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði og þjóðfræði. Þessar greinar eru<br />

kenndar bæði sem aðalgreinar og aukagreinar nema félagsráðgjöf. Þá er boðið<br />

upp á diplómanám í tómstundafræði í grunnnámi (45e).<br />

Atvinnulífsfræði, borgarfræði, fjölmiðlafræði, kynjafræði (í samvinnu við hugvísindadeild),<br />

safnafræði (í samvinnu við hugvísindadeild), almenn trúarbragðafræði (í<br />

samvinnu við guðfræðideild og hugvísindadeild), upplýsinga- og skjalastjórn hjá<br />

skipulagsheildum, og tómstundafræði eru kennd sem aukagreinar (30e). Þá er í<br />

boði námsleið (20e) í stjórnmálafræði innan BA-náms, Scandinavian Studies í samvinnu<br />

við University of Washington, Háskólann í Bergen og Háskólann í Lundi.<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði fyrir skólasafnverði (eins árs nám) eru einnig<br />

kennd á vegum deildarinnar.<br />

Til BA-prófs er krafist minnst 90 eininga. Annað hvort skal nemandi ljúka 90 einingum<br />

í aðalgrein eða 60 einingum í aðalgrein og 30 einingum í aukagrein.<br />

92


Skráðir og brautskráðir stúdentar í félagsvísindadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 474 1.299 1.773 572 1.630 2.202 606 1.653 2.259<br />

Brautskráðir<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði BA 18 18 1 9 10 2 18 20<br />

Starfsréttindi í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði viðbótarnám 1 3 4<br />

Skólasafnverðir viðbótarnám 1 4 5 3 3 0 1 1<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði MLIS 0 2 2<br />

Sálfræði BA 22 30 52 20 50 70 14 49 63<br />

Sálfræði MA 1 1 0 1 1<br />

Sálfræði cand.psych. 12 12 1 4 5 4 14 18<br />

Uppeldis- og menntunarfræði BA 1 1 12 12 2 10 12<br />

Uppeldis- og menntunarfræði diplóma 5 5 3 3 1 5 6<br />

Dipl. Ed. 15 15 5 5<br />

Kennsluréttindanám 16 48 64 15 57 72 19 51 70<br />

Fötlunarfræði MA 0 1 1<br />

Uppeldis- og menntunarfræði MA 1 7 8 2 6 8 1 14 15<br />

Uppeldis- og menntunarfræði doktorspróf 0 1 1<br />

Félagsfræði BA 5 13 18 5 19 24 5 24 29<br />

Félagsráðgjöf BA 2 6 8 6 6 1 10 11<br />

Námsráðgjöf viðbótarnám 2 12 14 1 13 14 0 16 16<br />

Náms- og starfsráðgjöf viðbótarnám 4 12 16<br />

Náms- og starfsráðgjöf MA 0 2 2<br />

Hagnýt fjölmiðlun viðbótarnám 2 9 11 5 9 14 2 4 6<br />

Félagsráðgjöf viðbótarnám 1 8 9 5 5 0 5 5<br />

Félagsfræði MA 1 1 2 7 7 0 1 1<br />

Félagsráðgjöf MA 1 1 1 1 2<br />

Félagsráðgjöf MSW 0 4 4<br />

Mannfræði BA 7 21 28 5 21 26 2 19 21<br />

Mannfræði MA 3 1 4 1 6 7 0 1 1<br />

Þjóðfræði BA 5 5 7 7 1 4 5<br />

Þjóðfræði MA 1 1 0 2 2<br />

Umhverfisfræði MA 0 1 1<br />

Stjórnmálafræði BA 13 28 41 21 17 38 19 21 40<br />

Stjórnmálafræði MA 3 1 4 1 1 1 0 1<br />

Stjórnmálafræði doktorspróf<br />

Opinber stefnumótun og stjórnsýsla MA 1 1<br />

Opinber stjórnsýsla diplóma 3 3 6 6 5 11<br />

Opinber stjórnsýsla MPA 1 1 1 2 3 3 11 14<br />

Samtals 81 245 326 86 279 365 85 301 386<br />

*Félagsvísindastofnun meðtalin.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Að loknu BA-prófi er hægt að stunda eftirfarandi nám í deildinni:<br />

Viðbótarnám<br />

Nemendur sem lokið hafa BA-prófi, BS-prófi eða sambærilegri gráðu í annarri grein<br />

gátu lokið 2ja ára námi í bókasafns- og upplýsingafræði til starfsréttinda. Þá gátu<br />

nemendur með háskólapróf lokið námi í félagsráðgjöf, kennslufræði til kennsluréttinda,<br />

og námsráðgjöf að uppfylltum ákveðnum inntökuskilyrðum í hverri grein.<br />

Framhaldsnám<br />

Boðið er uppá fjölbreytt framhaldsnám við deildina, rannsóknartengt og starfsmiðað.<br />

Boðið er uppá meistaranám sem skipulagt er einstaklingsmiðað og/eða með<br />

námskeiðum. Auk þess er boðið upp á diplómanám á meistarastigi í nokkrum<br />

greinum við deildina. Doktorsnám er hægt að stunda í öllum aðalgreinum deildarinnar<br />

ásamt kynjafræði. Það er hægt að hefja að loknu meistaranámi. Meginvöxturinn<br />

í félagsvísindadeild síðustu ár hefur verið í meistara- og doktorsnámi. Sá vöxtur<br />

er afleiðing markvissrar stefnumótunar. Uppbygging framhaldsnáms í deildinni<br />

hófst 1996 með kennslu til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræðum. Námið<br />

er alla jafna skipulagt sem tveggja ára nám og er lögð áhersla á rannsóknamiðað<br />

93


framhaldsnám. Tveggja ára meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun<br />

innan stjórnmálafræðiskorar hófst haustið 1997. Námið var endurskoðað árið 2001<br />

og lýkur nú með MPA gráðu og er þverfaglegt hagnýtt og fræðilegt nám í opinberri<br />

stjórnsýslu fyrir þá sem lokið hafa a.m.k. BA eða BS námi í einhverri grein. Einnig<br />

er boðið upp á diplómanám (15e) í opinberri stjórnsýslu.<br />

Árið 1996 hófst einnig tveggja ára meistaranám í mati á skólastarfi innan uppeldis-<br />

og menntunarfræðiskorar. Á síðasta ári var unnt að stunda nám til MA-prófs í<br />

uppeldis- og menntunarfræði (45e), sem er starfsmiðað, á fjórum sviðum;<br />

Fræðslustarf og stjórnun, Mat og þróunarstarf, Áhættuhegðun og forvarnir, auk<br />

sérskipulagðs framhaldsnáms. Þá var boðið upp á diplómanám (15e) á sömu<br />

sviðum auk Fullorðinsfræðslu.<br />

Framhaldsnám í sálfræði, cand.psych. nám, hófst haustið 1999 og uppfyllir námið<br />

skilyrði laga nr. 40/1986, með síðari breytingum um rétt til að kalla sig sálfræðing.<br />

Þá er einnig hægt að stunda rannsóknartengt MA-nám í sálfræði.<br />

MA-nám í mannfræði (60e) hófst haustið 2001 á fimm rannsóknasviðum.<br />

Árið 2003 hófst kennsla í félagsfræði til MA-prófs (60e) á rannsóknarsviðum<br />

greinarinnar. Þá hófst einnig MSW-nám í félagsráðgjöf (45e) á sviði félagsráðgjafar.<br />

Árið 2004 hófst MA- nám í blaða- og fréttamennsku sem leysti af hólmi eins<br />

árs viðbótarnám í hagnýtri fjölmiðlun og MA-nám í náms- og starfsráðgjöf í stað<br />

eins árs viðbótarnáms í námsráðgjöf. Einnig hófst MLIS-nám það ár í bókasafnsog<br />

upplýsingafræði.<br />

Nemendum í framhaldsnámi hefur fjölgað mjög og stundaði 831 nemandi nám á<br />

árinu <strong>2005</strong> (þar af 40 í doktorsnámi) eða 33% af skráðum nemendum deildarinnar.<br />

Á árunum 1995-<strong>2005</strong> útskrifuðust 190 nemendur með meistarapróf úr félagsvísindadeild<br />

úr eftirfarandi greinum: Bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf,<br />

mannfræði, opinberri stjórnsýslu, sálfræði, stjórnmálafræði, uppeldis-<br />

og menntunarfræði og þjóðfræði. Tveir nemendur hafa lokið doktorsnámi og<br />

var það í stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði (fötlunarfræði).<br />

Mikil fjölgun hefur orðið á brautskráningu framhaldsnema, met var slegið sl. ár<br />

þegar 65 nemar útskrifuðust með meistarapróf, en árið 2000 útskrifuðust níu og<br />

hefur fjöldi þeirra því sjöfaldast á fimm árum. Til viðbótar koma útskriftir úr viðbótarnámi<br />

og diplómanámi á framhaldsstigi.<br />

Deildin átti einnig aðild að þverfaglegu námi; MA-námi í umhverfisfræðum, MAnámi<br />

í sjávarútvegsfræðum og MA-námi í upplýsingatækni á heilbrigðissviði.<br />

Mikil fjölgun hefur orðið á brautskráðum nemendum frá félagsvísindadeild undanfarin<br />

ár. Konur eru þar í meirihluta á öllum stigum námsins. Tæplega 400 nemendur<br />

útskrifuðust frá félagsvísindadeild árið <strong>2005</strong> samanborið við 81 nemanda<br />

árið 1993.<br />

Nýjar námsleiðir<br />

Á árinu hófst MA-nám í eftirtöldum greinum: alþjóðasamskiptum, fötlunarfræði,<br />

kynjafræði og þróunarfræði. Þessar greinar eru einnig kenndar til diplómaprófs<br />

(15e) sem nemendur geta fengið metið inn í meistaranám fái þeir inngöngu í það.<br />

Frá og með haustinu <strong>2005</strong> var félagsráðgjöf kennd til BA-prófs (90e) og MA-prófs<br />

til starfsréttinda (60e) og tók þar með gildi ný námsskipan í námi í félagsráðgjöf.<br />

Áður var félagsráðgjöf kennd til 120e til BA-prófs með starfsréttindum.<br />

Þá hófst samstarf við University of Jyväskylä í Finnlandi og Högskolan í Jönköping<br />

í Svíþjóð um meistaranám í öldrunarfræðum (Joint Programme) í félagsráðgjöf.<br />

Kennsla á ensku<br />

Félagsvísindadeild hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið kennd á ensku sem<br />

nema 30 einingum hið minnsta á hverju háskólaári, til þess að koma til móts við<br />

þarfir þeirra erlendu stúdenta sem hingað sækja. Á árinu var boðið upp á 12<br />

námskeið, samtals 39 einingar, í bókasafns- og upplýsingafræði, félagsráðgjöf,<br />

stjórnmálafræði, mannfræði og þjóðfræði.<br />

Fjórar 15e námsleiðir voru kenndar fyrir erlenda nemendur í samvinnu við heimspekideild,<br />

Information, Art and Literature, Icelandic Society, Northern Culture og<br />

Politics and History. Öll námskeið voru kennd á ensku. Þá stóð Rannsóknarsetur<br />

um smáríki fyrir 2ja vikna sumarskóla 27. júní - 9. júlí.<br />

94


Boðið var upp á fjarnám í framhaldsnámi í opinberri stjórnsýslu í samvinnu við<br />

Kennslumiðstöð HÍ og geta nemendur lokið 15 eininga diplómanámi með því<br />

móti.<br />

Þá bauð deildin nemendum upp á 2ja kvölda námskeið um gerð lokaritgerða.<br />

Þátttaka var nemendum að kostnaðarlausu og námskeiðin voru haldin í febrúar<br />

og september.<br />

Kynningarmál<br />

Deildin hefur gefið út kynningarbæklinga um allar námsgreinar í deildinni ásamt<br />

veggspjöldum og glærukynningu. Sérstök handbók er einnig gefin út fyrir nemendur<br />

í framhaldsnámi. Deildin tók einnig þátt í námskynningu HÍ 27. febrúar<br />

ásamt öðrum deildum Háskólans.<br />

Þá voru haldnar sérstakar námskynningar í Odda fyrir stúdentsefni úr framhaldsskólum.<br />

Nemendur úr félagsvísindadeild fóru einnig í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu<br />

með glærukynningu og dreifðu veggspjöldum og bæklingum.<br />

Félagsvísindadeild bauð skólameisturum, varaskólameisturum og námsráðgjöfum<br />

framhaldsskóla á landinu til fundar föstudaginn 22. apríl. Í ljósi þeirra breytinga<br />

sem voru fyrirhugaðar á lögum um framhaldsskóla taldi deildin brýnt að<br />

hefja umræður um hvernig best væri að styrkja tengsl hennar við framhaldskólana.<br />

Á fundinum voru kynntar námsgreinar í deildinni og fjallað um hvaða undirbúning<br />

deildin telur æskilegan fyrir nám í deildinni.<br />

Föstudaginn 11. mars var opnað nýtt vefsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.<br />

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, og Ólöf Inga Halldórsdóttir, ung<br />

hreyfihömluð kona og nýútskrifaður grunnskólakennari, opnuðu vefsetrið formlega<br />

og fór athöfnin fram í Norræna húsinu. Vefsetur í fötlunarfræðum<br />

(http://www.fotlunarfraedi.hi.is) er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er<br />

starfrækt í tengslum við framhaldsnám í fötlunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla<br />

Íslands.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við<br />

rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum, í íslenskum<br />

og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.<br />

Á árinu vann stofnunin ýmis verkefni fyrir opinberar stofnanir og einkaaðila.<br />

Reksturinn gekk vel og var hagnaður af honum í árslok.<br />

Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl<br />

Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísindum.<br />

Stjórn stofnunar skipuðu: Friðrik H. Jónsson, Ólafur Þ. Harðarson, Indriði Indriðason,<br />

Ágústa Pálsdóttir, Guðný Björk Eydal, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Gísli Pálsson,<br />

Stefán Ólafsson og Kristjana Stella Blöndal.<br />

Starfsmenn á árinu <strong>2005</strong> voru: Andrea Gerður Dofradóttir, verkefnastjóri, Einar<br />

Mar Þórðarson, verkefnastjóri, Eva Heiða Önnudóttir, verkefnastjóri, Guðlaug Júlía<br />

Sturludóttir verkefnastjóri, Heiður Hrund Jónsdóttir, verkefnastjóri, Hildur Svavarsdóttir,<br />

verkefnastjóri (lét af störfum í september), Kristín Erla Harðardóttir<br />

verkefnastjóri, Kristjana Stella Blöndal, verkefnastjóri og Pétur Maack Þorsteinsson<br />

(lét af störfum í júní).<br />

Rannsóknastofa um vinnuvernd, Rannsóknastofa um þróun menntamála, Rannsóknastofa<br />

um þjóðmál, Rannsóknastofa um fjölmiðlarannsóknir, Rannsóknarsetur<br />

í fötlunarfræði, Mannfræðistofnun og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd<br />

starfa innan vébanda Félagsvísindastofnunar skv. 1. mgr. reglna um<br />

Félagsvísindastofnun.<br />

Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, var forstöðumaður stofnunarinnar.<br />

Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamálastofnun og hýsir hana, Rannsóknastofu<br />

í kvenna- og kynjafræðum. Deildin átti aðild að Sjávarútvegsstofnun og Umhverfisstofnun.<br />

Þær stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Sæmundar fróða árið <strong>2005</strong> og<br />

deildin á nú aðild að henni.<br />

95


Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála starfar við stjórnmálafræðiskor. Að stofnuninni<br />

standa, auk Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Landspítali-háskólasjúkrahús.<br />

Stofnunin starfar í nánum tengslum við fyrirtæki, stofnanir og samtök,<br />

innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Meginmarkmið stofnunarinnar er<br />

að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga.<br />

Stofnuninni er enn fremur ætlað að vera vettvangur umræðna um<br />

stjórnmál, stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, þar á meðal um hlutverk<br />

fjölmiðla og hagsmunahópa í opinberri stefnumörkun. Forstöðumaður stofnunar<br />

var Margrét S. Björnsdóttir<br />

Doktorsvörn í uppeldis- og menntunarfræði<br />

frá félagsvísindadeild<br />

Snæfríður Þóra Egilson, lektor í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri, varði doktorsritgerð<br />

sína: School Participation: Icelandic Students with Physical Impairments<br />

(Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi) þann 25. nóvember.<br />

Andmælendur voru dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney og<br />

dr. Grétar Marinósson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands.<br />

Doktorsvarnir kennara í félagsvísindadeild<br />

Þann 30. nóvember varði Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði,<br />

doktorsritgerð sína við University of Sheffield í Bretlandi.<br />

Þann 9. desember varði Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

doktorsritgerð sína við Åbo Academy University í Finnlandi.<br />

Þann 16. desember varði Guðný Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf, doktorsritgerð<br />

sína við Socilogiska Institutionen (félagsfræðideild) við háskólann í Gautaborg í<br />

Svíþjóð.<br />

Í árslok voru 46 af 49 föstum kennurum deildarinnar með doktorsgráðu.<br />

Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofnanir<br />

og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms erlendis á vegum<br />

Erasmus og Nordplus fer vaxandi.<br />

Kennaraskipti<br />

Penelope Lisi, prófessor við Central Connecticut State University, kenndi við uppeldis-<br />

og menntunarfræðiskor í marsmánuði.<br />

Daíthí Ó hÓgáin, dósent í þjóðfræði við University College í Dublin, hélt námskeið<br />

um forn írskar sögur og hetjufræði á vegum þjóðfræði í ágúst.<br />

Dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney hélt námsstefnu í fötlunarfræði<br />

í nóvember sem hét Gott veganesti og fjallaði um aðstoð við seinfæra<br />

foreldra og börn þeirra.<br />

Gjafir<br />

Þann 11. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði,<br />

Landsbókasafni- Háskólabókasafni bókagjöf hjónanna Alfred og Grace<br />

Gredys Harris en hjá þeim nam hún mannfræði við háskólann í Rochester. Um er<br />

að ræða gott safn rita í mannfræði eða alls um 3.400 titla auk tímarita en mörg<br />

þessara rita eru nú ófáanleg nema á söfnum. Í gjöfinni er að finna ýmis grunnrit<br />

félagsvísindanna sem nýtast munu öllum greinum deildarinnar.<br />

Styrkir og samningar<br />

Gerðir voru samstarfssamningar við bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu<br />

og víðar. Samstarfið felur í sér vettvangsnám nemenda í bókasafns-<br />

og upplýsingafræði, á bókasöfunum og ýmis konar verkefnavinnu fyrir<br />

söfnin.<br />

Styrkur Félagsþjónustunnar í Reykjavík til karla í námi í félagsráðgjöf var veittur í<br />

6. sinn þann 23. nóvember. Tveir hlutu styrkinn að þessu sinni, þeir Kristinn Diego<br />

og Þórarinn Þórarinsson.<br />

Málþing og ráðstefnur<br />

• Þann 3. febrúar hélt félagsráðgjafarskor málþing undir heitinu Félagsráðgjöf:<br />

Fagþróun í námi og starfi í tilefni 60. ára afmælis Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors<br />

í félagsráðgjöf.<br />

• Málþing um kenningar franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu var<br />

96


haldið 11. mars á vegum félagsfræðiskorar og Félagsfræðingafélags Íslands.<br />

• Félagsvísindadeild hélt málþing um rannsóknir í félagsvísindadeild föstudaginn<br />

3. júní. Á dagskrá voru auk ávarps deildarforseta Ólafs Þ. Harðarsonar,<br />

ársskýrsla Félagsvísindastofnunar, og kynntar voru niðurstöður stjórnsýsluúttektar<br />

Ríkisendurskoðunar á HÍ.<br />

• Ráðstefnan 5th Celtic, Nordic and Baltic Folklore Symposium on Folk Legends<br />

var haldin 14.-18. júní 2006. (65 þátttakendur voru frá Íslandi, Noregi,<br />

Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Færeyjum, Skotlandi, Írlandi, Bretlandi<br />

og Bandaríkjunum: þjóðfræðingar í fremstu röð). Styrkt af HÍ, Nordisk<br />

kulturråd, Kungl. Gustav Adolfs Akademie, Letterstedske föreningen, Breska<br />

sendiráðinu, Árnastofnun og Stofnun Sigurðar Nordals.<br />

• NOPSA-þingið; þing norrænna stjórnmálafræðinga sem haldið er annað<br />

hvert ár var haldið dagana 11.-13. ágúst í Reykjavík. Þingið sóttu 310 stjórnmálafræðingar<br />

sem allir héldu fyrirlestra í málstofum þingsins.<br />

• Félagsvísindadeild, bókasafns- og upplýsingafræðiskor stóð að alþjóðlegri<br />

ráðstefnu um bókasafns- og upplýsingamál: International Issues in Library<br />

and Information Science, 23. ágúst í samvinnu við Upplýsingu sem er fagfélag<br />

á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.<br />

• Dagana 5.-7. október stóð deildin að norrænni ráðstefnu um doktorsnám<br />

ásamt starfsmannasviði HÍ á vegum NUAS (Nordisk universitetsadministrators<br />

samarbete) undir heitinu: Från student till forskare. Om individen, ledningen<br />

och organisationen i forskarutbildningen. Fyrirlesarar og þátttakendur<br />

voru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Ráðstefnuna sóttu 100<br />

manns.<br />

• Félagsvísindadeild hélt VI. ráðstefnu í félagsvísindum 28. október í samvinnu<br />

við lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Ráðstefnan var fjölsótt og fluttir<br />

var fjöldi fyrirlestra. Ráðstefnurit í þremur bindum var gefið út fyrir ráðstefnuna<br />

með greinum byggðum á fyrirlestrunum. Ráðstefnustjóri var Friðrik H.<br />

Jónsson, dósent í sálfræði og ritstjóri ráðstefnurits deildar var Úlfar Hauksson,<br />

aðjúnkt í stjórnmálafræði.<br />

• Dagana 2.-3. nóvember héldu nemar í uppeldis- og menntunarfræðum við<br />

Háskóla Íslands ráðstefnu undir heitinu: Uppeldi varðar mestu.<br />

• Þann 4. nóvember héldu meistaranemar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla<br />

Íslands málþing undir heitinu: Samfélag í mynd: Málþing um innlenda<br />

framleiðslu fyrir myndmiðla.<br />

• Haldnar voru reglubundnar málstofur í félagsfræði, félagsráðgjöf, mannfræði<br />

og þjóðfræði, sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði.<br />

• Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóð að fjölmörgum málþingum og<br />

fyrirlestrum.<br />

• Uppeldis- og menntunarfræðiskor hélt fyrirlestraröð sem bar heitið: Heimur<br />

unglinga: Sýn þeirra og seigla.<br />

Eftirtaldir fyrirlesarar fluttu opinbera fyrirlestra í boði félagsvísindadeildar á árinu:<br />

• 7. apríl. Dr. Dan Goodley , félagsfræðingur og dósent í fötlunarfræði við Háskólann<br />

í Sheffield í Bretlandi. Foreldrar fatlaðra ungbarna: Fjölskyldusögur.<br />

• 11. apríl. Dr. Aila-Leena Matthies, félagsráðgjafi og prófessor við Háskólann í<br />

Magdeburg Stendal í Þýskalandi. The Relationship of the voluntary sector and<br />

professional social work in the current stage of welfare politics.<br />

• 23. maí. Dr. Stefan Helmreich, dósent í mannfræði við Massachusetts Institute<br />

of Technology. Microcosmic Seas: A Maritime Anthropology of Marine<br />

Microbiological Worlds.<br />

• 1. nóvember. Dr Ezekiel Alembi frá Kenyatta University, Nairobi, Kenya:<br />

Escorting the Dead with Song and Dance: Funeral Poetics among the Abanyole<br />

of Western Province, Kenya.<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Markmið og stjórn<br />

Félagsvísindastofnun hefur starfað frá árinu 1986. Markmið stofnunarinnar er að<br />

efla félagsvísindi á Íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir,<br />

auk þess að kynna almenningi nytsemd félagsvísindalegra rannsókna. Stjórn Félagsvísindastofnunar<br />

skipa Friðrik H. Jónsson, sem er jafnframt stjórnarformaður<br />

stofnunar og fulltrúi sálfræðiskorar, Ágústa Pálsdóttir, fulltrúi bókasafns- og<br />

upplýsingafræðiskorar, Gísli Pálsson, fulltrúi mannfræðiskorar, Guðný Björk Eydal,<br />

fulltrúi félagsráðgjafarskorar, Indriði H. Indriðason, fulltrúi stjórnmálafræðiskorar,<br />

Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti félagsvísindadeildar, Sigrún Aðalbjarn-<br />

98


ardóttir, fulltrúi uppeldis- og menntunarfræðiskorar, Stefán Ólafsson, fulltrúi félagsfræðiskorar,<br />

og Kristjana Stella Blöndal, fulltrúi starfsmanna Félagsvísindastofnunar.<br />

Fjármál<br />

Árið <strong>2005</strong> voru heildartekjur stofnunarinnar rúmlega 69 m.kr. Félagsvísindastofnun<br />

hefur þá sérstöðu meðal rannsóknastofnana Háskóla Íslands að fá enga<br />

fjárveitingu frá hinu opinbera, hvorki til rannsóknastarfa né fyrir stöðuheimildir<br />

starfsmanna. Stofnunin hefur, líkt og fyrri ár, að mestu leyti fjármagnað starfsemi<br />

sína með því að sinna hagnýtum þjónusturannsóknum fyrir aðila innan og<br />

utan Háskólans en að auki hefur hún notið nokkurra styrkja til fræðilegra rannsóknaverkefna<br />

svo sem frá Kristnihátíðarsjóði, menntamálaráðuneytinu, Rannsóknarráði<br />

Íslands og Evrópusambandinu. Stofnunin fjármagnar sjálf allan<br />

tækjabúnað og rekstrarkostnað og greiðir Háskóla Íslands markaðsverð fyrir<br />

aðstöðu sem hún nýtir í Háskólanum svo sem húsnæði, rafmagn, hita, bókhald<br />

og ræstingu.<br />

Gagnasöfn<br />

Sem fyrr sinnir stofnunin hagnýtum þjónusturannsóknum samhliða öflun gagna<br />

fyrir fræðilegar rannsóknir. Félagsvísindastofnun hefur byggt upp viðamikið<br />

gagnasafn með upplýsingum um velferðarmál, menntamál, kjaramál, húsnæðismál,<br />

atvinnumál, byggðamál, neysluhætti, fjölskyldumál, menningu og almenn<br />

þjóðmál. Gögnin ná til upplýsinga um aðstæður, skilyrði og viðhorf fólks og þar á<br />

meðal eru gögn sem aflað hefur verið reglubundið um árabil, t.d. ýmsar<br />

upplýsingar um atvinnu, menntun, tekjur, fylgi stjórnamálaflokka og þjóðmál. Félagsvísindastofnun<br />

hefur tekið þátt í fjölþjóðlegu rannsóknastarfi á síðustu árum,<br />

t.d. á sviði lífskjara- og velferðarrannsókna og rannsókna á lífsskoðunum og viðhorfum.<br />

Stofnunin hefur aðgang að gögnum um lífsskoðun og viðhorf frá rúmlega<br />

40 löndum og gögnum um lífskjör og lífshætti alls staðar að af Norðurlöndum.<br />

Stofnunin hefur eins og fyrr gert rannsóknir fyrir ráðuneyti og opinberar stofnanir,<br />

hagsmunasamtök og almenn félagsamtök, einstaka rannsóknamenn og fjölda<br />

fyrirtækja. Hagnaði af starfseminni er varið til að kosta fræðilega gagnaöflun og<br />

til að byggja upp tækjabúnað og hugbúnað. Þá hefur stofnunin einnig varið umtalsverðu<br />

fé til að kosta útgáfu fræðilegra rita á sviði félagsvísinda. Stofnunin hefur<br />

veitt aðstöðu og haft samstarf við félagsvísindafólk sem vinnur að sjálfstæðum<br />

rannsóknum. Allmargir meðlimir félagsvísindadeildar hafa nýtt sér þjónustu<br />

stofnunarinnar undanfarin sex ár og nokkrir hafa einnig haft umsjón með verkefnum<br />

á vegum hennar.<br />

Rannsóknir<br />

Viðamestu rannsóknarverkefni Félagsvísindastofnunar árið <strong>2005</strong> voru: Kannanir á<br />

launakjörum einstakra stéttarfélaga auk rannsókna á kynbundnum launamun.<br />

Forvarnarverkefnið Youth in Europe – A Drug Prevention Programme sem er<br />

samvinnuverkefni tíu Evrópuborga og unnið á vegum samtakanna Eruopean<br />

Cities Against Drugs (ECAD). Tilgangur verkefnisins var að rannsaka fíkniefnaneyslu<br />

ungmenna í þátttökuborgunum, að bera saman ólíkar aðferðir í forvörnum<br />

og að virkja stofnanir, stjórnvöld, skóla og almenning í samstarfsborgunum til aðferða<br />

gegn fíkniefnavá. Verkefnið var unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg, Háskóla<br />

Íslands og Háskólann í Reykjavík. Mælistikur á launajafnrétti sem styrkt var<br />

af Norrænu ráðherranefndinni og unnið undir stjórn dr. Lilju Mósesdóttur í samvinnu<br />

við dr. Þorgerði Einarsdóttur. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta norrænar<br />

tölfræðiupplýsingar þannig að þær gæfu betri mynd af orsökum kynbundins<br />

launamunar og yrðu samanburðarhæfar milli landa. Mat á starfsumhverfi<br />

ýmissa opinberra stofnana. Rannsókn á félagslegu umhverfi Evrópubúa (European<br />

Social Survey) sem einnig var gerð í 30 öðrum Evrópulöndum. Markmið verkefnisins<br />

var að skoða viðhorf almennings í þessum löndum til heilsugæslu, fjölmiðla,<br />

stjórnmála og samfélags o.fl. Einnig var spurt um lífsgildi, vellíðan, stöðu á<br />

vinnumarkaði o.fl. Rannsóknir á brottfalli íslenskra nemenda úr framhaldsskólum.<br />

Rannsókn á högum innflytjenda á austfjörðum og vesturlandi. Rannsókn á<br />

viðhorfum flóttamanna til íslensks samfélags. Rannsókn á viðhorfum ungs fólks<br />

til fiskneyslu sem unnin var í samstarfi við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,<br />

Rannsóknastofnun í næringarfræði og Landspítala-Háskólasjúkrahús. Vikulegar<br />

samantektir á sölu bóka fyrir jólin <strong>2005</strong> fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda og félag<br />

bóka- og ritfangaverslana. Auk þess voru smærri kannanir og verkefni fyrir<br />

fjölmarga aðila.<br />

Námskeið<br />

Félagsvísindastofnun, í samstarfi við sálfræðiskor, keypti árið 1999 einkarétt á Íslandi<br />

til að halda námskeið sem nefnast SOS! Hjálp fyrir foreldra. Á þessum nám-<br />

99


skeiðum er fólk þjálfað í því að nota ýmsar meginreglur atferlisfræði við uppeldi<br />

barna. Á árinu <strong>2005</strong> voru 19 námskeið haldin fyrir foreldra og fagfólk (kennara og<br />

leikskólakennara) bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.<br />

Starfsfólk<br />

Starfslið Félagsvísindastofnunar í reglubundnu starfi árið <strong>2005</strong> var sem hér segir:<br />

Andrea G. Dofradóttir, Einar Mar Þórðarson, Ella Björt Teague, Guðlaug J. Sturludóttir,<br />

Guðrún Lilja Eysteinsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir, Hildur B. Svavarsdóttir,<br />

Kristín Erla Harðardóttir og Kristjana Stella Blöndal.<br />

Veffang Félagsvísindastofnunar er: www.felagsvisindastofnun.is.<br />

Stofnun stjórnsýslufræða<br />

og stjórnmála<br />

Í reglum sem samþykktar voru í félagsvísindadeild 27. maí, 2002 segir í 1. gr.:<br />

„Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun<br />

sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin er vettvangur samstarfs<br />

Háskóla Íslands við opinbera aðila um eflingu náms og rannsókna um stjórnun<br />

opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga og vettvangur umræðna um<br />

stjórnmál og stjórnsýslu.“<br />

Stjórn stofnunarinnar hefur verið óbreytt, formaður er Gunnar Helgi Kristinsson<br />

prófessor og forstöðumaður er einnig sá sami frá upphafi, Margrét S. Björnsdóttir.<br />

Stofnunin hefur aðsetur í Odda, húsi félagsvísindadeildar.<br />

Samstarfsvettvangur, samstarfsaðilar<br />

Stofnunin er rekin í samstarfi við Reykjavíkurborg og Landspítala – háskólasjúkrahús,<br />

auk þess sem stofnunin hefur víðtækt samstarf við fyrirtæki, stofnanir<br />

og samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Stofnunin er samstarfsvettvangur<br />

kennara í stjórnsýslu- og stjórnmálafræðum við stjórnmálafræðiskor<br />

og í gegnum stofnunina eru þeir í samstarfi við fjölmarga aðila utan HÍ,<br />

svo sem embætti umboðsmanns Alþingis, Ríkisendurskoðun, forsætis-, fjármálaog<br />

utanríkisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra<br />

sveitarfélaga, erlend sendiráð, ýmsar opinberar stofnanir og ráðgjafarfyrirtæki<br />

sem vinna með opinberum aðilum.<br />

Ráðstefnur, málþing, fræðsluverkefni<br />

Eitt verkefna stofnunarinnar er að skapa umræðu- og fræðsluvettvang fyrir fagog<br />

áhugafólk um stjórnsýslu og stjórnmál. Sem fyrr var haldinn í þeim tilgangi<br />

fjöldi opinna fyrirlestra, málþinga og námskeiða, m.a. í samstarfi við Endurmenntun<br />

HÍ, ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, ráðgjafafyrirtæki og samtök. Fjöldi<br />

erlendra fyrirlesara tók þátt, auk innlendra fag- og fræðimanna. Hér er aðeins<br />

getið stærri viðburða sem snerta kjarnasvið stofnunarinnar:<br />

• Lýðræðisþróun í sveitarfélögum, 20. janúar,<br />

• Arðsemi opinberrar stjórnsýslu, 9. mars,<br />

• Breytingar í lagaumhverfi opinberra innkaupa-nýjar ESB tilskipanir, 28. apríl,<br />

• Hvað voru þeir að hugsa? Um úrslit bresku þingkosninganna, 6. maí,<br />

• Hið opinbera sem kaupandi, 23. maí,<br />

• Stjórnsýsla 21. aldar, 24. maí,<br />

• Norrænt frumkvæði til friðar, 7. júní,<br />

• Þjóðaratkvæðagreiðslur, 11. ágúst,<br />

• Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag; áhrif á íslenskt samfélag, 18. október,<br />

• Stofnanamenning; hvernig má gera stofnanabrag opinberra stofnana sem<br />

áhrifaríkastan? 19. október,<br />

• Framtíðarþróun Evrópusambandsins; lykilspurningar, 21. október,<br />

• Lýðræði og vilji fólksins - þjóðaratkvæðagreiðslur og áhrif þeirra, 29.<br />

október,<br />

• Hlutverk stéttarfélaga í ljósi aukins sjálfstæðis ríkisstofnana, 9. nóvember,<br />

• Hvenær gilda stjórnsýslulög? Hvaða ákvarðanir eru stjórnsýsluákvarðanir?<br />

11. nóvember,<br />

• Betri stjórnendur; góðir starfshættir stjórnenda í opinberum rekstri, 22.<br />

nóvember,<br />

• Staðbundið lýðræði, 2. desember.<br />

100


Haldin voru tíu lengri og styttri námskeið í samstarfi við Endurmenntun Háskólans,<br />

fjármála- og forætisráðuneyti, Lagastofnun H.Í., IMG – Gallup og Félag forstöðumanna<br />

ríkisstofnana.<br />

Dagana 11. – 13. ágúst var haldin ráðstefna rúmlega 300 norrænna stjórnmálafræðinga<br />

NOPSA í Háskóla Íslands og var Stofnun stjórnsýslufræða framkvæmdaaðili<br />

ráðstefnunnar.<br />

Framhaldsnám við stjórnmálafræðiskor í opinberri<br />

stjórnsýslu og alþjóðasamskiptum<br />

Haustið <strong>2005</strong> hófst nýtt meistaranám í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðiskor,<br />

námið hófu um 60-70 nemendur. Stofnun stjórnsýslufræða tók virkan þátt í<br />

undirbúningi og kynningu námsins. Áfram var haldið þróun meistaranáms í opinberri<br />

stjórnsýslu (MPA) með nýjum námskeiðum og aukinni fjarkennslu. Efld voru<br />

alþjóðatengsl námsins m.a. með öflun styrkja til þriggja mánaða dvalar íslenskra<br />

skiptinema til starfsnáms í Evrópulöndum og tekið var á móti tveimur skiptinemum<br />

til þriggja mánaða starfsnáms á árinu <strong>2005</strong>.<br />

Vefrit um stjórnmál og stjórnsýslu - Rannsóknir<br />

Þann 15. desember opnaði Stofnun stjórnsýslufræða vefrit um stjórnmál og<br />

stjórnsýslu. Veftímaritið mun gegna fjölþættu hlutverki fyrir íslenska stjórnmálafræði.<br />

Í því er ritrýndur hluti sem gegnir hlutverki fræðitímarits í stjórnmála- og<br />

stjórnsýslufræðum, en slíkt rit hefur ekki verið til staðar hingað til.<br />

Stjórnmálum og Stjórnsýslu – veftímariti er ætlað að gefa stjórnmála- og<br />

stjórnsýslufræðingum kost á að gera rannsóknir sínar aðgengilegar og auka<br />

þannig fræðilega umfjöllun. Þess er vænst að með útgáfu veftímaritsins muni<br />

rannsóknir á þessum fræðasviðum aukast enn frekar. Tímaritið verður öllum opið<br />

á netinu og í lok hvers útgáfuárs verður hægt að fá prentaða útgáfu af ritrýndu<br />

efni fyrir þá sem þess óska.<br />

Í tímaritinu eru eftirtaldir efnisflokkar: ritrýndar fræðigreinar, greinar almenns<br />

eðlis um stjórnmál og stjórnsýslu, bókadómar, útdrættir úr lokaritgerðum MPAnema,<br />

stjórnmála- og stjórnsýslufræðingatal, upplýsingar um opna fundi, námskeið<br />

og málþing á döfinni eru hverju sinni, ásamt tenglum er varða fagsvið<br />

stjórnmála og stjórnsýslufræða s.s. fræðitímarit sem aðgengileg eru á vefnum,<br />

samtök stjórnmálafræðinga o.fl. Félag stjórnmálafræðinga hefur einnig heimasvæði<br />

sitt á vefnum<br />

Nordic-Baltic-Russian PhD Network of Democratic<br />

Governance<br />

Á árinu <strong>2005</strong> hófst samstarf Stofnunar stjórnsýslufræða við háskóladeildir í Danmörku,<br />

Finnlandi, Svíþjóð, Rússlandi og Eystrasaltslöndum um námskeiðahald,<br />

upplýsinganet og vef- stuðningsumhverfi fyrir doktorsnema og til að efla tengsl<br />

milli þeirra. Fengust norrænir styrkir til að kosta allt samstarfið þ.á m. 3-4 námskeið<br />

árlega fyrir doktorsnema í stjórnsýslu- og stjórnmálafræðum. Hefjast þau á<br />

árinu 2006. Munu doktorsnemar stjórnmálafræðiskorar eiga kost á þátttöku sér<br />

að kostnaðarlausu, þar með talinn ferða- og uppihaldskostnaður.<br />

Viðurkenning til sveitarfélaga fyrir umbótastarf<br />

Í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga var þann 1. apríl veitt í fyrsta<br />

skipti viðurkenning fyrir umbóta- og þróunarstarf í stjórnsýslu, stjórnun og rekstri,<br />

upplýsingatækni og starfsmannamálum íslenskra sveitarfélaga. Viðurkenningu<br />

fengu Hafnarfjarðarkaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Blönduósbær, Garðabær,<br />

Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur. Í ráði er að veita viðurkenninguna<br />

annað hvert ár á ráðstefnu um stjórnsýsluumbætur.<br />

Fjármögnun starfsemi Stofnunar stjórnmálafræða<br />

og stjórnmála<br />

Föst framlög samstarfsaðila stofnunarinnar eru árlega 3,8 m.kr. Til viðbótar þarf<br />

að afla a.m.k. 4-5 m.kr. til fasts kostnaðar, auk fjármögnunar allra verkefna stofnunarinnar.<br />

Það tókst á árinu <strong>2005</strong>.<br />

101


Guðfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Starfsfólk<br />

Á árinu fékk guðfræðideild heimild til að ráða séra Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest<br />

í 25% starf lektors í sálgæslu og er staðan tengd staða sem fellur undir<br />

samstarfssamning Landspítalans og Háskóla Íslands. Sigfinnur hefur verið<br />

stundakennari í sálgæslu um árabil og mun ráðning hans hafa þær afleiðingar að<br />

nám í þessari mikilvægu grein eflist til muna.<br />

Nýskipan náms í guðfræðideild<br />

Meiri reynsla er nú komin á þá nýskipan guðfræðinámsins sem gerir ráð fyrir því<br />

að allir nemendur ljúki BA-námi (90e) og eigi síðan kost á að láta þar staðar<br />

numið eða halda áfram annaðhvort með hefðbundið nám til embættisprófs eða að<br />

taka MA-nám með áherslu á einhverju ákveðnu fræðasviði innan guðfræðinnar.<br />

Deildin hefur samþykkt nauðsynlegar breytingar á reglugerð guðfræðideildar til<br />

þess að auðvelda þessar breytingar og verða þær væntanlega staðfestar af háskólaráði<br />

fljótlega. Unnið er að frekari skipulagningu guðfræðinámsins með það í<br />

huga að BA-prófið sé fyrsta háskólagráða og þar með þurfi að meta nám til bæði<br />

MA-prófs og embættisprófs sem framhaldsnám. Lærdómstitillinn candidatus theologiae<br />

mundi við það breytast í magister theologiae. Hið þverfaglega nám í almennum<br />

trúarbragðafræðum sem hafið er við deildina sem 30 e aukagrein til<br />

BA-náms hefur gefið góða raun. Það standa vonir til að unnt verði að auka þetta<br />

nám enda er mikið um það spurt meðal nýstúdenta. Ástæða er til að ætla að<br />

þarna liggi einn helsti vaxtarbroddur guðfræðideildar. Að náminu standa guðfræðideild,<br />

heimspekideild og félagsvísindadeild.<br />

Framhaldsnám er hafið við deildina, bæði á meistara- og doktorsstigi. Skráðir<br />

framhaldsnemar eru 13 og er þess skammt að bíða að fyrsti doktorsneminn verji<br />

ritgerð sína að loknu formlegu doktorsnámi við deildina.<br />

Fjölgun nemenda<br />

Aðsókn að guðfræðideild hefur verið tiltölulega jöfn undanfarin ár. Eins og undanfarin<br />

ár heimsóttu guðfræðinemar framhaldsskólana og kynntu deildina. Hins<br />

vegar var litlu sem engu fé varið til að gera kynningarbæklinga.<br />

Alls voru 150 nemendur skráðir í deildina á árinu en ekki dugði sú fjölgun til þess<br />

að skila deildinni auknum fjármunum. Þar spilar inn í að námsframvinda nemenda<br />

er í mörgum tilfellum mjög hæg og skilar meðalguðfræðineminn tiltölulega<br />

fáum þreyttum einingum. Konur eru sem fyrr í miklum meirihluta nemenda eða<br />

tæplega 70%.<br />

Nefndir og stjórnir<br />

Kennarar guðfræðideildar eiga sæti í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum<br />

þjóðkirkjunnar. Má þar nefna þýðingarnefndir Gamla- og Nýja testamentisins,<br />

stjórn Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, kenningarnefnd þjóðkirkjunnar og helgisiðanefnd<br />

þjóðkirkjunnar. Þá eru kennarar guðfræðideildir virkir í ýmsum rannsóknaverkefnum<br />

eins og nánar kemur fram í ársskýrslu Guðfræðistofnunar.<br />

Samstarf við Endurmenntun Háskólans<br />

Áfram var haldið samstarfi við Endurmenntun Háskólans á sviði sálgæslu og er<br />

mikil eftirspurn eftir þeim námskeiðum, ekki aðeins meðal presta og guðfræðinga<br />

heldur ekki síður meðal heilbrigðisstétta. Námskeiðin eru á meistarastigi og<br />

ákveðnar forkröfur þarf því að uppfylla til að fá að taka þátt í þeim og hafa þau<br />

mælst mjög vel fyrir.<br />

102<br />

Fjárveitingar og útgjöld guðfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 47.179 43.381 48.357<br />

Fjárveiting 44.146 44.146 47.183


Rannsóknaleyfi<br />

Prófessorarnir Gunnlaugur A. Jónsson og Pétur Pétursson voru báðir í rannsóknaleyfum<br />

á haustmisseri og dvaldist Gunnlaugur erlendis.<br />

Erfið fjárhagsstaða<br />

Erfiður fjárhagur stendur deildinni enn fyrir þrifum. Þrátt fyrir mikið aðhald í rekstri<br />

og niðurskurð hefur ekki tekist að skila hallalausum rekstri og virðist ljóst að<br />

það er innbyggður halli á rekstri guðfræðideildar. Dæmi um aðhaldssemi deildarinnar<br />

er að ekki hefur fengist fastráðinn kennari í guðfræðilegri siðfræði og heldur<br />

ekki í grísku og Nýja testamentisfræðum. Þá hefur frjálst nám nánast allt verið<br />

skorið niður. Er nú svo komið að sumir stúdentar eiga í erfiðleikum með að<br />

skipuleggja vinnu sína vegna hins mikla niðurskurðar og fækkunar námskeiða.<br />

Það hefur verið leitað til fyrirtækja um styrk til að fjármagna stöðu við guðfræðideild<br />

í almennum trúarbragðafræðum. Sú viðleitni hefur enn ekki borið árangur.<br />

Áðurnefnd lektorsstaða í sálgæslu er hins vegar deildinni mikill fengur.<br />

Rannsóknavirkni<br />

Eins og fram kemur í skýrslu Guðfræðistofnunar og í ritaskrám kennara hefur<br />

rannsóknavirkni kennara guðfræðideildar aukist verulega á síðustu árum. Nokkur<br />

sveifla á meðaltali rannsóknastiga er þó á milli ára sem hlýtur að teljast eðlilegt<br />

í svo fámennri deild sem guðfræðideildin er.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í guðfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 39 93 132 53 95 148 53 97 150<br />

Brautskráðir<br />

Guðfræði 2 7 9 1 5 6 4 3 7<br />

Guðfræði BA 0 6 6 3 4 7 3 3 6<br />

Guðfræði MA 1 0 1 1 0 1<br />

Guðfræði doktorspróf<br />

Djáknanám BA 1 1 1 2 3 0 5 5<br />

Djáknanám viðbótarnám 8 8<br />

Samtals 2 22 24 6 11 17 8 11 19<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Guðfræðistofnun<br />

Almennt<br />

Samkvæmt 7. gr. reglna fyrir Guðfræðistofnun (sbr. 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands)<br />

á stjórn stofnunarinnar að halda ársfund á haustmánuðum þar sem leggja<br />

á fram ársskýrslu og fjalla um önnur mál. Ýmis atvik urðu þess valdandi að ekki<br />

reyndist mögulegt að verða við þessu ákvæði s.l. haust. Af þeim sökum leggur<br />

stjórnin fram skýrslu sína nú. Í stjórn Guðfræðistofnunar voru Hjalti Hugason, formaður,<br />

Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson og Árni Svanur Daníelsson.<br />

Fjárhagsstaða<br />

Eins og tekið var fram í síðustu ársskýrslum nýtur Guðfræðistofnun ekki lengur<br />

sjálfstæðrar fjárveitingar heldur þiggur fé af fjárveitingu til guðfræðideildar. Velta<br />

á reikningi Guðfræðistofnunar hefur þó verið nokkur þar sem styrkir frá Kristnihátíðarsjóði<br />

sem starfsmenn stofnunarinnar fengu voru lagðir inn á reikning<br />

Guðfræðistofnunar. Enn hefur Guðfræðistofnun ekki tekið aðstöðugjald af verkefnastyrkjum<br />

sem hún á aðild að þar sem hún hefur ekki haft af þeim beinan<br />

kostnað.<br />

Málstofa<br />

Guðfræðistofnun hefur gengist fyrir málstofum með líku sniði og undanfarin ár.<br />

Hefur hún nú verið haldin á mánudögum milli kl. 12.15 og 13.00 í stofu V.<br />

103


Málstofur á vormisseri:<br />

14. febrúar: Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor:<br />

Þar sátum vér og grétum: Babylónska útlegðin af sjónarhóli<br />

137. sálms Saltarans.<br />

21. febrúar: Kristján Valur Ingólfsson, lektor:<br />

Nýjar stefnur og straumar í guðfræði liturgíunnar á undanförnum<br />

tveimur áratugum.<br />

7. mars <strong>2005</strong>: Margaret Cormack, prófessor við University of North Carolina,<br />

Chapel Hill: Dýrlingar í sögu Íslands.<br />

21. mars <strong>2005</strong>: Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor:<br />

Þjóðsögur um munnmælageymdir og mælskufræði skrifaðra<br />

heimilda.<br />

4. apríl <strong>2005</strong>: Pétur Pétursson, prófessor: Trúarlíf Íslendinga 1987 og<br />

2004.<br />

Málstofur á haustmisseri:<br />

7. nóvember <strong>2005</strong>: Mukunda Raj Patik, stundakennari við Háskólann í Nepal,<br />

Katmandu: Sérstaða Búddatrúar í Nepal og munklífi þar í<br />

landi.<br />

14. nóvember: Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur:<br />

Spjall um dómsvald kirkjunnar á miðöldum.<br />

Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson hafði umsjón með málstofunum.<br />

Ritröð Guðfræðistofnunar<br />

Á árinu komu út tvö hefti Ritraðarinnar, 20. og 21. hefti. Þegar Einar Sigurbjörnsson<br />

tók við stöðu deildarforseta óskaði hann eftir því að láta af ritstjórn og eru<br />

honum þökkuð störf hans í þágu ritraðarinnar. Stjórn stofnunarinnar fól Hjalta<br />

Hugasyni að vera ritstjóri og tilnefndi með honum í ritnefnd prófessorana Pétur<br />

Pétursson og Jón Ma. Ásgeirsson. Stefnt er að því að tvö hefti komi út af ritröðinni<br />

árlega. Þá hefur ritstjórn tekið saman einfaldar ritrýni- og frágangsreglur sem<br />

ætlað er að styrkja stöðu Ritraðarinnar sem ritrýnds fræðitímarits.<br />

Málþing Guðfræðistofnunar<br />

Eins og undanfarin ár gekkst Guðfræðistofnun fyrir málþingi er haldið var föstudaginn<br />

11. mars. Yfirskriftin var að þessu sinni Hið heilaga. Fyrirlesarar voru dr.<br />

Guðrún Kvaran forstöðumaður Orðabókar Háskólans (Merkingarsvið hins heilaga<br />

í íslensku máli), Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, (Heilagur, heilagur, heilagur<br />

er Drottinn allsherjar. Heilagleikahugtakið í Jesajaritinu), Jón Ma. Ásgeirsson<br />

prófessor (Hin heilaga borg Jerúsalem í Bók opinberunarinnar), Hjalti Hugason,<br />

prófessor (Hið heilaga og tíminn; þróun íslenskrar helgidagalöggjafar), Kristján<br />

Valur Ingólfsson lektor (Pro fanum. Kirkjan andspænis hinu heilaga./Eða, Viðbrögð<br />

praktískrar guðfræði við hinu endanlega), Oddný Sen kvikmyndafræðingur<br />

(Helgun óttans, Hið guðlega í hrollvekjukvikmyndum), Pétur Pétursson prófessor<br />

(Er nútíminn í hættu? Hið heilaga í kenningum félagfræðinga) og Sólveig Anna<br />

Bóasdóttir stundakennari (Notkun Heilagrar ritningar í guðfræðilegri siðfræði).<br />

Fundarstjóri var Elín Hrund Kristjánsdóttir cand.theol. Háskólarektor veitti<br />

nokkurn styrk til málþingsins. Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson hafði umsjón með<br />

málþinginu og eru honum þökkuð þau störf.<br />

21. mars hélt stofnunin í samvinnu við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum<br />

við HÍ (RIKK) málþingið Klaustrið í Kirkjubæ. Var það haldið í tengslum við<br />

samnefnt rannsóknarverkefni sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði.<br />

Flestir fastir kennarar deildarinnar tóku einnig virkan þátt í Hugvísindaþingi á<br />

haustmisseri <strong>2005</strong>. Þar voru alls fjórar málstofur guðfræðilegs eðlis þar af ein í<br />

samvinnu við RIKK.<br />

Alþjóðlegt samstarf<br />

Starfsmenn stofnunarinnar eru allir virkir í norrænum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum<br />

og er of langt mál að geta þeirra allra hér.<br />

Kristnihátíðarsjóður<br />

Guðfræðistofnun var aðili að nokkrum styrkjum sem úthlutað var úr Kristnihátíðarsjóði<br />

1. desember 2004.<br />

Á sviði menningar- og trúararfs:<br />

• Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld. Samvinnuverkefni með Árnastofnun.<br />

Verkefnisstjóri Einar Sigurbjörnsson, starfsmaður Þórunn Sigurðardóttir.<br />

104


• Heilagra manna sögur. Samvinnuverkefni milli Bókmenntfræðistofnunar og<br />

Guðfræðistofnunar. Verkefnisstjórar Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og<br />

Einar Sigurbjörnsson.<br />

• Saga klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna í tengslum við það. Samstarfsverkefni<br />

Kirkjubæjarstofu, Guðfræðistofnunar og RIKK. Verkefnisstjórn<br />

Arnfríður Guðmundsóttir, Irma Erlingsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín<br />

Ástgeirsdóttir og Hjalti Hugason.<br />

• Kristin trú og kvennahreyfingar. Samstarfsverkefni RIKK og Guðfræðistofnunar.<br />

Verkefnisstjóri Arnfríður Guðmundsdóttir.<br />

• Kristur, kirkja, kvikmyndir. Samstarfsverkefni Guðfræðistofnunar, Biskupsstofu<br />

og Neskirkju. Verkefnisstjóri sr. Sigurður Árni Þórðarson Ph.D. Arnfríður<br />

Guðmundsdóttir er fulltrúi Guðfræðistofnunar í verkefninu.<br />

Á sviði fornleifafræði:<br />

• Í samvinnu við Kirkjubæjarstofu átti stofnunin aðild að styrk til fornleifarannsókna<br />

á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ, verkefnisstjóri Bjarni F. Einarsson.<br />

Þakkarorð<br />

Guðfræðistofnun þakkar Einari Sigurbjörnssyni fyrir vel unnin störf við ritstjórn<br />

Ritraðar Guðfræðistofnunar og sem forstöðumaður Guðfræðistofnunar. Að eigin<br />

ósk hefur hann látið af báðum þessum störfum sem hann hefur gegnt at einstakri<br />

natni undanfarin ár.<br />

106


Hjúkrunarfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar árið <strong>2005</strong> var Erla Kolbrún Svavarsdóttir,<br />

dósent. Sóley S. Bender, dósent og varadeildarforseti var í rannsóknarleyfi á vormisseri<br />

og leysti Helga Jónsdóttir, prófessor, hana af á þeim tíma. Sóley tók svo<br />

aftur við starfi varadeildarforseta á haustmisseri. Í lok ársins starfaði 31 fastráðinn<br />

kennari við deildina þar af 17 í 100% starfshlutfalli, 6 í 50% starfshlutfalli, 6 í<br />

37% starfshlutfalli, einn í 25% starfshlutfalli og einn í 16,5% starfshlutfalli. Nokkuð<br />

var um nýráðningar akademískra starfsmanna á árinu en þær Brynja Örlygsdóttir,<br />

Helga Bragadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir voru<br />

allar ráðnar í lektorsstöður auk þess sem starfshlutfall Helgu Gottfreðsdóttur var<br />

aukið úr 50% í 100%. Þá luku Dóróthea Bergs og Árdís Ólafsdóttir störfum sem<br />

lektorar við deildina en þær voru báðar ráðnar í stöðu aðjúnkts. Einnig lauk<br />

Hrund Sch. Thorsteinsson starfi. Herdís Sveinsdóttir fékk framgang í stöðu prófessors<br />

á árinu og voru í lok árs samtals 7 prófessorar, 7 dósentar og 17 lektorar í<br />

starfi við deildina árið <strong>2005</strong>.<br />

Tveir starfsmenn við stjórnsýslu deildarinnar fóru í barnsburðarleyfi á árinu, þær<br />

Karólína B. Guðmundsdóttir, skrifstofu- og rekstrarstjóri og Bergþóra Kristinsdóttir.<br />

Rósa G. Bergþórsdóttir var ráðin til að leysa Karólínu af og Karen Guðmundsdóttir<br />

leysti Bergþóru af. Einnig hættu störfum þær Ragný Þóra Guðjónssen<br />

og Margrét Lúðvíksdóttir. Þórana Elín Dietz og Lára Kristín Sturludóttir hófu<br />

störf við deildina í þeirra stað. Við stjórnsýslu deildar starfa sjö starfsmenn í 5,9<br />

stöðugildum.<br />

Í desember var hafin vinna við stefnumótun hjúkrunarfræðideildar fyrir tímabilið<br />

2006-2011. Forstöðumenn fræðasviða við deildina mótuðu stefnu um skiptingu<br />

fræðigreina í fræðasvið sem samþykkt hafði verið á deildarfundi í desember <strong>2005</strong>.<br />

Samningar<br />

Á árinu var til endurskoðunar samningur milli Háskóla Íslands og Landspítalaháskólasjúkrahúss<br />

og verður hann væntanlega undirritaður á næsta ári.<br />

Húsnæði<br />

Fyrir utan smálegt viðhald á húsi deildarinnar innandyra og utan er helst að<br />

nefna að kaffistofa starfsfólks á 3. hæð var algjörlega endurnýjuð. Ný eldhúsinnrétting<br />

var sett upp og borð og stólar voru endurnýjaðir. Innri salur Rannsóknastofnunar<br />

á 2. hæð var málaður.<br />

BS-nám í hjúkrunarfræði<br />

Alls þreytti 121 nemi samkeppnispróf í desember <strong>2005</strong>, samanborið við 169 árið á<br />

undan. Þeir 75 nemar sem hæstu meðaleinkunn fengu úr samkeppnisprófunum<br />

héldu síðan áfram námi á vormisseri <strong>2005</strong>.<br />

Ljósmóðurfræði<br />

Nemendur í ljósmóðurfræði voru 21 talsins, 10 á fyrra og 11 á seinna námsári.<br />

Diplómanám á meistarastigi<br />

Diplómanám á sérsviðum hjúkrunar er 20-30 eininga nám á meistarastigi sem<br />

fram fer að loknu BS-prófi í hjúkrunarfræði. Annars vegar býðst að taka diplómanám<br />

til 20 eininga og hins vegar til 30 eininga með því að bæta við starfsþjálfun.<br />

Markmið með diplómanáminu er að gefa hjúkrunarfræðingum kost á að auka<br />

þekkingu sína og færni á margvíslegum fræða- og starfssviðum hjúkrunar. Einnig<br />

að efla áhuga nemenda á enn frekara námi svo sem meistara- eða doktorsnámi.<br />

Fjárveitingar og útgjöld hjúkrunarfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 183.289 179.055 208.399<br />

Fjárveiting 170.778 181.880 221.388<br />

107


Haustið 2003 var fyrst boðið diplómanám á meistarastigi í skurð-, svæfinga-,<br />

gjörgæslu- og bráðahjúkrun við deildina. Námið er til 30 eininga; 20e bóklegt<br />

nám og 10e starfsþjálfun. Náminu lauk vorið <strong>2005</strong>. Á skólaárinu 2004-<strong>2005</strong> var<br />

hafið diplómanám í geðhjúkrun, hjúkrun fullorðinna (þ.e. hjarta- og lungnasjúklinga,<br />

aðgerðasjúklinga og gjörgæslusjúklinga) og krabbameinshjúkrun og lýkur<br />

þessum námsleiðum á vormisseri 2006. Haustið <strong>2005</strong> hófust tvær námsleiðir í<br />

diplómanámi á meistarastigi á sviði heilsugæslu og stjórnunar. Alls stunda 126<br />

nemendur diplómanám við hjúkrunarfræðideild í dag.<br />

Mikill áhugi er á diplómanáminu og er fyrirhugað að bjóða nýjar námsleiðir árlega.<br />

Haustið 2006 er þannig áætlað að bjóða að nýju nám í skurðhjúkrun og svo<br />

öldrunarhjúkrun haustið 2007.<br />

Meistaranám í hjúkrunarfræði<br />

Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði er 60 eininga rannsóknatengt nám. Markmið<br />

með því er að efla fræðilega þekkingu innan hjúkrunarfræði, þjálfa hjúkrunarfræðinga<br />

í vísindalegum vinnubrögðum, auka færni þeirra í rannsókna- og þróunarstörfum<br />

og gefa þeim tækifæri á að auka sérfræðiþekkingu og færni á sérsviðum<br />

hjúkrunar. Nemandi skilgreinir og afmarkar þá sérfræðiþekkingu sem<br />

hann hyggst einbeita sér að í samstarfi við leiðbeinanda eða forstöðumann viðkomandi<br />

fræðasviðs. Áhersla er lögð á sveigjanleika í verkefnavali en allir nemendur<br />

taka tiltekin kjarnafög sem heyra til námsleiðinni sem þeir velja. Gert er<br />

ráð fyrir að nemandi ljúki náminu á 2 til 4 árum. Námið samanstendur af rannsóknarverkefni,<br />

kjarnanámskeiðum, námskeiðum á sérsviði og valeiningum.<br />

Við hjúkrunarfræðideild eru 55 meistaranemar skráðir. Þar af hófu 12 námið<br />

haustið <strong>2005</strong>. Einnig er boðið upp á námsleið þar sem áhersla er lögð á klíníska<br />

sérhæfingu á sérsviðum hjúkrunar og er unnið að því að styrkja þá námsleið með<br />

því að bjóða sérhæfð námskeið á ólíkum sviðum hjúkrunar.<br />

Þverfaglegt meistaranám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði (MHI)<br />

Nám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði er tveggja ára þverfaglegt, rannsóknatengt<br />

nám á meistarastigi, sem hófst haustið 2004. Námið er skipulagt sameiginlega<br />

af 5 háskóladeildum sem aðild eiga að náminu. Þær eru deildir félagsvísinda,<br />

hjúkrunarfræði, lyfjafræði, verkfræði og læknisfræði. Einnig á Landspítaliháskólasjúkrahús<br />

aðild að náminu. Alls hlutu 7 meistaranemar inngöngu í námsleiðina<br />

á síðasta ári, en alls stunda nú 15 nemendur nám í upplýsingatækni.<br />

Doktorsnám<br />

Hjúkrunarfræðideild hefur boðið upp á doktorsnám síðan á haustmisseri 2004 og<br />

stunda nú tveir doktorsnemar nám við deildina. Námið er 90 einingar að loknu<br />

meistaraprófi og þar af skulu námskeið nema a.m.k. 30 einingum. Námið er þriggja<br />

ára fullt nám (30 einingar á hverju skólaári).<br />

Fjarfundabúnaður<br />

Fjarfundabúnaður deildarinnar hefur verið í mikilli notkun síðan hann var keyptur<br />

árið 2003 til að koma til móts við nemendur utan höfuðborgarsvæðis. Mikill fjöldi<br />

nemenda nýtir sér þessa þjónustu og stunduðu til að mynda ríflega 45 nemendur<br />

fjarnám á haustönn <strong>2005</strong>. Þá voru fjarkennd 9 námskeið í diplómanámi á haustönn<br />

og náðu þau til 12 fjarkennslustaða á landsbyggðinni. Búnaðurinn hefur einnig<br />

verið nýttur til að fleiri fái notið málstofa Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði<br />

á fjarfundum, meðal annars á Akureyri. Loks má nefna að búnaðurinn hefur<br />

verið notaður til að fjarkenna þverfaglegt nám á meistarastigi í upplýsingatækni<br />

til nemenda í Iowa-ríki í Bandaríkjunum, í samstarfi við Háskólann í Iowa í<br />

umsjón Ástu S. Thoroddsen, dósents.<br />

Alþjóðamál<br />

Alþjóðanefnd tók á móti erlendum gestum á árinu og komu hingað m.a. kennarar<br />

og nemendur í grunn- og framhaldsnámi frá Pace-háskóla í New York og frá Háskólanum<br />

í Iowa um vorið. Hefð hefur skapast fyrir árlegum heimsóknum milli<br />

þessara skóla. Deildin tók þátt í að kynna íslenska heilbrigðiskerfið fyrir 20-25<br />

manna hópi sænskra hjúkrunarkennara/-stjórnenda í maímánuði. Í lok júní komu<br />

tveir kennarar frá Þrándheimi í Noregi og aðrir tveir frá Árósum í Danmörku til að<br />

afla sér upplýsinga um nám við hjúkrunarfræðideild HÍ.<br />

Áfram var haldið samstarfi við fyrrverandi Fulbright-kennara í geðhjúkrun, dr.<br />

Cörlu J. Croh, dósent við Detroit Mercy háskóla. Fóru 15 nemar í diplómanámi í<br />

geðhjúkrun í námsferð í októbermánuði til Detroit Mercy háskóla. Námsferðin var<br />

farin sem hluti námskeiðs í geðheilsugæslu samfélagsins II.<br />

108


Alþjóðanefnd átti mikil samskipti við skóla á Norðurlöndum fyrir tilstuðlan Erasmus<br />

samninga, Norlys samstarfsnetið NORDINNET (svæfingahjúkrun) og NOR-<br />

DANNET (gjörgæsluhjúkrun) netið. Alls komu 10 erlendir skiptinemar á vorönn<br />

og 10 á haustönn vegna þessara samstarfsneta. Alls fóru 12 nemendur í klínískt<br />

nám á vegum Norlys árið <strong>2005</strong>, þar af 6 íslenskir.<br />

Alþjóðanefnd hefur séð um Norlys samstarfið frá árinu 2001 og hefur umsjón<br />

með netinu verið í höndum Jóhönnu Bernharðsdóttur. Samstarfið hefur eflst og<br />

eru nú skólar allsstaðar af á Norðurlöndum komnir inn í samstarfið. Haldið var<br />

stutt námskeið um lokaverkefni í hjúkrunarfræði hér á landi fyrir nemendur og<br />

kennara í Norlys samstarfsnetinu. Áform eru um að halda fleiri slík námskeið og<br />

hefur verið myndaður vinnuhópur kennara frá öllum samstarfsskólunum til að<br />

þróa og stýra þeim.<br />

Kennarar deildarinnar hafa eflt alþjóðasamskipti sín með virkum hætti með rannsóknarsamstarfi<br />

og miðlað rannsóknarniðurstöðum á alþjóðlegum ráðstefnum<br />

bæði vestan hafs og austan.<br />

Útgáfa<br />

Annar árgangur fréttablaðs hjúkrunarfræðideildar kom út á fyrrihluta árs og var<br />

blaðið birt bæði á Netinu og gefið út á prenti.<br />

Kynningarstarf<br />

Vefsetur deildarinnar var endurhannað og flutt í vefumsjónarkerfið SoloWeb til<br />

samræmis við stefnu HÍ um samræmt útlit vefsins. Með flutningnum yfir í SoloWeb<br />

náðist það hagræði að fleiri en einn starfsmaður getur unnið í vefnum í<br />

einu.<br />

Hinn árlegi kynningardagur var haldinn í mars og hafði hjúkrunarfræðideild aðsetur<br />

í Íþróttahúsi HÍ. Myndum af nemendum við nám og störf og hjúkrunarfræðingum<br />

við vinnu sína var varpað á vegginn með skjávarpa sem gerði kynninguna<br />

lifandi og skemmtilega. Ekki má gleyma stórum þætti nemenda í þessum degi,<br />

þeir stóðu sig með prýði eins og undanfarin ár og höfðu veg og vanda af því að<br />

laða nemendur að deildinni. Gefnir voru út einblöðungar með kynningarefni um<br />

framhaldsnámið sem og veggspjöld.<br />

Í september var svo tekið á móti öllum fyrsta árs nemendum í Eirbergi. Þar var<br />

þeim kynnt húsnæðið og skipulag námsins. Þessi móttaka hefur mælst vel fyrir á<br />

meðal nemenda sem hafa látið í ljósi ánægju með að fá góðar móttökur í deildinni.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í hjúkrunarfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls Karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 8 428 436 15 525 540 17 570 587<br />

Brautskráðir<br />

Hjúkrunarfræði BS 75 75 2 74 76 0 53 53<br />

Hjúkrunarfræði diplómapróf 0 40 40<br />

Hjúkrunarfræði MS 7 7 4 4 0 6 6<br />

Upplýsingatækni á heilbrigðissviði MS 0 1 1<br />

Ljósmóðurfræði cand.obst. 8 8 10 10 0 11 11<br />

Samtals 0 90 90 2 88 90 111 111<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Opinberir fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Hjúkrunarfræðideild tók þátt í Tólftu ráðstefnu um rannsóknir og líf- og heilbrigðisvísindi<br />

í Háskóla Íslands 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>. Kennarar og nemendur í hjúkrunarfræðideild<br />

og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á LSH stóðu að 20 erindum og<br />

10 veggspjöldum á ráðstefnunni.<br />

109


Rannsóknastofnun í<br />

hjúkrunarfræði<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar árið <strong>2005</strong> var skipuð Herdísi Sveinsdóttur, prófessor,<br />

formanni og Sóleyju S. Bender, dósent, úr hópi fastráðinna kennara við hjúkrunarfræðideild<br />

og Helgu Bragadóttur, sviðsstjóra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi<br />

(LSH), til 1. október og Hrund Sch. Thorsteinsson, sviðsstjóra LSH, frá 1. október,<br />

tilnefndar af hjúkrunarforstjóra LSH. Helga Gottfreðsdóttir, lektor, var skipuð<br />

varamaður.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar voru Margrét Lúðvíksdóttir í 20% starfi ritara til 10.<br />

júní, Ragnar Ólafsson, sálfræðingur í 50% starfi sérfræðings til 1. maí, Þóra Jenný<br />

Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 40% starfi verkefnisstjóra frá 1. mars til 1.<br />

ágúst, Lára Kristín Sturludóttir í 10% starfi verkefnisstjóra frá 1. október og Helga<br />

Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor í 63% starfi forstöðumanns frá 1. október.<br />

Starfsemin<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði vinnur samkvæmt reglum um Rannsóknastofnun<br />

í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús<br />

frá 22. september 2004. Aðalviðfangsefni stofnunarinnar er að styðja við og efla<br />

rannsóknir kennara við hjúkrunarfræðideild og hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra<br />

á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði leggur ríka áherslu á að bjóða rannsakendum<br />

í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði þjónustu til að auðvelda þeim<br />

vinnu að framgangi og útgáfu verka sinna. Stefnt er að því að stofnunin búi yfir<br />

úrræðum og geti vísað fólki á viðeigandi aðila sem geta veitt aðstoð t.d. sérfræðinga<br />

í ólíkum tölfræðiaðferðum, yfirlesara og aðstoðarmenn. Stofnunin leitast einnig<br />

við að bæta aðstöðu til rannsókna í samræmi við þarfir kennara/hjúkrunarrannsakenda<br />

og veitir kennurum /hjúkrunarrannsakendum aðstoð við að birta<br />

niðurstöður sínar.<br />

Fræðsla og útgáfa<br />

Unnið hefur verið að því að efla útgáfu á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði.<br />

Vorið <strong>2005</strong> gaf stofnunin út rannsóknaskýrslu Jóhönnu Bernharðsdóttur,<br />

lektors í hjúkrunarfræðideild og Ástu Snorradóttur og Rannveigar Þallar Þórsdóttur,<br />

hjúkrunarfræðinga á LSH. Í skýrslunni er gerð grein fyrir rannsókn á tíðni<br />

og eðli sálrænna vandamála hjá sjúklingum og aðstandendum og þörf þeirra fyrir<br />

ráðgjöf frá geðhjúkrunarfræðingi.<br />

Stofnunin styrkti útgáfu á bók Kristínar Björnsdóttur, dósents við hjúkrunarfræðideild.<br />

Bókin ber heitið Líkami og Sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun.<br />

Bókin var á meðal 10 rita sem tilnefnd voru til verðlauna Hagþenkis sem framúrskarandi<br />

fræðirit.<br />

Þjónusturannsókn var unnin fyrir Sjálfsbjörgu og voru niðurstöður hennar gefnar<br />

út í skýrslunni: Viðhorf þjónustuþega til heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu;<br />

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna Sjálfsbjargar.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði stóð fyrir opinberum erindum, málstofum,<br />

ráðstefnum, málþingum og umræðufundum. Árið <strong>2005</strong> voru haldin tvö opinber<br />

erindi og 11 málstofur.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hélt ráðstefnuna Frá skilningi til aðgerða;<br />

þekkingarþróun í hjúkrunarfræði, 24. maí í Norræna húsinu. Ráðstefnan var liður<br />

í undirbúningi að útgáfu bókar hjúkrunarfræðideildar sem kemur út 2006. Kennarar<br />

kynntu framlag sitt til bókarinnar.<br />

Dr. Marcia Von Riper, dósent við háskólann í Chapel Hill í Norður-Karólínu ríki í<br />

Bandaríkjunum, stýrði vinnusmiðju Rannsóknastofnunar um genafræði 17. mars.<br />

Yfirskrift vinnusmiðjunnar var Strategies for Integrating Genetics into the Curricula.<br />

Kennurum hjúkrunarfræðideildar, sérfræðingum í hjúkrun við LSH og hjúkrunarfræðingum<br />

á fræðasviðum sem tengjast genafræði var boðið til vinnusmiðjunnar.<br />

110


Dr. Jean Watson frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum og dr. Christopher<br />

Johns frá Háskólanum í Luton í Bretlandi héldu vinnusmiðju um umhyggju í<br />

hjúkrun á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði 2. júní. Til vinnusmiðjunnar<br />

var boðið klínískum sérfræðingum á LSH og kennurum við hjúkrunarfræðideild<br />

HÍ.<br />

Í tilefni af útkomu bókar dr. Kristínar Björnsdóttur, dósents við hjúkrunarfræðideild,<br />

var haldið málþing í Norræna húsinu um bókina á degi hjúkrunar 1. nóvember.<br />

Málþingið bar yfirskriftina Málþing um bók Kristínar Björnsdóttur, Líkami<br />

og Sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun. Kristín kynnti bók sína og í kjölfarið<br />

hófust umræður um bókina við pallborði.<br />

Hinn 9. desember stóð Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði fyrir málþingi um<br />

rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild. Alls voru haldin 14 erindi á málþinginu.<br />

Sameiginlegir umræðufundir Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og kennsluog<br />

fræðasviðs LSH um rannsóknir og vísindi voru haldnir 6 sinnum á árinu.<br />

Stofnunin stóð fyrir tveimur umræðufundum með kennurum hjúkrunarfræðideildar<br />

á haustmánuðum <strong>2005</strong>. Herdís Sveinsdóttir stýrði 9. nóvember umræðum<br />

um Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði – hlutverk og starf og 21. nóvember<br />

stýrði Helga Bragadóttir umræðum um Birtingaferlið - reynslu kennara - með<br />

hvaða hætti getur Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði stutt við birtingaferlið?<br />

Frekari upplýsingar um starfsemina árið <strong>2005</strong> er að finna í ársskýrslu stofnunarinnar:<br />

www.hjukrun.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1008001/Arsskyrsla+RSH+<strong>2005</strong>.pdf.<br />

Vefur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er www.hjukrun.hi.is/page/<br />

hjfr_rannsoknastofnun<br />

111


Hugvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit<br />

Hugvísindadeild skiptist í sjö skorir: bókmenntafræði- og málvísindaskor, enskuskor,<br />

heimspekiskor, íslenskuskor, sagnfræðiskor, skor rómanskra og klassískra<br />

mála og skor þýsku og Norðurlandamála. Skorarformenn eiga sæti í deildarráði<br />

ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Deildarforseti var Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, en varadeildarforseti<br />

Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku. Nýir skorarformenn á haustmisseri<br />

voru Sigríður Þorgeirsdóttir (heimspekiskor), Birna Arnbjörnsdóttir (enskuskor)<br />

og Sveinbjörn Rafnsson (sagnfræðiskor), en Ástráður Eysteinsson (bókmenntafræði-<br />

og málvísindaskor) tók sæti í deildarráði í upphafi árs. Fulltrúar nemenda<br />

voru Sigurrós Eiðsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson.<br />

Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar við deildina alls 84, þ. e. 26 prófessorar, 23<br />

dósentar, 12 lektorar, 17 aðjúnktar og sex erlendir sendikennarar. Auk þess<br />

starfa fjölmargir stundakennarar við deildina. Tveir prófessorar eru í leyfi, en<br />

Páll Skúlason gegndi starfi rektors HÍ til miðs árs og Mikael M. Karlsson er<br />

deildarforseti Laga- og félagsvísindadeildar við Háskólann á Akureyri. Nokkrar<br />

breytingar urðu á starfsliði deildarinnar. Hólmfríður Garðarsdóttir og Pétur<br />

Knútsson hlutu framgang í dósentsstarf. Guðrún Nordal, Bergljót S. Kristjánsdóttir,<br />

Julian M. D’Arcy og Anna Agnarsdóttir hlutu framgang í starf prófessors.<br />

Jón R. Gunnarsson lektor í almennum málvísindum lét af störfum vegna aldurs.<br />

Kristjana Kristinsdóttir var ráðin í hálf starf lektors í skjalfræðum, en sú staða<br />

er styrkt af Þjóðskjalasafni Íslands. Tveir nýir lektorar voru ráðnir í íslensku,<br />

Sveinn Yngvi Egilsson og Dagný Kristjánsdóttir, en hún hlaut framgang í starf<br />

prófessors litlu síðar. Einn nýr lektor í dönsku var ráðinn tímabundið til eins<br />

árs, Jon C. Milner og Rikke Houd var ráðin tímabundið sem aðjúnkt í dönsku í<br />

stað Annette Pedersen og Bjargar Hilmarsdóttur sem létu af störfum. Gottskálk<br />

Þór Jensson var ráðinn í starf lektors í bókmenntafræði, Gavin Murray Lucas í<br />

starf lektors í fornleifafræði og Gauti Kristmansson í starf lektors í þýðingafræði.<br />

Guðmundur Edgarsson var ráðinn aðjúnkt í ensku, í stað Erlendínu Kristjánsson<br />

sem lét af störfum, og Ásta Ingibjartsdóttir var ráðin aðjúnkt í frönsku í<br />

stað Jóhönnu Bjarkar Guðjónsdóttur sem lét af störfum. Björn Ægir Norðfjörð<br />

var ráðinn aðjúnkt í kvikmyndafræði. Viola Miglio lektor í spænsku kom til starfa<br />

að nýju eftir þriggja ára leyfi og Erla Erlendsdóttir sem gegndi tímabundið<br />

starfi lektors í spænsku, tók við starfi aðjúnkts. Ólafur Páll Jónsson aðjúnkt í<br />

heimspeki lét af störfum á árinu. Nýir sendikennari í finnsku og frönsku komu<br />

til starfa um mitt ár. Maare Fjällström tók við starfi sendikennara í finnsku í<br />

stað Taiju Niemenen, og Gaëtan Montoriol tók við starfi sendikennara í frönsku í<br />

stað Olivier Dintinger.<br />

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, var sameiginlegur aðalfulltrúi hugvísindasviðs<br />

(hugvísindadeildar og guðfræðideildar) í háskólaráði, en varamenn Arnfríður<br />

Guðmundsdóttir, dósent í guðfræðideild, fyrsti varamaður og Birna Arnbjörnsdóttir,<br />

dósent í ensku, annar aðalfulltrúi. Aðalfulltrúar hugvísindadeildar á<br />

háskólafundi, auk deildarforseta, voru Margrét Jónsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Valur<br />

Ingimundarson, Julían D’Arcy og Gunnar Harðarson. Varafulltrúar voru kjörnir:<br />

Róbert H. Haraldsson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Sveinbjörn Rafnsson, Jón<br />

Axel Harðarson, Gísli Gunnarsson, Svavar Hrafn Svavarsson, Magnús Fjalldal,<br />

Þóra Björk Hjartardóttir og Rannveig Sverrisdóttir.<br />

Fjárveitingar og útgjöld hugvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 423.706 441.655 483.619<br />

Fjárveiting 387.743 410.490 469.996<br />

113


Skrifstofustjóri deildarinnar var Óskar Einarsson og hefur hann aðsetur á Nýja<br />

Garði. Á skrifstofunni störfuðu auk skrifstofustjóra, Guðrún Birgisdóttir alþjóðaog<br />

kynningarfulltrúi, María Ásdís Stefánsdóttir, verkefnastjóri, og Hlíf Arnlaugsdóttir,<br />

verkefnastjóri í hálfu starfi, er staðsett á skrifstofu í Árnagarði.<br />

Fastanefndir hugvísindadeildar<br />

Við hugvísindadeild starfa fimm fastanefndir: Fjármálanefnd, kynningarnefnd,<br />

stöðunefnd, vísindanefnd og kennslumálanefnd. Eru þær deildarforseta og deildarráði<br />

til ráðuneytis um þau málefni sem falla undir verksvið þeirra. Stöðunefnd<br />

ber að skoða og veita umsögn um framgangs- og ráðningarmál. Formaður stöðunefndar<br />

var Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti, en að auki sitja í nefndinni<br />

Höskuldur Þráinsson varadeildarforseti, Ástráður Eysteinsson, Gísli Gunnarsson,<br />

Guðrún Kvaran, Guðrún Nordal, Magnús Fjalldal, Vilhjálmur Árnason. Til vara<br />

voru Már Jónsson og Torfi H. Tulinius. Úr nefndinni gengu á miðju ári Dagný<br />

Kristjánsdóttir og Kristján Árnason, en í stað þeirra komu Guðrún Nordal og Guðrún<br />

Kvaran. Vísindanefnd fjallar um mál sem tengjast rannsóknum og kennslu.<br />

Formaður vísindanefndar var Dagný Kristjánsdóttir. Í vísindanefnd sátu ennfremur<br />

Jón Axel Harðarson, Matthew J. Whelpton, Ólafur Páll Jónsson og Valur Ingimundarson.<br />

Fjármálanefnd deildarinnar vinnur að skiptingu fjár á milli skora og<br />

fylgist með fjárhagsstöðu deildarinnar. Í henni sátu auk deildarforseta og varadeildarforseta,<br />

Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki, Eiríkur Rögnvaldsson<br />

prófessor í íslensku og Óskar Einarsson skrifstofustjóri. Róbert H. Haraldsson er<br />

jafnframt fulltrúi hugvísinda í fjármálanefnd háskólaráðs. Í kynningarnefnd eiga<br />

sæti Rannveig Sverrisdóttir, bókmenntafræði- og málvísindaskor, formaður, Guðrún<br />

Birgisdóttir, deildarskrifstofu, Jón Axel Harðarson, íslenskuskor, Gunnar<br />

Harðarson, heimspekiskor, Ásta Ingibjartsdóttir, skor rómanskra og klassískra<br />

mála, Magnús Sigurðsson, skor þýsku og Norðurlandamála, Pétur Knútsson,<br />

enskuskor og Már Jónsson, sagnfræðiskor. Kennslumálanefnd sinnir margvíslegum<br />

málum er snerta kennsluhætti deildarinnar. Hana skipa Gunnar Harðarson,<br />

formaður, Ásdís Magnúsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Margrét Jónsdóttir<br />

og Sveinn Yngvi Egilsson. Ein nefnd var stofnuð til eins árs, þróunarnefnd, sem<br />

undirbúningur að stefnumótun deildarinnar. Nefndina skipuðu: Anna Agnarsdóttir,<br />

formaður, Guðni Elísson dósent, Ástráður Eysteinsson, prófessor, Guðrún Nordal,<br />

dósent, Matthew Whelpton, dósent, Gunnar Harðarson, dósent og Hólmfríður<br />

Garðarsdóttir, dósent. Nefndin kom mjög að undirbúning deildardaga og undirbjó<br />

stefnumótunarvinnu deildarinnar.<br />

Kennslumál<br />

Nám hófst í kvikmyndafræði sem aukagrein haustið <strong>2005</strong>, en það nám er styrkt af<br />

Samskipum og af rektor HÍ. Listfræði var tekin upp sem aðalgrein til 60e og var<br />

hún mjög fjölsótt. Kennsla hófst í Icelandic Medieval Studies en það er nám á<br />

meistarastigi sem ætlað er erlendum nemendum. Hugvísindadeild tekur áfram<br />

þátt í almennri trúarbragðafræði, sem er þverfaglegt nám á vegum Guðfræði-,<br />

Hugvísinda- og Félagsvísindadeildar. Fulltrúi hugvísindadeildar í námsnefndinni<br />

er Sigríður Þorgeirsdóttir. Fulltrúi deildarinnar í námsnefnd um þverfaglegt nám í<br />

umhverfis og auðlindafræði var Róbert H. Haraldsson.<br />

Hinn 9. desember fékk verkefnið Icelandic Online önnur verðlaun í samkeppninni<br />

Upp úr skúffunum.<br />

Enskuskor ásamt Vefsetri um íslenskt mál og menningu eru þátttakendur í verkefni<br />

sem ber heitið COVCELL. Verkefnið hófst þann 1. október og er til tveggja<br />

ára. Verkefnið er styrkt af Mínerva áætlun Evrópusambandsins. Matthew Whelpton,<br />

dósent í ensku, er verkefnisstjóri. Verkefnið mun þróa aðferðir til þess að<br />

nota við fjarkennslu í tungumálum.<br />

Fjöldi stúdenta<br />

Stúdentum í deildinni hefur heldur fækkað á milli ára, en í upphafi á hausti <strong>2005</strong><br />

voru 1.794 nemendur skráðir í deildina, sem er 1,9 % aukning frá fyrra ári. Fjöldi<br />

virkra nemenda á milli skólaárana 2003-2004 og 2004-<strong>2005</strong> minnkað um 0,8 %.<br />

Doktorar<br />

Þann 29. apríl <strong>2005</strong> varði Sverrir Jakobsson, M.A. í sagnfræði, doktorsritgerð sína<br />

Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100 - 1400.<br />

Hinn 14. október <strong>2005</strong> varði Margrét Eggertsdóttir, M.A., fræðimaður á Stofnun<br />

Árna Magnússonar, doktorsritgerð sína Barokkmeistarinn. List og lærdómur í<br />

verkum Hallgríms Péturssonar.<br />

114


Rannsóknir<br />

Rannsóknastarfsemi hugvísindadeildar fer að mestu fram á vegum fimm rannsóknastofnana<br />

deildarinnar, og standa þær einnig fyrir margvíslegri útgáfustarfsemi.<br />

Auk þess sinna kennarar rannsóknum sínum sjálfstætt eða í samvinnu<br />

við stofnanir deildarinnar eða aðra aðila innanlands sem utan.<br />

Verkefnið, Tilbrigði í setningagerð, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði<br />

Íslands. Höskuldur Þráinsson, prófessor stýrir því verkefni. Auk<br />

hans eru í verkefnisstjórn Eiríkur Rögnvaldsson HÍ, Jóhannes Gísli Jónsson HÍ,<br />

Sigríður Sigurjónsdóttir HÍ, Ásta Svavarsdóttir, Orðabók Háskólans, og Þórunn<br />

Blöndal KHÍ. Sjá nánar um rannsóknir í kafla stofnana undir Hugvísindastofnun.<br />

Hinn 24. janúar opnaði Páll Skúlason, rektor, nýjan vef deildarinnar<br />

(www.hug.hi.is) að viðstöddum deildarmönnum í hátíðasal HÍ. Við það tækifæri<br />

voru einnig kynnt nýtt kynningarefni deildarinnar og einstakra fræðigreina.<br />

Kynningarátakið var gert í framhaldi af nafnbreytingu deildarinnar. Sú nýjung<br />

var tekin upp á árinu að halda deildardaga, þar sem starfsmenn deildarinnar<br />

fjalla um stefnumótun, þverfaglegt samstarf, eflingu rannsóknatengds framhaldsnáms<br />

og önnur innri málefni deildarinnar. Fyrsti deildardagur var haldinn<br />

28. janúar í Svartsengi og annar deildardagur var haldinn 7. október á Hótel<br />

Glym í Hvalfirði.<br />

Kynningar og samstarfsverkefni<br />

Kynning á Japan og japanskri menningu var haldin í hátíðasal HÍ þann 22. janúar.<br />

Kynningin, sem var mjög fjölsótt, var samstarfsverkefni dr. Kaoru Umezwa,<br />

lektors í japönsku og japanska sendiráðsins á Íslandi.<br />

Málþing um Don Kíkóta var haldið í Gerðubergi 13. nóvember og undirbjuggu<br />

kennarar úr Skor rómanskra og klassískra mála málþingið í samvinnu við<br />

vararæðismann Spánar á Íslandi, dr. Margréti Jónsdóttur, og Félag spænskukennara.<br />

Sérstakir gestir voru: Carlos Alvar og José Manuel Blecua.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Erlendir stúdentar við nám í hugvísindadeild<br />

Erlendir stúdentar við hugvísindadeild á árinu voru 329 talsins. Af þeim voru<br />

144 skráðir í Íslensku fyrir erlenda stúdenta og nemendur í skiptinámi á vegum<br />

Erasmus-menntaáætlunarinnar, Nordplus-menntaáætlunarinnar og ISEPstúdentaskipta<br />

við Bandaríkin og á vegum annarra samstarfsneta voru 101. Erasmus-nemar<br />

voru 71, einn Nordplus-nemi, ISEP-nemar voru þrír og skiptinemar<br />

frá öðrum löndum voru átta.<br />

Skiptistúdentar skiptust þannig á misserin. 42 voru við skiptinám við deildina<br />

aðeins á haustmisseri 2004. 42 voru við skiptinám við deildina háskólaárið<br />

2004-<strong>2005</strong> þ.e. bæði misserin. 17 skiptistúdentar voru við nám við deildina aðeins<br />

á vormisseri <strong>2005</strong>.<br />

Af þessum skiptinemum voru 36 karlar og 36 konur. Flestir skiptistúdentar komu<br />

frá Þýskalandi eða 27. Næstir komu Finnar 14 talsins og frá Ítalíu komu 11 skiptistúdentar.<br />

Frá öðrum löndum komu allt frá einum og upp í 10 stúdentar.<br />

Nemendur hugvísindadeildar til erlendra háskóla í skiptinám<br />

Stúdentar deildarinnar sem fóru sem Erasmus-nemar á vegum Sókratesáætlunarinnar<br />

til erlendra háskóla á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru 39 talsins. Nordplus-nemar<br />

úr hugvísindadeild á vegum Nordplus-áætlunarinnar voru 15.<br />

Fjórtán nemendur frá deildinni voru við nám í öðrum löndum en þessir samningar<br />

ná til.<br />

DAAD veitti styrk til 10 heimspekinema og kennara þeirra til að fara í námsferð<br />

til Þýskalands, en nemendurnir höfðu verið í málstofu hjá Sigríði Þorgeirsdóttur<br />

um Hegel og siðfræði viðurkenningar á vormisseri 2004. Styrkurinn var<br />

veittur til að fara í ferð á slóðir arfleifðar hegelskrar heimspeki í Þýskalandi frá<br />

20. júní til 27. júní, 2004. Hópurinn heimsótti og ræddi við sérfræðinga á þessu<br />

sviði við eftirfarandi stofnanir í Þýskalandi: Frankfurter Institut für Sozialforschung,<br />

Hegel-Archiv við Háskólann í Bochum, Humboldt Universität og<br />

Freie Universität í Berlín. DAAD<br />

skipulagði einnig menningardagskrá í Berlín fyrir hópinn. Þá héldu 12 nemendur<br />

í þýsku til Tübingen dagana 23. janúar til 6. febrúar, en það er í fimmta<br />

sinn sem námskeiðið er haldið í Þýskalandi.<br />

115


Skráðir og brautskráðir stúdentar í hugvísindadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 551 1.029 1.580 654 1.256 1.920 634 1.280 1.914<br />

Brautskráðir<br />

Almenn bókmenntafræði BA 10 11 21 5 16 21 7 11 18<br />

Almenn bókmenntafræði MA 1 4 5 3 5 8 1 1 2<br />

Almenn málvísindi BA 1 1 2 0 1 1<br />

Menningarfræði BA<br />

Táknmálsfræði BA 11 11 0 1 1<br />

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun BA 0 7 7<br />

Viðbótarnám í hagnýtum þýðingum 1 1<br />

Þýðingarfræði MA 1 1 1 2 3<br />

Enska BA 3 17 20 5 16 21 2 10 12<br />

Enska og þýska BA 1 0 1<br />

Hagnýt enska diplóma 1 1 2 2 1 3<br />

Enska M.Paed. 1 2 3 2 1 3<br />

Enska MA 2 1 3 1 2 3<br />

Hagnýt spænska<br />

Ítalska BA 1 1 2 3 3 1 0 1<br />

Franska BA 1 5 6 9 9 1 8 9<br />

Franska M.Paed. 1 0 1<br />

Latína BA 2 1 3 1 1 1 0 1<br />

Gríska BA 1 1 1 0 1<br />

Gríska og latína BA 1 0 1<br />

Rússneska BA 1 1 1 1 0 1 1<br />

Spænska BA 3 7 10 8 8 2 13 15<br />

Heimspeki BA 12 7 19 13 6 19 3 11 14<br />

Heimspeki MA 1 1 1 1 2 0 2<br />

Heimspeki M.Paed. 0 1 1<br />

Starfstengd siðfræði viðbótarnám 3 3 2 2 0 2 2<br />

Umhverfisfræði MA<br />

Hagnýt íslenska diplóma 1 6 7 2 2 0 6 6<br />

Íslenska BA 1 14 15 6 24 30 13 23 36<br />

Íslenska og táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun BA 0 1 1<br />

Ísl. málfr. MA 2 2 2 2 1 1 2<br />

Ísl. bókm. MA 1 1 1 5 6 1 0 1<br />

Ísl. fræði MA 1 1 2 2<br />

Ísl. bókmenntir doktorspróf 1 1 2 0 1 1<br />

Íslenska M.Paed. 1 3 4 2 3 5 0 4 4<br />

Íslenska fyrir erlenda stúdenta BA 1 12 13 2 10 12 4 9 13<br />

Tungutækni MA 1 1<br />

Sagnfræði BA 12 15 27 14 4 18 15 11 26<br />

Sagnfræði MA 3 3 6 5 1 6 4 4 8<br />

Sagnfræði doktorspróf 1 1 1 0 1<br />

Fornleifafræði BA 1 1 2 1 6 7<br />

Fornleifafræði MA 1 1 0 2 2<br />

Sænska BA<br />

Hagnýt þýska diplóma 1 1 0 2 2<br />

Þýska BA 1 5 6 10 10 2 7 9<br />

Þýska M.Paed. 1 1<br />

Danska BA 1 1 2 2 2 1 8 9<br />

Danska MA 1 1<br />

Norska BA 1 1 0 1 1<br />

Finnska BA 1 1 2<br />

Samtals 62 118 180 69 152 221 73 159 232<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Námskeið kennd á ensku og öðrum tungumálum<br />

Í deildinni var boðið upp á 32 námskeið sem kennd voru á ensku og eru þar talin<br />

með námskeið gestakennara í styttri tíma. Námskeið enskuskorar fara að sjálfsögðu<br />

fram á ensku. Námskeið í tungumálagreinum fara að jafnaði fram á viðkomandi<br />

tungumáli og hefur orðið vart við aukinn áhuga erlendra nemenda á<br />

námskeiðum í tungumálaskorum.<br />

116


Kennaraskipti<br />

Tuttugu kennarar hugvísindadeildar fóru til erlendra háskóla sem skiptikennarar.<br />

Lönd á þessum lista eru m.a Austurríki, Finnland, Frakkland, Holland, Ítalía,<br />

Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Þýskaland.<br />

Fjöldi erlendra kennara heimsótti hugvísindadeild. Brian Frazier frá Santa Barbara<br />

háskólanum í Kaliforníu hélt námskeið á vormisseri sem bar heitið Don Kíkóti<br />

í 400 ár, í tilefni þess að 400 ár voru liðin frá útgáfu bókarinnar. Tveir skiptikennarar<br />

komu frá háskólanum í Madrid; í maí kom dr.María Luisa Vega og í október<br />

kom dr. Carlos Ruiz Silva.<br />

Kennarar hugvísindadeildar taka þátt í margskonar fræðastarfi víða um lönd. Þar<br />

halda þeir fyrirlestra og kynna rannsóknir sínar og fylgjast með fræðastarfi annarra<br />

vísindamanna. Of langt mál yrði að telja það allt upp hér og vísast til Ritaskrár<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong> þar sem hluti af þessu fræðastarfi birtist.<br />

Annað<br />

Á árinu lét menntamálaráðuneytið gera úttekt á deildinni og hitti ytri matshópurinn<br />

deildarmenn 24. til 28. október. Í matshópnum áttu sæti: Gústaf Adolf Skúlason,<br />

formaður, Colin Brooks frá háskólanum í Glasgow, Fred Karlsson, prófessor<br />

við háskólanum í Helsinki, Sigrún Svavarsdóttir, lektor við háskólann í Ohio,<br />

Hrafn Stefánsson var fulltrúi nemenda, og ritari nefndarinnar var Unnar Hermannsson<br />

frá menntamálaráðuneytinu. Áður en matshópurinn hóf störf hafði<br />

deildin gert sjálfsmatsskýrslu og var Jón Axel Harðarson í forsvari fyrir því verki.<br />

Opinberir fyrirlestrar á vegum hugvísindadeildar árið <strong>2005</strong><br />

8. maí Bernd Wegener, prófessor við Helmut Schmidt háskólann í<br />

Hamborg Why did Germany Lose the War.<br />

Þór Whitehead: Hlutleysi, sérhagsmunir eða virk þátttaka:<br />

Hvert var hlutverk Íslendinga í síðari heimsstyrjöldinni.<br />

Málþing í tilefni af því að sextíu ár voru liðin frá lokum síðari<br />

heimstyrjaldarinnar.<br />

8. sept. Hartmut Lutz, forstöðumaður við Stofnun amerískra og<br />

kanadískra fræða við Greifswald háskólann í Þýskalandi:<br />

Harmleikur Ulrikabs og annarra Inúíta frá Labrador í farandsýningum<br />

Hagenbecks á 19. öld.<br />

4. okt. Klaus von See, prófessor Þýskalandi að lokinni síðari<br />

heimstyrjöld.<br />

11. okt. Mukunda Raj Pathik kennari við Tribhuvan University í<br />

Kathmandu í Nepal. Nepalska og skyld mál.<br />

Hugvísindastofnun<br />

Stjórn, starfslið og skipulag<br />

Forstöðumenn aðildarstofnananna sátu í stjórn Hugvísindastofnunar á starfsárinu.<br />

Það voru Guðrún Nordal fyrir Bókmenntafræðistofnun, Gunnar Harðarson<br />

fyrir Heimspekistofnun, Kristján Árnason fyrir Málvísindastofnun, Gunnar Karlsson<br />

fyrir Sagnfræðistofnun og Auður Hauksdóttir fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum. Auk þeirra sat Unnur B. Karlsdóttir sem fulltrúi<br />

doktorsnema í hugvísindadeild í stjórninni. Formaður stjórnar er kjörinn af deildarfundi.<br />

Torfi Tulinius var formaður til 1. júlí og Höskuldur Þráinsson frá 1. júlí.<br />

Þórdís Gísladóttir verkefnisstjóri kom úr árs leyfi þann 1. mars og um leið lét<br />

Þorgerður E. Sigurðardóttir af störfum sem verkefnisstjóri. Þorgerður hafði verið<br />

í 50% starfi. Þórdís var í 60% starfi frá 1. mars til 1. ágúst og í 100% starfi frá 1.<br />

ágúst. Torfi H. Tulinius var í 50% starfi sem forstöðumaður til 1. október. Ekki var<br />

ráðinn nýr forstöðumaður í stað Torfa þar sem verið var að vinna að breytingum á<br />

reglum stofnunarinnar.<br />

Á deildarfundi í júní var kosin nefnd til að vinna að endurskoðun á starfsreglum<br />

Hugvísindastofnunar. Í nefndinni sátu Höskuldur Þráinsson (formaður), Torfi H.<br />

Tulinius, Anna Agnarsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir. Í samráði við stjórn hennar<br />

mótaði nefndin tillögur um breytingar á reglum stofnunarinnar. Þær voru síðan<br />

samþykktar á deildarfundi 20. desember og miða einkum að því að efla stofnunina<br />

sem miðstöð rannsókna í hugvísindadeild og samstarfsvettvang aðildarstofnananna.<br />

118


Rannsóknaraðstaða og rannsóknarverkefni<br />

Nemendur og kennarar nýttu sér þjónustu Hugvísindastofnunar á ýmsan hátt og<br />

var húsnæði stofnunarinnar fullnýtt allt árið. Milli 20 og 30 einstaklingar störfuðu<br />

hjá Hugvísindastofnun eða höfðu aðstöðu á vegum hennar. Tólf doktorsnemar<br />

höfðu vinnuaðstöðu ýmist allt árið eða hluta úr ári, sex fræðimenn á Rannísstyrkjum<br />

og ýmsir aðrir unnu innan vébanda hennar í öðrum verkefnum. Starfsmenn<br />

í föstum stöðum voru átta en einnig störfuðu ýmsir að einstökum tímabundnum<br />

verkefnum á vegum Hugvísindastofnunar. Þau helstu eru talin hér á<br />

eftir.<br />

Vefsetur um íslenskt mál og menningu<br />

Hugvísindastofnun hefur haft með höndum alla umsýslu verkefnisins Vefsetur<br />

um íslenskt mál og menningu en þar hefur meðal annars verið unnið að gerð<br />

kennsluefnis í íslensku til birtingar á veraldarvefnum undir heitinu Icelandic Online.<br />

Það var opnað formlega 2004 en við verkefnið hafa unnið nemendur í framhaldsnámi<br />

auk kennara við enskuskor og íslenskuskor, sendikennara í íslensku<br />

erlendis og verktaka á sviði vefsíðugerðar og grafískrar hönnunar. Birna Arnbjörnsdóttir,<br />

dósent, hefur haft forystu um hönnun og uppbyggingu vefsetursins. Í<br />

árslok voru tveir starfsmenn í fastri vinnu við verkefnið.<br />

Vestfirðir á miðöldum<br />

Hugvísindastofnun leiddi samstarf átta stofnana um þverfaglega rannsóknarverkefnið<br />

Vestfirði á miðöldum. Hinar stofnanirnar voru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða,<br />

Byggðasafn Vestfjarða, Fornleifastofnun Íslands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða,<br />

Menntaskólinn á Ísafirði, Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder<br />

(Osló) og Strandagaldur. Grafinn var upp skáli í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi<br />

sem talin er frá víkingaöld. Önnur rannsóknarvinna hefur einnig farið fram í<br />

tengslum við verkefnið. Loks var starfræktur alþjóðlegur fornleifaskóli í Vatnsfirði<br />

í júlí, þar sem nemendur bæði vestan hafs og austan öðluðust þjálfun í aðferðum<br />

fornleifafræðinnar.<br />

Brynjólfur Sveinsson og sautjánda öldin í sögu Íslendinga<br />

Hugvísindastofnun leiddi samstarf nokkurra stofnana og samtaka um fræðastarf<br />

og menningarviðburði í tengslum við fjögurra alda afmæli Brynjólfs Sveinssonar<br />

(sjá nánar í frásögn af ráðstefnum).<br />

Tilbrigði í setningagerð<br />

Rannsóknaverkefnið Tilbrigði í setningagerð hlaut öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði.<br />

Verkefnið fékk aðstöðu á vegum Hugvísindastofnunar. Verkefnið er í tengslum<br />

við norræna samvinnuverkefnið Skandinavisk dialektsyntaks en að því koma<br />

rannsóknamenn frá átta öðrum háskólum á Norðurlöndum, auk ráðgefandi aðila<br />

frá öðrum háskólum. Við verkefnið störfuðu bæði sérfræðingar, doktorsnemar og<br />

fleiri háskólanemar. Verkefnisstjóri er Höskuldur Þráinsson.<br />

Ráðstefnur<br />

Hugvísindastofnun skipulagði nokkrar ráðstefnur á árinu, ýmist ein eða í samvinnu<br />

við aðildarstofnanir sínar og/eða aðra aðila.<br />

• Málþing um myndlist - Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, stóð fyrir málþingi<br />

um myndlist þann 5. febrúar undir yfirskriftinni „Orð og mynd“. Þar<br />

töluðu fjórir fræðimenn um myndlist og sjónmenningu, með sérstakri<br />

áherslu á samband myndar og texta. Fyrirlestrarnir birtust í sérstöku hefti<br />

Ritsins sem helgað var orði og mynd.<br />

• Málþing um galdra - Laugardaginn 19. febrúar var haldið í Háskólabíói opið<br />

málþing um galdra í umsjón Hugvísindastofnunar. Málþingið var haldið í<br />

framhaldi af sýningu á þöglu kvikmyndinni Häxan í Háskólabíói við undirleik<br />

Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlist Barða Jóhannssonar. Þessir viðburðir<br />

voru hluti af dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar. Þarna fjölluðu<br />

fjórir fræðimenn um ýmsar hliðar á göldrum sem menningarfyrirbæri.<br />

• Ljóðaþing - 23.–24. apríl var ljóðaþingið Heimur ljóðsins haldið í Odda. Um<br />

30 fræðimenn úr ýmsum greinum hugvísinda héldu þar stutt erindi um<br />

jafnmörg efni. Jafnt var fjallað um íslensk ljóð og erlend, frumort og þýdd,<br />

gömul og ný, kvenskáld og karlskáld.<br />

• Ráðstefna um framúrstefnu - 2.–3. september <strong>2005</strong> efndi Hugvísindastofnun,<br />

í samvinnu við Reykjavíkurakademíuna, til ráðstefnu í Norræna húsinu<br />

um framúrstefnu í íslenskum og evrópskum bókmenntum og listum á 20.<br />

öld. Auk íslenskra fræðimanna héldu þrír erlendir fræðimenn erindi á<br />

þinginu.<br />

• Brynjólfsþing og Brynjólfssýning - Miðvikudaginn 14. september voru fjórar<br />

119


aldir liðnar frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, biskups í Skálholti. Af því tilefni<br />

efndi Hugvísindastofnun, í samstarfi við ýmsar stofnanir, til ráðstefnu í<br />

Þjóðarbókhlöðunni og í Skálholti 16.–18. september til að vekja athygli á<br />

þessum merka manni og samtíð hans. Fyrirlesarar voru erlendir og íslenskir.<br />

Enn fremur var sett upp sýning í Þjóðarbókhlöðunni um Brynjólf og<br />

samtíð hans. Sýningin var jafnframt sett upp á þremur stöðum á landsbyggðinni<br />

og efnt til ýmissa viðburða af því tilefni (tónleikar, fyrirlestrar,<br />

leiksýningar).<br />

• Hugvísindaþing - Föstudaginn 18. nóvember stóðu hugvísindadeild og Hugvísindastofnun,<br />

guðfræðideild og Guðfræðistofnun fyrir Hugvísindaþingi í<br />

Aðalbyggingu Háskólans. Sérstök framkvæmdanefnd skipulagði þinghaldið<br />

og í henni sátu Þórdís Gísladóttir, Margrét Jónsdóttir, Svavar Hrafn Svavarsson,<br />

Ragnheiður Kristjánsdóttir, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Guðni Elísson<br />

og Hjalti Hugason. Dagskrá var í gangi frá kl. 8.30–17.30, og haldin voru<br />

um 80 erindi í 22 málstofum. Þingið var mjög vel sótt bæði af leikum og<br />

lærðum.<br />

Aðrir fyrirlestrar og umræður<br />

Í júní hélt Éric Palazzo, prófessor í listasögu miðalda við háskólann í Poitiers í<br />

Frakklandi, fyrirlestur.<br />

Haldin voru tvenn svokölluð Réttarhöld í gamla dómsalnum við Lindargötu í<br />

samvinnu Ritsins við Fræðsludeild Þjóðleikhússins. Réttarhöldunum er ætlað<br />

að vera umræðuvettvangur um samfélag og listir og eru þau öllum opin.<br />

Útgáfa<br />

Stofnunin hélt áfram útgáfu Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, en það kemur<br />

út þrisvar á ári. Ritið nýtur æ meiri virðingar og viðurkenningar og hefur fest sig<br />

vel í sessi. Það er þverfaglegt í eðli sínu en oft eru gefin út þemahefti. Þannig<br />

voru útlönd þema 2. heftis 5. árgangs (<strong>2005</strong>). Ritstjórar á starfsárinu voru Svanhildur<br />

Óskarsdóttir og Gunnþórunn Guðmundsdóttir en í árslok lét Svanhildur af<br />

störfum og var Ólafur Rastrick ráðinn í hennar stað.<br />

Bókin Miðaldabörn kom út vorið <strong>2005</strong> í ritstjórn Ármanns Jakobssonar og Torfa<br />

H. Tulinius. Greinarhöfundar í bókinni eru Agnes S. Arnórsdóttir, Anna Hansen,<br />

Ármann Jakobsson, Ásdís Egilsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Else Mundal og<br />

Gunnar Karlsson.<br />

Ákveðið var að gefa fyrirlestra frá hugvísindaþingi út á rafrænu formi í samvinnu<br />

við Háskólaútgáfuna. Skipuð var sérstök ritnefnd og í henni sitja Þórdís<br />

Gísladóttir, Haraldur Bernharðsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir. Með þessu riti<br />

er að nokkru leyti farið inn á nýjar brautir í útgáfustarfsemi stofnunarinnar og<br />

Háskólaútgáfunnar.<br />

Sjá www.hugvis.hi.is<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Starf Bókmenntafræðistofnunar var blómlegt á árinu <strong>2005</strong>. Stofnunin stóð að<br />

ljóðaþinginu Heimur ljóðsins 23.–24. apríl <strong>2005</strong> sem haldið var í Odda. Samnefnt<br />

greinasafn kom út í ágúst. Ritstjórar voru Sveinn Yngvi Egilsson, Ástráður Eysteinsson<br />

og Dagný Kristjánsdóttir.<br />

Stofnunin kom að skipulagningu málstofu á ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur<br />

í apríl <strong>2005</strong>.<br />

Dagskrá í tilefni af sjötíu ára afmæli Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar, var<br />

haldin í hátíðasal Háskóla Íslands hinn 29. september <strong>2005</strong>, en Bókmenntafræðistofnun<br />

gaf út bókina Í Guðrúnarhúsi í ritröðinni Höfundar sem geymir<br />

fræðilegar greinar um sögur Guðrúnar. Ritstjórar voru Brynhildur Þórarinsdóttir<br />

og Dagný Kristjánsdóttir. Bókin var samstarfsverkefni Bókmenntafræðistofnunar<br />

og Eddu-forlags.<br />

Á árinu varð Árni Bergmann, bókmenntafræðingur og kennari í almennri bókmenntafræði,<br />

sjötugur og var þess minnst með afmælisritinu Listin að lesa.<br />

Guðni Elísson ritstýrði.<br />

120


Fjórar þýðingar kom út á haustdögum. Þrjár þeirra voru með styrk frá Culture<br />

2000, og allar fjórar nutu stuðnings frá Þýðingasjóði og Háskólasjóði. Þær eru:<br />

• Paul Oskar Kristeller. Listkerfi nútímans. Þýðandi Gunnar Harðarson. Ritstjóri<br />

Gauti Kristmannsson.<br />

• Victor Klemperer. LTI - Lingua Tertii Imperii. Þýðandi María Kristjánsdóttir.<br />

Ritstjóri Bergljót S. Kristjánsdóttir.<br />

• Michel Foucault: Alsæi, vald og þekking. Þýðendur Björn Þorsteinsson,<br />

Garðar Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson. Ritstjóri Garðar Baldvinsson.<br />

• Mikhail Bakhtin. Orðlist skáldsögunnar. Þýðandi Jón Ólafsson. Ritstjóri<br />

Benedikt Hjartarson.<br />

Fjölmörg verkefni voru í vinnslu á árinu á vegum stofnunarinnar og ber þar<br />

hæst Alfræði íslenskra bókmennta sem er langt á veg komin.<br />

Heimspekistofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Forstöðumaður heimspekistofnunar árið <strong>2005</strong> var Gunnar Harðarson, dósent, en<br />

aðrir í stjórn voru Róbert H. Haraldsson, dósent, og Vilhjálmur Árnason, prófessor.<br />

Heimspekistofnun hefur engan fastan starfsmann en Egill Arnarson hefur<br />

ritstýrt Heimspekivefnum á vegum stofnunarinnar (sjá greinargerð hans hér á<br />

eftir) og Viðar Þorsteinsson hefur annast umbrot útgáfubóka Heimspekistofnunar.<br />

Á árinu hafði stofnunin til afnota herbergi á annarri hæð í Aðalbyggingu. Herbergið<br />

er ætlað fræðimönnum sem vinna að rannsóknum í heimspeki og MA-nemum<br />

í heimspeki, auk þess sem þar eru haldnar málstofur í heimspeki.<br />

Útgáfustarfsemi<br />

Árið <strong>2005</strong> komu út í ritröð stofnunarinnar bækurnar Stigi Wittgensteins eftir Loga<br />

Gunnarsson (112 bls.) og Innlit hjá Kant eftir Þorstein Gylfason (77 bls.). Auk þess<br />

hlaut Hugur: tímarit um heimspeki, sem Félag áhugamanna um heimspeki gefur<br />

út, styrk frá Heimspekistofnun eins og undanfarin ár.<br />

Heimspekivefurinn<br />

Árið <strong>2005</strong> einbeitti Heimspekivefurinn sér að nýjum efnisflokkum svo sem fornaldarheimspeki,<br />

nýaldarheimspeki, Derrida og óakademískri heimspeki. Kynntar<br />

voru nýjar íslenskar bækur um heimspeki, bæði frumsamin verk og þýðingar.<br />

Ennfremur voru birtir pistlar um fyrirbærafræði, borgarfræði, vísindaheimspeki,<br />

femínisma og verufræði. Efnisyfirlit allra árganga Hugar: Tímarits um heimspeki<br />

var sett á vefinn og tilkynnt um heimspekilega viðburði. Íslenskir heimspekingar<br />

skrifa nú í auknum mæli á ensku og voru því einnig birtir textar á því máli ef það<br />

átti við. Auk þess að afla frumsamins efnis, fékk Heimspekivefurinn leyfi til að<br />

birta ýmsar greinar um heimspeki sem komið höfðu út í Skírni og Tímariti Máls<br />

og menningar. Fyrri hluta ársins var nýr texti settur inn á vefinn vikulega en<br />

vegna anna ritstjóra á haustmánuðum dró nokkuð úr birtingum. Það hefur þó<br />

ekki komið niður á vinsældum Heimspekivefjarins sem voru miklar í árslok (60-<br />

70 gestir á virkum dögum). Er það skýrt merki þess að háskólar nota hann í<br />

auknum mæli sem gagnasafn fyrir kennslu.<br />

Ráðstefnur og fyrirlestrar<br />

1. Brynjólfsþing.<br />

Heimspekistofnun átti aðild að ráðstefnu um Brynjólf biskup Sveinsson sem<br />

var haldin 17. og 18. september í Þjóðarbókhlöðu og í Skálholti. Sten Ebbesen,<br />

dósent við Saxo-stofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, hélt þar erindi í<br />

boði Heimspekistofnunar um stöðu Brynjólfs biskups í danskri heimspeki.<br />

2. Jean-Paul Sartre: 1905-<strong>2005</strong>. Málstofa um Sartre.<br />

Heimspekistofnun skipulagði málstofu um Sartre á Hugvísindaþingi 18. nóvember<br />

<strong>2005</strong>. Á málstofunni fluttu Vilhjálmur Árnason, Sigríður Þorgeirsdóttir<br />

og Gunnar Harðarson erindi um Sartre og heimspeki hans. Fundarstjóri í<br />

málstofunni var Viðar Þorsteinsson.<br />

3. Hádegisfundir Heimspekistofnunar.<br />

Haustið 2003 hleypti Heimspekistofnun af stokkunum fyrirlestraröð sem nefnist<br />

Hádegisfundir Heimspekistofnunar. Árið <strong>2005</strong> voru eftirfarandi fyrirlestrar fluttir:<br />

11. febrúar Svavar Hrafn Svavarsson, lektor: Af hverju frummyndir?<br />

Um ófullkomleika skynheimsins hjá Platoni.<br />

11. mars Eiríkur Smári Sigurðarson, sérfræðingur hjá Rannís: Minningar<br />

Aristótelesar.<br />

121


1. apríl Jón Ólafsson, formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar:<br />

Falin forgangsröðun.<br />

5. apríl Eyjólfur Kjalar Emilsson, háskólanum í Ósló: Plótínos um<br />

sjálfsvitund.<br />

15. apríl Thomas Bénatouil, háskólanum í Nancy: The physics of<br />

stoic virtue.<br />

20. apríl Jean Greisch, Kaþólska háskólanum í París: Margræðni<br />

reynslunnar og hugmyndin um sannleikann.<br />

11. maí Christopher Martin, Auckland-háskóla: Á hugarflugi: Rök<br />

Avicenna fyrir því að sálin sé óefnisleg og túlkun þeirra.<br />

30. september Vilhjálmur Árnason, Háskóla Íslands, Valdið og vitið:<br />

Lýðræðið ígrundað.<br />

11. október Christine Korsgaard, Harvard-háskóla, Practical Reason<br />

and the Logic of Action.<br />

21. október Jon Stewart, Kaupmannahafnarháskóla, Kierkegaard’s<br />

Relation to Hegel and Quellenforschung: Some Methodological<br />

Considerations.<br />

26. október Richard Bett, Johns Hopkins-háskóla, Sextus Empiricus<br />

and Religion.<br />

Þá styrkti Heimspekistofnun tvær ráðstefnur, The Nature of Spaces: Art and Environment<br />

( Háskóla Íslands 9. júní <strong>2005</strong>) og Náttúran í ríki markmiðanna (Selfossi<br />

11.-12. júní <strong>2005</strong>), og eina fyrirlestraröð, Veit efnið af andanum? Af manni og<br />

meðvitund (Háskóla Íslands á laugardögum, 1. október til 12. nóvember <strong>2005</strong>).<br />

Málvísindastofnun<br />

Starfsmannamál<br />

Áslaug J. Marinósdóttir gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá Málvísindastofnun<br />

allt árið. Auk þess voru nokkrir lausráðnir starfsmenn fengnir til starfa þegar<br />

sérlega mikið var að gera við prófarkalestur og Hanna Óladóttir leysti Áslaugu af<br />

hluta sumarsins. Kristján Árnason og Sigríður Sigurjónsdóttir voru fulltrúar<br />

kennara í stjórninni og gegndi Kristján stöðu forstöðumanns. Fulltrúi stúdenta í<br />

stjórninni var Halldóra Björt Ewen.<br />

Útgáfumál<br />

Málvísindastofnun gaf engar nýjar bækur út á árinu en eftirfarandi bækur voru<br />

endurprentaðar:<br />

• Ari Páll Kristinsson: Pronunciation of Modern Icelandic (200 eintök).<br />

• Ásta Svavarsdóttir: Æfingar með enskum glósum (100 eintök).<br />

• Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir: Íslenska fyrir útlendinga (100 eintök).<br />

• Eiríkur Rögnvaldsson: Íslensk orðhlutafræði (100 eintök).<br />

• Höskuldur Þráinsson: Íslensk setningafræði (200 eintök).<br />

• Jón Gíslason og Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir: Málnotkun (100 eintök).<br />

Bóksala<br />

Tekjur af snældu- og bóksölu voru 1.686 þús. kr. árið <strong>2005</strong>. Útgjöld vegna prentkostnaðar<br />

í ár námu 881 þús. kr. en þá á eftir að reikna ritlaun, póstburðargjöld<br />

og annan kostnað. Bókhaldslegur hagnaður er áætlaður rúmlega 400 þús. kr.<br />

Þess má geta að stofnunin á enn inni uppgjör frá Háskólaútgáfunni vegna tveggja<br />

bóka (Biblical Concordance og Grammatica Islandica). Uppgjör vegna afmælisrits<br />

Hreins Benediktssonar er ekki inni í heildarbókhaldi stofnunarinnar en staðan á<br />

því riti er halli að upphæð 1.125 þús. kr.<br />

Sérfræðiþjónusta<br />

Tekjur af sérfræðiþjónustu (prófarkalestri) voru 3.767 þús. kr. árið <strong>2005</strong>.<br />

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar<br />

Í október hélt Málvísindastofnun málþing í minningu Björns Guðfinnssonar í samvinnu<br />

við Íslenska málfræðifélagið af því tilefni að liðin voru 100 ár frá fæðingu<br />

Björns. Þingið var fjölsótt og þótti takast vel.<br />

Fyrirlestur um nepölsku<br />

Í október hélt Mukunda Raj Pathik, kennari við Tribhuvan University í Katmandu í<br />

Nepal, opinberan fyrirlestur í boði hugvísindadeildar og Málvísindastofnunar. Fyrirlesturinn<br />

nefndist Nepalska og skyld mál.<br />

122


Styrkir<br />

Fjárhagur stofnunarinnar leyfði ekki að greiddir væru styrkir til rannsókna árið<br />

<strong>2005</strong>. Stofnunin veitti einn ferðastyrk að upphæð 70 þús. kr. Hann var greiddur<br />

Valdísi Ólafsdóttur tungutækninema til ferðar á ráðstefnu í Finnlandi.<br />

Fjárhagsstaða<br />

Gjöld umfram tekjur voru 214 þús. kr. árið <strong>2005</strong>.<br />

Sagnfræðistofnun<br />

Í stjórn Sagnfræðistofnunar sátu á árinu Gunnar Karlsson, forstöðumaður, Már<br />

Jónsson, fulltrúi starfsmanna og Valur Freyr Steinarsson, fulltrúi stúdenta.<br />

Fast starfslið er enn sem fyrr kennarar með rannsóknarskyldu við sagnfræðiskor,<br />

og urðu þeir 14 talsins á árinu, þegar Kristjana Kristinsdóttir var ráðin<br />

lektor í skjalfræði í hlutastarfi samkvæmt samningi við Þjóðskjalasafn. Stúdentar<br />

hafa gegnt ýmsum tímabundnum störfum fyrir stofnunina. Eins og jafnan<br />

áður hafði forstöðumaður á hendi framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Á árinu<br />

var sótt um fjárveitingu af þróunarfé rektors til að ráða framkvæmdastjóra í tvö<br />

til þrjú ár. Hann mundi afla stofnuninni arðbærra verkefna sem gerðu henni<br />

kleift að standa undir launum hans í framtíðinni. Umsókninni hefur ekki verið<br />

svarað ennþá.<br />

Fyrir tilviljun var útgáfustarf með minnsta móti. Eina útgáfubók stofnunarinnar<br />

var eftir Bergstein Jónsson, prófessor emeritus: Báran rís og hnígur. Dauðastríð<br />

íslenskrar tungu meðal afkomenda íslenskra landnema í Norður-Dakota eins og<br />

það birtist í gerðabókum Þjóðræknisdeildarinnar Bárunnar 1938–1977. Bækur eru<br />

í undirbúningi í ritröðum stofnunarinnar, Sagnfræðirannsóknum og Ritsafni Sagnfræðistofnunar,<br />

og ákveðið var að hefja nýja ritröð með doktorsritgerðum á<br />

ensku. Valur Ingimundarson dósent annast ritstjórn hennar.<br />

Árlegan minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar hélt brasilíski sagnfræðingurinn<br />

Patricia Pires Boulhosa 29. október: Gamli sáttmáli: Fact or Fabrication. Þá hélt<br />

hún málstofu um efnið Writing Medieval Icelandic History: a Critical Assessment<br />

með aðildarfólki Sagnfræðistofnunar og boðsgestum hennar 31. október.<br />

Rannsóknir einstakra starfsmanna eru eins og áður helstu rannsóknarverk<br />

Sagnfræðistofnunar, og er gerð grein fyrir þeim í Ritaskrá Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Þar að auki hefur stofnunin komið að margs konar rannsóknarverkefnum í samstarfi<br />

við aðra. Að Reykholtsverkefni hefur verið unnið áfram undir stjórn Helga<br />

Þorlákssonar prófessors. Í verkefnið Sögu íslenskrar utanlandsverslunar var<br />

Sumarliði Ísleifsson ráðinn verkefnisstjóri. Fjögur hundruð ára afmælis Brynjólfs<br />

Sveinssonar biskups var minnst með sýningu í Þjóðarbókhlöðu og dagskrá, bæði<br />

þar og í Skálholti. Var Helgi Þorláksson fulltrúi stofnunarinnar í því verki. Undir<br />

stjórn Guðmundar Jónssonar, prófessors, var hafið átak til að safna munnlegum<br />

heimildum. Hefur tekist samstarf við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum,<br />

Kennaraháskóla Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn um verkefnið og<br />

fengist til þess 2 millj. króna fjárveiting af ríkisfé. Stofnunin á aðild að fleiri rannsóknarverkum,<br />

ýmist þannig að hún eigi fulltrúa í stjórn þeirra eða hafi gerst<br />

bakhjarl þeirra, þegar það opnar leiðir til að Íslendingar, þótt ótengdir séu Sagnfræðistofnun,<br />

geti fengið útlent fé til samstarfsverkefna. Á árinu bættist eitt slíkt<br />

verkefni við, um norræna landbúnaðarsögu, þar sem Árni Daníel Júlíusson er aðalfulltrúi<br />

Íslendinga.<br />

Stofnunin starfrækir vefsetrið Söguslóðir, þar sem eru vistuð margs konar<br />

upplýsingasöfn um sagnfræði og birtar fréttir af fræðasviðinu. Meðal annars er þar<br />

ritaskráin Íslandssaga í greinum með greinum um íslenska sögu og sagnfræði í<br />

tímaritum og öðrum greinasöfnum frá upphafi. Skráin nær ekki lengra en til rita útgefinna<br />

árið 2000, en á árinu var hafið átak í að færa hana upp til nútímans.<br />

Í samvinnu við aðra aðila vann Sagnfræðistofnun að undirbúningi tveggja þinga á<br />

árinu, þriðja íslenska söguþingsins, sem verður haldið í maí 2006, og 26. norræna<br />

sagnfræðiþingsins, sem boðið hefur verið til í Reykjavík í ágúst 2007.<br />

124


Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum<br />

Starfssvið og hlutverk<br />

Markmið stofnunarinnar er að stuðla að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum.<br />

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála,<br />

máltaka, málfræði, málvísindi, menningafræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi<br />

tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í<br />

erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um<br />

þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur<br />

fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum<br />

og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita.<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Forstöðumaður var Auður Hauksdóttir og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir.<br />

Auk þeirra sátu í fagráði Ásdís R. Magnúsdóttir, Gauti Kristmannsson og<br />

Matthew J. Whelpton. Um mitt ár tók Júlían Meldon D’Arcy sæti Matthews í fagráðinu.<br />

Erla Erlendsdóttir sat í fagráðinu á meðan á barneignarorlofi Ásdísar R.<br />

Magnúsdóttur stóð. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í<br />

fullu starfi fram til 31. júlí en Dóra Stefánsdóttir frá 9. ágúst. Lára Sólnes starfaði<br />

sem verkefnisstjóri frá janúar til apríl við undirbúning afmælisráðstefnunnar<br />

Samræður menningarheima.<br />

Starfsemi<br />

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar og málþinga stóð stofnunin fyrir viðamikilli alþjóðlegri<br />

ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur á 75 ára afmæli hennar hinn<br />

15. apríl. Heiti ráðstefnunnar var Samræður menningarheima eða Dialogue of<br />

Cultures. Í lok apríl fór fram kynning á Spáni á stofnuninni. Frá 2003 stjórnaði SVF<br />

norrænu neti um tungutækni og lauk starfsemi þess með ráðstefnu í Háskóla Íslands<br />

í janúar.<br />

Fyrirlestraröð<br />

Alls hélt 21 fræðimaður fyrirlestra á vegum stofnunarinnar á vor- og haustmisseri:<br />

Vormisseri<br />

• Júlía G. Hreinsdóttir, táknmálskennari: Er menning heyrnarlausra til?<br />

• Nigel Watson, leikari og fræðimaður: Is Shakespeare Still our Contemporary?<br />

• Eyjólfur Már Sigurðsson, DEA, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ:<br />

Hugmyndir nemenda um tungumálanám og kennslu.<br />

• Elísabet Siemsen, M.Paed.: 3. mál í framhaldsskóla: hvers vegna velja nemendur<br />

þýsku.<br />

• Pétur Knútsson, dósent: The Naked and the Nude: Intimacy in Translation.<br />

• Gauti Kristmannsson, aðjúnkt: Das Licht der Welt in Laxness Übersetzungen.<br />

• Kolbrún Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Icelandic Online: Íslenska sem annað<br />

mál.<br />

• Ástvaldur Ástvaldsson, University of Liverpool: Making Sense: Representations<br />

of Cultural Diversity in Latin America.<br />

• Birna Arnbjörnsdóttir, dósent: Tvítyngi: kostur eða ókostur?<br />

• Oddný Sverrisdóttir, dósent: Föst orðasambönd og orðatiltæki í þýskum og íslenskum<br />

íþróttafréttum.<br />

Haustmisseri<br />

• Hanne-Vibeke Holst, rithöfundur: Kvinder, mænd, magt og sex.<br />

• Útgáfufyrirlestur Gauta Kristmannssonar, aðjúnkts: Literary Diplomacy.<br />

• Viola Miglio, lektor: Svik í bókmenntaþýðingum.<br />

• Martin Regal, dósent: Hollywood Musicals.<br />

• Hildur Halldórsdóttir, MA: Þýðingar á verkum H.C. Andersen.<br />

• Jon Milner, lektor: National Identity and Educational Material.<br />

• Søren Ulrik Thomsen, rithöfundur: Kritik af negationstænkningen i kulturen.<br />

• Benedikt Hjartarson, verkefnisstjóri hjá Bókmenntastofnun: Bóhemmenning,<br />

kabarett og framúrstefna í Berlín.<br />

• Pétur Knútsson, dósent: Finger and Thumb.<br />

• Útgáfufyrirlestur Júlían Meldon D’Arcy, prófessors: Subversive Scott.<br />

• Baldur Ragnarsson, fv. menntaskólakennari: Esperantó: raunhæf lausn á<br />

tungumálavandanum.<br />

125


Samræður menningarheima: Afmælisráðstefna til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára<br />

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið<br />

og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru:<br />

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti<br />

Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands,<br />

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra,<br />

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir<br />

borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll<br />

Skúlason rektor. Ráðstefnunefnd skipuðu: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF,<br />

Gauti Kristmannsson aðjúnkt, Guðrún Bachmann kynningarstjóri, Inga Jóna<br />

Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristín A. Árnadóttir skrifstofustjóri, Magnús<br />

Diðrik Baldursson skrifstofustjóri, María Þ. Gunnlaugsdóttir deildarsérfræðingur,<br />

Matthew Whelpton dósent, Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti og Ólafur Egilsson<br />

sendiherra. Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands<br />

þar sem Páll Skúlason rektor afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn<br />

Erling Jónsson. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi<br />

afmælisdagsins 15. apríl. Setning ráðstefnunnar fór fram við hátíðlega athöfn í<br />

Háskólabíói 14. apríl að viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra<br />

gesta. Páll Skúlason rektor setti ráðstefnuna, en forseti Íslands herra Ólafur<br />

Ragnar Grímsson flutti opnunarræðu. Einnig flutti menntamálaráðherra Þorgerður<br />

Katrín Gunnarsdóttir ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur<br />

ráðstefnunnar: Towards a Philosophy of Language Diversity, og kór Kársnesskóla<br />

söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.<br />

Auk prófessors David Crystal voru eftirtaldir lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni:<br />

• Mary Robinson, forseti Írlands 1990-1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu<br />

þjóðanna 1997-2002, sem fjallaði um mannréttindi og stöðu kvenna,<br />

• Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og ráðgjafi<br />

Jacques Chirac, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa. Efni fyrirlestrarins<br />

var opinbert trúleysi og aðlögun nýbúa í Frakklandi (Laïcité et intégration<br />

en France).<br />

• Shinako Tsuchyia þingkona ræddi um konur í japönsku nútímasamfélagi og<br />

matarmenningu.<br />

• Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar<br />

(WTO). Heiti fyrirlestrar hans var Economic Integration and its Impact on Cultural<br />

Diversity.<br />

• Kristín Ingólfsdóttir, prófessor og nýkjörinn rektor Háskóla Íslands. Erindi<br />

hennar bar yfirskriftina Menntun og þekking – beittustu vopn fámennrar<br />

þjóðar.<br />

• Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv.<br />

alþingismaður fjallaði um aðdraganda forsetakosninganna árið 1980.<br />

Aðrir fyrirlesarar voru: Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri, Sigurður Pétursson<br />

lektor, Ólafur Ragnarsson útgefandi, Guðrún Magnúsdóttir framkvæmdastjóri,<br />

Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og<br />

heyrnarskertra, og Sture Allén prófessor.<br />

Málstofur<br />

Haldnar voru 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimanna fluttu erindi. Af<br />

þeim fóru 11 fram á íslensku en 9 á erlendum málum. Umfangsmesta málstofan<br />

var Linguistic and Cultural Diversity, sem var tvískipt og stóð yfir báða ráðstefnudagana.<br />

• Language and Cultural Diversity. Málstofan var kostuð af Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Umsjón höfðu: Auður Hauksdóttir dósent, Jens Allwood prófessor<br />

og Anju Saxena dósent. Málstofustjórar voru Jens Allwood og Höskuldur<br />

Þráinsson prófessor. Matthew Whelpton stjórnaði pallborðsumræðum. Fyrirlesarar<br />

voru: Jens Allwood prófessor, Göteborgs universitet, Peter Austin<br />

prófessor, University of London, Tove Skutnabb-Kangas prófessor, Roskilde<br />

Universitetsenter, Kristján Árnason prófessor, Steve Fassberg prófessor,<br />

Hebrew University of Jerusalem, Michael Krauss, prófessor emeritus, University<br />

of Alaska, Nicholas Ostler, Foundation for Endangered Languages,<br />

Matthias Brenzinger prófessor, Universität zu Köln, Michael Noonan prófessor,<br />

University of Wisconsin, Udaya Narayana Singh, Central Institute of Indian<br />

Languages, og Osahito Miyaoka prófessor, Osaka Gakuin University.<br />

• Digital Documentation. Fyrirlesarar voru: Susan Hockey, prófessor emeritus,<br />

University College London, Anju Saxena dósent, Uppsala universitet, David<br />

126


Nathan, University of London, Lars Borin, Göteborgs universitet, Eiríkur<br />

Rögnvaldsson prófessor og Trond Trosterud, Universitetet i Tromsø.<br />

• Biblíu- og sálmaþýðingar að fornu og nýju. Málstofustjóri: Halldór Reynisson<br />

verkefnisstjóri. Fyrirlesarar: Einar Sigurbjörnsson prófessor, Guðrún Kvaran<br />

prófessor, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og Jón Ma. Ásgeirsson prófessor.<br />

• Fólksflutningar og tungumál. Málstofustjóri: Birna Arnbjörnsdóttir dósent.<br />

Fyrirlesarar, auk Birnu: Helga Kress prófessor, Þórdís Gísladóttir MA, Unnur<br />

Dís Skaptadóttir dósent og Ahn Dao Tran MA.<br />

• Íslenska í senn forn og ný. Málstofustjóri: Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður<br />

Íslenskrar málstöðvar. Fyrirlesarar: Njörður P. Njarðvík prófessor, Ragnheiður<br />

Gyða Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður, Jón G. Friðjónsson prófessor og<br />

Kristján Árnason prófessor.<br />

• Að yrkja (um) landið. Málstofustofustjóri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.<br />

Fyrirlesarar og flytjendur: Andrés Arnalds, Kristbjörg Kjeld og Gunnar<br />

Eyjólfsson, leikarar, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar,<br />

Nína Aradóttir og Stefán Tandri Halldórsson, nemendur í Snælandsskóla,<br />

Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri, Sigurður Pálsson skáld og Hákon<br />

Aðalsteinsson og Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmenn.<br />

• Heilsa, samfélag og hjúkrun. Málstofustjóri: Erna B. Friðfinnsdóttir, formaður<br />

Félags hjúkrunarfræðinga. Fyrirlesarar: Kristín Björnsdóttir dósent, Guðrún<br />

Guðmundsdóttir verkefnisstjóri, Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur<br />

og verkefnisstjóri, Sóley S. Bender dósent og Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor og<br />

sviðsstjóri.<br />

• Aflvaki breyttrar heilbrigðisþjónustu. Málstofustjóri: Ingibjörg Pálmadóttir, fv.<br />

heilbrigðisráðherra. Umsjón: Ásta Thoroddsen dósent. Fyrirlesarar: Sigmundur<br />

Ernir Rúnarsson ritstjóri, Ófeigur Þorgeirsson læknir, Benedikt<br />

Benediktsson tölvunarfræðingur, Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri, Gyða Halldórsdóttir<br />

meistaranemi og Baldur Johnsen sviðsstjóri.<br />

• Ísland og umheimurinn. Málstofustjóri: Anna Agnarsdóttir dósent. Fundarstjóri:<br />

Guðmundur Hálfdanarson prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Magnússon,<br />

sjónvarpsmaður og rithöfundur, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur og Helgi<br />

Þorláksson prófessor.<br />

• Tækniþróun og umhverfisvernd – sættanleg sjónarmið? Málstofustjóri: Júlíus<br />

Sólnes prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Aðalheiður<br />

Jóhannsdóttir aðjúnkt og Sigurður Brynjólfsson prófessor.<br />

• Menntun, menning og mannrækt. Málstofustjóri: Hafdís Ingvarsdóttir dósent.<br />

Fyrirlesarar: Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor, Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor,<br />

Guðrún Geirsdóttir lektor, Sigurlína Davíðsdóttir lektor og Hafdís Ingvarsdóttir<br />

dósent.<br />

• Ferðamál, tungumál og menning. Málstofustjóri: Magnús Oddsson ferðamálastjóri.<br />

Fyrirlesarar: Svanhildur Konráðsdóttir forstöðumaður, Valgeir S.<br />

Þorvaldsson framkvæmdastjóri og Anna Dóra Sæþórsdóttir lektor.<br />

• Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980-1996. Málstofustjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir<br />

prófessor. Fyrirlesarar: Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur,<br />

Svanur Kristjánsson prófessor, Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands.<br />

Ávörp: Svanhildur Halldórsdóttir, fv. kosningastjóri, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri<br />

og Una Björg Einarsdóttir stjórnmálafræðingur.<br />

• Palabras de acá y de allá. Málstofustjórar: Erla Erlendsdóttir lektor og Kristín<br />

Guðrún Jónsdóttir stundakennari. Fyrirlesarar: Erla Erlendsdóttir lektor, Jón<br />

Hallur Stefánsson útvarpsmaður, Kristín Guðrún Jónsdóttir stundakennari,<br />

Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi og Stefán Á. Guðmundsson stundakennari.<br />

• The International Press and the Western Worldview. Málstofustjórar: Bogi<br />

Ágústsson fréttastjóri og Ólafur Stephensen aðstoðarritstjóri. Fyrirlesarar:<br />

Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, Viðskiptaháskólanum Bifröst, og Henryk M.<br />

Broder, ritstjóri Der Spiegel.<br />

• Youth Dialogue Across Cultures. Málstofustjórar: Ástríður Magnúsdóttir og<br />

Guðrún Kristjánsdóttir. Umsjón: Guðrún Kristjánsdóttir.<br />

• Dialog mellem domæner. Málstofustjóri: Jørn Lund, prófessor og forstöðumaður<br />

DSL. Fyrirlesarar: Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur,<br />

Bo Göranzon, Sveinn Einarsson UNESCO Jón Sigurðsson bankastjóri NIB og<br />

Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins.<br />

• Translation as Cultural Dialogue. Umsjón Gauti Kristmannsson aðjúnkt. Fyrirlesarar:<br />

Henrik Gottlieb dósent, Kaupmannahafnarháskóla, Hildur Halldórsdóttir<br />

meistaranemi og Gauti Kristmannsson aðjúnkt.<br />

• Global Trade & Culture. Málstofustjórar: Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og<br />

Heiðrún Jónsdóttir lögmaður. Fyrirlesarar: Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri<br />

WTO, Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri, Guðjón Svansson<br />

verkefnisstjóri, Gylfi Magnússon prófessor, Hannes Smárason, stjórnarfor-<br />

127


maður FL-Group, Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa hf. og Sigurjón<br />

Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.<br />

• Modern Icelandic Literature in Foreign Languages. Umsjón: Guðrún Nordal<br />

forstöðumaður, Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Lára Sólnes, verkefnisstjórar.<br />

Málstofustjóri: Gunnþórunn Guðmundsdóttir aðjúnkt. Fyrirlesarar og flytjendur:<br />

Dagný Kristjánsdóttir prófessor, Einar Már Guðmundsson rithöfundur,<br />

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur, Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Andri Snær<br />

Magnason rithöfundur, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Sjón rithöfundur.<br />

• Literatur Dialog. Málstofustjórar: Oddný G. Sverrisdóttir dósent og Peter<br />

Weiß, Göthe-Zentrum. Fyrirlesarar: Peter Urban-Halle bókmenntagagnrýnandi,<br />

Berlín, Dietmar Goltschnigg prófessor, Universität Graz, Peter<br />

Colliander prófessor, Handelshøjskolen i København, og Frank Albers, Robert<br />

Bosch Stiftung.<br />

• Rómanskir kvikmyndadagar: I cento passi (Ítalía, 2000). Erindi: Stefano<br />

Rosatti stundakennari. Smoking Room (Spánn, 2002). Erindi: Guðmundur Erlingsson<br />

stundakennari. Whisky (Úrúgvæ, 2004). Erindi: Hólmfríður Garðarsdóttir<br />

dósent. Le déclin de l’empire américain (Kanada, 1986). Erindi: Gérard<br />

Lemarquis stundakennari, Indochine (Frakkland, 1992). Erindi: Gérard Lemarquis<br />

stundakennari.<br />

Eftirtaldir aðilar styrktu ráðstefnuna: Ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Háskóli<br />

Íslands, Norræna ráðherranefndin, Baugur Group, CGI Iceland, Fondet for Dansk-<br />

Islandsk Samarbejde, Icelandair, Menningar- og styrktarsjóður Íslandsbanka og<br />

Sjóvár, KB Banki, Landsbanki Íslands, Morgunblaðið, Norræna ráðherranefndin,<br />

P. Samúelsson hf., Seðlabanki Íslands, Sendiráð Bandaríkjanna, Sparisjóður<br />

Keflavíkur, SPRON, Útflutningsráð.<br />

CALL og PR Tölvustudd tungumálakennsla<br />

SVF hefur stýrt norrænu neti um tungutækni frá árinu 2003 og lauk netsamstarfinu<br />

með ráðstefnu í Háskóla Íslands dagana 28.-29. janúar. Yfirskrift ráðstefnunnar<br />

var CALL og PR Tölvustudd tungumálakennsla. Frummælendur<br />

voru: Peppi Taalas, dósent: Att integrera teknologi i språkundervisning, Sven<br />

Strömkvist, prófessor: Datorn som forskningsverktyg i studiet av språkligt beteende,<br />

Henrik Selsøe Sørensen, lektor og Bodil Aurstad, lektor: Ideer til internetstøttet<br />

undervisning i nabokulturelle forhold og Hanne Ruus, varaforstöðumaður<br />

CST: Beta-testning af et tekstbaseret e-learningsystem<br />

Málþing<br />

ERIC – European Resources for Intercultural Communication: Hinn 9. september<br />

var haldin ráðstefna á vegum samstarfsnetsins ERIC – European Resources for<br />

Intercultural Communication. Frummælendur voru: Friedrich A. Kittler, prófessor:<br />

Writing Systems throughout European History, Gottskálk Þór Jensson, lektor:<br />

Writing Speech and Speaking Writing, dr. Gauti Kristmannsson: Form as<br />

Meaning, Ingibjörg Hafstað, kennari: Increasing Cross-Cultural Competence og<br />

Jón Ólafsson, prófessor: Meaning and Cultural Competence.<br />

Tungumál og atvinnulífið. Markaðssetning og útrás: Hinn 3. nóvember var haldið<br />

málþing um markaðssetningu og útrás í umsjón Gauta Kristmannssonar.<br />

Frummælendur voru: Sol Squire: International English and the Internet, Hildur<br />

Árnadóttir: Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum, Sverrir Berg Steinarsson:<br />

Islenskan i althjodlegu vidskiptaumhverfi.<br />

Málþing um Don Kikota: Í tilefni af 400 ára útgáfuafmælis skáldsögu Cervantes<br />

var efnt til málþings laugardaginn 1. október. Fyrirlesarar voru Carlos Alvar og<br />

José María Blecua, Brian L. Frazier og Margrét Jónsdóttir.<br />

Þýðingahlaðborð: Þriðjudaginn 29. nóvember stóð SVF fyrir málþingi um<br />

þýðingar. Erindi héldu Snæbjörn Arngrímsson, forleggjari hjá Bjarti og Ingibjörg<br />

Haraldsdóttir, rithöfundur og þýðandi og auk þess lásu eftirtaldir úr nýjum<br />

þýðingum sínum á: Tómas R. Einarsson: Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón,<br />

Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Slepptu mér aldrei eftir Kashuo Ishiguro, Anna<br />

María Hilmarsdóttir: Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, Guðrún H. Tulinius:<br />

Hæðir Macchu Picchu eftir Pablo Neruda og Rúnar H. Vignisson: Barndómur<br />

eftir J.M. Coetzee.<br />

Evrópski tungumáladagurinn: Í samvinnu við STÍL var efnt til málþings í tilefni<br />

af Evrópska tungumáladeginum. Málþingið var haldið í Verzlunarskóla Íslands<br />

föstudaginn 23. september. Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði þingið, en fyrirlesarar<br />

voru: Sigurborg Jónsdóttir, formaður STÍL: Nýjar áherslur í tungumála-<br />

129


kennslu framhaldsskólanna, Bogi Ágústsson, fréttastjóri RÚV: Erlend tungumál<br />

og íslenskir fjölmiðlar, Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri: Mikilvægi erlendra<br />

tungumála fyrir útrás íslenskra fyrirtækja, Björn Þorsteinsson, heimspekingur:<br />

Tungumál: lykill að háskólanámi, Júlíus Jónasson, fv. atvinnumaður í<br />

handknattleik: Íþróttir og tungumál, Tatjana Latinovic, túlkur, þýðandi og formaður<br />

Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Hverju geta útlendingar búsettir<br />

á Íslandi miðlað Íslendingum? Flutt var atriði úr söngleiknum Kabarett. Fundarstjóri<br />

var Bertha Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.<br />

Í framhaldi af þinginu var efnt til skemmtidagskrár í Kringlunni þar sem nemendur<br />

af öllum skólastigum lásu ljóð og sungu. Jakobínarína söng og spilaði og<br />

flutt var atriði úr söngleiknum Kabarett.<br />

Kynning á SVF á Spáni<br />

Dagana 20. til 28. apríl fór fram kynning á Spáni á SVF. Dr. Erla Erlendsdóttir og<br />

dr. Hólmfríður Garðarsdóttir höfðu veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd<br />

kynningarinnar. Auk þeirra tóku þátt frú Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir,<br />

Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Guðrún Birgisdóttir. Í ferðinni voru háskólastofnanir<br />

í Barcelona, Sevilla og Madrid heimsóttar og gerðir voru samstarfssamningar<br />

um kennslu og rannsóknir við Háskólann í Sevilla, Universitat de<br />

Barcelona, Universidad Autónoma de Barcelona, Universidad Autónoma de<br />

Madrid og Universidad Complutense de Madrid.<br />

Þýskubílinn - átaksverkefni um þýskukennslu<br />

Að frumkvæði Oddnýjar G. Sverrisdóttur var efnt til átaksverkefnisins Þýskubíllinn<br />

í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem haldin verður í<br />

Þýskalandi vorið 2006. Verkefnið hófst 13. júlí og stendur til vors 2006. Þýskubíllinn<br />

er samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukennara,<br />

Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands. Þýskubíllinn er sportjeppi<br />

af gerðinni Porsche Cayenne og hefur þýskuþjálfarinn Kristian Wiegandog<br />

ekið bílnum um Ísland og heimsótt grunn- og framhaldsskóla. Nemendum hefur<br />

verið boðið á örnámskeið í fótboltaþýsku þar sem fjallað er um knattspyrnu<br />

og HM. Átakið er m.a. styrkt af Robert Bosch-stofnuninni og Würth stofnuninni í<br />

Stuttgart.<br />

Þýsk-íslenskt orðabókarverkefni<br />

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tengist vinnu við gerð þýsk-íslenskrar orðabókar,<br />

sem unnin er af Klett/Pons forlaginu. Oddný G. Sverrisdóttir, Guðrún<br />

Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans og Hans Fix Bonner, prófessor við<br />

Háskólann í Greifsvald eru í ráðgjafanefnd um orðabókarverkefnið. Bosch stofnunin<br />

styrkir verkefnið, en tilkynnt var um stuðninginn er Vigdís Finnbogadóttir<br />

og Oddný G. Sverrisdóttir heimsóttu Bosch stofnunina í maí 2004. Stefnt er að<br />

því að bókin komi út árið 2008 og hefur Margrét Pálsdóttir verið ráðin verkefnastjóri.<br />

Útgáfur fræðirita<br />

Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden - SVF gaf út afmælisrit til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur með safni greina um norrænar bókmenntir og tungur<br />

ritaðar á dönsku, norsku og sænsku. Nokkrar þeirra byggjast á fyrirlestrum<br />

er fluttir voru á ráðstefnu, sem SVF stóð fyrir í tengslum við vígslu Norðurbryggju<br />

í Kaupmannahöfn í nóvember 2003. Ritstjórar eru: Auður Hauksdóttir,<br />

Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen. Norræni menningarsjóðurinn styrkti útgáfu<br />

bókarinnar, sem er 207 blaðsíður að lengd.<br />

Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism - Höfundur<br />

bókarinnar er Júlían Meldon D’Arcy, prófessor og fjallar hún um sögulegar<br />

skáldsögur Sir Walters Scotts. Bókin er 297 blaðsíður að lengd og kom út hjá<br />

Háskólaútgáfunni.<br />

Styrktarsjóður SVF<br />

Margir velunnarar hafa lagt Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur lið<br />

á árinu ekki síst í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar. Af mikilsmetnum framlögum<br />

vina Vigdísar í tengslum við afmæli hennar ber sérstaklega að nefna 10<br />

milljóna króna styrk frá Søren Langvad og fyrirtækjum hans E. Phil & Søn A.S.<br />

og Ístak hf. Bláa Lónið lagði sjóðnum til 70.000 kr. Þá styrktu hjónin Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir og Hjalti Geir Kristjánsson sjóðinn með 500.000 króna framlagi<br />

í nóvember sl. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnskrá sjóðsins yrði opin fram<br />

til 15. apríl <strong>2005</strong>, en sjóðsstjórn ákvað að fara þess á leit, að sá tími yrði framlengdur<br />

um eitt ár eða fram til 15. apríl 2006.<br />

130


Fjárframlög til SVF<br />

Á árinu styrkti KB banki SVF með þriggja milljón króna framlagi og Riksbankens<br />

Jubilumsfond veitti henni liðlega 2,3 milljóna króna styrk. Styrkjunum á að<br />

verja til að undirbúa framtíðarætlunarverk stofnunarinnar um að koma á fót alþjóðlegri<br />

miðstöð tungumála. Eins og undanfarin ár styrkti Prentsmiðjan Gutenberg<br />

almenna starfsemi stofnunarinnar með rúmlega 300.000 króna framlagi<br />

og Orkuveita Reykjavíkur hét stofnuninni 600.000 króna árlegu framlagi til tveggja<br />

ára. Einnig veitti Lýsi hf. SVF 50.000 kr. styrk. Eins og áður er getið styrkti<br />

Norræni menningarsjóðurinn útgáfu afmælisrits og NorFA fjármagnaði starfsemi<br />

norræns nets um notkun tölva og tungutækni við kennslu og rannsóknir<br />

erlendra tungumála sem stofnunin leiddi. Jafnframt styrktu fjölmörg fyrirtæki<br />

afmælisráðstefnuna Samræður menningarheima með beinum fjárframlögum,<br />

sjá nánar bls.<br />

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur<br />

Eins og endranær hefur Vigdís Finnbogadóttir reynst stofnuninni ómetanlegur<br />

bakhjarl. Hún hefur lagt ómælda vinnu af mörkum í tengslum við starfsemi SVF.<br />

131


Lagadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Fjöldi nemenda í lagadeild var 576 á haustmisseri <strong>2005</strong> og þar af voru nýnemar<br />

191. Konur voru 288 og karlar voru einnig 288.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu við lagadeild 9 prófessorar, 2 dósentar í fullu starfi, 2 dósentar<br />

og 4 lektorar í hlutastarfi, 8 aðjúnktar og um 40 stundakennarar. Breytingar<br />

á starfsliði kennara á árinu voru þær að Aðalheiður Jóhannsdóttir og Benedikt<br />

Bogason fengu framgang í störf dósents, Brynhildur G. Flóvenz og Eyvindur G.<br />

Gunnarsson voru ráðin í hlutastörf sem lektorar og Hafdís H. Ólafsdóttir og Jón<br />

Þór Ólason voru ráðin aðjúnktar.<br />

Páll Hreinsson tók við starfi deildarforseta 1. júlí <strong>2005</strong> og sama dag tók Viðar Már<br />

Matthíasson við starfi varadeildarforseta. Breytingar urðu á stjórnsýslu lagadeildar<br />

þannig að María Thejll tók að sér starf kynningarfulltrúa í hlutastarfi og Stella<br />

Vestmann tók við 100% starfi fulltrúa. Auk þeirra starfa var skrifstofustjóri í 100%<br />

starfi og alþjóðasamskiptafulltrúi í 50% starfi.<br />

Kennslumál<br />

Í lagadeild er boðið upp á þriggja ára 90 eininga nám til BA-prófs í lögfræði. Að<br />

loknu BA-prófi er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám til meistaraprófs sem<br />

jafngildir embættisprófi í lögfræði og útskrifast nemendur með lærdómstitilinn<br />

magister juris (mag.jur.). Framhaldsnámið er þannig byggt upp að nemendur<br />

skulu ljúka 45e í valnámskeiðum auk 15e meistararitgerðar. Boðið er upp á u.þ.b.<br />

10 valnámskeið á íslensku og 5 valnámskeið á ensku við lagadeild á hverju misseri,<br />

og vegur hvert þeirra 3e. Hvert námskeið er að jafnaði kennt á tveggja ára<br />

fresti.<br />

Frá haustinu 2003 hefur verið boðið upp á rannsóknatengt meistaranám á ensku<br />

við lagadeild með aðaláherslu á þjóðarétt og umhverfisrétt, „LL.M. in International<br />

and Environmental Law“. Námið er skipulagt sem tveggja ára nám (60e) að loknu<br />

BA-prófi í lögfræði eða 45e nám að loknu 4-5 ára grunnnámi í lögfræði. Í LL.M.-<br />

náminu er boðið upp á rúmlega 20 námskeið auk ritgerða og verkefnavinnu.<br />

Námskeiðin lúta öll að alþjóðlegri eða svæðisbundinni lögfræði eða lögfræðigreinum<br />

með alþjóðlegu ívafi. Náminu lýkur með 15e meistararitgerð. Öll<br />

kennsla, próf og verkefnavinna fer fram á ensku, enda er námsleið þessi og<br />

námskeiðin ætluð erlendum lögfræðingum eða laganemum í stúdentaskiptum<br />

sem og íslenskum lögfræðingum eða laganemum í framhaldsnámi, ef þeir síðastnefndu<br />

kjósa að blanda saman námskeiðum á íslensku og ensku.<br />

Nemendur við aðrar deildir Háskóla Íslands geta tekið þátt í tilteknum námskeiðum<br />

við lagadeild sem hluta valnáms þeirra, einkum á sviði stjórnsýsluréttar og<br />

fjármunaréttar, og fer þeim kostum fjölgandi. Er þannig boðið upp á BA- og BSpróf<br />

með lögfræði sem aukagrein við nokkrar deildir HÍ þar sem stúdentar taka<br />

lögfræðinámskeiðin við lagadeild.<br />

Doktorsnám<br />

Haustið 2004 var tekið upp við deildina 90 eininga doktorsnám í lögfræði. Markmið<br />

doktorsnámsins er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá<br />

undir vísindastörf, m.a. háskólakennslu og sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir.<br />

Doktorsritgerð við lagadeild skal metin til 90 eininga. Doktorsnám við lagadeild<br />

er þriggja ára fullt nám. Stundi doktorsnemi námið að hluta má námið taka<br />

allt að fimm ár. Doktorspróf við lagadeild, að undangengnu doktorsnámi sam-<br />

Fjárveitingar og útgjöld lagadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 103.464 102.724 117.205<br />

Fjárveiting 97.216 98.830 114.686<br />

132


kvæmt reglum um námið, veitir lærdómstitilinn Philosphiae Doctor (Ph.D.). Á árinu<br />

<strong>2005</strong> voru 2 lögfræðingar í doktorsnámi við deildina.<br />

Doktorsvörn<br />

Hinn 5. febrúar <strong>2005</strong> fór fram doktorsvörn við lagadeild Háskóla Íslands en þá<br />

voru liðin 27 ár síðan doktorsvörn fór þar síðast fram. Páll Hreinsson, lagaprófessor,<br />

varði doktorsritgerð sína „Hæfisreglur stjórnsýslulaga“. Andmælendur<br />

voru Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar HÍ og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður<br />

Alþingis. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, stjórnaði athöfninni sem<br />

fór fram í Hátíðarsal Háskólans.<br />

Um er að ræða eina viðamestu rannsókn í lögfræði við lagadeildina á síðari árum<br />

og fjallar ritgerðin, sem er tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd, um hæfisreglur<br />

II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hæfisreglur hafa það í för með sér að<br />

starfsmanni, sem er svo tengdur máli eða aðilum þess að haft geti áhrif á viljaafstöðu<br />

hans, ber að víkja sæti. Þótt starfsmenn séu hvorki tengdir máli eða aðilum<br />

þess á þann veg sem hæfisreglurnar taka til þeirra geta þeir engu að síður haft<br />

fordóma og leyst á ómálefnalegan hátt úr málum af þeim sökum. Hæfisreglurnar<br />

fækka því þeim tilvikum þar sem litið er til ómálefnalegra sjónarmið við úrlausn<br />

máls en koma ekki í veg fyrir það.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Alþjóðasamskipti lagadeildar voru mikil á árinu <strong>2005</strong> eins og endranær. Íslenskum<br />

laganemum, sem taka hluta framhaldsnáms síns við lagadeildir erlendra háskóla,<br />

fer fjölgandi og sama er að segja um þá erlendu laganema sem stunda<br />

skiptinám við lagadeild HÍ. Stunduðu um 20 laganemar skiptinám erlendis á árinu<br />

<strong>2005</strong>. Á hverju ári koma síðan erlendir gestaprófessorar í heimsókn til lagadeildar<br />

og halda þeir iðulega opna fyrirlestra á vegum deildarinnar eða Lagastofnunar<br />

ásamt því að kenna í einstökum námskeiðum við deildina.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í lagadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við rannsóknir<br />

og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum svo sem Lögbergi,<br />

riti Lagastofnunar, í íslenskum og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum. Á<br />

árinu <strong>2005</strong> komu út eftirgreindar bækur, skrifaðar af kennurum lagadeildar:<br />

Skaðabótaréttur – Viðar Már Matthíasson<br />

Um hæfisreglur stjórnsýslulaga - Páll Hreinsson<br />

Lagaslóðir – Páll Sigurðsson<br />

Rannsóknir í félagsvísindum VI - Lagadeild<br />

Við deildina starfar Lagastofnun en hlutverk stofnunarinnar er fyrst og fremst að<br />

stuðla að og styðja hvers konar rannsóknir og kennslu í lögfræði. Einnig sinnir<br />

stofnunin lögfræðilegum þjónustuverkefnum á borð við álitsgerða- og gerðardómsþjónustu.<br />

Lagastofnun hóf útgáfu ritraðar á árinu og var heiti ritgerðar í<br />

fyrsta hefti Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum eftir Jóhannes Karl Sveinsson<br />

hrl. en hann er aðjúnkt við lagadeild.<br />

Málstofur<br />

Á síðustu árum hefur lagadeild haft frumkvæði að því að taka til umfjöllunar<br />

áhugaverð lögfræðileg málefni með því að efna til opinna málþinga, málstofa,<br />

fræðslufunda og fyrirlestra, þar sem kennarar lagadeildar hafa í mörgum tilvikum<br />

flutt erindi byggð á rannsóknum sínum. Sem dæmi um þetta má nefna málstofur<br />

í tengslum við kennslu í stjórnskipunarrétti, fræðafundina „Af vettvangi<br />

dómstólanna“ þar sem fjallað er um nýuppkveðna hæstaréttardóma og ýmis málþing<br />

og fyrirlestra á vegum deildarinnar og Lagastofnunar. Á árinu <strong>2005</strong> voru<br />

haldnar 12 málstofur á vegum lagadeildar og Lagastofnunar og er gerð grein fyrir<br />

þeim í kafla Lagastofnunar í árbókinni. Eftirfarandi fyrirlesarar fluttu erindi á<br />

málstofum lagadeildar á árinu:<br />

19. janúar: Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni Benediktsson alþingismenn;<br />

Hverju þarf að breyta í stjórnarskránni?<br />

2. febrúar: Björg Thorarensen og Ólafur Þ. Harðarson, prófessorar við<br />

Lög um fjármál stjórnmálaflokkanna:<br />

Lýðræðisleg nauðsyn eða skerðing á félagafrelsi?<br />

23. febrúar: Kári á Rógvi, LL.M. og Ph.D. nemi við lagadeild HÍ;<br />

Judicial review in the Nordic Countries.<br />

Different theories and developments.<br />

133


30. september: Helgi Áss Grétarsson stud. jur.;<br />

Umgengnisréttur - Framkvæmd umgengnismála hjá<br />

sýslumanninum í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu<br />

árin 2002-2003.<br />

Kynningarstarf<br />

Kynningarnefnd lagadeildar hefur það hlutverk að auka kynningu á deildinni, m.a.<br />

með fræðafundum og málstofum, viðtölum, fréttatilkynningum og útgáfustarfsemi<br />

ýmis konar.<br />

Heimasíðu lagadeildar er ætlað að veita allar nauðsynlegar upplýsingar um nám<br />

við deildina svo og almennar upplýsingar. Heimasíðan er í stöðugri vinnslu og<br />

uppfærð reglulega enda er hún helsta kynningarefni deildarinnar og hefur komið<br />

að verulegu leyti í stað sérstakra bæklinga um hana.<br />

Lagadeild og Orator, félag laganema, standa einnig saman að kynningarfundum<br />

um almenn og sérstök atriði varðandi nám við deildina og háskólanám almennt.<br />

Lagadeild hefur, eins og aðrar deildir Háskólans, sérstaka kynningu á árlegri<br />

námskynningu skóla á háskólastigi á vorin. Laganemar, kennarar og aðrir starfsmenn<br />

deildarinnar mæta þar og veita ýmsar upplýsingar um laganámið, auk þess<br />

sem dreift er bæklingum og blöðum um nám við lagadeild. Jafnframt hafa fulltrúar<br />

Orators farið árlega með kynningar í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Árleg móttaka fyrir afmælisárganga kandidata frá deildinni, allt frá fimm ára upp<br />

í 60 ára afmælisárganga, í samstarfi lagadeildar og Hollvinafélags deildarinnar,<br />

fór fram að venju í Lögbergi í aprílmánuði. Mættu yfir 100 manns og var boðið<br />

upp á léttar veitingar. Starfsemi lagadeildar og Hollvinafélagsins var kynnt og viðstöddum<br />

boðið að gerast aðilar að Hollvinafélaginu.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í lagadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 228 256 484 231 265 497 273 297 570<br />

Brautskráðir<br />

Lögfræði 27 13 40 11 20 31 16 29 45<br />

Lögfræði BA 13 10 23<br />

Sjávarútvegsfræði MS 0 1 1<br />

Lögritarar diplóma 3 3 1 4 5 0 4 4<br />

Lögfræði LLM 1 1 0 3 3<br />

Lögfræði doktorspróf 1 0 1<br />

Samtals 27 16 43 13 24 37 30 47 77<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Lagastofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Stjórn Lagastofnunar var þannig skipuð árið <strong>2005</strong>: Viðar Már Matthíasson, prófessor,<br />

formaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor, varaformaður, Páll Sigurðsson,<br />

prófessor, Ragnheiður Bragadóttir, prófessor og Bjarni Aðalgeirsson,<br />

laganemi meðstjórnendur. Forstöðumaður er María Thejll hdl. Við Lagstofnun<br />

starfa fastir kennarar lagadeildar. Starfsmenn eru ráðnir á verkefnagrunni.<br />

Rannsóknir – Styrkir frá atvinnulífinu<br />

Árið <strong>2005</strong> voru 3 rannsóknastofur starfandi, í skattarétti, Evrópurétti og refsirétti<br />

og afbrotafræði. Rannsóknastofa í refsirétti og afbrotafræði fékk styrk frá dómsmálaráðuneyti<br />

til að lúka þeirri rannsókn en Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur<br />

starfaði við rannsókn í refsirétti og afbrotafræði á árinu ásamt Ragnheiði<br />

Bragadóttur prófessor.<br />

134


Rannsóknastofa í skattarétti var með tvö rannsóknarverkefni árið <strong>2005</strong>. Annað<br />

þeirra var um milliverðlagningu og mun verða gefið út í ritröð Lagastofnunar árið<br />

2006. Ágúst Karl Guðmundsson, lögfræðingur, vann að rannsókninni undir umsjón<br />

Stefáns Más Stefánssonar, prófessors. Var verkefnið alfarið kostað með<br />

styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum. Lögmannsstofan Lex-Nestor og embætti<br />

ríkisskattstjóra kostuðu rannsóknina auk þess sem Fræðasjóður Úlfljóts veitti<br />

styrk til hennar. Fékkst rannsóknastyrkur frá Norræna skattrannsóknaráðinu til<br />

hins verkefnisins.<br />

Útgáfa – Ritröð Lagastofnunar kemur út í fyrsta skipti<br />

Á árinu kom út fyrsta hefti ritraðar Lagastofnunar. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og<br />

aðjúnkt við lagadeild ritaði grein um verktakarétt, nánar til tekið um viðbótarkröfur<br />

verktaka í verktakasamningum. Er tilgangurinn að gefa út fræðigreinar sem eru<br />

lengri og ítarlegri en svo að þær henti til útgáfu í þeim safnritum sem gefin eru út<br />

um lögfræðileg efni. Útgáfa ritraðarinnar er þannig fyrst og fremst hugsuð til þess<br />

að koma á framfæri efni, sem hefur fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir lögfræðinga og<br />

aðra, en yrði e.t.v. ekki gefið út ella. Þá er einnig gert ráð fyrir að rit, sem eru afrakstur<br />

rannsókna í lögfræði, en ekki tilbúin til endanlegrar útgáfu, verði í ritröðinni.<br />

Slíkt er þekkt hjá rannsóknastofnunum í lögfræði annars staðar á Norðurlöndum.<br />

Ætlunin er að gefa ritraðirnar út eftir því sem tilefni gefst til og selja til áskrifenda<br />

auk þess sem þær verða seldar í Bóksölu stúdenta og Bóksölu Úlfljóts.<br />

Málstofur<br />

Lagastofnun og lagadeild sinna fræðsluhlutverki því sem stofnuninni og deildinni<br />

er ætlað af miklum metnaði gagnvart útskrifuðum lögfræðingum og almenningi.<br />

Efnt var til tólf málstofa og fræðafunda á árinu sem er aðeins einni færri en árið<br />

áður en það ár voru haldnar fleiri málstofur en nokkru sinni fyrr. Voru þrjár málstofur<br />

haldnar í samvinnu við lagadeild sem hluti af námskeiði í stjórnskipunarrétti<br />

og ágripi af þjóðarétti, einn fræðafundur var haldinn í samvinnu við Landvernd,<br />

ein málstofa í samvinnu við Hafréttarstofnun og önnur í samvinnu við<br />

Mannréttindastofnun HÍ auk þess sem fram fór opinber vörn kandidatsritgerðar.<br />

Fjórir erlendir fræðimenn fluttu erindi á málstofunum/fræðafundum. Hafa málstofurnar<br />

verið ákaflega vel sóttar en þær voru sem hér segir:<br />

19. janúar: Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni Benediktsson alþingismenn;<br />

Hverju þarf að breyta í stjórnarskránni?<br />

2. febrúar: Björg Thorarensen og Ólafur Þ. Harðarson, prófessorar<br />

við HÍ; Lög um fjármál stjórnmálaflokkanna: Lýðræðisleg<br />

nauðsyn eða skerðing á félagafrelsi?<br />

23. febrúar: Kári á Rógvi, LL.M. og Ph.D. nemi við lagadeild HÍ;<br />

Judicial review in the Nordic Countries. Different theories<br />

and developments.<br />

9. mars: Richard Thompson Ford, prófessor við Stanford Háskóla;<br />

Löggjöf gegn mismunun og aðgerðir gegn kynþáttahatri.<br />

16. mars: Fræðafundur í samvinnu við Landvernd: Umhverfisréttur<br />

og stjórnarskráin. Ole Kristian Fauchald, dósent við Oslóarháskóla<br />

og sérfræðingur í umhverfisrétti, flutti erindi um<br />

reynslu Norðmanna af umhverfisréttarákvæði norsku<br />

stjórnarskrárinnar, sem var tekið upp árið 1992. Að loknu<br />

framsöguerindi voru pallborðsumræður með þátttöku Jóns<br />

Kristjánssonar, ráðherra og formanns stjórnarskrárnefndar<br />

Sigurðar Líndal, prófessors Hjörleifs Guttormssonar,<br />

náttúrufræðings og Aðalheiðar Jóhannsdóttur, lektors við<br />

lagadeild HÍ.<br />

6. apríl: Robin Churchill, prófessor við Cardiff Law School;<br />

Svalbarðamálið.<br />

13. apríl: Fræðafundur kl. 12:15 – 14:00: Páll Hreinsson prófessor við<br />

lagadeild HÍ og Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ;<br />

Kröfugerð og varnaraðild í málum gegn ríkinu.<br />

20. apríl: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur hjá umboðsmanni<br />

Alþingis og stundakennari við lagadeild HÍ;<br />

Einkavæðing ríkisfyrirtækja.<br />

12. september: David Grinlinton, prófessor við Auckland háskóla í Nýja<br />

Sjálandi; Nýsjálensku náttúruaðlindalögin - Recourse<br />

Management Act 1991.<br />

30. september: Helgi Áss Grétarsson stud. jur.; Umgengnisréttur - Framkvæmd<br />

umgengnismála hjá sýslumanninum í Reykjavík og<br />

dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árin 2002-2003 Opinber<br />

vörn kandidatsritgerðar.<br />

136


21. október: Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og aðjúnkt við lagadeild HÍ;<br />

Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum.<br />

28. nóvember: Brynhildur G. Flóvenz lektor við lagadeild HÍ; Hryðjuverk og<br />

mannréttindi.<br />

Annað<br />

Á árinu <strong>2005</strong> hefur Lagastofnun í auknum mæli lagt vinnu í að afla styrkja til<br />

rannsókna frá atvinnulífinu. Leiddi það strax til fjármögnunar rannsókna á árinu<br />

svo sem komið hefur fram. Eins hefur verið lagður grunnur að því að fjármagna<br />

rannsóknastöður við stofnunina með samningum við fyrirtæki og stofnanir, sem<br />

vonir standa til að muni leiða til samninga og stofnunar nýrra stöðugilda við lagastofnun<br />

á árinu 2006. Mun það án efa styrkja stofnunina og efla til lengri tíma litið<br />

auk útgáfu ritraðarinnar og utanaðkomandi fjármögnunar einstakra rannsóknaverkefna.<br />

Veffang Lagastofnunar er: www.lagastofnun.hi.is<br />

137


Lyfjafræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Í lyfjafræðideild eru stundaðar rannsóknir, kennsla, fræðsla og þjónusta. Starfsemi<br />

deildarinnar hefur miðað að því að sinna þessum fjórum þáttum en aðaláherslan<br />

er lögð á kennslu og rannsóknir í lyfjafræði. Við deildina eru menntaðir<br />

lyfjafræðingar en markmið háskólanáms í lyfjafræði er að nemendur séu að námi<br />

loknu hæfir til að stunda öll almenn lyfjafræðistörf; í lyfjabúðum, við lyfjagerð, í<br />

lyfjaiðnaði og lyfjaheildverslunum, á sjúkrahúsum og við rannsóknir.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu hjá lyfjafræðideild 4 prófessorar, 3 dósentar og 3 lektorar í<br />

7,67 stöðugildum, en auk þess níu aðjúnktar og 33 stundakennarar, auk skrifstofustjóra<br />

og eins aðstoðarmanns á rannsóknastofum. Vegna stöðugrar fjölgunar<br />

nemenda er þörf á að fjölga fastráðnum kennurum við deildina. Deildarforseti<br />

var Þorsteinn Loftsson, prófessor. Varadeildarforseti fram til 1. júlí var Kristín<br />

Ingólfsdóttir, prófessor, en þá tók Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor, við starfi varadeildarforseta.<br />

Sveinbjörn Gizurarson var í 20% stöðu prófessors á árinu. Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir<br />

var ráðin í tímabundna stöðu lektors í lyfjagerðarfræði frá 1. maí en hún lét<br />

af störfum hinn 31. desember. Í mars var Kristín Ingólfsdóttir, prófessor kosin<br />

rektor Háskóla Íslands og tók hún við störfum rektors þann 1. júlí. Frá sama tíma<br />

fór Kristín í leyfi frá lyfjafræðideild. Í hennar stað var Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir<br />

ráðin í stöðu lektors í lyfja- og efnafræði náttúruefna frá 1. september til 30.<br />

júní 2010. Við lok ársins hlutu Már Másson og Elín Soffía Ólafsdóttir framgang úr<br />

stöðu dósents í stöðu prófessors.<br />

Kennslumál<br />

Haustið 2004 var ákveðið að skipta lyfjafræðináminu (pharmacy) í BS hluta (90e)<br />

og MS hluta (60e) í samræmi við Bologna samkomulagið, og fylgja þeir nemendur<br />

sem hófu nám við deildina haustið <strong>2005</strong> þessu námsfyrirkomulagi. Að loknu tveggja<br />

ára meistaranámi í lyfjafræði (MS námi) munu nemendur geta sótt um starfsleyfi<br />

lyfjafræðings til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þannig samsvarar<br />

tveggja ára meistaranám í lyfjafræði, að afloknu BS námi, kandídatsnámi í<br />

lyfjafræði. Við lyfjafræðideild er einnig boðið upp á 60 eininga MS nám í lyfjavísindum<br />

(pharmaceutical sciences) fyrir þá sem hafa lokið BS prófi í efnafræði, lífefnafræði,<br />

líffræði, lyfjafræði eða skyldum greinum. Að loknu MS námi býður<br />

lyfjafræðideild upp á þriggja ára doktorsnám (Ph.D.) sem er 90 eininga nám.<br />

Við árslok <strong>2005</strong> voru 148 nemendur innritaðir í nám í lyfjafræðideild og er það<br />

fjölgun frá fyrra ári. Árið <strong>2005</strong> stunduðu átta nemendur framhaldsnám við deildina;<br />

fimm doktorsnám og þrír meistaranám. Fjórir erlendir skiptinemar voru<br />

við nám við deildina á árinu og nokkrir íslenskir lyfjafræðinemar nýttu sér Nord-<br />

Plus- og Erasmus-styrki og tóku hluta af námi sínu við evrópska háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og góður árangur á því sviðið einkennir starf<br />

deildarinnar. Allir fastráðnir kennara eru virkir í rannsóknum. Fjöldi birtinga í ISI<br />

tímaritum er almennt viðurkenndur mælikvarði á rannsóknarvirkni. Fyrsta greinin<br />

í ISI gagnagrunninum með kennara deildarinnar sem höfund var skráð 1980.<br />

Árin 1994 til <strong>2005</strong> voru greinar lyfjafræðideildar 7,2±1,5% (meðaltal ± SD) af öllum<br />

greinum birtum í nafni Háskóla Íslands. Birtingatíðni var á þessu sama tímabili<br />

um 1,8 grein per fastráðinn kennara. Til samanburðar var birtingatíðni kennara<br />

við lyfjafræðiháskóla í Bandaríkjunum að meðaltali 0,6 grein per kennara árið<br />

1997.<br />

Fjárveitingar og útgjöld lyfjafræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 58.871 68.365 64.916<br />

Fjárveiting 57.809 57.903 64.911<br />

138


Rannsóknir og kennsla í lyfjafræði við Háskóla Íslands hefur leitt til nýrra atvinnutækifæra<br />

í lyfjafræði og almennt til þekkingarsköpunar fyrir íslenskt samfélag<br />

á sviði lífvísinda. Árið 1987 luku fyrstu lyfjafræðingarnir kandidatsprófi frá<br />

Háskóla Íslands og fljótlega eftir það hófst mikill uppgangur lyfjaframleiðslufyrirtækja<br />

á Íslandi. Flest þessara lyfjafyrirtækja voru síðan sameinuð undir heitinu<br />

Actavis. Nokkur sprotafyrirtæki, svo sem Lyfjaþróun, Lífhlaup og Oculis, eru afsprengi<br />

rannsóknavirkni kennara deildarinnar. Sá mikli uppgangur lyfjafyrirtækja<br />

sem nú er í landinu má tengja þeirri ákvörðun Háskóla Íslands fyrir rúmum 20<br />

árum að hefja fimm ára háskólanám í lyfjafræði. Nær allir þeir lyfjafræðingar<br />

sem nú starfa hjá Actavis luku kandidatsnámi frá Háskóla Íslands. Frá árinu<br />

1997 hafa tveir nemar lokið doktorsnámi frá deildinni og áætlað er að þrír doktorsnemar<br />

muni verja doktorsritgerð sína vorið 2006. Einn af þessum fimm er nú<br />

lektor við lyfjafræðideild HÍ, en hinir starfa hjá lyfjafyrirtækjunum Actavis og Íslenskri<br />

erfðagreiningu. Stefna deildarinnar er að útskrifaðir doktorar verði að<br />

jafnaði 3 á ári innan næstu 5 ára. Nokkrir nemar sem luku BS námi í raunvísindadeild<br />

hafa lokið rannsóknatengdu MS námi í lyfjavísindum og starfa þeir allir<br />

hjá innlendum lyfjafyrirtækjum.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í lyfjafræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 20 63 83 35 84 119 40 97 137<br />

Brautskráðir<br />

Lyfjafræði kandídatspróf 9 9 3 12 15 1 3 4<br />

Lyfjavísindi MS 1 2 3 0 1 1<br />

Heilbrigðisvísindi MS 1 1<br />

Heilbrigðisvísindi doktorspróf 1 1<br />

Samtals 1 9 10 5 14 19 1 4 5<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Stöðugt er unnið að kynningarmálum deildarinnar og er kynningarbæklingi um<br />

deildina dreift árlega til námsráðgjafa framhaldsskólanna og á Námskynningu<br />

Háskóla Íslands. Félag lyfjafræðinema hefur tekið að sér að fara í framhaldsskóla<br />

og kynna nemendum þar lyfjafræðinámið. Þessar kynningar hafa skilað<br />

góðum árangri því mun fleiri nemendur hafa innritast í lyfjafræðinámið sl. þrjú<br />

ár heldur en árin þar á undan.<br />

139


Læknadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Læknisfræðiskor<br />

Almennt<br />

Læknadeild starfar í þremur skorum, læknisfræði, sjúkraþjálfun og nýrri skor,<br />

geisla- og lífeindafræði, sem stofnað var til á árinu. Í upphafi árs var deildarráð<br />

óbreytt frá fyrra ári undir stjórn forseta læknadeildar, Stefáns B. Sigurðssonar,<br />

prófessors, og Kristjáns Erlendssonar, dósents, sem tóku við 1. júlí 2003. Aðrir<br />

fulltrúar deildarráðs voru þau Hannes Pétursson, prófessor, Karl G. Kristinsson,<br />

prófessor, Ásgeir Haraldsson, prófessor, Jón Jóhannes Jónsson, dósent, Bryndís<br />

Benediktsdóttir, dósent og Árni Árnason, dósent, skorarformaður sjúkraþjálfunarskorar,<br />

auk tveggja fulltrúa stúdenta úr hópi læknanema. Hinn 1. júlí <strong>2005</strong> kom<br />

Jónas Magnússon, prófessor, til starfa í deildarráði í stað Hannesar Péturssonar,<br />

prófessors, sem hætti að eigin ósk 1. júlí.<br />

Sjúkraþjálfunarskor hefur sérstaka skorarstjórn; (sjá einnig sérstaka umfjöllun<br />

um þá skor). Deildarforseti situr skorarfundi sjúkraþjálfunarskorar.<br />

Geisla- og lífeindafræðiskor hóf störf á árinu. Var í fyrsta sinn hafin kennsla fyrir<br />

fyrsta árs nema í september <strong>2005</strong> og var kennslan í höndum kennara læknadeildar<br />

auk stundakennara. Fyrstu fastráðnu kennararnir hófu störf í lok ársins. Námið<br />

er áætlað sem 3ja ára nám til BS-prófs að viðbættum tveimur árum til MSprófs.<br />

Ljúka þarf fyrra ári í MS-námi til að fá starfsréttindi sem geislafræðingur<br />

og lífeindafræðingur. Kennslan er í Ármúla 30 fyrst í stað.<br />

Um mitt ár hófst undirbúningur að þverfaglegu námi í lýðheilsufræði undir stjórn<br />

Haralds Briems, dósents í heilbrigðisfræði. Áætlað er að námið geti hafist veturinn<br />

2006/2007.<br />

Skrifstofa læknadeildar sem jafnframt er skrifstofa læknisfræðiskorar er í<br />

Læknagarði. Þar starfa skrifstofustjóri, deildarstjóri, fulltrúi og rekstrarstjóri í 60%<br />

starfi, sem er auk þess í 40% starfi hjá tannlæknadeild.<br />

Starfsfólk<br />

Við læknisfræðiskor störfuðu á árinu 86 fastráðnir kennarar, þar af 60 í hlutastörfum<br />

(37-50%). Fastráðnu kennararnir voru í ársbyrjun 29 prófessorar, einn lét af<br />

störfum fyrir aldurssakir á árinu, 50 dósentar og 6 lektorar. Aðjúnktar (lítið hlutastarf)<br />

voru 53. Hlutastörf klínískra kennara við læknadeildina (yfirleitt 37% og 50%<br />

og til 5 ára) eru yfirleitt tengd a.m.k. 50% starfi á sama fræðasviði á Landspítalaháskólasjúkrahúsi<br />

(LSH) eða annarri stofnun sem læknadeildin hefur samstarfssamning<br />

við (samhliða störf).<br />

Jón Friðrik Sigurðsson var ráðinn í 50% dósentsstarf í sálarfræði.<br />

Tveir læknar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri voru nýráðnir sem kennarar,<br />

Gunnar Þór Gunnarsson í 37% lektorsstarf í lyflæknisfræði og Þorvaldur Ingvarsson<br />

í 37% dósentsstarf handlæknisfræði.<br />

Kristín Ólafsdóttir var ráðin í 37% starf dósents í lyfjahvarfafræði.<br />

Díana Óskarsdóttir var ráðin í 50% aðjúnktsstarf í geislafræði við geisla- og lífeindafræðiskor.<br />

140<br />

Fjárveitingar og útgjöld læknisfræðiskorar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 486.183 324.865 332.846<br />

Fjárveiting 293.158 295.535 339.792


Martha Hjálmarsdóttir var ráðin í 37% lektorsstarf í lífeindafræði við geisla- og lífeindafræðiskor.<br />

Á árinu lét Árni Kristinsson, prófessor í lyflæknisfræði, af störfum. Honum eru<br />

færðar þakkir fyrir langt og gott starfsframlag til deildarinnar.<br />

Á árinu var auglýst í fyrsta sinn samhliða starf prófessors/yfirlæknis í krabbameinslækningum.<br />

Sólveig G. Hannesdóttir var ráðin í starf þjónustusérfræðings (post doc- starf) til<br />

tveggja ára. Þórarinn Guðjónsson var einnig ráðinn í starf þjónustusérfræðings<br />

(post doc-starf) til tveggja ára.<br />

Á árinu voru eftirtaldir ráðnir í 5 ára kennarastöður (eldri störf): Árni V. Þórsson,<br />

37% dósent í barnasjúkdómafræði, Bjarni A. Agnarsson, 37% dósentsstarf í líffærameinafræði,<br />

Guðmundur Jón Elíasson 37% lektorsstarf í myndgreiningu, Ólafur<br />

Steingrímsson 37% dósentsstarf í sýklafræði, Rafn Benediktsson, 37% dósentsstarf<br />

í lyflækningum og Þorvaldur Jónsson, 37% dósentsstarf í handlæknisfræði.<br />

Ráðið var án auglýsingar í tvö störf á grundvelli samstarfsamninga um fjármögnun<br />

annarra, að fullu eða að hluta. Björn Guðbjörnsson var ráðinn í 37% dósentsstarf<br />

með áherslu á rannsóknir og kennslu í gigtsjúkdómum. Unnur Steina<br />

Björnsdóttir var ráðin í 37% dósentsstarf með áherslu á eflingu kennslu og rannsókna<br />

í ofnæmisfræði og klínískri ónæmisfræði innan læknadeildar.<br />

Samþykkt var að veita Guðmundi Vikar Einarssyni, dósent í þvagfæraskurðlækningum<br />

launalaust leyfi í eitt ár frá ágúst <strong>2005</strong>. Guðmundur Geirsson var ráðinn til<br />

að leysa hann af.<br />

Framgang á árinu hlutu eftirtaldir: Eiríkur Steingrímsson, Ingileif Jónsdóttir og<br />

Jórunn Erla Eyfjörð hlutu framgang úr dósentsstarfi í prófessorsstarf.<br />

Á árinu voru haldnir alls 17 fundir í deildarráði, 4 deildarfundir og einn skorarfundur<br />

með áherslu á kennslumál. Einn vinnufundur var haldinn með forstöðumönnum<br />

fræðasviða.<br />

Innan læknadeildar eru fjölmargar fræðigreinar og fyrir hverri fræðigrein fer forsvarsmaður.<br />

Fræðigreinarnar mynda samstarfshópa sem kallast fræðasvið og<br />

eru þau 22 talsins. Fyrir fræðasviðinu fer forstöðumaður sem deildarráð velur úr<br />

hópi forsvarmanna fræðigreina á sviðinu. Forsvarsmaður fræðigreinar hefur umsjón<br />

með kennslu og rannsóknum innan sinnar greinar en forstöðumaðurinn hefur<br />

yfirumsjón með kennslu og rannsóknum á sviðinu og eru ábyrgir fyrir rekstri<br />

sviðsins gagnvart læknadeild.<br />

Rannsóknanám<br />

Rannsóknatengt nám (meistara- og doktorsnám) í læknadeild er sérstök eining<br />

undir umsjón rannsóknanámsnefndar, sem Helga Ögmundsdóttir, prófessor veitir<br />

forystu. Hún, ásamt kennslustjóra rannsóknatengda námsins, Gunnsteini Haraldssyni<br />

Ph.D., og meðlimum rannsóknarnámsnefndarinnar, halda utan um og<br />

efla það mikla rannsóknatengda nám sem fram fer við deildina. Tæplega 100<br />

nemendur voru í rannsóknatengdu námi á árinu, um 54 í meistaranámi og um 45<br />

í doktorsnámi. 19 nemendur hófu meistaranám í heilbrigðisvísindum og 10 luku<br />

því á árinu með góðum árangri. Í doktorsnám innrituðust 10 nemendur en 5 luku<br />

doktorsprófi. Tveir læknar vörðu doktorsritgerðir sínar við læknadeild (prófgráða:<br />

doktor í læknisfræði, Ph.D.), Tómas Guðbjartsson og Sædís Sævarsdóttir og einn<br />

hjúkrunarfræðingur, Sólveig S. Bender (prófgráða: doktor í heilbrigðisvísindum,<br />

Ph.D.) og tveir líffræðingar, Kristbjörn Orri Guðmundsson og Sigrún Lange (prófgráða:<br />

doktor í heilbrigðisvísindum, Ph.D.). Vel sótt málstofa á vegum nefndarinnar<br />

var haldin vikulega yfir veturinn. Þar fluttu bæði nemendur í rannsóknatengdu<br />

námi og kennarar erindi.<br />

Vísindanefnd deildarinnar er undir forystu Jórunnar Erlu Eyfjörð, dósents. Nefndin<br />

hefur verið sameiginleg fyrir læknadeild (4 fulltrúar, þar af 1 úr sjúkraþjálfunarskor),<br />

tannlæknadeild (1 fulltrúi) og lyfjafræðideild (1 fulltrúi). Nefndin er m.a.<br />

ráðgefandi um framgangsmál, umsóknir í tækjakaupasjóð og vinnur við undirbúning<br />

og framkvæmd rannsóknaráðstefnu deildanna sem haldin er annað hvert<br />

ár. 12. ráðstefnan var haldin dagana 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>. Hún var sameiginleg<br />

ráðstefna lækna-, lyfja-, tannlækna- og hjúkrunarfræðideildar og hefur aldrei<br />

verið glæsilegri. Átta gestafyrirlesarar fluttu lengri erindi á ráðstefnunni. Einnig<br />

142


voru flutt 135 stutt erindi og kynnt 109 veggspjöld. Þátttakendur voru liðlega 600,<br />

bæði kennarar, fræðimenn og nemendur. Veitt voru verðlaun þeim nemendum<br />

sem skarað höfðu fram úr. Sædís Sævarsdóttir læknir og doktorsnemi hlaut verðlaun<br />

menntamálaráðherra til ungs og efnilegs vísindamanns og Sigrún Lange líffræðingur<br />

M.Sc. og doktorsnemi í læknadeild, hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns<br />

Axelssonar, prófessors emeritus.<br />

Kennslumál<br />

Kennsluráð læknisfræðiskorar starfaði með óbreyttum hætti undir forystu varadeildarforseta.<br />

Þar var einkum unnið að framkvæmd endurskipulagningar<br />

læknanámsins sem hófst samfara upptöku inntökuprófa.<br />

Inntökupróf fóru fram í þriðja sinn í júní <strong>2005</strong> undir stjórn Stefáns B. Sigurðssonar<br />

og Kristjáns Erlendssonar. Prófið kannar þekkingu á fræðunum sem nemendur<br />

hafa öðlast í framhaldsskóla, auk spurninga um almenna þekkingu, afstöðu til<br />

vandamála og atriða byggðra á sálfræðigrunni. Framkvæmd inntökuprófsins tókst<br />

vel og komu ekki fram neinar athugasemdir af hálfu próftakenda. Alls 227 nemendur<br />

skráðu sig til inntökuprófs, 184 í læknisfræði og 43 í sjúkraþjálfun og samtals<br />

luku 205 prófinu. 48 (+1) efstu af þeim sem völdu læknisfræði hófu nám í<br />

læknisfræði um haustið og 20 þeirra sem völdu sjúkraþjálfun hófu nám í sjúkraþjálfun.<br />

Kynjaskipting þeirra sem hófu nám í læknisfræði var 23 kk og 26 kvk og í<br />

sjúkraþjálfun 10 kk og 10 kvk.<br />

Þrír skiptinemar frá erlendum háskólum stunduðu nám við deildina. Tveir stúdentar<br />

læknisfræðiskorar stunduðu nám erlendis sem skiptinemar samkvæmt<br />

Nordplus eða Erasmus-styrkjakerfunum. Alls luku 44 nemendur embættisprófi í<br />

læknisfræði árið <strong>2005</strong>.<br />

Framhaldsmenntunarráð starfaði undir forystu Hannesar Petersen, dósents. Ólafur<br />

Baldursson, læknir, var framkvæmdastjóri ráðsins (30% starf). Á árinu fór fram<br />

virk umræða um starfsemi ráðsins og endurskipulag vegna breytinga á framhaldsmenntun<br />

lækna með hliðsjón af samningum Íslands við Evrópusambandið<br />

og vegna samninga HÍ við LSH og heilsugæslunnar.<br />

Erlend heimsókn<br />

Í byrjun ágúst komu dr. Grant Gall deildarforseti læknadeildar háskólans í Calgary,<br />

Canada ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum í heimsókn. Gestirnir héldu<br />

fyrirlestra og kynntu starfsemi háskólans og deildarinnar. Auk þess voru haldnir<br />

nokkrir viðræðufundir og lögð fram drög að samstarfssamningi milli læknadeildanna<br />

og háskólasjúkrahúsanna í Calgary og í Reykjavík.<br />

Samstarfssamningar<br />

Samstarfssamningar voru gerði við nokkra aðila á árinu.<br />

• Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur að sér að fjármagna ferð tveggja<br />

læknanema til Malavi þar sem nemarnir munu vinna að rannsóknaverkefni<br />

sem bæði nýtist nemunum í námi sínu (3. árs verkefni) og er hluti af starfsemi<br />

Þróunarsamvinnustofnunar á svæðinu.<br />

• Gerður var nýr samningur við Tryggingarstofnun ríkisins og nýir aðilar að<br />

þeim samningi eru Landsamtök lífeyrissjóða og Samband íslenskra tryggingafélaga.<br />

Í samningnum felst að aðilarnir greiða stöðu dósents/prófessors í<br />

tryggingalæknisfræði við læknadeild til fimm ára.<br />

• Einnig var gerður samningur við Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum á LSH<br />

með þátttöku Gigtarfélags Íslands um greiðslu helmings launakostnaðar við<br />

stöðu (37%) dósents í gigtlækningum við deildina til þriggja ára.<br />

• Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar gerði samning við Háskólann í Reykjavík<br />

um að taka að sér umsjón og kennslu með þrem þriggja eininga námskeiðum.<br />

Samningurinn er til 5 ára. Fyrir voru tveir samningar við fyrirtæki sem<br />

greiða fyrir dósent og prófessorstöðu.<br />

Rekstur<br />

Á árinu tókst að reka deildina á jöfnu. Aðalástæða þess er að á árinu var frestað<br />

að laga eldri fjárhagsvandamál sem menn hafa fleytt á undan sér. Var þar einkum<br />

um að ræða greiðslur vegna rannsóknatengds náms til einstakra eininga deildarinnar<br />

og samstarfstofnanna. Ljóst er að enda þótt deildin og þá einkum læknisfræðiskor,<br />

standi þokkalega að vígi í dag, þá leiðir deililíkan HÍ til þess að ekki<br />

fæst það fé sem deildinni ber samkvæmt kennslusamningi og dregur það úr eðlilegri<br />

framþróun hennar.<br />

143


Samstarf<br />

Samvinna var áfram góð við hjúkrunarfræðideild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild<br />

varðandi sameiginleg málefni. Góð samstaða og traust ríkti milli deildanna.<br />

Nýbyggingar og samstarf við LSH<br />

Áfram hefur verið unnið að þeirri hugmynd að upp rísi nýbyggingar á Hringbrautarlóðinni<br />

yfir LSH og heilbrigðisvísindadeildir HÍ ásamt Tilraunastöðinni á Keldum.<br />

Um þetta er nær einhugur í deildinni. Vonir manna glæddust að þetta yrði að<br />

raunveruleika þegar niðurstaða fékkst í samkeppni um skipulag háskólasjúkrahússins<br />

á Landspítalalóð í október <strong>2005</strong>.<br />

Stefnunefnd, sem er samstarfsnefnd HÍ og LSH, hefur unnið af krafti á árinu<br />

einkum við að koma ýmsum þáttum í samstarfssamningi stofnananna í framkvæmd<br />

og að hefja endurskoðun hans. Nauðsynlegt hefur verið talið að báðir aðilar<br />

vinni af heilindum að því að samningurinn komist til fullra framkvæmda, um<br />

leið og hugað er að þeim atriðum sem deildin vill sjá breytingar á við endurskoðun<br />

samningsins veturinn <strong>2005</strong>/2006.<br />

Sérstök nefnd undir forystu landlæknis er starfandi til að meta umsækjendur<br />

sem starfa á LSH og hafa sótt um akademískar nafnbætur á LSH. Nefndin hóf<br />

störf vorið 2003 og lauk mati á 26 umsækjendum á árinu. Eftirtaldir læknar og líffræðingar<br />

á LSH voru metnir til akademískra nafnbóta við Háskóla Íslands:<br />

Prófessorar: Rósa Björk Barkardóttir, líffræðingur, telst vera hæf til að hljóta prófessorsnafnbót.<br />

Hún uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til prófessora í læknadeild.<br />

Dósentar: Aðalgeir Arason, líffræðingur, Alma D. Möller, læknir, Árni Jón Geirsson,<br />

læknir, Engilbert Sigurðsson, læknir, Gestur Þorgeirsson, læknir, Guðmundur<br />

Geirsson, læknir, Gunnlaugur Sigfússon, læknir, Halldór Kolbeinsson, læknir<br />

Hallgrímur Guðjónsson, læknir, Haraldur Sigurðsson, læknir, Hróðmar Helgason,<br />

læknir, Jón Snædal, læknir, Margrét Árnadóttir, læknir, Margrét Birna Andrésdóttir,<br />

læknir, Ólafur Kjartansson, læknir, Páll Helgi Möller, læknir, Pétur Luðvigsson,<br />

læknir, Sigurður Egill Þorvaldsson, læknir, Þórður Þorkelsson, læknir og Þórólfur<br />

Guðnason, læknir teljast vera hæf til að hljóta dósentsnafnbót. Þau teljast uppfylla<br />

þær kröfur sem eru gerðar til dósenta í læknadeild.<br />

Lektorar: Arnór Víkingsson, læknir, Jón Baldursson, læknir, Óttar Guðmundsson,<br />

læknir, Sigurbjörn Birgisson, læknir, og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, læknir, teljast<br />

vera hæf til að hljóta lektorsnafnbót. Þau uppfylla þær kröfur sem eru gerðar til<br />

lektora í læknadeild.<br />

Unnið var að endurgerð heimasíðu læknadeildar og hafði Vigdís Stefánsdóttir<br />

umsjón með starfinu. Hefur heimasíðan tekið miklum stakkaskiptum og er orðin<br />

mun aðgengilegri upplýsingaveita fyrir alla aðila. Veffang læknadeildar er<br />

www.hi.is/nam/laek<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í læknisfræðiskor 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 167 239 406 151 207 358 145 228 374<br />

Brautskráðir<br />

Læknisfræði 19 11 30 20 16 36 24 20 44<br />

Læknisfræði BS 1 0 1<br />

Heilbrigðisvísindi MS 2 7 9 3 11 14 2 8 10<br />

Læknisfræði doktorspróf 1 1 3 1 4 2 3 5<br />

Samtals 23 18 41 26 28 54 28 31 59<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

144


Sjúkraþjálfunarskor<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Árið <strong>2005</strong> störfuðu sjö fastráðnir kennarar við skorina, þrír dósentar í 100% stöðu,<br />

og fjórir lektorar, tveir í 100% stöðu og tveir í 50% stöðu. Árni Árnason gegndi skorarformennsku.<br />

Eitt 100% stöðugildi var við stjórnsýslu skorarinnar. Fyrri hluta árs<br />

gegndi Rósa G. Bergþórsdóttir því starfi en síðari hluta árs tók Ásta Guðjónsdóttir<br />

við starfinu. Skorarstjórn er skipuð öllum fastráðnum kennurum skorarinnar auk<br />

þriggja fulltrúa nemenda. Deildarforseti, Stefán B. Sigurðsson, er áheyrnarfulltrúi<br />

á skorarfundum.<br />

Kennsla<br />

Inntökupróf voru haldin dagana 20. og 21. júní og voru teknir inn 20 nemendur á<br />

fyrsta ár. Áfram var haldið með endurskipulagningu námsins og haustið <strong>2005</strong> var<br />

kennt eftir nýju skipulagi á öllum fjórum árunum. Í endurskoðuðu skipulagi eru<br />

mismunandi fræðigreinar samþættar betur en áður sem jafnframt gefur aukna<br />

möguleika á verkefnalausnanámi, sameiginlegum verkefnum í mismunandi<br />

greinum og öðrum nýjungum í kennsluháttum. Kynning á BS-verkefnum brautskráningarkandídata<br />

fór fram 18. maí og kynntu 19 nemendur 11 verkefni.<br />

Stúdentaskipti<br />

Árið <strong>2005</strong> stunduðu 4 erlendir nemendur nám við skorina, en enginn íslenskur<br />

nemandi fór utan til náms við erlenda háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Með tilkomu Rannsóknastofu í hreyfivísindum sem staðsett er í húsnæði sjúkraþjálfunarskorar<br />

hefur aðstaða til rannsókna batnað verulega. Árið <strong>2005</strong> hafa<br />

kennarar sjúkraþjálfunarskorar m.a. stundað rannsóknir á hreyfingu og þreki<br />

barna. Kennarar hafa auk þess leiðbeint þremur MSc nemum. Rannsóknastofan<br />

hefur einnig verið notuð í BS rannsóknum og verkefnum nema, svo og til<br />

kennslu. Rannsóknastofa í hreyfivísindum stóð einnig fyrir nokkrum fyrirlestrum<br />

á árinu.<br />

Kynningarstarf<br />

Nemendur og kennarar unnu saman að því að kynna nám í sjúkraþjálfun á<br />

námskynningu í febrúar. Einnig tóku nemendur að sér að fara í nokkra framhaldsskóla<br />

þar sem námið og skorin voru kynnt. Prentaður var bæklingur um nám og starf í<br />

sjúkraþjálfun sem dreift var á kynningum.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í sjúkraþjálfunarskor 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 24 83 107 17 57 74 21 59 80<br />

Brautskráðir<br />

Sjúkraþjálfun 5 10 15 4 10 14 4 15 19<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Lífeðlisfræðistofnun<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands sem tilheyrir læknadeild, var komið á fót árið<br />

1995 með reglugerð og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem<br />

starfrækt hafði verið í þrjá áratugi. Stofnunin er til húsa í Læknagarði, en aðstaða<br />

fyrir áreynslulífeðlisfræði er í Skógarhlíð og er rekin þar í samvinnu við sjúkraþjálfunarskor.<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er Jón Ólafur Skarphéðinsson,<br />

prófessor. Stjórn stofnunarinnar að öðru leyti skipa fastráðnir kennarar og sérfræðingar<br />

stofnunarinnar auk fulltrúa annarra starfsmanna og fulltrúa nemenda.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar árið <strong>2005</strong> voru prófessorarnir Stefán B. Sigurðsson og<br />

145


Jón Ólafur Skarphéðinsson, Guðrún V. Skúladóttir vísindamaður, dósentarnir Logi<br />

Jónsson, Sighvatur S. Árnason, Þór Eysteinsson og Þórarinn Sveinsson, Björg<br />

Þorleifsdóttir, aðjúnkt, Anna Guðmunds, fulltrúi og Jóhanna Jóhannesdóttir, rannsóknatæknir.<br />

Einnig störfuðu á stofnuninni doktorsnemarnir Anna Ragna Magnúsardóttir<br />

og Ársæll Árnason og mastersnemarnir Anna Rut Jónsdóttir, Erna Sif<br />

Arnardóttir, Halldóra Brynjólfsdóttir, Kári Jónsson, Sindri Traustason, Svanborg<br />

Gísladóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir. Anna Lilja Pétursdóttir, MS-nemi lauk<br />

námi á árinu. MS-nemanarnir voru jafnframt stundakennarar.<br />

Hlutverk og starfsemi<br />

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, rannsóknastarfsemi og kennsla.<br />

Rannsóknir<br />

Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu,<br />

hvar í deild eða skorum sem þeir eiga heima, s.s. læknadeild, raunvísindadeild<br />

og hjúkrunarfræðideild. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum<br />

á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni<br />

standa til. Öll rannsóknastarfsemi á stofnuninni er fjármögnuð með sjálfsaflafé.<br />

Styrkir hafa einkum fengist frá rannsókna- og tækjakaupasjóðum Háskólans og<br />

Rannís en einnig frá erlendum aðilum, s.s. lyfjafyrirtækjum. Heildarrekstrarkostnaður<br />

vegna rannsóknastarfsemi á árinu er um 7 m.kr. Starfsmenn stofnunarinnar<br />

vinna að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum lífeðlisfræðinnar, s.s.<br />

starfsemi sléttra og rákóttra vöðva, stjórn blóðrásar, fituefnabúskap, sjónlífeðlisfræði,<br />

starfsemi þekja, vatns- og saltbúskap, áreynslulífeðlisfræði, stýringu líkamsþunga,<br />

stjórn öndunar, öndunarstarfsemi í lungnasjúklingum, þolmörkum<br />

ýmissa umhverfisþátta hjá laxfiskum o.fl. Einnig er unnið að faraldsfræðilegum<br />

rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum og skammdegisþunglyndi. Jóhann Axelsson<br />

prófessor emerítus hafði starfsaðstöðu á Lífeðlisfræðistofnun á árinu. Þá<br />

er nokkuð um þjónusturannsóknir, s.s. þrekmælingar á íþróttamönnum. Niðurstöður<br />

rannsóknanna hafa verið birtar á árinu á nokkrum alþjóðlegum ráðstefnum<br />

og í erlendum tímaritum.<br />

Kennsla<br />

Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við Háskólann og<br />

leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur<br />

stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða<br />

við Háskólann sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur<br />

tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum<br />

stað, sem hefur ótvíræða kosti í för með sér. Árið <strong>2005</strong> voru kennd á vegum stofnunarinnar<br />

um 20 námskeið og sóttu þau rúmlega 500 stúdentar. Jafngildir þetta<br />

um 2500 þreyttum einingum. Þá var á árinu gerður samningur við Háskólann í<br />

Reykjavík um að annast kennslu og umsjón með 3 námskeiðum í lífeðlisfræði<br />

innan heilbrigðisverkfræði. Heildarvelta stofnunarinnar vegna kennslu og almenns<br />

rekstrar árið <strong>2005</strong> nam um 47 m.kr.<br />

Nánari upplýsingar um Lífeðlisfræðistofnun má finna á slóðinni:<br />

http://www2.hi.is/page/Lifedlisfraedistofnun%20HI<br />

Lífefna- og sameindalíffræðistofa<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknarstofan er starfsvettvangur kennara lífefna-, meinefna- og erfðalæknisfræðasviðs<br />

læknadeildar. Á fræðasviðinu eru stundaðar grunnrannsóknir og<br />

hagnýt notkun þeirra í læknisfræði og heilbrigðisvísindum. Auk þess að reka Lífefna-<br />

og sameindalíffræðistofu tengist fræðasviðið erfða- og sameindalæknisfræðideild<br />

og klínískri lífefnafræðideild við Landspítala – háskólasjúkrahús með<br />

samstarfssamningi Háskóla Íslands við sjúkrahúsið. Ýmsir aðilar á skyldum sviðum<br />

nota aðstöðu á stofunni. Forstöðumaður er Jón Jóhannes Jónsson, dósent.<br />

Aðrir háskólakennarar eru Eiríkur Steingrímsson, prófessor, sem fékk framgang<br />

í upphafi ársins og Ingibjörg Harðardóttir dósent. Magnús Karl Magnússon, læknir<br />

við Landspítala-háskólasjúkrahús, hefur einnig starfsaðstöðu á stofunni. Reynir<br />

Arngrímsson er dósent í klínískri erfðafræði og Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir klínískrar<br />

lífefnafræðideildar, er klínískur dósent. Tveir nýir vísindamenn hófu störf<br />

sem aðalrannsakendur, þau Guðrún Valdimarsdóttir sem vinnur að stofnfrumu-<br />

146


annsóknum með rannsóknarstöðustyrk frá Rannís og Pétur H. Petersen sem<br />

vann við erfðarannsóknir á bananaflugunni Drosophila melanogaster. Eiríkur<br />

Steingrímsson var skipaður fulltrúi Íslands hjá European Molecular Biology<br />

Laboratory.<br />

Umsjón með daglegum rekstri rannsóknastofunnar hefur Jónína Jóhannsdóttir<br />

deildarmeinatæknir. Á rannsóknastofunni starfa átta doktorsnemar og fimm meistaranemar<br />

í rannsóknartengdu námi. Auk framangreindra unnu nokkrir einstaklingar<br />

að ýmsum verkefnum. Silvia Boccioli, lyfjaefnafræðinemi, frá Rómarháskóla lauk<br />

lokaverkefni sínu Analyzing migration behaviour of cloned non-polymorphic Alu<br />

Repeat 3´ flanks in 2D-CDE. Christian Praetorius vann að diplóma-verkefni á rannsóknastofunni<br />

en verkefnið varði hann við Freie Universität í Berlín í Þýskalandi.<br />

Rannsóknir<br />

Áherslusvið rannsókna eru efnaskipti og eiginleikar kjarnsýra, genalækningar,<br />

genatjáning, stofnfrumur og þroskunarlíffræði, næringarfræði, samspil erfða og<br />

umhverfis, sameindaerfðafræði blóðsjúkdóma og krabbameina og erfðarannsóknir<br />

á bananaflugu. Rannsóknir á stofnfrumum úr músafósturvísum eru í fullum<br />

gangi og rannsóknir á HUES-frumulínum úr fósturvísum manna eru í burðarliðnum.<br />

Helstu einstök verkefni voru:<br />

• Hlutverk og starfsemi Mitf umritunarþáttarins, þ.m.t. samstarfsprótein, innangensuppbót,<br />

bælistökkbreytingar og sjónskyn Mitf músa.<br />

• Breytigen arfgengrar járnofhleðslu.<br />

• Samspil fituefnaskipta og ónæmiskerfisins.<br />

• Greining erfðabreytileika og DNA skemmda í flóknum erfðaefnissýnum. Þetta<br />

verkefni er unnið í samstarfi við Lífeind ehf.<br />

• Smíði genaferja byggðum á mæði-visnu veiru.<br />

• Sameindaerfðafræði GIST æxla.<br />

• Hlutverk sprouty í stjórnun týrósín kínasa.<br />

• Þróun á genaflögum til krabbameinsrannsókna og til að greina brottföll eða<br />

tvöfaldanir í erfðaefni.<br />

• Hlutverk TGFb vaxtarþáttarins í stofnfrumum (ES frumum) úr fósturvísum<br />

músa og manna.<br />

• Hlutverk cystatin C próteinsins með tilraunum í Drosophilu melanogaster.<br />

Á rannsóknarstofunni er sérhæfður tækjabúnaður fyrir sameindalíffræðivinnu<br />

sem jafnframt er notaður við klínískar rannsóknir í sameindaerfðafræði í samstarfi<br />

við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Rannsóknirnar voru kynntar á fjölda ráðstefna á árinu, m.a. á 12. vísindaráðstefnu<br />

læknadeildar, 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>, ScanFly Symposium, 27.-29. apríl, <strong>2005</strong>, The<br />

Nordic Medical Laborant Congress in Reykjavík, 9. júní <strong>2005</strong>, 19 th International<br />

Pigment Cell Conference, Washington DC, í september <strong>2005</strong> og EMBO New<br />

Members Meeting í Varsjá, Póllandi, 14.-18. október <strong>2005</strong>. Einnig skrifaði Eiríkur<br />

Steingrímsson yfirlitsgrein um stofnfrumur melanósýta fyrir tímaritið Cell. Ýmis<br />

önnur kynningarstarfsemi fór fram, m.a. tók Eiríkur þátt í Vísindakaffi Rannís þar<br />

sem rætt var um stofnfrumur og klónun.<br />

Annað<br />

Rannsóknir á stofunni voru styrktar af ýmsum aðilum, þ.m.t. með styrkjum frá<br />

Rannís, Rannsóknarsjóði Háskólans, Aðstoðarmannasjóði, Rannsóknarnámssjóði<br />

og Vísindasjóði LSH. Samtals nam utanaðkomandi fé til rannsókna á Lífefna- og<br />

sameindalíffræðistofu úr samkeppnisstyrkjum var um 53 m.kr.<br />

Rannsóknastofa í<br />

heilbrigðisfræði<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur læknadeild.<br />

Rannsóknastofan er til húsa á Neshaga 16, 2. hæð. Forstöðumaður er Vilhjálmur<br />

Rafnsson, prófessor í heilbrigðisfræði.<br />

Starfsmenn<br />

Örn Ólafsson, aðjunkt, lét af störfum á árinu, en hann hafði verið aðjunkt frá árinu<br />

1998. Staða Haralds Briems, dósents, sem var fimm ára staða, rann út í árslok<br />

147


<strong>2005</strong>. Enginn situr nú í stöðu dósentsins vegna seinagangs af hálfu deildarstjórnar<br />

að auglýsa stöðuna að nýju í tæka tíð en það var þó gert fyrir áramót <strong>2005</strong>/2006.<br />

Aðrir starfsmenn eru Vilhjálmur Rafnsson, prófessor, en Hrafn Tulinius, prófessor<br />

emeritus, hefur starfsaðstöðu á rannsóknarstofunni. Staða Sigurðar Thorlacius,<br />

dósents í tryggingalæknisfræði, sem kostuð er af Tryggingastofnun ríkisins og öðrum<br />

færðist af fræðasviðinu heilbrigðis- og faraldsfræði og hefur hann ekki lengur<br />

aðstöðu á rannsóknarstofunni. Ásta Jóna Guðjónsdóttir, ritari, fluttist til í starfi innan<br />

læknadeildar að eigin ósk og hefur ekki fengist ráðinn annar ritari að rannsóknastofunni<br />

í hennar stað, þó eftir því hafi verið leitað við deildarstjórn. Evald Sæmundsen<br />

er í doktorsnámi við rannsóknarstofuna og er áætlað að hann ljúki doktorsprófi<br />

vorið 2007. Oddný S. Gunnarsdóttir lauk MPH (master of public health) frá<br />

Nordic School of Public Health í desember <strong>2005</strong>, hún stundar nú doktorsnám við<br />

sama skóla með aðstöðu og handleiðslu á rannsóknarstofunni. Fjöldi starfsmanna<br />

er breytilegur frá ári til árs og er hann háður rannsóknarstyrkjum.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði sinnir faraldsfræðilegum rannsóknum einkum<br />

á sviði krabbameina og smitsjúkdóma. Gerðar eru rannsóknir á krabbameinshættu<br />

meðal atvinnuflugmanna og flugfreyja. Tilefni þeirra rannsókna er að flugfólk<br />

verður fyrir geimgeislun í störfum sínum. Vegna þessara rannsókna er í<br />

gangi samstarf við aðra rannsakendur á hinum Norðurlöndunum (NoESCAPE),<br />

sem einnig eru að athuga krabbameinshættu flugfólks hverjir í sínu landi. Hópar<br />

flugfólks eru síðan sameinaðir til þess að fá tölfræðilega áreiðanlegri niðurstöður.<br />

Athugað er nýgengi krabbameins í samvinnu við krabbameinskrár á Norðurlöndum.<br />

Auk þessarar samvinnu við Norðurlandamenn er rannsóknarstofan einnig í<br />

samvinnu um evrópskar flugmanna- og flugfreyjuathuganir og eru það dánarmeinarannsóknir<br />

sem einnig er einkum ætlað að meta krabbameinshættu vegna<br />

geimgeislamengunar (ESCAPE). Í því samstarfi eru aðilar frá níu Evrópulöndum.<br />

Evrópusamstarfið hefur leitt til birtinga á niðurstöðum á undanförnum árum og er<br />

það enn í gangi. Niðurstöður rannsóknanna á flugfólki benda til að það sé í meiri<br />

hættu en aðrir að fá illkynja sortuæxli í húð og að flugfreyjum sé hættara við<br />

brjóstakrabbameini en öðrum konum.<br />

Í tengslum við rannsóknir á krabbameinshættu meðal flugmanna hefur verið<br />

gerð sérstök athugun á því hvort flugmönnum er hættara við að fá ský á augastein<br />

en öðrum. Vitað er að jónandi geislar geta valdið skemmdum og skýmyndun<br />

á augasteini. Í þessari rannsókn, en niðurstöður hennar hafa þegar verið birtar í<br />

The Archives of Ophthalmology, kom í ljós að flugmönnum er hættara við að fá<br />

ský í kjarna augasteins og að þessi skýmyndunarhætta tengist því magni geimgeisla<br />

sem þeir hafa orðið fyrir á flugmannsferli sínum.<br />

Rannsóknarverkefni er í gangi um áhættuþætti illkynja sortuæxla meðal úrtaks<br />

íslensku þjóðarinnar og er nú unnið að verkefnum sem miða að því að skýra orsakir<br />

hækkunar á nýgengi sortuæxla, sem átt hafa sér stað ár frá ári hér á landi<br />

og tengjast þessar rannsóknir flugáhöfnunum.<br />

Önnur rannsóknarverkefni beinast að krabbameinshættu tengdum starfsstéttum<br />

svo sem bændum. Og sérstakt verkefni er um krabbameinshættu við kísilgúrframleiðslu.<br />

Á sviði sóttvarna hafa farið fram rannsóknir á faraldri af völdum Salmonella typhi<br />

murium DT 204b sem gekk yfir hér á landi haustið 2000. Þessi rannsókn hefur<br />

verið unnin í samvinnu við sóttvarnarstofnanir í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi<br />

þar sem faraldursins varð einnig vart. Rannsókn á bólusetningu gegn HPV (Human<br />

Papilloma Virus) sem veldur leghálskrabbameini og kynfæravörtum hófst á<br />

árinu 2001 í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og lyfjafyrirtækið Merck. Þá<br />

var hafinn undirbúningur að rannsókn á orsök niðurgangspesta hér á landi í<br />

samvinnu við Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss á árinu 2002.<br />

Einnig hófst á árinu <strong>2005</strong> undirbúningur að rannsókn á lifrarbólgu C veirusýkingu<br />

hjá HIV sýktum einstaklingum og áhrifum hennar á horfur HIV sýktra sjúklinga,<br />

sem eru til eftirlits við Veirufræðideild LSH. Þá hófst undirbúningur að rannsókn á<br />

algengi lifrarbólgu B og C á meðal innflytjenda til Íslands í samvinnu við Sigurð<br />

Ólafsson, smitsjúkdómadeild LSH, Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar<br />

Reykjavíkur og Barnaspítala Hringsins.<br />

Doktorsnemar<br />

Doktorsverkefni Evalds Sæmundsen fjallar um einhverfu og er vinnutitill ritgerðar<br />

hans: Autism in Iceland. Study on detection, prevalence, and relation of epilepsy<br />

in infancy and autism spectrum disorders. Verkefnið skiptist í nokkra hluta sem<br />

148


fjalla um faraldsfræði, greiningarskilmerki einhverfu og stöðugleika einhverfueinkenna<br />

í eftirfylgd. Einnig fjallar hún um hugsanleg tengsl flogaveiki og kippaflogaveiki<br />

við einhverfu.<br />

Oddný S. Gunnarsdóttir hefur birt grein um afdrif sjúklinga er sóttu til bráðmóttöku<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Fengist hefur yfirlit um dánartíðni<br />

rannsóknarhópsins en greinin birtist í Emergency Medical Journal. Í þessum áfanga<br />

kom fram að dánartíðni þeirra sem sóttu til bráðamótökunnar og sendir voru<br />

heim að skoðun og meðferð lokinni var hærri en meðal þjóðarinnar. Þeir sem<br />

komu tvisvar og þrisvar eða oftar á móttökuna á ári höfðu hærri dánartíðni en þeir<br />

sem komu einu sinni á ári. Þar sem móttakan þjónaði sjúklingum á sviði almennra<br />

lyf- og handlækninga, ekki slysum, vakti athygli há dánartíðni vegna lyfjaeitrana ,<br />

sjálfsvíga og þegar hugsanlega var um sjálfsvíg að ræða. Oddný lauk MPH-prófi í<br />

desember <strong>2005</strong> og vinnur að doktorsverkefni um sjúklinga bráðamóttökunnar.<br />

Kennsla<br />

Kennsla í heilbrigðis- og faraldsfræði (forvarnarlækningum) er veitt nemendum í<br />

læknisfræði á sjötta ári. Auk fastra kennara taka þátt í henni um tíu stundakennarar,<br />

sem margir vinna annars staðar en við Háskóla Íslands. Í kennslunni er lögð<br />

áhersla á aðferðafræði við faraldsfræðilegar rannsóknir bæði í fyrirlestrum og<br />

umræðutímum þar sem birtar rannsóknir eru einkum ræddar með tilliti til aðferðafræðinnar.<br />

Útgáfa og kynningarstarfsemi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> hafa verið birtar 3 vísindalegar ritgerðir og 4 úrdrættir vegna ráðstefna,<br />

en niðurstöður rannsókna hafa verið kynntar erlendis, vestan hafs og<br />

austan og á Íslandi. Eru þessi afköst svipuð og verið hafa undanfarin ár.<br />

Samstarf er við fjölmarga aðila um þau rannsóknarverkefni sem í gangi eru hverju<br />

sinni. Eru það til dæmis stofnanir svo sem Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa<br />

Íslands, eða einstakir sérfæðingar til dæmis í tölfræði, meinafræði, krabbameinslækningum,<br />

húðlækningum, augnlæknisfræði, lungnalækningum barnalækningum<br />

og forvarnarlækningum. Auk þessa er haft náið samband við hina<br />

ýmsu hópa starfsmanna og vinnustaða, sem rannsóknirnar fjalla um sem og erlenda<br />

samstarfsaðila.<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur hún læknadeild<br />

Háskóla Íslands. Rannsóknastofan hefur verið til húsa á Vatnsmýrarvegi 16,<br />

4. hæð, síðan haustið 1987. Forstöðumaður rannsóknarstofunnar er Hannes<br />

Blöndal, prófessor í líffærafræði.<br />

Starfsmenn<br />

Kennarar:<br />

Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dósent.<br />

Hannes Blöndal cand. med., Ph.D., prófessor.<br />

Sigurður Sigurjónsson cand. med., lektor.<br />

Sigurjón Stefánsson, cand. med., Ph.D.,dósent.<br />

Sverrir Harðarson cand. med., dósent.<br />

Annað starfslið:<br />

Finnbogi R. Þormóðsson Ph.D., fræðimaður.<br />

Guðbjörg Bragadóttir, ritari.<br />

Jóhann Arnfinnsson cand. real., líffræðingur.<br />

Marina Ilinskaia, meinatæknir.<br />

Nemendur:<br />

Ólafur B. Einarsson, MS, líffræðingur í doktorsnámi.<br />

Starfsemi<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði sinnir vísindalegum rannsóknum í líffærafræði<br />

heilbrigðra og sjúkra. Starfsmenn rannsóknastofunnar annast líffærafræðikennslu<br />

fyrir nemendur í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum og veita<br />

ýmsum aðilum þjónustu í örsjárrannsóknum (electron microscopy). Á rannsóknastofunni<br />

fer einnig fram framleiðsla kennsluefnis í líffærafræði í formi prentaðs<br />

máls, tölvuefnis og margvíslegra kennslusýna.<br />

149


Vísindaleg viðfangsefni:<br />

• Rannsóknir á æða- og vefjaskemmdum fólks sem látist hefur af völdum arfgengrar<br />

heilablæðingar, en sjúkdómurinn finnst eingöngu á Íslandi, hafa verið<br />

stundaðar í mörg ár á rannsóknastofunni og er svo enn.<br />

• Rannsókn á heilabilun (dementia) í samvinnu við deildir Landspítala- háskólasjúkrahúss<br />

(LSH) í öldrunarlækningum hefur staðið í nokkur ár og mun<br />

standa áfram um óákveðinn tíma enda um framskyggna rannsókn að ræða.<br />

• Rannsóknir á áhrifum kítófásykra á frumur í rækt í samstarfi við Primex ehf.<br />

Ritverk:<br />

• H. Blöndal, F.R. Thormodsson. Cystatin C-immunoreactive deposition outside<br />

the central nervous system in hereditary cerebral hemorrhage with amyloidosis,<br />

Icelandic Type. Program No. 431.8. <strong>2005</strong> Abstract Viewer/Itinerary<br />

Planner. Washington, DC: Society for Neuroscience, <strong>2005</strong>. Online.<br />

Kennsla<br />

Kennsla í líffærafræði er veitt nemendum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum<br />

svo sem verið hefur. Nemendafjöldi er nokkuð breytilegur eftir árum.<br />

Samtals luku prófum í líffærafræðinámskeiðum árið <strong>2005</strong> alls 96 nemendur í<br />

læknisfræði, 37 nemendur í sjúkraþjálfun og 12 nemendur í tannlæknadeild . Auk<br />

þess sækja nemendur í meina- og röntgentækni við Tækniskóla Íslands kennslu í<br />

líffærafræði til rannsóknarstofunnar.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Örsjárrannsóknir til sjúkdómsgreiningar er fastur liður í starfsemi rannsóknarstofunnar<br />

og eru þær aðallega unnar fyrir Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg.<br />

Einnig eru gerðar, og hafa verið gerðar síðan 1981, örsjárrannsóknir á lífrænum<br />

og ólífrænum sýnum fyrir aðrar stofnanir Háskólans og aðila utan hans.<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og<br />

eiturefnafræði<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) er Magnús Jóhannsson<br />

prófessor og skrifstofustjóri Sigríður Ísafold Håkansson. Fast starfslið,<br />

auk kennara með starfsaðstöðu á rannsóknastofunni, er 18 manns (sjá nánar á<br />

vefsíðu RLE: www.hi.is/rle). Sex nemar voru í rannsóknatengdu námi á rannsóknastofunni<br />

á árinu. Þrjú voru í doktorsnámi, þau Brynhildur Thors, Guðlaug<br />

Þórsdóttir og Lárus S. Guðmundsson. Ein stundaði MS-nám, Elín V. Magnúsdóttir,<br />

hún lauk prófi í september, leiðbeinandi hennar var Kristín Ólafsdóttir dósent og<br />

titill verkefnisins var Þrávirk klórlífræn efni, holdafar, kyrrseta og frjósemi karlmanna.<br />

Einn læknanemi lauk 3. árs rannsóknarverkefni, Þórarinn Örn Ólafsson<br />

og einn nemi í lífefnafræði, Lilja Kjalarsdóttir, vann rannsóknaverkefni á rannsóknastofunni.<br />

Kennsla<br />

Starfsfólk rannsóknastofunnar sá um eða tók þátt í kennslu læknanema, tannlæknanema,<br />

hjúkrunarfræðinema, líffræðinema, matvælafræðinema og lyfjafræðinema<br />

við Háskóla Íslands. Einnig kenndi starfsfólk rannsóknastofunnar á<br />

ýmsum námskeiðum, m.a. á vegum Endurmenntunar HÍ og við Lögregluskóla<br />

ríkisins.<br />

Grunnrannsóknir<br />

Unnið var að mörgum rannsóknarverkefnum, sumum í samstarfi við innlenda og<br />

erlenda vísindamenn og eru þær helstu eftirtaldar:<br />

• Kopar, cerúlóplasmín og súperoxíðdismútasi í sjúklingum með hrörnunarsjúkdóma<br />

í miðtaugakerfi (með öldrunarlæknum og taugasjúkdómalæknum<br />

á Landspítala-háskólasjúkrahúsi).<br />

• Rannsóknir á boðkerfum í ræktuðum æðaþelsfrumum.<br />

• Rannsókn á lyfjahvörfum paracetamóls og glútatíoni í blóði (með svæfingarlæknum<br />

á Landspítala - háskólasjúkrahúsi).<br />

• Rannsóknir á blóðfitulækkandi verkun ACTH (með lækni á LSH).<br />

• Rannsóknir á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi, í samvinnu<br />

við Hjartavernd.<br />

150


• Rannsókn á tengslum mígrenis og blóðþrýstings, í samvinnu við Hjartavernd.<br />

• Þrávirk lífræn efni í blóði íslenskra mæðra. Samstarfsverkefni átta þjóða sem<br />

liggja að norður-heimskautssvæðinu; AMAP.<br />

• Áhrif þrávirkra klórlífrænna efna á frjósemi íslenskra karlmanna, með glasafrjóvgunardeild<br />

Landspítalans.<br />

• Tengsl þrávirkra lífrænna efna og viðkomu íslenska arnarstofnsins. Í samvinnu<br />

við Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofu vesturlands.<br />

• Þrávirk lífræn efni í lofti og úrkomu við Stórhöfða, með Veðurstofu Íslands.<br />

• Samnorræn rannsókn: Alkohol og andre rusmidler blant nordiske drepte<br />

motorvognförere 2001-2002.<br />

• Eitranir á Íslandi. Framskyggn rannsókn á eitrunum, sem komu til meðferðar<br />

á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum landsins 2001-2002.<br />

• Samanburður á snefilefnum og oxavarnarenzýmum í blóði sauðfjár með tilliti<br />

til riðu.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Stundaðar voru umfangsmiklar þjónusturannsóknir í fjórum deildum: réttarefnafræðideild<br />

(deildarstjóri Jakob Kristinsson), lyfjarannsóknadeild (deildarstjóri Elísabet<br />

Sólbergsdóttir), alkóhóldeild (deildarstjóri Kristín Magnúsdóttir) og eiturefnafræðideild<br />

(deildarstjóri Kristín Ólafsdóttir). Rannsóknir þessar eru unnar fyrir<br />

dómsmála- og lögregluyfirvöld, lækna, sjúkrastofnanir, lyfjaframleiðendur, heilbrigðiseftirlitsmenn,<br />

rafveitur, Varnarliðið, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun<br />

o.fl. Unnið var að gæðahandbók fyrir rannsóknastofuna og gerð var<br />

úttekt á gæðamálum vegna vinnu fyrir lyfjaframleiðendur.<br />

Heimsóknir<br />

Helge Refsum, yfirlæknir á Diakonhjemmet Sykehus í Osló, kom í heimsókn í júní<br />

og hélt fyrirlestur um notagildi klíniskra lyfjamælinga og ákvarðana á lifrarensímum<br />

sem eru með erfðafræðilegan breytileika.<br />

Löglærðir fulltrúar ákæruvaldsins komu í heimsókn í október og kynntu sér<br />

starfsemi RLE.<br />

Húsnæði<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) flutti í apríl 2004 í Haga, Hofsvallagötu<br />

53, og er þar á 1. og 3. hæð. Fyrir í Haga er lyfjafræðideild HÍ sem myndar<br />

Lyfjafræðistofnun HÍ ásamt RLE. Á þriðju hæð í nýrri hluta hússins eru 16 skrifstofur<br />

og hefur RLE 14 þeirra til ráðstöfunar en þar er einnig lítið fundarherbergi<br />

og kaffistofa. Á fyrstu hæð voru innréttaðar rannsóknastofur samkvæmt nútímakröfum<br />

um slíkt húsnæði og í kjallara eru geymslur, myrkraherbergi o.fl. Þetta<br />

húsnæði er gott og hentar vel fyrir þá starfsemi sem fer fram á RLE.<br />

Veffang Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði er: www.hi.is/rle<br />

151


Raunvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Stjórn deildarinnar og almennt starf<br />

Forseti raunvísindadeildar var Hörður Filippusson og varadeildarforseti var Þóra<br />

Ellen Þórhallsdóttir, en í rannsóknamisseri varaforseta gegndi aldursforseti deildarráðs,<br />

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor, þeirri stöðu. Stöðugildi á skrifstofu<br />

deildar, sem rekin er í samvinnu við verkfræðideild, voru fimm samtals fyrir báðar<br />

deildir. Edda Einarsdóttir fulltrúi á deildarskrifstofu, lét af störfum 1. desember<br />

að eigin ósk. Hlín Eyglóardóttir var ráðin í fulltrúastarf þann 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Skorarformenn<br />

Formaður stærðfræðiskorar var Jón Kr. Arason á vormisseri en Robert Magnus á<br />

haustmisseri. Þorsteinn Vilhjálmsson var formaður eðlisfræðiskorar á vormisseri<br />

en Magnús Tumi Guðmundsson á haustmisseri. Formaður efnafræðiskorar var<br />

Ingvar Helgi Árnason. Kesara A. Jónsson var formaður líffræðiskorar á vormisseri<br />

en Guðmundur Hrafn Guðmundsson á haustmisseri. Formaður jarð- og landfræðiskorar<br />

á vormisseri var Ingibjörg Jónsdóttir en Áslaug Geirsdóttir á haustmisseri.<br />

Formaður matvælafræðiskorar var Kristberg Kristbergsson.<br />

Starfsemi deildarinnar var með svipuðu sniði og síðasta ár. Fjárhagur deildarinnar<br />

var enn erfiður en halli mun minni en undanfarin ár að árinu 2004 undanskildu<br />

enda mörgum ráðum beitt til sparnaðar og hagræðingar. Meginástæða hallareksturs<br />

er sú að meðaldagvinnulaun í deildinni eru miklu hærri en meðaldagvinnulaun<br />

þau sem miðað er við í kennslusamningi Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið<br />

(launastika). Rannsóknaframlag til deildarinnar er lægra en nemur<br />

skyldubundnum rannsóknatengdum útgjöldum en af þeim vegur rannsóknaþáttur<br />

launa kennara þyngst. Sparnaður felst einkum í fækkun valnámskeiða og<br />

aðhaldi í rekstrargjöldum vegna verklegs náms.<br />

Starfandi fastanefndir við deildina voru: fjármálanefnd, rannsóknanámsnefnd,<br />

kennsluskrárnefnd, framgangsnefnd, bóka- og ritakaupanefnd og vísindanefnd<br />

(tækjakaupanefnd).<br />

Auk fastanefnda voru tvær aðrar nefndir að störfum: nefnd um eflingu raungreinakennslu<br />

í framhaldsskólum og grunnskólum og kennsluháttanefnd III sem<br />

lauk störfum og skilaði áliti á árinu.<br />

Þóra Ellen Þórhallsdóttir var tengiliður deildarinnar við markaðs- og samskiptanefnd<br />

Háskólans.<br />

Rögnvaldur Ólafsson var fulltrúi raunvísindadeildar og verkfræðideildar í háskólaráði.<br />

Varafulltrúar voru Helgi Þorbergsson og Júlíus Sólnes.<br />

Jón K. F. Geirsson átti sæti í kennslumálanefnd á vormisseri en Lárus Thorlacius<br />

á haustmisseri.<br />

Fulltrúar raunvísindadeildar á háskólafundum, auk deildarforseta sem er sjálfkjörinn,<br />

voru: Á 16. háskólafundi 18. febrúar <strong>2005</strong>: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Áslaug<br />

Geirsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Á 17. háskólafundi 26. maí <strong>2005</strong>: Þóra Ellen<br />

Þórhallsdóttir, Áslaug Geirsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Á 18. háskólafundi 17.<br />

nóvember <strong>2005</strong>: Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Bjarni Ásgeirsson.<br />

Fjárveitingar og útgjöld raunvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 599.370 604.223 650.618<br />

Fjárveiting 552.744 586.791 634.999<br />

152


Breytingar á kennaraliði<br />

Bragi Árnason, prófessor lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. apríl.<br />

Jón Ragnar Stefánsson, dósent lét af störfum í árslok.<br />

Halldór I. Elíasson, prófessor lét af störfum í árslok en var ráðinn í 33% starf við<br />

stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar til tveggja ára.<br />

Kristján Jónasson, aðjúnkt lét af störfum í árslok og tók við dósentsstöðu við<br />

verkfræðideild.<br />

Snorri Þ. Ingvarsson var ráðinn í starf dósents við eðlisfræðiskor frá 1. september.<br />

Eðlisfræðistofa RH kostar rannsóknaþátt starfsins.<br />

Ingibjörg Gunnarsdóttir var ráðin í starf dósents í matvæla- og næringarfræðiskor<br />

frá 1. nóvember.<br />

Zophanías O. Jónsson var ráðinn í tímabundið 50% starf dósents í líffræði til eins<br />

árs frá 1. janúar. Rannsóknaþáttur starfsins er kostaður af rannsóknafé.<br />

Snæbjörn Pálsson var ráðinn í tímabundið starf lektors í líffræði til eins árs frá 1.<br />

janúar. Rannsóknaþáttur starfsins er kostaður af rannsóknafé. Snæbjörn hlaut<br />

framgang í starf dósents á árinu.<br />

Kennslumál<br />

Haustið <strong>2005</strong> voru við deildina 45 nemendur í doktorsnámi (21 kona og 24 karlar)<br />

og 132 nemendur í meistaranámi (64 konur og 68 karlar), þar af 11 í umhverfisfræðum<br />

og einn í sjávarútvegsfræðum.<br />

Tvær þverfaglegar námsbrautir til meistaraprófs sem deildin átti aðild að, í sjávarútvegsfræðum<br />

og í umhverfisfræðum, voru lagðar niður á árinu.<br />

Þverfaglegt nám til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræðum á vegum sex<br />

deilda var tekið upp á árinu. Raunvísindadeild er umsjónardeild námsins. Auglýst<br />

var starf kennara í umhverfis- og auðlindafræðum á árinu.<br />

Fjármögnun framhaldsnámsins er nú komin á þann grundvöll að deildin hefur<br />

tekjur af þreyttum einingum framhaldsnema auk þess sem að í deililíkani Háskólans<br />

fyrir rannsóknafé er gert er ráð fyrir fastri fjárveitingu, 500 þús.kr., til<br />

deildar fyrir hvern brautskráðan meistara og 1.500 þús.kr. fyrir hvern brautskráðan<br />

doktor sem stundað hefur nám við deildina (námsdoktor) en 750 þús.kr. fyrir<br />

aðra doktora (varinn doktor) sem brautskrást frá deildinni. Vegna hlutfallslega<br />

lækkandi rannsóknafjárveitinga til skólans hefur ekki verið hægt að fjármagna<br />

deililíkan til rannsókna að fullu og skertust ofangreindar fjárhæðir um meira en<br />

fimmtung af þeim sökum. Vegna mikillar fjölgunar nemenda þarf að gera ráð fyrir<br />

auknu húsnæði vegna vinnuaðstöðu nemenda auk þess sem álag á tölvu- og<br />

tækjakost eykst.<br />

Þrjár doktorsvarnir voru við deildina á árinu:<br />

• Kristján Rúnar Kristjánsson, eðlisfræðingur, varði 12. ágúst ritgerð sína. Periodic<br />

tachyons and charged black holes. Two problems in two dimensions.<br />

Leiðbeinandi Kristjáns var dr. Lárus Thorlacius, prófessor, en með honum í<br />

umsjónarnefnd voru dr. Ragnar Sigurðsson og dr. Þórður Jónsson, vísindamenn<br />

við Raunvísindastofnun Háskólans. Andmælendur voru dr. Paolo Di-<br />

Vecchia, prófessor við NORDITA, Kaupmannahöfn og dr. David Lowe, prófessor<br />

frá Bandaríkjunum.<br />

• Guðrún Ólafsdóttir matvælafræðingur varði 26. ágúst ritgerð sína Volatile<br />

compounds as quality indicators in fish during chilled storage: Evaluation of<br />

microbial metabolites by an electronic nose. Leiðbeinandi Guðrúnar var dr.<br />

Kristberg Kristbergsson, dósent, en með honum í umsjónarnefnd voru dr.<br />

Jörg Oehlenschläger, prófessor, frá Þýskalandi, dr. Joop B. Luten, sérfræðingur<br />

frá Hollandi, dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent, og dr. Ágústa Guðmundsdóttir,<br />

prófessor. Andmælendur voru dr. Saverio Mannino, prófessor frá Ítalíu<br />

og dr. Ragnar L. Olsen, prófessor frá Noregi.<br />

• Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur varði 4. nóvember<br />

ritgerð sína Iron status in Icelandic children and associations with nutrition,<br />

growth and development. Leiðbeinandi Björns var dr. Inga Þórsdóttir,<br />

prófessor, en með henni í umsjónarnefnd voru Gestur Pálsson barnalæknir<br />

154


við Landspítala-Háskólasjúkrahús og dr. Kim Fleischer Michaelsen, prófessor<br />

frá Danmörku. Andmælendur voru dr. Olle Hernell, prófessor frá Svíþjóð<br />

og dr. Ibrahim Elmadfa, prófessor frá Austurríki.<br />

Forkröfur fyrir nám í raunvísindadeild er stúdentspróf. Ekki er gerð krafa um<br />

stúdentspróf af bóknámsbraut en til viðbótar stúdentsprófi gerir raunvísindadeild<br />

kröfur um að stúdentsprófið innihaldi að lágmarki eftirfarandi fjölda eininga í einstökum<br />

greinum: Stærðfræði 21 eining og raungreinar 30 einingar, þar af a.m.k. 6<br />

einingar í eðlisfræði, 6 einingar í efnafræði og 6 einingar í líffræði. Þó er öllum<br />

sem lokið hafa stúdentsprófi heimil innritun í nám til BS prófs í landfræði og<br />

ferðamálafræði.<br />

Skorti 8 einingar eða minna á að lágmarkskröfum hér að ofan sé fullnægt getur<br />

raunvísindadeild engu að síður heimilað nemanda að innritast í nám við deildina<br />

en henni er þá heimilt að setja skilyrði um að nemandinn ljúki námi í tilteknum<br />

greinum sem á vantar sem fyrst eftir innritun í raunvísindadeild eða samhliða<br />

námi sínu í deildinni.<br />

Raungreinapróf frá Tækniháskóla Íslands, áður Tækniskóla Íslands, nægir til inngöngu<br />

í raunvísindadeild til jafns við stúdentspróf, enda sé fullnægt skilyrðum um<br />

lágmarkskröfur í einstökum greinum, sbr. hér að framan.<br />

Allir sem lokið hafa þriggja ára háskólanámi til fyrstu háskólagráðu í hvaða grein<br />

sem er uppfylla skilyrði til að innritast í raunvísindadeild.<br />

Samkvæmt tölum um fjölda nemenda í deildinni í upphafi haustmisseris voru<br />

þeir alls 931. Á sama tíma árið 2004 voru nemendur deildarinnar 934.<br />

Fjöldi erlendra stúdenta við deildina fór vaxandi. Allmargir nemendur sóttu heils<br />

árs námsbraut í jarðvísindum á ensku fyrir erlenda stúdenta, alls 10 námskeið í<br />

jarðfræði (5), landfræði (1), ferðamálafræði (1) og jarðeðlisfræði (2), auk eins yfirlitsnámskeiðs<br />

sem fellur undir allar greinarnar þrjár. Þetta nám miðast við tvö ár<br />

í háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Um rannsóknir í deildinni er fjallað í kafla um Raunvísindastofnun Háskólans og<br />

Líffræðistofnun Háskólans í Árbókinni. Rannsóknastofnun í næringarfræði var<br />

komið á fót með samningi milli Háskóla Íslands og Landspítala-Háskólasjúkrahúss.<br />

Starfsmenn deildar og stofnana hlutu fjölmarga rannsóknastyrki á árinu.<br />

Í samstarfi við Eðlisfræðifélag Íslands stóð deildin fyrir fyrirlestraröð fyrir almenning<br />

við ágæta aðsókn undir yfirskriftinni Undur veraldar. Haldnir voru alls 13<br />

fyrirlestrar, fjórir á vormisseri og níu á haustmisseri.<br />

Húsnæðismál<br />

Ýmis vandamál steðja að hvað varðar húsnæði deildarinnar og stofnana hennar.<br />

Skrifstofur kennara eru víða þröngar og illa búnar. Rannsóknarrými er mun þrengra<br />

en gerist við erlenda rannsóknarháskóla og lítið sem ekkert rými fyrir aðstoðarmenn<br />

og framhaldsnema. Við ráðningu nýrra kennara koma undantekningarlaust<br />

upp vandamál er varða húsnæði og tækjabúnað. Aðstöðuleysi hamlar<br />

þátttöku kennara og sérfræðinga deildarinnar í erlendum samstarfsverkefnum<br />

svo sem Evrópuverkefnum. Á árinu var unnið að greiningu á framtíðarþörfum<br />

deildarinnar fyrir húsnæði.<br />

Lausnir á húsnæðismálum þarf að nálgast í nánu samráði við stofnanir deildarinnar.<br />

Líffræðistofnun er alfarið í húsnæði Háskólans en Raunvísindastofnun á sitt<br />

eigið húsnæði á Dunhaga 3 ásamt hluta Tæknigarðs. Líta verður á húsnæðið í<br />

heild. Starfsemi þessara stofnana og deildarinnar er til húsa í mörgum byggingum.<br />

Veruleg umskipti urðu á fyrra ári er náttúrufræðahúsið Askja var tekið í notkun<br />

að fullu og batnaði þá verulega aðstaða líffræði, jarðeðlisfræði og jarð- og<br />

landfræði en þar með var mest af þeirri starfsemi deildarinnar sem var utan háskólalóðar<br />

komið á háskólasvæðið. Nokkrir kennarar eru með starfsaðstöðu á<br />

rannsóknastofnunum atvinnuveganna og á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Vandamál þeirra greina sem eru vestan Suðurgötu munu ekki leysast að fullu fyrr<br />

en byggt verður nýtt hús. Ljóst er að leysa þarf hið fyrsta húsnæðisvanda matvælafræðiskorar.<br />

155


Skráðir og brautskráðir stúdentar í raunvísindadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 365 552 918 407 578 987 411 597 1.008<br />

Brautskráðir<br />

Stærðfræði BS 8 3 11 12 4 16 11 2 13<br />

Stærðfræði M.Paed. 0 1 1<br />

Stærðfræði MS 1 0 1<br />

Eðlisfræði BS 8 1 9 3 1 4 6 1 7<br />

Jarðeðlisfræði BS 2 1 3 3 0 3<br />

Eðlisfræði 4. ár 1 0 1<br />

Eðlisfræði MS 1 1 1 1 2<br />

Jarðeðlisfræði MS 1 1<br />

Jarðeðlisfræði doktorspróf 1 0 1<br />

Stjarneðlisfræði MS 1 1<br />

Eðlisfræði doktorspróf 2 2 2 2<br />

Efnafræði BS 2 2 1 1 2 4 1 5<br />

Efnafræði 4. ár<br />

Efnafræði MS 2 1 3 1 1 4 0 4<br />

Efnafræði doktorspróf<br />

Lífefnafræði BS 4 6 10 2 10 12 4 4 8<br />

Lífefnafræði MS 1 0 1<br />

Lífefnafræði doktorspróf 1 1<br />

Líffræði BS 11 26 37 11 29 40 20 34 54<br />

Líffræði 4. ár 1 2 3 0 2 2<br />

Líffræði MS 4 5 9 2 3 5 4 2 6<br />

Líffræði doktorspróf 2 2<br />

Sjávarútvegsfræði MS 1 1 1 1<br />

Jarðfræði BS 7 7 14 6 6 12 5 6 11<br />

Jarðfræði 4. ár 1 0 1<br />

Jarðfræði MS 1 1 3 1 4 1 0 1<br />

Jarðfræði M.Paed. 1 0 1<br />

Landfræði BS 4 6 10 6 9 15 4 8 12<br />

Landfræði MS 2 2 1 1 2<br />

Umhverfisfræði MS 2 2 2 3 5 1 8 9<br />

Ferðamálafræði diplóma 4 4 1 4 5 0 3 3<br />

Ferðamálafræði BS 3 13 16 6 23 29 2 26 28<br />

Ferðamálafræði MS 0 1 1<br />

Matvælafræði BS 1 6 7 1 1 2 1 2 3<br />

Matvælafræði MS 1 2 3 1 1 1 0 1<br />

Næringarfræði MS 2 2 1 1 0 1 1<br />

Næringarfræði doktorspróf 1 1 1 1 2<br />

Samtals 61 90 151 64 102 166 79 104 183<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kynningarstarf<br />

Kynning á starfi deildarinnar fer fram á vegum skora og hafa þær flestar unnið að<br />

útgáfu kynningarefnis í formi bæklinga. Þá hefur verið farið í heimsóknir í framhaldsskóla,<br />

auk þess sem deildin hefur verið kynnt á reglulegum námskynningum<br />

Háskólans. Áfram var haldið starfi raunvísindadeildar Háskóla Íslands með<br />

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og landssamtökunum Heimili og skóli um tilraunaverkefni<br />

sem felst í viðfangsefnum í raunvísindum fyrir bráðger börn á miðstigi<br />

grunnskóla.<br />

Þá hafa fastir kennarar deildarinnar og sérfræðingar á Raunvísindastofnun ásamt<br />

meistara- og doktorsnemum staðið fyrir landskeppnum í stærðfræði, eðlisfræði<br />

og efnafræði og þjálfun liðs Íslands til að keppa á Ólympíuleikum framhaldsskólanema<br />

í þessum sömu greinum.<br />

156


Raunvísindastofnun<br />

Háskólans<br />

Raunvísindastofnun Háskólans (RH) er sjálfstæð rannsóknastofnun innan Háskóla<br />

Íslands og starfar samkvæmt sérstökum reglum.<br />

Stofnunin er vettvangur grunnrannsókna í raunvísindum. Um síðustu áramót voru<br />

þar alls 27 sérfræðingar í föstum stöðum sem stunduðu sjálfstætt rannsóknir<br />

auk 6 aðstoðarmanna. Þar fyrir utan unnu 30 verkefnaráðnir sérfræðingar við<br />

rannsóknir og níu manna starfslið sem vann á aðalskrifstofu og annast rekstur<br />

fasteigna. Loks var 21 nemi í framhaldsnámi við stofnunina. Eins og segir í reglum<br />

um Raunvísindastofnun er hún rannsóknavettvangur kennara við raunvísindadeild<br />

Háskóla Íslands á sviðum stofnunarinnar en kennarar voru 49 um síðustu<br />

áramót. Raunvísindastofnun er því einnig vettvangur rannsóknanáms deildarinnar<br />

í flestum greinum nema líffræði.<br />

Raunvísindastofnun skiptist í Jarðvísindastofnun Háskólans (JH) og Eðlis-, efnaog<br />

stærðfræðistofnun Háskólans (EH). Þessum stofnunum er skipt upp í stofur<br />

sem lýst er hér að neðan.<br />

Árið <strong>2005</strong> nam velta Raunvísindastofnunar 652 m.kr. sem er um 28,3% hækkun frá<br />

fyrra ári. Um það bil helming þessarar aukningar má rekja til þess að Norræna<br />

eldfjallastöðin var hluti RH allt árið <strong>2005</strong> en einungis hálft árið 2004. Annars urðu<br />

aukin umsvif á flestum sviðum. Af veltu ársins <strong>2005</strong> komu 292 m.kr. af fjárveitingum<br />

hins opinbera, 84 m.kr. komu frá Norrænu ráðherranefndinni og 287 m.kr.<br />

voru annað sjálfsaflafé frá íslenskum og erlendum rannsóknasjóðum og frá fyrirtækjum.<br />

Markmið rannsókna á Raunvísindastofnun er að afla nýrrar þekkingar, miðla<br />

fræðilegum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Niðurstöður rannsókna eru<br />

birtar í tímaritsgreinum, bókum, skýrslum og ráðstefnuerindum. Rannsóknir á<br />

stofnuninni eru einnig kynntar almenningi í fyrirlestrum. Stofnunin hefur víðtækt<br />

samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Þá veitir hún fjölþætta<br />

ráðgjöf og þjónustu utan Háskólans.<br />

Eðlisfræðistofa<br />

Árið <strong>2005</strong> var eðlisfræðistofa rannsóknavettvangur níu kennara við raunvísindadeild<br />

Háskólans og eins kennara við verkfræðideild auk fjögurra sérfræðinga við<br />

Raunvísindastofnun. Þar starfa einnig tveir tæknimenn Raunvísindastofnunar.<br />

Fimm verkefnaráðnir sérfræðingar unnu á stofunni og einn verkefnaráðinn<br />

tæknimaður. Laun þeirra eru ýmist greidd með styrkjum úr samkeppnissjóðum<br />

og fyrirtækjum eða með eftirlaunum. Stúdentar í rannsóknanámi á árinu <strong>2005</strong><br />

voru ellefu talsins, þar af fjórir í doktorsnámi. Forstöðumaður eðlisfræðistofu var<br />

Hafliði Pétur Gíslason, prófessor. Nöfn stofufélaga og upplýsingar um rannsóknaverkefni<br />

þeirra og ritsmíðar er að finna á vef eðlisfræðistofu á slóðinni<br />

(www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edlisfr.html).<br />

Árið <strong>2005</strong> urðu þær breytingar fyrirferðamestar að háloftadeild Raunvísindastofnunar,<br />

sem um árabil var deild á jarðeðlisfræðistofu, fluttist yfir til eðlisfræðistofu.<br />

Gunnlaugur Björnsson var ráðinn forstöðumaður háloftadeildar, en hann hafði áður<br />

verið vísindamaður á eðlisfræðistofu. Háloftadeild sinnir eftir sem áður hefðbundnu<br />

hlutverki sínu en leggur auk þess áherslu á rannsóknir í stjarneðlisfræði.<br />

Snorri Þorgeir Ingvarsson, fræðimaður, fluttist úr stöðu sinni á eðlisfræðistofu í<br />

starf dósents við eðlisfræðiskor, en stofan greiðir rannsóknahluta launa hans. Þá<br />

tók Kristján Leósson við stöðu vísindamanns við eðlisfræðistofu í árslok <strong>2005</strong>.<br />

Kristján Jónsson, verkfræðingur, sem hafði lengi verið verkefnaráðinn, fluttist í<br />

starf deildarverkfræðings á stofunni um mitt ár. Þá hélt Bragi Árnason, prófessor<br />

emerítus, skrifstofuaðstöðu sinni á eðlisfræðistofu árið <strong>2005</strong>. Eftirtaldir meistaranemar<br />

sem höfðu rannsóknaaðstöðu á stofunni luku prófi árið <strong>2005</strong>: Elías Halldór<br />

Bjarnason, MS í vélaverkfræði, Jón Skírnir Ágústsson, MS í rafmagnsverkfræði og<br />

Árni Sigurður Ingason, MS í vélaverkfræði.<br />

Á eðlisfræðistofu eru stundaðar grunnrannsóknir í tilraunaeðlisfræði og kennilegri<br />

eðlisfræði. Á stofunni eru þrír hópar fyrirferðarmestir. Einn þeirra sinnir<br />

rannsóknum í tilraunaeðlisfræði einkum hátæknieðlisfræði og örtækni. Annar<br />

157


hópur stundar kennilegar rannsóknir og gerð líkana af eiginleikum rafeindakerfa<br />

á nanóskala í hálfleiðurum og sameindum. Þriðji hópurinn leggur stund á rannsóknir<br />

í stjarneðlisfræði.<br />

Auk þessara hópa stunda kennarar og sérfræðingar á stofunni rannsóknir sem<br />

ekki falla undir ofangreinda lýsingu. Unnu þeir við fjölda rannsóknaverkefna árið<br />

<strong>2005</strong>, meðal annars þróun vetnissamfélags á Íslandi, mössbauermælingar, mælingar<br />

á radoni í grunnvatni, og endurbætur á tækni til mælinga á geislakoli í aldursgreiningum.<br />

Örtæknikjarni Raunvísindastofnunar<br />

Raunvísindastofnun Háskólans hefur stofnað til samstarfs við verkfræðideild Háskóla<br />

Íslands, stofnanir atvinnulífsins, Háskólann í Reykjavík og einkafyrirtæki<br />

um rannsóknir í örtækni. Samstarfið nefnist Örtæknivettvangur og nær það nú til<br />

tveggja kjarna, annars vegar í VR-III við Suðurgötu (hér kallaður Örtæknikjarni I)<br />

og hins vegar hjá Iðntæknistofnun á Keldnaholti (Örtæknikjarni II). Í VR-III er verið<br />

að setja upp hreinherbergi sambærilegt við viðlíka aðstöðu sem finna má við<br />

marga aðra rannsókna- og tækniháskóla og er sú vinna langt komin. Í hreinherberginu<br />

verður aðstaða til almennrar örtækniframleiðslu sem nýta má til að byggja<br />

upp margs konar smásæja strúktúra. Að auki verður til staðar búnaður til eftirlits<br />

og mælinga til að tryggja gæði og endurtakanleika í framleiðslunni.<br />

Formleg tækjakaup í nafni örtæknikjarna hófust árið 2004 með 23,5 m.kr. framlagi<br />

frá Tækjasjóði. Á árinu <strong>2005</strong> var fjárfesting Örtæknivettvangs 49,5 m.kr., og<br />

voru það styrkir úr Tækjasjóði og mótframlög. Meirihluti fjárfestingarinnar hefur<br />

runnið til uppbyggingar Örtæknikjarna I í 200 m 2 húsnæði í kjallara VR-III við<br />

Suðurgötu. Nýlega hefur Vísinda- og tækniráð úthlutað úr Markáætlun um erfðafræði<br />

í þágu heilbrigðis- og örtækni. Rannsóknir í Örtæknikjarna I hlutu um 35<br />

m.kr. framlag þar til tveggja ára. Í tillögum Markáætlunar var lögð áhersla á<br />

áframhaldandi uppbyggingu tækjabúnaðar örtæknikjarna.<br />

Búnaður til örtækniframleiðslu og greiningar hefur ekki verið til staðar á Íslandi,<br />

og er því um að ræða uppbyggingu frá grunni. Gæta þarf ýtrasta hreinleika við örtækniframleiðslu,<br />

þ.e. þegar ráðist er í framkvæmdir sem miða að því að setja<br />

upp hreinherbergi í flokki 5-6 (skv. ISO 14644-1 hreinherbergisstaðli) sem er algengur<br />

flokkur fyrir aðstöðu af þessari stærð. Framkvæmdirnar fela í sér m.a.<br />

breytt aðgengi og sérstakan lofthreinsibúnað. Til að viðhalda hreinleika er nauðsynlegt<br />

að notendur klæðist rykfríum hlífðarfatnaði og temji sér rétt vinnubrögð.<br />

Einnig er þörf á að endurbæta hitastýringu og bæta við rakastýringu í aðstöðuna<br />

en stöðugt hita- og rakastig er mikilvægt til að tryggja endurtakanleika í rásaprentunarferlinu.<br />

Umsjón með uppbyggingu Örtæknikjarna hefur einkum hvílt á þeim Jóni Tómasi<br />

Guðmundssyni, Kristjáni Leóssyni, Snorra Þorgeiri Ingvarssyni og Sveini Ólafssyni,<br />

stúdentum þeirra og öðrum starfsmönnum.<br />

Efnafræðistofa<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar rannsóknir á flestum sviðum efnafræði. Árið <strong>2005</strong><br />

störfuðu þar 20 launaðir framhaldsnemar og nýdoktorar auk tveggja fastráðinna<br />

sérfræðinga og 8 kennara. Nokkur nýlunda er að af 20 framhaldsnemum og<br />

nýdoktorum eru 6 af erlendum uppruna og hefur starfsemin því fengið fjölþjóðlegan<br />

blæ. Til marks um það er að ræður á jólahófi stofunnar fóru fram á ensku.<br />

Stofan er einnig vettvangur nemenda sem vinna að lokaverkefnum til BS-prófs.<br />

Meirihluti launakostnaðar vegna framhaldsnema og nýdoktora var greiddur af<br />

rannsóknarstyrkjum, bæði innlendum og frá Evrópusambandinu.<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í kennilegri efnafræði,<br />

eðlisefnafræði, ólífrænni efnafræði, málmlífrænni efnafræði og lífrænni efnafærði.<br />

Rannsóknarverkefnin eru af margvíslegum toga, en flest þeirra fjalla á einn eða<br />

annan hátt um eðli og eiginleika nýstárlegra ólífrænna og lífrænna efnasambanda.<br />

Á árinu var sett upp nýtt MALDI-TOF tæki til að greina stórar sameindir og<br />

var tækið mikið notað við efnagreiningar. Sótt var um styrk til að setja upp „electrospray“<br />

efnagreiningatæki og er talið líklegt að tækið fáist. Lögð voru drög að<br />

stofnun Efnagreiningaseturs HÍ en þar mun verða hátækniaðstaða til nútímalegra<br />

efnagreininga fyrir vísindasamfélag HÍ svo og aðila utan HÍ. Þessi stórbætta rannsóknaraðstaða<br />

mun gera kleift að fást við mun viðameiri verkefni en áður var<br />

mögulegt. Auk ofangreindra tækja hefur efnafræðistofa nú yfir að ráða fjölda ann-<br />

158


arra tækja m.a. 400 MHz NMR tæki, FT-IR tæki, GC-MS tæki, leysum og tölvuklasa.<br />

Upptalningu á ritverkum verkefnastjóra er að finna í Árbók Háskóla Íslands og<br />

hægt er að lesa lýsingar á rannsóknarverkefnum kennara á heimasíðum þeirra.<br />

Slóðin er http:/ www.raunvis.hi.is/Efnafr/Efnafr.html<br />

Lífefnafræðistofa<br />

Við Lífefnafræðistofu hafa rannsóknaraðstöðu fjórir kennarar úr efnafræðiskor<br />

raunvísindadeildar og tveir kennarar úr matvælafræðiskor og einn prófessor emeritus.<br />

Auk þeirra starfa á stofunni nokkrir sérfræðingar, nemar í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi til meistaraprófs eða doktorsprófs, rannsóknamenn og<br />

nemar sem vinna að lokaverkefnum til BS-prófs.<br />

Þau rannsóknaverkefni sem unnið er að á stofunni eru á eftirtöldum sviðum:<br />

• Erfðatæknileg framleiðsla þorskensíma í gersveppum, sérsniðin ensím, einangrun<br />

próteina og náttúruleg rotvörn.<br />

• Lífefni úr hrognum.<br />

• Varnir lífvera gegn oxunarálagi og stakeindum.<br />

• Ensímið glútaþíónperoxídasi, eiginleikar og hreinvinnsla.<br />

• Andoxunarefni.<br />

• Snefilefnið selen.<br />

• Kuldavirk ensím úr bakteríum og úr fiskum, grundvöllur hvötunarvirkni<br />

þeirra, sértækni, stöðugleika og hagnýtingar.<br />

• Samskipti ensíma og hindrandi efna.<br />

• Ensímrannsóknir og kyrrsetning ensíma.<br />

• Kítósanfáliður og áhrif þeirra á prótein.<br />

• Gripgreining og notkun hennar við vinnslu lífefna.<br />

• Vinnsla lífefna.<br />

• Ensím úr þorski, vinnsla, hagnýting og eiginleikar.<br />

• Ensím úr suðurskautsljósátu.<br />

• Ensím úr slöngueitri.<br />

• Prótein, ensím, próteinasar, stöðugleiki próteina, hitastigsaðlögun próteina<br />

og hagnýting ensíma.<br />

• Adrenergir viðtakar í hjarta og hjartavöðvafrumum.<br />

• Rannsóknir á glýkólípíðum.<br />

• Rannsóknir á íslenskum lækningajurtum.<br />

Frekari upplýsingar um rannsóknirnar og ritaskrár starfsmanna er að finna á<br />

heimasíðu stofunnar og starfsmanna hennar á slóðinni http://www.raunvis.hi.is/Lifefnafr/Lifefnafr.html<br />

Tækjabúnað stofunnar má flokka sem hér segir:<br />

• Almennur búnaður til hreinvinnslu próteina svo sem skilvindur og súlugreiningarbúnaður<br />

af ýmsu tagi.<br />

• Mælitæki til rannsókna og greininga á próteinum og ensímum svo sem litrófsmælar,<br />

rafdráttarbúnaður, hvarfahraðamælar, tæki til varmafræðilegra<br />

mælinga, flúr-ljómunarmælir, circular dichroism litrófsmælir, amínósýrugreinir<br />

og prótein-raðgreiningartæki.<br />

• Búnaður til gerlaræktunar og til kjarnsýruvinnu.<br />

• Tæki til greiningar og rannsókna á smærri sameindum m.a. massagreinir.<br />

Auk þess hafa starfsmenn stofunnar aðgang að tækjabúnaði efnafræðistofu og efnafræðiskorar,<br />

til dæmis gasgreiningar-búnaði og nýju kjarnarófstæki (NMR 400 MHz).<br />

Reiknifræðistofa<br />

Á reiknifræðistofu eru stundaðar rannsóknir í reiknifræði, lífstærðfræði, tölfræði,<br />

tölvunarfræði og líkindafræði. Þar starfa að jafnaði tveir sérfræðingar i föstum<br />

stöðum og nokkrir verkefnaráðnir sérfræðingar og aðstoðarmenn. Þá er stofan<br />

rannsóknavettvangur fjögurra kennara við stærðfræðiskor raunvísindadeildar og<br />

fjögurra kennara við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar.<br />

Lokið var endanlega við gerð reiknilíkana er lýsa viðgangi íslenska rjúpnastofnsins.<br />

Um er að ræða bæði tímaraðalíkan og afleiðujöfnulíkan sem endurspeglar<br />

samspil rjúpna og fálka. Líkanið sem var unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofn-<br />

159


un var notað við ráðgjöf um stjórn veiða á rjúpu á árinu. Þá var unnið að áframhaldandi<br />

þróun á reiknilíkönum á göngum loðnu með það að markmiði að samræma<br />

gagnaumgjörðina fyrir svonefnd eindalíkön annars vegar og samfelld líkön<br />

hins vegar og gera stikamat fyrir slík líkön sem hagkvæmast.<br />

Unnið var að þróun tölfræðiaðferða í sameindaerfðafræði í samvinnu við háskóla í<br />

Bandaríkjunum. Einnig var unnið að rannsóknum á tví-Hamilton hreyfikerfum.<br />

Í samvinnu við vísindamenn í Kanada hefur verið unnið að þróun á aðferðum við<br />

að bæta mat á göngum með notkun sveimferlalíkana á gögn úr síritandi fiskmerkjum<br />

og staðsetningarmerkjum á selum.<br />

Áfram hefur verið unnið að prófunum á mismunandi stjórnkerfum fiskveiða með<br />

líkönum sem taka tillit til áhrifa svæðalokana, kvótakerfa og takmarkana sóknardaga<br />

og áhrifa slíkra takmarkana á lífkerfið. Hér eru notuð líkön sem innihalda<br />

lýsingu á lífkerfinu og hagfræðileg líkön sem lýsa viðbrögðum flotans við mismunandi<br />

stjórnkerfum.<br />

Unnið var í samvinnu við fyrirtækið Stofnfisk að þróun líkana til að lýsa áhrifum<br />

þess á fiskistofna að velja úr þeim fyrir tveimur erfðaþáttum samtímis.<br />

Unnið var að reikniriti og forriti í Matlab og C til að meta stika margvíðra tímaraðalíkana<br />

þegar gögn eru götótt.<br />

Unnið var áfram að rannsóknum á Palmvenslum fyrir margvíð punktferli, slembimengi<br />

og slembimál og kom út rannsóknaskýrsla um Palmvensl slembimengja í<br />

margvíðri grind á árinu. Einnig birtist grein í tímaritinu Bulletin of Kerala Mathematics<br />

Association um tengingu slembiferla.<br />

Unnið var að þróun nýrra lærdómslíkana til greiningar á nokkrum algengum heilasjúkdómum<br />

(s.s. Alzheimer) út frá heilariti.<br />

Unnið hefur verið við nýjar leitaraðferðir fyrir ólínuleg bestunarverkefni, þar á<br />

meðal nýja aðferð til að innleiða staðgengilslíkön í víðfeðma bestun og samhliða<br />

útfærslur á slembileitaralgrími. Á árinu birtist grein í IEEE Transactions on Systems,<br />

Man and Cybernetics í samvinnu við vísindamenn við háskólann í Birmingham.<br />

Einnig birtist grein í IEEE Transactions on Evolutionary Computation í samvinnu<br />

við vísindamenn við háskólann í Essex. Þá lauk verkefni um flokkun heilarita<br />

með stoðvigravélum; nokkrar skýrslur birtust á árinu um þetta verkefni.<br />

Tómas P. Rúnarsson, fræðimaður við stofuna, var á árinu skipaður í ritstjórn<br />

tímaritsins IEEE Transactions on Evolutionary Computation. Hann situr einnig í<br />

IEEE Evolutionary Computation Technical Committee: Games Working Group.<br />

Unnið er að skipulagningu ráðstefnunnar 9th International Conference on Parallel<br />

Problem Solving from Nature sem haldin verður á Íslandi 9.-13. september 2006.<br />

Reiknifræðistofa stóð ásamt stærðfræðistofu að 24. norræna og 1. fransk-norræna<br />

stærðfræðingaþinginu sem haldið var hér 6.-9. janúar <strong>2005</strong> á vegum íslensku<br />

og frönsku stærðfræðafélaganna. Tóku 195 stærðfræðingar þátt í þinginu,<br />

þar af rúmlega 20 Íslendingar. Þá stóð reiknifræðistofa að 2. íslensku líkindaráðstefnunni<br />

sem haldin var 4.-5. janúar <strong>2005</strong> sem ein af fylgiráðstefnum áðurnefnd<br />

þings og tóku 26 þátt í henni þar af 5 Íslendingar. Á árinu hófst undirbúningur að<br />

stofnun tölfræðimiðstöðvar við stofnunina.<br />

Stærðfræðistofa<br />

Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.<br />

Þar störfuðu á árinu átta kennarar í raunvísindadeild og sex sérfræðingar.<br />

Tveir hinna síðarnefndu sitja í postdoc-stöðum og eru laun þeirra greidd af öndvegisstyrk<br />

Lárusar Thorlacius og Þórðar Jónssonar. Við stofuna voru jafnframt<br />

sex stúdentar í rannsóknatengdu námi, þar af einn í doktorsnámi.<br />

Viðfangsefni stofunnar eru margvísleg og spanna margar sérgreinar stærðfræði<br />

og stærðfræðilegrar eðlisfræði. Þau helstu eru á sviði algebru og algebrulegrar<br />

rúmfræði, tvinnfallagreiningar og fágaðrar rúmfræði, skammtasviðsfræði,<br />

strengjafræði, óvíxlinnar rúmfræði, diffurrúmfræði, fellagreiningar og netafræði.<br />

160


Niðurstöður rannsókna sinna birta starfsmenn stofunnar í skýrslum Raunvísindastofnunar<br />

sem og í innlendum og alþjóðlegum fagtímaritum.<br />

Starfsmenn Stærðfræðistofu eiga öflugt samstarf á fræðasviðum sínum við fólk<br />

víða um heim og algengt er að samstarfsmenn erlendis frá dvelji við stofuna til<br />

að vinna að sameiginlegum rannsóknaverkefnum. Sérstaklega má geta þess að<br />

tveir af starfsmönnum stofunnar, Þórður Jónsson og Lárus Thorlacius, eru þátttakendur<br />

í samstarfsnetunum ENRAGE og Forces Universe á vegum Evrópusambandsins.<br />

Stofan bar hitann og þungann af 24. Norræna stærðfræðiþinginu, sem jafnframt<br />

var 1. Fransk-norræna stærðfræðiþingið og haldið var í Reykjavík í janúar síðastliðnum.<br />

Í tengslum við þingið var á vegum stofunnar einnig ráðstefna í tvinnfallagreiningu<br />

sem bar heitið Complex Days of the North.<br />

Tveir af starfsmönnum stærðfræðistofu, Freyja Hreinsdóttir og Ragnar Sigurðsson,<br />

stóðu að því að koma á laggirnar svokölluðu Reiknisetri. Það er vefsetur þar<br />

sem kennd er tölvunotkun við lausn stærðfræðilegra verkefna; sjá vefslóðina<br />

http://www.hi.is/reiknisetur/<br />

Breytingar á starfsmannahaldi stofunnar á árinu urðu sem hér segir:<br />

Ágúst Sverrir Egilsson kom til starfa sem sérfræðingur.<br />

Freyja Hreinsdóttir lét af störfum sem sérfræðingur og hélt til kennarastarfa við<br />

Kennaraháskóla Íslands.<br />

Halldór I. Elíasson lét af störfum sem prófessor við stærðfræðiskor, en gegnir<br />

áfram hlutastarfi við stofuna.<br />

Jón Ragnar Stefánsson lét af störfum sem dósent við stærðfræðiskor og starfar<br />

ekki lengur við stofuna.<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson lauk doktorsprófi og hélt til starfa við Nordita í Kaupmannahöfn.<br />

Pawel Bartoszek lauk meistaraprófi.<br />

Ragnar Sigurðsson lét af störfum sem vísindamaður við stofuna og fluttist í starf<br />

prófessors við stærðfræðiskor.<br />

Frekari upplýsingar um starfsfólk stærðfræðistofu og rannsóknaverkefni hennar<br />

má finna á vefsíðunni http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/Staerdfr.html<br />

Málstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stærðfræðistofu frá árinu<br />

1975. Yfirleitt er þar haldinn einn fyrirlestur á viku, en fyrirlestrahald er stopulla<br />

yfir hásumarið. Í málstofunni kynna starfsmenn stofunnar og aðrir vísindamenn á<br />

svipuðum fræðasviðum rannsóknir sínar eða aðrar nýjungar í stærðfræði og<br />

stærðfræðilegri eðlisfræði. Sérstaklega má geta þess að samstarfsmenn erlendis<br />

frá halda þar iðulega fyrirlestra. Upplýsingar um málstofuna er að finna á<br />

veffanginu http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/malstofa.html<br />

Jarðvísindastofnun<br />

Jarðvísindastofnun Háskólans hóf starfsemi 1. júlí 2004 með sameiningu Norrænu<br />

eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskólans<br />

samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,<br />

Páll Skúlason, háskólarektor og Sigurður Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóra<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar, undirrituðu í apríl það ár. Jarðvísindastofnun<br />

er til húsa í Öskju, nýja náttúrufræðahúsi Háskólans. Markmið Jarðvísindastofnunar<br />

er að vera metnaðarfull alþjóðleg rannsóknastofnun í jarðvísindum,<br />

sem endurspeglar einstaka jarðfræði Íslands og þá þekkingu í jarðvísindum sem<br />

byggst hefur upp hér á landi. Norrænum tengslum starfseminnar er viðhaldið<br />

undir heitinu Norræna eldfjallasetrið og unnið er að eflingu annarra alþjóðlegra<br />

tengsla. Jarðvísindastofnun heyrir undir Raunvísindastofnun en er stjórnunar- og<br />

skipulagslega sjálfstæð innan þess ramma sem lög og reglur Háskóla Íslands<br />

setja. Forstöðumaður Jarðvísindastofnunar er Ólafur Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur,<br />

en formaður stjórnar Stefán Arnórsson, prófessor.<br />

161


Rannsóknir á vegum stofnunarinnar beinast að ýmsum þeim ferlum sem eru<br />

sérstaklega virkir á Íslandssvæðinu í skorpu og möttli jarðar, í eldstöðvum og<br />

jarðhitasvæðum, í jöklum og straumvötnum, setlögum á landi og í sjó, gróðurfari<br />

og jarðvegseyðingu. Rannsóknirnar tengjast náttúruauðlindum Íslendinga, sérstæðri<br />

náttúru landsins í jarðfræðilegu tilliti og framlagi Íslendinga til hnattrænnar<br />

þekkingar í jarðvísindum. Í árslok <strong>2005</strong> var heildarfjöldi starfsmanna Jarðvísindastofnunar<br />

52 manns auk níu kennara sem höfðu rannsóknaraðstöðu við<br />

stofnunina. Fastir starfsmenn voru 25 að meðtöldum forstöðumanni, auk 5 norrænna<br />

styrkþega. Verkefnaráðnir sérfræðingar voru níu, einn verkefnaráðinn aðstoðarmaður<br />

og þrír framhaldsnemar. Við stofnun Jarðvísindastofnunar tók gildi<br />

nýr samningur milli Háskóla Íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar um<br />

rekstur Norræna eldfjallasetursins. Samningurinn gildir til ársloka 2007 og samkvæmt<br />

honum fluttust öll verkefni Norrænu eldfjallastöðvarinnar til Norræna eldfjallasetursins<br />

(sjá www.norvol.hi.is). Mikilvægasti liðurinn í norrænni starfsemi<br />

eru fimm stöður fyrir unga norræna vísindamenn sem veittar eru til eins árs í<br />

senn. Norræn verkefnanefnd skipuð einum fulltrúa fá hverju norrænu landanna<br />

hefur ráðgjafarhlutverk hvað varðar norræna vídd í starfseminni.<br />

Samanlögð velta Jarðvísindastofnunar á árinu <strong>2005</strong> nam um 320 m.kr. Tekjur til<br />

þessarar starfsemi skiptust þannig: (1) fjárveitingar af fjárlögum, 118 m.kr.; (2)<br />

fjárveiting frá Norrænu ráðherranefndinni, 84 m.kr., og (3) ýmsar sértekjur, aðallega<br />

frá sjóðum og fyrirtækjum, 118 m.kr.<br />

Jarðvísindastofnun er skipt í sex faghópa, og er þar byggt á fagþekkingu og þörfum<br />

fyrir rannsóknaraðstöðu. Faghóparnir hafa eftirtalin heiti: 1) Jarðeðlisfræði og<br />

eðlisræn jarð- og landfræði; 2) Jarðskorpuhreyfingar og skjálftafræði; 3) Jöklafræði;<br />

4) Kvarter-jarðfræði og setlagafræði; 5) Berg- og bergefnafræði og 6) Jarðefnafræði<br />

vatns, veðrun, ummyndun.<br />

Jarðeðlisfræði og eðlisræn jarð- og landfræði<br />

Innan fagsviðsins starfa jarðeðlis-, jarð- og landfræðingar að rannsóknum í aflrænni<br />

eldfjallafræði, gjóskulagafræði, jarðefnafræði skammlífra samsæta,<br />

varma- og vökvafræði jarðefna, fornsegulfræði hrauna, fjarkönnun og jarðlagafræði.<br />

Stundaðar eru rannsóknir á uppbyggingu Íslands, innri gerð, kvikuferlum<br />

til yfirborðs og eldvirkni, orsökum hennar, afleiðingum og áhrifum á umhverfi og<br />

samfélag. Starfsemin tengist mjög öðrum fagsviðum, s.s. jöklafræði, kvarterjarðfræði<br />

og berg- og jarðefnafræði.<br />

Helstu verkefni ársins voru eftirfarandi:<br />

• Bergsegulmælingar í Skagafjarðardölum, á Vestfjörðum og á Fljótsdal.<br />

• Eftirlit með Mýrdalsjökli og mat á hættu af jökulhlaupum frá Mýrdalsjökli.<br />

• Rannsóknir á eldgosum í jöklum, einkum Grímsvatnagosinu 2004.<br />

• Gjóskutímatal fyrir Norðurland síðustu 3000 ár og tímasetning sjávarsets<br />

með gjóskulögum, sýndaraldur sjávar.<br />

• Tímasetning sjávarsets með gjóskulögum á tímabilunum 0-2000 BP og 6000-<br />

8000 BP.<br />

• Gjóskutímatal og þáttur þeytigosa í eldvirkni á nútíma.<br />

• Athugun á notagildi fjarkönnunar við rauntíma umhverfiseftirlit, einkum með<br />

MODIS- og Envisat-gögnum. Fylgst var með hafísútbreiðslu og sjávarhitaskilum<br />

við landið, blóma svifþörunga, olíumengun á hafi úti, snjóþekju á landinu,<br />

gosmekki og öskufalli í Grímsvatnagosinu.<br />

• Hafísútbreiðsla við landið var könnuð með Quickscat-, MODIS- og NOAAmyndum.<br />

• Áhrif hafíss á líf og störf fólks fyrr á tímum samkvæmt samtímaheimildum.<br />

• Gróður- og jarðvegsbreytingar í Borgarfirði síðustu 1200 ár.<br />

• Veðrun, rof, gróður, jarðvegur og kolefnisbúskapur á Norðausturlandi.<br />

• Búseta, landsnytjar og umhverfisbreytingar á Vesturlandi.<br />

• Sandfok, jarðvegseyðing og uppgræðsla.<br />

• Áhrif ferðamanna á vistkerfi.<br />

Jarðskorpuhreyfingar og skjálftafræði<br />

Innan fagsviðsins var unnið að rannsóknum á uppbyggingu og uppruna jarðskorpu<br />

Íslands, innri gerð eldstöðva og jarðskorpuhreyfingum af ýmsu tagi.<br />

Helstu verkefni ársins voru eftirfarandi:<br />

• Rannsökuð var stefnuhneigð (anisotropy) bylgjuhraða í jarðskorpu og möttli<br />

Íslands.<br />

• Fylgst var með jarðskorpuhreyfingum undir Eyjafjallajökli, Mýrdalsjökli og<br />

nyrðra gosbeltinu með INSAR-mælingum úr gervitunglum.<br />

162


• Unnið var úr gögnum færanlegra jarðskjálftamæla við Goðabungu í Mýrdalsjökli<br />

og rannsóknir á hegðun jarðskjálfta á Suðurlandi héldu áfram.<br />

• Á árinu hófst alþjóðlegt verkefni styrkt af Evrópusambandinu, FORESIGHT,<br />

sem fjallar um tengsl jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla og tsunami-flóðbylgna.<br />

• Unnið var við kortlagningu sprungna á skjálftasvæði Suðurlandsundirlendis<br />

og radonmælingum og úrvinnslu radongagna var haldið áfram.<br />

• Kortlagning hafsbotnsins með fjölgeislamælingum beindist í ár að Öxarfirði,<br />

Eyjafirði og Kolbeinseyjarhrygg.<br />

• Stofnunin tók þátt í umfangsmiklum GPS-landmælingum og ber þar hæst<br />

ÍSNET2004-mælingarnar á viðmiðunarlandmælinganeti landsins. Einnig voru<br />

mæld GPS-net umhverfis nokkrar virkar eldstöðvar.<br />

• Mælt landris á Grímsfjalli var notað til að meta kvikuþrýsting í Grímsvötnum<br />

fyrir eldgosið í nóvember 200?<br />

• Rekstri hálendisnets skjálftamæla var fram haldið, m.a. fylgst með undanfara<br />

og framvindu goss í Grímsvötnum.<br />

Jöklafræði<br />

Starfið beinist að rannsóknum á jöklum Íslands, stærð þeirra, lögun, afkomu,<br />

hreyfingu og afrennsli jökulvatns. Unnið er að gerð korta af yfirborði og botni jöklanna,<br />

mælingum á ísflæði, afkomu og orkubúskap þeirra, rennsli vatns um þá,<br />

vatnsforða sem bundinn er í þeim og mati á hættu sem stafar af jöklum vegna<br />

jökulhlaupa frá jaðarlónum og lónum á jarðhitasvæðum undir jökli eða við eldgos<br />

undir ís. Einnig er unnið að gerð reiknilíkana af afkomu, hreyfingu og viðbrögðum<br />

jökla við loftslagsbreytingum ásamt umfangi og útbreiðslu hafíss við landið.<br />

Helstu verkefni ársins <strong>2005</strong> voru eftirfarandi:<br />

• Mælingar á afkomu, afrennsli og veðurþáttum (með sjálfvirkum veðurstöðvum)<br />

á Vatnajökli (10 stöðvar) og Langjökli (2 stöðvar). Gögnum var miðlað til<br />

alþjóðlegra samstarfsaðila og gagnabanka.<br />

• Líkanreikningar af orkubúskap Vatnajökuls og Langjökuls.<br />

• Áframhaldandi vinna að gerð korta af botni og yfirborði jökla (Langjökuls,<br />

Vatnajökuls, Mýrdalsjökuls). Gögnum um botn og yfirborð var miðlað til rannsóknarhópa<br />

í Kanada, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.<br />

• Yfirborðshæðarmælingar á Vatnajökli og Langjökli, kortlagning botns á<br />

Vatnajökli (milli Esjufjalla og Mávabyggða, efst á Skálafellsjökli og Breiðamerkurjökli<br />

og á sporðum og miðbiki Heinabergsjökuls, Skálafellsjökuls,<br />

Fláajökuls, Skaftafellsjökuls, Svínafellsjökuls og Kvíárjökuls).<br />

• Líkangerð af afkomu og ísflæði Hofsjökuls, Vatnajökuls og Langjökuls.<br />

• Athugun á viðbrögðum Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls og afrennsli<br />

frá þeim við breytt<br />

• veðurfar. Norrænt samstarf um rannsóknir á veðri, vatni og orku.<br />

• Mælingar á vatnsstöðu í Grímsvötnum og Grímsvatnahlaupum.<br />

• Jöklabreytingar kannaðar á Breiðamerkurjökli vegna rannsókna á landrisi á<br />

Breiðamerkursandi.<br />

• Breyting á ísfargi 1990 til 2000 á vestanverðum Vatnajökli vegna rannsókna á<br />

landrisi.<br />

• Jöklunarsaga Langjökuls könnuð og lýst með líkangerð af afkomu og ísflæði.<br />

Mat á rúmmálsbreytingum Langjökuls og afkomu frá 1985 til <strong>2005</strong>.<br />

• Hreyfisvið og yfirborðshæð jökla könnuð með fjarkönnunargögnum (SPOT,<br />

Landsat, ERS-1, ASTER).<br />

• Könnun á orsökum stórflóða í Jökulsá á Brú sumurin 2004 og <strong>2005</strong>.<br />

• Rennslisleiðir undir Kötlujökli kannaðar eftir gögnum sem aflað var um botn<br />

og yfirborðshæð á árinu 2004.<br />

• Þróun nýrra aðferða við framsetningu og túlkun á stefnuhneigð ískristalla og<br />

reiknilíkans sem segir til um breytingar á stefnu c-ása ískristalla samfara aflögun<br />

þeirra og áhrifum þess á flæði jökulíss.<br />

• Innri gerð jökuls könnuð á norðanverðum Mýrdalsjökli með íssjármælingum,<br />

einkum endurkast frá vatnslinsum og öskulögum.<br />

Kvarterjarðfræði og setlagafræði<br />

Rannsóknir innan fagsviðsins beinast að umhverfisbreytingum, sem lesin eru<br />

úr fornum jarðlögum og þeim eðlis-, efna- og líffræðilegu ferlum, sem móta yfirborð<br />

jarðar á hverjum tíma. Helstu áhersluþættir eru jöklabreytingar og jökulrof<br />

frá tertíer fram á nútíma, straumvötn og afrennslishættir, vindrof og jarðvegseyðing,<br />

framburður til sjávar, setmyndun í sjó og landmótun við strendur.<br />

Sjávarstöðubreytingar sem tengjast jöklabreytingum og höggun Íslands eru<br />

einn þáttur þessara rannsókna. Fornumhverfisbreytingar eru sérsvið jarðfræðinnar<br />

og til þess að rekja þær er lögð áhersla á jarðlagafræði, fornlíffræði og<br />

164


aldursgreiningu setmyndana gosmyndana frá tertíer og kvarter. Loftslagsbreytingar<br />

eru í brennidepli á þessu rannsóknarsviði og tengsl þeirra við hafstrauma<br />

og veðurfar. Í íslenskum jarðlögum, bæði á landi og í sjó, geymast upplýsingar<br />

um sögu úthafshryggja, eldvirkni, höggun, þróun setlagadælda og loftslagsbreytingar<br />

við Norður-Atlantshaf.<br />

Meginrannsóknarefni faghóps í ísaldarjarðfræði og setlagafræði við Jarðvísindastofnun<br />

Háskólans er loftslagsbreytingar í tíma og rúmi: hafstraumar, veðurfar,<br />

jöklar, setlög, jarðvegur og lífríki. Helstu verkefni og áhersluþættir innan þessa<br />

ramma eru:<br />

• Rannsóknir á setmyndun jökla með sérstöku tilliti til jöklabreytinga á mismunandi<br />

tímakvörðum, allt frá ári til árs og til jökulskeiða og hlýskeiða.<br />

• Rannsóknir á þýðingu jökla og eldvirkni fyrir ásýndir setlaga.<br />

• Rannsóknir á sjávarstöðubreytingum í tengslum við loftslagsbreytingar með<br />

sérstöku tilliti til jöklabreytinga.<br />

• Svörun umhverfisþátta í íslenska vistkerfinu við veðurfars- og loftslagsbreytingum<br />

bæði í sjó, á landi og í stöðuvötnum.<br />

• Breytingar á lífríki á sjó og landi með hliðsjón af loftslagsbreytingum og vaxandi<br />

fjarlægð Íslands og einangrun frá meginlöndum austan hafs og vestan.<br />

• Breytingar á hafstraumum við Ísland og í Norðurhöfum og þáttur þessara<br />

breytinga í varmaflutningi frá suðlægum breiddargráðum til Norður-Evrópu<br />

og einnig breytingar á útrás Norður-Íshafsins til suðurs meðfram Grænlandi<br />

og Íslandi.<br />

• Útvíkkun gjóskulagatímatals í jarðvegi og vatnaseti á Íslandi út í hafsbotnslög<br />

við Norður-Atlantshaf og tímasetning og tenging á umhverfisgögnum frá hafi,<br />

landi og jöklum.<br />

• Sandfok, jarðvegseyðing og uppgræðsla svo og tengsl búsetu, landsnytja og<br />

umhverfisbreytinga á Íslandi.<br />

Berg- og bergefnafræði<br />

Berg- og bergefnafræðingar Jarðvísindastofnunar HÍ fást við verkefni sem tengjast<br />

uppruna og þróun storkubergs, svo og hraða þessara ferla, sérstaklega á Íslandi.<br />

Meðal rannsóknarverkefna ársins má telja:<br />

• Greining reikulla efna (H2O, CO2, S) í bergi og leysni þeirra í bergkviku sem<br />

fall af þrýstingi, hita, efnasamsetningu, oxunarstigi og brennisteinsvirkni.<br />

• Glerinnlyksur í kristöllum.<br />

• Bergefnafræði heilla svæða og samband bergfræði og tektónískra þátta.<br />

Hlutur mismunandi ástands eða ferla – misleitni í möttli, bráðnunar og þáttunar<br />

við mismunandi þrýsting, hvörf bráðar við skorpuna – í myndun ýmissa<br />

bergtegunda.<br />

• Bergfræði og jarðefnafræði Þjórsárhrauna með tilliti til framandsteinda.<br />

• Beiting geislavirkni-ójafnvægisferla til að aldursgreina ung (10.000-250.000<br />

ára) hraun og meta hraða ýmissa bergfræðilegra ferla.<br />

• Steindafræði (einkum oxíða og súlfíða) og samband oxunarstigs og segulmögnunar<br />

í basalti á Íslandi og Mars.<br />

• Efnasamsetning og uppruni súlfíða í jarðhitasvæði Kröflu.<br />

• Strontíumsamsætur í jarðhitaummynduðu bergi.<br />

• Járnsamsætur í íslensku bergi.<br />

• Rannsóknir á uppruna og þróun bergkviku í Hofsjökulseldstöðinni, Kerlingarfjöllum,<br />

Vestmannaeyjum, Öskju og Esjufjöllum.<br />

• Rannsóknir á breyttu efnainnihaldi í borholuvatni frá Húsavík á undan<br />

skjálftavirkni.<br />

• Samsætugreiningar á bergi frá Öskju.<br />

• Frumrannsókn á lithium-samsætum í bergi frá Norður-Atlantshafi.<br />

• Samsætugreiningar í djúpvatni frá Reykjanesi.<br />

• Myndun og útbreiðsla Selsundsvikursins.<br />

• Háloftadreifing efnamengunar frá Heklu 2000.<br />

• Rannsóknir á Reykjaneshryggnum frá landi að 62° N.<br />

• Orsakir basískrar sprengivirkni og myndun basískra gjóskuflóða í Heklu og<br />

Llaima og Villarrica í Chile.<br />

• Hegðun kvikuhólfs undir Kötlu á nútíma.<br />

• Aldur og uppruni súra bergsins frá tertíer.<br />

• Þáttur vatns í tætingu kviku í Öræfajökulsgosinu 1362.<br />

• Eðli sprengivirkni í gervigígum og afgösun hrauna.<br />

• Búrfellshraun, efna- og varmafræðilegir eiginleikar og upphleðsla þanhrauns.<br />

• Rennsliseiginleikar hrauna á Reykjanesi og Hengli út frá efnasamsetningu og<br />

gerð hermilíkana.<br />

165


Jarðefnafræði vatns, veðrun, ummyndun<br />

Á þessu sviði er unnið að rannsóknum á efnaskiptum vatns og gufu við berg,<br />

jarðveg, andrúmsloft, lífrænt efni og lífverur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á<br />

efnafræði jarðhitavökva, samsætur vetnis, súrefnis og kolefnis, efnaveðrun og<br />

tilraunir á rannsóknastofu með efnaskipti vatns, bergs og lífræns efnis.<br />

Helstu verkefni ársins voru þessi:<br />

• Tilraunir með hraða fjölliðunar kísils í háhitavatni.<br />

• Tilraunir til að ákvarða jafnvægisfasta fyrir vötnun þrígilds járns og kleyfni<br />

kísils í vatnslausn.<br />

• Ritun spesíu- og efnahvarfaforrits.<br />

• Eðalgös í háhitakerfum.<br />

• Túlkun á ferlum sem ráða styrk ýmissa snefilefna í yfirborðs-, grunn- og<br />

jarðhitavatni.<br />

• Rannsókn á efnasamsetningu, rennsli og aurburði straumvatna á Suðurlandi.<br />

• Suðausturlandi, Austurlandi og Norðvesturlandi.<br />

• Efnavöktun vegna hættu á eldgosi í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.<br />

• Athugun á efnasamsetningu úrkomu á Langjökli (1996-<strong>2005</strong>).<br />

• Tilraunir með hraða upplausnar eldfjallagjósku og hreyfanleika arsens í<br />

eldfjallajarðvegi og bergi.<br />

• Samsætur súrefnis, vetnis og kolefnis í úrkomu, sjó, yfirborðsvatni og heitu<br />

og köldu grunnvatni.<br />

• Athugun á samsætum í ískjörnum í Grænlandsjökli til að lesa í fornveðurfar<br />

og eldvirkni.<br />

• Geislakolsaldursgreiningar í samvinnu við Árósarháskóla.<br />

• Rannsóknir á breyttu efnainnihaldi í borholuvatni frá Húsavík á undan<br />

skjálftavirkni.<br />

• Samsætugreiningar í djúpvatni frá Reykjanesi.<br />

• Rannsókn á háloftadreifingu efnamengunar frá Heklugosi 2000.<br />

Verkefni Jarðvísindastofnunar eru unnin í samvinnu við ýmsar rannsókna- og<br />

þjónustustofnanir, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Flugmálastjórn, Hafrannsóknastofnun,<br />

Jöklarannsóknafélag Íslands, Landhelgisgæslu, Landsvirkjun,<br />

Náttúrufræðistofnun, Vatnamælingar Orkustofnunar, Íslenskar Orkurannsóknir,<br />

Orkuveitu Reykjavíkur, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu<br />

Íslands, Vegagerðina, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) og rannsóknastofnanir<br />

á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og Japan. Auk fastra fjárveitinga<br />

úr ríkissjóði voru framangreindar rannsóknir kostaðar af Norrænu Ráðherranefndinni,<br />

styrkveitingum úr Rannsóknasjóði Háskólans, Rannsóknasjóði<br />

og Tækjasjóði Vísinda- og tækniráðs, sjóðum Evrópusambandsins, Landsvirkjun,<br />

Hitaveitu Suðurnesja, Orkusjóði, Orkustofnun, Orkuveitunni og Umhverfisráðuneytinu.<br />

Starfsmenn birtu 55 greinar í ritrýndum tímaritum á alþjóðavettvangi<br />

á árinu <strong>2005</strong> auk fjölda skýrslna, greina á íslensku og ráðstefnukynninga.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar veittu Almannavörnum og Vegagerðinni ráðgjöf og<br />

fjölmiðlum upplýsingar um náttúruvá af ýmsum toga.<br />

Nánari upplýsingar um verkefni og ritaskrár starfsmanna Jarðvísindastofnunar<br />

má finna á vef stofnunarinnar (www.jardvis.hi.is).<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði<br />

Almennt<br />

Fjöldi starfsmanna á rannsóknastofu í matvælaefnafræði í Læknagarði er<br />

breytilegur frá ári til árs og er háður rannsóknarstyrkjum. Nú starfa þrír starfsmenn<br />

við rannsóknastofuna en þeir eru Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor, sem<br />

er yfirmaður rannsóknastofunnar, og Helga Margrét Pálsdóttir og Hólmfríður<br />

Sveinsdóttir, nemendur í doktorsnámi. Helga Margrét vinnur að lokaþætti rannsókna<br />

á nýstárlegri gerð trypsíns úr þorski, bæði klónaða og tjáða forminu svo<br />

og náttúrulega formi ensímsins. Áætlað er að hún verji doktorsritgerð sína um<br />

mitt árið 2006. Verkefnið eru unnið í samstarfi við Jón Braga Bjarnason, prófessor.<br />

Erlendir samstarfsaðilar eru Jay W. Fox, örverufræðideild University of<br />

Virginia, og Charles S. Craik, lyfjaefnafræðideild University of California, San<br />

Francisco.<br />

Hólmfríður Sveinsdóttir vinnur að rannsóknum á mikilvægi trypsína í hrognum<br />

og lirfum þorsks. Síðustu 6 mánuðina hefur hún unnið að próteinmengjagreiningum<br />

þorsklirfa við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi í samstarfi við prófessor<br />

166


Phil Cass. Þá er einnig unnið að ýmsum fiskeldis- og fóðurrannsóknarverkefnum<br />

í samstarfi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnunina,<br />

Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum, Keldur, Laxá og fiskeldisfyrirtæki.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Nokkrar vísindagreinar birtust í erlendum tímaritum þar sem niðurstöður rannsóknarverkefnanna<br />

voru kynntar. Einnig voru rannsóknirnar kynntar með fyrirlestrum<br />

og veggspjaldakynningum á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.<br />

Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á heimasíðu Ágústu<br />

Guðmundsdóttur: (http://www.hi.is/nam/matvskor/agusta).<br />

167


Tannlæknadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt<br />

Sigfús Þór Elíasson, prófessor, tók við sem deildarforseti tannlæknadeildar 1.<br />

júlí <strong>2005</strong> af Einari Ragnarssyni, dósent, en Einar mun starfa áfram sem varadeildarforseti.<br />

Á deildarfundi eiga sæti allir fastráðnir kennarar deildarinnar og<br />

þrír fulltrúar stúdenta. Við deildina starfar deildarráð þar sem sæti eiga deildarforseti,<br />

varadeildarforseti, formaður kennslunefndar, klínikstjóri og tveir fulltrúar<br />

stúdenta. Núverandi formaður kennslunefndar er Karl Örn Karlsson, lektor.<br />

Klínikstjóri sem hefur yfirumsjón með allri starfsemi á verkstofum deildarinnar<br />

er Helgi Magnússon, lektor. Við tannlæknadeild starfa 17 fastráðnir kennarar<br />

í rétt rúmlega 14 stöðugildum auk nokkurra stundakennara. Jafnframt<br />

starfa við deildina rekstrarstjóri í 40% starfi, skrifstofustjóri í 100% starfi, deildarstjóri<br />

á klínik í 80% starfi, þrír tanntæknar í 60% starfi hver, tveir móttökufulltrúar<br />

í 50% starfi hvor, tannsmiður í 75% starfi og tækjavörður í 100% starfi.<br />

Nýtt skipurit tannlæknadeildar var samþykkt á deildarfundi á haustmisseri.<br />

Auk tannlæknakennslunnar fer fram á vegum tannlæknadeildar kennsla tanntækna,<br />

þ.e. aðstoðarfólks tannlækna, og tannsmiða.<br />

Hinn 31. janúar <strong>2005</strong> voru liðin 60 ár frá því að tannlæknakennsla hófst hér við<br />

Háskóla Íslands. Þessara tímamóta var minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu,<br />

m.a. vísindaráðstefnu, opnu húsi fyrir almenning og gamla nemendur<br />

deildarinnar auk hátíðarsamkomu í tilefni afmælisins.<br />

Starfsfólk<br />

Á árinu hætti Sigríður J. Sigfúsdóttir störfum sem deildarstjóri á klínik eftir<br />

langan og farsælan starfsferil. Hún hafði starfað við tannlæknadeildina í yfir 40<br />

ár og var við starfslok sá starfsmaður Háskóla Íslands sem hafði lengstan<br />

starfsaldur. Við starfi hennar tók Hanna G. Daníelsdóttir, tanntæknir.<br />

Ólafur Höskuldsson, lektor í barnatannlækningum hætti einnig störfum við<br />

deildina eftir langan og farsælan starfsferil. Hann hóf kennslu við tannlæknadeildina<br />

haustið 1972, fyrsta árið sem stundakennari en frá 1973 sem lektor. Við<br />

starfi hans tók Sigurður Rúnar Sæmundsson, lektor.<br />

Ellen Flosadóttir var ráðin lektor í klíniskri tannlæknisfræði í 50% stöðu en hún<br />

hefur verið stundakennari við deildina undanfarin tvö ár.<br />

Svend Richter hefur einnig verið ráðinn í 50% stöðu lektors í klíniskri tannlæknisfræði.<br />

Svend hefur verið aðjúnkt við deildina allar götur síðan 1988 og gegndi<br />

fullu starfi lektors í munngervalækningum sl. tvö ár. Fyrst um sinn mun Ellen<br />

einkum gegna kennsluskyldu í partagerð og Svend í heilgómagerð.<br />

Jónas Geirsson, tannlæknir, hefur verið ráðinn stundakennari í klíniskri tannfyllingu<br />

einn morgun í viku.<br />

Að öðru leyti mun sama starfsfólk starfa við deildina og sömu kennarar og í<br />

fyrra sjá um kennsluna, bæði stundakennarar og fastir kennarar. Engar breytingar<br />

verða á starfsfólki hjá Námsbraut fyrir tanntækna né Tannsmiðaskólanum.<br />

Kennslumál<br />

Tannlæknadeild hefur gert samstarfssamning við nokkra tannlæknaháskóla á<br />

Norðurlöndum um framhaldsnám og stúdentaskipti. Fyrsti Nordplus skiptineminn<br />

Samuel Onval frá Svíþjóð, kom til deildarinnar á vormisseri. Á haustmisseri<br />

Fjárveitingar og útgjöld tannlæknadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 94.478 98.018<br />

Fjárveiting 85.482 88.082<br />

169


<strong>2005</strong> kom síðan annar Nordplus skiptinemi, frá Noregi. Jafnframt fóru frá okkur<br />

tveir tannlæknanemar á 5. ári til Árósa í Danmörku sem skiptinemar. Gerir<br />

deildin ráð fyrir áframhaldandi skiptinemasamskiptum við skóla á Norðurlöndunum<br />

í framtíðinni.<br />

Framhaldsnám hefur aukist mikið við deildina sem er mikið ánægjuefni á<br />

þessu afmælisári. Sameiginleg rannsóknarnámsnefnd læknadeildar, tannlæknadeildar<br />

og lyfjafræðideildar hefur yfirumsjón með rannsóknartengdu<br />

framhaldsnámi í þessum deildum. Fulltrúi tannlæknadeildar í nefndinni var<br />

Sigurður Örn Eiríksson.<br />

Hinn 5. mars <strong>2005</strong> varði Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir, doktorsritgerð sína<br />

Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra<br />

sína á Íslandi eða Prevalence of Malocclusion, Craniofacial Morphology and Heritability<br />

in Iceland. Í doktorsnefnd Berglindar var dr. Þórður Eydal Magnússon,<br />

prófessor emeritus, sem var aðalleiðbeinandi, en auk hans voru í nefndinni dr.<br />

Peter Holbrook, prófessor og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, tannlæknir.<br />

Andmælendur voru dr. Peter A. Mossey, University of Dundee og dr. Rolf Berg,<br />

professor emeritus. Sigfús Þór Elíasson, prófessor, stjórnaði athöfninni.<br />

Gunnsteinn Æ. Haraldsson lauk doktorsprófi frá háskólanum í Helsinki og tannlæknadeild<br />

Háskóla Íslands 19. ágúst <strong>2005</strong>. Ritgerðin ber titilinn Oral commensal<br />

Prevotella Species and Fusobacterium Nucleatum: Identification and Potential<br />

Pathogenic Role og var verkefnið unnið í samvinnu Háskólans í Helsinki, Háskóla<br />

Íslands og National Public Health Institute í Helsinki, Finnlandi. Leiðbeinendur<br />

Gunnsteins voru prófessor W. Peter Holbrook við tannlæknadeild Háskóla<br />

Íslands, dr. Eija Könönen, forstöðumaður Rannsóknastofu loftfirrðra baktería við<br />

National Public Health Institute og prófessor Jukka Meurman við læknadeild<br />

Háskólans í Helsinki. Andmælandi við doktorsvörnina var prófessor Gunnar Dahlén<br />

frá tannlæknadeild Háskólans í Gautaborg en auk hans voru í dómnefnd<br />

prófessor Brian I. Duerden, við Háskólann í Cardiff og prófessor Vidar Bakken<br />

við Háskólann í Bergen.<br />

Hinn 15. október <strong>2005</strong> varði síðan Inga B. Árnadóttir, dósent, doktorsritgerð sína<br />

Dental Health and Related Lifestyle Factors in Icelandic Teenagers. Í doktorsnefnd<br />

Ingu var dr. Peter Holbrook, prófessor, sem var aðalleiðbeinandi, en auk<br />

hans voru í nefndinni dr. Helga Ágústsdóttir, yfirtannlæknir í heilbrigðis- og<br />

tryggingamálaráðuneytinu og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, verðandi lektor<br />

í barnatannlækningum. Andmælendur voru dr. Hafsteinn Eggertsson, prófessor<br />

við Indiana University og dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur við<br />

Lýðheilsustöð. Stjórnandi athafnar var Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti.<br />

Kennslunefnd deildarinnar vinnur nú að endurskipulagningu grunntannlæknanámsins<br />

með hliðsjón af kröfum Evrópubandalagsins. Auk þess hefur fulltrúi<br />

deildarinnar tekið þátt í stefnumótunarstarfi samtaka evrópskra tannlæknaháskóla.<br />

Tannlæknadeild hefur einnig tekið að sér fyrir heilbrigðisyfirvöld að prófa kunnáttu<br />

erlendra tannlækna sem hingað hafa flutt frá löndum utan Efnahagsbandalagsins<br />

og sótt hafa um tannlækningaleyfi hér á landi. Tveir erlendir tannlæknar<br />

tóku upphafspróf á árinu.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í tannlæknadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 22 28 50 24 27 51 29 42 71<br />

Brautskráðir<br />

Tannlækningar kandídatspróf 4 3 7 3 1 4 3 3 6<br />

Tannlækningar doktorspróf 0 2 2<br />

Samtals 3 5 8<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

170


Rannsóknir<br />

Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum var haldin 4. og 5. janúar<br />

<strong>2005</strong> í Öskju. Þetta er í tólfta sinn sem þessi ráðstefna er haldin en hún er á vegum<br />

læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Háskóla Íslands. Umsjón<br />

með ráðstefnunni hefur sameiginleg vísindanefnd deildanna. Fulltrúi tannlæknadeildar<br />

í nefndinni var Sigfús Þór Elíasson prófessor. Í desember stóð Tannlækningastofnun<br />

fyrir vísindaráðstefnu þar sem kennarar deildarinnar skýrðu frá niðurstöðum<br />

úr rannsóknarverkefnum sínum. Auk þess tóku kennarar deildarinnar<br />

þátt í mörgum innlendum og alþjóðlegum vísindaráðstefnum. Þar héldu þeir erindi<br />

og greindu frá rannsóknum sínum.<br />

171


Verkfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Stjórn<br />

Sigurður Brynjólfsson var deildarforseti og Sigurður Erlingsson varadeildarforseti<br />

allt árið <strong>2005</strong>. Þriggja ára kjörtímabil þeirra hófst 1. júlí 2004. Skorarformenn árið<br />

<strong>2005</strong> voru Jónas Elíasson (til 1. júlí) og Bjarni Bessason (frá 1. júlí) fyrir umhverfis-<br />

og byggingarverkfræðiskor; Fjóla Jónsdóttir (fram til október er hún fór í<br />

barnsburðarleyfi) og Ólafur Pétur Pálsson eftir það fyrir véla- og iðnaðarverkfræðiskor;<br />

Jóhannes R. Sveinsson fyrir rafmagns- og tölvuverkfræðiskor og að<br />

lokum Helgi Þorbergsson (til 1. júlí) og Ebba Þóra Hvannberg (frá 1. júlí) fyrir tölvunarfræðiskor.<br />

Sameiginlegur fulltrúi verkfræði- og raunvísindadeilda í háskólaráði var Rögnvaldur<br />

Ólafsson og í fjármálanefnd var fulltrúi deildanna Robert J. Magnus til 1.<br />

júlí <strong>2005</strong> en Ebba Þóra Hvannberg eftir það.<br />

Skipulag og stefna deildar<br />

Undanfarið hefur oft verið rætt um stefnu og markmið deildar og var sú umræða<br />

komin á töluverðan rekspöl í véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Í upphafi árs var<br />

ákveðið að ráða sérfróðan mann, Tryggva Sigurbjörnsson, til að halda utan um<br />

stefnumótunarvinnuna og koma henni á legg. Á deildarráðs- og deildarfundum<br />

kynnti Tryggvi síðan hugtök og verklag sem nauðsynleg væru í stefnumótunarvinnu.<br />

Deildin kom saman á tveimur starfsdögum, 3. maí og 25. ágúst, og vann<br />

mikið starf við umhverfisgreiningu, gildismat, hlutverk og framtíðarsýn en verkinu<br />

var ekki lokið þegar Háskólinn hratt af stað átaki til að móta skólanum stefnu<br />

með þátttöku allra deilda og sviða. Vinnan, sem deildin hafði lagt í stefnumótun<br />

sína, nýttist vel í átaki Háskólans sem ekki er lokið þegar þetta er skrifað.<br />

Gæðastarf<br />

Árið 1995 hóf verkfræðideild starf að gæðamálum samkvæmt ISO 9000 staðlinum<br />

og var komin vel á veg með gæðahandbók en hlé var gert á vinnunni þegar<br />

ákveðið var að Háskólinn í heild tæki upp gæðakerfi. Á síðastliðnu ári hóf deildarforseti<br />

undirbúning að þróun gæðakerfis verkfræðideildar að nýju. Gæðahópur,<br />

skipaður forseta, varaforseta, Helga Þór Ingasyni, dósent, og skrifstofustjóra,<br />

ræddi málið. Ólafur Jakobsson, meistaranemi við deildina, var ráðinn til að stýra<br />

verkefninu. Stefnt er að því að ganga frá gæðahandbók sem verði aðgengileg<br />

nemendum og starfsmönnum deildarinnar árið 2006.<br />

Nám og kennsla<br />

Kennsla var að mestu með sama hætti og undanfarin ár. Þó verður vart meiri<br />

áhuga hjá stofnunum og fyrirtækjum að tengjast starfi deildarinnar með einhverjum<br />

hætti. Þannig má benda á tvö dósentsstörf sem fyrirhugað er að stofna í umhverfis-<br />

og byggingarverkfræði, annað styrkt af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins<br />

og hitt af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags<br />

Íslands eins og áður segir. Þá gerðu deildin og Siglingastofnun samning<br />

sem kveður á um að Siglingastofnun taki að sér kennslu á námskeiðinu Hafnargerð<br />

og var námskeiðið kennt samkvæmt þeim samningi á haustmisseri <strong>2005</strong>.<br />

Fleira af því tagi er í undirbúningi.<br />

Blað var brotið í starfsemi deildarinnar þegar samþykkt var að koma á fót MPM<br />

námi (Master of Project Management) við deildina í samstarfi við Endurmenntunarstofnun<br />

Háskólans. 30 nemendur hófu nám í MPM náminu haustið <strong>2005</strong>.<br />

Nýmæli var það líka á árinu að gerður var samningur við INPG (Institut National<br />

Polytechnique de Grenoble) sem er háskólastofnun í Frakklandi, um sameigin-<br />

Fjárveitingar og útgjöld verkfræðideildardeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 297.567 325.664 328.302<br />

Fjárveiting 314.394 335.705 348.950<br />

172


lega doktorsgráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði. Franskur doktorsnemi, Mathieu<br />

Fauvel, vinnur að doktorsverkefni sínu bæði hér og í Frakklandi og hlýtur doktorsgráðuna<br />

frá báðum skólum.<br />

Innan deildar hefur mikið verið rætt um árangur og námsframvindu stúdenta. Ef<br />

litið er á innritunartölur í grunnnám annars vegar og fjölda brautskráðra hins<br />

vegar kemur í ljós að brottfallið er 50-60%. Deildin hefur sett sér það markmið að<br />

standa jafnfætis fremstu tækniháskólum á Norðurlöndum og mun ekki slaka á<br />

kröfum. Það er því ljóst að grípa verður til ráðstafana til að draga úr brottfalli<br />

stórs hóps ungmenna á hverju ári. Deildin efndi í því skyni til stuðningskennslu á<br />

fyrsta ári en margir telja að herða verði inntökuskilyrði, auka aðhald í námi og<br />

ræða við framhaldsskóla um undirbúning nemenda fyrir verkfræðinámið og kröfurnar<br />

sem þar eru gerðar.<br />

Starfsmannamál<br />

Miklar hræringar voru í starfsmannamálum deildar á árinu. Fjórir kennarar óskuðu<br />

eftir að minnka starfshlutfall sitt, þeir Halldór Guðjónsson, dósent í tölvunarfræði,<br />

og Júlíus Sólnes, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði, niður í<br />

49%; Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði, í 33% og Páll Valdimarsson,<br />

prófessor í véla- og iðnaðarverkfræði, í 25%. Þá lét Anna Ingólfsdóttir, dósent í<br />

tölvunarfræði, af störfum 30. júní <strong>2005</strong>.<br />

Halldór Pálsson var ráðinn dósent í varma- og straumfræði til véla- og iðnaðarverkfræðiskorar<br />

frá 1. maí <strong>2005</strong> og Kristján Jónasson dósent í tölvunarfræði við<br />

tölvunarfræðiskor frá 1. janúar 2006.<br />

Verkfræðideild og læknadeild náðu samkomulagi um að efna til náms í lífverkfræði<br />

og var doktor James Beach ráðinn til að koma því á fót. Hann hefur störf á<br />

fyrri hluta næsta árs.<br />

Auglýst hafa verið kennarastörf í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor og véla-,<br />

efna- og iðnaðarverkfræðiskor og fleira er í bígerð í ráðningarmálum.<br />

Mikil umskipti urðu á starfsmannahaldi á sameiginlegri skrifstofu verkfræði- og<br />

raunvísindadeilda. Edda Einarsdóttir, fulltrúi, lét af störfum um miðjan nóvember<br />

eftir 17 ára starf og Lilja Þorleifsdóttir, fulltrúi, lét af störfum 1. janúar 2006 eftir<br />

rúmlega aldarfjórðungs starf. Hlín Eyglóardóttir, fulltrúi, sem er í 50% starfi hjá<br />

hvorri deild, tók til starfa 1. nóvember, Erna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri með<br />

aðaláherslu á kynningarmál, tók til starfa fyrri hluta október og Edda Friðgeirsdóttir,<br />

verkefnisstjóri með aðaláherslu á fjármál verkfræðideildar og Verkfræðistofnunar,<br />

tók til starfa 1. nóvember. Þær tvær síðarnefndu eru í fullu starfi hjá<br />

verkfræðideild.<br />

Húsnæðismál<br />

Kennsluhúsnæði jókst ekkert á árinu og eru stofurnar í VR-II þrautnýttar. Þá er<br />

skortur á skrifstofum og ekki ljóst hvar nýjum kennurum við deildina verður<br />

komið fyrir. Deildarmenn horfa hins vegar vonaraugum til framkvæmdanna í<br />

Vatnsmýri þar sem reisa á Vísindagarða. Verkfræðideild á tvímælalaust heima við<br />

hliðina á fyrirtækjum á vísinda- og tæknisviði og leggur kapp á að flytjast í Vísindagarða<br />

þegar þeir rísa.<br />

Húsnæði sameiginlegrar deildaskrifstofu verkfræði- og raunvísindadeilda í VR-II<br />

tók hins vegar miklum stakkaskiptum á árinu. Framkvæmdir stóðu frá því í maí<br />

og fram í október. Tölvuver í stofu 256 var lagt niður en kaffistofa kennara, sem<br />

var í stofu 255, fluttist í 256. Skrifstofan fékk til umráða rýmið í 255 þegar veggurinn<br />

á milli var brotinn niður. Húsnæði skrifstofunnar stækkaði um allt að 50% við<br />

þessar breytingar og öll ásýnd varð opnari og bjartari. Þá vænkaðist hagur meistaranema<br />

verkfræðideildar þegar þil var sett upp í bókasafninu á þriðju hæð til að<br />

stúka af vinnuaðstöðu fyrir þá.<br />

Styrkir og viðurkenningar<br />

Verkfræðideild nýtur mikillar velvildar í þjóðfélaginu og sýna fjöldamörg fyrirtæki og<br />

einstaklingar deildinni og starfsemi hennar velvild í verki með fjárstuðningi við<br />

framhaldsnemendur eða kennslu. Nefna má ALCAN, Gunnar Björgvinsson flugvélasala<br />

í Lúxemborg, Opin kerfi, Orkuveitu Reykjavíkur, Samskip og Smith & Norland.<br />

Hinn 21. desember á hverju ári er úthlutað styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar<br />

til þess verkfræðinema sem skarar fram úr í náminu. Styrkurinn árið<br />

<strong>2005</strong> kom í hlut Gunnars Sigurðssonar, nemanda á þriðja ári í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði.<br />

173


Fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Tölvunarfræðiskor hélt alþjóðlega ráðstefnu um nýjungar í hugbúnaðarþróun á<br />

árinu. Ráðstefnan var vel sótt af innlendum og erlendum gestum. Gefið var út<br />

veglegt ráðstefnurit.<br />

Erlendir gestakennarar tölvunarfræðiskorar voru Daniel L. Moody og Hans<br />

Schaefer.<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor stóð að opinni fyrirlestraröð um umhverfismál<br />

á vormisseri og ennfremur um orsakir og afleiðingar jarðskjálftans í Indónesíu<br />

og afleiðingar flóðanna í New Orleans. Þá var í málstofum skorarinnar fjallað<br />

um ýmis efni, má þar nefna neðansjávarjarðgöng í Færeyjum, reiknilíkön til að<br />

meta áhættu af völdum náttúruhamfara og streitu í jarðskorpu Íslands.<br />

Þá stóð umhverfis- og verkfræðiskor að ráðstefnunni Áhrif sjóflóða og hækkunar<br />

sjávarstöðu á skipulag, ásamt Skipulagsstofnun og Siglingastofnun.<br />

Á vegum rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar voru fluttir opnir fyrirlestrar, Einkennaval<br />

með ratsjárskuggum og bylgjuhöggum í háupplausna ratsjárgögnum:<br />

Aðferð til að auðkenna skotmörk í MSTAR gagnasafninu og Gagnabræðsla notuð<br />

til flokkunar fjarkönnunargagna með mikilli rúmfræðilegri upplausn.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í verkfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 673 237 910 652 251 903 632 245 877<br />

Brautskráðir<br />

Umhverfis- og byggingaverkfræði BS 15 6 21 15 12 27 1 1 2<br />

Byggingaverkfræði BS 10 11 21<br />

Umhverfisverkfræði BS 0 4 4<br />

Byggingaverkfræði MS 4 1 5<br />

Umhverfisfræði MS 0 2 2<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði BS 29 15 44 24 11 35 3 1 4<br />

Vélaverkfræði BS 15 5 20<br />

Iðnaðarverkfræði BS 12 7 19<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði BS 30 4 34 25 7 32 17 7 24<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði MS 8 0 8<br />

Efnaverkfræði BS 1 1 2 5 7 2 1 3<br />

Tölvurekstrarfræði diplóma 2 2 1 1 2 1 3<br />

Tölvunarfræði BS 33 8 41 26 5 31 21 3 24<br />

Hugbúnaðarverkfræði BS 1 0 1<br />

Hugbúnaðarverkfræði MS 1 0 1<br />

Tölvunarfræði MS 1 1 2 6 4 10 6 2 8<br />

Verkfræði MS 9 2 11 5 1 6<br />

Vélaverkfræði MS 4 4 2 2 4 7 0 7<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði MS 1 0 1<br />

Iðnaðarverkfræði MS 6 2 8<br />

Samtals 123 37 160 106 47 153 117 48 165<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Verkfræðistofnun<br />

Hlutverk<br />

Verkfræðistofnun er vísindaleg rannsóknarstofnun sem starfrækt er af Háskóla<br />

Íslands. Stofnunin heyrir undir verkfræðideild og er vettvangur rannsókna- og<br />

þróunarstarfs á fræðasviðum verkfræði. Hlutverk Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands<br />

(VHÍ) er að skapa rekstrarumhverfi fyrir rannsóknir akademískra starfsmanna<br />

verkfræðideildar og efla rannsóknir og framhaldsnám í verkfræði. Stofnunin<br />

á að samhæfa rannsóknir og stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda<br />

rannsóknaraðila í nánum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf. Hlutverk VHÍ er jafn-<br />

174


framt að kynna rannsóknarniðurstöður og sinna þjónustuverkefnum, ásamt því<br />

að veita upplýsingar og ráðgjöf.<br />

Skipulag<br />

Verkfræðistofnun skiptist í rannsóknarsvið sem eru hliðstæð hinum fjórum skorum<br />

verkfræðideildar, þ.e. rafmagns- og tölvuverkfræðisvið, tölvunarfræðisvið,<br />

umhverfis- og byggingarverkfræðisvið og véla- og iðnaðarverkfræðisvið. Innan<br />

hvers sviðs er heimilt, með samþykki deildarráðs, að stofna rannsóknarstofur<br />

sem hafa afmarkað rannsóknarmarkmið.<br />

Rannsóknarsvið og -stofur starfandi á árinu <strong>2005</strong> voru:<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræðisvið:<br />

• Aflfræðistofa (Rannsóknarmiðstöð á Selfossi)<br />

• Jarð- og vegtæknistofa<br />

• Vatnaverkfræðistofa<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræðisvið:<br />

• Kerfisverkfræðistofa<br />

• Upplýsinga- og merkjafræðistofa<br />

• Tölvunarfræðisvið<br />

Véla- og iðnaðarverkfræðisvið:<br />

• Varma- og straumfræðistofa<br />

Stjórn og starfsemi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> var fjöldi stafsmanna sem tengdist stofnuninni um 51. Þar af voru 29<br />

akademískir starfsmenn og sérfræðingar, nýdoktorar voru um 12, en doktors- og<br />

meistaranemar voru um 20 og eru þá eingöngu taldir með þeir nemar verkfræðideildar<br />

sem hlutu styrki. Velta VHÍ á árinu <strong>2005</strong> var um 155 m.kr.<br />

Í stjórn VHÍ á árinu <strong>2005</strong> voru:<br />

Jón Atli Benediktsson, sviðsstjóri rafmagns- og tölvuverkfræðisviðs.<br />

Jónas Elíasson, sviðsstjóri umhverfis- og byggingarverkfræðisviðs.<br />

Magnús Már Halldórsson, sviðsstjóri tölvunarfræðisviðs.<br />

Magnús Þór Jónsson, sviðsstjóri véla- og iðnaðarverkfræðisviðs (formaður).<br />

Sigurður Brynjólfsson, deildarforseti verkfræðideildar.<br />

Þann 2. júní <strong>2005</strong> hélt Verkfræðistofnun Meistaradag þar sem níu meistaraverkefni<br />

voru varin. Ásamt meistaravörnum voru þrjú inngangserindi og þrjár málstofur<br />

á sviði samgöngutækni, orkuverkfræði og tölvunarfræði.<br />

Ársfundur Verkfræðistofnunar var haldinn 30. nóvember <strong>2005</strong>. Á fundinum fékk<br />

Ragnar Sigbjörnsson, prófessor, viðurkenningu fyrir framlag til verkfræðirannsókna<br />

og fjórir nemendur fengu viðurkenningu fyrir verkefni í framhaldsnámi.<br />

Vatnaverkfræðistofa<br />

Fastir starfsmenn<br />

Birgir Jónsson, dósent<br />

Jónas Elíasson, prófessor<br />

Sigurður Magnús Garðarsson, dósent<br />

Doktorsnemar, meistaranemar og sérfræðingar árið <strong>2005</strong><br />

Atli Gunnar Arnórsson, Georges Guigay, Harpa Jónsdóttir, María J. Gunnarsdóttir,<br />

María Stefánsdóttir, Snjólaug Ólafsdóttir, Sveinbjörn Jónsson og Þórunn Sigurðardóttir.<br />

Evrópuverkefnið Firenet RTN2-2001-11142<br />

Verkefnið er netverkefni um rannsóknir á eldi í lokuðu rými með sérstakri áherslu<br />

á tölvuhermun gassprenginga (backdraft). Íslenski þátturinn er undir sameiginlegri<br />

stjórn Jónasar Elíassonar og Björns Karlssonar, brunamálastjóra. Þátttakendur<br />

eru Brunamálastofnun og Ansys (nánar), háskólar í Bretlandi, Svíþjóð,<br />

Belgíu, Norður-Írlandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Hlutverk Vatnaverkfræðistofu<br />

er tölvueftirlíking á gasflæði í tilraunum sem gerðar eru með slíka<br />

bruna í Svíþjóð. Vinna við verkefnið var í höndum Ales Jug, doktorsnema, en Georges<br />

Guigay hefur tekið við af honum.<br />

176


Birt efni meðal annars:<br />

• Eliasson, J., Guigay, G. and Karlsson, B. The gravity wave problem in underventilated<br />

fires. Fire Technology, (Submitted for publication) May <strong>2005</strong>.<br />

Straumfræði stillanlegra vökvadempara<br />

Unnið var að rannsóknum á straumfræðilegri hegðun grunns vökva í tanki undir<br />

sveifluálagi. Rannsóknirnar byggja að grunninum á viðamiklum tilraunum sem<br />

gerðar voru við University of Southern California. Tilraunirnar voru gerðar til að<br />

rannsaka hegðun vökva sem fall af ýmsum breytum og lögun tanks undir hlutfallslega<br />

stórum sveiflum þar sem hegðun vökvans er frá því að vera hæg og<br />

mjúk upp í að vera ofsafengin með stórum, brotnum öldum. Töluleg straumfræðileg<br />

hermun byggð á ClawPack hefur verið beitt í verkefninu. Starfsmaður verkefnisins<br />

sumarið <strong>2005</strong> var Þórunn Sigurðardóttir. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóð<br />

Háskóla Íslands.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Garðarsson, S. M. Hermun svörunar mannvirkis með stillanlegum vökvadempara.<br />

Árbók Verkfræðingafélagsins. Verkfræðingafélagið <strong>2005</strong>, bls. 225-<br />

232.<br />

• Gardarsson, S. M. and Sigurdardottir Th. Shallow-Water Sloshing Simulation<br />

using CLAWPACK. 2nd. Intermediate Report. Engineering Research Institute,<br />

University of Iceland. Report nr. VHI-02-<strong>2005</strong>, December <strong>2005</strong><br />

• Gardarsson, S. M. and Sigmarsson, S. G. Shallow-Water Sloshing Simulation<br />

using CLAWPACK. 1st. Intermediate Report. Engineering Research Institute,<br />

University of Iceland. Report nr. VHI-03-2004, December 2004.<br />

• Gardarsson, S. M. Case study of hysteresis in shallow water sloshing. Árbók<br />

Verkfræðingafélagsins, bls. 210-216, 2004.<br />

Áhrif bráðnunar jökla vegna loftlagsbreytinga á aurfyllingu<br />

miðlunarlóna<br />

Unnið var að rannsóknum á áhrifum loftlagsbreytinga á aurfyllingu lóna vegna<br />

breytinga á stærð jökla. Áhrif hörfunar Brúarjökuls á aurfyllingu Hálslóns hefur<br />

meðal annars verið athuguð.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Gardarsson, S.M. and Eliasson, J. Influence of Climate Warming on Hálslón<br />

Reservoir sediment filling. Submitted Sept. <strong>2005</strong>.<br />

• Jónsson, B., Garðarsson, S. M., og Elíasson, J. Kárahnjúkavirkjun. Langtímaþróun<br />

rennslis og miðlunar. Árbók Verkfræðingafélagsins. Verkfræðingafélagið<br />

<strong>2005</strong>, bls. 253-259.<br />

• Gardarsson S.M., Jonsson B., and and Eliasson J. Sediment Model of Halslon<br />

Reservoir filling taken into account Bruarjokull Glacier recede. European<br />

Geosciences Union General Assembly <strong>2005</strong>, Vienna, Austria, 24 – 29; April<br />

<strong>2005</strong>. (Poster)<br />

Öryggi vatnavirkja<br />

Meginmarkmið fyrri hluta verkefnisins er að kanna svörun og ákvarða öryggi<br />

vatnavirkja gegn mismunandi álagsþáttum, sem felst meðal annars í því að<br />

skoða víxlverkun stíflumannvirkja og þeirrar áraunar er taka þarf tillit til í hönnunarferli.<br />

Ísland hefur tekið upp Evrópustaðla þar sem álag á byggingar er grundvallað<br />

á tölfræðilegum grunni. Til að komast yfir þann þröskuld sem skapast af<br />

gagnafátækt, sem stafar meðal annars af stuttum gagnasöfnunartími hér á landi<br />

ásamt því að litlar grunnrannsóknir liggja fyrir á þessu sviði, þarf að rannsaka<br />

einstaka álagsþætti vatnavirkja. Ennfremur verður gerð tjónagreining, þ.e. könnuð<br />

afleiðing þess ef stífla gefur sig og flóð verða. Meginmarkmið í seinni hluta<br />

verkefnisins verður að skilgreina áhættuflokka og raða íslenskum vatnavirkjunum<br />

í þá. Ennfremur verða sett áhættumörk fyrir hvern flokk sem meðal annars<br />

nýtist við skilgreiningu á hönnunarforsendum. Loks verður gerð kerfisvíð greining<br />

á áhættu vatnavirkja sem getur lækkað byggingar- og tryggingarkostnað svo<br />

hann sé í samræmi við þá áhættu sem hagkvæmast er að taka út frá hagkvæmnisreglu<br />

heildarkostnaðar (optimal total cost). Starfsmenn verkefnisins eru Atli<br />

Gunnar Arnórsson og Sveinbjörn Jónsson. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila<br />

innan umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar og er styrkt af Rannís.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Atli Gunnar Arnórsson, Bjarni Bessason, Jónas Elíasson, Sigurður Erlingsson<br />

og Sigurður Magnús Garðarsson (<strong>2005</strong>). Öryggi vatnavirkja – Áhættustjórnun<br />

fyrir stíflur. Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, Skýrsla nr. VHI-01-<br />

<strong>2005</strong>, 45 bls.<br />

177


• S. Erlingsson og A. G. Arnorsson (<strong>2005</strong>). Numerical Analysis and Design of<br />

Rockfill Dams in the Lower Thjorsa River in Iceland. 16th International Conference<br />

on Soil Mechanics and Geotechnical Engineering, Osaka, 12 - 16<br />

September.<br />

• Eliasson, J., Gröndal, G. O.; Estimating Development of the Urridafoss Ice<br />

Jam by Using a River Model; Abstract, des. <strong>2005</strong>. International Commission<br />

on Large Dams (ICOLD), 22nd Congress, Barcelona, 18 - 23 June 2006 (samþykkt<br />

til birtingar).<br />

Neysluvatnsgæði á Íslandi<br />

Í þessu verkefni eru skoðuð gæði neysluvatns og staða vatnsverndar á Íslandi.<br />

Þetta er gert með því að gera úttekt á vatnsgæðum hjá tuttugu vatnsveitum m.t.t.<br />

efnafræðilegra þátta, skoða lagaramma og hvernig vatnsvernd er tryggð í lögum<br />

og skoða hættu á mengun og sjúkdómum sem berast með vatni. Farið er yfir<br />

nokkra vatnsborna faraldra bæði innanlands og utan. Verkefnið er unnið af Maríu<br />

J. Gunnarsdóttir í samstarfi við Gunnar S. Jónsson hjá Umhverfisstofnun og Samorku.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Gunnarsdóttir, M. J., Garðarsson, S. M., og Jónsson, G. S. Neysluvatnsgæði á<br />

Íslandi. Árbók Verkfræðingafélagsins. Verkfræðingafélagið <strong>2005</strong>, bls. 201-208.<br />

Hermun aurkeilu Jökulsár í Fljótsdal<br />

Markmið verkefnisins er að rannsaka hversu vel aurburðarlíkön ná að herma eftir<br />

myndun aurkeilu frá jökulá inn í stöðuvatn. Þetta verður gert með því að rannsaka<br />

hvernig viðurkennd forrit á sviði aurburðar og setmyndunar herma eftir aurkeilu<br />

Jökulsár í Fljótsdal inn í Löginn. Sú aurkeila er einstaklega skýrt dæmi um<br />

aurkeilu sem hefur verið að myndast síðan jökull hörfaði úr Leginum í lok síðasta<br />

jökulskeiðs. Niðurstöður hermunar verða síðan bornar saman við aurkeiluna<br />

eins og hún er nú til dags. Sérstaklega er áhugavert að kanna hvort líkönin nái að<br />

herma eftir hækkun aurkeilunnar við efri enda lónsins sem síðan er hægt að nota<br />

til að spá fyrir um áhrif aurkeilunnar upp eftir árfarveginum ofan við efsta lónborð.<br />

María Stefánsdóttir, meistaranemi við University of Washington, hefur unnið<br />

að verkefninu í samvinnu við Steve Burges, prófessor við sama skóla.<br />

Loftborin ólífræn brennisteinssambönd í umhverfi Reykjavíkur<br />

Markmið verkefnisins er að rannsaka styrk brennisteinsvetnis (H 2 S) yfir Reykjavík<br />

með tilliti til veðurfars og H 2 S losunnar við jarðhitavirkjanirnar á Nesjavöllum<br />

og Hellisheiði . Skoðað verður hvort styrkur H 2 S sé það hár að hann geti skapað<br />

einhver heilsufarsvandamál. Settar verða fram spár um styrk H 2 S eftir að Hellisheiðarvirkjun<br />

hefur verið tekin í fulla notkun. Mælingar fara fram á Grensásvegi<br />

og umhverfis jarðhitasvæðin reglulega og verða þær upplýsingar notaðar. Veðurfar<br />

á svæðinu verður skoðað gaumgæfilega og einnig eiginleikar efnisins til að<br />

berast með vindum. Einnig verður athugað hvort oxun á sér stað á H 2 S á leið<br />

þess til Reykjavíkur. Til þess að kanna það munu fara fram mælingar á brennisteinsoxíði<br />

(SO 2 ) á mismunandi stöðum milli virkjananna og Reykjavíkur. Nauðsynlegt<br />

er að fylgjast með hversu mikið af SO 2 myndast þar sem það stuðlar að<br />

súru regni sem er stórt umhverfisvandamál víða um heim. Verkefnið er unnið af<br />

Snjólaugu Ólafsdóttir í samvinnu við Lúðvík Gústafsson hjá Umhverfisstofu<br />

Reykjavíkur og sérfræðingum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Veðurstofu Íslands og<br />

Umhverfisstofnun.<br />

Kötluvá<br />

Rannsóknir og hættumat á jökulhlaupum til vesturs, suðurs og austurs úr Kötluöskjunni.<br />

Rannsóknirnar eru í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Almannavarnadeild<br />

lögreglustjóra, Verkfræðistofuna Vatnaskil og Veðurstofuna. Verkið var unnið<br />

af Stýrihópi hættumats, (Kjartan Þorkelsson, formaður, Ágúst Gunnar Gylfason,<br />

Jónas Elíasson, Magnús Tumi Guðmundsson).<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.<br />

Stýrihópur hættumats: Magnús Tumi Guðmundsson og Ágúst<br />

Gunnar Gylfason (ritstj.), Ríkislögreglustjóri, Háskólaútgáfan <strong>2005</strong>.<br />

• Jónas Elíasson, Snorri P. Kjaran. Sea waves generated by jökulhlaups.<br />

International Coastal Symposium in Höfn, Hornafjördur Iceland June 5 – 8<br />

<strong>2005</strong>; Siglingamál <strong>2005</strong> (Paper)<br />

• Eliasson, J.; A glacial burst tsunami near Vestmannaeyjar, Iceland. Journal<br />

of Coastal Research. 1st revision December <strong>2005</strong>; (In review)<br />

• Eliasson J., Larsen, G., Gudmundsson, M. T., and Sigmundsson, F. Probabil-<br />

178


istic model for eruptions and associated flood events in the Katla caldera, Iceland.<br />

Computational Geosciences (<strong>2005</strong>) DOI: 10.1007/s10596-005-9018-y)<br />

(Accepted for publication)<br />

• Eliasson, J., Kjaran, S. P., Holm, S. L., Gudmundsson, M. T. and Larsen , G.<br />

Large hazardous floods as translatory waves; Environmental Modeling &<br />

Software. (Special issue on Modelling, computer-assisted simulations and<br />

mapping of dangerous phenomena for hazard assessment edited by Giulio<br />

Iovine, Toti Di Gregorio, Hirdy Miyamoto and Mike Sheridan) 1st revision December<br />

<strong>2005</strong>; (In review)<br />

Jarðskjálftarannsóknir<br />

Rannsóknir unnar í samvinnu við Rannsóknastofnun í Jarðskjálftaverkfræði á<br />

Selfossi.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Sólnes, J., Sigbjörnsson, R., Elíasson, J. (<strong>2005</strong>). Deaggregation of Seismic<br />

Hazard Maps. Reunjónn anual Unión Geofísica Mexicana. SELPER-México y<br />

AGM. 30 octubre-4 noviembre de <strong>2005</strong>.<br />

• Júlíus Sólnes, Ragnar Sigbjörnsson og Jónas Elíasson. Líkindafræðilegt jarðskjálftaáhættukort<br />

af Íslandi. Tillaga að gerð áhættukorts og upprunakorta<br />

fyrir jarðskjálfta fyrir EUROCODE 8. Blað verkfræðinema. Upp í vindinn, <strong>2005</strong>.<br />

Tölfræðilegar rannsóknir á vatnafræðilegum kerfum<br />

Beitt er aðallega ARX aðferðum og tölfræðilegri hermun til að skýra samband úrkomu<br />

og afrennslis og meta endurkomutíma á sjaldgæfum atburðum. Verkið er<br />

unnið í samvinnu við Straumfræðistofu (Ólaf P. Pálsson) og Department of Informatics<br />

and Mathematical Modeling, DTU, Danmörku (Henning Madsen). Harpa<br />

Jónsdóttir, doktorsnemi, vann mestalla vinnuna.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• H. Jonsdottir, J. Eliasson and H. Madsen. Assessment of serious water shortage<br />

in the Icelandic water resource system. Physics and Chemistry of the<br />

Earth, Volume 30, Issues 6-7, (Integrated Water Resource Assessment Pages<br />

333-470); (<strong>2005</strong>) Pages 420-425<br />

• Jonsdottir, H., Nielssen H. A., Madsen, H., Eliasson, J., Palsson, O. P. and Nielsen,<br />

M. K. Conditional parametric models for storm sewer runoff. Water<br />

Resources Research, 1st revision December <strong>2005</strong>; (In review).<br />

• Eliasson, J., Gardarsson S.M., and Jonsson B. Use of normalization and pooling<br />

in engineering estimates of hydrological extremes. European Geosciences<br />

Union General Assembly <strong>2005</strong>, Vienna, Austria, 24 – 29 April <strong>2005</strong>.<br />

(Poster)<br />

Trausti Valsson<br />

Árið <strong>2005</strong> fékk Trausti Valsson boð um að koma þá um haustið sem Farrand Visiting<br />

prófessor til University of California, Berkeley. Þar hélt hann semínar ásamt<br />

öðrum um áhrif hnattrænnar hlýnunar á skipulag. Í febrúar <strong>2005</strong> hélt hann síðan<br />

erindi á ráðstefnu um ACIA-skýrsluna um áhrif hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum.<br />

Um vorið undirbjó hann ráðstefnu um áhrif hnattrænnar hlýnunar og<br />

sjávarstöðuhækkunar á skipulag á Íslandi. Ráðstefnan var haldin í verkfræðideild<br />

HÍ í apríl og var Trausti einn þrettán fyrirlesara. Trausti lét útbúa heimasíðu þar<br />

sem hægt er að kynna sér erindin: www.hi.is/page/flod Um sumarið hóf Trausti<br />

að vinna að bók um áhrif hnattrænnar hlýnunar, How the World will Change with<br />

Global Warming, og hann hélt síðan erindi um málið í Vín, Köln og París um<br />

haustið. Áætlað er að bókin komi út haustið 2006 og verði 168 síður.<br />

Upplýsinga- og<br />

merkjafræðistofa<br />

Starfsmenn<br />

Jóhannes Rúnar Sveinsson, dósent.<br />

Jón Atli Benediktsson, prófessor.<br />

Wavelet- og curvelet-vörpun<br />

Á árinu var haldið áfram þróun suðsíunaraðferðar fyrir SAR-fjarkönnunarmyndir<br />

(Synthetic Aperture Radar). Þróaðar voru aðferðir sem byggjast á hliðrunaróháðri<br />

179


curvelet-vörpun og aðhæfðu samblandi af wavelet- og curvelet-vörpunum, þ.e. á<br />

bræðslu mynda og hliðrunaróháðu samblandi á wavelet- og curvelet-vörpunum<br />

og sem aftur byggir á bestunaraðferðum. Einnig var haldið áfram rannsóknum á<br />

notkun samblands wavelet- og curvelet-varpana til suðsíunar SAR fjarkönnunarmynda.<br />

Wavelet-vörpun meðhöndlar á hagkvæman hátt punkt-ósamfellu. Brúnir í<br />

myndum eru ekki punkt-ósamfellur heldur ósamfellur af hærri víddum, og curvelet-vörpun<br />

meðhöndlar ósamfellur á hærri víddum á sérlega hagkvæman hátt.<br />

Fyrstu niðurstöður birtust á ritrýndu ráðstefnunni <strong>2005</strong> ISCAS [1], sem haldin var í<br />

maí í Kobe, Japan. Þar voru notuð hermd gögn, en ekki raunverulegar SAR<br />

myndir. Ætlunin er að halda áfram að þróa þessa aðhæfðu bræðlsu á suðsíuðum<br />

myndum sem nota wavelet-vörpun annars vegar og hliðrunaróháða curveletvörpun<br />

hins vegar. Einnig var haldið áfram að þróa aðferðir til bræðslu myndefnis,<br />

þ.e.a.s. bræðslu á tveimur myndum þar sem önnur myndin er svarthvít í mikilli<br />

upplausn og hin er litmynd í lítilli upplausn. Með því að skilgreina þetta verkefni<br />

á nýjan hátt hefur tekist að skilgreina þetta á stærðfræðilegan hátt sem hefur<br />

ekki verið gert áður. Frumniðurstöður birtust á ritrýndu ráðstefnunni IGARSS<br />

<strong>2005</strong> [2]. Á næsta styrktarári er ætlunin að bæta þessa aðferð með því að nota<br />

Markov Randon Field aðferðir og Hidden Markov Model í wavelet-planinu. Niðurstöður<br />

þessa hluta verkefnisins verða birtar á næsta ári. Einnig var unnið að því<br />

að elta götur (street tracking) í SAR-myndum og var notað við það suðsíun og<br />

morfólógískar aðferðir. Fyrstu niðurstöður birtust á ritrýndu ráðstefnunni IGARSS<br />

<strong>2005</strong> [5].<br />

Einnig voru á árinu þróaðar aðferðir til að flokka flókin merki. Þessar aðferðir<br />

byggja á Random Forest, morfólógískum aðferðum, stoðvélum (Support Vector<br />

Machine), höfuðþáttagreiningu og ICA. Niðurstöðurnar voru birtar í tveimur<br />

ritrýndum tímaritum [3] og [4] og fjórum ritrýndum ráðstefnugreinum [6], [7], [8]<br />

og [9].<br />

Með ofangreindum niðurstöðum náðust mikilvægir áfangar í verkefninu og til er<br />

mikið af niðurstöðum sem útbúa þarf til birtingar.<br />

Birtingar á árinu:<br />

[1] B.B. Saevarsson , J.R. Sveinsson, and J.A. Benediktsson, Translation Invariant<br />

Combined Denoising Algorithm, <strong>2005</strong> IEEE International Symposium on Circuits<br />

and Systems (ISCAS <strong>2005</strong>), Kobe, Japan, pp. 4241-4244, May <strong>2005</strong>.<br />

[2] A. Vesteinsson, J.R. Sveinsson, H. Aanes, and J.A. Benediktsson, Spectral<br />

Consistent Satellite Image Fusion: Using a High Resolution Panchromatic and<br />

Low Resolution Multi-spectral Images, IEEE International Geoscience and Remote<br />

Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, Vol. IV, pp. 2838-2841, July <strong>2005</strong>.<br />

[3] J.A. Benediktsson, J.A. Palmason, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

Data from Urban Areas Based on Extended Morphological Profiles, IEEE<br />

Trans. on Geoscience and Remote Sensing, vol. 43, no. 3, pp.480-491, March <strong>2005</strong>.<br />

[4] P.O. Gislason, J.A. Benediktsson and J.R. Sveinsson, Random Forests for Land<br />

Cover Classification, to appear Pattern Recognition Letters, early 2006.<br />

[5] S.O. Sigurjonsson, J.A. Benediktsson, G. Linsini, P. Gamba, J.R. Sveinsson and<br />

J. Chanussot, Street Tracking Based on SAR Data from Urban Areas, IEEE<br />

International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul,<br />

Korea, 25-29 July <strong>2005</strong>. Vol. II, pp. 1273-1275<br />

[6] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J.R. Sveinsson, and J. Chanussot, Classification<br />

of Hyperspectral Data from Urban Areas using Morphological Preprocessing<br />

and Independent Component Analysis, IEEE International Geoscience and Remote<br />

Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25-29 July <strong>2005</strong>. Vol. I, pp. 175-<br />

179<br />

[7] S.R. Joelsson, J.A. Benediktsson and J.R. Sveinsson, Random Forest Classifiers<br />

for Hyperspectral Data, IEEE International Geoscience and Remote Sensing<br />

Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25-29 July <strong>2005</strong>.<br />

[8] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

ROSIS Data from Urban Areas, International Conference on Recent<br />

Advances in Space Technologies (RAST <strong>2005</strong>), pp. 63-70, Istanbul, Turkey, 9-11<br />

June <strong>2005</strong>.<br />

181


[9] M. Fauvel, J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J. Chanussot and J.R. Sveinsson,<br />

Classification of Remote Sensing Imagery with High Spatial Resolution, to appear<br />

Proceedings of European Symposium on Remote Sensing, Conference on Image<br />

and Signal Processing XI, Bruges, Belgium, September 20-22, <strong>2005</strong>.<br />

Fjarkönnunarrannsóknir<br />

Unnið var að úrvinnslu fjarkönnunargagna með mikilli rúmfræðilegri upplausn.<br />

Fjarkönnunargögn með mikilli rúmfræðilegri upplausn eru mjög flókin í vinnslu<br />

og byggir úrvinnslan á talsvert öðrum forsendum en úrvinnsla hefðbundins fjarkönnunarmyndefnis.<br />

Úrvinnslan var í samstarfi við Prófessor Jocelyn Chanussot<br />

við LIS/INPG í Grenoble, Frakklandi og Prófessor Paolo Gamba við Háskólann í<br />

Pavia á Ítalíu. Hafa helstu aðferðirnar í þessari rannsókn byggt á formsíun<br />

(morphological filtering), tauganetsreiknum er flokka og besta niðurstöður formsíunar-aðferða<br />

auk loðinna (fuzzy) aðferða. Skoðaðar hafa verið mismunandi<br />

stærðir byggingareininga í formsíun og hefur þeim öllum verið beitt á myndefnið<br />

á sama tíma. Hver byggingareining gefur eina síaða mynd og fást því margar<br />

slíkar myndir sem notast hver við mismunandi stærð byggingareininga. Er unnið<br />

úr öllum formsíuðu myndum sameiginlega (og fæst þá margvítt myndefni) eða<br />

formfræðilegur prófíll. Jafnframt var skoðað sérstaklega hvernig nota mætti<br />

formfræðilegu aðferðirnar sem þróaðar hafa verið í verkefninu fyrir fjarkönnunargögn<br />

sem bæði eru með mikilli rúmfræðilegri upplausn og mikilli rófupplausn<br />

(spatial and spectral resolution). Fyrir slík gögn hefur verið þróuð aðferð sem<br />

byggir á því að nota höfuðþættina í myndefninu sem grunn fyrir formsíuna. Niðurstöðurnar<br />

hafa lofað góðu og var grein um það efni birt í IEEE Trans. on Geoscience<br />

and Remote Sensing [1]. Einnig hafa ráðstefnugreinar verið kynntar á<br />

International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS) <strong>2005</strong> í Seoul,<br />

Koreu [3, 4, 7], European Symposium on Remote Sensing [2] og Recent Advances<br />

in Space Technologies [6]. Greinarnar í [3,6] nota óháða þætti sem grunnmyndir<br />

fyrir útvíkkaðan formfræðilega prófílinn og eru niðurstöðurnar athyglisverðar.<br />

Greinin í [4] fjallar um greiningu á götum (,,street tracking”) með formfræðilegum<br />

aðferðum fyrir gögn með suði.<br />

Unnið var að þróun margflokkara (multiple classifiers) sem byggðust á „bagging“,<br />

„boosting,“ „support vector machines“ og samdómafræði („consensus theory“).<br />

Lögð var talsverð áhersla á rannsóknir á trjáflokkurum („tree classifiers”) og<br />

slembiskógum („random forests“) fyrir marglindagögn. Birt var ein ráðstefnugrein<br />

um slembiskóga [5] og útfærslu á Binary Hierarchical Classifiers (BHC) fyrir fjölvíddagögn<br />

(hyperspectral classifiers). Voru niðurstöðurnar áhugaverðar þar sem<br />

slembiskógar draga fram helstu einkenni gagnanna og gera víddafækkun óþarfa.<br />

Birtar greinar:<br />

[1] J.A. Benediktsson, J.A. Palmason, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

Data from Urban Areas Based on Extended Morphological Profiles, IEEE<br />

Trans. on Geoscience and Remote Sensing, vol. 43, no. 3, pp.480-491, March <strong>2005</strong>.<br />

[2] M. Fauvel, J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J. Chanussot and J.R. Sveinsson,<br />

Classification of Remote Sensing Imagery with High Spatial Resolution, to appear<br />

Proceedings of European Symposium on Remote Sensing, Conference on Image<br />

and Signal Processing XI, Bruges, Belgium, September 20-22, <strong>2005</strong>.<br />

[3] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J.R. Sveinsson, and J. Chanussot, Classification<br />

of Hyperspectral Data from Urban Areas using Morphological Preprocessing<br />

and Independent Component Analysis, IEEE International Geoscience and Remote<br />

Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>. Vol. I, pp. 175-179.<br />

[4] S.O. Sigurjonsson, J.A. Benediktsson, G. Linsini, P. Gamba, J.R. Sveinsson and<br />

J. Chanussot, Street Tracking Based on SAR Data from Urban Areas, IEEE<br />

International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul,<br />

Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>. Vol. II, pp. 1273-1275.<br />

[5] S.R. Joelsson, J.A. Benediktsson and J.R. Sveinsson, Random Forest Classifiers<br />

for Hyperspectral Data, IEEE International Geoscience and Remote Sensing<br />

Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>.<br />

[6] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

ROSIS Data from Urban Areas, International Conference on Recent<br />

Advances in Space Technologies (RAST <strong>2005</strong>), pp. 63-70, Istanbul, Turkey, 9–11<br />

June <strong>2005</strong>.<br />

182


[7] M. Fauvel, J. Chanussot, and J.A. Benediktsson, Fusion of Methods for the<br />

Classification of Remote Sensing Images from Urban Areas, IEEE International<br />

Geoscience and Remote Sensing Symposium (IG<br />

+ARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>.<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

Starfsmenn<br />

Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði.<br />

Ebba Þóra Hvannberg, dósent í tölvunarfræði.<br />

Meistaranemendur: Helgi Þorgilsson, Bergþór Ævarsson, Yayoi Shimamura.<br />

Jóhann Möller, Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir og Gyða Atladóttir.<br />

Doktorsnemandi: Gísli Herjólfsson.<br />

Gestanemendur: Martin Vitek, doktorsnemandi og My Appelgren, meistaranemandi.<br />

Rannsóknir og verkefni<br />

Rannsóknasvið Kerfisverkfræðistofu eru ýmiss konar kerfisverkfræði, þ.m.t.<br />

stýrifræði og hugbúnaðarfræði. Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi<br />

fyrir skipaflotann í samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi var einnig útfært<br />

fyrir flugvélar og landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið<br />

mikil í gegnum tíðina, m.a. upprunaleg þróun ratsjárgagnavinnslukerfis Flugmálastjórnar.<br />

Ennfremur voru þróuð líkön af skekkjum ratsjáa með tilliti til framsetningar<br />

á fjölratsjárgögnum. Hagkvæmnisathuganir voru gerðar fyrir ratsjár á<br />

Hornafirði og á Grænlandi ásamt athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt staðsetningareftirlit<br />

flugvéla.<br />

Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið<br />

svið við stofuna. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur)<br />

og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður var flugumferðarhermir<br />

og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands,<br />

Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig var þróaður hermir af járnblendiofnum<br />

í samvinnu við Íslenska járnblendifélagið.<br />

Rannsóknasjóður HÍ hefur styrkt fræðilegar rannsóknir á sviði línulegra kerfa<br />

sem unnið er að innan Kerfisverkfræðistofu. Settar hafa verið fram lausnir á almennum<br />

diffurjöfnum á lokuðu formi, sem gefa mikla möguleika til greiningar og<br />

hönnunar stýrikerfa, sem og á öðrum sviðum verkfræði og raungreina. Á undanförnum<br />

árum hefur stofan tekið þátt í rannsóknarverkefnum í samvinnu við innlend<br />

og evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Má þar einkum<br />

nefna fjarþjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda yfir hraðvirkt net, t.d.<br />

gagnvirkt sjónvarp og fjarkennslu. Einnig hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á<br />

endurbótum í hugbúnaðargerð og nytsemi kerfa.<br />

Verkefni stofunnar árið <strong>2005</strong> voru:<br />

• Verkefni á sviði línulegra kerfa styrkt af Rannsóknasjóði HÍ.<br />

• Elena: Smart space for learning, í samvinnu við Símann og styrkt af fimmtu<br />

rammaáætlun Evrópusambandsins.<br />

• Future Oceanic Air Traffic Controller Workstation, unnið í samtarfi við Flugmálastjórn,<br />

Flugkerfi hf og MIT.<br />

• Mause, Maturity of Usability Evaluation, er samstarfsnet vísindamanna frá 20<br />

löndum, sem er styrkt af COST, European Science Foundation. Rannís styrkir<br />

hinn íslenska rannsóknarhluta.<br />

Fastir kennarar sem hafa starfsaðstöðu við Kerfisverkfræðistofu eru Ebba Þóra<br />

Hvannberg, dósent í tölvunarfræði og Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns-<br />

og tölvuverkfræði.<br />

Meistaraverkefni og doktorsverkefni eru unnin innan Kerfisverkfræðistofu í<br />

tengslum við ofangreind rannsóknaviðfangsefni í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki.<br />

Fimm meistaranemar og 2 doktorsnemar höfðu vinnuaðstöðu á Kerfisverkfræðistofu<br />

á árinu <strong>2005</strong>. Sex meistaranemar luku meistaraprófi á árinu. Lögð er<br />

183


áhersla á að kynna niðurstöður Kerfisverkfræðistofu á alþjóðlegum ritrýndum<br />

vettvangi, ráðstefnum sem og í tímaritum.<br />

Fyrri hluta árs dvaldi gestakennari á Kerfisverkfræðistofu, Daniel L. Moody frá<br />

Monash University, Ástralíu. Sænskur meistaranemi og tékkneskur doktorsnemi<br />

dvöldu hér 3-4 mánuði hvort.<br />

Varma- og straumfræðistofa<br />

Fastir starfsmenn<br />

Guðmundur R. Jónsson, prófessor.<br />

Páll Valdimarsson, prófessor.<br />

Ólafur Pétur Pálsson, dósent.<br />

Rannsóknir og verkefni<br />

Eins og undanfarin ár hefur megináhersla í rannsóknum verið á sviði hitaveitukerfa.<br />

Stofan hefur verið í góðu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur þar sem<br />

áhersla er einkum lögð á beitingu tölfræðilegra aðferða og líkangerðar í hitaveiturannsóknum.<br />

Meðal verkefna sem hafa staðið yfir í nokkur ár má nefna: 1) Gerð<br />

spálíkans af árlegri heitavatnsnotkun; 2) Hvernig meta má kranavatnsnotkun á<br />

heitu vatni út frá mælingum á heildarrennsli; 3) Hvernig meta má heitavatnsnotkun<br />

í miklum kuldum.<br />

Á árinu hófst samstarf milli Varma- og straumfræðistofu og Université de Valenciennes<br />

et du Hainaut-Cambrésis í Frakklandi. Unnið er að verkefni sem ber<br />

saman eðlisfræðileg varmaskiptalíkön og varmaskiptalíkön sem byggð eru á<br />

tauganetum. Þetta er tveggja ára verkefni sem styrkt er af Jules Verne áætluninni,<br />

sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.<br />

Á árinu var unnið að athugun á gögnum varðandi orkunotkun á köldum svæðum,<br />

þ.e. svæðum þar sem ekki er nýtanlegur jarðhiti. Þetta verkefni er unnið í samstarfi<br />

við Orkustofnun. Gögn úr ólíkum gagnagrunnum frá Orkustofnun (OS),<br />

Fasteignamati ríkisins (FMR), Bændasamtökum Íslands (BÍ) og víðar að hafa verið<br />

samkeyrð og tölfræðilegum aðferðum beitt til að greina þau. Vinna þessi tengist<br />

jöfnun húshitunarkostnaðar á landinu. Niðurstöður voru kynntar iðnaðarráðherra<br />

og einnig á ráðstefnu um orkunotkun heimila og iðnaðar sem haldin var á Akureyri<br />

í nóvember í tengslum við opnun Orkuseturs Orkustofnunar þar.<br />

Stofan kom einnig að rannsóknum sem tengjast vatnafræði, annars vegar með<br />

leiðbeiningu íslensks doktorsnema við DTU sem er að leggja lokahönd á verkefni<br />

um gerð slembinna líkana í vatnafræði og með leiðbeiningu í meistaraverkefni<br />

sem fjallaði um mat á rennslislyklum og rennsli með bayesískri tölfræði í tengslum<br />

við Vatnamælingar Orkustofnunar.<br />

Þá er í gangi samstarf við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem m.a. fjallar um<br />

gerð líkana sem beita má til þess að hámarka nýtingu í fiskvinnslu. Þessi vinna<br />

er að mestu í tengslum við doktorsverkefni.<br />

Áfram hefur verið unnið að þróun hugbúnaðar fyrir streymi vökva og varma í pípukerfum.<br />

Þetta hefur verið gert í samstarfi við NUON TB, Arnhem Hollandi. Hugbúnaðurinn<br />

nýtist við hönnun pípukerfa og unnt er að kanna kvika hegðun kerfanna<br />

með honum. Þá hefur verið unnið að verkefnum á sviði varmabúskapar og<br />

varmaendurvinnslu í iðnaði og ennfremur vinnslu raforku úr lághitavarma með<br />

Kalina aðferðinni og er þessi vinna tengd doktorsverkefni.<br />

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að líkönum af varmakerfum með aðferðum<br />

graffræði. Þar er leitað leiða til greiningar á kerfum með suðu og þéttingu vinnuvökva.<br />

Sérstaklega er könnuð beiting slíkra aðferða þegar vinnuvökvinn er blanda<br />

ammóníaks og vatns.<br />

Við stofuna er verið að þróa algrím til bestunar á rekstrarkostnaði dreifikerfa,<br />

sem byggir á þessum graffræðilega grunni. Fraunhofer Institut UMSICHT í<br />

Oberhausen hefur hug á samstarfi um þessa bestun. Rannís hefur veitt styrk til<br />

beitingar þessara aðferða á kerfisbestun (structural optimization) varmaorkukerfa.<br />

184


Ný verkefni eru á döfinni í samstarfi við Techische Universität Wien um notkun á<br />

þessum aðferðum við reikninga á náttúrulegu tvífasastreymi í gufukötlum. Nokkur<br />

verkefni hafa verið unnin í samstarfi við VGK verkfræðistofu um kerfislíkön af<br />

Kalina orkuverum.<br />

Stofan hefur einnig verið virk við rannsóknir á varmafræðilegri líkanagerð í fiskiðnaði.<br />

Doktorsverkefni um bestun á orkubúskap fiskiskipa til veiða á uppsjávarfiski<br />

er í vinnslu við stofuna. Stofan hefur tekið þátt í verkefni á vegum Norræna<br />

iðnaðarsjóðsins um bestun gæða við veiðar á uppsjávarfiski í samstarfi við Rannsóknarstofnun<br />

fiskiðnaðarins. Einnig hafa minni verkefni verið skoðuð í samstarfi<br />

við RF um notkun og meðferð á vökvaís. Samstarfsfyrirtæki við þessar rannsóknir<br />

er sprotafyrirtækið Marorka ehf.<br />

Einnig er stofan í samstarfi við útrásarfyrirtækin Enex hf og X-orku ehf. um greiningu<br />

og reikninga á tvífasavökvakerfum og tengingu slíkra orkuvera við hitaveitur.<br />

Sjálfstætt starfandi einstaklingar<br />

– ýmis verkefni<br />

Helgi Þór Ingason<br />

Í janúar <strong>2005</strong> hélt Helgi Þór Jónsson erindi á hádegisfundi hjá Stjórnvísi (fyrrum<br />

Gæðastjórnunarfélag Íslands), sem bar heitið Gæðastjórnun og Verkefnastjórnun.<br />

Í sama mánuði sótti hann einnig málþing norrænna fræðimanna á sviði verkefnastjórnunar<br />

og kynnti þar nýtt meistaranám í verkefnastjórnun við verkfræðideild<br />

HÍ. Helgi Þór tók þátt í ráðstefnu um hugbúnaðargerð (SWDC-REK) í maí <strong>2005</strong> og<br />

kynnti þar greinina The Traditional Project Plan - How is it Applicable to Software<br />

Development. Hann var einnig í ritnefnd sömu ráðstefnu og las yfir greinar við<br />

undirbúning ráðstefnunnar. Þá skrifaði hann grein í tímarit véla- og iðnaðarverkfræðinema<br />

í maí <strong>2005</strong> með Hauki Inga Jónassyni og nefnist greinin Verður maður<br />

óbarinn verkfræðingur. Helgi Þór sótti 19. alþjóðlegu heimsráðstefnu IPMA, Alþjóðasamtaka<br />

verkefnastjórnunarfélaga, í Deli á Indlandi í nóvember <strong>2005</strong> og flutti<br />

þar erindið Project Planning - A Prerequisite to Changing Plans. Meðhöfundur var<br />

Gréta María Grétarsdóttir. Samhliða þessu þróaði Helgi Þór og framkvæmdastýrði<br />

nýju meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræðideild, MPM (www.mpm.is),<br />

sem hófst í september <strong>2005</strong>.<br />

Magnús Þór Jónsson<br />

Eftirfarandi rannsóknarverkefni voru unnin undir stjórn Magnúsar Þórs Jónssonar<br />

á árinu <strong>2005</strong>:<br />

1. Frumgreining bilana og galla – Össur hf., framleiðsla og vöruþróun:<br />

Rúnar Unnþórsson, doktorsnemi, Bjarni Gíslason, meistaranemi og Tómas P.<br />

Rúnarsson, fræðimaður, hafa unnið við verkefnið ásamt Magnúsi. Rannís, Rannsóknarsjóður<br />

Háskóla Íslands og Össur hf. voru styrktaraðilar. Á árinu var unnið<br />

við greiningu galla við fyrstu áraun, stífni- og hljóðþrýstibylgjumælingar og flokkun<br />

bilana samkvæmt hefðbundnum aðferðum.<br />

2. Ljósboga og rafskautalíkan, AEM - Arc Electrode Model:<br />

Halldór Pálsson, dósent, Guðrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri, Jon Arne Bakken,<br />

prófessor við NTNU og Andreas Westermoen,doktorsnemi við NTNU, hafa unnið<br />

við verkefnið ásamt Magnúsi. Á árinu var unnið við frekari þróun á ljósbogalíkani<br />

ásamt tengingu við rafskautalíkan. Verkefnið er samstarfsverkefni við Sintef í<br />

Noregi og styrkt af Rannís og norskum rannsóknarsjóðum.<br />

3. Hönnun og líkanstudd bestun:<br />

Hlynur Kristjánsson, meistaranemi, ásamt Fjólu Jónsdóttir, dósent, hafa unnið við<br />

verkefnið ásamt Magnúsi. Á árinu var sett fram aðferð til að finna bestu pípuleið<br />

fyrir tvífasa safnæðar fyrir jarðvarmaorkuver. Aðferðin var notuð við hönnun á<br />

safnæðum orkuversins á Hellisheiði. Jafnframt var sett fram aðferð til að besta<br />

hönnun á dælustöðvum og aðveituæðum.<br />

185


Viðskipta- og hagfræðideild<br />

og fræðasvið<br />

hennar<br />

Almennt<br />

Nemendur í viðskipta- og hagfræðideild voru 1.165 í upphafi árs <strong>2005</strong>, þar af voru<br />

nýnemar 236. Þetta var nokkur fjölgun frá sama tíma árið áður. Í meistaranám í<br />

viðskiptafræði voru 184 nýinnritaðir og 54 nýinnritaðir í MA-nám í mannauðsstjórnun.<br />

Í meistaranám í hagfræði voru 20 nýinnritaðir. Deildin hóf kennslu í<br />

meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun á haustmisseri <strong>2005</strong> (M.Acc. nám)<br />

og voru 62 nemendur teknir inn. Í meistaranám í heilsuhagfræði voru 8 nemendur<br />

innritaðir og 43 nemendur voru teknir inn í MBA-námið á haustmisseri <strong>2005</strong>,<br />

en nú eru nemendur teknir inn í það á hverju ári í stað annars hvers árs. Tveir<br />

nýir doktorsnemar hófu nám árið <strong>2005</strong>.<br />

Þjóðinni var boðið í þjóðhagfræði. Viðskipta- og hagfræðideild bryddaði upp á<br />

þeirri nýbreytni að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að<br />

sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu á fyrsta námsári<br />

á haustmisseri <strong>2005</strong>.<br />

Viðskipta- og hagfræðideild bauð upp á nýja námslínu í grunnnámi haustið <strong>2005</strong>,<br />

BS-U, viðskiptafræði með áherslu á upplýsingatækni í samvinnu við tölvunarfræðiskor<br />

í verkfræðideild.<br />

Launahækkanir sem ekki var gert ráð fyrir og ekki voru bættar nema að hluta<br />

reyndu mjög á fjárhag deildarinnar. Sérstaklega var erfitt að standa undir kostnaði<br />

við framhaldsnám með þeim fjárveitingum sem deildin fékk vegna þess.<br />

Deildin hefur árum saman barist fyrir að fá heimild til skólagjalda í meistaranámi<br />

en heimildin hefur ekki enn fengist.<br />

Eftirfarandi yfirlit lýsir starfsemi deildarinnar undanfarið ár í stórum dráttum.<br />

Stjórn<br />

Gylfi Magnússon var deildarforseti og Guðmundur K. Magnússon varaforseti.<br />

Kristján Jóhannsson var formaður viðskiptaskorar og Tór Einarsson formaður<br />

hagfræðiskorar. Fjórir nýir kennarar voru ráðnir til starfa á árinu <strong>2005</strong>, Bjarni Frímann<br />

Karlsson var ráðinn lektor frá 1. júlí <strong>2005</strong>, Guðrún Baldvinsdóttir var ráðin í<br />

37% starf dósents frá 1. júlí <strong>2005</strong>, Ingvi Hrafn Óskarsson var ráðinn í 50% starf aðjúnkts<br />

frá 1. júlí <strong>2005</strong> og Hersir Sigurgeirsson var ráðinn í 37% starf lektors 1.<br />

ágúst <strong>2005</strong>. Runólfur Smári Steinþórsson og Tryggvi Þór Herbertsson hlutu framgang<br />

í starf prófessors <strong>2005</strong>. Svafa Grönfeldt lektor og Brynjólfur Sigurðsson<br />

prófessor voru í launalausu leyfi á árinu <strong>2005</strong>.<br />

Skrifstofa<br />

Ekki varð fjölgun á starfsfólki á skrifstofu árið <strong>2005</strong>, en þar starfa auk skrifstofustjóra<br />

sem er í 100% starfi, fjórir fulltrúar í 50% starfi hver og einn fulltrúi í 75%<br />

starfi auk Áshildar Bragadóttur verkefnisstjóra kynningarmála.<br />

Kennsla og rannsóknir<br />

Kennsla og rannsóknir við deildina voru í föstum skorðum á árinu.<br />

Á stefnumótunarfundi í september var lögð áhersla á rannsóknir í deildinni. Vel<br />

gekk að halda úti málstofum og voru þær yfirleitt vel sóttar. Sömuleiðis gekk vel<br />

að halda opinbera fyrirlestra og var aðsókn með ágætum.<br />

186<br />

Fjárveitingar og útgjöld viðskipta- og hagfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 234.341 249.649 298.509<br />

Fjárveiting 258.219 258.547 276.530


Útgáfa<br />

Vísindatímarit deildarinnar sem ber heitið Tímarit um viðskipti og efnahagsmál<br />

hélt áfram göngu sinni og voru birtar fjórar greinar í tímaritinu <strong>2005</strong>.<br />

Bækurnar Stundarhagur eftir Guðmund Magnússon, prófessor, Tveir heimar eftir<br />

Þorvald Gylfason, prófessor, Rekstrarhagfræði eftir Ágúst Einarsson prófessor og<br />

Technology in Society – Society in Technology, Tæknin í samfélaginu – samfélagið<br />

í tækninni í ritstjórn Arnar D. Jónssonar, prófessors og Edward H. Huijbens, landfræðings,<br />

komu út <strong>2005</strong> á vegum deildarinnar.<br />

Ráðstefnur, erlendir fyrirlesarar og heimsóknir<br />

• Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, hélt fyrirlestur fyrir nemendur á námskeiðunum<br />

Stjórnun II, Stjórnun III og Stefnumótun fyrirtækja fimmtudaginn<br />

10. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

• Árni Þór Árnason, forstjóri Austurbakka, hélt opinn fyrirlestur fimmtudaginn<br />

24. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

• Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, hélt opinn fyrirlestur 17. mars. Háskóli<br />

Íslands og Manitoba háskóli héldu sameiginlega ráðstefnu undir yfirskriftinni<br />

Culture and Science: Mutually Reinforcing, 18. og 19. mars <strong>2005</strong>.<br />

• Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, hélt opinn fyrirlestur 7. apríl<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Samnorræn ráðstefna um stjórnmálahagfræði, stjórnun og átök var haldin<br />

föstudaginn 8. apríl <strong>2005</strong>.<br />

• Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, hélt opinn fyrirlestur 12. apríl. Hann<br />

fjallaði um reynslu sína af rekstri og stjórnun fyrirtækja og starfi sínu sem<br />

forstjóri Eimskips.<br />

• Morgunverðarfundur um rekstrarstjórnun. Viðskipta- og hagfræðideild hélt<br />

morgunverðarfund 20. apríl undir yfirskriftinni Rekstrarstjórnun í dagsins<br />

önn.<br />

• Hinn 2. maí flutti Roderick Floud, rektor London Metropolitan University, opinn<br />

fyrirlestur í Odda um hagvöxt, heilsufar og líkamsburði.<br />

• Ólafur Páll Magnússon flutti erindið Vörustjórnun - staða vörubretta í innflutningi<br />

og framtíðarhorfur í opnum fyrirlestri 18. maí <strong>2005</strong>.<br />

• Þann 27. maí hélt dr. Michael Power, prófessor í reikningshaldi við London<br />

School of Economics, fyrirlestur um vöxt eftirlitsiðnaðarins og aukið umfang<br />

endurskoðunar.<br />

• Deildin hélt í samvinnu við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS, elleftu<br />

norrænu ráðstefnuna um alþjóðaviðskipti er haldin var á Skeiðum í Árnessýslu<br />

25. til 27. maí <strong>2005</strong>.<br />

• David Cairns, einn helsti sérfræðingur heims í reikningsskilastöðlum alþjóðlega<br />

reikningsskilaráðsins og prófessor í endurskoðun við London School of<br />

Economics hélt opinn fyrirlestur á vegum viðskipta- og hagfræðideildar 30.<br />

maí <strong>2005</strong>.<br />

• Norræn ráðstefna um atvinnuvegahagfræði (Norio V) var haldin á vegum viðskipta-<br />

og hagfræðideildar dagana 3. og 4. júní <strong>2005</strong>.<br />

• Laugardaginn 1. október <strong>2005</strong> var haldin ráðstefna á vegum viðskipta- og<br />

hagfræðideildar Háskóla Íslands í samvinnu við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn,<br />

Listaháskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Ráðstefnan bar yfirskriftina<br />

Skapandi atvinnugreinar – Þýðing þeirra fyrir hagvöxt og velmegun<br />

á Íslandi. Tíu fyrirlesarar frá Íslandi, Bretlandi og Danmörku fluttu þar erindi.<br />

• Þjóðarspegillinn <strong>2005</strong>: Rannsóknir í félagsvísindum VI.<br />

• Opin ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum VI var haldin föstudaginn 28.<br />

október í samvinnu við lagadeild og félagsvísindadeild.<br />

• Fræðslufundur um fríverslunarsamninga var haldinn mánudaginn 14. nóvember.<br />

Fyrirlesari var Pétur G. Thorsteinsson, varaframkvæmdastjóri EFTA.<br />

Styrkir og verðlaun<br />

Deildin naut áfram dýrmæts stuðnings frá ýmsum fyrirtækjum. Ýmist fékk deildin<br />

styrki beint eða fyrir tilstuðlan Hollvinafélags deildarinnar.<br />

• Grandi hf. var áfram aðalstyrktaraðili veftímarits deildarinnar um viðskipti og<br />

efnahagsmál.<br />

• Landsbanki Íslands veitti þrenn verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndirnar<br />

sem fram komu hjá nemendum í námskeiðinu Viðskiptahugmyndum og voru<br />

verðlaunin veitt á ársfundi deildarinnar.<br />

• Linda Garðarsdóttir í BS-námi í hagfræði hlaut verðlaun Hollvinafélags deildarinnar<br />

fyrir hæstu meðaleinkunn í prófum fyrsta árs á skólaárinu 2003 -<br />

2004 og voru verðlaunin veitt á ársfundi deildarinnar í byrjun árs <strong>2005</strong>.<br />

• Deildin veitti, í samvinnu við Hollvinafélag deildarinnar, verðlaun fyrir hæstu<br />

meðaleinkunn í grunnnámi við brautskráningu í júní <strong>2005</strong>. Verðlaunin hlaut<br />

Jóhanna Bergsteinsdóttir sem útskrifaðist með BS próf í hagfræði.<br />

187


• Harpa Guðnadóttir hlaut viðurkenningu fjármálaráðuneytisins fyrir lokaverkefni<br />

á meistarastigi í hagfræði haustið <strong>2005</strong>.<br />

• Þráinn Eggertsson, prófessor, var útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við<br />

New York University í Bandaríkjunum.<br />

• Runólfur Smári Steinþórsson hlaut viðurkenningu fyrir lofsverðan árangur í<br />

starfi á háskólahátíð í október <strong>2005</strong>.<br />

• Ástu Dís Óladóttur, aðjúnkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, var<br />

veittur styrkur á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands.<br />

Ráðstefnur og málstofur<br />

Hagfræðistofnun stóð fyrir tveimur ráðstefnum á árinu. Sú fyrri bar yfirskriftina<br />

Workshop on Experiments in Natural Resource Economics, Fisheries and Energy.<br />

Ráðstefnan var samvinnuverkefni Hagfræðistofnunar, viðskipta- og hagfræðideildar<br />

HÍ og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Seinni ráðstefnan nefndist Dynamics,<br />

Economic Growth and International Trade (DEGIT IX). Hún var samvinnuverkefni<br />

Hagfræðistofnunar og hagfræðideildar Copenhagen Business School.<br />

Málstofur voru haldnar sameiginlega af Hagfræðistofnun og Viðskiptafræðistofnun<br />

og er listi yfir fyrirlesara og heiti erinda að finna undir frásögn í kafla um Hagfræðistofnun.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í viðskipta- og hagfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 617 729 1.346 618 700 1.318 560 611 1.171<br />

Brautskráðir<br />

Viðskiptafræði BS 38 64 102 27 70 97 32 47 79<br />

Viðskiptafræði kandídatspróf 9 18 27 16 14 30 13 10 23<br />

Viðskiptafræði MBA 31 14 45<br />

Viðskiptafræði MS 7 15 22 21 20 41 12 17 29<br />

Mannauðsstjórnun MA 2 2 2 7 9 4 7 11<br />

Viðskiptafræði diplóma 1 1<br />

Markaðsfræði diplóma 5 5 1 1 1 1 2<br />

Rekstur fyrirtækja diplóma<br />

Reikningshald diplóma 1 1 1 1<br />

Hagfræði BS 9 7 16 15 15 8 6 14<br />

Hagfræði BA 4 5 9 3 2 5 8 6 14<br />

Hagfræði diplóma 1 1<br />

Hagfræði MS 3 3 6 5 5 3 5 8<br />

Heilsuhagfræði MS 1 1 0 2 2<br />

Hagfræði doktorspróf 1 1<br />

Sjávarútvegsfræði MS 2 2<br />

Umhverfisfræði MS 1 1<br />

Samtals 73 122 195 121 130 251 81 101 182<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Hagfræðistofnun<br />

Árið <strong>2005</strong> voru unnin um 13 ársverk á stofnuninni. Stofnunin og fastir starfsmenn<br />

hennar fengu m.a. rannsóknarstyrki frá RANNÍS, forsætisráðuneytinu, Rannsóknasjóði<br />

Háskólans, Evrópusambandinu, norrænu ráðherranefndinni, og ríkisstjórn<br />

Íslands.<br />

Nokkrar mannabreytingar urðu á árinu. Þóra Helgadóttir hóf störf í greiningardeild<br />

Íslandsbanka, Heiðrún Guðmundsdóttir hóf störf á Hagstofu Íslands og Marías<br />

H. Gestsson fór í doktorsnám til Danmerkur. Á árinu hóf Þórhallur Ásbjörnsson<br />

störf á stofnuninni.<br />

189


Útgáfur<br />

Á árinu voru gefnar út fjórar skýrslur í ritröðinni þjónustuskýrslur (C ritröð):<br />

C05:01 Samanburður á beinni gjaldtöku og samfélagslegum kostnaði við<br />

flutninga.<br />

C05:02 Spálíkan um eftirspurn eftir þjónustu Íslandspósts.<br />

C05:03 Forgangsröðun í samgöngum.<br />

C05:04 Þjóðhagsleg áhrif álverksmiðju Fjarðaáls á Reyðarfirði.<br />

Gefnar voru út 14 ritgerðir í ritröðinni Working Papers (W-ritröð), en þær eru fáanlegar<br />

á heimasíðu stofnunarinnar:<br />

W05:14 J. Michael Orszag and Gylfi Zoëga, Are Risky Workers More Valuable<br />

to Firms?<br />

W05:13 Fridrik M. Baldursson, Fairness and pressure group competition.<br />

W05:12 Marias H. Gestsson and Tryggvi Thor Herbertsson, Fiscal Policy as a<br />

Stabilizing Tool.<br />

W05:11 Tryggvi Thor Herbertsson and Gylfi Zoëga, On the Adverse Effects of<br />

Development Aid.<br />

W05:10 Thráinn Eggertsson and Tryggvi Thor Herbertsson, Evolution of Financial<br />

Institutions: Iceland’s Path from Repression to Eruption.<br />

W05:09 Tryggvi Thor Herbertsson, The Icelandic Pension System in 2004.<br />

W05:08 Ron Smith and Gylfi Zoëga, Unemployment, investment and global<br />

expected returns: A panel FAVAR approach.<br />

W05:07 Gylfi Zoëga and Thorlakur Karlsson, Does Wage Compression Explain<br />

Rigid Money Wages?<br />

W05:06 Thorvaldur Gylfason, India and China.<br />

W05:05 Edmund S. Phelps, Can Capitalism Survive?<br />

W05:04 Thorvaldur Gylfason, Institutions, Human Capital, and Diversification<br />

of Rentier Economies.<br />

W05:03 Jón Daníelsson and Ásgeir Jónsson, Countercyclical Capital and Currency<br />

Dependence.<br />

W05:02 Alison L. Booth and Gylfi Zoëga, Worker Heterogeneity, Intra-firm Externalities<br />

and Wage Compression.<br />

W05:01 Tryggvi Thor Herbertsson and Martin Paldam, Does developement aid<br />

help poor countries catch up?<br />

Stofnunin gaf út árskýrslu sýna með stuðningi forsætisráðuneytisins og fjallaði<br />

hún að þessu sinni um gengismál. Höfundar skýrslunnar eru þeir Gylfi Zoëga og<br />

Tryggvi Þór Herbertsson: Fyrirkomulag gengismála á Íslandi: horft til framtíðar,<br />

árskýrsla <strong>2005</strong>.<br />

Þá gaf heilbrigðis og tryggingaráðuneytið út rannsókn Tryggva Þórs Herbertssonar<br />

á orsökum fjölgunar öryrkja á Íslandi: Fjölgun Öryrkja á Íslandi – orsakir og<br />

afleiðingar.<br />

Á árinu birtust tvær ritgerðir starfsmanna Hagfræðistofnunar eða voru samþykktar<br />

til birtingar í ritrýndum tímaritum og bókum:<br />

• Sveinn Agnarsson, Að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum – rafmagn og hagvöxtur<br />

á 20. öld, Fjármálatíðindi 51, síðara hefti 2004, bls. 114-121.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Personal Pensions and Markets, kafli 29 í Oxford<br />

Handbook of Pensions and Retirement Income (væntanleg 2006), Oxford University<br />

Press.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Measuring Globalization, Applied Economics 37, nr.<br />

10, júní <strong>2005</strong>, bls. 1089-1098, með Torben Andersen.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Hve lengi eru menn öryrkjar á Íslandi, Læknablaðið<br />

91, <strong>2005</strong>, nr. 6, bls. 501-504, með Sigurði Thorlacius.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Does development aid help poor countries catch<br />

up? An analysis of the basic relations, væntanleg í O. Morrissey (ritstj.), New<br />

Directions in Research on Foreign Aid, Routhledge, með Martin Paldam.<br />

Ráðstefnur og málstofur<br />

Haldin var ein alþjóðleg ráðstefna á árinu og var hún í samvinnu við the Center on<br />

Capitalism and Society, Columbia University, 16. og 17. júní. Ráðstefnan bar yfirskriftina:<br />

Aging Baby Boomers, Pensions and Medical Benefits, and Consequences<br />

for Dynamism, Prosperity and Growth. Margir virtir hagfræðingar tóku þátt<br />

og má þar m.a. nefna Nóbelsverðlaunahafana Robert Mundell, Jeffrey Sachs,<br />

Edmund Phelps, Laurence J. Kotlikoff og Jeremy Siegel.<br />

190


Málstofur í hagfræði eru fastur þáttur í starfsemi Hagfræðistofnunar. Á árinu voru<br />

haldnar 27 málstofur:<br />

• 12. janúar: Snjólfur Ólafsson, prófessor viðskipta- og hagfræðideild, Stefnumiðað<br />

árangursmat hjá sveitarfélögum.<br />

• 19. janúar: Gylfi Magnússon, dósent viðskipta- og hagfræðideild, Hagfræði trúverðugleika.<br />

• 26. janúar: Þorvaldur Gylfason, prófessor viðskipta- og hagfræðideild, Frá einhæfni<br />

til hagvaxtar.<br />

• 2. febrúar: Gylfi Magnússon, dósent viðskipta- og hagfræðideild, Árásarverðlagning.<br />

• 23. febrúar: Inga Jóna Jónsdóttir, lektor viðskipta- og hagfræðideild, Lærdómur/nám<br />

á vinnustaðnum: lausn á þróun hæfni starfsfólksins.<br />

• 16. mars: Jón Daníelsson, dósent viðskipta- og hagfræðideild, Highwaymen or<br />

Heroes: Should Hedge Funds be Regulated.<br />

• 23. mars: Þórhallur Örn Guðlaugsson, lektor viðskipta- og hagfræðideild, Vægi<br />

þjónustuþátta í þjónustumati.<br />

• 30. mars: Runólfur Smári Steinþórsson, dósent viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Stefna í raun og veru.<br />

• 6. apríl: Sveinn Agnarsson, fræðimaður Hagfræðistofnun, Hagrænt umhverfi<br />

landbúnaðar.<br />

• 13. apríl: Þórarinn G Pétursson, Seðlabanki Íslands og Háskólinn í Reykjavík,<br />

Efnahagsleg áhrif verðbólgumarkmiðs.<br />

• 20. apríl: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, viðskipta- og hagfræðideild<br />

• 27. apríl: Marías H Gestsson, Hagfræðistofnun, Hið opinbera í ný-Keynesískum<br />

hagsveiflulíkönum.<br />

• 11. maí: Snjólfur Ólafsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Rannsóknir á ánægju viðskiptafræðinema.<br />

• 7. september: Gylfi Zoëga, viðskipta- og hagfræðideild, Tekjujöfnun innan fyrirtækja:<br />

Er gengið á hag hæfustu starfsmannanna?<br />

• 14. september: Sigurður Jóhannesson og Ragnheiður Jónsdóttir, viðskipta- og<br />

hagfræðideild, Verðmæti veiða í Skaftárhreppi.<br />

• 21. september: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Straumar og stefnur í stjórnun fyrirtækja.<br />

• 28. september: Örn Daníel Jónsson, viðskipta- og hagfræðideild, Aukið vægi<br />

smásölu og hnattræn verkaskipting.<br />

• 5. október: Ársæll Valfells, viðskipta- og hagfræðideild, Er Skype virkilega<br />

svona mikils virði? Vangaveltur um verðmæti fyrirtækja í ljósi nýlegra kenninga.<br />

• 12. október: Einar Guðbjartsson, viðskipta- og hagfræðideild, Blue Ribbon Report:<br />

Áhrif á íslenska hlutabréfamarkaðinn.<br />

• 19. október: Helga Kristjánsdóttir, Háskóla Íslands Bein erlend fjárfesting og<br />

fastur kostnaður<br />

• 26. október: Ásgeir Jónsson, viðskipta- og hagfræðideild, Eiginfjárkvaðir og<br />

þjóðhagsleg áhætta í bankakerfinu.<br />

• 2. nóvember: Þorvaldur Gylfason, viðskipta- og hagfræðideild, Indland og Kína.<br />

• 9. nóvember: Ragnar Árnason, viðskipta- og hagfræðideild, Heimsframboð<br />

fiskjar og fiskverð: Vangaveltur um langtímahorfur.<br />

• 16. nóvember: Haukur Freyr Gylfason, viðskipta- og hagfræðideild, Lífsgæði<br />

barna með einhverfu og Tourette sjúkdóminn og foreldra þeirra.<br />

• 23. nóvember: Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar,<br />

Hvar eru piltarnir? Kynjaskipting í sérfræðistéttum á 21. öld á Íslandi.<br />

• 30. nóvember: Runólfur Smári Steinþórsson, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Framlag Peters F. Druckers til stjórnunar í fyrirtækjum og stofnunum.<br />

• 7. desember: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, viðskipta- og hagfræðideild, Skipulag<br />

starfsferils: Fara hagsmunir stjórnenda og starfsmanna saman?<br />

Ýmislegt<br />

Starfsmenn stofnunarinnar héldu erindi og sóttu ráðstefnur og námskeið á<br />

ýmsum stöðum erlendis á árinu. Auk þessa héldu starfsmenn stofnunarinnar<br />

fjölmörg erindi innanlands, sátu í og stjórnuðu nefndum og stjórnum og gáfu álit<br />

sitt við ýmis tækifæri í nefndum Alþingis og í fjölmiðlum.<br />

Veffang Hagfræðistofnunar er www.ioes.hi.is<br />

191


Viðskiptafræðistofnun<br />

Styrkir og starfsmannamál<br />

Kristján Jóhannsson lét af störfum forstöðumanns Viðskiptafræðistofnunar og í<br />

hans stað var ráðinn Ársæll Valfells, lektor. Aðrir starfsmenn stofnunarinnar eru<br />

þrír talsins og eru verkefnaráðnir.<br />

Stjórn Viðskiptafræðistofnunar er óbreytt en hana skipa Runólfur Smári Steinþórsson,<br />

stjórnarformaður, Ingjaldur Hannibalsson, Örn D. Jónsson og Þráinn<br />

Eggertsson auk fulltrúa frá Maestro, nemendafélagi meistaranema.<br />

Stofnunin fékk styrk frá Marel í verkefni undir forystu Þórhalls Guðlaugssonar<br />

lektors. Viðskiptafræðistofnun fékk einnig styrk frá Leonardó til mannaskipta á<br />

árinu.<br />

Rannsóknir<br />

Viðskiptafræðistofnun vinnur margvíslegar hagnýtar rannsóknir sem birtast á<br />

vefsíðu stofnunarinnar: www.ibr.hi.is<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Málstofur Viðskiptafræðistofnunar eru haldnar sameiginlega með Hagfræðistofnun<br />

á árinu <strong>2005</strong>, sjá hér að framan.<br />

192


Rannsóknastofnanir<br />

í tengslum við<br />

Háskólann<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla<br />

Íslands og Rannsóknasetur<br />

um smáríki<br />

Alþjóðamálastofnun<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun<br />

og er vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf í alþjóðamálum. Ásamt Háskóla Íslands<br />

standa utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins<br />

formlega að Alþjóðamálastofnun. Stofnunin á auk þess í samstarfi við fjölda erlendra<br />

og innlendra fræðimanna og stúdenta. Alþjóðamálastofnun hefur verið<br />

starfrækt við Háskóla Íslands frá árinu 1990 en var endurskipulögð árið 2002 og<br />

hefur í kjölfarið staðið fyrir fjölbreyttum rannsóknum, útgáfustarfsemi, ráðstefnum,<br />

málstofum og fyrirlestrum. Helstu rannsóknasvið eru íslensk utanríkismál,<br />

Evrópumál og öryggis- og varnarmál. Sjá nánar vefsíðu: (htttp://www.hi.is/ams/)<br />

Rannsóknasetur um smáríki<br />

Rannsóknasetur um smáríki er faglega sjálfstæð eining sem starfar undir hatti<br />

Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og deilir stjórn og forstöðumanni með<br />

stofnuninni. Rannsóknasetrið var stofnað árið 2002 að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar,<br />

dósents í stjórnmálafræði, og hefur sett mark sitt á háskólasamfélagið<br />

frá upphafi með fjölbreyttu starfi. Meginmarkmið setursins er að auka rannsóknir<br />

og kennslu í smáríkjafræðum (small state studies). Rannsóknasetrið<br />

stendur fyrir fjölbreyttum rannsóknum, ráðstefnum, málstofum og kennslu um<br />

smáríki og heldur úti öflugri ritröð um rannsóknir í smáríkjafræðum. Setrið hefur<br />

þegar skapað sér sess sem ein aðalmiðstöð smáríkjarannsókna í heiminum í dag<br />

og hefur hlotið fjölda styrkja frá innlendum og erlendum rannsóknasjóðum. Sjá<br />

nánar vefsíðu: http://www.hi.is/ams/<br />

Stjórn og starfslið<br />

Rektor HÍ skipaði nýja stjórn Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um<br />

smáríki haustið <strong>2005</strong>. Í stjórninni sitja:<br />

• Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, sem jafnframt er stjórnarformaður.<br />

• Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við HÍ, sem jafnframt er varaformaður.<br />

• Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent í lögfræði við HÍ.<br />

• Alyson J.K. Bailes, forstöðumaður SIPRI, Stockholm International Peace Reasearch<br />

Institute í Svíþjóð.<br />

• Anders Wivel, dósent í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla.<br />

• Christine Ingebritsen, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Washington.<br />

• Clive Archer, prófessor í Evrópufræðum við Metropolitanháskólann í<br />

Manchester.<br />

• Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri í Utanríkisráðuneytinu.<br />

• Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.<br />

• Kristín Loftsdóttir, dósent í mannfræði við HÍ.<br />

• Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins.<br />

Fastráðinn forstöðumaður er Ásthildur E. Bernharðsdóttir sem dvelur í rannsóknarleyfi<br />

í Bandaríkjunum þar til í september 2006. Brynhildur Ólafsdóttir veitir<br />

stofnununum forstöðu í fjarveru Ásthildar.<br />

193


Alþjóðlegur sumarskóli<br />

Frá því árið 2003 hefur Rannsóknasetur um smáríki hefur starfrækt sumarskóla<br />

um smáríki og Evrópusamrunann í samstarfi við 11 erlenda háskóla og með árlegum<br />

styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er þverfaglegt námskeið sem stendur í<br />

tvær vikur og er haldið á ensku. Námskeiðið sem haldið var <strong>2005</strong> leiddi að venju<br />

saman bæði íslenska og erlenda nemendur og kennara. Að jafnaði hafa um átta<br />

heimsþekktir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna og Evrópumála séð um<br />

kennsluna og 15-20 erlendir stúdentar hvaðanæva að frá Evrópu hafa sótt námskeiðið<br />

auk fjölda íslenskra stúdenta.<br />

Vefnámskeið<br />

Allir fyrirlestrar á sumarskólanum eru teknir upp, unnir sérstaklega og birtir á<br />

netinu. Samstarfsskólar Smáríkjasetursins geta nýtt sér þessa fyrirlestra bæði til<br />

að bjóða nemendum sínum upp á námskeið sumarskólans í heild sinni eða notað<br />

einn og einn fyrirlestur í námskrá sinni. Þessir rafrænu fyrirlestrar hafa þegar<br />

verið notaðir með góðum árangri í kennslu í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild<br />

HÍ. Vefnámskeiðið er í stöðugri þróun og er uppfært á hverju ári með nýjum fyrirlestrum.<br />

Útgáfa<br />

Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og útgáfu fræðirita og frá því að Alþjóðamálastofnun<br />

var endurskipulögð hafa verið gefnar út sex bækur. Á síðasta ári var<br />

grunnurinn lagður að útgáfu þriggja bóka sem koma út í ár.<br />

• Bók um íslenska utanríkisstefnu frá lokum kalda stríðsins með greinum eftir<br />

15 íslenska fræðimenn.<br />

• Bók um alþjóðamál með greinum eftir unga fræðimenn þar sem lögð er<br />

áhersla á tengsl stjórnmála, hryðjuverka, stríða, mannréttinda og alþjóðahagkerfisins.<br />

• Yfirlitsrit um helstu fræðitexta í smáríkjafræðum undir ritstjórn Christine Ingebritsen,<br />

starfandi rektors Washingtonháskóla í Bandaríkjunum sem jafnframt<br />

situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar.<br />

Aukinn kraftur var settur í ritröð Smáríkjasetursins á síðasta ári og ný ritstjórn<br />

tók við stjórnartaumunum. Í ritstjórninni sitja sjö virtir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna,<br />

þau Anders Wivel frá Kaupmannahafnarháskóla, Annica Kronsell frá<br />

háskólanum í Lundi, Clive Archer og Neill Nugent frá Manchester Metropolitan<br />

háskóla, Iver B. Neumann frá norsku Alþjóðamálastofnuninni, Lee Miles frá Liverpool<br />

háskóla og Richard T. Griffiths frá háskólanum í Leiden í Hollandi.<br />

Önnur verkefni<br />

Stofnanirnar hafa á síðasta ári sinnt afar fjölbreyttum verkefnum. Má þar nefna<br />

m.a. að í samstarfi við bandaríska sendiráðið var unnið að því að koma upp yfirgripsmiklu<br />

bókasafni um öryggis- og varnarmál sem hýst verður í Þjóðarbókhlöðunni<br />

en stefnt er að sams konar bókasafni um smáríkjafræði. Þá hefur Alþjóðamálastofnun<br />

tekið þátt í fjölda fyrirlestra og málþinga og sendi til dæmis íslenska<br />

fræðimenn á ráðstefnu í Líbanon í október <strong>2005</strong>. Heimasíða stofnananna<br />

var endurbætt á síðasta ári og unnið er að uppbyggingu á verkefnabanka með<br />

rannsóknum mastersnema í hinu nýja alþjóðasamskiptanámi. Þegar hefur verið<br />

tryggður rannsóknastyrkur frá Samtökum iðnaðarins fyrir mastersverkefni sem<br />

tengist ESB og íslensku atvinnulífi.<br />

Háskólasetrið á Hornafirði<br />

Almennt<br />

Háskólasetrið á Hornafirði er rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðausturlandi.<br />

Háskólasetrið tók til starfa vorið 2002 með ráðningu forstöðumanns.<br />

Hingað til hefur rekstur háskólasetursins grundvallast á samstarfssamningi milli<br />

Háskóla Íslands, Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Landsvirkjunar,<br />

Siglingastofnunar og Veðurstofunnar. Upphaflegur samningur þessara aðila var til<br />

þriggja ára og var endurnýjaður til eins árs í desember 2004. Háskólasetrið fékk<br />

með tilstyrk sveitafélagsins Hornafjarðar fjárveitingu að upphæð 7 m.kr. á fjárlögum<br />

2006. Háskólasetrið er til húsa í mennta- og menningarsetri Hornfirðinga,<br />

Nýheimum. Háskóli Íslands á þar eigið húsnæði, alls 62,5 m 2 , og eru þar þrjár<br />

skrifstofur.<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Stjórnarformaður Háskólasetursins á Hornafirði er Rögnvaldur Ólafsson, eðlis-<br />

194


fræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Aðrir stjórnarmenn eru Helgi Björnsson,<br />

jöklafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands, Karl Benediktsson,<br />

landfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri<br />

þróunarsviðs Vegagerðarinnar, Stefán Ólafsson, framkvæmdastjóri fræðsluog<br />

félagssviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri<br />

flutningssviðs Landsvirkjunar, Gísli Viggósson forstöðumaður<br />

rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar og Þór Jakobsson, veðurfræðingur<br />

hjá Veðurstofu Íslands.<br />

Árið <strong>2005</strong> störfuðu á Háskólasetrinu tveir fastráðnir starfsmenn, dr. Rannveig<br />

Ólafsdóttir, jarð- og landfræðingur, forstöðumaður, og Stella Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur,<br />

verkefnisstjóri. Jafnframt starfaði Heiða Björk Halldórsdóttir,<br />

landfræðingur, á setrinu frá maí-september. Auk þeirra hafði Snorri Snorrason<br />

fjarnemandi í löggildingu fasteignasala við Endurmenntun HÍ starfsaðstöðu á<br />

setrinu allt árið. Þá höfðu nemendur frá Háskóla Íslands og erlendir doktorsnemendur<br />

frá Skotlandi tímabundna starfsaðstöðu á Háskólasetrinu.<br />

Rannsóknir og samstarfsverkefni<br />

Markvisst var unnið að áframhaldandi uppbyggingu rannsóknaverkefna við ýmsar<br />

stofnanir og aðila, bæði innlenda og erlenda. Helstu verkefni sem unnið var að<br />

árið <strong>2005</strong> voru:<br />

• Northern Environment for Sustainable Tourism (NEST) - Sjálfbær ferðamennska<br />

á norðurslóðum: Möguleikar þjóðgarða og friðlýstra svæða til<br />

framþróunar byggðar á jaðarsvæðum. Fjölþjóðlegt verkefni í forsvari Háskólasetursins<br />

á Hornafirði. Þátttökulönd eru auk Íslands, Svíþjóð, Finnland<br />

og Skotland. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB, Byggðastofnun,<br />

Þróunarfélagi Austurlands og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands.<br />

• Uppbygging landfræðilegs reiknilíkans til skipulagningar sjálfbærrar ferðamennsku<br />

á SA-landi. Þátttakendur eru auk Háskólasetursins, Háskólinn í<br />

Lundi í Svíþjóð, Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu og jarð- og landfræðiskor<br />

Háskóla Íslands. Verkefnisstjórn er hjá Háskólasetrinu á Hornafirði<br />

og hefur verkefnið verið styrkt af Rannsóknarsjóði Háskólans og Atvinnuþróunarsjóði<br />

Austurlands.<br />

• Árstíðabundin ferðamennska. Verkefnið hefur verið byggt upp innan ramma<br />

NEST verkefnisins í samvinnu við Menningarmiðstöð Hornafjarðar og verið<br />

styrkt af Nýsköpunarsjóð námsmanna og Framleiðnisjóð landbúnaðarins.<br />

• Viðhorf og þekking ferðaþjónustuaðila og neytenda á suðausturlandi til vistvænnar<br />

vottunnar. Verkefnið hefur verið byggt upp innan ramma NEST verkefnisins.<br />

• Skynjun, saga og vísindi; samræmi eða mismunur í tímasetningu Litlu ísaldarinnar<br />

á SA-Íslandi nefnist samvinnuverkefni landfræðideildar Háskólans í<br />

Edinborg og Háskólasetursins á Hornafirði. Verkefnisstjórn er í höndum Háskólans<br />

í Edinborg. Niðurstöður þess birtust í októberhefti tímaritsins Polar<br />

Record: McKinzey, K.M., Ólafsdóttir, R. and Dugmore, A.J., <strong>2005</strong>: Perception,<br />

History and Science - Coherence or Disparity in the Timing of the Little Ice<br />

Age Maximum in Southeast Iceland. Polar Record, 41(219), bls. 319-334.<br />

• Uppbygging gagnabanka fyrir gjóskulög í jarðvegssniðum umhverfis Vatnajökul.<br />

Samstarfsaðilar eru Háskólasetrið á Hornafirði, Skógrækt ríkisins,<br />

Heilbrigðisstofa Reykjavíkur, Þórbergssetur, Landfræðideild Háskólans í Edinborg<br />

og Raunvísindastofnun HÍ. Verkefnið hefur verið styrkt af Kvískerjasjóði,<br />

Aðstoðarmannasjóði HÍ og Atvinnuþróunarsjóði Austurlands.<br />

• Landmótun Staðardals í Austur-Skaftafellssýslu – Mat og kortlagning jarðmyndana.<br />

Verkefnið er meistaraverkefni Heiðu Bjarkar Halldórsdóttur við<br />

jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands undir umsjá og handleiðslu forstöðumanns<br />

Háskólasetursins.<br />

• Nýting fjarkönnunar við vistgerðarflokkun. Samstarfsaðilar eru Náttúrufræðistofnun<br />

Íslands, Landmælingar Íslands, Háskólasetrið á Hornafirði og Jarðog<br />

landfræðiskor Háskóli Íslands. Verkefnisstjóri er Borgþór Magnússon,<br />

sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun. Verkefnið er styrkt af Rannís og unnið af<br />

Regínu Hreinsdóttur, landfræðingi.<br />

Setrið kom auk þessa að fjölmörgum smærri verkefnum og nefndastörfum, og<br />

það stóð fyrir málþingi á Hótel Klaustri 21. júní undir yfirskriftinni NEST-Vatnajökull.<br />

196


Háskólasetrið í Hveragerði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Um sex ár eru frá því Háskólasetrið í Hveragerði tók til starfa. Þátttakendur undanfarin<br />

þrjú ár hafa verið Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hveragerðisbær,<br />

Rannsóknastofnunin Neðri Ás, Prokaria ehf., Heilsustofnun NLFÍ og<br />

Sunnlensk orka. Samstarfssamningur um starfrækslu setursins rann út sl. áramót.<br />

Þá hætti Heilsustofnun NLFÍ þáttöku en Orkuveita Reykjavíkur hyggst taka<br />

við.<br />

Í stjórn Háskólasetursins sitja nú Jakob K. Kristjánsson, fyrrverandi prófessor við<br />

Líffræðideild Háskóla Íslands, formaður, Sigurður S. Snorrason, dósent við Líffræðideild<br />

Háskóla Íslands, Arnþór Ævarsson, sameindalíffræðingur hjá Prokaria<br />

ehf., Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis, Orri<br />

Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Sveinn Aðalsteinsson, prófessor við<br />

Landbúnaðarháskóla Íslands, Steinar Friðgeirsson, sviðsstjóri hjá RARIK og<br />

Kristján Guðmundsson, yfirlæknir hjá Heilsustofnun NLFÍ.<br />

Aðstaða<br />

Í byrjun árs flutti framkvæmdastjóri Háskólasetursins vinnuaðstöðu sína að<br />

Reykjum, í Ölfusi. Setrið leigir þar húsnæði og aðstöðu af Landbúnaðarháskóla<br />

Íslands. Þar eru nú skrifstofur setursins ásamt sameiginlegri rannsóknarstofu<br />

með Landbúnaðarháskóla Íslands og Rannsóknarstöð skógræktar. Á vormánuðum<br />

fékk setrið einnig til afnota íbúð hjá Rannsóknastofnuninni Neðra Ási til að<br />

nota sem fræðimannsíbúð. Setrið hefur auk þess fengið að halda þeirri vinnuaðstöðu<br />

í Hveragerði sem Neðri Ás leggur því til. Sú aðstaða er til reiðu fyrir fræðimenn<br />

og nemendur sem vinna að rannsóknarverkefnum, m.a. verkefnum sem<br />

tengjast landshlutanum eða starfssviði setursins. Íbúðin var í láni frá miðjum<br />

maí fram í september. Jafnframt var vinnuaðstaðan nýtt af sömu fræðimönnum.<br />

Rannsóknir og þjónusta<br />

Á árinu lauk úttekt og rannsókn á náttúrulegum baðlaugum á landinu. Verkefnið<br />

var samstarfsverkefni setursins, Ferðamálaráðs Íslands, Ferðamálaseturs Íslands<br />

og Prokaria ehf. Samantekt úr þeim upplýsingum sem aflað var hafa verið<br />

birtar á Hveravefsíðunni (www.hot-springs.org). Á árinu vann Háskólasetrið m.a.<br />

að verkefnum við flokkun vatna á Norðurlandssvæði eystra (Fnjóská, Skjálfandafljót<br />

og Laxá í Aðaldal) og í Garðabæ (Urriðavatn). Auk þess annaðist setrið umhverfisráðgjöf<br />

og mengunareftirlit í skólphreinsistöðinni í Hveragerði og tók saman<br />

ársskýrslu fyrir hreinsistöðina. Á árinu komst á samstarf Háskólasetursins,<br />

Hveragerðisbæjar og verkfræðideildar Háskóla Íslands um að nota Hveragerði<br />

sem vettvang kennslu og rannsókna við deildina. Hveragerðisbær leggur verkfræðideildinni<br />

til tæknilegar upplýsingar um bæinn eftir því sem nauðsyn krefur<br />

og Háskólasetrið leggur til vinnuaðstöðu. Verkfræðinemendur í MS námskeiði um<br />

fráveitur og skólphreinsun komu til setursins í verklegar æfingar í mengunarmælingum<br />

á skólpi. Í samstarfi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og með styrk<br />

frá Nýsköpunarsjóði námsmanna var unnið að rannsóknum á tveimur nýjum<br />

landnemum í Hveragerði, varmasmiði (Carabus nemoralis) og túnhrossaflugu<br />

(Tipula paludosa). Tækjakaupasjóður Háskóla Íslands styrkti Háskólasetrið með<br />

kr. 400.000 til kaupa á víðsjá.<br />

Háskólasetur Suðurnesja,<br />

Sandgerði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Háskólasetur Suðurnesja var formlega stofnað á árinu 2004. Háskólasetrið fellur<br />

innan Stofnunar fræðasetra við Háskóla Íslands. Setrið er vettvangur samstarfs<br />

Háskóla Íslands og sveitarfélaga á Suðurnesjum, stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka<br />

og einstaklinga. Háskólasetrið er staðsett á Garðvegi 1 í Sandgerði.<br />

Meginhlutverk Háskólasetursins er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands<br />

á Suðurnesjum með því:<br />

a) að stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Suðurnesjum, eftir því sem kostur<br />

er, í tengslum við grunn- og framhaldsnám, og stuðla að því að haldin<br />

verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið í Háskólasetrinu,<br />

197


) að efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra<br />

rannsóknastofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Suðurnesjum,<br />

c) að efla, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, rannsóknir á náttúru<br />

Suðurnesja og á náttúru Íslands, og<br />

d) að stuðla að auknum rannsóknum á hverju því viðfangsefni, sem vert er<br />

að sinna á Háskólasetrinu.<br />

Háskólasetrið starfar í nánu samstarfi við Rannsóknastöðina í Sandgerði og Náttúrustofu<br />

Reykjaness, sem staðsett eru í sama húsi á Garðvegi 1 í Sandgerði.<br />

Samnýting er á húsnæði og tækjakosti.<br />

Háskólasetur Suðurnesja tók í notkun nýtt húsnæði á árinu. Það er 110 fermetra<br />

og á suðvesturenda hússins á Garðavegi 1 í Sandgerði. Húsnæðið skiptist í þrjár<br />

skrifstofur og eina sameiginlega rannsóknastofu. Sandgerðisbær sá um innréttingu<br />

og afhenti bæjarstjóri Sandgerðis, Sigurður Valur Ásbjarnarson, rektor Háskóla<br />

Íslands húsnæðið til afnota þann 14. júní <strong>2005</strong> í tengslum við ráðstefnu sem<br />

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands hélt í Sandgerði.<br />

Í Stjórn Háskólasetursins sitja Böðvar Jónsson, tilnefndur af Sambandi Sveitarfélaga<br />

á Suðurnesjum, Guðrún Marteinsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands, Jörundur<br />

Svavarsson, formaður stjórnar, tilnefndur af Háskóla Íslands, Magnús H. Guðjónsson,<br />

tilnefndur af sjávarútvegsráðuneyti, Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af<br />

Háskóla Íslands og Sigurður Valur Ásbjarnarson, tilnefndur af Sandgerðisbæ.<br />

Starfslið Háskólasetursins eru þeir háskólakennarar og nemendur sem aðstöðu<br />

hafa í setrinu hverju sinni og þeir fræðimenn sem stjórn Háskólasetursins býður<br />

starfsaðstöðu hverju sinni. Eftirfarandi kennarar og nemendur störfuðu í lengri<br />

tíma við rannsóknir á árinu <strong>2005</strong> í Háskólasetrinu: Jörundur Svavarsson, prófessor<br />

í sjávarlíffræði, Guðmundur V. Helgason, sérfræðingur, Halldór P. Halldórsson,<br />

MS, doktorsnemi og Sigríður Kristinsdóttir, MS nemi (samstarf við Náttúrustofu<br />

Reykjaness). Auk þess stunduðu Bjarnheiður Guðmundsdóttir, sérfræðingur, Sigríður<br />

Guðmundsdóttir, sérfræðingur og Bryndís Björnsdóttir, doktorsnemi, Tilraunastöð<br />

Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, rannsóknir í tengslum við<br />

háskólasetrið.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir í tengslum við Háskólasetrið tengjast einkum lífríki sjávar. Helstu<br />

verkefni sem unnið var að innan Háskólasetursins voru:<br />

Útbreiðsla botndýra (krabbadýra, burstaorma) á Íslandsmiðum. Rannsóknirnar<br />

voru unnar í samvinnu við Rannsóknastöðina í Sandgerði og eru hluti af hinu umfangsmikla<br />

rannsóknaverkefni Botndýr á Íslandsmiðum. Í rannsóknunum tóku<br />

þátt þau Jörundur Svavarsson, prófessor, Guðmundur V. Helgason, sjávarlíffræðingur<br />

og Ólafía Lárusdóttir, meistaranemi.<br />

Mat á svörun lífvera gagnvart mengun með beitingu á bíómarkerum. Umtalsverðar<br />

rannsóknir fóru fram á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur, svo sem þungmálma<br />

og PAH sambönd, sem koma úr olíu, auk þess sem rannsóknir fóru fram<br />

á eiturefnum, sem til greina koma í framtíðinni sem virk efni í botnmálningu<br />

skipa. Í rannsóknunum tóku þátt þeir Halldór P. Halldórsson, doktorsnemi og Jörundur<br />

Svavarsson auk þeirra Åke Granmo og Anneli Hilvarsen, Kristinebergssjávarrannsóknastöðinni,<br />

Svíþjóð.<br />

Fæða hákarlsins (Somniosus microcephalus). Nýlega hófst rannsóknarverkefni<br />

sem beinist að því að kanna á hverju hákarlinn lifir. Kannaður hefur verið fjöldi<br />

magasýna, sem aflað hefur verið í samvinnu við Hildibrand Bjarnason í Bjarnarhöfn.<br />

Verkefnið er unnið í samvinnu við prófessor Aaron Fisk, Warnell School of<br />

Forest Resources, Georgíu, Bandaríkjunum.<br />

Í tengslum við verkefnið dvaldist Bailey McMeans, meistaranemi við Háskólann í<br />

Georgíu, við Háskólasetrið í ágúst. Með aðstoð frá Fiskmarkaði Suðurnesja í<br />

Sandgerði var unnt að afla sýna af algengustu fisktegundum, sem koma fyrir í<br />

maga hákarlsins. Markmið rannsóknanna var að kanna stöðugar samsætur (stable<br />

isotopes) níturs og kolefnis og bera þær saman við samsætur sem finnast í<br />

vef hákarlsins.<br />

Halldóra Skarphéðinsdóttir og Birgitta Liewenborg, ITM, háskólanum í Stokkhólmi,<br />

dvöldust í lok september og fyrstu viku í október í Háskólasetrinu við rannsóknir<br />

á DNA viðbætum (DNA adducts). Þessar viðbætur myndast þegar PAH<br />

198


sambönd (Polycyclic aromatic hydrocarbons) eru tekin upp af lífverum. Markmið<br />

með þessum rannsóknum var að afla samanburðargagna vegna rannsókna nærri<br />

olíuborpöllum í Norðursjó og víðar.<br />

Ástæður mikils fugladauða í Eystrasalti. Undanfarin ár hefur orðið vart mikils<br />

fugladauða í Eystrasalti. Hér er um að ræða mjög víðtækt vandamál, sem tekur til<br />

fjölmargra tegunda fugla. Enn er óljóst hvað veldur þessum dauða. Dr. Lennart<br />

Balk, ITM, háskólanum í Stokkhólmi, leiðir rannsóknir sem beinast að því að<br />

kanna hvað veldur þessu og eru margvísleg mengandi efni mæld í mörgum<br />

fuglategundum, auk þess sem lífeðlisfræðilegir og lífefnafræðilegir þættir eru<br />

metnir. Mikilvægt er við rannsóknir sem þessar að hafa góð samanburðargögn<br />

frá svæðum, þar sem svona lagað er óþekkt. Í ljósi þessa valdi Balk að nýta íslenska<br />

fugla til samanburðar. Balk og þrír samstarfsmenn hans dvöldust því í<br />

rúman mánuð í Háskólasetri Suðurnesja og öfluðu sýna úr íslenskum eggjum.<br />

Sýnin voru send til Svíþjóðar, þar sem unnið var frekar úr þeim. Þessi sýnataka<br />

var gerð í samstarfi við Gunnar Þór Hallgrímsson og Jörund Svavarsson.<br />

Farhættir sendlinga. Vorið <strong>2005</strong> fóru fram rannsóknir á sendlingum á Rosmhvalanesi<br />

á vegum Gunnars Þórs Hallgrímssonar í samvinnu við dr. Ron W. Summers<br />

og Highland Ringing Group í Skotlandi. Markmið rannsóknanna var að kanna farhætti<br />

hjá langnefjuðum stofni sendlinga sem hefur vetursetu í Vestur-Evrópu en<br />

virðist nota Ísland sem áfangastað á leið til ókunnra varpstöðva.<br />

Vernduð svæði í sjó við Ísland. Sigríður Kristinsdóttir MS nemi. Verkefnið er unnið<br />

í samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness og Svein Kára Valdimarsson, forstöðumann.<br />

Áhrif tófu á varphætti sílamáfs. Frá 2004 hefur Gunnar Þór Hallgrímsson unnið að<br />

doktorsverkefni sínu sem snýr að tófu og sílamáfi. Verkefnið er samstarf Líffræðistofnunar<br />

Háskólans, Náttúrustofu Reykjaness, Háskólaseturs Suðurnesja og<br />

Náttúrufræðistofnunar Íslands. Rannsóknin snýst um að kanna hvað veldur því að<br />

tófan hefur áhrif á útbreiðslu sílamáfsins á Miðnesheiði og athuga hvort tófan geti<br />

einnig haft áhrif á þéttleika og/eða stofnstærð þeirra.<br />

Tilraunir með bóluefni, á vegum Bjarnheiðar Guðmundsdóttur, Sigríður Guðmundsdóttur<br />

og Bryndísar Björnsdóttur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði<br />

að Keldum.<br />

María B. Steinarsdóttir, sjávarlíffræðingur, vann hluta úr árinu í Háskólasetri Suðurnesja.<br />

Rannsóknirnar, sem voru samstarf Háskólasetursins, Náttúrustofu<br />

Reykjaness og Líffræðistofnunar Háskólans, fólust í kortlagningu á fjörum<br />

Reykjaness.<br />

Háskóli Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar rekur Rannsókna- og<br />

fræðasetur Vestmannaeyja (Setrið) sem er til húsa á Strandvegi 50 í Vestmannaeyjabæ.<br />

Setrið hefur aðstöðu á annarri og þriðju hæð sem eru alls 634 m 2 sem<br />

skiptast í séraðstöðu (240 m 2 ) og sameiginlega aðstöðu (393 m 2 ).<br />

Setrið var formlega opnað í október 1994 og var það fyrsta fræðasetur Háskóla Íslands<br />

á landsbyggðinni. Setrið í Eyjum hefur síðan verið fyrirmynd margra annarra<br />

fræðasetra á landsbyggðinni. Í Setrinu sameinast undir einu þaki þær stofnanir<br />

í Vestmannaeyjum sem starfa að grunnrannsóknum, hagnýtum rannsóknum,<br />

gagnasöfnun og nýsköpun í atvinnulífinu, ásamt því að gera ýmsar þjónustumælingar<br />

fyrir opinbera aðila og fyrirtæki. Í Setrinu er einnig miðstöð fullorðinsfræðslu<br />

og fjarkennslu á háskólastigi. Nú eru í Setrinu auk Háskóla Íslands Hafrannsóknastofnun,<br />

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Náttúrustofa Suðurlands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Svæðisvinnumiðlun<br />

Suðurlands og VISKA, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.<br />

Hlutverk Setursins er að sinna rannsóknum og þróun á breiðu sviði sjávarútvegs<br />

í samvinnu við atvinnulífið í Eyjum og að stunda rannsóknir á og safna<br />

gögnum um náttúru Suðurlands. Einnig er því ætlað að stuðla að samvinnu við<br />

200


sérfræðinga og nemendur sem vinna að verkefnum tengdum Vestmannaeyjum<br />

og Suðurlandi.<br />

Alls eru 11 stöðugildi í Setrinu og vinna sex sérfræðingar hjá stofnunum þess.<br />

Deildarstjóri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum starfar einnig sem forstöðumaður<br />

Setursins. Þrír nemendur frá Háskóla Íslands unnu að rannsóknum í Setrinu<br />

sumarið <strong>2005</strong>.<br />

Verkefni stofnanna Setursins eru af ýmsum toga enda markmið þeirra og hlutverk<br />

misjöfn. Dæmi um verkefni eru rannsóknir á humri við Eyjar, rannsóknir á<br />

atferli lunda, rannsóknir á jarðfræði Vestmannaeyja og ýmsum bergmyndunum á<br />

Suðurlandi, eftirlit með fiskistofnum, gæðamælingar á fiskiafurðum og gagnasöfnun<br />

ásamt ýmiskonar grunn- og hagnýtum rannsóknum er tengjast náttúru<br />

Vestmannaeyja, Íslands og Norður Atlantshafsins.<br />

Útibú Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum vann að ýmsum verkefnum á árinu <strong>2005</strong><br />

og má þar nefna verkefnin:<br />

• Eldi á leturhumri (Nephrops norvegicus) í Vestmanneyjum. Megin markmið<br />

verkefnisins er að fá úr því skorið hvort fýsilegt sé að hefja eldi á leturhumri<br />

(Nephrops norvegicus) í ljósi tækniframfara í eldi á evrópuhumri (Homarus<br />

gammarus) í Noregi. Í kjölfarið verður hafinn undirbúningur á tilraunaeldi á<br />

humri í Vestmannaeyjum. Áætlað er að ala hlið við hlið evrópuhumar og leturhumar<br />

í sérútbúnum kerjum í Vestmannaeyjum.<br />

• Kúfskel (Arctica islandica) við suðurströnd Íslands. Mögleikar til veiða og<br />

vinnslu á kúfskel og örðum skelfiskstegund út af suðurströnd landsins. Megin<br />

markmið verkefnisins er að meta möguleika þess að hefja nytjar (veiðar<br />

og vinnslu) á skelfiski við suðurströnd Íslands. Stofnstærð og munstur í útbreiðslu<br />

kúfskeljarinnar (Arctica islandica) verður metið á svæðum umhverfis<br />

Vestmannaeyjar og frá ósum Ölfusár og austur að ósum Krossár. Útbreiðsla<br />

sex annarra skelfiskstegunda verður jafnframt könnuð á svæðinu.<br />

Það sem skeljarnar eiga sameiginlegt er að þær lifa allar í mjúkum botni og<br />

eru vinsælar matfisktegundir í Evrópu og Ameríku. Tegundirnar eru smyrslingur<br />

(Mya truncata), báruskel (Clinocardium ciliatum), ígulskel (Acanthocardia<br />

echinata), krókskel (Serripes groenlandicus) og tígulskeljarnar Spisula<br />

solida og S. elliptica.<br />

• Pysjueftirlitið. Markmið verkefnisins er að meta ástand og fjölda pysja sem<br />

villast inn í Vestmannaeyjabæ í lok hvers sumars. Þetta er þriðja starfsár<br />

verkefnisins og hafa safnast mikilvægar upplýsingar um ástand og viðkomu<br />

lundastofnsins við Vestmannaeyjar. Í undirbúningi er alþjóðlegt samstarfsverkefni<br />

sem hefur það að markmiði að skoða áhrif hnattrænna umhverfisbreytinga<br />

á lundastofna við Norður-Atlantshafið. Verkefnið, Pysjueftirlitið, er<br />

styrkt af Sparisjóði Vestmannaeyja og er áætlað að opna nýja heimasíðu fyrir<br />

það sumarið 2006.<br />

• Sumarskóli í líf- og jarðfræði fyrir ameríska háskólanema. Verkefnið er unnið<br />

í samstarfi við Endurmenntunarstofnun HÍ. Í sumar komu alls 15 nemar<br />

frá ýmsum Bandarískum háskólastofnunum og unnu að líf- og jarðfræðiverkefnum.<br />

Íslensk málstöð<br />

Íslensk málstöð tók til starfa 1. janúar 1985 og var sett á fót sameiginlega af Háskóla<br />

Íslands og Íslenskri málnefnd. Íslensk málstöð er skv. 3. grein laga um Íslenska<br />

málnefnd nr. 2/1990 skrifstofa Íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar<br />

starfsemi sem málnefndin hefur með höndum.<br />

Íslensk málstöð hefur aðsetur á 2. hæð á Neshaga 16. Í september <strong>2005</strong> var tilkynnt<br />

um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að byggja nýtt hús á svæði Háskóla Íslands<br />

undir starfsemi stofnana á sviði íslenskra fræða. Jafnframt kom á haustþinginu<br />

fram frumvarp menntamálaráðherra um Stofnun íslenskra fræða-Árnastofnun<br />

sem taka skyldi við af Íslenskri málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun<br />

Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun Íslands.<br />

Ráðgert er að Stofnun íslenskra fræða-Árnastofnun geti flust í hina nýju<br />

byggingu eigi síðar en árið 2011.<br />

Starfslið Íslenskrar málstöðvar árið <strong>2005</strong>:<br />

Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður<br />

Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri<br />

201


Dóra Hafsteinsdóttir, deildarstjóri<br />

Eva Sigríður Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ritstjóra stafsetningarorðabókar<br />

Guðrún Ingólfsdóttir, verkefnisstjóri<br />

Kári Kaaber, deildarstjóri<br />

Málstöðin fæst við fjölbreytt málræktarverkefni að eigin frumkvæði og í samvinnu<br />

við aðra. Málstöðin veitir málfarsráðgjöf án endurgjalds og rekur orðabanka, þar<br />

sem einkum eru íðorðasöfn, og svokallaðan málfarsbanka í tengslum við málfarsráðgjöfina.<br />

Skráðar fyrirspurnir og svör um málfar voru um 2.800 á árinu<br />

<strong>2005</strong>. Aðsókn að orðabanka Íslenskrar málstöðvar hélt áfram að aukast <strong>2005</strong> og<br />

var 22,6% meiri en árið 2004. Undanfarin ár hefur verið unnið í málstöðinni að<br />

viðamikilli stafsetningarorðabók ásamt ritreglum og kemur hún út 2006. Nýsamdar<br />

ritreglur voru birtar á vef málstöðvarinnar <strong>2005</strong>. Málstöðin sinnir margvíslegum<br />

öðrum kynningar-, útgáfu- og þjónustuverkefnum í þágu íslensks máls, s.s.<br />

umsjón með ýmsum framkvæmdaratriðum við dag íslenskrar tungu, yfirlestri<br />

handrita og ýmissi kynningu á íslenskri tungu. Þá má nefna innlent og erlent<br />

samstarf, annars vegar um málrækt að því er lýtur að almennu máli og hins vegar<br />

um íðorðamál. Á árinu vann málstöðin m.a. að samnorrænu tilraunaverkefni<br />

um fjarkennslu í íðorðafræði með fleiri norrænum háskóla- og íðorðastofnunum.<br />

Íslensk málstöð vann á árinu <strong>2005</strong> í samvinnu við stjórn Íslenskrar málnefndar að<br />

framgangi nokkurra verkefna sem tilgreind eru í Stefnuskrá Íslenskrar málnefndar<br />

2002-<strong>2005</strong>. Einkum var hér um að ræða málræktarþing 19. nóvember þar<br />

sem m.a. voru veittar viðurkenningar fyrir gott íslenskt mál í auglýsingu og fyrir<br />

gott nafn á fyrirtæki; bókmenntaþing ungra lesenda 16. nóvember og undirbúning<br />

upplýsinga- og verkefnarits um íslenska tungu sem einkum er ætlað ungu fólki.<br />

Á árinu skipulagði málstöðin einnig m.a. málstofu 14. apríl undir yfirskriftinni Íslenska<br />

– í senn forn og ný sem var hluti viðamikillar alþjóðlegrar ráðstefnu 13.-<br />

15. apríl á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.<br />

Íslensk málstöð tók í gagnið í janúar <strong>2005</strong> lénið íslenskan.is / islenskan.is, þ.e.<br />

bæði með og án broddstafs, sem nota má ásamt eldra léninu ismal.hi.is. Netföng<br />

starfsmanna geta því endað á íslenskan.is / islenskan.is ef vill.<br />

Mannréttindastofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignarstofnun, stofnuð af Háskóla<br />

Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands, 14. apríl 1994. Aðsetur<br />

stofnunarinnar er í Lögbergi við Suðurgötu.<br />

Stjórn Mannréttindastofnunar var þannig skipuð árið <strong>2005</strong>: Björg Thorarensen,<br />

prófessor við lagadeild HÍ, formaður, Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri við héraðsdóm<br />

Suðurlands, Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ og Hrefna Friðriksdóttir,<br />

hdl., meðstjórnendur. Varamenn í stjórn voru Hilmar Magnússon, hrl., og Pétur<br />

Leifsson, dósent við lagadeild HA. Framkvæmdastjóri var María Thejll, hdl.<br />

Útgáfa<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hóf útgáfu tímarits með dómareifunum<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu á íslensku og kom fyrsta heftið út í október. Það<br />

nær yfir dóma Mannréttindadómstólsins fyrstu sex mánuði ársins <strong>2005</strong> en tímaritið<br />

mun koma út tvisvar á ári. Dómsmálaráðuneytið styrkir útgáfuna en sérstök<br />

ritstjórn hefur umsjón með henni. Ritstjóri tímaritsins er Björg Thorarensen, prófessor<br />

við lagadeild Háskóla Íslands en í ritnefnd sitja dr. Oddný Mjöll Arnardóttir,<br />

prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Skúli Magnússon, héraðsdómari<br />

og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í tímaritinu eru reifaðir valdir dómar sem<br />

taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun ákvæða sáttmálans. Þá eru teknir með<br />

dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt, einkum í málum gegn öðrum<br />

Norðurlöndum þar sem oft er til umfjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga<br />

hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri<br />

þýðingu ákvarðanir og dómar í kærumálum gegn íslenska ríkinu sem fram til<br />

þessa hafa aðeins verið birtir á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.<br />

Ritið Mannréttindasáttmáli Evrópu – Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan<br />

rétt kom út á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og lagadeildar<br />

202


Háskólans í Reykjavík í lok ársins <strong>2005</strong>. Er þetta fyrsta heildstæða fræðiritið sem<br />

kemur út á íslensku um Mannréttindasáttmála Evrópu, dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls<br />

Evrópu og áhrif sáttmálans á íslenskan rétt. Er slík útgáfa löngu<br />

tímabær í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í framkvæmd sáttmálans frá því<br />

að hann var samþykktur árið 1950 og þeirra víðtæku áhrifa sem hann hefur haft á<br />

íslenskan rétt og lagaframkvæmd, einkum eftir lögfestingu hans hér á landi árið<br />

1994. Í bókinni er fjallað ítarlega um hvert efnisákvæði sáttmálans, inntak þess<br />

krufið og lýst stefnumarkandi niðurstöðum Mannréttindanefndar Evrópu og<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun ákvæðanna svo og hvernig hún hefur<br />

þróast undanfarna áratugi. Fjallað er um það hvernig réttindi sáttmálans eru<br />

vernduð í íslenskum rétti, í stjórnarskrá og annarri löggjöf, hver er dómaframkvæmd<br />

íslenskra dómstóla um efnið og lýst helstu álitum umboðsmanns Alþingis<br />

sem því tengjast. Þá eru raktar helstu úrlausnir Mannréttindanefndarinnar og<br />

dómar Mannréttindadómstólsins í kærumálum gegn íslenska ríkinu og áhrif<br />

þeirra metin. Loks er fjallað um meðferð mála fyrir Mannréttindadómstólnum og<br />

skilyrði þess að kæra verði tekin þar til efnislegrar meðferðar. Bókin er afrakstur<br />

af samvinnu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og lagadeildar Háskólans í<br />

Reykjavík. Þar leggja saman krafta sína fræðimenn lagadeilda beggja háskólanna<br />

sem hafa sérþekkingu á mannréttindum og stjórnskipunarrétti eða tilteknum<br />

þáttum þessara fræðisviða lögfræðinnar. Auk þeirra eru höfundar úr hópi fræðimanna<br />

í lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst svo og dómara, lögmanna og lögfræðinga<br />

í stjórnsýslunni sem geta miðlað af reynslu sinni af að því vinna með<br />

ákvæði Mannréttindasáttmálans í framkvæmd.<br />

Ritstjórn útgáfunnar skipuðu Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, sem<br />

var formaður ritstjórnar, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, dr. Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild HR og Hjördís Hákonardóttir<br />

dómstjóri. Auk þeirra eru höfundar efnis Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild<br />

HÍ, Elín Blöndal, dósent við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, dr. Oddný<br />

Mjöll Arnardóttir, hdl. og prófessor við lagadeild HR, Páll Þórhallsson, lögfræðingur<br />

í forsætisráðuneytinu, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir,<br />

sendiráðunautur, dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor við lagadeild HR og Róbert<br />

Ragnar Spanó, dósent við lagadeild HÍ.<br />

Bókin er tileinkað minningu Gauks Jörundssonar, dómara við Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, umboðsmanns Alþingis og prófessors við lagadeild Háskóla Íslands<br />

en hann var einnig nefndarmaður í Mannréttindanefnd Evrópu frá 1974 til 1998.<br />

Hann lést haustið 2004 eftir langan og farsælan starfsferil á vettvangi mannréttinda.<br />

Ráðstefna<br />

Mannréttindastofnun og Mannréttindaskrifstofa Íslands stóðu sameiginlega að<br />

ráðstefnu 8. apríl undir yfirskriftinni Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár -<br />

Áhrif og framtíðarsýn. Tilefnið var að á árinu voru liðin tíu ár síðan nýr og breyttur<br />

mannréttindakafli stjórnarskrárinnar tók gildi með stjórnarskipunarlögum nr.<br />

97/1995 og leysti af hólmi mannréttindaákvæði sem voru nær óbreytt frá fyrstu<br />

stjórnarskrá Íslands 1874. Markmið ráðstefnunnar var að fjalla um áhrif hinna<br />

nýju mannréttindaákvæða á íslenskan rétt síðasta áratug, m.a. í ljósi stefnumarkandi<br />

dóma sem gengið hafa á þessu sviði. Leitað var svara við því hvort það meginmarkmið<br />

breytingarlaganna hefði náðst að efla, samhæfa og samræma mannréttindaákvæðin<br />

þannig að þau gegni betur því hlutverki sínu að vera vörn almennings<br />

í samskiptum við þá sem fara með ríkisvald eða hvort frekari breytinga<br />

sé þörf. Þá var framkvæmd nýju mannréttindaákvæðanna í íslenskum rétti borin<br />

saman við reynslu Finna af nýjum mannréttindakafla sem kom inn í finnsku<br />

stjórnarskrána árið 1995.<br />

Á ráðstefnunni fluttu eftirtalin erindi:<br />

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.<br />

Veli-Pekka Viljanen, prófessor við lagadeild Háskólans í Turku, Finnlandi.<br />

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.<br />

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.<br />

Brynhildur G. Flóvenz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar<br />

Mannréttindaskrifstofu Íslands stjórnaði pallborðsumræðum en aðrir þátttakendur<br />

en frummælendur voru Hjördís Hákonardóttir, formaður dómarafélags Íslands,<br />

Oddný Mjöll Arnardóttir, héraðsdómslögmaður og Sigurður Líndal, prófessor emeritus<br />

við lagadeild HÍ.<br />

Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands flutti lokaorð<br />

og sleit ráðstefnunni.<br />

203


Málstofa<br />

Mannréttindastofnun efndi til málstofu í marsmánuði um löggjöf gegn mismunun<br />

og aðgerðir gegn kynþáttahatri og hélt bandaríski fræðimaðurinn Richard Thompson<br />

Ford prófessor við Stanfordháskóla erindi á ensku undir yfirskriftinni: Anti<br />

Discrimination Law and Policy Goals Underlying the Doctrine. Í fyrirlestrinum<br />

fjallaði Ford um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að berjast gegn mismunun<br />

og kynþáttahatri með löggjöf og öðrum ráðstöfunum og áhrif þeirra í fjölmenningarsamfélagi.<br />

Hann fjallaði einnig um þær hugmyndir sem stefna gegn<br />

mismunun byggir á, sem er sameining fólks af ólíkum kynþáttum, úrbætur fyrir<br />

misgerðir liðinna tíma og hvernig skuli takast á við ólík menningarviðhorf hópa.<br />

Annað<br />

Mannréttindastofnun hélt námskeiðið Kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, í samvinnu við Lögmannafélag Íslands, þann 15. apríl<br />

<strong>2005</strong>. Kennarar voru Davíð Þór Björgvinsson og John Hedigan, dómarar við<br />

Mannréttindadómstól Evrópu.<br />

Á námskeiðinu var veitt yfirsýn yfir skipulag og störf Mannréttindadómstóls Evrópu<br />

og réttarfarsreglur sem gilda um meðferð kærumála fyrir dómstólnum. Sérstök<br />

áhersla var lögð á skilyrði sem Mannréttindasáttmáli Evrópu setur fyrir því<br />

að kæra verði tekin til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólnum og huga þarf sérstaklega<br />

að við undirbúning kærumála til hans. Einnig var fjallað um sáttaumleitanir<br />

og málsmeðferð varðandi efnishlið máls eftir að kæra er metin tæk til efnismeðferðar.<br />

Sjá má nánari upplýsingar á veffangi Mannréttindastofnunar: www.mhi.hi.is<br />

Orðabók Háskólans<br />

Orðabók Háskólans er vísindaleg orðfræðistofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands<br />

og heyrir beint undir háskólaráð. Alls unnu 11 starfsmenn á Orðabókinni á<br />

árinu. Af þeim voru sjö í fullu starfi í árslok, tveir í hálfu starfi og tveir í 75% starfi.<br />

Stjórn Orðabókarinnar skipa þrír fulltrúar og einn er til vara.<br />

Rannsóknir<br />

Auk hefðbundinna verka á Orðabókinni var áhersla lögð á eftirtalin rannsóknaverkefni:<br />

• ISLEX-Íslensk-norrænar orðabækur:<br />

Meginmarkmið verkefnisins er að setja saman orðabók með u.þ.b. 50.000 íslenskum<br />

uppflettiorðum ásamt þýðingum/skýringum á sænsku og norsku og<br />

dönsku. Verkið á að endurspegla íslenska málnotkun samtímans. Við ritstjórnina<br />

er notaður veftengdur gagnagrunnur, hannaður sérstaklega fyrir þetta<br />

verkefni. Gagnagrunnurinn gerir mögulegt að ritstjórnarvinnan fari fram samhliða<br />

í mörgum löndum. Á árinu fékkst sérstök fjárveiting á fjárlögum frá<br />

2006–2011. Í samstarfslöndunum fékkst einnig fé á fjárlögum í sama skyni.<br />

• Textasafn:<br />

Safn Orðabókarinnar af rafrænum textum stækkaði verulega árið <strong>2005</strong> og er<br />

nú farið að nálgast 60 milljónir lesmálsorða. Gert var átak í söfnun nýlegra<br />

texta úr blöðum og tímaritum sem aðgengileg eru á Netinu, m.a. til að styrkja<br />

viðmiðunarsafn sem notað er í ISLEX-verkefninu.<br />

• Mörkuð íslensk málheild:<br />

Í lok árs 2001 var sótt um styrki til verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytisins<br />

í tungutækni til þess að gera vélrænan markara fyrir íslensku og beygingarlýsingu<br />

íslensks nútímamáls. Um leið var sótt um styrk til þess að<br />

koma upp markaðri málheild með íslenskum textum. Umsækjendur voru<br />

Orðabók Háskólans, Málgreiningarhópurinn og Edda hf. Verkefnisstjórnin<br />

ákvað að semja við Orðabók Háskólans um að koma upp markaðri íslenskri<br />

málheild. Var samningur um það verk undirritaður 14. júní 2004 og hófst þá<br />

undirbúningur verksins. Verkinu miðaði vel árið <strong>2005</strong>. Menntamálaráðuneytið<br />

leggur til verksins 18,5 m.kr. sem skal skilað í lok júní 2007.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Haldið var málþing á vegum Orðabókarinnar undir heitinu Málfræði og orðabækur.<br />

Flutt voru fjögur erindi sem birtast munu sem ritrýndar greinar í tímaritinu<br />

Orð og tunga 8.<br />

204


Annað<br />

Starfsmenn birtu talsvert af greinum og fluttu fyrirlestra á árinu. Unnt er að fræðast<br />

um störf hvers og eins í ársskýrslu stofnunarinnar og finna útgefið efni í Ritaskrá<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Þeim sem kynna vilja sér starfsemi Orðabókarinnar er bent á heimasíðu hennar,<br />

(www.lexis.hi.is), þar sem ársskýrslu <strong>2005</strong> er m.a. að finna.<br />

Rannsóknarmiðstöð í<br />

jarðskjálftaverkfræði<br />

Almennt<br />

Starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði er í samræmi við stefnu<br />

Háskóla Íslands um rannsókna- og fræðastarfsemi á landsbyggðinni. Sveitarfélagið<br />

Árborg átti frumkvæðið að því að miðstöðinni var komið á fót ásamt<br />

menntamálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Rannsóknarmiðstöðin er til<br />

húsa á Austurvegi 2a á Selfossi.<br />

Við Rannsóknarmiðstöðina eru stundaðar fjölfaglegar rannsóknir með áherslu á<br />

áhrif tengd jarðskjálftum og annarri náttúruvá. Starfsemin skiptist í þrjá megin<br />

þætti: (1) undirstöðurannsóknir, (2) þjónustu og þróunarstarfsemi og (3) þjálfun<br />

starfsfólks við rannsóknarstörf. Í húsnæði Rannsóknarmiðstöðvarinnar á Selfossi<br />

eru skrifstofur starfsmanna, rannsóknarstofur, stjórnstöð mælakerfis, sem nær<br />

yfir megin jarðskjálftasvæði landsins, tilheyrandi viðhaldsþjónusta og verkstæði.<br />

Einnig er þar búnaður fyrir vettvangsrannsóknir. Auk þess er á Rannsóknarmiðstöðinni<br />

aðstaða fyrir fundi og smærri ráðstefnur. Enn fremur er boðið upp á aðstöðu<br />

fyrir erlenda og innlenda samstarfsaðila og nemendur. Láta mun nærri að<br />

ellefu ársverk séu unnin við miðstöðina að jafnaði.<br />

Starfsemi<br />

Unnið er að alþjóðlegum rannsóknum í jarðskjálftaverkfræði og skyldum greinum,<br />

rekin er upplýsingaþjónusta og haldnir eru kynningarfundir. Helstu viðfangsefni<br />

eru eftirtalin:<br />

Rannsóknir og þróunarstarfsemi:<br />

• Þróun og rekstur mælakerfa.<br />

• Öflun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og samfélag.<br />

• Líkanagerð og greining óvissu.<br />

• Áhættumat og áhættustjórn.<br />

• Fjölfaglegar rannsóknir á efnahagslegum og félagslegum áhrifum jarðskjálfta<br />

og náttúruhamfara.<br />

Miðlun og þjálfun:<br />

• Aðstaða fyrir styrkþega og gesti.<br />

• Kennsla og handleiðsla fyrir háskólastúdenta.<br />

• Innlendir og alþjóðlegir fyrirlestrar og námskeið.<br />

• Upplýsingamiðlum um áhrif jarðskjálfta.<br />

• Almenningsfræðsla um jarðskjálfta og áhrif þeirra með áherslu á börn á<br />

grunnskólaaldri.<br />

Kynningarstarfsemi og upplýsingamiðlun<br />

Lögð hefur verið áhersla á að kynna starfsemi Rannsóknarmiðstöðvarinnar bæði<br />

innanlands og utan. Sérstaklega ber að nefna fundi, erindi, greinar og rit tengd<br />

Suðurlandsjarðskjálftunum sumarið 2000 og áhrifum þeirra á mannvirki og<br />

mannlíf á Suðurlandi. Á árinu <strong>2005</strong> heimsóttu miðstöðina rýflega 650 manns í<br />

tengslum við kennslu-, upplýsinga- og kynningarstarfsemi miðstöðvarinnar.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Árið <strong>2005</strong> var mikið leitað til sérfræðinga miðstöðvarinnar varðandi ráðgjöf og<br />

rannsóknir. Sérstaklega ber að nefna umfangsmikil verkefni sem unnin voru fyrir<br />

Landsvirkjun tengd Kárhnjúkavirkjun og endurmati á hönnunarforsendum í ljósi<br />

nýrra upplýsinga um jarðskjálftavirkni og sprungur á virkjunar- og lónssvæðinu.<br />

Lokið var við tvær skýrslur: sú fyrri fjallaði um áhrif jarðskjálfta (168 blaðsíður),<br />

en sú síðari um sprungur- og jarðskorpuhreyfingar (176 blaðsíður), einkum<br />

tengdar fyllingu lónsins.<br />

205


Alþjóðleg rannsóknarsamvinna<br />

Alþjóðleg samvinna hefur einkum tengst verkefnum styrktum af Rannís og Evrópusambandinu.<br />

Unnið hefur verið áfram að þróun og viðhaldi ISESD, Internet<br />

Site for Strong-Motion Data. Hér er á ferðinni rafræn bók og gagnabanki sem<br />

hægt er að nálgast á netinu (http://www.ISESD.hi.is). ISESD-gagnabankinn er opinn<br />

öllum, jafnt sérfræðingum sem áhugafólki. Þar er að finna heildstætt safn<br />

gagna um mælda hröðun í jarðskjálftum á Íslandi, auk hliðstæðra gagna frá öðrum<br />

Evrópulöndum og Austurlöndum nær, alls frá um 30 löndum. Gögnin eru: (a)<br />

frumgögn, þ.e.a.s. mældar hröðunarraðir (án leiðréttinga), (b) „leiðrétt“ hröðunargögn<br />

ásamt afleiddum tímaröðum og (c) jarðskjálftasvörunarróf, auk (d)<br />

upplýsinga um stærð jarðskjálfta, upptakafjarlægðir m.m. Þá er einnig boðið upp<br />

á forrit til þess að lesa og teikna upp tímaraðir og róf. Gögnin eru einstæð að því<br />

leyti að bæði er hægt að fá frumgögn og unnin gögn, sem er talið mikils virði fyrir<br />

verkfræðirannsóknir.<br />

Ritverk sem gefin hafa verið út á vegum rannsóknarmiðstöðvarinnar árið <strong>2005</strong><br />

eru fyrst og fremst á sviði jarðskjálftaverkfræði en einnig vind- og umhverfisverkfræði.<br />

Nánari upplýsingar um helstu verk má fá á heimasíðu miðstöðvarinnar.<br />

Veffang Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði er: www.afl.hi.is<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og<br />

kynjafræðum<br />

Almennt<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, skammstafað RIKK, er þverfagleg<br />

stofnun sem heyrir undir háskólaráð. Í daglegu starfi miðlar hún þekkingu um<br />

rannsóknir á sviði kvenna- og kynjafræða, stendur fyrir og hvetur til rannsókna<br />

og styður fræðimenn við rannsóknir sínar og skipuleggur ráðstefnur og fundi.<br />

RIKK tekur þátt í evrópskum og norrænum rannsóknaverkefnum og tengslanetum<br />

með fjölbreyttum áherslum. RIKK leggur metnað sinn í að miðla niðurstöðum<br />

rannsókna á fræðasviðinu, m.a. með bókaútgáfu og hefur frá upphafi staðið fyrir<br />

reglulegum rabbfundum og fyrirlestrum þar sem fræðimenn kynna rannsóknarverkefni<br />

sín.<br />

Forstöðumaður er Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur (Irma Erlingsdóttir er í<br />

námsleyfi). Fjöldi annarra starfsmanna fer eftir fjárhag og verkefnastöðu hverju<br />

sinni en að jafnaði vinna 3-6 fræðimenn og stúdentar við rannsóknarverkefni á<br />

vegum RIKK árlega, um lengri eða skemmri tíma.<br />

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, er formaður stjórnar Rannsóknastofu í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

Rannsóknir<br />

Helstu verkefni sem unnið var að <strong>2005</strong>:<br />

• Jafnrétti í íslensku samfélagi - ímyndir og raunveruleiki er yfirgripsmikið<br />

verkefni á vegum RIKK sem hófst formlega árið 2003. Markmið rannsóknarinnar<br />

er að fá heildstætt yfirlit yfir jafnréttisumræðuna og jafnréttisstarfið á<br />

Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknin samanstendur af fjórum sjálfstæðum<br />

verkefnum með mismunandi áherslur og aðferðafræði en samnefnari<br />

þeirra er innihaldsgreining á stöðu og þróun jafnréttismála í íslensku<br />

samfélagi. Helstu niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu í janúar 2004. Niðurstöður<br />

þessa verkefnis verða gefnar út í bók sem koma mun út árið 2006.<br />

• Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um Konur og auðlindanýtingu á norðurslóðum<br />

sem hófst árið 2004 hélt áfram og verður framhaldið. Anna Karlsdóttir<br />

lektor stýrði verkefninu hér á landi. Anna sótti ráðstefnur og undirbúningsfundi<br />

fyrir frekari vinnu.<br />

• Eitt verkefni fékk styrk úr Kristnihátíðarsjóði árið <strong>2005</strong> sem unnið er á vegum<br />

eða í tengslum við RIKK. Það er verkefnið Kristin trú og kvennahreyfingar,<br />

sem unnið var að á árinu og fékk styrk í annað sinn. Haldið var málþing í<br />

tengslum við verkefnið Saga klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna<br />

sem lauk að mestu 2004 en því mun endanlega ljúka 2006 með útgáfu þeirra<br />

erinda sem flutt voru á málþinginu.<br />

• Unnið er að evrópsku samstarfsverkefni sem heitir Minningar úr kvennahreyfingum.<br />

Verkefnið er í höndum Erlu Huldu Halldórsdóttur, sagnfræðings.<br />

206


Það tengist verkefnum sem unnin eru á vegum ATHENA netsins sem er<br />

rannsóknarnet evrópskra háskóla sem vinnur að kynjafræðirannsóknum og<br />

ritun kennsluefnis. RIKK er þátttakandi í tveimur öðrum verkefnum á vegum<br />

ATHENA.<br />

• Unnið er að evrópsku rannsóknarverkefni um Tengls skipulags og heilsu á<br />

fimm háskólasjúkrahúsum þar sem kynin eru skoðuð sérstaklega. Samstarfsaðilar<br />

eru Evrópusambandið, Landlæknisembættið, Landspítalinn og<br />

Félag kvenna í læknastétt. Jafnframt var unnið að rannsókn á samþættingu<br />

kynjasjónarmiða innan íslensku friðargæslunnar sem nú er lokið með útgáfu<br />

skýrslu.<br />

• Á árinu hófst rannsókn á Ungu fólki og klámi sem nær til allra Norðurlandanna.<br />

Rannsóknin nýtur styrks frá norrænu ráðherranefndinni og er unnin á<br />

vegum NIKK (Nordisk Institut for kvinne- og kønsforskning). Guðbjörg Hildur<br />

Kolbeins annast rannsóknina hér á landi fyrir hönd RIKK.<br />

Útgáfa<br />

Á árinu var gefin út bókin Kosningaréttur kvenna 90 ára í samstarfi við Kvennasögusafn<br />

Íslands með styrk frá Alþingi.<br />

Tvær rannsóknarskýrslur voru gefnar út. Annars vegar Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku<br />

í fiskeldi sem er íslenski hluti rannsóknarinnar um konur og auðlindanýtingu<br />

á norðurslóðum unnin af Önnu Karlsdóttur, hins vegar Íslenska friðargæslan,<br />

jafnréttis- og kynjasjónarmið í stefnu og starfsemi 1994-2004, unnin af<br />

Birnu Þórarinsdóttur.<br />

Fyrirlestrar, fundir og ráðstefnur<br />

Að vanda stóð RIKK fyrir fjölda fyrirlestra og rabbfunda á vor- og haustmisseri<br />

<strong>2005</strong> þar sem innlendir og erlendir fræðimenn kynntu rannsóknir sínar í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

• Málþingið Klaustrið í Kirkjubæ var haldið 25. mars. Flutt voru fimm erindi<br />

tengd klausturlífi fyrr á öldum.<br />

• RIKK skipulagði málstofuna Veljum Vigdísi á ráðstefnunni Dialogue of Cultures<br />

sem haldin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára þann 15. apríl.<br />

• Haldið var málþing í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna 20. maí í<br />

Háskóla Íslands, Kosningaréttur kvenna 90 ára, og voru þar flutt tvö ávörp og<br />

fjögur fræðileg erindi.<br />

• Ráðstefnan Konur í hnattrænum heimi – Peking áratug áleiðis var haldin 21.<br />

október í samvinnu við UNIFEM á Íslandi. Þar voru flutt þrjú lykilerindi fyrir<br />

hádegi og síðan unnið í málstofum þar sem flutt voru níu erindi.<br />

• Þann 29. október var svo haldið málþingið Konur í borginni – kynleg borg í<br />

samvinnu við Reykjavíkurborg. Þar voru flutt fimm erindi sem spönnuðu ólík<br />

svið, allt frá bókmenntum til skipulagsmála.<br />

• Verkefnið Kristin trú og kvennahreyfingar stóð fyrir málstofu á Hugvísindaþingi<br />

18. nóvember um konur, trú og túlkun.<br />

Árið <strong>2005</strong> var sérstakt að því leyti að haldið var upp á fjölmarga merkisatburði úr<br />

sögu íslenskra kvenna. RIKK átti samstarf við fjölda kvennahreyfinga þegar haldið<br />

var upp á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna 18.-19. júní og kvennafrídaginn<br />

24. október en þá voru 30 ár liðin frá kvennafrídeginum á kvennaári Sameinuðu<br />

þjóðanna árið 1975.<br />

Námskeið<br />

Vikuna 20.–25. júní stóð RIKK fyrir tveimur þverfaglegum námskeiðum doktorsnema<br />

ásamt Nordic Research School in Interdisciplinary Gender Studies. Námskeiðið<br />

var haldið í Háskóla Íslands og fjallaði um fræðileg og skapandi skrif innan<br />

kynjafræða eða Academic and Creative Writing in Gender Studies: Epistemologies,<br />

Methodologies, Writing Practices. Fyrri hluti námskeiðsins var ætlaður<br />

íslenskum doktorsnemum og sóttu rúmlega 20 nemendur það en sá síðari var<br />

norrænn með þátttöku doktorsnema frá Norðurlöndunum öllum. Kennarar á<br />

námskeiðinu voru Laurel Richardson, Anne Brewster og Nina Lykke.<br />

Kvennaslóðir.is<br />

Kvennagagnabankinn www.kvennaslodir.is er verkefni sem Rannsóknastofa í<br />

kvennafræðum opnaði haustið 2003. Samstarfsaðilar eru jafnréttisnefnd Háskóla<br />

Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands. Kvennaslóðir er gagnagrunnur<br />

með nöfnum og ferilskrám kvensérfræðinga af ýmsum sviðum þjóðlífsins.<br />

Unnið er að frekari fjármögnun verkefnisins, öflun samstarfsaðila og varanlegs<br />

samastaðar utan Háskóla Íslands.<br />

207


Netverk<br />

RIKK starfar náið með erlendum stofnunum á sviði kvenna- og kynjafræða, m.a.<br />

NIKK (Nordisk institutt for kvinne- og kjønnsforskning) sem staðsett er við Háskólann<br />

í Osló. Stofan er aðili að AOIFE (Association of Institutions for Feminist<br />

Education and Research in Europe) og ATHENA (Advanced Thematic Network in<br />

Activities in Women´s Studies in Europe), sem nýtur styrks úr Socratesáætluninni.<br />

ATHENA-verkefnið er öflugt rannsóknarnet á sviði kvenna- og kynjafræða og er<br />

RIKK virkur aðili að rannsóknarverkefnum á vegum ATHENA. Á árinu sóttu fulltrúar<br />

RIKK samstarfsfund ATHENA sem haldinn var í Barcelona í maí.<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags<br />

Íslands í sameinda-<br />

og frumulíffræði<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði hóf<br />

starfsemi árið 1987. Tengsl hennar við Háskóla Íslands hafa verið með sérstökum<br />

samningum, sá sem nú gildir var undirritaður vorið <strong>2005</strong>. Þar hafa verið stundaðar<br />

metnaðarfullar rannsóknir á krabbameinum og hefur brjóstakrabbamein verið<br />

stærsta viðfangsefnið. Akademískir starfsmenn eru nú tveir prófessorar, Helga M.<br />

Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð, og einn aðjúnkt, Þórarinn Guðjónsson.<br />

Tveir lífeindafræðingar starfa við rannsóknastofuna og árið <strong>2005</strong> unnu 7 meistaranemar<br />

þar að verkefnum sínum og einn doktorsnemi að öllu leyti en tveir aðrir<br />

doktorsnemar tengjast rannsóknastofunni. Meðal helstu verkefna nú má nefna<br />

áframhaldandi rannsóknir BRCA2 áhættugeninu fyrir brjóstakrabbamein og er<br />

sjónum nú beint að tengslum við sjúkdómsmynd og sjúkdómshorfur fyrir<br />

krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli, greiningu á genatjáningu, áhrifum á<br />

frumuskiptingar og prófanir á lyfjum sem hugsanlega eru sértæk fyrir frumur<br />

sem bera galla í þessu geni. Nýlega tókst að búa til frumulínur úr brjóstaþekjuvef<br />

sem bera hina íslensku BRCA2 stökkbreytingu. Myndgerð brjóstkirtilsins er rannsökuð<br />

í þrívíðum ræktunarlíkönum, þ.á m. samskipti æðaþels og þekjufrumna og<br />

boðferlar sem stýra vefjaþroskun. Loks má nefna rannsóknir á vaxtarhemjandi<br />

áhrifum efna úr íslenskum fléttum á krabbameinsfrumur.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> birtust 12 greinar frá rannsóknastofunni í alþjóðlegum ritrýndum<br />

tímaritum. Tveir meistaranemar útskrifuðust. Rannsóknirnar njóta styrkja úr<br />

ýmsum sjóðum svo sem Rannsóknasjóði Háskólans og RANNÍS, þ.á m. er einn<br />

öndvegisstyrkur og nýlega fengust tveir styrkir úr Markáætlun RANNÍS um erfðafræði<br />

í þágu heilbrigðis. Þá tekur rannsóknastofan þátt í fjölþjóðasamstarfi sem<br />

er styrkt af Evrópusambandinu sem Network of Excellence, Cancer Causation<br />

Studied in Population-Based Registries and Biobanks, CCPRB.<br />

Starfsemi rannsóknastofunnar hlaut mikla viðurkenningu í árslok <strong>2005</strong> þegar<br />

Helgu M. Ögmundsdóttur og Jórunni Erlu Eyfjörð voru sameiginlega veitt heiðursverðlaun<br />

úr verðlaunasjóði frú Ásu Guðmundsdóttur Wright.<br />

Framtíð rannsóknastofunnar er óviss þar sem Krabbameinsfélagið mun hætta að<br />

tryggja rekstur hennar í árslok 2006.<br />

Rannsóknastofa um<br />

mannlegt atferli<br />

Almennt yfirlit og stjórnun<br />

Sem fyrr er aðeins eitt stöðugildi við Rannsóknastofnun um mannlegt atferli<br />

(RMA), en það er vísindamannsstaða forstöðumans hennar við HÍ. Forstöðumaður:<br />

Magnús S. Magnusson, vísindamaður, HÍ.<br />

Guðberg K. Jónsson tengist einnig starfi rannsóknastofunnar með mikilvægum<br />

en breytilegum hætti sem erfitt er að meta til stöðugilda enda kemur það einnig<br />

inn í samstarf RMA við fyrirtækið Atferlisgreiningu ehf. (www.patternvision.com).<br />

209


Þar hefur Guðberg haft sitt aðalstarf síðan það var stofnað árið 2000 út frá starfssemi<br />

rannsóknastofunnar og meðal annars í framhaldi af þátttöku í Upp úr skúffunum<br />

samkeppni HÍ, en Guðberg hlaut þar fyrstu verðlaun.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir og þróun <strong>2005</strong> eru í beinu framhaldi af fyrra rannsóknastarfi í samstarfi<br />

við rannsóknahópa í sálarfræði, atferlislíffræði og taugalífeðlisfræði við á<br />

annan tug erlendra háskóla sem tekið hafa upp þá nálgun varðandi greiningu atferlis<br />

og samskipta/gagnvirkni sem forstöðumaður RMA hefur sett fram og þróað<br />

síðustu u.þ.b. 30 ár. Lauslega má lýsa þessari nálgun sem stærðfræðilegri tölvutengdri<br />

nálgun þess hefðbundna vandamáls innan atferlisvísinda sem varðar<br />

tímalega formgerð með tilsvarandi leit að, greiningu og lýsingu hulinna mynstra í<br />

atferli en sérstaklega hvað varðar samskiptahegðun eða gagnvirkni.<br />

Flestir samstarfsaðilar RMA mynda saman formlegt samstarfsnet um Methodology<br />

for the Analysis of Interaction, MASI (sjá www.hbl.hi.is/MASI) á grundvelli<br />

þess forgerðarlíkans, algríma og hugbúnaðar sem forstöðumaður RMA hefur<br />

þróað og eru undirstöður ofannefndrar nálgunar. Samstarfssamningurinn var<br />

fyrst undirritaður 1997 og síðan endurnýjaður tvisvar af rektorum háskólanna<br />

sem auk Háskóla Íslands eru Parísarháskóli VIII, Barcelónaháskóli, Kaþólski háskólinn<br />

í Mílanó, La Rioja-háskólinn á Spáni, Heidelbergháskóli í Þýsakalandi og<br />

Saarlandes-háskólinn í Saarbrücken í Þýskalandi. Formaður hópsins nú er Pr. A.<br />

Blanchet, prófessor í sálarfræði og vararektor við Parísarháskóla og forseti<br />

Franska Sálfræðisambandsins.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> bættust tveir nýir háskólar í hópinn; Milano-Bicocca Háskóli í Mílanó<br />

(sálarfræði) og Parísarháskóli XIII (líffræði atferlis). Samstarf við rannsóknahóp<br />

um mannleg samskipti (human interaction) við Chicagoháskóla (sem staðið hefur<br />

í meira enn aldarfjórðung) breikkaði á árinu með þátttöku nýs rannsóknateymis.<br />

Samstarf sem hófst fyrir nokkrum árum við rannsóknateymi við Babraham Institute<br />

í Cambridge styrktist, en það varðar leit að og greiningu gagnvirknimynstra<br />

innan „hópa“ (u.þ.b. 200) heilafruma í heilavef (www.babraham.co.uk).<br />

Á árinu kom út í bók hjá IOS-Press (www.iospress.com) sem árið áður var gerð<br />

aðgengileg á netinu. Að bókinni standa nær 40 vísindamenn þar á meðal átta<br />

leiðandi prófessorar við þá háskóla sem eru meðlimir að MASI en einnig frá Chicagoháskóla,<br />

Babraham Institute (Cambridge) og Tokyoháskóla. Allir kaflar bókarinnar<br />

varða eða byggja á fræðilíkani forstöðumanns RMA. Titill bókarinnar er: The<br />

Hidden Structure of Interaction: From Neurons to Culture Patterns. Formáli er eftir<br />

rektor Milano-Bicocca háskólan, Marcello Fontanesi sem er einnig prófessor í<br />

kjarneðlisfræði.<br />

Rétt í lok ársins barst forstöðumanni RMA boð sem hann hefur þáð frá aðilum við<br />

Rússnesku Læknisvísindaakademíuna í Mosku um að vera einn af aðalræðumönnum<br />

(key note speaker) við alþjóðlega þverfaglega ráðsefnu á sviði Cognitive<br />

Science í St. Petersburg í júní 2006 www.cogsci.ru/cogsci06/index_e.htm.<br />

Guðberg K. Jónsson vinnur að margvíslegu alþjóðlegu samstarfi og þáði á árinu<br />

boð um að halda fyrirlestra við háskóla í Mexico og USA árið 2006 um beitingu og<br />

niðurstöður ofannefndrar nálgunar við rannsóknir á mannlegu atferli og samskiptum.<br />

Varðandi útgáfustarfsemi Rannsóknastofu um mannlegt atferli sjá<br />

www.hbl.hi.is/hbl_publication_references.htm.<br />

Rannsóknastofa í meinafræði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði er ein stofnana Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Hún skiptist í fjórar deildir: vefjarannsóknir, réttarlæknisfræði, frumulíffræði<br />

og lífsýnasafn. Ríflega hálf milljón sýna eru í lífsýnasafninu frá 250.000 einstaklingum.<br />

Öll eru þessi sýni tilkomin vegna greiningar sjúkdóma. Notkun safnsins<br />

er tvenns konar, annars vegar til þjónustu við sjúklinga og hins vegar til vísindarannsókna,<br />

þar sem ítrustu nafnleyndar er gætt. Heimiluð stöðugildi eru um 42.<br />

Starfsmenn árið <strong>2005</strong> voru 48. Auk forstöðumanns, sem jafnframt er prófessor í<br />

meinafræði við læknadeild, starfa við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði tíu<br />

kennarar við Háskóla Íslands (fjórir prófessorar, fimm dósentar og einn lektor).<br />

210


Rannsóknir<br />

Umfang þjónusturannsókna var óbreytt frá 2004. Auk þess eru á stofnuninni<br />

stundaðar viðamiklar vísindarannsóknir eins og áður. Meirihluti rannsókna tekur<br />

til illkynja meinsemda og er annars vegar um flokkun krabbameina eftir líffærum<br />

og tegundum að ræða og hins vegar grunnrannsóknir í erfðafræði og sameindalíffræði<br />

krabbameina. Grunnrannsóknir eru fyrst og fremst stundaðar á frumulíffræðideild.<br />

Aðalviðfangsefni deildarinnar eru krabbamein í brjóstum, ristli,<br />

blöðruhálskirtli, eitlum og eistum. Meðal innlendra samstarfsaðila við rannsóknir<br />

eru Krabbameinsfélag Íslands og líftæknifyrirtæki. Rannsóknastofan tekur mikinn<br />

þátt í alþjóðlegri samvinnu á þessum sviðum og heldur áfram að skila mikilvægum<br />

niðurstöðum við einangrun áhættugena fyrir brjóstakrabbamein. Áfram var<br />

haldið með vinnu við einangrun stökkbreytinga í æxlisvef sem beinlínis gagnast<br />

við lyfjameðferð krabbameina. Meistara- og doktorsnemar eru í þjálfun við rannsóknastofuna.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Starfsfólk Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði átti árið <strong>2005</strong> aðild að fjórtán<br />

ritrýndum vísindagreinum og 41 útdrætti. Vísindamenn stofnunarinnar eru enn<br />

sem fyrr virkir við rannsóknir þar eð undanfarin áratug hafa árlega birst 15-30<br />

vísindalegar ritgerðir frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Ekki voru<br />

haldnar sérstakar ráðstefnur eða þing á vegum stofnunarinnar árið <strong>2005</strong>.<br />

Annað<br />

Rekstur Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er innan við 2% af heildarrekstri<br />

Landspítala- háskólasjúkrahúss en nemur þó um 250 m.kr. árlega. Á hverju ári afla<br />

starfsmenn verulegra vísindastyrkja, bæði innlendra og erlendra, og jókst upphæð<br />

styrkja árið <strong>2005</strong>. Umtalsvert samstarf er við vísindastofnanir beggja vegna Atlantshafsins,<br />

sem og við aðrar innlendar vísindastofnanir og líftæknifyrirtæki.<br />

Starfsemi Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er í sex byggingum og eru<br />

þrjár á Landspítalalóð, sú fjórða er til húsa í Læknagarði, fimmta í Haga og að<br />

lokum er lífsýnasafn í leiguhúsnæði hjá Krabbameinsfélögunum við Skógarhlíð.<br />

Brýnt er að leita lausnar húsnæðisvanda stofnunarinnar á næstu misserum.<br />

Rannsóknastofa í<br />

næringarfræði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Á vordögum, 13.maí <strong>2005</strong>, skrifuðu Páll Skúlason háskólarektor og Magnús Pétursson<br />

forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss undir samning um rekstur rannsóknastofu<br />

í næringarfræði (RÍN). Starfsemi RÍN er byggð upp í kringum rannsóknir<br />

sem hljóta rannsóknastyrki innanlands og erlendis frá. Inga Þórsdóttir,<br />

prófessor í næringarfræði, er forstöðumaður. Í stjórn RÍN sitja Ágústa Guðmundsdóttir,<br />

prófessor og Pálmi V. Jónsson, dósent, bæði skipuð af háskólarektor, og<br />

skipaðar af forstjóra LSH voru Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri og<br />

Oddný Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar. Á<br />

stjórnafundi var Ágústa kosin formaður og Oddný ritari stjórnar.<br />

Fjöldi starfsmanna í rannsóknum á árinu <strong>2005</strong> voru 14 talsins, þar af 11 meistaraog<br />

doktorsnemar. Flestir þeirra unnu í hlutastörfum í rannsóknunum. Einn doktorsnemi,<br />

Björn Sigurður Gunnarsson, varði doktorsritgerð á árinu og tveir meistaranemar<br />

luku námi. Nýr kennari við Háskóla Íslands, Ingibjörg Gunnarsdóttir,<br />

dósent, hefur starfsaðstöðu á RÍN. Auk rannsóknastarfa hefur RÍN gefið sérfræðiálit<br />

og ráðgjöf ýmiss konar á árinu.<br />

Rannsóknir<br />

Á árinu hófst nýtt verkefni á sviði næringar og vaxtar barna, Næring íslenskra<br />

ungbarna - áhrif breyttra ráðlegginga, en verkefnið er styrkt af RANNÍS. Næring<br />

snemma á lífsleiðinni og áhrif hennar á heilsufar hefur verið eitt helsta rannsóknasvið<br />

RÍN og þar á meðal eru rannsóknir sem snúa að meðgöngu og<br />

brjóstagjöf. Hið nýja verkefni mun meðal annars leiða í ljós hvort ráðleggingar<br />

um stoðmjólk skili bættum járnbúskap barna við eins árs aldur. RÍN stundar einnig<br />

rannsóknir á næringarástandi mismunandi sjúklingahópa. Virkt samstarf er<br />

nú við öldrunardeildir Landspítala um næringarástand aldraðra og tengda þætti.<br />

211


Rannsóknir á lífvirkum efnum í mat eru einnig stundaðar á RÍN. Enn eru að birtast<br />

greinar með rannsóknaniðurstöðum sem sýna sérstöðu íslensku kúamjólkurinnar.<br />

Í verkefninu SEAFOODplus-YOUNG sem hófst árið 2004 og styrkt er af 6.<br />

rammaáætlun Evrópusambandsins eru rannsökuð lífvirk efni í fiski. Annars vegar<br />

er gerð íhlutandi rannsókn sem felur í sér meðferð ungra of þungra einstaklinga<br />

og hins vegar er faraldsfræðileg rannsókn á þunglyndi eftir fæðingu. Rannsóknin<br />

er samstarfsverkefni fimm Evrópuþjóða og er Inga Þórsdóttir verkefnisstjóri.<br />

Rannsóknaverkefninu ProChildren sem styrkt var af 5. rammaáætlun Evrópusambandsins<br />

var lokið á árinu en í því tóku þátt yfir 10 þúsund 11 ára evrópsk<br />

skólabörn og foreldrar þeirra. Það sýndi meðal annars að neysla ávaxta og grænmetis<br />

er lægst hérlendis meðal Evrópuþjóðanna, að aðgengi að ávöxtum og<br />

grænmeti heimavið er ákvarðandi þáttur um neyslu íslenskra barna af þessum<br />

vörum og að drengir sem eru of þungir neyta minna magns af ávöxtum og grænmeti<br />

en drengir í kjörþyngd.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Niðurstöður rannsókna RÍN voru kynntar á fjölmörgum ráðstefnum, fundum og<br />

málstofum bæði innanlands og erlendis. Boðsfyrirlestrar voru tíðir á árinu, og<br />

birting niðurstaðna í erlendum og innlendum tímaritum tíð eins og sjá má í Ritaskrá<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong>. Gefin var út skýrsla um sykurstuðul, sem styrkt var af<br />

Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Aðstaða<br />

Starfsemi RÍN er að hluta til á Næringarstofu Landspítala-háskólasjúkrahúss við<br />

Eiríksgötu 29 og að hluta til í bráðabirgðahúsnæði í kjallara kvennadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Samþykktar hafa verið endurbætur á húsnæði efstu<br />

(3ju) hæðar Eiríksgötu 29.<br />

Rannsóknastofa í<br />

ónæmisfræði<br />

Almennt<br />

Deildin er hluti af Rannsóknasviði Landspítalans (RLSH). Aðrar deildir þessarar<br />

stofnunar eru: Blóðbankinn, blóðmeinafræðideild, erfða- og sameindafræðideild,<br />

meinefnafræðideild, sýklafræðideild, veirufræðideild og meinvefjafræðideild.<br />

Yfirlæknar deildanna, sem eru í flestum tilvikum einnig kennarar við læknadeild,<br />

mynda rekstrarstjórn stofnunarinnar.<br />

Forstöðumaður ónæmisfræðideildar er Helgi Valdimarsson, prófessor og Málfríður<br />

Ásgeirsdóttir er skrifstofustjóri.<br />

Í árslok <strong>2005</strong> störfuðu 28 einstaklingar við deildina, þar af einn prófessor, 2 dósentar,<br />

1 klínískur lektor, þrír nýdoktorar (líf- og efnafræðingar), einn aðstoðarlæknir,<br />

fjórir líffræðingar og sex lífeindafræðingar (meinatæknar). Fimm starfsmenn<br />

voru í námi til meistaraprófs og þrír í námi til doktorsprófs. Skrifstofustjóri<br />

og fulltrúi.<br />

Doktors- og meistaranemar sem luku námi <strong>2005</strong><br />

Gunnhildur Ingólfsdóttir. Regulation of immune responses to protein-conjugated<br />

polysaccharides. Meistaraprófsvörn við læknadeild Háskóla Íslands, desember<br />

<strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Perla Þorbjörnsdóttir. The role of the complement system in the pathogenesis of<br />

cardiovascular disease. Meistaraprófsvörn við læknadeild Háskóla Íslands, október<br />

<strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Guðmundur J. Arason, Ph.D. líffræðingur.<br />

Sædís Sævarsdóttir. Mannose binding lectin in inflammatory diseases. Doktorsvörn<br />

við læknadeild Háskóla Íslands, október <strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Helgi Valdimarsson,<br />

prófessor.<br />

Þórunn Ásta Ólafsdóttir. Phenotype and function of cells of lymphoid tissues in<br />

neonates - effect of immunization route and adjuvants. Meistaraprófsvörn við<br />

læknadeild Háskóla Íslands, desember <strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

212


Nemendur í rannsóknarnámi<br />

Doktorsnemar:<br />

Brynja Gunnlaugsdóttir, M.Sc., líffræðingur. Innrituð <strong>2005</strong>.<br />

Guðmundur Jörgensen, læknir. Innritaður 2004.<br />

Siggeir Fannar Brynjólfsson, M.Sc. Innritaður <strong>2005</strong>.<br />

Sigurveig Th. Sigurðardóttir, MD. Innrituð <strong>2005</strong>.<br />

Stefanía P. Bjarnarson, líffræðingur. Innrituð 2003.<br />

Meistaranemar:<br />

Margrét S. Sigurðardóttir, líffræðingur. Innrituð 2003.<br />

Ragnhildur Kolka, lífeindafræðingur. Innrituð <strong>2005</strong>.<br />

Sigrún Laufey Sigurðardóttir, líffræðingur. Innrituð 2003.<br />

Helstu rannsóknarviðfangsefni<br />

• Orsakir IgA skorts.<br />

Verkefnisstjóri: Björn Rúnar Lúðvíksson, dósent.<br />

Starfsmaður: Guðmundur Jörgensen, læknir og doktorsnemi.<br />

Samstarfsaðili: Lennart Hammerström, Stokkhólmi.<br />

• Áhrif TGF-b á þroskaferli og virkni T eitilfruma.<br />

Verkefnisstjóri: Björn Rúnar Lúðvíksson, dósent.<br />

Starfsmaður: Brynja Gunnlaugsdóttir, líffræðingur og doktorsnemi.<br />

• Hlutdeild kompliments í æðasjúkdómum.<br />

Verkefnisstjóri: Guðmundur Jóhann Arason, líffræðingur.<br />

Starfsfólk: Perla Þorbjörnsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.<br />

• Klínísk og ónæmisfræðileg greining á psoriasis eftir arfgerðum.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Jóhann E. Guðjónsson, læknir.<br />

Samstarfsaðilar: Bárður Sigurgeirsson, læknir og Íslensk erfðagreining.<br />

• Psoriasis liðagigt, einkenni og algengi liðbólgna í psoriasisfjölskyldum.<br />

Verkefnisstjóri: Björn Guðbjörnsson, dósent.<br />

Starfsmaður: Þorvaldur Löve, læknir.<br />

Samstarf: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

• Húðsæknieiginleikar T eitilfruma í kverkeitlum psoriasissjúklinga.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Andrew Johnston Ph.D, Hekla Sigmundsdóttir Ph.D, Ragna Hlín<br />

Þorleifsdóttir, læknanemi, Aron Lúðvíksson, læknanemi.<br />

• Hlutverk T eitilfruma í meingerð psoriasis.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Hekla Sigmundsdóttir, Ph.D, Andrew Johnston, Ph.D.<br />

• Leit að sjálfsantigenum sem orsaka psoriasis.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsmaður: Andrew Johnston, Ph.D.<br />

Samstarf: Sören Buus prófessor, Kaupmannahöfn.<br />

• Ný tegund bælifruma.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Ragna Hlín Þorleifsdóttir, læknanemi, Andrew Johnston, Ph.D.<br />

• Mannose binding lectin verndar gegn kransæðastíflu.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsmaður: Sædís Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi.<br />

Samstarf: Hjartavernd.<br />

• Bindur Mannose binding lectin blóðfitu og ónæmisfléttur sykursjúkra betur<br />

en heilbrigðra.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Sædís Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi, Þóra Víkingsdóttir,<br />

MS og Katrín Þórarinsdóttir, læknanemi.<br />

Samstarf: Innkirtla- og hjartadeildir Landspítala Háskólasjúkrahúss.<br />

• Getur skortur á Mannose binding lectini stuðlað að rauðum úlfum (SLE)<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Sædís Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi, Þóra Víkingsdóttir<br />

MS.<br />

Samstarf: Kristján Steinsson, yfirlæknir og Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum.<br />

• Framskyggn rannsókn á sjúklingum með byrjandi iktsýki.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor og Arnór Víkingsson, læknir.<br />

Starfsfólk: Þóra Víkingsdóttir MS, Sigrún L. Sigurðardóttir, líffræðingur og<br />

meistaranemi.<br />

Samstarf: Ólafur Kjartansson, læknir LSH, Árni Jón Geirsson, læknir LSH og<br />

Þorbjörn Jónsson, læknir LSH.<br />

• Áhrif NSAID lyfja á bráða og króníska liðbólgu.<br />

213


Verkefnastjórar: Jóna Freysdóttir, Ph.D. og Þóra Víkingsdóttir, MS.<br />

Starfsfólk: Sigrún L. Sigurðardóttir, líffræðingur og meistaranemi.<br />

Samstarf: Arnór Víkingsson, læknir.<br />

• Ákvörðun boðefnamynsturs í milta og eitlum í nýfæddum músum, áhrif<br />

ónæmisglæða og bólusetningaleiða á svipgerð og virkni T-, B- og angafrumna.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsfólk: Sólveig Hannesdóttir, Ph.D. nýdoktor, Þórunn Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur<br />

og meistaranemi.<br />

Samstarf: Giuseppe del Giudice, Chiron Vaccines, Ítalíu og Emanuelle Trannoy,<br />

Sanofi Pasteur, Frakklandi.<br />

• Fjölsykrusértækar B-minnisfrumur í eitilvef nýfæddra músa bólusettra með<br />

próteintengdum fjölsykrum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmaður: Stefanía P. Bjarnarson, líffræðingur og doktorsnemi, Brenda C.<br />

Adarna, M.Sc., líffræðingur.<br />

Samstarf: Giuseppe del Giudice, Chiron Vaccines, Ítalíu, Emanuelle Trannoy,<br />

Sanofi Pasteur, Frakklandi, Claire-Anne Siegrist, University of Geneva, Swiss.<br />

• Stjórnun ónæmissvara gegn próteintengdum fjölsykrum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmaður: Gunnhildur Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur og meistaranemi.<br />

Samstarf: Emanuelle Trannoy, Sanofi Pasteur, Frakklandi.<br />

• Sameindafræðilegar orsakir sýkingarmáttar, útbreiðslu og sýklalyfjanæmis<br />

pneumókokka; sýkiþættir pneumókokka, ónæmissvör og erfðaþættir hýsils.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmenn: Telma H. Númadóttir, líffræðingur, Gunnhildur Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur<br />

og meistaranemi.<br />

Samstarf: Karl G. Kristinsson, prófessor, sýkladeild LSH, Þórólfur Guðnason,<br />

yfirlæknir, Sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, Birgitta Henriques-Normark,<br />

Swedish Institute for Infectious Disease Control, Svíþjóð o.fl.<br />

• Fjölsykrusértækar minnisfrumur í mönnum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmaður: Maren Henneken, Ph.D, nýdoktor.<br />

Samstarf: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur og klínískur lektor, Hannes<br />

Petersen, yfirlæknir, Einar Thoroddsen læknir, HNE-deild LSH, Emanuelle<br />

Trannoy, Sanofi Pasteur, Frakklandi.<br />

• Þróun breiðvirkra próteinbóluefna gegn pneumókokkasýkingum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsfólk: Þórunn Á. Ólafsdóttir, líffræðingur og meistaranemi, Siggeir F.<br />

Brynjólfsson, líffræðingur og doktorsnemi.<br />

Samstarf: Martina Ochs, Sanofi Pasteur, Kanada, Antonello Covacci, Chiron<br />

Vaccines, Ítalíu.<br />

• Ónæmisminni sex árum eftir bólusetningu ungbarna með próteintengdu<br />

bóluefni.<br />

Verkefnisstjóri: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor.<br />

Samstarfsaðilar: Ingileif Jónsóttir, dósent, Katrín Davíðsdóttir, sérfræðingur.<br />

Starfsmaður: Gunnhildur Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur og meistaranemi.<br />

• Rannsókn á samsettu bóluefni gegn pneumókokkum og meningókokkum C<br />

hjá ungbörnum.<br />

Verkefnisstjóri: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor.<br />

Samstarfsaðilar: Ingileif Jónsdóttir, dósent, Katrín Davíðsdóttir, barnalæknir,<br />

Vilhjálmur A. Arason, heimilislæknir, Ólöf Jónsdóttir, barnalæknir.<br />

• Algengi, kostnaður og ástæður fyrir fæðuofnæmi í Evrópu;<br />

Verkþáttur 1.1: Fæðuofnæmi á barnsaldri – einkenni barna sem fá fæðuofnæmi.<br />

Verkefnisstjóri: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor.<br />

Samstarfsaðilar: Michael Clausen, sérfræðingur.<br />

Starfsmenn: Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hlíf Sigurðardóttir,<br />

hjúkrunarfræðingur, Anna G. Viðarsdóttir, yfirlífeindafræðingur.<br />

• Þróun in-vitro frumuáreitisprófs til greiningar á fæðuofnæmi.<br />

Verkefnisstjórar: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor og<br />

Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur, dósent.<br />

Samstarfsaðilar: Michael Clausen, sérfræðingur, Davíð Gíslason, yfirlæknir.<br />

Árið <strong>2005</strong> birti starfsfólk deildarinnar samtals 15 greinar í ritrýndum alþjóðlegum<br />

vísindatímaritum og einn bókarkafla, hélt 24 fyrirlestra erlendis og 35 innanlands<br />

og kynnti fjölda rannsókna á veggspjöldum á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.<br />

214


Verkefni 3. árs læknanema<br />

Geir Hirlekar. Orsakaþættir sóra- eru sýklaeyðandi peptíð með í spilinu.<br />

Sverrir Ingi Gunnarsson. Hefur leptin áhrif á virkni psoriasis.<br />

Kristján Dereksson. Þróun nýrrar leiðar til greiningar salýlyfjaofnæmis.<br />

Rannsóknaverkefni Nýsköpunarsjóðs námsmanna<br />

Siggeir F. Brynjólfsson. Immunogenicity of meningococcal congjugate vaccines in<br />

neonates. Leiðbeinandi Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Haldnir eru fræðslufundir tvisvar í mánuði fyrir alla sem vinna að rannsóknum í<br />

ónæmisfræði og skyldum greinum.<br />

Rannsóknarnámsnemar deildarinnar kynna verkefni sín á fundum sem haldnir<br />

eru tvisvar í mánuði.<br />

Ritstjórnarstörf<br />

Helgi Valdimarsson, Clinical Experimental Immunology, í ritstjórn.<br />

Helgi Valdimarsson, Scandinavian Journal of Immunolog, einn af ritstjórum.<br />

Ingileif Jónsdóttir, Scandinavian Journal of Immunology, <strong>2005</strong>, Blackwell, í ritstjórn.<br />

Ingileif Jónsdóttir, Microbes and Immunity, <strong>2005</strong>, Institute Pasteur, í ritstjórn.<br />

Ingileif Jónsdóttir, PGD and Embryo Selection. A Report from and International<br />

Conference on Preimplantation Genetic Diagnosis and Embryo Selection. The<br />

Nordic Committee on Bioethics. Tema Nord, <strong>2005</strong>. Ritstjóri.<br />

Nefndastörf<br />

Guðmundur Jóhann Arason: Í stjórn European Complement Network (ECN).<br />

Helgi Valdimarsson: Aðalmaður í stjórn Nordic Foundation for Immunology.<br />

Ingileif Jónsdóttir, dósent: aðalmaður í Vísinda og tækniráði og vísindanefnd þess,<br />

í dómnefnd um viðurkenningu Háskóla Íslands á akademísku hæfi starfsmanna á<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi, fulltrúi Íslands í stjórnarnefnd um rannsóknir og<br />

þróun í líftækni og erfðatækni í þágu heilbrigðis innan 6. Rammaáætlunar ESB,<br />

formaður Norrænu Lífsiðfræðinefndarinnar, í stjórn Scandinavian Society for<br />

Immunology, í Vísindaráði Hjartaverndar, fulltrúi Íslands í NOS-M (The Joint<br />

Committee of the Nordic Medical Research Councils), fulltrúi Íslands í EMRC<br />

(Standing Committee of the European Medical Research Councils)<br />

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir: Formaður félags íslenskra barnalækna, í stjórn félags<br />

íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna.<br />

Annað<br />

Sædísi Sævarsdóttur voru veitt verðlaun menntamálaráðherra fyrir framlag sitt á<br />

12. Ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild árið <strong>2005</strong>.<br />

Helgi Valdimarsson var heiðraður af stjórn LSH fyrir frábæran feril sem vísindamaður<br />

og kennari.<br />

Helgi Valdimarsson var gestaprófessor við læknaskólann, Ann Arbor, Michigan.<br />

Helgi Valdimarsson vann að rannsóknum í 3 mánuði sem Fogarty Scholar við<br />

National Institutes of Health í Bandaríkjunum.<br />

Ingileif Jónsdóttir var í rannsóknaleyfi við Chiron Vaccines, Siena, Ítalíu, á vorönn<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði<br />

Starfsemi<br />

Starfsemin var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Á deildinni voru að jafnaði<br />

sex sérfræðingar (3,25-5 stöðugildi), 29 lífeindafræðingar, tveir líffræðingar (einn<br />

bættist við í hálfa stöðu) og átta aðstoðarmenn og ritarar. Fastir starfsmenn Háskólans<br />

voru Karl G. Kristinsson, prófessor, yfirlæknir deildarinnar, Ólafur Steingrímsson,<br />

dósent, og Gunnsteinn Æ. Haraldsson, framkvæmdastjóri rannsóknanámsnefndar,<br />

allir í læknadeild. Auk þeirra sinntu allir sérfræðingar deildarinnar<br />

og þrír lífeindafræðingar stundakennslu í lækna-, lyfjafræði-, tannlækna- og<br />

hjúkrunarfræðideild og sjúkraþjálfun. Tveir nemendur eru í doktorsnámi við<br />

deildina og þrír tengdir deildinni.<br />

216


Vísindarannsóknir<br />

Unnið var að fjölmörgum rannsóknum á árinu, en eftirfarandi voru viðamestar:<br />

• Pneumococcal Resistance Epidemicity and Virulence Study (PREVIS) Styrkt af<br />

6. rammaáætlun Evrópusambandsins. Unnið í samstarfi við embætti sóttvarnalæknis,<br />

ónæmisfræðideild LSH og aðila í Svíþjóð, Portúgal, Englandi,<br />

Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hófst í byrjun ársins 2004 og lýkur í lok ársins<br />

2006.<br />

• Erfðir smitsjúkdóma. Rannsókn á erfðum sem tengjast berklum, hjúpuðum<br />

bakteríum, inflúensu og bólusótt. Hófst í lok ársins 2004 og er í samstarfi við<br />

Íslenska erfðagreiningu, smitsjúkdómalækna á LSH o.fl. Stór styrkur fékkst<br />

frá National Institute of Health, USA, til verkefnisins.<br />

• Sources and risk factors for Campylobacter in poultry and impact on human<br />

disease in a closed system. Unnið í samstarfi við embætti yfirdýralæknis, Tilraunastöð<br />

HÍ, Keldum, Umhverfisstofnun, sóttvarnalækni og samstarfsaðila í<br />

Bandaríkjunum og Kanada. Styrktímabilinu lauk í lok ársins 2004, en verkefnið<br />

var framlengt til loka sumarsins <strong>2005</strong>.<br />

• Sameindafaraldsfræði pensillínónæmra pneumókokka. Doktorsverkefni Sigurðar<br />

E. Vilhelmssonar, líffræðings. Sigurður hætti störfum á deildinni árið<br />

2003, en vinnur enn að verkefninu og hyggst ljúka því vorið 2006. Martha Á.<br />

Hjálmarsdóttir hóf doktorsnám á árinu og tekur m.a. upp þráðinn þar sem<br />

Sigurður hætti. Ífarandi pneumókokkasýkingar fyrir árin 1987-2004 voru<br />

skoðaðar sérstaklega af Hólmfríði Jensdóttir og Helgu Erlendsdóttur.<br />

• Sameindafaraldsfræði ónæmra Streptococcus pyogenes á Íslandi. Marianne<br />

Jensdóttir, líffræðingur, var ráðin tímabundið til að ljúka verkefninu ásamt<br />

Sigurði E. Vilhelmssyni og Karli G. Kristinssyni.<br />

• Rannsókn á orsökum iðrasýkinga á Íslandi, Verkefnið unnið í samvinnu við<br />

sex heilsugæslustöðvar, veirufræðideild RLSH og sóttvarnalækni. Áfram unnið<br />

að gagnasöfnun.<br />

• Sveppasýkingar í blóði: Faraldsfræði, áhættuþættir, ónæmissvörun og meingerð.<br />

Doktorsverkefni Lenu Rósar Ásmundsdóttur, læknis. Hófst á árinu 2004<br />

í samstarfi við lækna á smitsjúkdóma- og ónæmisfræðideild LSH.<br />

• Aðalbláberjalyng – efnagreining og skimun fyrir áhrifum á örverur og á<br />

genatjáningu sýkladrepandi peptíða. Helga Erlendsdóttir og Ingibjörg Hilmarsdóttir<br />

unnu að verkefninu með Írisi Ólafsdóttur, lyfjafræðinema og Kristínu<br />

Ingólfsdóttur, prófessor.<br />

Annað<br />

Karl G. Kristinsson, prófessor, var formaður nefndar heilbrigðisráðuneytisins um<br />

sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi, nefndarmaður í samstarfsnefnd umhverfisráðuneytisins<br />

um matarsjúkdóma og varamaður í sóttvarnaráði. Hann situr í fjármálanefnd<br />

HÍ og deildarráði læknadeildar. Ólafur Steingrímsson, dósent, var<br />

áfram formaður sóttvarnarráðs. Vinna að gæðastýringu með faggildingu rannsóknastofunnar<br />

að markmiði er enn í fullum gangi. Vinna við að hanna og setja<br />

upp nýtt tölvukerfi fyrir deildina hófst á árinu og er áætlað að henni ljúki í byrjun<br />

sumars 2006. Norðurlandaþing sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna var haldið<br />

á Nordica Hótelinu í Reykjavík í júní <strong>2005</strong>, en í undirbúningsnefnd voru Karl G.<br />

Kristinsson (formaður) og Hjördís Harðardóttir o.fl.<br />

Rannsóknastofa í veirufræði<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Yfirstjórn rannsóknastofu í veirufræði er óbreytt frá fyrri árum. Forstöðumaður og<br />

yfirlæknir er Arthur Löve, prófessor, en daglegri verkstjórn sinnir Þorgerður<br />

Árnadóttir yfirnáttúrufræðingur. Starfsmenn deildarinnar eru um 20 talsins og<br />

sinna<br />

bæði þjónustu- og grunnrannsóknum í veirufræði, sem er ásamt kennslu heilbrigðisstétta<br />

hlutverk deildarinnar. Er starfsfólk úr ýmsum greinum, þ.e. læknar,<br />

náttúrufræðingar, efnafræðingur, lífeindafræðingar og annað rannsóknar- og<br />

skrifstofufólk. Þrír hættu störfum á árinu og aðrir komu í þeirra stað.<br />

Rannsóknir og önnur starfsemi<br />

Gerðar voru yfir 50.000 rannsóknir á sýnum frá sjúklingum og jókst sú starfsemi<br />

heldur frá fyrra ári; fjöldi rannsókna hefur verið að aukast smátt og smátt.<br />

Einnig fléttast grunnrannsóknir inn í starfsemina eftir föngum.<br />

Meðal helstu rannsóknarsviða má nefna eyðni- og lifrarbólgurannsóknir. Nær<br />

sami fjöldi HIV - sýktra greinist nú ár frá ári og eru nú nær jafnmargar konur og<br />

217


karlar sem greinast. Farið er að bera á ónæmi gegn þeim andveirulyfjum sem<br />

notuð eru við meðferð HIV-sýkingar. Þarf flóknar rannsóknir á veirunni þessu til<br />

staðfestingar og hefur Rannsóknastofa í veirufræði ekki tekið þær rannsóknir upp<br />

enn, en verður vafalaust að gera það á næstu misserum. Lifrarbólguveira C<br />

breiðist enn hratt út meðal þeirra sem neyta fíkniefna í æð. Þeir yngstu sem<br />

greinast nú sýktir af völdum lifrarbólguveiru C eru fæddir á árunum 1986-1988.<br />

Ljóst er að forvarnir gegn eiturlyfjum ættu að verða eitt af aðalforgangsverkefnum<br />

heilbrigðis- og menntakerfisins þar sem mikið er í húfi. Mikilvægt er að<br />

greina lifrarbólguveiru C sem fyrst þar sem oft tekst að ráða niðurlögum veirunnar<br />

ef meðferð er hafin stuttu eftir smit.<br />

Samstarfsverkefni varðandi lifrarbólguveiru C, aðrar lifrarbólguveirur og einnig<br />

varðandi ýmsar illa skilgreindar veirur héldu áfram við háskólasjúkrahúsið í<br />

Málmey. Samstarfi við Karolinska Institutet í Stokkhólmi varðandi verkefni um<br />

sameindafaraldsfræði lifrarbólguveiru B tókst að ljúka og voru niðurstöðurnar<br />

birtar í veirufræðitímariti.<br />

Annað stórt rannsóknarsvið eru greiningar á öndunarfærasýkingum, þar á meðal<br />

á svonefndri „respiratory syncytial“-veiru (RS) sem á hverju ári herjar hérlendis<br />

og er vel skrásett faraldsfræðilega. Sama gildir um inflúensuveirur, en slæmur<br />

inflúensufaraldur gekk í byrjun árs og olli andlátum meðal elstu kynslóðarinnar.<br />

Fjöldi tilfella greindist af svokölluðum caliciveirusýkingum sem er uppkasta- og<br />

niðurgangspest sem kemur oft upp á sjúkrahúsum, elliheimilum, öldrunardeildum<br />

og víðar. Hófst faraldur þessi á haustmánuðum 2002 og stendur enn (mars<br />

<strong>2005</strong>), þótt miklu færri tilfelli hafi fundist miðað við fyrstu árin. Greining á veirunni<br />

var tekin upp fyrir fáum árum.<br />

Vegna mikilla umræðna og hræðslu við sýklahernað eftir árásirnar 11. september<br />

2001 í Bandaríkjunum var afráðið að útbúa og tækjavæða eitt einangrunarherbergi<br />

á rannsóknastofunni til þess að vera betur í stakk búinn að greina torkennilegar<br />

sýkingar sem gætu verið af völdum sýklaárásar. Þessum viðbúnaði og undirbúningi<br />

var haldið áfram. Samstarf við Smittskyddsinstituttet í Stokkhólmi varðandi<br />

slíka hugsanlega sýklavá var í gangi. Jafnframt voru sett upp próf fyrir veirum<br />

sem taldar eru líklegastar að notaðar yrðu í slíkri sýklaárás.<br />

Nú hefur mikið verið rætt um fuglaflensu en hún hefur herjað á fugla í nokkrum<br />

heimshlutum þar á meðal í Evrópu. Fáir menn hafa þó tekið veikina.<br />

Rannsóknastofa í veirufræði hefur komið sér upp greiningaraðferð fyrir fuglaflensu<br />

skyldi hún stinga sér niður hérlendis sem verður að telja ólíklegt.<br />

Kennsla var á árinu viðamikill þáttur í starfsemi rannsóknastofunnar. Starfsfólk<br />

hennar hélt fræðslufundi víða um ýmis efni innan greinarinnar. Skipuleggur<br />

starfsfólk deildarinnar námskeið í veirufræði við Háskóla Íslands fyrir lækna<br />

nema, hjúkrunarnema, lyfjafræðinema og við Tækniháskóla Íslands fyrir lífeindafræðinema.<br />

Tveir meistaraprófsnemar voru skráðir við rannsóknastofuna og annar<br />

nemandi var um það bil að útskrifast frá Karolinska Instituttet í Stokkhólmi en<br />

aðalhluti verkefnis hans var af íslenskum toga og yfirlæknir rannsóknarstofunnar<br />

var einn af leiðbeinendum. Sem fyrr situr yfirlæknir í sóttvarnaráði og er formaður<br />

nefndar til útrýmingar<br />

mænusóttar á Íslandi.<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði byggist á samstarfi Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar<br />

Íslands, Hafrannsóknastofnunarinnar og Sandgerðisbæjar.<br />

Í Rannsóknastöðinni unnu á árinu <strong>2005</strong> níu menn við rannsóknir í sjö stöðugildum.<br />

Þeir sáu um að flokka botndýr sem söfnuðust í rannsóknarverkefninu<br />

Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum<br />

svo sem greiningu magasýna og aldursgreiningu á fiskum. Umsjón með rekstri<br />

stöðvarinnar hafði Guðmundur V. Helgason, sjávarlíffræðingur.<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum hefur hafið samstarf við<br />

Rannsóknastöðina. Starfsmenn Fisksjúkdómadeildar nota nú aðstöðuna í<br />

Sandgerði til að gera tilraunir á lifandi fiski með bóluefni gegn ýmsum fisksjúkdómum.<br />

218


Annað meginsvið Rannsóknastöðvarinnar felst í mengunarrannsóknum. Í stöðinni<br />

hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á íslenskar<br />

sjávarlífverur. Á árinu <strong>2005</strong> var lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum efnisins<br />

tríbútýltin á hrognkelsalirfur og á krækling.<br />

Árið 2003 náði Rannsóknastöðin í Sandgerði samningi við Evrópusambandið til<br />

tveggja ára um að stöðin er nú aftur skilgreind sem „einstæð vísindaaðstaða“<br />

(Access to Research Facilities) á vegum 5. rammaáætlunar Evrópusambandsins.<br />

Þessi samningur var síðan framlengdur um 6 mánuði og rann út 31. júlí <strong>2005</strong>. Árið<br />

<strong>2005</strong> kom vegna þessa samnings 21 vísindamaður og dvöldust þeir við rannsóknir<br />

í stöðinni í allt að einn og hálfan mánuð. Alls komu á öllu samningstímabilinu<br />

79 vísindamenn sem voru í Sandgerði frá tveimur vikum upp í þrjá mánuði.<br />

Alls dvöldu vísindamenn í 1.755 dag í stöðinni á samningstímabilinu. Rannsóknaverkefni<br />

þessa vísindamanna voru m.a. athuganir á æðarfugli, verkun málningar<br />

á fisklirfu, fjölbreytileiki krabbaflóa, flokkun burstaorma, nökkva og krossfiska,<br />

rannsóknir á kóralþangi, útbreiðsla grænþörunga, sagþangs, bóluþangs, sjávarkræðu<br />

auk rannsókna á áhrifum eiturefna á þanglýs og lindýr. Þessir sérfræðingar<br />

komu frá Hollandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Finnlandi,<br />

Spáni, Búlgaríu, Póllandi, Portúgal og Bretlandi.<br />

Auk hinna erlendu sérfræðinga stunduðu sérfræðingar Líffræðistofnunar margvíslegar<br />

rannsóknir við stöðina og nemendur við líffræðiskor nutu aðstöðunnar<br />

við rannsóknir sínar. Halldór P. Halldórsson vinnur hluta rannsóknavinnu doktorsnáms<br />

síns á stöðinni.<br />

Á stöðinni fór einnig fram kennsla á vegum líffræðiskorar. Á vormánuðum fór<br />

umfangsmikill verklegur þáttur námskeiðsins Eiturefnavistfræði fram í stöðinni.<br />

Stöðin lagði einnig til mikinn efnivið til verklegrar kennslu í greinum er fást við<br />

lífríki sjávar.<br />

Siðfræðistofnun<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Siðfræðistofnunar var óbreytt frá fyrra ári en í henni eiga sæti: Vilhjálmur<br />

Árnason, prófessor, tilnefndur af heimspekiskor, formaður stjórnar, Sólveig Anna<br />

Bóasdóttir, dr. theol., tilnefnd af guðfræðideild, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, tilnefnd<br />

af kirkjuráði þjóðkirkjunnar, Ástríður Stefánsdóttir, dósent, tilnefnd af<br />

Kennaraháskóla Íslands og Páll Hreinsson, prófessor í lagadeild, skipaður af háskólaráði<br />

án tilnefningar. Fyrir utan forstöðumann, Salvöru Nordal, sem er í fullu<br />

starfi, hafa sérfræðingar verið ráðnir í einstök rannsóknarverkefni í lengri eða<br />

skemmri tíma.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir á gagnagrunnum. Styrkur fékkst úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir<br />

verkefnið Notkun gagnagrunna á heilbrigðissviði: Siðferðileg álitamál. Verkefnið<br />

hófst á árinu og var Ingunn Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur, MA, ráðin til að vinna<br />

úttekt á starfi Vísindasiðanefndar.<br />

Siðfræðistofnun hlaut áframhaldandi styrk frá NorFa/Nordforsk fyrir samstarfsnet<br />

á sviði siðfræði og lífvísinda, The Ethics of Genetic and Medical Information.<br />

Auk Siðfræðistofnunar, sem leiðir verkefnið, standa að rannsókninni vísindamenn<br />

frá Eistlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Englandi. Fundur var haldinn í verkefninu í<br />

Manchester 30. maí þar sem rætt var um gagnagrunna á heilbrigðissviði og lyfjaerfðafræði.<br />

Í framhaldi af verkefninu ELSAGEN Ethical, Legal and Social Aspects of Human<br />

Genetic Databases, sem lauk formlega í árslok 2004, hefur Siðfræðistofnun tekið<br />

þátt í margvíslegum erlendum fundum. Formanni stjórnar og forstöðumanni var<br />

m.a. boðið á málþing PGHeart hjá læknadeild Warwick University í Englandi. Fundurinn<br />

var haldinn 27. maí og var hugsaður sem undirbúningur nánara samstarfs<br />

við Warwick. Formanni stjórnar var boðið á fund verkefnisins The Development of<br />

European Standards on Confidentiality and Privacy in Healthcare among Vulnerable<br />

Patient Populations (EuroSOCAP) sem haldinn var í Istanbul 17.–19. febrúar <strong>2005</strong><br />

þar sem hann gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ELSAGEN-verkefnisins.<br />

Á árinu var sótt um áframhaldandi styrki fyrir rannsóknir á sviði gagnagrunna á<br />

heilbrigðissviði bæði í 6. rammaáætlun Evrópusambandsins.<br />

220


Önnur rannsóknaverkefni<br />

Önnur minni verkefni hafa verið starfrækt, s.s. rannsóknin Siðanefndir starfstétta<br />

undir stjórn Róberts H. Haraldssonar, dósents. Verkefnið hefur verið styrkt af<br />

Kristnihátíðarsjóði sem og fyrirlestraröð og útgáfan Siðfræði og samtími undir<br />

stjórn Vilhjálms Árnasonar, prófessors. Þá fékkst nýr styrkur úr Kristnihátíðarsjóði<br />

fyrir verkefnið Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans.<br />

Þjónusta<br />

Siðfræðistofnun veitti sem fyrr umsagnir um ýmis lagafrumvörp og skýrslur á árinu<br />

og veitti fagfélögum og fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf, einkum um siðareglur.<br />

Hér má nefna ráðgjafarverkefni fyrir Matvæla- og fiskveiðistofnun Sameinuðu<br />

þjóðanna, FAO, en afrakstur þess verkefnis hefur komið út: Ethical issues<br />

in Fisheries. FAO Ethics Series 4. Höfundar Vilhjálmur Árnason, Devin Bartley,<br />

Serge Garcia, Róbert H. Haraldsson, Dagfinnur Sveinbjörnsson og Hiromoto Watanabe.<br />

Rome: FAO <strong>2005</strong>.<br />

Kennsla<br />

Átta nemendur hófu nám í starfstengdri siðfræði haustið <strong>2005</strong>. Er þetta svipaður<br />

hópur og síðast. Siðfræðistofnun hefur umsjón með náminu og var gerður sérstakur<br />

samningur milli Siðfræðistofnunar og heimspekiskorar um kennslu forstöðumanns<br />

í námskeiðunum Hagnýtt siðfræði og Málstofa um starfstengda siðfræði.<br />

Þá hefur forstöðumaður tekið þátt í mótun nýrra námsleiða á meistarastigi<br />

í siðfræði sem hefjast haustið 2006. Siðfræðistofnun mun hafa stjórnsýslulega<br />

umsjón með því námi.<br />

Fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Mikilvægur þáttur í starfsemi Siðfræðistofnunar er jafnan skipulagning málþinga<br />

og fyrirlestra hvers konar. Fundur var haldinn í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu<br />

í Eldborg 26. febrúar sl. Pálsstefna var haldin til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum,<br />

þann 8. og 9. apríl sl. þar sem 15 heimspekingar fjölluðu um heimspeki<br />

Páls. Málþing um bók Guðmundar Eggertssonar Líf af lífi var haldið í samvinnu<br />

við bókaútgáfuna Bjart 3. nóvember s.l. í Norræna húsinu. Þar héldu þau Ólöf Ýrr<br />

Atladóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson erindi og í pallborði auk þeirra voru þau<br />

Guðmundur Eggertsson og Vilhjálmur Árnason. Málstofa var haldin á Hugvísindaþingi<br />

um Fagmennsku og fjölmiðla undir stjórn Siðfræðistofnunar, en þar töluðu<br />

þau Salvör Nordal, forstöðumaður, Róbert H. Haraldsson, dósent og Þorbjörn<br />

Broddason, prófessor. Þá tók Vilhjálmur Árnason, prófessor og formaður stjórnar<br />

Siðfræðistofnunar þátt í málþingi Kristnihátíðarsjóðs 1. desember.<br />

Útgáfa<br />

Afrakstur Pálsstefnu kom út í bókinni Hugsað með Páli í júní í tengslum við sextugsafmæli<br />

hans.<br />

Einnig styrkti Siðfræðistofnun útgáfu bókarinnar Dialog und Menschenwürde. Ethik<br />

im Gesundheitswesen. Münster, Vín, Berlín, London: Lit-Verlag <strong>2005</strong>. Þýðing<br />

Lúðvíks E. Gústafssonar á Siðfræði lífs og dauða, 2. útg. eftir Vilhjálm Árnason.<br />

Aðstaða<br />

Skrifstofa Siðfræðistofnunar sem verið hefur í húsnæði hugvísindadeildar í Nýja<br />

Garði til nokkurra ára var flutt í Aðalbyggingu haustið <strong>2005</strong>.<br />

Sjávarútvegsstofnun<br />

Á árinu <strong>2005</strong> urðu þau umskipti á högum Sjávarútvegsstofnunar að hún rann,<br />

ásamt Umhverfisstofnun HÍ, inn í nýja háskólastofnun með víðara verksvið: Stofnun<br />

Sæmundar fróða, stofnun um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir<br />

við Háskóla Íslands. Lauk þar með formlegu hlutverki Sjávarútvegsstofnunar,<br />

sem starfað hafði frá árinu 1989. Rannsóknar- og samstarfsverkefni stofnunarinnar<br />

fylgdu henni til nýrra heimkynna, og verður þeim fram haldið þar. Verður nú<br />

gerð grein fyrir starfi Sjávarútvegsstofnunar á síðasta starfsári hennar, <strong>2005</strong>.<br />

Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands hefur verið að efla og samhæfa<br />

menntun og hvers konar rannsóknir sem varða sjó og sjávarútveg við HÍ og<br />

stuðla að samstarfi við atvinnulífið, vísindamenn og stofnanir heima og erlendis.<br />

Beina aðild að stofnuninni eiga raunvísindadeild, verkfræðideild, viðskipta- og<br />

hagfræðideild, félagsvísindadeild og lagadeild. Stofnunin hefur umsjón með<br />

meistaranámi í sjávarútvegsfræðum sem skipulagt er í samvinnu margra deilda.<br />

221


Árið <strong>2005</strong> stunduðu sex nemendur meistaranámið og einn þeirra lauk því á árinu.<br />

Hafa þá 18 nemendur útskrifast með meistarapróf í sjávarútvegsfræðum.<br />

Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu 14 verkefnaráðnir starfsmenn að<br />

rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu.<br />

Viðamesta verksvið Sjávarútvegsstofnunar eru rannsóknir. Hefur stofnunin haft<br />

forgöngu um ýmis rannsóknarverkefni varðandi sjávarútveg og stýrir einatt verkefnum<br />

sem hún á aðild að. Hér er gerð grein fyrir helstu rannsóknarverkefnum á<br />

árinu <strong>2005</strong>.<br />

Veiðigrunnur<br />

Fram var haldið þróun hugbúnaðar til notkunar í fiskiskipum, sem heldur utan<br />

um upplýsingar um veiðarnar, svo sem veiðiaðferðir, umhverfisaðstæður og afla.<br />

Þannig geta skipstjóri og útgerð valið upplýsingar í gagnagrunn um veiðar skipsins.<br />

Hluti búnaðarins er fyrirspurnakerfi þar sem hægt er að kalla fram í smáatriðum<br />

veiðisögu og aflasamsetningu úr hverri veiðiferð skipsins. Upplýsingarnar<br />

má setja fram með ýmsum hætti, t.d. skoða á hvaða stöðum eða við hvaða aðstæður<br />

veiðin hefur gengið best, bera saman veiðiferðir eða fá yfirlit yfir ákveðin<br />

tímabil. Hægt verður að bera saman árangur veiða með mismunandi veiðarfærum<br />

eða fá yfirlit yfir sambandið á milli togtíma og afla o.s.frv. Niðurstöður fyrirspurnanna<br />

birtast án tafar á myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Þessi búnaður<br />

getur einnig þjónað sem rafræn afladagbók, þar sem Fiskistofa og Hafrannsóknastofnunin<br />

óska eftir hluta þeirra upplýsinga sem safnað er. Hugbúnaðurinn getur<br />

valið þær sjálfvirkt og sent rafrænt. Þetta auðveldar skýrslugjöf skipstjórnenda og<br />

stórbætir gæði og skil gagna. Að veiðigrunninum stendur Radíómiðun hf. í samstarfi<br />

við Sjávarútvegsstofnun HÍ og Fiskistofu. Verkefnisstjóri er Kristján Gíslason.<br />

Secure and Harmonized European Electronic Logbooks<br />

(SHEEL)<br />

Í ársbyrjun 2004 var hleypt af stokkunum stóru evrópsku samstarfsverkefni,<br />

SHEEL, sem ætlað er að undirbúa reglugerð ESB um rafrænar afladagbækur fyrir<br />

evrópska fiskiskipaflotann. Um 30 aðilar eiga beina aðild að verkefninu og stýrir<br />

Sjávarútvegsstofnun veigamesta þætti verkefnisins sem fjallar um skilgreiningu<br />

afladagbókanna, innihald þeirra, form, tíðni boða, öryggiskröfur, samskiptatækni<br />

o.s.frv.<br />

Var þetta viðamesta verkefni stofnunarinnar á árinu og starfaði Þorsteinn Helgi<br />

Steinarsson, verkfræðingur, að verkefninu. Skilgreiningarnar voru kynntar á fundum<br />

með samstarfsaðilum í Sevilla á Spáni í janúar og aftur í Gautaborg í júní<br />

<strong>2005</strong>. Stofnunin skilaði síðan lokaskýrslu um skilgreiningarnar SHEEL-System<br />

Specifications í árslok <strong>2005</strong>. Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt verkþættinum um<br />

skilgreiningar og á sæti í þriggja manna yfirstjórn SHEEL.<br />

Information database for Managers in Fisheries<br />

Unnið var að þróun hugbúnaðar fyrir skipsstjórnendur og fiskvinnslu í Færeyjum.<br />

Það er unnið í samvinnu við Radíómiðun hf. og ComData í Færeyjum með tilstyrk<br />

NORA. Verkefnisstjóri er Guðrún Pétursdóttir.<br />

Vinnsluspá þorskafla<br />

Sjávarútvegsstofnun á aðild að verkefni sem styrkt er af Rannís og fjallar um<br />

skilgreiningu á sambandi veiðistaðar og tíma annars vegar og gæða aflans hins<br />

vegar, einkum varðandi nýtingu, holdastuðul, orma, mar og los í fiski.<br />

Verkefnið felur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamarkmið<br />

að auka arðsemi þorskvinnslu með því að rannsaka og þróa aðferðir til að<br />

meta vinnslugæði fisksins. Niðurstöðurnar má nota til að styrkja vinnslustjórn og<br />

auðvelda ákvarðanatöku um val veiðisvæða sem gefa besta fiskinn til vinnslu á<br />

hverjum tíma. Sveinn Margeirsson, verkfræðingur, vinnur nú að doktorsverkefni<br />

sínu við þetta verkefni. Verkefnið er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins og útgerðarfélagið Samherja. Verkefnisstjóri er Sigurjón<br />

Arason.<br />

Sherem<br />

Sherem er rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við Nýherja, Samherja og<br />

fleiri útgerðarfyrirtækja og fjallar um að finna lausnir til að koma á ytri rekjanleika<br />

í sjávarútvegi þar sem vörur fara gegnum marga hlekki í keðjunni frá veiðum<br />

til neyslu. Verkefnið er stutt af Rannís, en verkefnisstjóri er Viktor Vigfússon.<br />

222


Þjónusta við aðila sem leita upplýsinga um sjávarútveg<br />

Töluverð brögð eru að því að menn leiti til Sjávarútvegsstofnunar með spurningar<br />

og erindi sem varða sjávarútveg og reynir stofnunin að leysa úr þeim eftir megni,<br />

annaðhvort með því að veita svörin sjálf eða koma erindinu áfram til réttra aðila<br />

innan eða utan HÍ Fjölmiðlar leita einnig upplýsinga af ýmsu tagi, tímarit og blöð<br />

fara fram á greinaskrif til fróðleiks og forstöðumaður er beðinn um að tala á<br />

fundum og mannamótum, vera fundarstjóri eða halda hátíðarræður, t.d. á sjómannadaginn<br />

eða 17. júní. Má gera ráð fyrir að viðvik sem undir þennan flokk<br />

falla séu á annað hundrað á ári hverju.<br />

Önnur samstarfsverkefni<br />

• United Nations University – Fisheries Training Programme (Sjávarútvegsskóli<br />

Háskóla Sameinuðu þjóðanna). Háskóli Íslands á formlega aðild að Sjávarútvegsskóla<br />

Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem stofnaður var 1997. Hefur Guðrún<br />

Pétursdóttir átt sæti í stjórn Sjávarútvegsskólans frá stofnun hans.<br />

• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF). Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar<br />

hefur frá 1995 verið einn þriggja fulltrúa Íslands í nefnd á vegum<br />

norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að gera tillögur um norrænar<br />

rannsóknir á sviði sjávarútvegs og skyldra greina. Nefndin sem kallast<br />

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF) setur fram drög að stefnumótun<br />

og metur umsóknir um styrki til sjávarútvegsrannsókna, sem veittir<br />

eru tvisvar á ári. Einnig heldur nefndin þing og fundi og gefur út niðurtöður<br />

rannsókna og annað efni. Guðrún Pétursdóttir var varaformaður NAF og sótti<br />

fjóra fundi erlendis í tengslum við það á árinu.<br />

• Nordic Marine Academy tók til starfa 1. mars <strong>2005</strong>. Um er að ræða samnorrænan<br />

háskóla fyrir þá sem stunda meistara- og doktorsnám í fræðum sem<br />

tengjast hafinu eða sjávarútvegi. Skólinn er fjármagnaður af norrænu ráðherranefndinni<br />

þar sem embættismannanefndin um sjávarútveg (NEF) og<br />

Norræna vísindaráðið (NordForsk) leggja hvort um sig fram 50 m.kr. á fimm<br />

árum. Höfuðviðfangsefni NMA er að stuðla að auknu framboði námskeiða á<br />

ýmsum sviðum sjávarútvegs fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi.<br />

Einnig mun hann bjóða símenntun fyrir sérfræðinga og fræðslu fyrir<br />

fjölmiðlafólk. Öll fyrirtæki og stofnanir á Norðurlöndum, sem stunda rannsóknir<br />

og kennslu tengda sjávarútvegi, geta tekið þátt í skólanum. Guðrún<br />

Pétursdóttir er formaður nýrrar skólastjórnar.<br />

• FAO Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Guðrún Pétursdóttir er<br />

tilnefnd af aðalritara FAO í átta manna hóp ráðgjafa um málefni sjávarútvegs,<br />

Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Aðalritarinn getur leitað til<br />

ráðgjafanna um hvaðeina sem varðar málaflokkinn en þeir hittast einnig<br />

formlega annað hvert ár og leggja fram drög að stefnu FAO í sjávarútvegsmálum.<br />

• North Atlantic Islands Programme (NAIP). Sjávarútvegsstofnun hefur um<br />

árabil tekið virkan þátt í starfi North Atlantic Islands Programme (NAIP) sem<br />

er samstarf sjö eyþjóða í Norður-Atlantshafi um kennslu, rannsóknir og viðskipti.<br />

Þetta verkefni hefur verið í gangi frá 1995 og taka þátt í því háskólar,<br />

aðrar stofnanir og fulltrúar atvinnulífisins frá eftirtöldum eyjum: Nýfundnalandi,<br />

Prince Edward Island, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og eynni<br />

Mön, auk Íslands.<br />

• Sumarskóli á vegum NorFA. Sjávarútvegsstofnun hefur frá 1998 tekið þátt í<br />

skipulagningu og framkvæmd sumarskóla sem haldnir hafa verið í Kristineberg<br />

Marine Research Station við Gullmarsfjorden í Svíþjóð í júní og standa<br />

í viku. Þátttakendur eru árlega um 50 nemendur í doktorsnámi á Norðurlöndum<br />

en kennarar eru vísindamenn í þessum fræðum sem þekktir eru á<br />

alþjóðavettvangi.<br />

• Arctic Biology. Sjávarútvegsstofnun og Líffræðistofnun Háskólans áttu frumkvæði<br />

að samstarfi við Denmark’s International Study Programme (DIS) um<br />

sumarskóla í líffræði heimskautasvæða. Þessi námskeið eru ætluð bandarískum<br />

háskólanemum og markaðssett af DIS um gervöll Bandaríkin. Námskeiðin<br />

standa í sex vikur frá miðjum júní til júlíloka og hafa verið haldin árlega<br />

frá 1996. Undanfarin tvö ár hefur jarðfræðinámskeið verið kennt samhliða<br />

líffræðinni. Umsjón námskeiðanna hefur verið í höndum Guðrúnar Lárusdóttur<br />

líffræðings og eru þau nú haldin á vegum DIS og Endurmenntunar<br />

HÍ (sjá www.disp.dk).<br />

• Samstarf við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn. Sjávarútvegsstofnun<br />

hefur undanfarin ár tekið að sér kennslu og kynningu á sjávardýrum<br />

fyrir öll 11 ára skólabörn í Reykjavík. Fyrr á árum bauð Sjávarútvegsstofnun<br />

námskeið um fjöruferðir og fiskabúr fyrir leikskólakennara og komust færri<br />

að en vildu. Í núverandi verkefni er farið með börnin á bát út á Sundin, sýni af<br />

lífríki sjávar tekin, greind og skoðuð þar og fjallað um hafið í breiðu sam-<br />

223


hengi. Sérstakt kennsluefni hefur verið útbúið fyrir þetta nám barnanna.<br />

Þetta samstarf mismunandi skólastiga hefur mælst mjög vel fyrir og verið<br />

öllum til ánægju og sóma. Verkefnisstjóri er Logi Jónsson.<br />

Ráðstefnur og fundir<br />

• Sjávarútvegsstofnun kom að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu, ýmist<br />

með skipulagningu og undirbúningi, fundarstjórn eða flutningi erinda. Eftirfarandi<br />

erindi voru flutt:<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur um Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning<br />

og Nordic Marine Academy á fundinum Det nordiske fiskerisamarbejdets<br />

fællesmøde, hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn,<br />

27. janúar <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur um Nordic Marine Academy á fundi<br />

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning í Kaupmannahöfn, 28. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur um AUÐI – Women and Economic<br />

Growth hjá Association of Business and Professional Women, í Reykjavík, 19.<br />

janúar <strong>2005</strong>.<br />

• Erindi Guðrúnar Pétursdóttur og Þorsteins Helga Steinarssonar um SHEEL<br />

System Specifications á SHEEL 2nd Progress Meeting, í Sevilla, Spáni, 24.<br />

janúar <strong>2005</strong>.<br />

• Gestaerindi Guðrúnar Pétursdóttur Frá hafdjúpum til himintungla, hjá Rótarýklúbbi<br />

Árbæjar í Reykjavík, 10. febrúar 2006.<br />

• Gestaerindi Guðrúnar Pétursdóttur Hvernig hvetja má konur til dáða, Ráðstefna<br />

kvenna í atvinnulífinu, Reykjanesbæ, 10. febrúar 2006.<br />

• Samantekt og niðurstöður Guðrúnar Pétursdóttur á ráðstefnu Utanríkisráðuneytisins:<br />

Ísland og Norðurslóðir, Reykjavík, 25. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Women Create Wealth á þingi Associated<br />

Country Women of the World, Reykjavík, 17. maí <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Modern Fisheries Management and<br />

Development, fluttur á þingi Norrænu ráðherranefndarinnar Find the Nordic<br />

Way á Heimssýningunni í Aichi í Japan, 16. júní <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Making the Most of Natural Resources,<br />

fluttur á þingi Norrænu ráðherranefndarinnar í sænska sendiráðinu í<br />

Tokyo, Japan, 20. júní <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Fisheries Management in Iceland,<br />

fluttur á málþingi fyrir utanríkisráðherra Taiwans og fylgdarlið hans í Reykjavík,<br />

1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

• Innleiðandi erindi og stjórn málstofu um Viðbrögð gegn náttúruvá á Umhverfisþingi<br />

18.-19. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

• nnleiðandi erindi og stjórn málstofu um Internasjonalisering på hjemmebane<br />

á þinginu Norden i verden – Verden í Norden, 21.-22. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Útgáfa<br />

Dagmar Sigurðardóttir: Frumvarp til laga um Landhelgisgæslu Íslands. Sjávarútvegsstofnun<br />

HÍ, Reykjavík <strong>2005</strong>.<br />

Stofnun Árna Magnússonar<br />

á Íslandi<br />

Starfsfólk og starfsemi<br />

Starfslið stofnunarinnar var óbreytt á árinu. Forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður<br />

sinna stjórnun og rannsóknum (40%), og skrifstofustjóri sinnir<br />

rannsóknaþjónustu með öðrum störfum. Sjö sérfræðingar hafa 60% rannsóknaskyldu,<br />

en auk þeirra störfuðu tveir verkefnisstjórar við rannsóknir og þjónustu<br />

og nokkrir sérfræðingar, doktors- og meistaranemar höfðu tímabundna ráðningu<br />

til rannsóknastarfa fyrir styrkjafé. Bókavörður, forvörður, ljósmyndari og<br />

safnkennari sinna sérhæfðum verkefnum, og þrír öryggisverðir eru í fullu starfi.<br />

Fjárhagsleg umsvif jukust nokkuð milli ára, að hluta til vegna aukinna fjárveitinga<br />

frá ríkinu, einkum vegna nýrra kjarasamninga, en einnig vegna rannsóknastyrkja<br />

og aukinna tekna af sjóðum sem verja skal til bókakaupa. Framlag úr ríkissjóði<br />

var 117 m.kr., en önnur framlög (einkum rannsóknastyrkir) og sértekjur námu<br />

um 17 m.kr. Þá bætast við fjármunatekjur sem verja ber til bókakaupa á árinu<br />

2006, svo að í heild urðu fjárheimildir stofnunarinnar nærri 137 m.kr.<br />

225


Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi hefur frá árinu 1972 starfað samkvæmt<br />

sérstökum lögum sem samþykkt voru af Alþingi það ár og síðan 1978 auk þess<br />

samkvæmt reglugerð gefinni út af menntamálaráðherra. Á árinu fór fram að<br />

frumkvæði menntamálaráðuneytis undirbúningur að lagafrumvarpi um nýja<br />

stofnun þar sem sameinaðar verði Íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun<br />

Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun<br />

Íslands. Niðurstaða þeirrar vinnu varð að menntamálaráðherra lagði fyrir Alþingi<br />

frumvarp til laga um Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun. Fyrsta umræða<br />

fór fram 5. desember og var frumvarpinu síðan vísað til menntamálanefndar.<br />

Í athugasemdum með frumvarpinu er þess getið að samkvæmt frumvarpi<br />

sem lagt hefur verið fyrir Alþingi skuli verja samtals 1 milljarði króna á<br />

árunum 2007, 2008 og 2009 til nýbyggingar fyrir Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun.<br />

Rannsóknaverkefni<br />

Á árinu hófst vinna við rafræna útgáfu Konungsbókar eddukvæða, sem styrkt var<br />

af Rannís með 3,2 m.kr. Verkið er unnið í samvinnu við MENOTA (Medieval Nordic<br />

Text Archive), norrænna samtaka sem stofnunin á aðild að. Lokið var merkingu<br />

textans í XML, og unnið var við að bera hinn merkta texta saman við handritið<br />

sjálft og myndir af því auk eldri útgáfna. Jafnframt hófst vinna við að semja<br />

lemmaðan orðstöðulykil alls handritsins. Við verkið unnu auk sérfræðinga doktors-<br />

og meistaranemar. Samkvæmt áætlun verður hinni fræðilegu vinnu að<br />

mestu lokið á árinu 2006 og verkið gefið út á diski og að hluta gert aðgengilegt á<br />

Netinu á árinu 2007.<br />

Í samvinnu við Íslensku verkfræðistofuna, Erasmus-háskólann í Rotterdam og<br />

VENIS í Feneyjum var unnið rannsóknaverkefnið LATCH (Locally Based Access To<br />

Cultural Heritage) fyrir styrk úr eContent áætlun Evrópusambandsins. Árnastofnun<br />

var í forystu fyrir verkefninu sem hlaut tæplega 200 þúsund evrur, og komu í<br />

hlut Árnastofnunar 2,7 m.kr. Verkefninu var lokið á tilsettum tíma og fékk lofsamleg<br />

ummæli. Markmiðið var að kanna leiðir til koma á fót samvinnu opinberra og<br />

einkaaðila um að hagnýta menningararf í opinberum söfnum og gagnagrunnum<br />

gegnum farsímaþjónustu.<br />

Styrkir fengust úr Kristnihátíðarsjóði til ýmissa verkefna sem höfðu aðstöðu á<br />

stofnuninni, voru unnin í samstarfi við einstaka starfsmenn og/eða í bókhaldsumsjón<br />

stofnunarinnar, samtals 6,6 m.kr.<br />

Haldið var fram vinnu við útgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar og unnið að<br />

textarannsóknum vegna 4. og 5. bindis Ljóðmæla auk þess sem lokahönd var<br />

lögð á 3. bindi. Einn af umsjónarmönnum verkefnisins, Margrét Eggertsdóttir,<br />

lagði fram á árinu og varði doktorsritgerð um verk Hallgríms Péturssonar sem<br />

getið er meðal útgefinna verka.<br />

Útgáfa<br />

Margrét Eggertsdóttir: Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms<br />

Péturssonar. Rit 63. vi, 474 bls.<br />

Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3. Margrét Eggertsdóttir, Kristján Eiríksson og<br />

Svanhildur Óskarsdóttir bjuggu til prentunar. Rit 64. xiv, 292 bls.<br />

Gripla XVI. Rit 65. Þar eru birtar 10 ritrýndar fræðigreinar auk málstofu um nokkur<br />

fræðileg umræðuefni. Þá er birt minningargrein um Hallfreð Örn Eiríksson og<br />

ritaskrá hans.<br />

Þjónusta og kynningarstarf<br />

Rúmlega sex tugir stúdenta og fræðimanna, íslenskir og erlendir, sóttu stofnunina<br />

heim um lengri eða skemmri tíma og fengu aðstöðu til rannsókna. Stofnunin<br />

afgreiddi einnig fjölda mynda eftir handritum og afrit af hljóðböndum vegna rannsókna<br />

og útgáfustarfsemi.<br />

Sýningin Handritin var opin í Þjóðmenningarhúsi allt árið. Safnkennari stofnunarinnar<br />

tók á móti 2.556 skólanemum og kennurum í 143 heimsóknum, og voru þar<br />

á meðal nokkrir erlendir skólahópar. Auk þeirra munu hafa séð sýninguna rösklega<br />

20 þúsund gestir, og er því um nokkra fjölgun að ræða frá fyrra ári.<br />

Varðveisla og öryggismál<br />

Áfram var unnið að endurbótum í öryggismálum og er þeim að mestu lokið.<br />

226


Stofnun Sigurðar Nordals<br />

Stofnun Sigurðar Nordals starfar við Háskóla Íslands og heyrir beint undir háskólaráð.<br />

Hlutverk hennar er að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu<br />

á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna<br />

á því sviði.<br />

Stjórn stofnunarinnar skipuðu á árinu <strong>2005</strong> Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra,<br />

formaður, Sigríður Þorvaldsdóttir, aðjúnkt og Már Jónsson, prófessor.<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er dr. Úlfar Bragason. Guðrún Þorbjarnardóttir,<br />

BA, vann sem deildarstjóri í hálfu starfi til 15. september, þá tók Rósa Sveinsdóttir,<br />

BA, við af henni. Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, MA, starfaði sem verkefnisstjóri<br />

í hálfu starfi allt árið.<br />

Stofnunin hefur til umráða húseignina Þingholtsstræti 29, sem er timburhús sem<br />

flutt var inn tilhöggvið frá Noregi og reist 1899. Það er alfriðað. Skipt var um þakklæðningu<br />

á húsinu á árinu.<br />

Slóð vefseturs stofnunarinnar er: http://www.nordals.hi.is. Nýtt og bætt vefsetur<br />

var opnað á árinu. Þar er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á íslensku,<br />

ensku og skandinavískum málum. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi<br />

hennar. Jafnframt eru þar upplýsingar um íslenskukennslu fyrir útlendinga,<br />

ráðstefnur á sviði íslenskra fræða víða um heim, nýjar og væntanlegar bækur og<br />

tímarit og þýðingar úr íslensku. Þá eru þar upplýsingar um starfsemi Samstarfsnefndar<br />

um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis. Stofnunin tók þátt í að gera<br />

upplýsingavef, eEuro Inclusion, um evrópskar tungumálastofnanir sem þjóna<br />

málum sem tiltölulega fáir tala. Stofnunin gaf einnig tvisvar út fréttabréf á árinu.<br />

Það er sent til um 1.200 stofnana og einstaklinga víða um heim.<br />

Stofnunin annast umsjón með sendikennslu í íslensku erlendis fyrir hönd íslenskra<br />

stjórnvalda og tekur þátt í norrænu samstarfi um Norðurlandafræðslu erlendis.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu 15 sendikennarar við erlenda háskóla. Þá studdi<br />

stofnunin námskeið í íslensku við háskólann í Cambridge í Englandi og Wasedaháskóla<br />

í Tókíó í Japan. Efnt var til fundar sendikennara í Gautaborg dagana<br />

27.–28. maí þar sem rædd voru málefni íslenskukennslu erlendis. Unnið var að<br />

þróun kennsluefnis fyrir netið í íslensku fyrir útlendinga í samstarfi við heimspekideild<br />

Háskóla Íslands, norrænudeild Wisconsinháskóla í Madison í Bandaríkjunum<br />

og nokkrar háskólastofnanir í Evrópu. Annar hluti námsefnisins, Icelandic<br />

Online, var opnaður á netinu síðla árs. Menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands,<br />

Rannís og tungumálaáætlun Evrópusambandsins styðja verkefnið. Hafinn<br />

var undirbúningur að fjarnámi í tengslum við vefnámsefnið.<br />

Eins og undanfarin ár gengust stofnunin og heimspekideild fyrir fjögurra vikna<br />

sumarnámskeiði í íslensku máli og menningu í júlí. Þá stóðu stofnunin og deild<br />

germanskra mála við Minnesotaháskóli í Minneapolis í Bandaríkjunum fyrir sex<br />

vikna sumarnámskeiði í íslensku og fór fyrri hluti þess fram í Minneapolis en sá<br />

síðari í Reykjavík. Einnig annaðist stofnunin tveggja vikna námskeið um íslenskt<br />

mál og menningu fyrir vestur-íslensk ungmenni sem tóku þátt í svokölluðu<br />

Snorraverkefni.<br />

Stofnunin tók að sér að annast skrifstofu Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum<br />

erlendis til næstu þriggja ára. Nefndin efndi m.a. til kynningar á<br />

Norðurlöndum við háskóla í Shanghai og Bejing í Kína í október og ráðstefnu um<br />

kennslu Norðurlandafræða utan Norðurlanda í Vilníus í Litáen 3.-5. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Stofnunin gekkst fyrir nokkrum umræðufundum um norræna menningu. Einnig<br />

gekkst hún fyrir sagnaþingi í héraði á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu<br />

13.-14. ágúst. Þá flutti Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, Sigurðar Nordals fyrirlestur,<br />

sem fjallaði um ljóðlist, hinn 14. september.<br />

Þeir sem nutu svonefnds styrks Snorra Sturlusonar á árinu <strong>2005</strong> voru:<br />

Akihisa Arakawa, fræðimaður og þýðandi í Tókíó, til að þýða bókina Snorri Sturluson<br />

eftir Sigurð Nordal á japönsku og Casper Sare, þýðandi í Lundúnum, til að<br />

þýða Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness á serbnesku.<br />

227


Tilraunastöð Háskóla Íslands<br />

í meinafræði að Keldum<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Tilraunastöðin tengist læknadeild HÍ og hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag.<br />

Í stjórn tilraunastöðvarinnar voru: Stefán B. Sigurðsson, prófessor (formaður),<br />

Eggert Gunnarsson, dýralæknir, Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, Páll Hersteinsson,<br />

prófessor og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur. Forstöðumaður<br />

er Sigurður Ingvarsson, prófessor og framkvæmdastjóri er Helgi S. Helgason,<br />

viðskiptafræðingur. Starfseminni er skipt í þrjár fagdeildir; 1) Veiru- og sameindalíffræðideild,<br />

yfirmaður er Bergljót Magnadóttir, 2) Bakteríu- og sníkjudýradeild,<br />

yfirmaður er Eggert Gunnarsson og 3) Fisksjúkdómadeild, yfirmaður er<br />

Sigurður Helgason. Alls inntu 65 manns tæplega 50 ársverk af hendi á starfsárinu<br />

og er það svipað og árið áður. Fimm starfsmenn unnu við stjórnsýslu, á skrifstofu<br />

og við afgreiðslu. Sérfræðingar voru alls 17 og þeim til aðstoðar hátt í þrír tugir<br />

háskólamenntaðs, sérmenntaðs og ófaglærðs starfsfólks. Dr. Herborg Hauksdóttir,<br />

líffræðingur, fór til annarra starfa. Jóna Aðalheiður Aðólfsdóttir, lífeindafræðingur,<br />

kom til starfa í príonfræðum.<br />

Rannsóknir<br />

Meginviðfangsefni er rannsóknir á sjúkdómum og varnir gegn þeim, einkum í<br />

dýrum. Helstu rannsóknasviðin voru ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir<br />

smitsjúkdómar, þ.e. mæði-visna, riða og skyldir sjúkdómar, sumarexem í hestum<br />

og sníkjudýra- og sýklafræði. Allmargir áfangar náðust sem kynntir voru á<br />

fjölmörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis. Í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum<br />

birtust niðurstöður rannsókna á mæði-visnu veiru, riðu, ónæmiskerfi þorsks og<br />

lúðu, bóluefnum gegn fisksjúkdómum, Campylobacter, hnýslum í hreindýrum,<br />

blóðögðum, hrossalús og krabbameini. Unnið var að alþjóðlegum samvinnuverkefnum<br />

styrktum af Evrópusambandinu, þ.e. á príonsjúkdómum og lentiveirum.<br />

Ennfremur styrkti Agricultural Research Service í Bandaríkjunum rannsóknir á<br />

faraldsfræði Campylobacter. Flestir sérfræðingar stofnunarinnar eiga samstarf<br />

við innlenda- og erlenda vísindamenn. Sigrún Lange lauk Ph.D. prófi og titill doktorsritgerðar<br />

er: The complement system of two teleost species with emphasis on<br />

ontogeny. Tekin var upp ný aðferð til riðuskimunar, þ.e. ELISA-próf. Sértekjur<br />

fengust vegna útseldrar sérfræðivinnu, einkum vegna sjúkdómagreininga. Tilraunastöðin<br />

framleiddi bóluefni og mótefnablóðvökva gegn bakteríusjúkdómum í<br />

sauðfé. Einnig var safnað blóði úr hrossum, kindum og naggrísum til notkunar á<br />

rannsóknastofum. Smádýr voru ræktuð til notkunar við tilraunir, bæði fyrir Tilraunastöðina<br />

og aðrar rannsóknastofnanir.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Auk þess að birta greinar í vísindatímaritum þá var ársskýrslu dreift víða og tilraunastöðin<br />

tók þátt í útgáfu tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences. Fræðslufundir,<br />

haldnir að jafnaði hálfsmánaðarlega, voru öllum opnir og kynntir víða m.a.<br />

öllum háskólaborgurum og dýralæknum. Eins dags ráðstefna um príon og hæggengar<br />

veirur var haldin til heiðurs fyrrverandi forstöðumönnum Keldna, Guðmundi<br />

Georgssyni og Guðmundi Péturssyni. Ítarlegar upplýsingar um starfsemina<br />

eru á heimasíðu, www.keldur.hi.is.<br />

Annað<br />

Framlög á fjárlögum voru um 141 m.kr., sértekjur um 87 m.kr. og styrkir um 51<br />

m.kr. Auk erlendra styrkja vegna samstarfsverkefna fengust styrkir fyrir ýmis<br />

önnur verkefni frá Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands,<br />

Framleiðnisjóði Landbúnaðarins og sjávarútvegsráðuneytinu.<br />

Umhverfisstofnun<br />

Á árinu <strong>2005</strong> varð til ný stofnun við samruna Umhverfisstofnunar og Sjávarútvegsstofnunar,<br />

Stofnun Sæmundar fróða, stofnun um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar<br />

rannsóknir við Háskóla Íslands. Þar með lauk formlegri starfsemi Umhverfisstofnunar<br />

sem stofnað var til árið 1997. Rannsóknar- og samstarfsverkefni<br />

Umhverfisstofnunar fylgja henni til nýrrar stofnunar, en umsjón með meistaranemum<br />

í umhverfisfræðum fluttist til nýrrar meistaranámsbrautar í umhverfisog<br />

auðlindafræðum, sem er í samstarfi sex deilda og umsjón raunvísindadeildar.<br />

Gerð er grein fyrir helstu rannsóknarverkefnum á árinu <strong>2005</strong> hér að neðan.<br />

228


Packaging and packaging waste in Iceland<br />

Verkefni þetta var unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun ríkisins og Hagstofu Íslands.<br />

Umhverfisstofnun HÍ tók þátt í verkefnisstjórn verkefnisins, hönnun viðtalskönnunar<br />

og öflun og úrvinnslu gagna. Verkefnið var styrkt af EUROSTAT stofnun<br />

Evrópusambandsins. Auk forstöðumanns starfaði einn meistaranemi, Anne Maria<br />

Sparf, að verkefninu.<br />

Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi þriggja bygginga<br />

Háskólans<br />

Unnið var að framkvæmd umhverfisstefnu Háskóla Íslands á árinu. Viðamesta<br />

verkefnið var frumúttekt á umhverfisáhrifum starfsemi þriggja bygginga Háskólans.<br />

Byggingar þær sem urðu fyrir valinu voru Aðalbygging, Askja og Oddi. Verkið<br />

var unnið fyrir bygginga- og framkvæmdasvið HÍ Verkið var unnið í nánu samstarfi<br />

við umhverfishópa í hverri byggingu ásamt með nefnd um framkvæmd umhverfisstefnu<br />

Háskólans. Svo kallaðri Ecomapping aðferðafræði var beitt við úttektirnar.<br />

Í aðferðafræðinni er lögð áhersla á þátttöku starfsmanna og myndræna<br />

framsetningu niðurstaðna. Athyglisverðar niðurstöður fengust sem verða notaðar<br />

til þess að skipuleggja verkefni ársins 2006.<br />

Verkefnisstjórn skipuðu Eva Benediktsdóttir, Ásta Hrönn Maack og Geir Oddsson.<br />

Verkefnastjóri var Geir Oddsson. Að verkefninu unnu fjórir meistaranemar í umhverfisfræðum<br />

og einn verkefnaráðinn sérfræðingur, Anne Maria Sparf.<br />

Umhverfishóparnir voru þannig skipaðir: Aðalbygging - Friðrik Rafnsson, Sigríður<br />

Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Pálmason; Askja - Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson<br />

og Eiríkur Árni Hermannsson; Oddi - Ólafur Þ. Harðarson, Gylfi Magnússon<br />

og Jón Bóasson.<br />

Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála við Háskóla Íslands<br />

Viðamikil viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála við Háskóla Íslands var lögð<br />

fyrir alla starfsmenn og nemendur Háskólans í maí <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnunin var<br />

hluti af framkvæmd umhverfisstefnu Háskóla Íslands. Viðhorfskönnunin fór fram<br />

á netinu og var send á rúmlega 10.000 netföng. Rúmlega 1.200 svör bárust, svarhlutfall<br />

rúmlega 10%. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar voru notaðar til þess að<br />

skipuleggja áherslur í umhverfisverkefnum fyrir árið 2006. Verkefnisstjórn skipuðu<br />

Eva Benediktsdóttir, Ásta Hrönn Maack og Geir Oddsson. Verkefnastjóri var<br />

Geir Oddsson. Að skipulagningu verkefnisins unnu fjórir meistaranemar í umhverfisfræðum.<br />

Önnur samstarfsverkefni<br />

Nordic Marine Academy tók til starfa 1. mars <strong>2005</strong>. Um er að ræða samnorrænan<br />

háskóla fyrir þá sem stunda meistara- og doktorsnám í fræðum sem tengjast<br />

hafinu eða sjávarútvegi. Skólinn er fjármagnaður af norrænu ráðherranefndinni<br />

þar sem embættismannanefndin um sjávarútveg (NEF) og Norræna vísindaráðið<br />

(NordForsk) leggja hvort um sig fram 50 m.kr. á fimm árum. Höfuðviðfangsefni<br />

NMA er að stuðla að auknu framboði námskeiða á ýmsum sviðum sjávarútvegs<br />

fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi. Einnig mun hann bjóða símenntun<br />

fyrir sérfræðinga og fræðslu fyrir fjölmiðlafólk. Öll fyrirtæki og stofnanir<br />

á Norðurlöndum, sem stunda rannsóknir og kennslu tengda sjávarútvegi, geta<br />

tekið þátt í skólanum. Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar, tók þátt í<br />

undirbúningi að stofnun skólans og er virkur í starfi hans.<br />

Ráðstefnur og fundir<br />

Umhverfisstofnun kom að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu, ýmist með<br />

skipulagningu og undirbúningi, fundarstjórn eða flutningi erinda:<br />

Gestafyrirlestur Geirs Oddssonar um Economic Instruments in Integrated Ocean<br />

Strategies haldinn í Reykjavík í mars <strong>2005</strong> á 4 th Partnership Conference University<br />

of Manitoba and University of Iceland – Culture and Science: Mutually Reinforcing.<br />

Gestafyrirlestur Geirs Oddssonar um Umhverfiskostnað haldinn á fundi Orkustofnunar<br />

um umhverfiskostnað í Reykjavík í október <strong>2005</strong>.<br />

Útgáfa<br />

• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Odda <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Öskju <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

230


• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Aðalbyggingar <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi Odda <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun<br />

HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála Háskóla Íslands.<br />

Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála Háskóla Íslands.<br />

Niðurstöður fyrir Aðalbyggingu, Öskju og Odda. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Samantekt á tilraunaverkefni um framkvæmd umhverfisstefnu<br />

HÍ Helstu niðurstöður og tillögur að verkefnum. Umhverfisstofnun<br />

HÍ, Reykjavík.<br />

231


Þjónustustofnanir<br />

Endurmenntunarstofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hefur starfað í nær áratug og verið leiðandi<br />

á sviði endurmenntunar á háskólastigi. Endurmenntunarstofnun byggir<br />

starfsemina á nánu samstarfi við deildir og stofnanir Háskóla Íslands og sjálfstæði<br />

sínu sem stofnun sem er á frjálsum markaði og er rekin fyrir sjálfsaflafé.<br />

Einnig er náið samstarf við fyrirtæki, stofnanir, fagfélög og félagasamtök.<br />

Stjórn<br />

Reglugerð var sett fyrir stofnunina árið 1991. Samkvæmt sérstökum samstarfssamningi<br />

sem byggður er á reglugerðinni standa að stofnuninni auk Háskóla Íslands,<br />

Bandalag háskólamanna (BHM), Arkitektafélag Íslands, Félag framhaldsskólakennara,<br />

Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Stjórn<br />

Endurmenntunarstofnunar er skipuð af háskólaráði.<br />

Stjórn skipuð án tilnefningar: Ásta Hrönn Maack, skrifstofustjóri reksturs og<br />

framkvæmda Háskóla Íslands, Guðrún Theodórsdóttir, aðjúnkt í íslensku í hugvísindadeild,<br />

Jón Ólafur Skarphéðinsson, prófessor í lífeðlisfræði í hjúkrunarfræðideild,<br />

Magnús Þór Jónsson, prófessor í véla- og iðnaðarverkfræði í verkfræðideild,<br />

Róbert Spanó, dósent í lögfræði í lagadeild.<br />

Stjórnarmenn tilnefndir af aðildarfélögum: Ágúst Úlfar Sigurðsson, Bandalagi háskólamanna,<br />

Halldór A. Guðmundsson, Tæknifræðingafélagi Íslands, Hilmar Þór<br />

Björnsson, Arkitektafélagi Íslands, Ósa Knútsdóttir, Félag framhaldsskólakennara.<br />

Sigurður M. Garðarsson, Verkfræðingafélagi Íslands.<br />

Varafulltrúar án tilnefningar: Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði í verkfræðideild, Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor í viðskipta- og<br />

hagfræðideild, Björg Þorleifsdóttir, aðjúnkt í lífeðlisfræði í læknadeild, Guðný<br />

Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf í félagsvísindadeild, Guðrún Nordal, prófessor í<br />

íslenskum bókmenntum í hugvísindadeild.<br />

Varafulltrúar tilnefndir af aðildarfélögum: Kolbrún Baldursdóttir, Bandalagi háskólamanna,<br />

Helgi Hjálmarsson, Verkfræðingafélagi Íslands, Gísli Norðdahl,<br />

Tæknifræðingafélagi Íslands, Anna María Gunnarsdóttir, Félagi framhaldsskólakennara.<br />

Stöðugildi<br />

Föst stöðugildi við stofnunina eru 14. Aðrir sem koma að verkefnum fyrir stofnunina<br />

til lengri eða skemmri tíma eru á bilinu 300 til 400 talsins.<br />

Aðalstarfsemi Endurmenntunarstofnunar<br />

Hér gefur að líta yfirlit yfir námskeiðsflokka Endurmenntunarstofnunar árið <strong>2005</strong>.<br />

Fræðsla og fróðleikur:<br />

• Fólk og færni<br />

• Menning, land og saga<br />

• Tungumál og ritfærni<br />

Fyrirtæki og atvinnulíf:<br />

• Fjármál og reikningsskil<br />

• Hugbúnaður og hugbúnaðargerð<br />

Sérsniðin námskeið:<br />

• Stjórnun og starfsþróun<br />

232


Sérfræðingar:<br />

• Almenn verk- og tæknifræði<br />

• Bókasafnsfræði<br />

• Félagssvið<br />

• Heilbrigðissvið<br />

• Lögfræði<br />

• Uppeldis- og kennslusvið<br />

Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga:<br />

• Námskeið í stjórnsýslufræðum<br />

• Sérnámskeið fyrir ríkisstarfsmenn<br />

• Einnig eru í boði námskeið bæði á meistara- og grunnstigi í samstarfi við<br />

ýmsar deildir Háskóla Íslands.<br />

Nám samhliða starfi:<br />

• Löggilding fasteigna- fyrirtækja og skipasala.<br />

• Mannauðsstjórnun<br />

• Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti<br />

• MBA (Master of Business Administration) í samvinnu við verkfræðideild<br />

• MPM (Master of Project Management) í samvinnu við viðskipta- og hagfræðideild<br />

• Rekstrar- og viðskiptanám<br />

• Sálgæsla<br />

• Stjórnun og forysta í skólastarfi í samstarfi við IMG<br />

• Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun<br />

Ýmis verkefni á árinu<br />

Í kjölfar sjálfsmats á árinu 2004 var farið í víðtæka stefnumótunarvinnu og mörkuð<br />

framtíðarsýn Endurmenntunarstofnunar til ársins 2010. Framtíðarsýnin er útgangspunktur<br />

í stefnumótun stofnunarinnar og er sú mynd sem leitast verður við<br />

að ná með stefnumarkandi aðgerðum næstu ára. Í kjölfar rekstrar- og markmiðsáætlunar<br />

var gerð framkvæmdaáætlun sem unnið hefur verið eftir síðan.<br />

Hlutverk og stefna Endurmenntunarstofnunar var endurskoðað og er eftirfarandi:<br />

• Hlutverk Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands er að efla hæfni og<br />

þekkingu fólks í starfi og einkalífi.<br />

• Stefna Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands er að vera ávallt eftirsóknarverðasti<br />

valkostur fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til símenntunar á Íslandi.<br />

• Með öflugri nýsköpun í námsframboði og þjónustu Endurmenntunarstofnunar<br />

er unnið að því að auka hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi.<br />

Með það að markmiði er unnið náið með deildum Háskóla Íslands og öðrum<br />

samstarfsaðilum.<br />

• Endurmenntunarstofnun er skilvirkur farvegur fyrir miðlun þekkingar Háskóla<br />

Íslands til samfélagsins.<br />

Fjarnám<br />

Mikil vinna hefur farið í að þróa fjarnám á árinu <strong>2005</strong>. Eftirspurn fer sívaxandi og<br />

eru nú fjarnemendur bæði innanlands sem utan. Nú er boðið upp á fjarnám í<br />

mannauðsstjórnun, rekstrar- og viðskiptafræðum og námi til löggildingar fasteignasala.<br />

Stefnt er að því að bjóða allt nám samhliða starfi í fjarnámi.<br />

Það sem einkennir fjarnám í Endurmenntunarstofnun er að þar er samtímis boðið<br />

upp á staðbundið nám og fjarnám.<br />

Sérsniðin námskeið<br />

Á undanförnum árum hefur fræðslustarfsemi innan fyrirtækja og opinberra stofnana<br />

þróast og vaxið hratt. Oft og tíðum hentar fyrirtækjum og stofnunum betur að<br />

sinna sjálf fræðslu starfsmanna sinna. Til að koma til móts við þessar þarfir hefur<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands boðið fyrirtækjum og stofnunum sérsniðin<br />

námskeið. Þessi þjónustuþáttur í starfsemi Endurmenntunarstofnunar fer<br />

vaxandi, sem staðfestir breytt landslag í fræðslu- og símenntunarmálum.<br />

Nýr vefur<br />

Í september <strong>2005</strong> opnaði rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, formlega<br />

nýjan vef Endurmenntunarstofnunar. Vefurinn Endurmenntun hefur nú fengið nýtt<br />

útlit og endurbætt leiðarkerfi. Endurmenntun birtir námsframboð sitt eingöngu á<br />

rafrænu formi, sjá http://www.endurmenntun.hi.is/<br />

233


Happdrætti Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) var stofnað með lögum árið 1933. Meginástæða<br />

þess var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar<br />

fjárveiting fengist en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Fyrsti úrdráttur fór fram í<br />

mars 1934 og er afmælið miðað við það ár. Happdrættið er eins og nafnið gefur til<br />

kynna í eigu Háskóla Íslands og tilgangur þess er að afla fjár til húsbygginga<br />

skólans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Nær allar byggingar Háskólans hafa<br />

verið reistar fyrir ágóða af rekstri happdrættisins.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Háskólaráð kýs stjórn Happdrættis Háskóla Íslands. Á fundi háskólaráðs þann 6.<br />

október <strong>2005</strong> var kosin ný stjórn fyrir HHÍ. Í stjórnina voru kosin Ebba Þóra<br />

Hvannberg, dósent, Óskar Magnússon, forstjóri og Páll Hreinsson, prófessor. Á<br />

fundi sínum þann 26. október var Páll Hreinsson kosinn formaður stjórnar. Í fráfarandi<br />

stjórn áttu sæti Páll Skúlason, háskólarektor, formaður, Páll Hreinsson,<br />

prófessor, og Þórir Einarsson, fyrrverandi ríkisáttasemjari. Forstjóri Happdrættisins<br />

er Brynjólfur Sigurðsson. Rekstur HHÍ er þrískiptur og er rekstrarstjóri yfir<br />

hverri rekstrareiningu. Árið <strong>2005</strong> var Guðmundur Bjarnason rekstrarstjóri flokkahappdrættis,<br />

Róbert Sverrisson rekstarstjóri Gullnámu og Steinunn Björnsdóttir<br />

rekstrarstjóri Happaþrennu. Stöðugildi í árslok <strong>2005</strong> voru þrjátíu. Höfuðstöðvar<br />

HHÍ eru í Tjarnargötu 4 í Reykjavík en utan þeirra starfar fjöldi umboðsmanna<br />

víðs vegar um landið.<br />

Rekstrarafkoma og greiðslur til Háskóla Íslands<br />

Rekstrartekjur HHÍ árið <strong>2005</strong> námu 3,6 milljörðum króna og jukust þær um 15%<br />

frá árinu 2004. Lögum samkvæmt skal hagnaði HHÍ að frádregnu einkaleyfisgjaldi,<br />

sem greitt er til ríkisins, varið til uppbyggingar Háskóla Íslands. Hagnaðurinn<br />

rennur til nýbygginga, viðhalds fasteigna og lóða og til tækjakaupa. Framlag<br />

úr rekstri HHÍ til Háskóla Íslands á árinu <strong>2005</strong> nam 895 m.kr. Það framlag skiptist<br />

í beint peningalegt framlag og afborganir og vexti af lánum sem tekin hafa verið í<br />

nafni HHÍ og hafa þegar runnið til framkvæmda við Háskóla Íslands. Beint peningalegt<br />

framlag á árinu <strong>2005</strong> nam 255 m.kr. en afborganir og vextir af lánum<br />

voru 640 m.kr.<br />

Lagalegt umhverfi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru sett almenn lög um happdrætti hér á landi (lög nr. 38/<strong>2005</strong>).<br />

Samkvæmt þeim er óheimilt að reka happdrætti hér á landi nema með leyfi ráðherra.<br />

Tilgangurinn með ákvæðinu er að hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning<br />

og að halda uppi allsherjarreglu (public order). Í Evrópu og reyndar einnig<br />

í Vesturheimi eru í gangi málaferli vegna þess að ýmiss einkafyrirtæki á<br />

happdrættismarkaði vilja ekki láta sér nægja sinn heimamarkað. Þau vilja einnig<br />

geta selt á erlendum mörkuðum.<br />

Eftirlit<br />

Eftirlit með úrdráttum og vinningum í HHÍ er í höndum sérstaks happdrættisráðs<br />

sem dómsmálaráðherra skipar. Í því áttu sæti árið <strong>2005</strong> Drífa Pálsdóttir, formaður,<br />

Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir. Til vara er Anna Sigríður Arnardóttir.<br />

Ársreikningar<br />

Happdrættis Háskólans eru endurskoðaðir í umboði ríkisendurskoðunar og birtast<br />

þeir í ríkisreikningi.<br />

Háskólaútgáfan<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Stjórn útgáfunnar skipa Magnús D. Baldursson, formaður, Guðrún Björnsdóttir og<br />

Höskuldur Þráinsson. Starfsmenn eru þrír sem fyrr: Jón Bjarni Bjarnason, verkefnisstjóri,<br />

sem hóf störf hjá útgáfunni á árinu, Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður<br />

og Kristinn Gunnarsson, framleiðslustjóri.<br />

Almennt<br />

Fjöldi útgefinna nýrra titla var rúmlega sjötíu annað árið í röð. Endurútgáfur voru<br />

sjö, auk minni prentgripa og bæklinga fyrir yfirstjórn HÍ Aukin eftirspurn kom<br />

fram á árinu eftir útgáfu doktorsritgerða sem útgáfan getur þó ekki þjónustað<br />

nema að takmörkuðu leiti. Velta útgáfunnar jókst frá fyrra ári og sama máli gegnir<br />

234


um seld eintök bóka. Ein bókaskrá kom út á árinu á íslensku og ein á ensku.<br />

Verulega var lagt að mörkum við að fullgera vörustýringarkerfi Oracle og koma í<br />

nothæft lag, ásamt lagfæringum bókhalds. Loks var lager fluttur í nýtt og fullkomnara<br />

húsnæði.<br />

Útgefin rit ársins voru eftirfarandi:<br />

• Afbrot og refsiábyrgð III. Jónatan Þórmundsson.<br />

• Afmælisrit Arnórs Hannibalssonar. Ritstjóri Erlendur Jónsson.<br />

• Almanak Háskólans 2006. Ritstjóri Þorsteinn Sæmundsson.<br />

• Alsæi, vald og þekking: Úrval úr verkum Michels Foucault. Michel Foucault.<br />

• Andspænis sjálfum sér. Ritstjórar Ólafur P. Jónsson og Albert S. Guðjónsson.<br />

• Atriði ævi minnar. Úlfur Bragason.<br />

• Báran rís og hnígur. Bergsteinn Jónsson.<br />

• Barokkmeistarinn: List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar. Margrét<br />

Eggertsdóttir.<br />

• Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi: Ársskýrsla Hagfræðistofnunar HÍ<br />

• Fyrsti könnuður Vesturheims. Jónas Kristjánsson.<br />

• Frændafundur V. Ritstjóri Magnús Snædal.<br />

• Glíman, 2. árg. <strong>2005</strong> - Traust í viðskiptalífinu. Grettisakademían.<br />

• Gripla XV. Stofnun Árna Magnússonar.<br />

• Guðs dýrð og sálnanna velferð. Ritstjóri Már Jónsson.<br />

• Heimur ljóðsins. Ritstjórar Ástráður Eysteinsson o.fl.<br />

• Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag: Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi I.<br />

Kolbeinn Stefánsson og Stefán Ólafsson.<br />

• Hugleiðingar við Öskju. Páll Skúlason.<br />

• Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum. Ritstjórar<br />

Róbert H. Haraldsson o.fl.<br />

• Hvar er hún nú?: Arfleifð atferlisstefnunnar á 21. öld. Ritstjórar Jón Grétar<br />

Sigurjónsson o.fl.<br />

• Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.<br />

Ritstjórar Magnús Tumi Guðmundsson o.fl.<br />

• Innlit hjá Kant. Þorsteinn Gylfason.<br />

• Kosningaréttur kvenna 90 ára. Kvennasögusafn og Rannsóknastofa í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

• Kúreki norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson. Ritstjóri Guðni<br />

Elísson.<br />

• Kvikmyndagreinar. Ritstjóri Guðni Elísson.<br />

• Kvikmyndastjörnur. Ritstjóri Guðni Elísson.<br />

• Lagaslóðir. Páll Sigurðsson.<br />

• Landnámsmaður Vesturheims: Vínlandsför Þorfinns karlsefnis. Jónas Kristjánsson.<br />

• Látnir í heimi lifenda. Erlendur Haraldsson.<br />

• Listin að lesa. Árni Bergmann.<br />

• Listkerfi nútímans. Paul Oskar Kristeller.<br />

• Ljóðmæli Hallgrímur Pétursson III. Margrét Eggertsdóttir.<br />

• LTI - Klemperer. Bókmenntafræðistofnun.<br />

• Mannréttindasáttmáli Evrópu: Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan<br />

rétt. Lagastofnun.<br />

• Miðaldabörn. Hugvísindastofnun.<br />

• Ólafs sögur Tryggvasonar: Umgerð þeirra, heimildir og höfunda. Sveinbjörn<br />

Rafnsson.<br />

• Ordenes slotte: Om sprog og litteratur i Norden. Erik Skyum-Nielsen og Jørn<br />

Lund.<br />

• Orð og tunga, 7. hefti. Tímarit Orðabókar Háskóla Íslands.<br />

• Orðlist skáldsögunnar. Mikhail M. Bakhtín.<br />

• Pathways to Inclusion: A guide to staff development. Gretar L. Marinósson.<br />

• Rannsóknir í félagsvísindum VI: Félagsvísindadeild. Ristjóri Úlfar Hauksson.<br />

• Rannsóknir í félagsvísindum VI: Lagadeild. Ritstjóri Róbert Spanó.<br />

• Rannsóknir í félagsvísindum VI: Viðskipta- og hagfræðideild. Ritstjóri Ingjaldur<br />

Hannibalsson.<br />

• Réttarstaða fatlaðra. Brynhildur Flóventz.<br />

• Risk Factors for Repeated Child Maltreatment in Iceland. Freydís Freysteinsdóttir.<br />

• Ritið: 2/2004 - Fornleifaræði. Hugvísindastofnun.<br />

• Ritið: 3/2004 - Falsanir. Hugvísindastofnun.<br />

• Ritið: 1/<strong>2005</strong> - Orð og mynd. Hugvísindastofnun.<br />

• Ritlist, prentlist, nýmiðlar. Þorbjörn Broddason.<br />

• School Participation. Snæfríður Þóra Egilson.


• Sjálfssögur: Minni, minningar og saga. Sigurður Gylfi Magnússon.<br />

• Software Development. Oddur Benediktsson ritstjóri.<br />

• Stigi Wittgensteins. Logi Gunnarsson.<br />

• Subversive Scott: The Waverley Novels and Scottish Nationalism. Julian Meldon<br />

D´Arcy.<br />

• Surtsey, Ecosystems Formed. Sturla Friðriksson.<br />

• Surtsey, Entstehung von Ökosystem. Sturla Friðriksson.<br />

• Technology in Society - Society in Technology. Ritstjórar Örn Jónsson o.fl.<br />

• The First Settler of the New World. Jónas Kristjánsson.<br />

• The Mosaic of Gender. Steinunn Hrafnsdóttir.<br />

• Tveir heimar. Þorvaldur Gylfason.<br />

• Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna. Ráðstefnurit.<br />

• Verk handa þinna. Kristinn Ólason.<br />

• Við og veröldin. Sverrir Jakobsson.<br />

• Þá varð landskjálpti mikill. Ritstjórar Jón Börkur Ákason o.fl.<br />

Landsbókasafn<br />

Íslands - Háskólabókasafn<br />

Stjórn<br />

Samkvæmt lögum um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn skipar menntamálaráðherra<br />

fimm menn í stjórn bókasafnsins til fjögurra ára í senn þannig að<br />

tveir eru skipaðir að tilnefningu háskólaráðs Háskóla Íslands, þeir Rögnvaldur<br />

Ólafsson og Hjalti Hugason, Vilhjálmur Lúðvíksson tilnefndur af vísindanefnd Vísinda-<br />

og tækniráðs og Eydís Arnviðardóttir tilnefnd af Upplýsingu - Félagi bókasafns-<br />

og upplýsingafræða. Stjórnarformaður er Hörður Sigurgestsson, skipaður<br />

af menntamálaráðherra, án tilnefningar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.<br />

Fulltrúi starfsmanna er Stefanía Arnórsdóttir. Fundi sitja einnig að jafnaði landsbókavörður,<br />

aðstoðarlandsbókavörður og fjármálastjóri safnsins.<br />

Framkvæmdaráð<br />

Framkvæmdaráð safnsins hittist að jafnaði vikulega og tekur ákvarðanir um<br />

rekstur safnsins. Í framkvæmdaráði sitja Sigrún Klara Hannesdóttir, landbókavörður,<br />

Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlandsbókavörður, Edda G. Björgvinsdóttir,<br />

fjármálastjóri og sviðsstjóri rekstrarsviðs, Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs<br />

og Kristín Bragadóttir, sviðsstjóri varðveislusviðs til 15. september. Frá<br />

þeim tíma tók nýr sviðsstjóri varðveislusviðs, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, við<br />

því starfi þegar Kristín fór í fjögurra ára leyfi. Framkvæmdaráð hélt alls 35 fundi á<br />

árinu <strong>2005</strong> og eru allar fundargerðir ráðsins birtar á Inngangi, innri vef safnsins.<br />

Árangurssamningur við menntamálaráðuneyti<br />

Þann 29. desember var skrifað undir árangurssamning milli Landsbókasafns og<br />

menntamálaráðuneytis við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsi. Tilgangur<br />

samningsins er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli ráðuneytis og stofnunar,<br />

auk þess að draga fram áherslur vegna stefnumótunar og áætlanagerðar. Í<br />

samningnum er gerð grein fyrir hlutverki safnsins í samræmi við lög og reglugerðir<br />

og gerð grein fyrir að ráðuneytið muni beita sér fyrir því að fjárveitingar<br />

verði í samræmi við áherslur og markmið í samningnum. Framtíðarsýn safnsins<br />

var sett fram 2003 og er eftirfarandi:<br />

„Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er hornsteinn í öflun, varðveislu og<br />

miðlun þekkingar um íslenskt samfélag og á sviði vísinda og fræða. Safnið er<br />

þekkingarveita sem vinnur að því að veita faglega upplýsingaþjónustu um íslenskt<br />

samfélag og tryggja að Íslendingar standi jafnfætis öðrum þjóðum hvað<br />

varðar aðgengi að hvers kyns þekkingu og upplýsingum.“<br />

Í nýja árangurssamningnum var kallað eftir sérstökum markmiðum og áherslum<br />

í starfi stofnunar þar sem tækifæri gafst til að kynna áherslur á hlutverki safnsins<br />

sem þekkingarveitu, þ.e. stofnun sem leggur sig fram um að veita þekkingu til<br />

samfélagsins fremur en að fólk þurfi að koma í safnið til að ná í þá þekkingu sem<br />

til er í heiminum. Í samræmi við tvöfalt hlutverk safnsins hafa áherslurnar í starfsemi<br />

safnsins verið einkum tvenns konar:<br />

• Stafrænt íslenskt þjóðbókasafn, sem tengist áherslum safnsins við að koma<br />

íslensku efni í stafrænt form og gera það aðgengilegt í gegnum vef safnsins.<br />

236


Yfir ein milljón síður eru nú þegar komnar á vefinn og unnið er markvisst að<br />

því að auka það efni. Safnið annast söfnun á vefsíðum og varðveitir þær og<br />

stefnir að því að verða eitt fyrsta land í heimi þar sem allur menningararfurinn<br />

er aðgengilegur í tölvutæku formi.<br />

Stafrænt rannsóknarbókasafn (Rannsóknarbókasafn Íslands). Verkefnið byggir á<br />

því að gera vísinda- og fræðaiðkun auðveldari á Íslandi með því að auka aðgengi<br />

landsmanna að rafrænum gögnum, tímaritum og gagnasöfnum og með því að<br />

halda úti virkri og öflugri heimasíðu þar sem allir sem stunda fræðiiðkanir geti átt<br />

greiðan aðgang að því efni.<br />

Önnur atriði sem tekin voru fram í samningi þessum voru aðgengismál sem eru í<br />

góðu lagi í safninu bæði hvað varðar aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu<br />

sem í boði er og um aðgengi að húsinu sjálfu. Safnið hefur starfsmannastefnu og<br />

jafnréttisstefnu sem báðar voru settar árið 2004. Stefna Landsbókasafns í<br />

upplýsingatækni byggir á stefnu ríkisstjórnarinnar Auðlindir í allra þágu og stefnu<br />

menntamálaráðuneytisins Áræði með ábyrgð. Landsbókasafn nýtir upplýsingatækni<br />

í nær allri sinni starfsemi. Á árinu 2006 verður í fyrsta sinn unnið eftir<br />

þessum árangurssamningi og mun ráðuneytið fylgjast með verkferlum stofnunarinnar<br />

við að ná markmiðum samningsins.<br />

Rekstur<br />

Undanfarin ár hafa verið erfið í rekstri safnsins og gert er ráð fyrir að rekstrarhalli<br />

ársins <strong>2005</strong> verði um 25 m.kr. og stafar hann af uppgjöri vegna starfsmats<br />

og hæfnismats og auknum launagreiðslum vegna þess, og því að ritakaup fyrir<br />

Háskóla Íslands eru talsvert fram yfir það fé sem Háskólinn hefur lagt safninu til.<br />

Áætlað er að uppsafnaður halli í árslok verði um 55 m.kr. Heildarrekstrarkostnaður<br />

safnsins á árinu <strong>2005</strong> nam um 620 m.kr. Mannafli var í árslok <strong>2005</strong> alls um 88<br />

stöðugildi.<br />

Þjónusta<br />

Í Þjóðarbókhlöðu eru um 700 sæti fyrir þá sem vilja hafa afnot af gögnum safnsins<br />

með einum eða öðrum hætti. Á 3. og 4. hæð er almennt lesrými með 408 lessætum<br />

við borð (með eða án tölvu), þar af 20 sæti í hópvinnuherbergjum. Þar eru<br />

einnig rúmlega 80 lágsæti, sum við lágborð og sum í tón- og myndsafni.<br />

Lesrýmið er mest notað af nemum Háskóla Íslands og er því nýting eðlilega<br />

mest á próftímum. Einnig er góð nýting meðan kennsla stendur yfir. Í safninu eru<br />

28 lesherbergi sem safngestir geta fengið afnot af til ákveðins tíma. Mikil eftirspurn<br />

er eftir þessum herbergjum og eru þau nánast fullnýtt bæði á veturna og á<br />

sumrin. Alls höfðu 85 safngestir afnot af lesherbergi á árinu. Eitt lesherbergi er<br />

ætlað fötluðum og annað sjónskertum til almennrar notkunar. Þessum herbergjum<br />

er úthlutað í samvinnu við Námsráðgjöf HÍ, og eru þau samnýtt af fleiri en<br />

einum notanda í einu.<br />

Nýr vefur safnsins var opnaður 1. september. Hann hefur að geyma margvíslegar<br />

upplýsingar, annars vegar um safnið sjálft, hlutverk þess, fyrirkomulag og þjónustu,<br />

hins vegar um safnkostinn og aðgang að rafrænum gögnum. Vefurinn er<br />

unninn í vefumsjónarkerfinu Soloweb og Hadaya Design hannaði útlit hans.<br />

Vefstjóri safnsins er Ingibjörg Árnadóttir.<br />

Í upphafi vor- og haustmisseris voru kennarar Háskóla Íslands að venju hvattir til<br />

að panta safnkynningar fyrir nemendur sína. Einnig var tekin var upp sú nýjung<br />

að bjóða upp á stutt námskeið um einstök gagnasöfn og skrár, s.s. Gegni, Tdnet<br />

og ProQuest og þau auglýst á póstlistum nemenda. Haldin voru 10 slík námskeið<br />

á vormisseri og var aðsókn góð. Að öðru leyti voru safnkynningar með líku sniði<br />

og undanfarin ár, þ.e. frumkynningar fyrir nýnema og framhaldskynningar fyrir<br />

þá sem lengra eru komnir. Í frumkynningum er þjónusta og aðstaða í safninu<br />

kynnt ásamt Gegni og vef safnsins, en í framhaldskynningum er farið í helstu atriði<br />

heimildaleitar og einstök gagnasöfn eru kynnt. Gert var átak í því að kynna<br />

rafræn gögn á sviði verkfræði og kynna þjónustu safnsins varðandi heimildaleitir.<br />

Í kjölfarið komu þrír hópar í almenna kynningu og rafræn gögn í verkfræði voru<br />

kynnt í fjórum verkfræðistofum á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Námsbókasafn er safn bóka, ljósrita og annars efnis sem kennarar við Háskóla<br />

Íslands hafa óskað eftir að sé aðgengilegt nemendum í tengslum við tiltekin námskeið<br />

sem eru kennd við Háskólann. Það er einungis starfrækt að vetri til og er<br />

það á opnu rými á 4. hæð safnsins. Gögn námsbókasafnsins voru ýmist til notkunar<br />

á staðnum, á dægurláni, þriggja daga láni, vikuláni eða tveggja vikna láni.<br />

Alls voru skráð 196 námskeið, sem er það mesta sem skráð hefur verið á náms-<br />

238


ókasafn. Kennarar í hugvísindadeild og félagsvísindadeild nota námsbókasafnið<br />

áberandi mest og voru um 80% námskeiðanna kennd í þeim deildum. Útlán úr<br />

námsbókasafninu minnkuðu verulega og voru 1.426 á árinu (2.406 árið 2004).<br />

Færst hefur í vöxt að kennarar vilji hafa bækur á námsbókasafni aðeins til notkunar<br />

á staðnum. Þá hafa líka fleiri kost á því að lesa bækurnar en ef þær væru til<br />

að mynda til útláns í þrjá daga.<br />

Landsaðgangur að rafrænum gögnum<br />

Landsaðgangur að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum er upplýsingaveita fyrir<br />

Ísland og er aðgangur frá öllum tölvum á landinu sem eru tengdar um íslenska<br />

netveitu. Landsaðgangur að rafrænum gögnum hófst árið 1999 með aðgangi að<br />

Encyclopaedia Britannica og hefur vaxið mikið síðan. Landsbókasafn Íslands -<br />

Háskólabókasafn sér um aðganginn samkvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneyti<br />

sem var undirritaður í desember 2002. Bókasöfn landsmanna bera<br />

hitann og þungann af þeim kostnaði sem eftir stendur en rannsóknarstofnanir og<br />

fyrirtæki taka einnig þátt. Innkaupanefnd sex sérfræðinga starfar með Landsbókasafni<br />

og er hlutverk hennar að ákveða hvort taka eigi upp nýja samninga,<br />

endurnýja eldri eða fella þá niður. Á árinu <strong>2005</strong> var unnin ný greiðsluskipting á<br />

kostnaði við rafrænu tímaritin sem eru í landsaðgangi. T.d. er skipting á milli háskóla<br />

byggð á ýmsum breytum s.s. nemendafjölda, fjölda akademískra starfsmanna,<br />

fjárframlaga hins opinbera og heildarveltu háskólanna. Nýja greiðsluskiptingin<br />

gildir fyrir árið 2006. Nánari upplýsingar um landsaðgang eru á vefsetrinu<br />

http://hvar.is<br />

Yfirlit yfir notkun á stafrænum gagna- og tímaritasöfnum árin 2004 og <strong>2005</strong><br />

Greinasafn Greinar sóttar í fullri lengd Breyting<br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Blackwell Synergy 56.120 52.515 6,9%<br />

Elsevier ScienceDirect 147.299 143.332 2,8%<br />

Karger Online 3.494 3.489 0,1%<br />

Morgunblaðið - greinar eldri en 3 ár 44.447 41.064 8,2%<br />

ProQuest 5000 235.002 259.514 -9,4%<br />

SpringerLink með Kluwer 15.805 23.094 -31,6%<br />

Samtals 502.167 523.008 -4,0%<br />

Gagnasafn Greinar sóttar í fullri lengd Breyting<br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Britannica 68.318 39.026 75,1%<br />

Grove Art 12.259 6.619 85,2%<br />

Grove Music & Opera 20.883 18.827 10,9%<br />

ProQuest LION 3.811 3.324 14,7%<br />

ProQuest Learning Literature 2.314 1.223 89,2%<br />

Samtals 107.585 69.019 55,9%<br />

Tilvísanasafn Leitir <strong>2005</strong> Leitir 2004 Mismunur<br />

Web of Science 111.783 107.258 4,2%<br />

Útlán<br />

Árið <strong>2005</strong> voru tölvuskráð útlán 67.236, þar af voru útlán úr námsbókasafni 1.426<br />

og tón- og myndsafni 1.688. Í útibúum safnsins voru útlán 1.655 og útlán alls voru<br />

því 68.891. Nemendur Háskóla Íslands tóku eins og fyrri ár flest rit að lán eða um<br />

65%, starfsmenn HÍ og safnsins um 13%, almennir lánþegar um 12% og aðrir háskólanemar<br />

um 6%. Lánþegar voru alls 6.105 í lok árs.<br />

Innheimta vanskilagagna<br />

Í október <strong>2005</strong> hóf safnið samstarf við Intrum á Íslandi um innheimtu vanskilagagna.<br />

Send voru út bréf til um 470 lánþega sem höfðu verið í vanskilum í allt að<br />

4 ár, þar sem þeim var kynnt breytt innheimtufyrirkomulag og gefinn 14 daga<br />

frestur til að gera upp við safnið. Í árslok höfðu 70% lánþeganna orðið við því.<br />

Framvegis mun Landskerfi bókasafna sjá um að senda Intrum lista yfir lánþega í<br />

vanskilum á tveggja mánaða fresti.<br />

Sýningar<br />

Margar sýningar, stórar og smáar, voru í safninu og er fjölbreytni þeirra mikil.<br />

Þessar voru helstar:<br />

239


• Sýning í tilefni 30 ára afmælis Kvennasögusafns Íslands 1975-<strong>2005</strong>, en<br />

Kvennasögusafn var stofnað hinn 1. janúar 1975.<br />

• Eitt hundrað ára ártíð Íslandsvinarins Daniels Willards Fiske. Haldin var<br />

sýning og boðið til fjölteflis í fyrirlestrarsal safnsins miðvikudaginn 26. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Menning og meinsemdir: Rýnt í bein, farsóttir, læknisfræði og lýðsögu Íslendinga.<br />

Hinn 15. febrúar <strong>2005</strong> var liðin öld frá fæðingu Jóns Steffensens, prófessors<br />

við læknadeild Háskóla Íslands og var af því tilefni efnt til sýningar og<br />

málþings til heiðurs Jóni Steffensen og konu hans Kristínu Björnsdóttur.<br />

• Meðan þú sefur. Myndlistasýning á verkum listakonunnar og barnabókahöfundarins<br />

Önju Theosdóttur.<br />

• Japönsk bókmenntaverk frá upphafi 8. aldar og allt til 20. aldar. Japönsk<br />

hjón, Eiko og Goro Murase, gáfu japönskuskor í hugvísindadeild Háskóla Íslands<br />

vandaðar og fallegar endurgerðir af japönskum bókum, bæði klassísk<br />

og nútíma bókmenntaverk sem varðveitt verða í safninu.<br />

• Tvær „fagrar sálir“. Tvær gestasýningar voru settar upp í maí, önnur um Jóhann<br />

Jónsson, skáld frá Ólafsvík og hin um Sigríði Jónsdóttur frá Vogum,<br />

móður Nonna, Jóns Sveinssonar, rithöfundar.<br />

• Forn Íslandskort og ferðabækur. Forn Íslandskort og ferðabækur voru sýndar<br />

í forsal þjóðdeildar.<br />

• Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Í tilefni af því að 400 ár<br />

voru liðin frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, Skálholtsbiskups, var haldin<br />

ráðstefna og sýning helguð honum.<br />

• Bessastaðaskóli 1805-<strong>2005</strong>. Sýning um Bessastaðaskóla var sett upp í október,<br />

en árið <strong>2005</strong> voru liðin 200 ár frá stofnun skólans.<br />

• Spil og leikir. Á aðventu var sýning á jólaefni sem varðveitt er í þjóðdeild.<br />

Nýsköpun og þróunarverkefni<br />

Upplýsingatæknihópur greinir, þróar og innleiðir upplýsingatækniverkefni í safninu.<br />

Verkefnin eru ýmist þróuð innan safnsins eða unnin í samvinnu við aðra, einkum<br />

þjóðbókasöfn Norðurlanda. Þetta eru helstu verkefnin sem unnið hefur verið að:<br />

Þrjár heildarsafnanir á íslenska þjóðarléninu voru framkvæmdar á árinu. Stefnt<br />

er að því að safna í framtíðinni öllu íslensku efni á veraldarvefnum þrisvar á ári.<br />

Stærsta úrlausnarefnið er að ná til íslensks efnis utan .is þjóðarlénsins. Einnig<br />

var unnið að gerð samfelldrar vefsöfnunar. Þar munu valdir vefir vera í sífelldri,<br />

sjálfaðlagandi söfnun sem nær betur öllum þeim hreyfingum sem verða frá degi<br />

til dags. Stefnt er að því að slíkar safnanir verði komnar í gang 2006.<br />

Frá því að tilraunir með vefsöfnun hófust hefur verið stefnt að því að gera vefsafnið<br />

aðgengilegt. Unnið er að þróun hugbúnaðarins og verður fylgst með erlendri<br />

þróun og nýr hugbúnaður tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn.<br />

Unnið hefur verið að því að bæta textaleitarviðmót vefsins timarit.is. Einnig hefur<br />

hugbúnaður fyrir ljóskennsl (Optical Character Recognition), sem ljósles og býr til<br />

tölvutækan texta stafrænna mynda, verið uppfærður. Prófanir sýndu að nýrri útgáfa<br />

gaf umtalsvert betri árangur og verður allt efnið endurlesið. Stefnt er að því<br />

að á árinu 2006 verði búið að ljóslesa allt myndað efni.<br />

Þróaður var gagnagrunnur fyrir bréfasöfn ásamt skráningarviðmóti fyrir hann og<br />

forrit sem búa til og vinna með XML skjöl upp úr honum, byggð á EAD staðli.<br />

Einnig var búinn til mannanafnagrunnur með um 16.000 nöfnum sem lesinn var<br />

úr textaskjölum.<br />

Lögboðið er að safnið skuli gefa út Íslenska bókaskrá og kom hún síðast út á<br />

prenti árið 2003 fyrir árið 2001. Ákveðið er að framvegis verði eingöngu um vefaðgang<br />

að ræða. Verkefnið var skilgreint og lagður grunnur að útliti og virkni nýs<br />

vefs sem mun bera heitið Íslensk útgáfuskrá þar sem vefurinn nær yfir breiðara<br />

efni en bækurnar. Stefnt er að því að opna vefinn um mitt ár 2006.<br />

Viðskiptagrunnur tímarita gefur starfsmönnum yfirsýn yfir tímaritakaup safnsins.<br />

Tímarit eru keypt af mörgum aðilum og ýmis dreifingarfyrirtæki bjóða upp á tilboðspakka<br />

sem stundum innihalda sömu ritin. Viðskiptagrunnurinn á að geta á<br />

fljótlegan hátt sýnt starfsmönnum hvort ákveðin tímarit séu þegar keypt. Þá<br />

greiða margir aðilar fyrir aðgang að tímaritum og viðskiptagrunnurinn einfaldar<br />

mjög yfirsýn yfir það. Verið er að mata inn gögn um tímaritakaup safnsins.<br />

240


Samskipti Landsbókasafns og Háskóla Íslands<br />

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er skilgreint í lögum sem „sjálfstæð<br />

háskólastofnun með sérstaka stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra“.<br />

Í grein um hlutverk og markmið safnsins er sagt að það sé „þjóðbókasafn<br />

og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er rannsóknarbókasafn sem skal<br />

halda uppi ávirkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða,<br />

stjórnsýslu og atvinnulífs“. Háskóli Íslands og safnið eiga þannig mikilla sameiginlegra<br />

hagsmuna að gæta.<br />

Hinn 18. ágúst 2004 var undirritaður samstarfssamningur milli Landsbókasafns<br />

og Háskólans varðandi ýmsa þætti þar sem hagsmunir stofnananna tveggja liggja<br />

saman. Samkvæmt samningnum eru helstu markmið hans fjögur:<br />

• Að vinna að uppbyggingu safnsins sem þekkingarveitu bæði almennt og á<br />

sérhæfðum sviðum í samráði við deildir Háskólans. Í því skyni er lögð sérstök<br />

áhersla á rafrænar áskriftir og rafræna miðlun upplýsinga.<br />

• Að tryggja aðgang nemenda og starfsfólks Háskólans að fræðilegu efni án<br />

tillits til búsetu.<br />

• Að tryggja öfluga notendafræðslu sem miði að upplýsingalæsi háskólanema<br />

og nái til allra deilda HÍ<br />

• Að styrkja safnið sem rannsóknarstofnun á sviði bókfræði og bókasafns- og<br />

upplýsingafræði, m.a. í samvinnu við bókasafns- og upplýsingafræðiskor félagsvísindadeildar<br />

HÍ<br />

Fyrstu samráðsfundir samstarfsnefndar voru haldnir á árinu en í nefndinni sitja<br />

Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu og Sigrún Klara<br />

Hannesdóttir, landsbókavörður. Til umræðu voru ýmis samskiptamál stofnananna<br />

svo sem afgreiðslutími safnsins, staða ritakaupamála, stefnumótun í málefnum útibúa,<br />

aðgangur annarra en nemenda HÍ að neti RHÍ svo dæmi séu tekin.<br />

Af öðrum tengslum milli stofnananna má nefna að tveir stjórnarmenn safnsins<br />

koma frá Háskóla Íslands og landsbókavörður á sæti á háskólafundum. Árið <strong>2005</strong><br />

voru haldnir þrír háskólafundir þar sem rædd voru mál sem ættu að snerta aðgengi<br />

háskólasamfélagsins að upplýsingum og bókasafnsþjónustu. Má þar nefna að rætt<br />

var um gæði meistara- og doktorsnáms við HÍ, um stefnumál Háskólans og einnig<br />

voru kynntar þrjár úttektarskýrslur sem unnar hafa verið um starfsemi Háskólans.<br />

Athygli vekur að bókasafn og upplýsingaþjónusta eru ekki nefnd í neinni af þessum<br />

skýrslum sem undirstaða undir rannsóknir, framhaldsnám og doktorsnám.<br />

Samstarf háskólabókavarða<br />

Bókaverðir á háskólabókasöfnum landsins hittast reglulega til að ræða sameiginleg<br />

málefni. Alls eru þetta 12 aðilar frá 10 stofnunum, þ.e. frá Kennaraháskóla Íslands<br />

(2), Háskólanum á Akureyri (2), Háskólanum í Reykjavík, Listaháskólanum í<br />

Reykjavík, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Tækniskólanum, Bifröst, Hvanneyri og<br />

Hólum auk landsbókavarðar. Á árinu voru haldnir þrír samráðs- og upplýsingafundir.<br />

Á fyrsta fundi kynnti Landsbókasafn tvö af verkefnum safnsins, þ.e. vefsöfnun<br />

og stafræna þjóðbókasafnið. Á öðrum fundi var viðfangsefnið landssamningar<br />

um rafræn tímarit og skipting á kostnaði á milli greiðenda. Á þriðja fundi<br />

var rætt um landsaðgang að tímaritum, um rafræna upplýsingaþjónustu og<br />

Skemmuna og Hlöðuna við Háskólann á Akureyri.<br />

Listasafn Háskóla Íslands<br />

Helstu verkefni og starfsemi<br />

Helstu verkefni forstöðumanns og stjórnar Listasafns Háskóla Íslands er að<br />

varðveita, byggja upp og kynna eftir föngum hina miklu og verðmætu listaverkaeign<br />

safnsins, svo sem með sýningarhaldi, en einnig með mótun heildrænnar<br />

stefnu í innkaupum nýrra verka, í samræmi við sérstöðu safns, safneign og<br />

sýningaraðstöðu. Samkvæmt stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er það hlutverk<br />

safnsins að sinna upplýsinga- og þjónustuhlutverki gagnvart þeim sem<br />

stunda rannsóknir á íslenskri myndlistarsögu. Safnið hefur í samræmi við það<br />

unnið að því á sl. árum að efla tengingu safns við rannsóknar- og kennsluumhverfi<br />

Háskóla Íslands, m.a. við nýtt nám í listfræði við hugvísindadeild. Safnið var<br />

stofnað árið 1980 í tilefni stórrar listaverkagjafar Ingibjargar Guðmundsdóttur og<br />

Sverris Sigurðssonar og fagnaði það því 25 ára afmæli árið <strong>2005</strong>.<br />

Sýningarhald<br />

Verk úr eigu Listasafns Háskóla Íslands er nú að finna á 32 stöðum innan háskólasamfélagsins<br />

og er skipt um uppsetningar reglulega.<br />

242


Nokkuð var um lán verka úr eigu safnsins á árinu á sýningar í öðrum opinberum<br />

listasöfnum.<br />

Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands<br />

Í byrjun júní <strong>2005</strong> fór fram fimmta úthlutun úr Rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla<br />

Íslands en sjóðurinn hefur á sl. árum styrkt tólf rannsóknarverkefni á sviði<br />

íslenskrar myndlistarsögu. Rannsóknarsjóður Listasafns HÍ var stofnaður af<br />

Sverri Sigurðssyni árið 1999 og er honum ætlað að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar<br />

myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á<br />

niðurstöðum slíkra rannsókna.<br />

Veittir voru tveir styrkir úr sjóðnum í árlegri úthlutun <strong>2005</strong>, hvor að upphæð kr.<br />

400.000. Þeir sem hlutu styrkina voru: Hrafnhildur Schram, listfræðingur, fékk<br />

styrk til dvalar í Danmörku til að rannsaka frumheimildir og taka viðtöl vegna<br />

bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) og Viktor Smári Sæmundsson,<br />

forvörður, fékk styrk til að stunda rannsóknir á nafnskriftum (höfundarmerkingum)<br />

frumherja íslenskrar myndlistar, einkum þeim Sigurði málara<br />

Guðmundssyni, Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi S. Kjarval,<br />

Guðmundi Thorsteinssyni, Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveinsdóttur. Upphaf rannsóknanna<br />

má rekja til stóra falsanamálsins en styrkþegi hyggst safna áritunum<br />

frumherja íslenskrar myndlistar með ljósmyndun og efnagreiningum og gefa niðurstöðurnar<br />

út í ritgerð eða á bókarformi.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Almennt<br />

Markmið Rannsóknaþjónustu Háskólans er að styrkja tengsl Háskóla Íslands og<br />

atvinnulífs á sviðum rannsókna, nýsköpunar og hæfnisuppbyggingar. Tilgangur<br />

þessara tengsla er að veita íslensku atvinnulífi stuðning á sem flestum sviðum og<br />

styrkja um leið starfsemi Háskóla Íslands. Því eru viðskiptavinir Rannsóknaþjónustunnar<br />

bæði starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og aðilar úr íslensku<br />

atvinnulífi. Árið <strong>2005</strong> var 19. starfsár Rannsóknaþjónustunnar. Meðal viðfangsefna<br />

ársins voru margþætt þjónusta við starfsmenn Háskóla Íslands, áframhaldandi<br />

þjónusta í tengslum við evrópskt samstarf, rekstur tveggja hlutafélaga sem Háskóli<br />

Íslands á ráðandi hlut í. Auk þess var staðið fyrir samkeppni sem hvetur<br />

starfsfólk Háskóla Íslands til að sinna hagnýtingu á rannsóknaniðurstöðum.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskólans sem var skipuð 20. desember 2001 og<br />

endurskipuð óbreytt 20. nóvember 2003, sitja sex fulltrúar: Þrír frá Háskóla Íslands;<br />

Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri, rannsóknasviði, formaður stjórnar,<br />

Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor og Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og þrír<br />

fulltrúar atvinnulífsins; Davíð Stefánsson, ráðgjafi hjá KPMG, Guðrún Hálfdánardóttir,<br />

Morgunblaðinu og Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka-DNG.<br />

Ársverk Rannsóknaþjónustunnar og þeirra fyrirtækja sem hún rekur auk sértækra<br />

verkefna voru tæplega tólf árið 2004. Stöðugildi við sjálfa stofnunina voru<br />

átta og hálft og starfsmenn hjá hlutafélögum þrír.<br />

Ágúst H. Ingþórsson veitti stofnuninni forstöðu og Ásta S. Erlingsdóttir var staðgengill<br />

forstöðumanns auk þess að bera ábyrgð á Europass og INTRO verkefnum.<br />

Andrés Pétursson var skrifstofustjóri, en Stefanía G. Kristinsdóttir lét af störfum<br />

við Háskólann um mitt ár. Bjarni R. Kristjánsson sá um Evrópumiðstöð náms- og<br />

starfsráðgjafa. María K. Gylfadóttir stýrði tilraunaverkefnahluta Leonardó- áætlunarinnar<br />

og Þórdís Eiríksdóttir hafði sem fyrr umsjón með mannaskiptum Leonardó.<br />

Margrét Jóhannsdóttir var ráðin í fullt starf við Landsskrifstofuna, en hún<br />

hefur undanfarin tvö ár unnið í hlutastarfi. Sigurður Guðmundsson sá um þjónustu<br />

við áætlanirnar á sviði upplýsingatækni, sérstaklega sem landstengiliður fyrir<br />

upplýsingatækni í rannsóknaáætlun ESB. Eiríkur Bergmann Einarsson lét af<br />

störfum á árinu og var ekki ráðið í hans stað fyrr en í ársbyrjun 2006. Starfsmenn<br />

Tæknigarðs og Hússjóðs Tæknigarðs voru þær Ástríður Guðlaugsdóttir, Marta<br />

Matthíasdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir, en sú síðastnefnda hætti störfum undir<br />

lok ársins.<br />

243


Leonardó starfsmenntaáætlunin<br />

Stærsta einstaka verkefni Rannsóknaþjónustunnar er rekstur Landsskrifstofu Leonardó<br />

starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Sérstakur samningur er í<br />

gildi um rekstur skrifstofunnar og hefur hún stjórn sem í sitja fulltrúar menntamálaráðuneytis,<br />

aðila vinnumarkaðarins og framhalds- og háskólastigs. Framkvæmd<br />

Leonardó-áætlunarinnar gekk áfram mjög vel árið <strong>2005</strong>. Verkefnum<br />

tengdum Leonardó-áætluninni árið <strong>2005</strong> má skipta í þrennt:<br />

Í fyrsta lagi úthlutun styrkja til mannaskiptaverkefna. Nam heildarúthlutun ársins<br />

424.000 evrum, ríflega 30 m.kr., sem er hæsta úthlutun fram til þessa.<br />

Yfirlit yfir úthlutun til mannaskipta í Leonardó á árinu <strong>2005</strong><br />

Þátttakendur Fjöldi Samtals<br />

úthlutað<br />

í evrum<br />

Framhaldsskólanemar 72 134.100<br />

Stúdentar og nýútskrifaðir nemendur 64 146.920<br />

Kennarar og leiðbeinendur 118 142.980<br />

Í öðru lagi er úthlutun styrkja til tilraunaverkefna, en þar reyndust umsóknir sem<br />

sendar voru inn til Landsskrifstofunnar það góðar að þrjár af sex umsóknum<br />

fengu styrki. Auk þeirra verkefna sem talin eru upp hér að neðan og eru undir íslenskri<br />

verkefnisstjórn, eru íslenskir aðilar þátttakendur í mörgum þróunarverkefnum<br />

undir stjórn aðila frá öðrum löndum.<br />

Yfirlit yfir úthlutun til tilraunaverkefna í Leonardó á árinu <strong>2005</strong><br />

Verkefni Verkefnisstjórn Samtals<br />

úthlutað<br />

í evrum<br />

Building Bridges – menntun Landbúnaðarháskólinn 313.970<br />

kvenna í landbúnaði og stofnun<br />

á Hvanneyri<br />

tengsla- og þekkingarnets milli<br />

landsbyggðar og þéttbýlis<br />

The Value of Work – þróun aðferða Fræðslumiðstöð 394.390<br />

við mat á raunfærni<br />

atvinnulífsins<br />

eBusiness Community Model –þróun Verslunarmanna- 347.315<br />

námsefnis í rafrænum viðskiptum félag Reykjavíkur<br />

fyrir starfsfólk fyrirtækja<br />

Í þriðja lagi er rekstur Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar, sem er<br />

upplýsingamiðlun og samstarfsvettvangur sem Evrópusambandið styrkir með<br />

það fyrir augum að miðla evrópskri vídd og undirstrikar mikilvægi náms- og<br />

starfsráðgjafar, starfsþjálfunar og símenntunar í upplýsingasamfélagi nútímans.<br />

Rannsóknaáætlun Evrópusambandsins<br />

Sjötta rannsóknaáætlun ESB var í fullum gangi á árinu og gekk ágætlega að virkja<br />

starfsmenn Háskóla Íslands til þátttöku. Starfsmenn Rannsóknaþjónustunnar,<br />

sem eru sérstakir tengiliðir við áætlunina, höfðu í nógu að snúast við kynningar<br />

og aðstoð við umsækjendur.<br />

Kynningarstarf í tengslum við rannsóknaáætlunina er unnið í nánum tengslum<br />

við RANNÍS.<br />

Rannsóknaþjónustan hafði einnig með höndum stjórnsýslulega umsjón með Evrópuverkefninu<br />

ELSAGEN sem Siðfræðistofnun stýrir og lauk uppgjöri vegna þess á<br />

árinu. Á árinu hófst nýtt verkefni sem fékk styrk úr nýsköpunarhluta rannsóknaáætlunarinnar<br />

sem heitir INTRO. Þar er markmiðið er að miðla reynslu af svæðisbundnu<br />

samstarfi um þekkingaruppbyggingu milli Íslands, Írlands, Póllands og<br />

Lettlands. Rannsóknaþjónustan stýrir verkefninu sem er til tveggja ára.<br />

Hagnýting rannsóknaniðurstaðna<br />

Starfsmenn Rannsóknaþjónustunnar hafa starfað með Hugverkanefnd Háskóla<br />

Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúsi síðan nefndin var sett á laggirnar. Í<br />

upphafi árs tóku ný lög um uppfinningar starfsmanna gildi og breytir það réttarstöðu<br />

Háskólans gagnvart einkaleyfatækum rannsóknaniðurstöðum starfsmanna.<br />

Á árinu bárust nefndinni fyrstu erindin til afgreiðslu. Stærsta verkefni ársins var<br />

244


samkeppnin Upp úr skúffunum, sem haldin var í sjöunda sinn. Stuðningsaðilar<br />

verkefnisins voru A&P. Árnason, Tæknigarður hf. og rektor HÍ Vinningshafar voru<br />

valdir í október og þrenn verðlaun veitt að vanda. Fyrstu verðlaun hlaut verkefni<br />

sem nefnist Hugur og heilsa, en þar var Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálfræði<br />

við læknadeild HÍ, frumkvöðull. Tilgangur verkefnisins er að þróa heildrænt kerfi<br />

sem auðveldar starfsfólki í félags-, skóla- og heilbrigðisgeiranum að veita ungu<br />

fólki markvissa aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi. Það er gert með því að<br />

meta áhættuþætti og veita ráðgjöf varðandi þau viðhorf og venjur sem síðar á lífsleiðinni<br />

geta leitt til þunglyndis.<br />

Rekstur hlutafélaga<br />

Rannsóknaþjónustan rekur tvö hlutafélög sem eru að hluta í eigu Háskóla Íslands.<br />

Rekstur Tæknigarðs hf. var með hefðbundnu sniði á árinu og var full nýting<br />

á því húsnæði sem til útleigu er og raunar skortur á húsnæði til leigu til fyrirtækja.<br />

Endurbótum var nokkuð sinnt á árinu, enda húsið orðið 17 ára gamalt og<br />

sett var upp ný móttaka á fyrstu hæð þar sem Reiknistofnun Háskólans er með<br />

þjónustuborð. Tækniþróun hf. á hlut í fjórum sprotafyrirtækjum og sátu starfmenn<br />

Rannsóknaþjónustunnar áfram í stjórnum þeirra. Hlutafé Tækniþróunar<br />

var aukið nokkuð á árinu, en stefnt er að því að auka það enn meira á næstu<br />

misserum þannig að fyrirtækið geti tekið virkan þátt í uppbygginu um 10 fyrirtækja<br />

á hverjum tíma.<br />

Neikvæð rekstrarafkoma en mikil umsvif<br />

Fjárhagslega gekk rekstur stofnunarinnar fremur erfiðlega á árinu <strong>2005</strong> og voru<br />

rekstrarútgjöld hærri en tekjurnar annað árið í röð. Erlendar tekjur urðu minni en<br />

vonir stóðu til bæði vegna gengisþróunar og þess að ekki komu til ný verkefni á<br />

árinu. Vandi stofnunarinnar liggur í því að væntingar umhverfisins um þjónustu<br />

eru miklar en tekjustofnar eru fáir og fastar tekjur takmarkaðar. Nauðsynlegt er<br />

að styrkja tekjustofna starfseminnar, sem ekki hafa hækkað í takt við verðlagsog<br />

launabreytingar og tryggja að stofnunin taki ekki að sér verkefni nema trygg<br />

fjármögnun liggi fyrir.<br />

Á heildina litið var árið <strong>2005</strong> viðburða- og árangursríkt í starfi Rannsóknaþjónustunnar<br />

og þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur umsjón með. Þau verkefni sem<br />

Rannsóknaþjónustan hefur tekið að sér að reka gengu almennt vel á árinu <strong>2005</strong>. Í<br />

árslok var verkefnastaða stofnunarinnar traust, búið að endurnýja þjónustusamning<br />

við Háskóla Íslands og tryggja verkefnin næsta árið. Á árinu 2006 mun ráðast<br />

hver verður hlutur Rannsóknaþjónustunnar og tengdra fyrirtækja í nýju umhverfi<br />

áætlana ESB og við uppbyggingu á Vísindagörðum sem vonir standa til að hefjist<br />

árið 2006.<br />

Breytingar í ytra umhverfi fela í sér tækifæri til enn betri þjónustu til sístækkandi<br />

hóps viðskiptavina. Starfsfólk og stjórn Rannsóknaþjónustunnar eru sammála um<br />

að líta á þær breytingar sem framundan eru sem tækifæri til framþróunar og<br />

vaxtar.<br />

Veffang Rannsóknaþjónustu Háskólans er www.rthj.hi.is<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) sér um uppbyggingu og rekstur upplýsingakerfa<br />

og símnets Háskóla Íslands í umboði Háskólaráðs. Rekstur stofnunarinnar<br />

gekk vel á árinu <strong>2005</strong>. Fjárhagsleg afkoma var viðunandi miðað við miklar framkvæmdir<br />

sem lýst er hér að neðan. Í stjórn voru Þórður Kristinsson, stjórnarformaður,<br />

Fjóla Jónsdóttir, dósent í verkfræði, Guðmundur B. Arnkelsson, Gunnar<br />

Hjálmarsson, prófessor í raunvísindadeild og Sóley Bender, dósent í hjúkrunarfræðideild.<br />

Starfsemin<br />

Töluverð hreyfing var á starfmönnum RHÍ á árinu vegna spennu á upplýsingatæknimarkaðnum.<br />

Þeir sem hættu störfum hjá Netdeild voru Kristófer Sigurðsson<br />

og Pétur Berg Eggertsson, sem ekki kom aftur eftir leyfi. Hjá Notendaþjónustu<br />

Jón Elías Þráinsson, Úlfar Ellenarson, Jón Björn Njálsson og hjá Kerfisdeild<br />

Þór Sigurðsson. Valberg Lárusson, Þór Sæþórsson og Jóhann T. Maríusson unnu<br />

hjá stofnuninni í tímabundnum störfum. Nýráðningar voru að sama skapi nokkrar.<br />

Hjá Notendaþjónustu voru ráðin Hulda Helga Þráinsdóttir sem nýlokið hafði<br />

lokaprófi frá Kennaraháskólanum, Sigurður Jarl Magnússon sem nýlokið hafði<br />

lokaprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og Anil Thapa, M.Sc. tölvunarfræðingur,<br />

245


ættaður frá Nepal. Í Netþjónustu var ráðinn Ingimar Örn Jónsson. Í Kerfisdeild<br />

Anna Jonna Ármannsdóttir, B.Sc. verkfræðingur, og Jóhann B. Guðmundsson<br />

sem kerfisstjórar. Stofnunin skiptist í 4 deildir: Hugbúnaðarþróun, Kerfisþjónustu,<br />

Netdeild og Notendaþjónustu. Reiknistofnun hefur, þrátt fyrir sveiflukenndar<br />

breytingar, verið einstaklega lánsöm með starfsfólk og byggir á sterkum kjarna<br />

sem hefur þjónað Háskólanum dyggilega á liðnum árum. Nú starfa 25 manns í<br />

fullu starfi hjá RHÍ fyrir utan sumarfólk og verkefnafólk. Aukningin um tvo var<br />

vegna opnunar Þjónustuborðs í Tæknigarði sem er til mikilla bóta bæði fyrir viðskiptavini<br />

og starfsmenn Reiknistofnunar. Starfsmenn Reiknistofnunar koma einnig<br />

að rekstri Rhnets hf. (Rannsókna- og háskólanet Íslands) og sitja í stjórn<br />

Rhnets hf., Fsnets (Net Framhaldsskóla og símenntunarstöðva) og NORDUnet A/S<br />

(Samtenginet Norðurlanda) fyrir hönd Háskóla Íslands. Mjög þröngt er orðið um<br />

Reiknistofnunina sem hefur búið við sama húsnæði síðan 1989. Er nú ekkert<br />

pláss ónotað.<br />

Tvær þjónustukannanir voru gerðar, önnur meðal starfsmanna og hin meðal<br />

nemenda. Niðurstöður kannana voru síðan notaðar til að laga til það sem fundið<br />

var að, en útkoma stofnunarinnar var á öllum sviðum mjög góð.<br />

Hugbúnaðarþróun<br />

Notkun á Uglu var gríðarleg á árinu. Notendafjöldi Uglunnar á árinu <strong>2005</strong> var<br />

rúmlega 17 þúsund notendur hjá Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og<br />

Endurmenntun Háskóla Íslands. Um sumarið kom 5 milljónasta innskráningin í<br />

Ugluna. Á annatíma geta innskráningar verið upp undir 20.000 á dag. Að meðaltali<br />

þýðir þetta að allir nemendur, kennarar og starfsmenn Háskólans skrái sig<br />

inn tvisvar á dag. Jafnvel á rólegustu dögum ársins þegar engin kennsla er í<br />

gangi eins og til dæmis á sunnudegi um verslunarmannahelgi má sjá um 2.000<br />

innskráningar. Þessi mikli fjöldi innskráninga er góð vísbending um raunverulega<br />

notkun Uglu sem í dag er orðin órjúfanlegur hluti af Háskóla Íslands.<br />

Ný útgáfa af kennsluvefnum leit dagsins ljós í ágúst. Gerðar voru notendaprófanir<br />

á kennsluvefnum um vorið í tengslum við mastersverkefni við Tölvunarfræðiskor<br />

HÍ Í framhaldinu voru gerðar breytingar á kennsluvefnum til að gera viðmót kerfisins<br />

enn betra. Meðal nýjunga í kennsluvefnum er að nú er hægt að opna<br />

kennsluvefi fyrir almenningi, hægt er að afrita gögn frá fyrri kennsluvef, bóka- og<br />

nemendalisti er aðgengilegur, möguleika var bætt við fyrir kennara að kanna viðhorf<br />

nemenda og myndameðhöndlun var bætt. Ein stærsta breytingin var sú að<br />

upplýsingar um allt nýtt efni var tengt við forsíðu nemenda og kennara. Þannig er<br />

auðvelt að sjá í einu hendingskasti hvað er að gerast á kennsluvefjunum.<br />

Hafist var handa við fyrsta áfanga af stundatöflukerfi á árinu. Með kerfinu verður<br />

unnt að skipuleggja stundatöflur skólanna miðlægt. Hægt verður að birta stundatöflur<br />

fyrir nemendur, kennara og stofur í Uglunni. Í framhaldinu verður kerfið útvíkkað<br />

fyrir almennar stofubókanir, tölvuver og fundaraðstöðu innan skólanna.<br />

Þróun á hópavinnuvef hófst á árinu. Með hópavinnuvefnum verður auðvelt fyrir<br />

bæði starfsmenn og nemendur að stofna vefi fyrir ákveðin verkefni eða hóp þar<br />

sem hægt er að skiptast á upplýsingum. Á hópvinnuvefum verður meðal annars<br />

hægt að senda tilkynningar í tölvupósti, setja inn atburði á dagatal, hlaða inn<br />

skjölum og skiptast á skoðunum með umræðuþráðum. Hópavinnuvefurinn mun<br />

nýtast vinnuhópum hjá stjórnsýslunni, í rannsóknarverkefnum og hópavinnu<br />

nemenda svo einhver dæmi séu tekin.<br />

Fyrsta áfanga af vinnuskýrslukerfi var lokið á árinu. Tilgangurinn með kerfinu er<br />

að auðvelda uppgjör á vinnustundum kennara.<br />

Mikil vinna var unnin í þjónustukerfi Reiknistofnunar. Kerfið sér um að taka við<br />

þjónustubeiðnum og afgreiða þær eða að koma þeim í réttan vinnuferil. Annar<br />

stór þáttur í kerfinu er að sjá um að bókfæra alla vinnu og þjónustu í bókhald Háskólans.<br />

Með kerfinu munu viðskiptavinir Reiknistofnunar geta séð nákvæma<br />

reikninga fyrir þeirri þjónustu sem þeir eru skráðir fyrir.<br />

Kannanakerfi og eyðublaðakerfi fór í gang á árinu. Allir starfsmenn skólanna hafa<br />

aðgengi í kerfin og geta með auðveldum hætti sett upp rafrænar kannanir og<br />

eyðublöð.<br />

Fjármálaráðuneytið fékk nýlega vefrýnifyrirtækið Sjá til að taka út stöðu vefja opinberra<br />

fyrirtækja. Sjá bjó til gátlista sem fylltur var út fyrir hvern af þeim 246<br />

vefjum sem skoðaðir voru. Kannað var hvort tilteknir þættir vefvinnslu væru til<br />

246


staðar og unnin samantekt sem sýnir hversu mörgum þáttum vefurinn sinnir.<br />

Samantektin skiptist í þrjá þætti; almennar upplýsingar um stofnunina, rafræn<br />

þjónusta sem í boði er og niðurstöður þriggja gátlista um innihald vefsins, nytsemi<br />

hans og aðgengi að honum. Aðeins 3% vefjanna uppfylltu allar kröfur um<br />

rafræna þjónustu, en til þess þarf vefurinn að flýta fyrir afgreiðslu mála, bjóða<br />

uppá vefafgreiðslu og vera með fulla málsmeðferð mála. Með Uglu uppfylla vefir<br />

HÍ og KHÍ allar þessar kröfur. Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands þykja nú<br />

ásamt Ríkisskattstjóra, Tollstjóranum í Reykjavík, Garðabæ og Reykjavíkurborg<br />

hafa bestu rafrænu þjónustuna meðal opinberra vefja.<br />

Margt annað var unnið á árinu af hugbúnaðarþróun Reiknistofnunar. Of langt mál<br />

er að telja allt upp en meðal annars var sett upp miðlæg kjörskrá vegna rektorskjörs<br />

í Uglunni, umsóknarkerfi nýnema og árleg skráning var endurbætt, utanumhald<br />

námsleiða var sett upp í Uglunni og kerfi fyrir diplóma supplement sett upp.<br />

Notendaþjónusta<br />

Umtalsverð breyting hefur orðið á þjónustu við almenna notendur Reiknistofnunar<br />

á skömmum tíma. Fyrir rétt rúmu ári síðan var notendaþjónusta aðeins opin<br />

frá kl. 8-12 virka daga. Lokað var í hádeginu og eftir hádegi var ekki tekið við almennum<br />

beiðnum. Núna er þjónustuborð Reiknistofnunar opið alla virka daga frá<br />

8 til 4. Nýja þjónustuborðið hefur því leyst notendaþjónustuna af hólmi sem móttaka<br />

fyrir tölvuþjónustu innan Háskóla Íslands.<br />

Þjónustuborðið hefur stórbætt aðkomu háskólasamfélagsins að tölvuþjónustu<br />

þeirri sem stofnunin býður uppá. Nú þurfa nemendur ekki lengur að koma uppá<br />

aðra hæð inná skrifstofurnar og leita að lausum starfsmanni. Öll þjónustan er á<br />

einum stað og aðeins þau erindi sem þurfa að fara áfram eru send upp á aðra hæð.<br />

Gerð var þjónustukönnun á haustmánuðum, spurningarnar sem lagðar eru fyrir<br />

starfsmenn og nemendur eru hafðar eins á milli ára til að það sé hægt að bera<br />

saman niðurstöður á milli ára. Það var mjög ánægjulegt að sjá að á öllum sviðum<br />

hafði ánægja aukist með þjónustu RHÍ. Það er ekki síst þjónustuborði Reiknistofnunar<br />

að þakka hvað notendaþjónustan kom vel út.<br />

Á síðasta ári fengust tvær nýjar stöður samþykktar í notendaþjónustu til að<br />

manna þjónustuborðið og gekk vel að manna þær. Seinna á árinu kom hreyfing á<br />

mannskapinn, þrír hættu störfum og menn voru færðir til innan deildar. Við erum<br />

enn að reyna að fylla í skörðin sem mynduðust.<br />

Enginn nýr þjónustusamningur var gerður á árinu en nokkrir voru endurnýjaðir<br />

og lagaðir að breyttum þörfum. Þær einingar HÍ sem komnar eru með samning<br />

eru: Akademísk stjórnsýsla, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Endurmenntun<br />

HÍ, félagsvísindadeild, hjúkrunarfræðideild, hugvísindadeild, Hugvísindastofnun,<br />

læknadeild, lyfjafræðideild, lagadeild, Norræna eldfjallastöðin, Norræna<br />

húsið, Rannsóknaþjónusta HÍ, sjúkraþjálfun, tannlæknadeild, rektorsskrifstofa,<br />

verkfræðideild, raunvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild.<br />

Tölvuver RHÍ<br />

Árleg endurnýjun tölva átti sér stað í tölvuverum Árnagarðs 310, Haga og Odda<br />

102. Jafnframt var tölvum í tölvuveri Haga fjölgað úr 6 í 11. Reiknistofnun leggur<br />

áherslu á að vélbúnaður í tölvuverum verði ekki eldri en 3ja ára og er því u.þ.b.<br />

þriðjungur allra tölva í tölvuverum endurnýjaður árlega.<br />

Tvö ný tölvuver bættust við í þjónustu Reiknistofnunar á árinu. Þar er um að ræða<br />

tvö tölvuver sérstaklega ætluð nemendum við tölvunarfræðiskor, samtals 17 tölvur<br />

auk prentara. Tölvuverin eru staðsett í kjallara Endurmenntunarstofnunar.<br />

Fjórir nýir prentarar voru settir upp í tölvuverum á árinu, þar af einn sem er sérstaklega<br />

ætlaður fyrir prentun frá þráðlausu neti í VR-II.<br />

Tölvuver RHÍ eru staðsett í 11 húsum víðsvegar um Háskólasvæðið. Tölvuverið í<br />

Odda 301 er langmest notaða tölvuver RHÍ enda með glæsilegustu tölvuverum<br />

landsins. Í lok ársins <strong>2005</strong> voru tölvur í tölvuverum RHÍ 297 talsins og prentarar<br />

18. Tölvur í kennslustofum HÍ (í umsjón tölvuvera RHÍ) eru 99.<br />

Stöðugar uppfærslur eiga sér jafnan stað á stýrikerfi og hugbúnaði tölva í tölvuverum.<br />

Varð greinileg fjölgun beiðna um uppsetningar og uppfærslu hugbúnaðar.<br />

Árið <strong>2005</strong> bárust umsjón tölvuvera nálægt 200 slíkar beiðnir.<br />

247


Úrval notendahugbúnaðar í tölvuverum hefur aldrei verið fjölbreyttara. Sem dæmi<br />

má nefna „Open Source“ hugbúnað sem er nú að finna í öllum tölvuverum: GIMP<br />

2 (grafískt myndvinnsluforrit), R (tölfræðipakka), MiKTeX (Latex þýðanda),<br />

PDFCreator (PDF þýðanda) auk Mozilla Firefox vafra sem er að finna í flestum<br />

tölvuverum. Öryggisuppfærslur (e. Critical Updates) á stýrikerfi eru nú allar sjálfvirkar<br />

og eiga sér stað að næturlagi.<br />

Í lok ársins var hafin vinna við uppsetningu nýrra Windows 2003 netþjóna sem<br />

koma m.a. til með að þjóna tölvuverum Háskólans. Í ársbyrjun 2006 taka þeir við<br />

hlutverki eldri Windows NT 4.0 netþjóna sem þjónað hafa tölvuverum síðan 1997.<br />

Með tilkomu nýju netþjónanna auk Windows 2003 Active Directory verður mikil<br />

breyting á rekstri tölvuveranna sem gerir alla vinnu við uppfærslu og kerfisstjórn<br />

bæði fljótvirkari og hagkvæmari.<br />

Kerfisþjónusta<br />

Starfsemin í kerfisstjórn var með hefðbundnu sniði á árinu. Þjónusta við nemendur<br />

og starfsmenn var bætt á ýmsum sviðum og nýrri þjónustu komið á fót. Sem dæmi<br />

um nýja þjónustu má nefna prentun af þráðlaust tengdum fartölvum á prentara RHÍ<br />

og stækkun diskkvóta á heimasvæðum nemenda er dæmi um bætta þjónustu.<br />

Annar þáttur í starfsemi kerfisstjórnar sem unnið er að allt árið er stöðugt viðhald<br />

og þróun þeirrar þjónustu sem veitt er. Dæmi um það eru ruslpóstsía og vírusvörn<br />

í póstkerfinu. Stöðugt þarf að kenna þessum kerfum að finna nýja vírusa<br />

og ruslpóst og er það gert með góðum árangri og aðeins örlítið brot af ruslpósti<br />

sleppur í gegn og vírusar nær aldrei. Annað dæmi um þróun í kerfisstjórn er viðhald<br />

á þeim kerfum sem eru í rekstri. Þar má nefna uppfærslur á stýrikerfum og<br />

öðrum hugbúnaði. Það er núorðið gert þannig að notendur verða sem minnst<br />

varir við. Í þriðja lagi má nefna viðbætur eða endurnýjun vélbúnaðar. Það er líka<br />

gert þannig að það valdi sem minnstri röskun fyrir notendur og fer oft þannig<br />

fram að ný vél er sett upp við hlið gamallar og kerfi sem keyra á gömlu vélinni<br />

sett upp á þeirri nýju. Þegar það er búið er IP-tölum vélanna einfaldlega víxlað og<br />

það eina sem notendur verða varir við er hraðvirkari þjónusta.<br />

Stærsta breytingin á vélbúnaði á árinu <strong>2005</strong> var sú að keypt var svokölluð SANstæða.<br />

SAN er skammstöfun á Storage Area Network og byggir á því að aðskilja<br />

geymslurými frá netþjónunum sjálfum.<br />

Stæðan sem sett var upp hjá RHÍ er af gerðinni EMC CX500 og er nýtanlegt<br />

diskrými í henni rúmlega 8 TB (terabæti). Það ætti að duga fram á árið 2007 en<br />

eftir það er hægt að bæta viðdiskrými án mikillar fyrirhafnar, svo þessi stæða ætti<br />

að endast í nokkur ár í viðbót. Við þessa stæðu eru netþjónarnir síðan tengdir<br />

með ljósleiðurum og diskrými sem tilteknum netþjóni er úthlutað á stæðunni<br />

birtist honum eins og hver annar diskur. Hægt er að auka diskrými netþjóna eftir<br />

þörfum. Ekki veitir heldur af því enda er það reynsla RHÍ að disknotkun notenda<br />

eykst um 2/3 á hverju ári og hefur svo verið síðustu 10-15 ár.<br />

Netþjónusta<br />

Aðalverkefni Netdeildar árið <strong>2005</strong> var útskipting og uppsetning á þráðlausum<br />

sendum, alls var skipt út og fjölgað um u.þ.b. 60 senda og eru nú nær allir sendar<br />

fyrir þráðlausa kerfið af gerðinni CISCO AIRONET 1200 með G-staðli sem er 54<br />

Mbit/s og býður mismunandi aðgangsstýrikerfi. Sendum hefur verið fjölgað í nær<br />

öllum byggingum HÍ og þar af leiðandi hefur útbreiðsla netsins aukist verulega og<br />

á þetta sérstaklega við um byggingar verkfræðideildar, en þar var nauðsynlegt að<br />

fjölga sendum til að auka aðgengi að netinu þar sem tölvuver var lagt niður í VR-<br />

II. Er nú viðunandi útbreiðsla í flestum byggingum nema helst í Þjóðarbókhlöðunni<br />

þar sem nauðsynlegt er að fjölga sendum. Samhliða þessu var unnið í því að<br />

undirbúa að taka í notkun 802,1x aðgangsstýrikerfi sem mun auka mjög öryggi<br />

nettenginga og einnig gefa möguleika á því að RHÍ geti gerst aðili að svo kölluðu<br />

Eduroam kerfi sem er samræmt aðgangsstýrikerfi að þráðlausum netkerfum háskóla<br />

og rannsóknastofnanna í flestum Evrópulöndum og einnig í Ástralíu. Kerfi<br />

þetta býður uppá að aðeins er nauðsynlegt að vera skráður í eitt kerfi til þess að<br />

hafa aðgang að öllum þeim þráðlausu netkerfum sem rekin eru af háskólum og<br />

rannsóknarstofnunum í hverju landi sem aðild á að þessu kerfi.<br />

Á árinu var lagður nýr ljósleiðari milli Aðalbyggingar og Læknagarðs og einnig<br />

milli Tæknigarðs og Haga. Þetta eru svokallaðir Single Mode ljósleiðarar og koma<br />

þeir í stað ljósleiðara sem aðeins gátu flutt 100 Mbit/s á milli þessara húsa en<br />

flutningsgeta nýju ljósleiðaranna miðað við núverandi endabúnað verður 1 Gbit/s,<br />

og eru einnig bundnar vonir við að hægt verði hringtengja ljósleiðarakerfi HÍ og<br />

248


Kennitölur úr rekstri Reiknistofnunar Háskóla Íslands<br />

nóv. ’99 nóv. ’00 nóv. ’01 nóv. ’02 nóv. ’03 nóv. ’04 nóv. ’05 Hlutfallsleg<br />

breyting<br />

2004-<br />

<strong>2005</strong><br />

Notendur<br />

Skráðir notendur 8.228 9.450 9.671 11.128 12.546 12.976 13.759 6%<br />

Þar af nemendur 6.721 7.499 7.776 9.114 10.155 10.305 10.730 4%<br />

Notendur Unix véla 1.813 1.117 1.272 1.189 437 292 325 11%<br />

Tengingar Windows NT notenda við Unix 3.664 3.379 4.192 5.635 6.097 6.557 6.441 -2%<br />

HInet<br />

Skilgreind tæki 2.846 3.958 4.268 4.964 6.636 7.697 8.837 15%<br />

Í léni RHÍ 1944 2336 2.556 3.160 3.465 3.856 4.289 11%<br />

Tölvupóstur<br />

Fjöldi pósthólfa 7.026 7.538 8.224 9.920 12.546 12.976 13.759 6%<br />

Samanlögð stærð kerfispósthólfa (GB) 25 45 150 300 669 123%<br />

Fjöldi IMAP-tenginga (þús.) 815 1.750 3.353 4.350 6.387 47%<br />

Fjöldi IMAP-notenda 9.978 9.225 10.045 9%<br />

Fjöldi POP-tenginga (þús.) 1.221 1.363 1.792 1.542 1.358 -12%<br />

Fjöldi POP-notenda 4.517 1.452 979 -33%<br />

Diskarými<br />

Á netþjónum (GB) 194 351 437 1.668 2.158 3.450 4.911 42%<br />

Tölvuver<br />

Fjöldi tölvuvera RHÍ 13 13 13 13 18 18 18 0%<br />

Fjöldi tölva í tölvuverum RHÍ 207 208 209 209 270 282 297 5%<br />

Fjöldi tölva í þjónustu RHÍ 292 328 344 363 394 9%<br />

Innhringiaðgangur starfsmanna<br />

Innhringinotendur 752 880 850 630 406 248 134 -46%<br />

ADSL notendur 74 180 640 1.216 1.716 41%<br />

Flakkarar 168 257 383 518 652 26%<br />

Þráðlaus netkort 277 1.293 2.612 4.846 6.588 36%<br />

Notendur á stúdentagörðum 314 435 554 568 596 5%<br />

Póstlistar<br />

Fjöldi póstlista 163 183 108 123 137 11%<br />

Ugla<br />

Innskráningar 13.896 105.965 150.931 256.118 309.060 21%<br />

Síðuuppflettingar á dag 15.000 50.000 65.000 103.054 117.916 14%<br />

Fjöldi notenda 3.909 7.232 8.598 11.673 12.821 10%<br />

Meðalfjöldi innskráninga á hvern notenda 3,55 14,65 17,56 21,94 24,11 10%<br />

þar með auka verulega rekstraöryggi kerfisins. Þetta er áríðandi vegna væntanlegra<br />

framkvæmda við Háskólatorg sem mun hafa í för með sér mikið jarðrask á<br />

þeim svæðum þar sem margar lagnir HÍ eru í jörðu.<br />

Umræður fóru fram um hvernig RHÍ mun leysa tengingarmál við hina nýju Stúdentagarða,<br />

þá sem eru að rísa við Lindargötu og Barónsstíg. Engin endanleg tillaga<br />

er kominn fram um það mál, en áfram er unnið að lausn. Þetta er nokkuð<br />

snúið vegna staðsetningar þeirra utan háskólasvæðisins.<br />

Nýjar netlagnir voru lagðar í nokkur hús, þ.e. Ármúla 30, rannsóknarsetur í<br />

Sandgerði og einnig var bætt netsamband við Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði<br />

á Selfossi.<br />

Á árinu var tekið í notkun nýtt kælikerfi í vélarsal RHÍ. Kerfið sem samanstendur<br />

af 3 sjálfstæðum kæliskápum og kemur í stað kerfis sem þjónað hefur HÍ síðan<br />

1980 og var orðið mjög lasburða. Nýju kælikerfin eru þannig uppbyggð að allt viðhald<br />

og eftirlit er auðvelt með þeim og auðvelt verður að flytja þau ef ákveðið<br />

verður að Reiknistofnun fái nýtt húsnæði.<br />

249


Upplýsingaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Markmið starfseminnar er að stuðla að hagræðingu í þekkingarstörfum með<br />

áherslu á nám og kennslu. Í samræmi við þetta hefur verið unnið að verkefninu<br />

Framleiðni í námi og fræðslu (FNF) frá árinu 1998 og nátengdri þróunarvinnu,<br />

undir yfirskriftinni Þekkingarnet. Starfslið U.H. var einn forstöðumaður í fullu<br />

starfi. Á árinu varð sú breyting að sú starfsemi sem gengið hefur undir nafninu<br />

Upplýsingaþjónusta HÍ var hætt. Starf forstöðumanns flyst í verkefni á vegum HÍ<br />

sem hlotið hefur nafnið Þekkingarnet. Á nafngiftin betur við um það starf sem<br />

unnið hefur verið allt frá árinu 1997 er skipt var um meginstefnu og áherslum<br />

beint að hagræðingu. Yfirstjórn þessa verkefnis er í höndum dr. Magnúsar Jóhannssonar,<br />

prófessors í læknadeild og forstöðumanns Rannsóknastofu í lyfjaog<br />

eiturefnafræði.<br />

Rannsókna- og þróunarstarf<br />

Rannsókna- og þróunarstarf á vegum stofnunarinnar var bundið við tvö verkefni:<br />

• Framleiðni í námi og fræðslu (FNF)<br />

• Þekkingarnet<br />

Framleiðni í námi og fræðslu<br />

Gagnabanki U.H. á sviði hagræðingar í menntamálum telur nú nálægt 10.000 síður.<br />

Rúmlega 47.000 tilvitnanir eru í þessi gögn á stærstu leitarvél heims, Google.<br />

Flest bendir til þess að hann sé orðinn stór á alþjóðlegan mælikvarða. Gagnabankinn<br />

nýtist m.a. til tafarlausra skriflegra svara um fjölmargt sem stuðlað getur<br />

að hagræðingu í menntakerfinu.<br />

Gögnin eru samnýtanleg á alheimsgrundvelli sem grunngögn fyrir kennslu og<br />

rannsóknir. Tilvist þeirra þýðir m.a. að spara má verulegan hluta þeirrar vinnu sem<br />

fer í að undirbúa fyrirlestra. Sú tölvutækni sem þróuð hefur verið við að byggja<br />

hann upp hefur hlotið mikið lof. Ljóst er af þessari þróunarvinnu U.H. að ná má<br />

mjög verulega bættri framleiðni víða í menntun miðað við það sem algengt er í dag.<br />

Hvað er Þekkingarnet?<br />

Þekkingarnet er skipulag sem byggir á verkaskiptingu fagfólks á tilteknu efnissviði<br />

við að fylgjast með þróun sviðsins og draga saman markverðar, hagnýtar<br />

upplýsingar og skrá þær í gagnabanka. Vinnan byggist á úrvali kjarnaatriða og<br />

niðurstaðna.<br />

Þetta verklag sparar tíma og fé. Grundvöllurinn er hraðvirkt (tölvuvætt) og<br />

gagnrýnið úrval meginatriða og niðurstaðna og víðtæk hagnýting þessa samþjappaða<br />

efnis. Kjarnaatriðin eru tengd megintexta á alsjálfvirkan hátt. Óþörfum<br />

margverknaði er eytt og framleiðni aukin.<br />

Unnið var á árinu að því að leggja drög að þekkingarneti á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði<br />

í samvinnu við Marel hf., Landssímann, rafmagns- og tölvuverkfræðiskor<br />

o.fl. Byggður hefur verið upp viðamikill gagnabanki vefsíðna á þessu sviði.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Eins og komið hefur fram í eldri Árbókum HÍ voru verkefni U.H. og afrakstur þeirra<br />

kynnt með stöðugri upplýsingamiðlun til þátttakenda sem og margra annarra og<br />

að auki í útvarpsþáttum (Útvarp Saga og Talstöðin). Mest kynning fæst þó væntanlega<br />

með því að allt efni U.H. er opið og aðgengilegt á veraldarvefnum. Milli 10-<br />

30.000 síður þessa efnis eru skoðaðar dag hvern. Verkefni U.H. voru kynnt í stóru<br />

viðtali í Stúdentablaðinu 7. febrúar 2006.<br />

250


Brautskráningarræður<br />

háskólarektors<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólasamfélagið<br />

Ræða við brautskráningu í Háskólabíói 26. febrúar <strong>2005</strong><br />

Fyrr í þessum mánuði átti sér stað afar ánægjulegur viðburður í Hátíðarsal Háskóla<br />

Íslands. Rektor og formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskips, Björgólfur Thor Björgólfsson,<br />

undirrituðu viljayfirlýsingu um róttæka breytingu á rekstri sjóðsins. Felur<br />

breytingin í sér að ávöxtun af eignum sjóðsins verði varið til þess að veita styrki til<br />

stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands og einnig að sjóðurinn<br />

muni leggja fram 500 milljónir króna til byggingar Háskólatorgs.<br />

Ágætu kandídatar! Um leið og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju<br />

með prófgráðuna langar mig til að segja ykkur frá því hvaða máli Háskólasjóður<br />

Eimskipafélagsins skiptir fyrir Háskólann. En fyrst langar mig til að fræða ykkur<br />

ofurlítið um umræddan sjóð. Það verður best gert með því að vitna til fréttar í<br />

Lögbergi - Heimskringlu frá 10. desember 1964 í tilefni þess að Grettir Eggertsson,<br />

helsti hvatamaðurinn að stofnun sjóðsins, hafði þá afhent rektor Háskóla Íslands<br />

hina höfðinglegu gjöf frá vestur-íslenskum hluthöfum Eimskipafélagsins:<br />

„Í rækilegri stofnskrá, sem hefir verið undirrituð fyrir hönd hinna vestur-íslenzku<br />

stofnenda ofangreinds sjóðs er það meðal annars tekið fram, að sjóðurinn sé<br />

stofnaður til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga, sem hlut áttu að stofnun<br />

Eimskipafélags Íslands. [...] Höfuðtilgangur hins nýja „Háskólasjóðs“, sem hér<br />

hefir verið efnt til af svo miklum myndarskap og örlæti, er sá að stuðla að velgengni<br />

Háskóla Íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms við þá stofnun. [...]<br />

Þegar Vestur-Íslendingar lögðu sinn ríflega skerf til stofnunar Eimskipafélagsins<br />

fyrir hálfri öld síðan, vildu þeir sýna þjóðrækni sína og tryggð við Ísland með því<br />

að styðja eitt af mestu velferðarmálum íslensku þjóðarinnar. Þann stuðning veittu<br />

þeir án þess að gera sér nokkrar vonir um hagnað. Það er af sömu óeigingirni,<br />

sem afkomendur brautryðjenda í íslenzkum siglingum hafa nú ákveðið að styrkja<br />

þá stofnun, sem um ókomin ár verður aðalstöð andlegrar og verklegrar menningar<br />

á Íslandi. [...]<br />

Vissulega fer vel á því, að Vestur-Íslendingar skuli hafa veitt Eimskipafélaginu og<br />

Háskóla Íslands jafndyggilegan stuðning og raun ber vitni. Fyrri stofnunin var ein<br />

af höfuðforsendum þess, að Íslendingar gætu endurheimt sjálfstæði sitt. Um hina<br />

stofnunina má segja, að hún sé sú menningarlega skjaldborg, sem við bezt<br />

treystum við varðveizlu þeirra erfða, sem réttlætt hafa Íslendingsnafnið í meira en<br />

þúsund ár.<br />

Sú ræktarsemi sem Vestur-Íslendingar sýndu okkur fyrst með því að safna fé til<br />

að tryggja samgöngur Íslands við umheiminn og því næst með því að safna fé til<br />

að stuðla að velgengni Háskóla Íslands, hinni menningarlegu skjaldborg landsins,<br />

er merkileg og mikilvæg. Hún á rætur sínar í ásetningi sem skiptir öllu máli í<br />

mannlegu samfélagi, nefnilega þeim að rækta tengsl við aðra af óeigingirni,<br />

fórnfýsi og framsýni. Þá er umhugsunarvert fyrir okkur að þegar Vestur-Íslendingar<br />

vildu heiðra minningu forfeðra sinna þá gerðu þeir það með því að stofna<br />

sjóð til að auka menntun Íslendinga og efla þjóðarháskóla þeirra og þar með andleg<br />

tengsl við umheiminn. Það á að vera okkur hvatning til að efla tengslin við<br />

frændur okkur og vini í Vesturheimi. Á undanförnum árum hefur verið unnið<br />

markvisst að því að styrkja samskipti fræðimanna í Háskóla Íslands og fræði-<br />

251


manna í Háskólanum í Manitoba í Winnipeg með þverfræðilegum ráðstefnum,<br />

sem haldnar eru til skiptis í Winnipeg og Reykjavík, en sú næsta verður haldin<br />

hér í Háskólanum dagana 17. til 19. mars næstkomandi.<br />

Nú vil ég, kandídatar góðir, gera ykkur grein fyrir þýðingu þess fyrir Háskóla Íslands<br />

að sjóðurinn verður héðan í frá nýttur annars vegar til að styðja við nemendur<br />

í rannsóknatengdu framhaldsnámi og hins vegar til að reisa Háskólatorg.<br />

Eins og flestum ef ekki öllum er kunnugt hefur það verið helsta kappsmál Háskóla<br />

Íslands á undanförnum sjö árum að efla meistara- og doktorsnám við skólann.<br />

Þetta hefur að mörgu leyti tekist vonum framar. Nemendur eru nú um 1.300 í<br />

meistaranámi, en um 140 í doktorsnámi. Tvennt hefur þó staðið þessari þróun<br />

fyrir þrifum, annars vegar geta Háskólans til að mæta óskum og væntingum<br />

nemenda um aðstöðu og hins vegar geta nemenda sjálfra til að kosta nám sitt.<br />

Eigi Háskóli Íslands að fá að vaxa og dafna eins og hann hefur alla burði til sem<br />

alþjóðlegur og alhliða rannsóknaháskóli í fremstu röð, þá þarf hann á stórauknu<br />

fé að halda til að bæta aðbúnað og kjör nemenda sinna og kennara. Breytingin á<br />

Háskólasjóði Eimskips er ekki aðeins mikilvægt skref í þessa átt, heldur einnig<br />

tákn um nýja tíma. Þjóðfélagið allt er að vakna til vitundar um gildi frjálsrar og<br />

skapandi þekkingarleitar og vill efla hana og auka. Sívaxandi áhugi alls þorra almennings<br />

á háskólamenntun er merki um hugarfarsbreytingu sem mun á næstu<br />

árum og áratugum valda róttækri endurskoðun á ríkjandi gildismati og veraldlegum<br />

lífsstíl. Í stað þess að einblína á veraldargildin eins og þau væru markmið í<br />

sjálfu sér, mun fólk í auknum mæli líta á peninga og völd sem tæki til að stefna<br />

að því að bæta mannlífið með því að auka þekkingu og þroska sem flestra.<br />

Ég veit að mörgum kann að þykja þetta óraunhæf framtíðarsýn. Þekking og<br />

þroski, vísindi og listir, menntun og fræði muni aldrei hljóta þann forgang í mannlífinu,<br />

sem hugsjónamenn láta sig dreyma um, vegna þess að veraldleg öfl og<br />

gæði ráði í reynd gangi mála í heiminum. Hin veraldlegu öfl einbeiti sér ekki að<br />

huglægum gæðum vísinda, lista og mennta vegna þeirra sjálfra, heldur í því skyni<br />

að tryggja eigin völd og áhrif. Sem dæmi nefna menn gjarnan að stuðningur við<br />

vísindalegar rannsóknir nú á dögum stafi fyrst og fremst af von um efnahagslegan<br />

ávinning.<br />

Ágætu kandídatar, síst skal ég bera á móti því að skammsýn og þröngsýn efnahagshyggja<br />

hafi tröllriðið heiminum alltof lengi. En það eru mörg teikn á lofti um<br />

að hún renni fyrr en varir skeið sitt á enda og að framsýnni og víðsýnni hugmyndafræði<br />

muni ryðja sér braut í veröldinni. Ástæðan er skýr: Okkur er að verða<br />

ljóst að bein og óbein áhrif menntunar, rannsókna og fræðistarfa á mannlífið eru<br />

miklu víðtækari, dýpri og varanlegri en við höfum viðurkennt til þessa. Þau varða<br />

mannlífið í heild sinni og alla þætti mannfélagsins. Lífsafstaða og lífsviðhorf nútímafólks<br />

bera æ meiri merki fræðilegrar hugsunar og yfirvegunar. Hvert einasta<br />

úrlausnarefni er skoðað í ljósi kenninga, greininga og hugmynda sem eru sóttar í<br />

smiðju fræðanna. Jafnvel lífsgátan kann að birtast í nýju ljósi. Við þurfum að endurhugsa<br />

sjálfan tilgang lífsins og hljótum að takast á við áleitnar spurningar um<br />

lífsskilyrði komandi kynslóða á jörðinni.<br />

Hér er allt komið undir því hvernig samskipti fólks mótast og þróast í framtíðinni.<br />

Vandinn og verkefnin sem blasa við eru sameiginleg okkur öllum og þess vegna<br />

skiptir svo miklu að við treystum samskipti okkar, vinnum saman og lærum hvert<br />

af öðru. Ég heyrði eitt sinn þeirri tilgátu varpað fram að námi háskólastúdenta<br />

mætti skipta í þrjá jafngilda þætti: það sem þeir læra af kennaranum, það sem<br />

þeir læra af samstúdentum sínum og það sem þeir læra af eigin pælingum í<br />

námsefninu. Þess vegna þurfa háskólanemar að vera mjög sjálfstæðir í námi<br />

sínu og um leið að vera í nánum tengslum við kennara og samstúdenta. Jafnframt<br />

lærir kennarinn af samneyti sínu við nemendur, ekki aðeins af því að setja<br />

efni sitt fram fyrir þá, heldur vegna þess að þeir örva hann með spurningum sínum<br />

og kröfum. Þess vegna verður ekki til háskóli sem rís undir nafni nema þar<br />

dafni öflugt og frjótt samfélag fræðimanna, nemenda og kennara, sem eru sífellt<br />

að læra hverjir af öðrum.<br />

Eitt höfuðeinkenni þessa samfélags er að það er í senn lokað og opið. Það er lokað<br />

í þeim skilningi að í hverri fræðigrein vinnur fólk í afmörkuðum hópum sem<br />

einbeita sér að tilteknum efnum sem verða sífellt sérhæfðari og þar með óaðgengilegri<br />

öðrum en innvígðum, þeim sem taka beinan þátt í fræðastarfinu. Það<br />

er opið í þeim skilningi að í öllu fræðastarfi á fólk að vera vakandi fyrir hugmyndum,<br />

kenningum og aðferðum sem eiga rætur sínar í öðrum fræðigreinum eða<br />

koma frá fólki sem stendur utan fræðasamfélagsins. Margar helstu uppgötvanir<br />

og uppfinningar sögunnar hafa einmitt orðið þegar fræðimenn hafa tengt saman<br />

253


hugmyndir og kenningar úr ólíkum áttum, stundum af hreinni tilviljun. Þess<br />

vegna er svo mikilvægt að skipulag háskólasamfélagsins sé þannig að það kyndi<br />

undir auknu samneyti fólks sem vinnur á ólíkum fræðasviðum og laði til sín allt<br />

áhugafólk um vísindi og fræði. Í stefnuræðu sem ég flutti 1998, réttu ári eftir að ég<br />

tók við embætti rektors, fjallaði ég um þetta með eftirfarandi orðum:<br />

„Þegar rætt er um uppbyggingu Háskóla Íslands, breytingar á starfsháttum og<br />

skipulagi, nýmæli og þróunarstarf verður að nefna eitt hagsmunamál allra sem<br />

vilja auka veg Háskólans og möguleika á að bæta þjónustu og samskipti bæði innan<br />

skólans og við almenning. Á háskólalóðinni þarf að rísa vegleg þjónustu- og félagsmiðstöð<br />

– menningarmiðstöð Háskóla Íslands – sem gefur tækifæri og tilefni til<br />

stóraukinna samskipta stúdenta, kennara og annars starfsfólks svo og allra sem til<br />

Háskólans koma. Ég kalla þennan þjónustukjarna „Háskólatorgið,“ því þangað ætti<br />

daglegt erindi stór hluti þeirra sex til sjö þúsund manna sem á svæðinu starfa<br />

[þetta var árið 1998, nú sjö árum síðar er þessi hópur orðinn um tíu til ellefu þúsund<br />

manns] og hann þyrfti því að vera miðsvæðis á háskólalóðinni.<br />

Meðal starfsemi í umræddum þjónustukjarna yrði: (1) bóksala; (2) banki; (3) veitingasala<br />

(kaffihús; matsalir); (4) salir fyrir samkomur, kynningar, fundi, sýningar og<br />

menningar- og listviðburði; (5) verslun eða litlar verslanir með nauðsynjavörum; (6)<br />

þjónusta við nemendur, svo sem vegna skráningar og námsráðgjafar; (7) loks þarf<br />

að vera í þessum kjarna aðstaða til margs konar heilsu- og líkamsræktar.<br />

Við fjármögnun Háskólatorgsins verður einnig að fara nýjar leiðir, því fé Happdrættisins<br />

dugar ekki lengur til að standa undir viðhaldi bygginga og þeim framkvæmdum<br />

sem hafa þegar verið hafnar. Þessi samkomustaður á að vera til<br />

marks um að Háskólinn er ekki aðeins sundurleit og margbrotin ríkisstofnun eða<br />

samsteypa ýmiss konar mennta- og rannsóknarfyrirtækja, heldur samfélag sem<br />

fólk leitar til hvaðanæva úr þjóðfélaginu til að fræðast og endurnærast af nýjum<br />

hugmyndum, kenningum, uppgötvunum og uppfinningum.<br />

Á Háskólatorginu á ekki aðeins háskólafólk að hittast, heldur allir sem áhuga<br />

hafa á því sem fram fer í Háskólanum og vilja leggja sitt af mörkum til hans.<br />

[....] Háskólinn þarf á húsi að halda sem stendur öllum opið sem til hans vilja<br />

koma. Þá fyrst þegar allur almenningur finnur að Háskólinn stendur honum opinn<br />

verður hann réttnefndur þjóðskóli, skóli sem þjóðin finnur að hún á og getur<br />

notið að eiga.“<br />

Undirbúningur Háskólatorgs hefur nú staðið í nokkur ár og því er einstaklega<br />

ánægjulegt að framlag Háskólasjóðs Eimskipafélagsins gerir Háskólanum kleift<br />

að hefja framkvæmdir við Torgið á næstunni með samþykki og stuðningi stjórnvalda.<br />

Fyrir þetta er ég afar þakklátur. Háskólatorgið mun tengja saman fjölmargar<br />

byggingar á háskólalóð austan Suðurgötu og síðan teygja sig vestur yfir hana<br />

og tengjast byggingum á þeim hluta lóðarinnar. Það mun ekki aðeins stórbæta<br />

aðstæður fjölda kennara og nemenda á hinum mörgu fræðasviðum skólans bæði<br />

til vinnu og félagslegra samskipta, heldur einnig verða vettvangur fyrir samneyti<br />

fólks úr öllum kimum samfélagsins sem lætur sig varða iðkun vísinda og fræða.<br />

Ég vona svo sannarlega, kandídatar góðir, að þið eigið eftir að verða virkir þátttakendur<br />

á þessu framtíðartorgi hugmynda og fræðilegra rökræðna sem rísa<br />

mun hér á háskólalóðinni. Þátttaka í samfélagi byggist á því að við erum hvert<br />

fyrir sig einstakar mannverur gæddar eigin vitund, vilja og sál. Þess vegna getum<br />

við skapað saman þennan merkilega veruleika sem við köllum „samfélag“ sem<br />

felst í því að deila hugsunum okkar og kjörum, áhyggjum okkar og áhugamálum.<br />

Hvert og eitt okkar verður að finna sína eigin leið til að taka þátt í sameiginlegum<br />

veruleika okkar. Stundum skundum við ánægð til fundar við hann, stundum finnst<br />

okkur hann yfirþyrmandi og ómögulegur. Þess vegna skiptir svo óendanlega<br />

miklu máli að við ræktum með okkur dygðir á borð við þær sem Vestur-Íslendingar<br />

sýndu með stuðningi sínum við stofnun Eimskipafélagsins árið 1914 og Háskólasjóðsins<br />

á árinu 1964. Óeigingirni, fórnfýsi og framsýni – sá ásetningur að<br />

láta gott af sér leiða – þetta er það sem mestu skiptir við mótun mannlegs samfélags.<br />

Um leið skiptir höfuðmáli hvað það er sem meðlimir samfélagsins hafa<br />

áhuga á og vilja sinna.<br />

Hér hefur háskólasamfélagið sérstöðu, sem ég vil, ágætu kandídatar, minna ykkur<br />

á að lokum. Það snýst nefnilega aðeins um eitt málefni og þetta eina málefni<br />

gefur háskólasamfélaginu einingu og kjölfestu – það er öflun, varðveisla og miðlun<br />

fræðilegrar þekkingar á öllu milli himins og jarðar. Þetta samfélag er í eðli<br />

sínu alþjóðlegt og höfðar til hverrar einustu hugsandi manneskju á jörðinni. Í<br />

þeim skilningi sameinar það okkur öll vegna þess að fræðileg þekking er í sjálfu<br />

254


sér sameign okkar allra og við getum öll átt hlutdeild í henni alveg eins og loftinu<br />

sem við öndum að okkur. Þess vegna mun háskólasamfélagið smám saman hafa<br />

æ meiri, dýpri og varanlegri áhrif á allt mannfélagið í framtíðinni. Háskólasamfélagið<br />

er það afl í heiminum sem getur sameinað menn og þjóðir ofar öllum<br />

þröngsýnum skammtímahagsmunum. Vald þess er fólgið í hugmyndum og kenningum<br />

sem knýja okkur sem hugsandi verur til að viðurkenna rök sannleika og<br />

réttlætis í mannlegum samskiptum.<br />

Góðir kandídatar! Um leið og Háskóli Íslands þakkar ykkur samfylgdina til þessa,<br />

er það von hans og trú að þið munið alla ævi halda áfram að vera virkir þátttakendur<br />

í háskólasamfélagi heimsins og leggja ykkur sífellt fram um að auka skilning<br />

ykkar á sjálfum ykkur og veröldinni.<br />

Páll Skúlason:<br />

Framtíð Háskóla Íslands<br />

Ræða við brautskráningu í Egilshöll 25. júní <strong>2005</strong><br />

„Við þetta tækifæri finst mér liggja nærri, að vjer reynum fyrst að gera okkur<br />

grein fyrir því frá almennu sjónarmiði, hvað háskóli eiginlega er eða á að vera,<br />

hvert sé markmið háskóla og starf, og hverja þýðingu slíkar stofnanir hafa fyrir<br />

þjóðfjelögin og alþjóð hins mentaða heims, og því næst að vjer snúum oss að<br />

þessum hvítvoðingi vorum, sem nú er í reifum, og hugleiðum, hvað Háskóli Íslands<br />

er nú, og hvað hann á að verða í framtíðinni.“<br />

Þannig mælti Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, í ræðu sem hann flutti<br />

við stofnun skólans 17. júní 1911. Hann gerði síðan grein fyrir þremur meginmarkmiðum<br />

háskólans sem hann sá fyrir sér. Fyrsta markmiðið er að leita sannleikans<br />

í hverri fræðigrein. Annað er að leiðbeina þeim sem eru í sannleiksleit,<br />

hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig. Þriðja markmiðið er<br />

síðan að veita mönnum þá undirbúningsmenntun sem þeim er nauðsynleg til<br />

þess að geta tekist á hendur ýmis störf í þjóðfélaginu. Með orðalagi Björns er háskóli<br />

umfram allt „vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun.“<br />

Og hann bætir við: „Frjáls rannsókn og frjáls kensla er eins nauðsynleg fyrir háskólana<br />

og andardrátturinn er fyrir einstaklinginn. Landstjórnin á því að láta sér<br />

nægja að hafa eftirlit með því, að háskóla skorti ekki fje til nauðsynlegra útgjalda<br />

og að þeir fylgi þeim lögum sem þeim eru sett, enn láti þá að öðru leyti hafa sem<br />

frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni.“ Þriðja markmiðinu – að mennta<br />

fólk til margvíslegra starfa – ná svo háskólarnir í krafti þess að þar blómstri<br />

fræðilegar rannsóknir og fræðileg kennsla. „Góðir háskólar,“ sagði Björn, „eru<br />

gróðrarstöðvar mentalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar uppeldisstofnanir<br />

þjóðarinnar í besta skilningi. Út frá góðum háskólum ganga hollir andlegir<br />

straumar til hinna ungu mentamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðarlíkamans.“<br />

Og þegar hann leit á hvítvoðunginn, hinn nýfædda Háskóla Íslands, var hann<br />

sannarlega vongóður: „Vjer höfum ástæðu til að vona, að háskólinn verði með<br />

tímanum gróðrarstöð nýs mentalífs hjá þjóð vorri, og sjá allir hve ómetanlegt<br />

gagn það getur orðið fyrir menningu vora og þjóðerni að hafa slíka stofnun hjer<br />

innanlands. Meira að segja viljum vjer vona, að háskólinn geti, þegar stundir líða,<br />

lagt sinn litla skerf til heimsmenningarinnar, numið ný lönd í ríki vísindanna, í<br />

samvinnu við aðra háskóla.“<br />

Nú eru liðin tæp hundrað ár frá því þessi orð voru mælt og hvítvoðungurinn er<br />

orðinn stálpaður unglingur sem er enn að vaxa að afli og visku og hefur látið til<br />

sín taka á ótal vegu í íslensku þjóðlífi og líka „numið ný lönd í ríki vísindanna“<br />

með merkum rannsóknum í ýmsum greinum.<br />

Ágætu kandídatar, um leið og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju<br />

með prófgráðuna bið ég ykkur að hugleiða stöðu og þýðingu Háskóla Íslands í íslensku<br />

þjóðfélagi og í vísindasamfélagi heimsins í ljósi þessara orða fyrsta rektors<br />

Háskóla Íslands. Þau hafa verið Háskólanum leiðarljós frá upphafi, og ég held<br />

að allir rektorar Háskólans og raunar allir háskólamenn hafi litið svo á að starf<br />

þeirra væri að framfylgja þeirri hugsjón sem fram kom í ræðu hins fyrsta rektors.<br />

255


Þetta er í tuttugasta og fjórða sinn og jafnframt í síðasta skipti sem ég fæ að<br />

ávarpa og taka í hönd kandídata sem hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands síðan<br />

haustið 1997, en þeir eru hvorki meira né minna en rúmlega níu þúsund talsins<br />

að meðtöldum ykkur sem nú eru brautskráð. Til samanburðar má geta þess að<br />

frá upphafi Háskólans fram til 1997 brautskráðust tæplega 16 þúsund kandídatar.<br />

Hver brautskráning hefur verið einstök hamingjustund, sannkölluð háskólahátíð,<br />

þar sem við fögnum mikilvægustu ávöxtunum af starfi Háskóla Íslands, menntaáfanga<br />

ykkar, kandídatar góðir, sem hafið lagt ykkur fram um að öðlast þekkingu,<br />

kunnáttu og skilning til að móta eigið líf og skapa um leið íslenska menningu og<br />

íslenskt samfélag. Fyrirrennarar ykkar eru hvarvetna að störfum í íslensku þjóðlífi<br />

og reyndar um allan heim og þið munuð, eins og þeir, bera hróður Háskólans<br />

út um byggðir landsins og hvert sem leiðir ykkar liggja um heiminn. Þið eruð<br />

stolt Háskólans og sýnið styrk hans og kraft. Þess vegna er ábyrgð ykkar líka<br />

mikil, örlög heimsins og ekki síst örsmárrar þjóðar eins og okkar ráðast öllu<br />

öðru fremur af þekkingu, kunnáttu og skilningi sem sprettur af fræðilegu námi og<br />

starfi. Þess vegna skiptir líka svo miklu að við gerum okkur ljóst og að öllum<br />

verði ljóst til hvers háskólar eru og hvernig þeir mega ná tilgangi sínum og rækja<br />

hlutverk sitt í þágu lífsins.<br />

Við byggjum furðulegan alheim þar sem óendanleikinn umlykur okkur á alla<br />

vegu. Víðáttur geimsins, örsmáar agnir efnisins og heilinn, þetta undursamlega<br />

verkfæri sem höfuðkúpa okkar geymir, en við skynjum samt aldrei, allt er þetta<br />

enn ofvaxið mannlegum skilningi, þótt vísindin séu sífellt að opinbera okkur ný<br />

sannindi um veruleikann. Mannshugurinn er sjálfum sér ráðgáta og eins og lokuð<br />

bók, þótt hann skapi sífellt nýjar og nýjar bækur um könnunarferðir sínar um<br />

lendur heimsins. Hver erum við sjálf, hver er þessi hugur sem knýr okkur áfram,<br />

hvert okkar fyrir sig á sinni einstöku, persónulegu vegferð, og okkur öll saman, í<br />

því skyni að reyna að skapa réttlátari, fegurri og betri heim? Háskóli Íslands er<br />

ekki aðeins hús og byggingar, heldur ósýnileg, andleg heild sem sameinar okkur<br />

í ákveðnum ásetningi og tilgangi og á sér sögulega tilveru handan okkar, hverfulla<br />

einstaklinga, sem eigum hlut í henni á hverjum tíma. Björn M. Ólsen og hópur<br />

annarra manna tók þátt í fæðingu þessarar andlegu heildar og þeir sáu hana<br />

sem hvítvoðunginn í háskólasamfélagi heimsins. Og á hverjum tíma hefur Háskólinn<br />

notið þess að fjöldi einstaklinga hefur verið reiðubúinn að fórna honum<br />

tíma sínum og starfsorku um leið og þeir hafa sótt til hans menntun og styrk sér<br />

til halds og trausts í óvissum heimi líðandi stundar. Þannig er Háskólinn í senn<br />

andlegt sköpunarverk allra þeirra hugsandi einstaklinga sem hafa gefið honum<br />

hluta af sjálfum sér með því að nema í honum og starfa og hann er sjálfstætt,<br />

andlegt afl sem knýr okkur til sameiningar og samstöðu sem kemur aldrei skýrar<br />

fram en á hátíðarstundu eins og þessari.<br />

Í hverju felst aflið sem gerir Háskólann að því sem hann er? Í hvaða skilningi<br />

sameinar það okkur? Kæru kandídatar, fræðileg svör við þessum spurningum<br />

skipta máli, en mestu máli skiptir þó að við svörum þeim í verki með þeirri stefnu<br />

og þeim áætlunum sem við framfylgjum í daglegum störfum og viðleitni okkar til<br />

að gera Háskóla Íslands að sífellt öflugra vísinda- og menntasetri. Og það hefur<br />

háskólafólk svo sannarlega gert á undanförnum árum með kraftmeiri uppbyggingu<br />

rannsókna og kennslu en dæmi eru um í sögu Háskólans.<br />

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Háskólans sýnir glögglega að<br />

hann hefur náð ótrúlegum árangri í samanburði við erlenda háskóla miðað við<br />

þær aðstæður og þau fjárhagslegu skilyrði sem honum eru búin. Aflið sem knýr<br />

Háskólann hefur fyrir löngu sprengt utan af sér ramma þeirrar efnislegu umgjarðar<br />

sem honum er sett – hann er eins og kröftugur unglingur sem hefur vaxið<br />

uppúr fermingarfötunum.<br />

Þegar ég lít yfir farinn veg frá haustinu 1997 blasir við að starfsemi Háskólans<br />

hefur tekið stakkaskiptum. Nemendum í grunnnámi – það er til fyrstu prófgráðu<br />

– hefur fjölgað úr 5.400 í 7.600, en nemendum í framhaldsnámi – það er<br />

meistara- og doktorsnámi – hefur fjölgað úr 180 í um 1.400. Á sama tíma hefur<br />

fjölbreytnin í námsleiðum og rannsóknum aukist gífurlega. Árið 1997 voru 109<br />

námsleiðir við skólann, þar af 32 í meistara- og doktorsnámi. Námsleiðirnar<br />

eru nú orðnar 234, þar af 126 fyrir meistara- og doktorsnema. Fjölgun námsleiða<br />

stafar fyrst og fremst af því að Háskólinn hefur nýtt sér styrk sinn sem alhliða<br />

háskóli með því að auka samstarf ólíkra fræðasviða og gefa nemendum<br />

sínum kost á alls kyns nýmælum með samvali námskeiða og fræðigreina. Þetta<br />

hefur gefið einstaklega góða raun og sýnt hvernig unnt er að nýta betur tak-<br />

256


markað fjármagn til að auka fjölbreytni og mæta betur þörfum og væntingum<br />

nemenda og þar með þjóðfélagsins alls. Samhliða þessu hafa afköst kennara<br />

og fræðimanna Háskóla Íslands í rannsóknum aukist um ríflega 40% sem er<br />

hreint ótrúlegt.<br />

Þessi öfluga uppbygging í kennslu og rannsóknum sýnir að háskólafólk hefur lagt<br />

sífellt harðar að sér í fræðilegri þekkingarleit og þarfnast því æ meiri næringar og<br />

stuðnings til að ná markmiðum sínum. Samningar við ríkisvaldið um kennslu og<br />

rannsóknir sem gerðir voru á árunum 1999 til 2000 voru mikilvægur þáttur í<br />

þessari þróun og fylltu okkur, háskólafólk, mikilli bjartsýni á skilning og áhuga<br />

stjórnvalda á því að leggja enn meira af mörkum af almannafé til að efla Háskólann.<br />

Því miður reyndist sú bjartsýni ekki að öllu leyti á rökum reist. Samningurinn<br />

um eflingu rannsókna sem gerður var árið 2000 kvað á um að lokið yrði við<br />

annan hluta hans ári síðar og þá myndi ríkisvaldið tengja framlög til skólans við<br />

árangur í rannsóknum og rannsóknartengdu framhaldsnámi. Þessum hluta<br />

samningsins var því miður aldrei lokið eins og til stóð. Fjárveitingarvaldið virðist<br />

hafa litið svo á að sú uppbygging og efling rannsókna og rannsóknartengds náms<br />

sem ætti sér stað í Háskólanum væri of kostnaðarsöm miðað við burði ríkissjóðs.<br />

Viðbrögð embættismanna fjármálaráðuneytisins við nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar,<br />

sem lesa má um á heimasíðu ráðuneytisins, benda til skilningsskorts<br />

á því hvernig standa þarf að uppbyggingu öflugs alhliða rannsóknaháskóla.<br />

Háskóli Íslands hefur að sjálfsögðu kappkostað að halda sig innan þess fjárhagsramma<br />

sem honum hefur verið settur, en samanburðurinn við hliðstæða erlenda<br />

háskóla sem birtist í skýrslu Ríkisendurskoðunar sýnir á ótvíræðan hátt að Háskólinn<br />

þarf verulega aukin framlög til að gegna hlutverki sínu í þágu íslensks<br />

samfélags. Um staðreyndir eiga menn helst ekki að deila og það er mikilvæg<br />

staðreynd að Háskólinn þarf stóraukið fé til að sinna skyldum sínum og leggja<br />

grunn að aukinni menntun og rannsóknum sem er helsta forsenda þess að á Íslandi<br />

dafni blómlegt efnahags- og menningarlíf.<br />

Önnur staðreynd er sú að ávextir menntunar og rannsókna skila sér sjaldnast á<br />

stundinni, heldur á löngum tíma og þess vegna þarf að sýna framsýni og fyrirhyggju<br />

þegar lagt er á ráðin um uppbyggingu háskólastarfs með gæði í fyrirrúmi.<br />

Mestu vonbrigði mín í rektorsstarfi eru þau að ekki skuli hafa tekist að fá stjórnvöld<br />

til að leggja Háskólanum það lið sem hann nú þarf til að axla fyllilega<br />

ábyrgðina sem honum er falin lögum samkvæmt í íslensku þjóðfélagi. Ég hef átt<br />

góð samskipti við ráðherra og ráðamenn ríkisins alla mína rektorstíð og ég er<br />

sannfærður um að þeir vilja Háskóla Íslands vel og viðurkenna þýðingu hans fyrir<br />

íslenskt þjóðfélag. En ég hefði kosið, nú þegar ég læt af starfi rektors, að þeir<br />

hefðu lagt sig enn meira fram um að skilja og efla þá mikilvægu starfsemi sem<br />

Háskólinn stendur fyrir í þágu okkar allra.<br />

Háskóli Íslands er heild fræðimanna, kennara og nemenda sem hefur ekki annarra<br />

hagsmuna að gæta en að efla fræðastörf, menntun og rannsóknir. Og við lifum<br />

á tímum þar sem augu alls þorra almennings hafa opnast fyrir því að fræðileg,<br />

tæknileg og siðferðileg þekking er það sem mestu skiptir til að auka velferð<br />

og lífshamingju í heiminum. Þess vegna leikur ekki vafi á því í mínum huga að<br />

við Íslendingar eigum að leggja miklu meira af mörkum en við gerum nú til að<br />

skapa sem allra flestum skilyrði til að menntast og efla fræðilega hugsun sína.<br />

Veröldin kallar eftir vísindum og aukinni visku – hún brennur af þorsta eftir fræðilegri<br />

og tæknilegri getu og siðferðilegri visku til að takast á við öryggisleysið og<br />

óvissuna sem allt hugsandi fólk skynjar og finnur fyrir í hverfulli tilveru sinni.<br />

Að hugsa er meðal annars að hugleiða fortíðina, það sem orðið er. Það er líka að<br />

hugsa vel um það sem er hér og nú, og það er ennfremur að hugsa fyrir því sem<br />

kann að gerast. Hugleiðingin beinist helst að hinu liðna, umhyggjan að líðandi<br />

stund og fyrirhyggjan að framtíðinni. Vísindi og menntun miða að því að efla<br />

hugsun okkar, skapa henni styrk til að horfast ótrauð í augu við óvissu og efasemdir<br />

sem að okkur kunna að sækja. Eina leið mannsins til að laga sig að síbreytilegum<br />

aðstæðum er sú að auka og endurnýja hæfni sína og færni, sem sagt<br />

að menntast meira, menntast að nýju, endurmenntast – til þess að verða æ virkari<br />

þátttakandi í sjálfri sköpun veraldarinnar, nýsköpun heimsins.<br />

Það eru sannarlega, kandídatar góðir, mikil forréttindi að fá að taka virkan þátt í<br />

þeirri miklu þekkingarsköpun sem á sér stað í heiminum á okkar dögum. Og það<br />

er lífsnauðsyn hverju þjóðfélagi sem ekki vill daga uppi, staðna og verða<br />

gleymskunni að bráð að búa þegnum sínum sem allra best skilyrði til að menntast<br />

og þroskast sem andlega sjálfstæðir einstaklingar. Ég er ekki viss um að við<br />

Íslendingar höfum enn borið gæfu til þess að smíða það mennta- og háskóla-<br />

257


kerfi sem við þörfnumst til þess að verða fullgildir þátttakendur í þeirri heimsmenningu<br />

vísinda, tækni og siðferðilegrar visku sem veröld nútímans kallar eftir<br />

og krefst að verði að veruleika, eigi dagar mannkyns ekki að vera taldir fyrr en<br />

varir. Að ekki sé minnst á tilvist lítillar þjóðar eins og okkar sem þarf á öllum sínum<br />

styrk að halda, eigi hún að halda menningarlegu, stjórnmálalegu og efnahagslegu<br />

sjálfstæði sínu í samfélagi margfalt öflugri þjóða. Þess vegna er brýnni<br />

nauðsyn en nokkru sinni fyrr á því að við hlúum að Háskóla Íslands og hugsum<br />

fyrir því hvernig hann getur vaxið og þroskast og orðið fullvaxinn, alhliða og öflugur<br />

rannsóknaháskóli í háskólasamfélagi heimsins.<br />

Ágætu hátíðargestir!<br />

Það hefur verið spennandi ævintýri að fá að vera í forsvari fyrir Háskóla Íslands á<br />

mikilvægu skeiði á þroskabraut hans. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur og þá<br />

sérstaklega fyrir það að hafa fengið að skynja þann mikla og gefandi lífskraft sem<br />

stöðugt streymir frá nemendum og starfsfólki skólans á hverju sem gengur. Háskóli<br />

Íslands var í upphafi hvítvoðungur í háskólasamfélagi heimsins. Nú líkist<br />

hann þróttmiklum unglingi með mikinn metnað og háleita drauma.<br />

Um leið og ég þakka ykkur, kandídatar góðir, fyrir þátt ykkar í því að móta Háskóla<br />

Íslands, er ósk mín sú að þið leggið ykkar af mörkum svo draumar hans<br />

megi rætast.<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólahugsjónin<br />

Ræða við rektorsskipti í Hátíðasal 30. júní <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,<br />

frú Vigdís Finnbogadóttir, verðandi rektor, Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi<br />

rektorar, rektorar annarra háskóla, deildarforsetar, háskólafólk, aðrir góðir gestir.<br />

Háskólinn er okkur háskólafólki lifandi hugsjón. Ég hef mörgum sinnum freistað<br />

þess að lýsa þessari hugsjón í orðum og lagt mig fram um að vera henni trúr og<br />

jarðtengja hana í daglegum störfum og ákvörðunum sem háskólakennari og rektor.<br />

Því fer fjarri að ég telji að mér hafi tekist að gera hana að veruleika. Hugsjón er<br />

hugmynd sem í eðli sínu verður aldrei að veruleika, vegna þess að hlutverk hennar<br />

er einmitt að varpa ljósi á veruleikann og vera til leiðsagnar um það sem á að<br />

verða, það sem við þráum og trúum að mestu skipti fyrir framtíðina. Gildi hennar er<br />

því fyrst og fremst fólgið í því að segja okkur að hvaða leyti aðstæðum okkar sé<br />

ábótavant og hvað megi betur fara. Hugsjónin lýsir upp heiminn. Hún kallar okkur<br />

til sín, seiðir okkur og töfrar – og þess vegna eru margir á varðbergi gagnvart<br />

áhrifamætti hugsjóna, telja þær jafnvel háskalegar jarðbundinni skynsemi og til<br />

þess eins fallnar að leiða menn á villigötur. Þessu er ég öldungis ósammála. Hugsjónir<br />

krefjast rökræðu um markmið og leiðir og þegar þær brestur þá tekur við<br />

sérhagsmunabarátta þar sem menn láta órökstudda sannfæringu sína fyrir hinu<br />

eða þessu ráða gerðum sínum og hlusta lítt á hvað aðrir hafa að segja.<br />

Í fyrstu stefnuræðu minni, 5. september 1997, þegar ég tók við embætti rektors<br />

sagði ég að hugsjón Háskólans ætti sér tvær hliðar, önnur væri sú að öðlast sífellt<br />

meiri skilning á veruleikanum, hin beindist að sameiningu mannkyns í þekkingu og<br />

skilningi á heiminum og lífinu. Og ég sagðist jafnframt efast um að þessi tvíhliða<br />

hugsjón hefði náð að festa rætur í íslenskri menningu. „Við höfum verið,“ sagði ég,<br />

„svo upptekin við að hagnýta okkur nýja tækni og vísindi við uppbyggingu þjóðfélagsins<br />

að við höfum ekki haft tíma til að rækta sem skyldi undirstöðu þeirra, hina<br />

leitandi og skapandi hugsun vísinda og fræða.“ Og ég hét því einu að vera trúr þeim<br />

vilja sem vill að „Háskóli Íslands fái að þroskast og dafna sem sjálfstætt vísinda- og<br />

fræðasetur óháð duttlungum og sérhagsmunum tíðarandans.“<br />

Ég sagði síðan að meginviðfangsefnin væru af þrennum toga: Í fyrsta lagi að gera<br />

þjóðinni ljóst að til að lifa í þessu landi þyrfti að rækta miklu betur fræðilega<br />

hugsun, í öðru lagi að stjórnkerfi Háskólans yrði að verða skjótara til að taka á<br />

málum, og í þriðja lagi að efla yrði samvinnu háskólafólks og bæta starfsskilyrði<br />

þess. Og enn fremur að auka þyrfti samstarf við aðra skóla og yfirstjórn menntamála<br />

í landinu.<br />

258


Að því búnu nefndi ég þrjú verkefni sem þyrfti að sinna hið bráðasta: Uppbyggingu<br />

framhaldsnáms (þ.e. meistara- og doktorsnáms), málefnum starfsfólks og<br />

kynningu á starfsemi Háskólans.<br />

Í stefnuræðu sem ég flutti ári síðar, haustið 1998, eftir eins árs reynslu af rektorsstarfi,<br />

gerði ég svo miklu ítarlegri grein fyrir háskólahugmyndinni, yfirvofandi<br />

breytingum á rekstri og stjórn Háskólans með nýjum samningum við stjórnvöld<br />

og nýrri lagasetningu, margvíslegum nýmælum í starfi skólans, áformum um Háskólatorg<br />

og kjarnanum í starfsmannastefnu Háskólans ásamt miklum og auknum<br />

væntingum sem íslenskt þjóðfélag og almenningur bindur við starfsemi skólans,<br />

ekki síst til að auka lýðræði og málefnalega umræðu.<br />

Þegar ég nú lít til baka yfir þau átta ár sem ég hef fengið að vera í forsvari fyrir<br />

uppbyggingu Háskólans er það mér gleðiefni að sjá að flest af því sem ég fjallaði<br />

um í þessum fyrstu stefnuræðum hefur náð fram að ganga. Í þessu sambandi er<br />

rétt að geta þess að öflugur samhljómur var í málflutningi frambjóðenda til rektorskjörs<br />

árið 1997. Sá samhljómur bar vott um mikla samstöðu meðal háskólafólks<br />

um það sem gera þyrfti til að byggja upp Háskólann. Segja má að háskólasamfélagið<br />

hafi sammælst um að fela nýjum rektor að tala fyrir tilteknum málum.<br />

Hér ber hæst áherslu á uppbyggingu framhaldsnáms. Frá árinu 1998 hefur<br />

meistara- og doktorsnám eflast mjög og afköst í rannsóknum stóraukist. Þetta<br />

eru merkustu nýmælin í háskólastarfi á Íslandi frá því um 1970 þegar fjöldi nýrra<br />

greina var tekinn upp til BA-prófs í Háskólanum. Með mótun meistara- og doktorsnáms<br />

hefur Háskóli Íslands tekið stakkaskiptum og lagt grunn að eiginlegu<br />

þekkingarsamfélagi á Íslandi. Þessi þróun hefur mikil og margvísleg áhrif á efnahags-<br />

og menningarlíf þjóðarinnar og ekki síst á starfsemi annarra háskólastofnana<br />

í landinu. Samhliða þessu hafa mörg nýmæli verið tekin upp og veigamiklar<br />

breytingar orðið í starfsemi skólans. Auk uppbyggingar meistara- og doktorsnáms<br />

læt ég nægja að nefna þrennt sem ég tel sérstaklega þýðingarmikið. Í fyrsta<br />

lagi tilkomu háskólafundar í stjórnkerfi Háskólans, en hann er samráðsvettvangur<br />

deilda og stofnana og hefur átt mestan þátt í skipulegri stefnumótun og<br />

áætlanagerð innan skólans að undanförnu. Starf fundarins hefur gegnt lykilhlutverki<br />

í því að efla og treysta samstöðu og samstarf háskóladeilda og háskólastofnana.<br />

Í öðru lagi vil ég nefna ákvörðun um byggingu Háskólatorgs sem mun<br />

gjörbreyta aðstæðum og starfsumhverfi háskólafólks og gesta Háskólans og<br />

treysta enn frekar samstöðu og samstarf innan skólans. Í þriðja lagi nefni ég fjölbreytt<br />

og öflugt kynningarstarf sem unnið hefur verið í Háskólanum, en sterk vísbending<br />

um árangur þess er sú staðreynd að traust þjóðarinnar til Háskóla Íslands<br />

hefur vaxið úr 75% árið 1997 í 86% á þessu ári. Þetta jákvæða viðhorf þorra<br />

almennings til starfsemi Háskólans er að sjálfsögðu afar dýrmætt.<br />

Þá er einnig ærið tilefni til að ræða þær gagngeru breytingar sem orðið hafa á<br />

ytra umhverfi og aðstæðum Háskólans á síðustu árum, ekki síst með tilkomu<br />

nýrra háskóla sem ekki eru hugsaðir eða reknir á sömu forsendum og Háskóli<br />

Íslands. Þetta tengist háskólahugsjóninni sem ég gerði að umtalsefni í upphafi.<br />

Ljóst er að hver háskóli hlýtur að fylgja henni á sinn hátt og skilgreina hlutverk<br />

sitt miðað við aðstæður sínar og sérstök verkefni. Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli<br />

Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa eins og nöfnin bera með sér<br />

hver sitt sérstaka hlutverk, Háskólinn á Akureyri ákvað snemma að svara sérstaklega<br />

þörfum og kalli landsbyggðarinnar, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn<br />

á Bifröst hafa hvor með sínum hætti skilgreint hlutverk sitt með hliðsjón<br />

af sértækum þörfum atvinnu- og efnahagslífsins, og Hólaskóli, sem er í senn<br />

yngsti og elsti háskóli landsins, fer eigin leiðir í ljósi menningarlegrar og sögulegrar<br />

sérstöðu sinnar. Ég tel miklu skipta að allir sem trúa á gildi vísinda og<br />

fræða fyrir íslenskt samfélag sameinist um að efla háskólasamfélagið á Íslandi<br />

sem eina heild. Í þeim anda undirrituðu rektorar íslenskra háskóla sameiginlega<br />

yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla í Hátíðarsal Háskóla Íslands 15. júní sl.<br />

Í upphafi hennar segir:<br />

„Hlutverk háskóla er að skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar,<br />

-varðveislu og -miðlunar á sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóna<br />

þeir fræðunum og langtímahagsmunum samfélagsins.<br />

Háskólar miðla þekkingu til samfélagsins og efla einstaklinga til þroska og sjálfstæðis.<br />

Þeir eru vettvangur gagnrýninna vinnubragða og öflunar og úrvinnslu<br />

nýrrar þekkingar. Í þeim mætast straumar alþjóðlegra hugmynda og í ljósi þeirra<br />

er menningararfur rannsakaður, varðveittur og efldur.<br />

259


Háskóli er samfélag þar sem menn geta óhræddir rætt á gagnrýninn hátt um<br />

hvaðeina sem leitar á hugann.“<br />

Í yfirlýsingunni er síðan fjallað nánar um nokkur grundvallargildi háskólastarfs<br />

svo sem akademískt frelsi, stjórnun og ráðningu starfsmanna, fjárhagsleg skilyrði<br />

og jafnrétti til náms. Með þessari yfirlýsingu eru sköpuð skilyrði fyrir aukinni<br />

samvinnu háskólanna og ekki síst að þeir sameinist um að hafa gæði menntunar<br />

og rannsókna í fyrirrúmi. Sú hraða þróun sem orðið hefur í starfsemi háskóla<br />

getur því miður bitnað á gæðum þeirra, en það eru að sjálfsögðu sameiginlegir<br />

hagsmunir allra að svo verði ekki, heldur einmitt að gæðin aukist og beri æ betri<br />

ávöxt fyrir þjóðfélagið.<br />

Háskóli Íslands hefur mikla sérstöðu, ekki aðeins meðal annarra háskóla heldur<br />

meðal opinberra stofnana landsins og meðal háskóla heimsins. Sérstaða hans<br />

meðal háskóla heimsins er sú að hann fékk það hlutverk í vöggugjöf að efla sjálfstæði<br />

Íslands, menningarlegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt. Örfáir aðrir háskólar<br />

í heiminum bera nafn lands síns en enginn þeirra fékk sambærilega köllun í vöggugjöf.<br />

Um leið og ég segi þetta er að sjálfsögðu rétt að geta þess að margir háskólar<br />

19. og 20. aldar gegndu lykilhlutverki í mótun þjóðríkja í Evrópu. Fylki í Bandaríkjunum<br />

og Kanada kappkostuðu einnig að setja á laggirnar háskóla til að efla<br />

sjálfsmynd sína og uppbyggingu samfélagsins á hverjum stað. Háskóli Íslands<br />

verður til í anda þessara hugmynda og sú staðreynd að hann var stofnaður á fæðingardegi<br />

Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetju Íslands, segir allt sem segja þarf um<br />

djúpstæð tengsl Háskólans við hugmyndina um sjálfstæði Íslendinga.<br />

Þetta er hugmyndin á bak við Háskóla Íslands sem þjóðskóla, skóla allra landsmanna.<br />

Ég hef orðið var við efasemdir um þessa þjóðskólahugmynd. Sú skoðun<br />

hefur heyrst að hún stangist jafnvel á við hugmyndina um Háskóla Íslands sem<br />

alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Þetta er misskilningur sem brýnt er að leiðrétta.<br />

Með því að eflast sem rannsóknaháskóli dregur Háskólinn ekki úr viðleitni sinni<br />

til að þjóna þjóðinni og vera henni sem aðgengilegastur. Öðru nær: Þannig kemur<br />

hann einmitt til móts við óskir hennar og dýpstu þarfir. Kjarni málsins er sá að<br />

Háskóli Íslands getur ekki axlað ábyrgð sína sem þjóðskóli nema með því að<br />

verða alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Þessi hugsun hefur verið eins og rauður<br />

þráður í öllum málflutningi háskólamanna frá upphafi til þessa dags. Og núna er<br />

Háskólinn að stíga sín fyrstu spor sem alhliða rannsóknaháskóli í flestum greinum<br />

fræða og vísinda. Grundvallarhvatinn er sú köllun að efla íslenskt samfélag<br />

með auknu fræðastarfi – og því fylgir að styrkja vitund okkar um gildi þess að<br />

vera Íslendingur, þann vanda og þá vegsemd sem því fylgir, svo vitnað sé óbeint<br />

til orða tveggja merkra prófessora Háskóla Íslands, þeirra Sigurðar Nordals og<br />

Gylfa Þ. Gíslasonar. Um leið og menningarbundin köllun Háskóla Íslands er nefnd<br />

er rétt að hafa í huga að hún er öldungis óháð þjóðernishyggju og jafnframt að<br />

hver einstaklingur hlýtur að bregðast við henni á sinn hátt.<br />

Sérstaða Háskóla Íslands meðal annarra stofnana landsins blasir við. Hlutverk<br />

hans hefur verið að sjá til þess að þær hefðu ávallt á að skipa vel menntuðu og<br />

hæfu starfsfólki. En sögulega séð er skýrasta dæmið um sérstöðu Háskólans<br />

vafalaust tilkoma Happdrættis Háskóla Íslands árið 1934. Happdrættið hefur ekki<br />

aðeins tryggt Háskólanum fé til að reisa byggingar sínar og kaupa rannsóknatæki,<br />

heldur hefur það skapað honum mikið sjálfstæði við uppbyggingu sína,<br />

meira sjálfstæði en nokkur önnur opinber stofnun í landinu hefur notið og meira<br />

sjálfstæði en nokkur háskóli í nágrannalöndum okkur. Þetta sjálfstæði er Háskólanum<br />

afar dýrmætt, en stundum hefur hvarflað að mér að það hafi líka átt þátt í<br />

að torvelda samskipti Háskólans við ráðuneyti og ráðamenn og jafnvel orðið til<br />

þess að menn hafi séð ofsjónum yfir sjálfstæði Háskólans og talið hann vera í<br />

sérhagsmunabaráttu rétt eins öflugt einkafyrirtæki sem hugsar um það eitt að<br />

hámarka gróða sinn. Og ef við þetta bætist að menn telja sig verða vara við<br />

„menntahroka“, að háskólafólk hreyki sér af þekkingu sinni og menntun, þá er<br />

hætt við að afstaða manna og viðhorf til Háskólans geti orðið harla neikvæð.<br />

Svar mitt við þessu er einfalt. Ég tel mestu skipta að öllum sé ljóst að Háskóli Íslands<br />

hefur ekki aðra hagsmuni en þá að efla fræðastörf, menntun og rannsóknir<br />

á Íslandi. Einstaka starfsmenn Háskólans kunna stöku sinnum að vera í „einkaerindum“,<br />

ef svo má að orði komast, og horfa þá framhjá hagsmunum Háskólans.<br />

En ég þekki afar fá dæmi þess. Trúmennska starfsfólks skólans við háskólahugsjónina<br />

hefur mér fundist vera afar rík og rótgróin hvarvetna í deildum, stofnunum<br />

og stjórnsýslu skólans. Og hugsjónin er sú að hámarka fræðilega, tæknilega<br />

og siðferðilega þekkingu í þágu íslensks samfélags. Það er ágóðinn sem að er<br />

stefnt í háskólastarfinu.<br />

260


Ég neita því ekki að menntahroki gerir stundum vart við sig. Fræðileg menntun og<br />

þekking hefur okkur ekki yfir aðrar manneskjur og hendi okkur að halda það afhjúpar<br />

það aðeins vanþroska okkar og vanþekkingu. Því miður getur komið fyrir<br />

okkur öll að vera drambsöm – hvort sem við erum skólagengin eða ekki – en vera<br />

má að langskólagengið fólk sé í meiri hættu en aðrir fyrir slíku. Kannski ættum við<br />

háskólamenn að fara daglega með tvær vísur Stephans G. Hin fyrri hljóðar svo:<br />

„Hámenntaða virðum vér<br />

vora lærdómshróka,<br />

sem eru andleg ígulker<br />

ótal skólabóka.“<br />

Um leið og við minnumst þessara varnaðarorða skulum við fara með hina vísu<br />

Stephans sem þið kunnið væntanlega öll, en ég held að hún sé besta skilgreining<br />

á menntun sem til er:<br />

„Þitt er menntað afl og önd,<br />

eigirðu fram að bjóða:<br />

hvassan skilning, haga hönd,<br />

hjartað sanna og góða.“<br />

Þetta er sú hugsun um menntun sem við öll skulum leitast við að temja okkur.<br />

Þá kem ég að sérstöðu Háskóla Íslands meðal annarra háskóla landsins. Hann er<br />

sá elsti, sá langstærsti, sá fjölbreyttasti og sá öflugasti. Um leið og ég segi þetta<br />

þá virðist ég vera að hefja hann yfir aðra háskóla landsins og þá er stutt í það að<br />

ég sé, eða sé talinn vera, að hreykja mér af honum og þar með að sýna dramb<br />

gagnvart öðrum háskólum! [Má sleppa: Ég sagði eitt sinn við blaðamann í stuttu<br />

símtali að Háskóli Íslands væri eini rannsóknaháskóli landsins og það tók marga<br />

mánuði áður en sumir rektorar annarra háskóla tóku mig í sátt! Ég hefði kannski<br />

átt að segja að Háskóli Íslands risi tæplega undir nafni sem eini rannsóknaháskóli<br />

landsins, þótt um 80% allra rannsókna í landinu færu fram innan veggja<br />

hans. Það hefði ekki leyst vandann vegna þess að orðið sem skipti máli hér var<br />

„eini“ – eini rannsóknaháskóli landsins – og orð mín voru túlkuð á þann veg að í<br />

öðrum háskólum væru ekki stundaðar rannsóknir og jafnvel ætti ekki að stunda<br />

rannsóknir. Nú heyrir þetta mál sögunni til en ég nefni það sem dæmi um átök<br />

sem verið hafa í háskólaheiminum í landinu og um leið hve viðkvæmt getur verið<br />

að fjalla um Háskóla Íslands og bera hann saman við aðra skóla.]<br />

Ég tel að samræður íslenskra háskóla að undanförnu muni stuðla að því að háskólafólk<br />

í landinu þjappi sér saman um að efla Háskóla Íslands um leið og allir íslenskir<br />

háskólar læri að vinna saman og keppa á þeim sviðum þar sem forsendur<br />

eru fyrir samkeppni. Háskóli Íslands hefur ótvíræðar skyldur gagnvart öðrum háskólum<br />

vegna sérstöðu sinnar sem eini alhliða háskóli landsins. Þessar skyldur<br />

þarf að ræða og hugsanlega skjalfesta til að öllum séu þær ljósar.<br />

Hver einasti starfsmaður Háskóla Íslands þarf að vera sér meðvitaður um hlutverkið<br />

sem Háskóla Íslands er falið í íslensku samfélagi. Hann á að rækta með sér hugsjónina<br />

sem liggur starfi skólans til grundvallar og leggja sig fram um að efla samstarf<br />

og samstöðu deilda, stofnana og stjórnsýslu. Háskólahugsjónin sameinar<br />

okkur og með hana að leiðarljósi nær Háskólinn að blómstra sem fjölskrúðug og<br />

skapandi heild sem bregður birtu vísinda og fræða yfir íslenskt þjóðfélag.<br />

Ágæta háskólafólk og aðrir góðir gestir!<br />

Það hefur verið stórkostleg reynsla að fá að vera rektor Háskóla Íslands síðustu<br />

átta árin. Ég hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu fyrir nokkurn hlut! Þetta<br />

verður vafalaust skemmtilegasti tími ævi minnar, en ég veit ekki hvort Auður<br />

kona mín mun geta sagt það sama. Sjálfur hefði ég ekki getað hugsað mér að<br />

gegna starfi rektors án þess að hafa hana mér við hlið og ég held að hún hafi oft<br />

haft lúmskt gaman af því að sjá mig ráðþrota gagnvart einhverju óendanlega<br />

flóknu og spennandi úrlausnarefni í rektorsstarfinu. Sannleikurinn er sá að þetta<br />

starf er óhemju margbrotið og gefandi, ekki síst vegna ótal tækifæra til að kynnast<br />

fjölda fólks, fræðast um margvísleg málefni og víkka sjóndeildarhringinn,<br />

meðal annars með samstarfi við erlenda háskóla. En rektorsembættið er líka<br />

mjög krefjandi og nú læt ég ánægður af því starfi og stefni á vit nýrra ævintýra.<br />

Þegar starf eins og þetta er kvatt segir sig sjálft að maður stendur í þvílíkri þakkarskuld<br />

við fjölda fólks að ekki er nokkur leið að gjalda hana og þakka öllum sem<br />

261


skyldi. Galdur mannlegra samskipta er kannski umfram allt sá að við erum sífellt<br />

og jafnvel óafvitandi að gefa eitthvað af sjálfum okkur án þess að vænta nokkurs í<br />

staðinn – vegna þess að sameiginlega sköpum við annað og meira en okkur sjálf.<br />

Ég þakka öllu starfsfólki Háskólans heilshugar fyrir stuðning og hvatningu. Ég<br />

þakka menntamálaráðherrum góð samskipti og vil ég sérstaklega nefna Björn<br />

Bjarnason sem ég starfaði lengst með í rektorstíð minni.<br />

Rektor Háskóla Íslands nýtur daglega stuðnings, velvilja, hjálpsemi og fórnfýsi<br />

fjölda fólks bæði innan skólans og utan sem hugsar og vinnur í anda þeirrar hugsjónar<br />

sem gerir Háskóla Íslands að því öfluga fræðasetri sem hann er. Þetta vil<br />

ég sérstaklega segja við Kristínu Ingólfsdóttur nú þegar hún tekur við embætti<br />

rektors Háskóla Íslands. Kristín hefur unnið sér traust, virðingu og stuðning háskólafólks<br />

og það er með mikilli gleði og bjartsýni sem ég við þessi tímamót afhendi<br />

henni rektorsfestina sem er tákn samheldni og hugsjónar Háskóla Íslands.<br />

Ég færi Kristínu mínar bestu óskir um farsæld í rektorsstarfi.<br />

Megi gæfa fylgja henni og Háskóla Íslands.<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Hlutverk Háskóla Íslands<br />

Ræða við embættistöku rektors Háskóla Íslands<br />

30. júní <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, viðskiptaráðherra, frú<br />

Vigdís Finnbogadóttir, fráfarandi rektor, fyrrverandi rektorar Háskóla Íslands,<br />

rektorar annarra háskóla, kæra samstarfsfólk, góðir gestir.<br />

I.<br />

Ég þakka Páli Skúlasyni, fyrir hönd Háskóla Íslands, fyrir að leiða skólann styrkri<br />

hendi á miklu uppbyggingarskeiði, þakka honum fyrir ósérhlífni og metnaðarfullt<br />

og árangursríkt starf.<br />

Ég vil jafnframt þakka Páli fyrir þann einlæga stuðning sem hann hefur sýnt mér<br />

við þessi rektorsskipti. Við háskólafólk eigum í Páli sannan vin og traustan og<br />

það er okkur ómetanlegt.<br />

II.<br />

Við þessi tímamót er hollt að íhuga hlutverk Háskóla Íslands í samfélaginu.<br />

Háskóli Íslands er einstök stofnun, tíu þúsund manna kröftugt samfélag vísindamanna,<br />

kennara, nemenda og annarra starfsmanna. Hér um bil aldarlöng saga<br />

Háskólans er samofin sjálfstæðissögu Íslands og sjálfsmynd, samofin uppbyggingu<br />

þekkingarsamfélags og vegferð þjóðarinnar frá fátækt til bjargálna.<br />

Það hefur verið gæfa þjóðarinnar að leiðtogar hennar hafa skilið að háskólastarfið<br />

er langtíma uppbyggingarstarf og árangur er best tryggður ef myndarlega er staðið<br />

að starfseminni og þekkingarleitin innan veggja háskólans er óbundin og óheft.<br />

Háskóli Íslands hefur verið og er helsta vísindastofnun þjóðarinnar. Skólinn hefur<br />

menntað þúsundir Íslendinga á fjölmörgum fræðasviðum og þannig hefur hann<br />

með vísindastarfi og menntun byggt upp hjá þjóðinni þekkingu sem er henni<br />

sannkölluð auðlind.<br />

Með elju og metnaði hafa íslenskir vísindamenn náð afburðaárangri í mörgum<br />

fræðigreinum. Þessi árangur endurspeglast í sumum tilfellum í því að Ísland er á<br />

alþjóðavettvangi talin þungamiðja viðkomandi fræða. Slíkur árangur skapar okkur<br />

sérstöðu og samkeppnisforskot.<br />

Háskóli Íslands hefur jafnframt lagt af mörkum til alþjóðasamfélagsins og auðgað<br />

heimsmenningu með því að taka á móti erlendum stúdentum, bæði í grunnnám<br />

og framhaldsnám. Kennarar frá Háskólanum hafa jafnframt farið utan og kennt<br />

sérhæfð námskeið fyrir erlenda doktorsnema.<br />

262


III.<br />

Þjóðfélagsbreytingar undanfarinna ára hafa leyst úr læðingi kraft sem hefur fært<br />

Íslandi hagsæld og skapað möguleika til áframhaldandi uppbyggingar. Þessi<br />

kraftur er beinlínis nærður af þekkingu sem þjóðin hefur byggt upp með öflugu<br />

mennta- og vísindastarfi.<br />

En hverjar eru þarfir samfélagsins í framtíðinni og hvert er hlutverk Háskólans í<br />

þeirri framtíðarmynd? Svarið er einfalt: Nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir þekkingu.<br />

Ný þekking er grundvöllur þess að við getum styrkt atvinnulíf og skapað ný<br />

verðmæti.<br />

Þekking er grundvöllur þess að við getum varðveitt það sem við viljum flytja til<br />

framtíðarkynslóða úr þjóðmenningu dagsins í dag.<br />

Þekking er forsenda þess að við getum byggt hér einstaka samfélagsskipan sem<br />

byggir á samhygð en hlúir á sama tíma að og gefur svigrúm krafti framúrskarandi<br />

einstaklinga.<br />

Hlutverk Háskóla Íslands er í mínum huga að vera í fremstu röð, leiðandi í þekkingaröflun,<br />

þekkingarmiðlun og nýsköpun í íslensku samfélagi.<br />

Framtíðarsýn mín fyrir Háskólann er sömuleiðis skýr. Ég vil vinna að því að Háskóli<br />

Íslands verði í fremstu röð rannsóknaháskóla í nágrannalöndunum. Gæði<br />

skólans verði mæld með sama hætti og gæði evrópskra og bandarískra rannsóknaháskóla,<br />

þ.e. með afköstum í vísindum.<br />

Ég vil að skólinn bjóði menntun sem þjónar samfélaginu við nýjar og síbreytilegar<br />

aðstæður.<br />

Ég vil að skólinn verði leiðandi í jafnréttisþróun, sem er vitaskuld réttlætismál fyrir<br />

einstaklinga, en er líka spurning um heildarhagsmuni. Samfélagið þarf á kröftum<br />

allra einstaklinga að halda.<br />

Þetta eru nokkrir drættir úr þeirri framtíðarsýn sem ég hef fyrir Háskóla Íslands.<br />

Meðal þeirra leiða sem ég vil fara að þessu marki og meðal verkefna sem þarf að<br />

vinna eru eftirfarandi:<br />

• Við verðum að búa svo um hnúta að framúrskarandi fólk á öllum sviðum vilji<br />

helga háskólanum starfskrafta sína. Enginn háskóli í heiminum verður betri<br />

en þeir vísindamenn og kennarar sem við hann starfa.<br />

• Við þurfum að bæta enn grunnnámið með bættri starfsaðstöðu fyrir nemendur<br />

og kennara og skýrari gæðakröfum. Orðspor Háskólans fylgir nemendum<br />

og menntun þeirra alla tíð og því þarf sífellt að standa vörð um gæði þeirrar<br />

menntunar sem hér er veitt.<br />

• Við verðum að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám á meistara- og doktorsstigi<br />

með öllum tiltækum ráðum. Auka gæðakröfur, auka framboð námskeiða<br />

og efla samstarf við erlenda háskóla.<br />

• Við verðum að styrkja háskólabókasafnið, sem er grundvallareining í rannsóknaháskóla.<br />

• Háskóli Íslands þarf að taka kraftmikinn þátt í þróun háskólasjúkrahúss, sem<br />

í ráði er að byggja.<br />

• Við þurfum að hraða uppbyggingu Vísindagarða.<br />

• Við þurfum að vinna í nánari og dýnamiskari tengslum við atvinnulífið og<br />

rannsóknarstofnanir.<br />

• Við þurfum að auka enn samstarf háskóla í landinu til hagsbóta fyrir nemendur<br />

og fyrir þjóðfélagið. Þannig nýtum við best þá fjármuni sem úr er að<br />

spila.<br />

• Við þurfum að stórauka kynningu á innra starfi háskólans. Stjórnvöld og<br />

þjóðin sem kosta þetta starf þurfa að kynnast betur þeim krafti sem er í<br />

þessu starfi og þeim árangri sem það er að skila.<br />

• Loks nefni ég stjórnkerfi Háskóla Íslands. Við þurfum að einfalda ákvarðanatöku<br />

og færa vald út í deildir og gera alla stjórnsýslu einfalda og skilvirka.<br />

Starfsemi háskóla er ólík flestu öðru í samfélaginu. Á vissan hátt þarf háskóli að<br />

vera íhaldssamur, standa vörð um óhefta þekkingarleit og traust siðferði í vísindum.<br />

Við lifum á tímum þar sem áhersla er gjarnan lögð á skjótfengin árangur.<br />

Við megum hins vegar aldrei gleyma því, að framfarir í samfélaginu byggja<br />

líka á langtíma þekkingarleit og þróun.<br />

264


En það er auðvitað líka í eðli háskóla að reyna á mörk hins mögulega, færa út<br />

mörk þekkingarinnar. Háskólinn þarf því umfram allt að vera framsækinn og<br />

sókndjarfur. Við þurfum að leggja fram áleitnar spurningar, og kanna hvort<br />

ástæða sé til að bregðast við með auknu eða breyttu námsframboði.<br />

Ég dreg fram nokkrar spurningar af handahófi.<br />

• Hvaða þekkingu þurfum við að hafa til að geta brugðist við áhrifum af alþjóðlegu<br />

afþreyingarefni á okkar eigin þjóðmenningu og einkum og sér í lagi á<br />

þroska og málvitund barnanna í samfélaginu?<br />

• Í hvaða farveg eigum við að beina kröftum okkar til rannsókna á áhrifum af<br />

loftslagsbreytingum?<br />

• Hvaða áhrif hefðu t.d. breytingar á alþjóðahagkerfinu á íslenskt þjóðfélag og<br />

viðskiptalíf, ef spár rættust um nýjar þungamiðjur í alþjóðahagkerfi í Kína og<br />

á Indlandi á næstu 10-20 árum?<br />

• Hvaða þekkingu eigum við að byggja upp til að vera gjaldgeng í umræðum<br />

um að koma sveltandi þjóðum til bjargálna?<br />

• Hvaða þekkingu þurfum við að hafa til að geta nýtt okkur það, að innan<br />

skamms tíma verði mögulegt að vista alla skráða þekkingu mannkyns á örlitlu<br />

tæki? Innan fárra ára geta stúdentar gengið með allar heimsbókmenntir<br />

í vasa sínum.<br />

• Hvernig metum við áhrif aukinnar tölvunotkunar og farsímanotkunar á<br />

sköpunargleði, þekkingarþorsta og almennt heilsufar barna og unglinga?<br />

• Hvaða áhrif hefur tæknivætt umhverfi, bæði á starfsvettvangi og heimili, á<br />

skapandi hugsun, andlega heilsu og lífsgæði? Umhverfi þar sem skil milli<br />

vinnu og frítíma nánast hverfa vegna sítengingar við tölvu, farsíma og internet?<br />

Ég sagði hér að framan að það væri hlutverk háskóla að færa út mörk þekkingarinnar.<br />

Tilgangurinn er kannski fyrst og fremst að gera samfélagið fært um að fást<br />

við breytingar. Um þessar mundir eru breytingar í alþjóðlegu umhverfi okkar,<br />

efnahagslífi, tækni og menningarlífi hraðstígari en nokkru sinni fyrr.<br />

Þessar breytingar skapa okkur ný og oft og tíðum stórkostleg tækifæri. En af<br />

sumum breytingum stafar jafnframt nokkur ógn. Íslendingar eru fámenn þjóð<br />

með lítið hagkerfi, tungumála- og menningarheim. Tiltölulega litlir straumar á<br />

heimsvísu geta haft mikil áhrif í slíku samfélagi. Til að nýta tækifæri og til þess að<br />

verja það sem okkur er kært verðum við að leggja vaxandi áherslu á menntun,<br />

þekkingu og vísindi og styrkja alþjóðleg tengsl.<br />

IV.<br />

Markmið Háskóla Íslands eru skýr. Áherslan sem við leggjum á gæði grunnnáms,<br />

rannsóknatengt framhaldsnám og vísindi er í takt við stefnu stjórnvalda um eflingu<br />

vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar í landinu og í raun í takt við skoðanir<br />

allra stjórnmálaflokka. Íslendingar eru almennt sammála um gildi menntunar og<br />

vísindastarfs.<br />

Á undanförnum árum hafa fjárframlög til háskólastigsins og samkeppnissjóða í<br />

vísindarannsóknum verið stóraukin. Með stofnun Vísinda- og tækniráðs árið 2003<br />

með aðkomu stjórnmálamanna, vísindamanna og fulltrúa atvinnulífs var áhersla<br />

lögð á aukið samstarf háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Stefna íslenskra<br />

stjórnvalda er að þessu leyti í takt við stefnu annarra landa OECD. Minna<br />

má á, að ákvörðun Finna um stóraukin fjárframlög til menntunar hefur skilað sér<br />

í öflugum þekkingariðnaði og stórbættu efnahagslífi.<br />

En hvernig stendur þá á því, að enn vantar fé til háskólastarfsins? Það liggur einfaldlega<br />

í því að þróun samfélagsins í átt til þekkingarsamfélags er svo hröð að<br />

við höfum ekki haft undan að byggja upp eins og til þarf.<br />

Ég held að við þurfum að temja okkur það að líta ekki á þetta sem vandamál<br />

heldur sem stórkostlegt viðfangsefni. Þekkingarsmiðjur á borð við Háskóla Íslands<br />

eru ekki vandamál. Það er ekki samdráttur í þeim markaði sem skólinn<br />

þjónar. Það er gríðarleg eftirspurn eftir þjónustunni og hún er lífsnauðsynleg<br />

næring fyrir framtíðarvöxt í samfélaginu.<br />

Eins og ég sagði hér að framan ríkir almenn sátt í samfélaginu um grundvallaratriði.<br />

Við viljum öll efla vísindi og eiga háskóla í fremstu röð. Við verðum að finna<br />

það fjármagn sem til þarf. Það er ekki fjármagn til að leysa vandamál. Það er<br />

ávísun á betri framtíð fyrir íslenskt samfélag.<br />

265


V.<br />

Ég hef djúpa og einlæga sannfæringu um að Háskóli Íslands gegni lykilhlutverki í<br />

mótun framtíðarsamfélags á Íslandi, í framtíðarhagvexti og í mótun og varðveislu<br />

menningar.<br />

Um leið og ég tek við embætti rektors Háskóla Íslands vil ég færa þakkir fyrir það<br />

traust sem mér hefur verið sýnt. Ég mun leggja mig að veði fyrir þeirri framtíðarsýn<br />

sem ég hef lýst. Ég heiti því að vinna að þessu verki af fullum heilindum og<br />

vera vakin og sofin yfir velferð Háskóla Íslands.<br />

Megi Háskóla Íslands farnast vel og samfélaginu sem hann þjónar.<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Háskóli í fremstu röð<br />

Brautskráningarræða 22. október <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti frú Vigdís<br />

Finnbogadóttir, deildarforsetar, kæru kandídatar, góðir gestir.<br />

Háskóli Íslands er sterkasta aflið í menntasókn þjóðarinnar. Háskólinn staðfestir<br />

þetta áþreifanlega með því að útskrifa rúmlega 1400 kandídata frá 11 deildum<br />

á þessu ári. Ennfremur er gert ráð fyrir að 14 doktorsnemar verji ritgerðir sínar<br />

við skólann á árinu.<br />

Þetta glæsilega og vel menntaða fólk verður burðarvirkið í íslenska þekkingarsamfélaginu<br />

á næstu árum. Háskóli Íslands hefur með þessum hætti verið ein<br />

af máttarstoðum þekkingarsköpunar og þeirrar velferðar sem hún hefur leitt af<br />

sér á Íslandi í hartnær heila öld.<br />

En við látum ekki staðar numið. Samfélagið hefur nú sem aldrei fyrr þörf fyrir<br />

háskóla í fremstu röð. Heimurinn sem við lifum í einkennist af vaxandi samskiptum<br />

og samkeppni og þeim vegnar einfaldlega best sem efla hraðast þekkingu,<br />

vísindi og rannsóknir.<br />

Það hvílir á okkur háskólafólki sú ábyrgð að lýsa fyrir samfélaginu þörfinni fyrir<br />

áframhaldandi þekkingarsköpun og hvers vegna Háskóli Íslands leiki þar lykilhlutverk.<br />

Til þess þarf Háskólinn að hafa skýra stefnu, meitlaðar áherslur og<br />

hvassan vilja til verka. Það hvílir á stjórnvöldum sú ábyrgð að styðja skólann í<br />

þessu verki og tryggja honum nauðsynlegt fjármagn til starfseminnar. Fjárfesting<br />

samfélagsins í Háskóla Íslands er nauðsynleg, arðbær og áhættulaus.<br />

Háskóli Íslands hefur þróast með samfélaginu sem hann þjónar allt frá stofnun<br />

hans árið 1911. Síðasta skeiðið í þróun skólans hófst um miðjan síðasta áratug.<br />

Það einkennist af þremur meginþáttum:<br />

• Í fyrsta lagi af gríðarlegum vexti í starfseminni. Háskólinn hefur tvöfaldast<br />

að stærð á 8 árum.<br />

• Í öðru lagi hafa sprottið fram nýjar menntastofnanir á háskólastigi sem<br />

keppa við Háskóla Íslands um nemendur, kennara og fjármuni.<br />

• Í þriðja lagi hefur á þessu skeiði verið lagður grunnur að umfangsmiklu<br />

rannsóknatengdu framhaldsnámi í skólanum.<br />

Þetta vaxtar- og samkeppnisskeið hefur reynt á innviði skólans. Þrjár viðamiklar<br />

ytri úttektir, innlendar og erlendar, staðfesta að Háskóli Íslands er vel rekinn<br />

og afkastamikill, en einnig að stórauka þarf fjárveitingu til skólans til að hann<br />

geti haldið áfram nauðsynlegu uppbyggingarstarfi. Að þessu munum við vinna<br />

með stjórnvöldum.<br />

Faglega er Háskólinn vel í stakk búinn að ráðast í næsta áfanga sem er að<br />

styrkja stöðu sína sem fullburða rannsóknaháskóli. Við ætlum okkur að fimmfalda<br />

á næstu 5 árum fjölda doktorsnema sem útskrifast árlega frá skólanum.<br />

Þetta er eitt af þeim markmiðum sem við setjum okkur til að Háskóli Íslands<br />

verði sambærilegur við bestu rannsóknaháskóla á Norðurlöndum.<br />

Stefnuáherslur okkar og markmið eru oft dregin saman í hugtakið um rann-<br />

266


sóknaháskóla í fremstu röð. Við notum alþjóðlega viðurkenndar mælistikur til<br />

að meta árangur og gæði, m.a. fjölda alþjóðlega ritrýndra vísindagreina, fjölda<br />

doktorsnema og niðurstöður innlendra og alþjóðlegra gæðaúttekta á starfsemi<br />

skólans.<br />

En hvert er inntak slíkra markmiða? Af hverju skiptir máli fyrir íslenskt samfélag að<br />

byggja upp vísindaháskóla? Hvaða máli skiptir fjöldi doktorsnema fyrir samfélagið?<br />

Svarið liggur í tvíþættum megintilgangi háskólakennslu, vísindastarfa og rannsókna.<br />

Annars vegar er tilgangurinn leit að nýrri þekkingu sem samfélagið, stofnanir<br />

þess, fyrirtæki og einstaklingar geta fært sér í nyt með beinum hætti. Þannig<br />

verða til nýjar aðferðir til verklegra framkvæmda, nýir orkugjafar, ný efni til iðnaðar<br />

og ný þekking í félags-, sálar- og læknisfræðum sem eykur lífshamingju<br />

og dregur úr kvöl svo fátt eitt sé nefnt.<br />

Hins vegar er tilgangurinn að hækka almennt þekkingarstig samfélagsins<br />

þannig að það sé í heild betur í stakk búið að fást við breyttar kringumstæður<br />

og ný viðfangsefni. Dæmi um þetta er útrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegan<br />

markað sem byggir að verulegu leyti á tæknikunnáttu og þekkingu á sviði fjármála-<br />

og viðskiptafræða, tungumálaþekkingu og menningarlæsi.<br />

Aðgengi að upplýsingum er nú meira en nokkru sinni fyrr fyrir tilstuðlan internets<br />

og alþjóðavæðingar. En aðgengi að upplýsingum er eitt – þekking er annað.<br />

Ný djúpstæð þekking byggir vissulega á upplýsingum en fæst einungis með því<br />

að setja upplýsingar í nýtt samhengi, með því að setja fram ögrandi tilgátur sem<br />

eru þrautprófaðar í öguðum og frjóum vísindarannsóknum.<br />

Þetta kemur til dæmis skýrt fram í vinnu doktorsnema. Þeir hafa valið sér ögrandi<br />

rannsóknarefni og leggja sjálfa sig að veði fyrir verkefnið. Þetta fólk er í<br />

raun að gera tvennt, afla nýrrar þekkingar og um leið að þróa með sér eðlisþætti<br />

á borð við ákafa, markmiðasækni og sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.<br />

Vísindamenn sem taka að sér að leiðbeina doktorsnemum þurfa sjálfir að uppfylla<br />

strangar gæðakröfur og samvinnan milli leiðbeinenda og nemenda eykur<br />

hæfni hvorra tveggja.<br />

Það sem af er liðið þessu haustmisseri hafa sjö doktorsefni varið ritgerðir sínar<br />

við Háskóla Íslands, þar af sex konur. Viðfangsefni þeirra hafa verið afar fjölbreytt<br />

– svarthol í himingeimnum; nýjar aðferðir við gæðamat á fiskmeti, ævi og<br />

ritstörf séra Hallgríms Péturssonar; þunganir unglingsstúlkna; tannáta og glerungseyðing<br />

í unglingum; ónæmisvarnir mannslíkamans og ónæmisvarnir í fósturþroskun<br />

fiska.<br />

Ágætu gestir!<br />

Háskóli er fyrst og fremst metinn á grundvelli þeirra rannsókna sem þar eru<br />

stundaðar og árangri nemendanna sem hann útskrifar. En þetta hvorutveggja<br />

byggir á því að skólinn hafi á að skipa framúrskarandi kennurum og starfsfólki,<br />

að sífelld endurnýjun kennsluefnis og kennsluhátta eigi sér stað og að skólinn<br />

sé ætíð vakandi fyrir spennandi nýjungum.<br />

Mig langar til að nefna nokkur dæmi um slíkar nýjungar sem um þessar mundir<br />

eru í bígerð eða komnar í framkvæmd við Háskóla Íslands – og þetta eru aðeins<br />

örfá dæmi:<br />

Meistaranám í íslenskum miðaldafræðum. Þetta nám er sérsniðið fyrir erlenda<br />

stúdenta og kennt á ensku.<br />

Meistaranám í lífverkfræði. Þar vinna fræðimenn á sviði læknisfræði og verkfræði<br />

að því að leita lausna sem stuðla að betri líðan sjúkra og fatlaðra.<br />

Meistaranám í lýðheilsu. Þar er auk hefðbundinna þátta lýðheilsu fjallað um útbreiðslu<br />

farsótta á borð við fuglaflensu og aðrar skæðar smitsóttir, og leiðir til<br />

forvarna.<br />

Þá er verið að leggja drög að kennslu í asískum fræðum, með sérstakri áherslu<br />

á Japan, Indland og Kína. Samstarfsaðili okkar í þessari þróunarvinnu er Háskólinn<br />

á Akureyri. Í vikunni sem leið kom vísindamálaráðherra Indlands í<br />

heimsókn til Háskóla Íslands þar sem meðal annars var rætt um þetta verkefni.<br />

267


Sú aðstaða sem kennslu og rannsóknum er búin skiptir sköpum til þess að ná<br />

árangri. Það er ánægjulegt að horfa á þá uppbyggingu í húsnæðismálum Háskólans<br />

sem nú á sér stað.<br />

Í fyrra var Askja, hús náttúruvísinda, tekið í notkun og gerbreytti það aðstöðu til<br />

rannsókna og kennslu á þeim vettvangi.<br />

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti ríkisstjórnin að í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands<br />

eftir 6 ár verði reist hús undir nýja stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun.<br />

Í síðustu viku var kynnt framtíðarskipulag nýs háskólasjúkrahúss, sem mun<br />

gerbylta allri starfaðstöðu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans til rannsókna og<br />

kennslu og styrkja tengsl sjúkrahúss og háskóla.<br />

Í þessari viku voru tilkynnt úrslit í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs,<br />

sem er samheiti tveggja bygginga sem rísa á miðri háskólalóðinni<br />

og skapa rými fyrir vísindastörf, kennslu, lesaðstöðu og þjónustu við stúdenta<br />

og starfsfólk.<br />

Loks er framundan bygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni sem mun stórefla<br />

tengsl skólans við atvinnulíf og aðrar rannsóknastofnanir.<br />

Ágætu kandídatar!<br />

Við stöndum hér á mörkum tveggja tíma. Þið hafið lokið mikilvægum áfanga í<br />

lífi ykkar. Sum ykkar verjið næsta áfanga hér í skólanum, en fyrir aðra er þetta<br />

kveðjustund. Hér skilja leiðir.<br />

Skólinn þróast áfram og hefur í farteskinu nýja þekkingu sem þið hafið skapað<br />

með honum og býr að þeirri örvun sem vera ykkar hér hefur verið honum. Eldmóður,<br />

dugnaður og þekkingarþorsti stúdenta bæta fræðarana.<br />

Þið fetið ykkar slóð og það skiptir öllu að í þeim föggum sem þið takið með ykkur<br />

út í lífið sé í jöfnum skömmtum þekking og þroski. Þekking til að breyta umhverfi<br />

ykkar og þroski til að beita þekkingunni rétt.<br />

Ég hef lagt á það mikla árherslu hér í dag að þekking skipti máli, – fyrir samfélagið,<br />

fyrir skólann og fyrir ykkur sem einstaklinga. En við skulum hafa hugfast<br />

að þekking er vald og manninum farnast best þegar vald og ábyrgð eru í jafnvægi.<br />

Ég á þá ósk heitasta þegar þið hverfið á vit framtíðarinnar að þið hafið í<br />

farteskinu í jöfnum hlutföllum þekkingu og þroska.<br />

En þó að leiðir skilji mun skólinn með vissum hætti fylgja ykkur áfram og verða<br />

hluti af framtíð ykkar. Orðspor Háskólans, þeirrar menntunar sem hann veitir<br />

og þeirrar vísindaþekkingar sem hann byggir upp mun fylgja ykkur áfram og<br />

verða gæðastimpill menntunar ykkar.<br />

Góðir gestir!<br />

Árið <strong>2005</strong> er helgað eðlisfræðinni vegna þess að nú eru hundrað ár liðin frá því<br />

að Albert Einstein setti fram afstæðiskenninguna, sem leiddi til nýs skilnings á<br />

eðli alheimsins.<br />

Einstein sagði um þekkingarleitina: „Það skiptir mestu að hætta aldrei að spyrja.<br />

Forvitni mannsins á sér sínar ástæður. Maður stendur andaktugur frammi<br />

fyrir ráðgátum um eilífðina, lífið og stórbrotinn og margflókinn raunveruleikann.<br />

Það nægir að reyna að skilja ögn af þessari ráðgátu á hverjum degi.“<br />

Kandídatar og aðrir góðir gestir. Það er inntak góðs háskóla að reyna á hverjum<br />

degi að skilja ögn af þessari stórbrotnu ráðgátu og beita þekkingunni af þroska<br />

og ábyrgð í þágu alls mannfélagsins.<br />

Ég þakka ykkur, kandídatar, samfylgdina við Háskóla Íslands og óska ykkur velfarnaðar<br />

í öllum ykkar verkum.<br />

268


Brautskráðir<br />

kandídatar<br />

Brautskráning<br />

26. febrúar <strong>2005</strong><br />

Guðfræðideild (1)<br />

90 eininga djáknanám (1)<br />

Karólína Hulda Guðmundsdóttir<br />

Læknadeild (1)<br />

MS-próf í heilbrigðisvísindum (1)<br />

Brenda Ciervo Adarna<br />

Lagadeild (8)<br />

Embættispróf í lögfræði (5)<br />

Benedikt Egill Árnason<br />

Birkir Már Magnússon<br />

Bjarni Már Magnússon<br />

Kjartan Vilhjálmsson<br />

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir<br />

Diplómapróf við lagadeild (3)<br />

Amalía Halla Skúladóttir<br />

Erna Hrönn Geirsdóttir<br />

Sonja Þórey Þórsdóttir<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

(52)<br />

MS-próf í hagfræði (2)<br />

Ingvar Karlsson<br />

Sigurður Freyr Magnússon<br />

MS-próf í heilsuhagfræði (1)<br />

Kristlaug Helga Jónasdóttir<br />

MS-próf í viðskiptafræði (8)<br />

Anna Katrín Ólafsdóttir<br />

Anna María Urbancic<br />

Gerður Björt Pálmarsdóttir<br />

Jóhannes Ómar Sigurðsson<br />

Jón Freyr Sigurðsson<br />

Ólafur Briem<br />

Petra Bragadóttir<br />

Valdimar Sigurðsson<br />

MA-próf í mannauðsstjórnun (4)<br />

Harpa Björg Guðfinnsdóttir<br />

Harpa Hallsdóttir<br />

Jóna Jónsdóttir<br />

Pálína Kristín Helgadóttir<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (5)<br />

Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir<br />

Bjarni Már Jóhannesson<br />

Sigríður Sigurðardóttir<br />

Sigríður Þóra Valsdóttir<br />

Sunna Jóhannsdóttir<br />

BS-próf í viðskiptafræði (26)<br />

Ásta Björg Davíðsdóttir<br />

Ásta Björk Eiríksdóttir<br />

Bjarki Magnússon<br />

Eiríkur Haukur Hauksson<br />

Elín Kristín Guðmundsdóttir<br />

Erlen Björk Helgadóttir<br />

270<br />

Guðmundur Páll Hreggviðsson<br />

Gylfi Már Geirsson<br />

Hálfdán Gíslason<br />

Helena Rós Óskarsdóttir<br />

Hjördís Selma Björgvinsdóttir<br />

Ingimar Helgason<br />

Ívar Gestsson<br />

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir<br />

Kolbrún Stella Indriðadóttir<br />

Kristín Sördal<br />

Kristín Ösp Þorleifsdóttir<br />

Lára Kristín Skúladóttir<br />

Margrét Sigvaldadóttir<br />

Ragnheiður Valgarðsdóttir<br />

Rúna Íris Gizurarson<br />

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson<br />

Sonja Ýr Eggertsdóttir<br />

Þorbjörn Geir Ólafsson<br />

Þröstur Helgason<br />

Þuríður Tryggvadóttir<br />

BS-próf í hagfræði (4)<br />

Bryndís Ásbjarnardóttir<br />

Guðrún Yrsa Richter<br />

Haraldur Jens Guðmundsson<br />

Haukur Ingi Einarsson<br />

BA-próf í hagfræði (2)<br />

Anna Kristín Guðmundsdóttir<br />

Guðrún Ingólfsdóttir<br />

Hugvísindadeild (48)<br />

MA-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Roald Viðar Eyvindsson<br />

MA-próf í ensku (1)<br />

Anna Karen Friðriksdóttir<br />

MA-próf í fornleifafræði (1)<br />

Birna Lárusdóttir<br />

MA-próf í sagnfræði (2)<br />

Eiríkur Páll Jörundsson<br />

Hlynur Ómar Björnsson<br />

M.Paed.-próf í íslensku (1)<br />

Guðrún Erla Sigurðardóttir<br />

BA-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Sigurbjörn Svanbergsson<br />

BA-próf í dönsku (2)<br />

Björg Ólínudóttir<br />

Stefán Sigurðsson<br />

BA-próf í ensku (1)<br />

Elín Ásta Hallgrímsson<br />

BA-próf í grísku (1)<br />

Sverrir Jakobsson<br />

BA-próf í heimspeki (6)<br />

Fríða Thoroddsen<br />

Magnús Halldórsson<br />

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir<br />

Pálína Sigríður B.Sigurðardóttir<br />

Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir<br />

Steinunn Helga Jakobsdóttir<br />

BA-próf í íslensku (6)<br />

Bjarki Már Karlsson<br />

Guðmundur Már H. Beck<br />

Harpa Kolbeinsdóttir<br />

Kári Viðarsson<br />

Signý Gunnarsdóttir<br />

Steinn Bjarki Björnsson<br />

BA-próf í latínu (1)<br />

Sveinn Valgeirsson<br />

BA-próf í sagnfræði (5)<br />

Guðríður Edda Johnsen<br />

Selma Jónsdóttir<br />

Sigurður Gunnarsson<br />

Svanhildur Anja Ástþórsdóttir<br />

Svanhvít Friðriksdóttir<br />

BA-próf í spænsku (6)<br />

Anna Þórsdóttir<br />

Arna Árnadóttir<br />

Árný Jónsdóttir<br />

Ásdís Þórólfsdóttir<br />

Jóhann Pétur Kristjánsson<br />

Sunna Reynisdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun (3)<br />

Eyrún Helga Aradóttir<br />

Gerður Sjöfn Ólafsdóttir<br />

Lilja Kristín Magnúsdóttir<br />

BA-próf í þýsku (4)<br />

Anna Margrét Eggertsdóttir<br />

Annika Noack<br />

Eyrún Ósk Ingólfsdóttir<br />

Heimir Steinarsson<br />

Viðbótanám í hagnýtri siðfræði (1)<br />

Kristín Helga Þórarinsdóttir<br />

Diplómanám í hagnýtri ensku (3)<br />

Jun Morikawa<br />

Leonardo Gonzalez Rodriguez<br />

Sigurvin Bjarnason<br />

Diplómanám í hagnýtri þýsku (2)<br />

Silvia Seidenfaden<br />

Særún Dögg Sveinsdóttir<br />

Tannlæknadeild (1)<br />

Cand.odont. (1)<br />

Magðalena Níelsdóttir<br />

Verkfræðideild (28)<br />

MS-próf í byggingaverkfræði (2)<br />

Atli Gunnar Arnórsson<br />

Jón Snæbjörnsson<br />

MS-próf vélaverkfræði (3)<br />

Elías Halldór Bjarnason<br />

Hlynur Kristinsson<br />

Steinar Ríkharðsson<br />

MS-próf í iðnaðarverkfræði (3)<br />

Hlynur Þór Björnsson<br />

Jónas Heimisson<br />

Ylfa Thordarson


MS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (4)<br />

Ari Vésteinsson<br />

Bergþór Ævarsson<br />

Sigurjón Örn Sigurjónsson<br />

Þráinn Guðbjörnsson<br />

MS-próf í tölvunarfræði (1)<br />

Birgir Pálsson<br />

MS-próf umhverfisfræði (1)<br />

María J. Gunnarsdóttir<br />

BS-próf í byggingarverkfræði (1)<br />

Árni Freyr Stefánsson<br />

BS-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (3)<br />

Baldvin Ingi Sigurðsson<br />

Einar Aron Einarsson<br />

Ríkey Huld Magnúsdóttir<br />

BS-próf í iðnaðarverkfræði (2)<br />

Ingi Þór Finnsson<br />

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir<br />

BS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (3)<br />

Jón Bjarni Magnússon<br />

Jónína Lilja Pálsdóttir<br />

Oddur Óskar Kjartansson<br />

BS-próf í tölvunarfræði (3)<br />

Hilmar Ingi Rúnarsson<br />

Ívar Már Daðason<br />

Júlíus Stígur Stephensen<br />

Diplómanám í tölvurekstrarfræði (2)<br />

Bogi Fjalar Sigurðsson<br />

Svandís Bergmannsdóttir<br />

Raunvísindadeild (50)<br />

MS-próf í efnafræði (1)<br />

Óttar Rolfsson<br />

MS-próf í lífefnafræði (1)<br />

Fannar Jónsson<br />

MS-próf í líffræði (2)<br />

Marianne Jensdóttir<br />

Stefán Már Stefánsson<br />

MS-próf í jarðfræði (1)<br />

Ríkharður Friðrik Friðriksson<br />

MS-próf í matvælafræði (1)<br />

Gunnar Þór Kjartansson<br />

MS-próf í umhverfisfræði (3)<br />

Anne Maria Sparf<br />

Guðrún Jóhannesdóttir<br />

Younes Noorollahi<br />

4. árs nám í líffræði (1)<br />

Þórdís Vilhelmína Bragadóttir<br />

4. árs nám í jarðfræði (1)<br />

Javier Tellaeche Campamelos<br />

BS-próf í stærðfræði (1)<br />

Gunnar Geir Pétursson<br />

BS-próf í eðlisfræði (1)<br />

Kristbjörn Helgason<br />

BS-próf í efnafræði (1)<br />

Tom Brenner<br />

BS-próf í lífefnafræði (2)<br />

Heiða Sigþórsdóttir<br />

Valgeir Valgeirsson<br />

BS-próf í líffræði (16)<br />

Aðalheiður Einarsdóttir<br />

Auður Aðalbjarnadóttir<br />

Dóra Berglind Sigurðardóttir<br />

Erna Sif Arnardóttir<br />

Guðrún Linda Guðmundsdóttir<br />

Haukur Gunnarsson<br />

Hildur Björg Birnisdóttir<br />

Karen Pálsdóttir<br />

Katla Jörundsdóttir<br />

Katrín Ösp Gunnarsdóttir<br />

Katrín Magnúsdóttir<br />

Lárus Hjartarson<br />

Ólafur Patrik Ólafsson<br />

Rósa Guðrún Sveinsdóttir<br />

Sandra Magdalena Granquist<br />

Þórður Freyr Brynjarsson<br />

BS-próf í jarðfræði (3)<br />

Erla María Hauksdóttir<br />

Helgi Páll Jónsson<br />

Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir<br />

BS-próf í landfræði (1)<br />

Brita Kristina Berglund<br />

BS-próf í ferðamálafræði (10)<br />

Aldís Gunnarsdóttir<br />

Alexandra Maria Stegemann<br />

Álfheiður Tryggvadóttir<br />

Guðný Hrund Rúnarsdóttir<br />

Halla Eiríksdóttir<br />

Linda Björk Hallgrímsdóttir<br />

Róbert Sævar Sigurþórsson<br />

Sara Óskarsdóttir<br />

Sunna Þórðardóttir<br />

Thelma Ámundadóttir<br />

BS-próf í matvælafræði (1)<br />

Salóme Elín Ingólfsdóttir<br />

Diplómanám í ferðamálafræði (3)<br />

Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir<br />

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir<br />

Hrafnhildur Þórisdóttir<br />

Félagsvísindadeild (59)<br />

MA-próf í félagsráðgjöf (1)<br />

Elísabet Karlsdóttir<br />

Cand.psych.-próf í sálfræði (1)<br />

Ágústína Ingvarsdóttir<br />

MPA í opinberri stjórnsýslu (1)<br />

Ingibjörg Jónsdóttir<br />

MA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (5)<br />

Ása Valgerður Einarsdóttir<br />

Gunnar Magnús Gunnarsson<br />

Ingibjörg Atladóttir Þormar<br />

Margrét Friðriksdóttir<br />

Valgerður Stefánsdóttir<br />

MA-próf í þjóðfræði (2)<br />

Ingunn Ásdísardóttir<br />

Rósa Þorsteinsdóttir<br />

Diplómapróf í opinberri stjórnsýslu (3)<br />

Eggert Ólafsson<br />

Hulda Gísladóttir<br />

Kristinn Valdimarsson<br />

BA-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (2)<br />

Bára Ólafsdóttir<br />

Ívar Ólafsson<br />

BA-próf í félagsfræði (4)<br />

Anna Marí Ingvadóttir<br />

Kristbjörg Gunnarsdóttir<br />

Susan Anna Wilson<br />

Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir<br />

BA-próf í mannfræði (6)<br />

Auður Birna Stefánsdóttir<br />

Baldur Steinn Helgason<br />

Guðlaug Björnsdóttir<br />

Hákon Róbert Jónsson<br />

Hildur Valdís Guðmundsdóttir<br />

Signý Aðalsteinsdóttir<br />

BA-próf í sálfræði (17)<br />

Anna Guðmundsdóttir<br />

Anna Jóna Magnúsdóttir<br />

Ari Guðmundsson<br />

Arndís Vilhjálmsdóttir<br />

Auðunn Gunnar Eiríksson<br />

Ásdís Claessen<br />

Bjarki Þór Baldvinsson<br />

Fanney Finnsdóttir<br />

Guðmundur Halldórsson<br />

Hafdís Rósa Sæmundsdóttir<br />

Inga Rún Björnsdóttir<br />

Jón Fannar Guðmundsson<br />

Mikael Allan Mikaelsson<br />

Monika Sóley Skarphéðinsdóttir<br />

Páll Ásgeir Guðmundsson<br />

Sigrún Birna Sigurðardóttir<br />

Veronika Najzrová<br />

BA-próf í stjórnmálafræði (12)<br />

Baldur Ingimar Aðalsteinsson<br />

Dröfn Ösp Snorradóttir<br />

Grétar Sveinn Theodórsson<br />

Gunnvör Rósa Eyvindardóttir<br />

Íris Davíðsdóttir<br />

Ólafur Ragnar Ólafsson<br />

Sandra Franks<br />

Sandra Brá Jóhannsdóttir<br />

Sunna Mímisdóttir<br />

Svandís Helga Halldórsdóttir<br />

Þórhildur Ósk Hagalín<br />

Þröstur Freyr Gylfason<br />

BA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (1)<br />

Linda Björk Logadóttir<br />

BA-próf í þjóðfræði (1)<br />

Vilborg Davíðsdóttir<br />

Hagnýt fjölmiðlun, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (2)<br />

Ágúst Ágústsson<br />

Sólveig Gísladóttir<br />

Námsráðgjöf, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (1)<br />

Helga Konráðsdóttir<br />

Hjúkrunarfræðideild (39)<br />

BS-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Heiða Steinunn Ólafsdóttir<br />

Helga S. Snorradóttir<br />

Katrín Haraldsdóttir<br />

Diplómanám í bráðahjúkrun (6)<br />

Anne Mette Pedersen<br />

Dóra Björnsdóttir<br />

Guðrún Björg Erlingsdóttir<br />

Guðrún Ingibjörg Rúnarsdóttir<br />

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir<br />

Ingibjörg Sigurþórsdóttir<br />

Diplómanám í gjörgæsluhjúkrun (14)<br />

Ásdís Skúladóttir<br />

Elísabet Gerður Þorkelsdóttir<br />

Gígja Hrund Birgisdóttir<br />

Guðlaug R. L. Traustadóttir<br />

Guðný Björk Guðjónsdóttir<br />

Helga Hrönn Þórsdóttir<br />

Hrönn Árnadóttir<br />

Hugrún Hjörleifsdóttir<br />

Íris Sveinbjörnsdóttir<br />

Karitas Gunnarsdóttir<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir<br />

271


Selma Dröfn Ásmundsdóttir<br />

Sigríður Bryndís Stefánsdóttir<br />

Diplómanám í skurðhjúkrun (5)<br />

Áshildur Kristjánsdóttir<br />

Elín Jakobína Oddsdóttir<br />

Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir<br />

Helga Guðrún Hallgrímsdóttir<br />

Ragnheiður Jónsdóttir<br />

Diplómanám í svæfingahjúkrun (11)<br />

Anna Lilja Sigfúsdóttir<br />

Hallveig Friðþjófsdóttir<br />

Inga Þórunn Karlsdóttir<br />

Ingibjörg Linda Sigurðardóttir<br />

Jóhanna Margrét Sveinsdóttir<br />

María Garðarsdóttir<br />

Sigurveig Björgólfsdóttir<br />

Sólveig Björk Skjaldardóttir<br />

Þórdís Borgþórsdóttir<br />

Þórhildur Þórisdóttir<br />

Þuríður Geirsdóttir<br />

Brautskráning 25. júní <strong>2005</strong><br />

Guðfræðideild (12)<br />

MA-próf í guðfræði (1)<br />

Bragi R Friðriksson<br />

Embættispróf í guðfræði (5)<br />

Ása Björk Ólafsdóttir<br />

Guðmundur Örn Jónsson<br />

Hildur Eir Bolladóttir<br />

Hólmgrímur E. Bragason<br />

Ævar Kjartansson<br />

BA-próf í guðfræði (3)<br />

Árni Þorlákur Guðnason<br />

Grétar Halldór Gunnarsson<br />

Guðrún Edda Káradóttir<br />

BA-próf í guðfræði, djáknanám (3)<br />

Elísabet Gísladóttir<br />

Kristín Sigríður Garðarsdóttir<br />

Ragnheiður Guðmundsdóttir<br />

Læknadeild (65)<br />

MS-próf í heilbrigðisvísindum (3)<br />

Guðrún Gestsdóttir<br />

Jóna Siggeirsdóttir<br />

Kristjana Bjarnadóttir<br />

Embættispróf í læknisfræði (43)<br />

Agnar Bjarnason<br />

Anna Margrét Jónsdóttir<br />

Arnfríður Henrysdóttir<br />

Arnþór Heimir Guðjónsson Luther<br />

Ágúst Hilmarsson<br />

Bjarni Geir Viðarsson<br />

Brynja Ármannsdóttir<br />

Einar Þór Bogason<br />

Einar Þór Hafberg<br />

Elías Þór Guðbrandsson<br />

Elín Anna Helgadóttir<br />

Eva Jónasdóttir<br />

Guðmundur Otti Einarsson<br />

Guðmundur Fr. Jóhannsson<br />

Guðný Stella Guðnadóttir<br />

Guðrún Jónsdóttir<br />

Hallgerður Lind Kristjánsdóttir<br />

Helga Margrét Skúladóttir<br />

Helgi Karl Engilbertsson<br />

Hermann Páll Sigbjarnarson<br />

Hildur Þórarinsdóttir<br />

272<br />

Hilmir Ásgeirsson<br />

Hlynur Georgsson<br />

Hulda Rósa Þórarinsdóttir<br />

Ingibjörg Hilmarsdóttir<br />

Janus Freyr Guðnason<br />

Jenna Huld Eysteinsdóttir<br />

Jens Kristján Guðmundsson<br />

Jóhanna Gunnarsdóttir<br />

Jón Torfi Gylfason<br />

Matthildur Sigurðardóttir<br />

Oddur Ingimarsson<br />

Óttar Geir Kristinsson<br />

Ragna Hlín Þorleifsdóttir<br />

Sigríður Bára Fjalldal<br />

Sigurbjörg Sigurjónsdóttir<br />

Sólrún Melkorka Maggadóttir<br />

Steinar Björnsson<br />

Steinunn Arnardóttir<br />

Trausti Óskarsson<br />

Viktor Davíð Sigurðsson<br />

Þórður Þórarinn Þórðarson<br />

Örvar Gunnarsson<br />

BS-próf í sjúkraþjálfun (19)<br />

Atli Þór Jakobsson<br />

Birna María Karlsdóttir<br />

Einar Sigurjónsson<br />

Elín Björg Harðardóttir<br />

Elín Elísabet Jörgensen<br />

Elva Rún Ívarsdóttir<br />

Guðný Björg Björnsdóttir<br />

Guðrún Sigurðardóttir<br />

Halldóra Jónasdóttir<br />

Hrefna Regína Gunnarsdóttir<br />

Ingibjörg Magnúsdóttir<br />

Kolbrún Vala Jónsdóttir<br />

Kristín Sif Ómarsdóttir<br />

Linda Björk Sveinsdóttir<br />

Ólöf Inga Óladóttir<br />

Sigurbjörg Júlíusdóttir<br />

Sævar Þór Sævarsson<br />

Þorfinnur Sveinn Andreasen<br />

Þórhildur Knútsdóttir<br />

Lagadeild (38)<br />

Embættispróf í lögfræði (24)<br />

Auður Björg Jónsdóttir<br />

Ágúst Karl Guðmundsson<br />

Árni Hrafn Gunnarsson<br />

Björg Fenger<br />

Einar Hugi Bjarnason<br />

Eiríkur Hauksson<br />

Elsa Karen Jónasdóttir<br />

Eyþóra Hjartardóttir<br />

Fanney Rós Þorsteinsdóttir<br />

Guðjón Ármannsson<br />

Guðrún Finnborg Þórðardóttir<br />

Helga Hauksdóttir<br />

Ingibjörg Björnsdóttir<br />

Jana Friðfinnsdóttir<br />

Katrín Smári Ólafsdóttir<br />

Lilja Rún Sigurðardóttir<br />

Ólafur Kjartansson<br />

Rán Ingvarsdóttir<br />

Sesselja Sigurðardóttir<br />

Sigríður Anna Ellerup<br />

Skúli Þór Gunnsteinsson<br />

Torfi Ragnar Sigurðsson<br />

Unnur Erla Jónsdóttir<br />

Þóra Björg Jónsdóttir<br />

LL.M-próf í þjóðarrétti og<br />

umhverfisrétti (2)<br />

Samsidanith Chan<br />

Sandra Baldvinsdóttir<br />

MS-próf í sjávarútvegsfræðum (1)<br />

Dagmar Sigurðardóttir<br />

BA-próf í lögfræði (11)<br />

Ágúst Stefánsson<br />

Birkir Snær Fannarsson<br />

Bjarni Aðalgeirsson<br />

Dagbjört Erla Einarsdóttir<br />

Einar Ingimundarson<br />

Erna Sigríður Sigurðardóttir<br />

Haraldur Steinþórsson<br />

Ingi Björn Poulsen<br />

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir<br />

Ingunn Agnes Kro<br />

Þórir Júlíusson<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

(70)<br />

MS-próf í hagfræði (1)<br />

Svava Guðlaug Sverrisdóttir*<br />

MS-próf í heilsuhagfræði (1)<br />

Rúna Hauksdóttir Hvannberg<br />

MS-próf í viðskiptafræði (10)<br />

Guðrún Ólafsdóttir<br />

Jóhann Pétur Sturluson<br />

Kristín Kristmundsdóttir<br />

Maria Claudia Sáenz Parada<br />

Ólafur Páll Magnússon<br />

Shi Zhaohui<br />

Sigfús Ólafsson<br />

Svava Guðlaug Sverrisdóttir*<br />

Sveinn Ragnarsson<br />

Örn Valdimarsson<br />

MA-próf í mannauðsstjórnun (5)<br />

Bára Agnes Ketilsdóttir<br />

Jónas Hvannberg<br />

Pétur Ólafur Einarsson<br />

Ragnar Þorsteinsson<br />

Sif Sigfúsdóttir<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (11)<br />

Alexander Lapas<br />

Emil Viðar Eyþórsson<br />

Erik Ingvar Bjarnason<br />

Hjördís Ýr Ólafsdóttir<br />

Hjörtur Bjarki Halldórsson<br />

Jón Sturla Jónsson<br />

Kristinn Kristjánsson<br />

Kristín Inga Arnardóttir<br />

Margrét Sigríður Guðjónsdóttir<br />

Páll Snorrason<br />

Samúel Orri Samúelsson<br />

BS-próf í viðskiptafræði (26)<br />

Auður Þórhildur Ingólfsdóttir<br />

Ármann Einarsson<br />

Áslaug Sigurðardóttir<br />

Bergrún Björnsdóttir<br />

Birna Vilborg Jakobsdóttir<br />

Björn Freyr Ingólfsson<br />

Eva Björk Sveinsdóttir<br />

Gunnar Páll Ólafsson<br />

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir<br />

Hildur Björg Jónasdóttir<br />

Hjördís Þorsteinsdóttir<br />

Íris Björk Hafsteinsdóttir<br />

Jóhanna Harpa Agnarsdóttir<br />

Karen Íris Bragadóttir<br />

Katrín Ósk Guðmundsdóttir


Kristinn Sverrisson<br />

Orri Ólafsson<br />

Ragnar Haukur Ragnarsson<br />

Rósa Pétursdóttir<br />

Sigríður Dröfn Tómasdóttir<br />

Sigurður Grétar Jökulsson<br />

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson<br />

Svanhvít Guðmundsdóttir<br />

Svavar Gauti Stefánsson<br />

Þór Gunnlaugsson<br />

Þórhalla Sólveig Jónsdóttir<br />

BS-próf í hagfræði (7)<br />

Daði Sverrisson<br />

Halldór Gunnar Haraldsson<br />

Halldór Benjamín Þorbergsson<br />

Jóhanna Bergsteinsdóttir<br />

Rósa Björk Sveinsdóttir<br />

Svava Jóhanna Haraldsdóttir<br />

Þórhallur Sverrisson<br />

BA-próf í hagfræði (7)<br />

Baldur Thorlacius<br />

Guðrún Þórdís Guðmundsdóttir<br />

Hildigunnur Fönn Hauksdóttir<br />

Jón Bjarni Magnússon<br />

Klara Berta Hinriksdóttir<br />

Stefnir Ingi Agnarsson<br />

Þórlindur Kjartansson<br />

Diplómapróf (2)<br />

Berglind Gunnarsdóttir<br />

Guðmundur Sveinsson<br />

Hugvísindadeild (121)<br />

MA-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir<br />

MA-próf í ensku (2)<br />

Sverrir Hans Konráðsson<br />

Yan Ping Li<br />

MA-próf í fornleifafræði (1)<br />

Elín Ósk Hreiðarsdóttir<br />

MA-próf í heimspeki (1)<br />

Róbert Jack<br />

MA-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Hanna Óladóttir<br />

MA-próf í ísl. bókmenntum (1)<br />

Haukur Ingvarsson<br />

MA-próf í sagnfræði (2)<br />

Erna Arngrímsdóttir<br />

Valur Freyr Steinarsson<br />

MA-próf í þýðingafræði (3)<br />

Eiríkur Sturla Ólafsson<br />

Hildur Halldórsdóttir<br />

Marion Lerner<br />

M.Paed.-próf í ensku (1)<br />

Hafliði Vilhelmsson<br />

M.Paed.-próf í frönsku (1)<br />

Marc André Portal*<br />

M.Paed.-próf í heimspeki (1)<br />

Kristín Hildur Sætran<br />

Tvöfalt BA-próf í grísku og latínu (1)<br />

Eiríkur Gauti Kristjánsson<br />

BA-próf í almennri bókmenntafræði (12)<br />

Bára Hlín Kristjánsdóttir<br />

Davíð Stefánsson<br />

Erna Kristín Ernudóttir<br />

Eyvindur Karlsson<br />

Guðrún Birna Eiríksdóttir<br />

Guðrún Dröfn Whitehead<br />

Gunnar Theodór Eggertsson<br />

Hjalti Snær Ægisson<br />

274<br />

Hrafnhildur Kvaran<br />

Rósa Björk Gunnarsdóttir<br />

Stella Soffía Jóhannesdóttir<br />

Þormóður Dagsson<br />

BA-próf í almennum málvísindum (1)<br />

Dagný Bolladóttir<br />

BA-próf í dönsku (3)<br />

Brynja Ríkey Birgisdóttir<br />

Guðríður Helga Magnúsdóttir<br />

Margrét Gunnarsdóttir<br />

BA-próf í ensku (7)<br />

Eygló Jónsdóttir<br />

Guðný Kristrún Guðjónsdóttir<br />

Margrét Sara Guðjónsdóttir<br />

Maria A Escobar Trujillo<br />

Sigríður Gunnarsdóttir<br />

Sigurður Jónsson<br />

Þórey Einarsdóttir<br />

BA-próf í fornleifafræði (5)<br />

Albína Hulda Pálsdóttir<br />

Hákon Jensson<br />

Hrönn Konráðsdóttir<br />

Kristín Erla Þráinsdóttir<br />

Lilja Björk Pálsdóttir<br />

BA-próf í frönsku (8)<br />

Auður S Arndal<br />

Björg Sæmundsdóttir<br />

Eva María Hilmarsdóttir<br />

Harpa Ævarsdóttir<br />

Inga Ágústsdóttir<br />

Rósa Elín Davíðsdóttir<br />

Sigríður Erna Guðmundsdóttir<br />

Þórhildur Guðmundsdóttir<br />

BA-próf í heimspeki (7)<br />

Andrea Ósk Jónsdóttir<br />

Dögg Sigmarsdóttir<br />

Hrafn Ásgeirsson<br />

Kristinn Már Ársælsson<br />

Þóra Björg Sigurðardóttir<br />

Þórdís Helgadóttir<br />

Þórdís Ása Þórisdóttir<br />

BA-próf í íslensku (20)<br />

Anna Jensdóttir<br />

Bára Yngvadóttir<br />

Bryndís Marteinsdóttir<br />

Eyrún Valsdóttir<br />

Guðný Björk Atladóttir*<br />

Haukur Svavarsson<br />

Heba Margrét Harðardóttir<br />

Helga Birgisdóttir<br />

Höskuldur Ólafsson<br />

Kjartan Jónsson<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

Magnea Helgadóttir<br />

Magnús Sigurðsson<br />

Ólafur Sólimann Helgason<br />

Rannveig Rós Ólafsdóttir<br />

Sigríður Guðrún Pálmadóttir<br />

Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir<br />

Sonja Þórey Þórsdóttir<br />

Valgerður Hilmarsdóttir<br />

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson<br />

BA-próf í íslensku fyrir<br />

erlenda stúdenta (6)<br />

Anna Kaarina Koskinen<br />

Elias Portela Fernandez<br />

Laura Anneli Salo<br />

Olena Guðmundsson<br />

Outi Pauliina Kousmanen<br />

Violeta Soffía Smid<br />

BA-próf í ítölsku (1)<br />

Sigurður Steingrímsson<br />

BA-próf í rússnesku (1)<br />

Kristín Sigurgeirsdóttir<br />

BA-próf í sagnfræði (13)<br />

Björn Ólafsson<br />

Eva Dögg Benediktsdóttir<br />

Grétar Birgisson<br />

Grímur Thor Bollason<br />

Jón Þór Pétursson<br />

Kjartan Þór Ragnarsson*<br />

Margrét Hildur Þrastardóttir<br />

Nanna Marteinsdóttir<br />

Óli Njáll Ingólfsson<br />

Óskar Baldursson<br />

Reynir Berg Þorvaldsson<br />

Sigurlaug Gunnlaugsdóttir<br />

Þóra Fjeldsted<br />

BA-próf í spænsku (7)<br />

Hildur Ottesen Hauksdóttir<br />

Jóna Ósk Pétursdóttir<br />

Klara Viðarsdóttir<br />

Málfríður Dögg Sigurðardóttir<br />

Sigrún Eyjólfsdóttir<br />

Sigursveinn Már Sigurðsson<br />

Þórhildur Birgisdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði (1)<br />

Kristín Theódóra Þórarinsdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun (3)<br />

Halla Magnúsdóttir<br />

Kolbrún Bergmann Björnsdóttir<br />

Soffía Ámundadóttir<br />

BA-próf í þýsku (4)<br />

Kristjana Björg Sveinsdóttir<br />

Magnús Matthíasson<br />

Sigrún Edda Knútsdóttir<br />

Valdís Guðjónsdóttir<br />

Diplómanám í hagnýtri íslensku (6)<br />

Dagmar Ingibjörg Birgisdóttir<br />

Fjóla Einarsdóttir<br />

Fríða Proppé<br />

Guðný Sif Jónsdóttir<br />

Hjördís H Friðjónsdóttir<br />

María Björk Guðmundsdóttir<br />

Tannlæknadeild (5)<br />

Kandídatspróf í tannlækningum (5)<br />

Daði Hrafnkelsson<br />

Edda Hrönn Sveinsdóttir<br />

Jón Steindór Sveinsson<br />

Ottó Þórsson<br />

Petra Vilhjálmsdóttir<br />

Verkfræðideild (95)<br />

MS-próf í byggingarverkfræði (3)<br />

Anna María Jónsdóttir<br />

Ólafur Daníelsson<br />

Sigurður Bjarni Gíslason<br />

MS-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (1)<br />

Leifur Arnar Kristjánsson<br />

MS-próf í vélaverkfræði (3)<br />

Bjarni Gíslason<br />

Daði Halldórsson<br />

Dorj Purevsuren<br />

MS-próf í iðnaðarverkfræði (2)<br />

Olena Babak<br />

Snorri Árnason<br />

MS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (3)


Alex Rodriguez Rodriguez<br />

Jón Skírnir Ágústsson<br />

Jón Ævar Pálmason<br />

MS-próf í tölvunarfræði (3)<br />

Guðlaugur Kristján Jörundsson<br />

Gyða Björk Atladóttir<br />

Kristinn Sigurðsson<br />

MS-próf umhverfisfræði (1)<br />

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir<br />

BS-próf í byggingarverkfræði (16)<br />

Auður Atladóttir<br />

Berglind Rósa Halldórsdóttir<br />

Birgir Viðarsson<br />

Davíð Sigurður Snorrason<br />

Eiríkur Gíslason<br />

Finnur Gíslason<br />

Guðlaug Ósk Sigurðardóttir<br />

Helgi Þór Guðmundsson<br />

Katrín Karlsdóttir<br />

Kolbeinn Tumi Daðason<br />

Laila Sif Cohagen<br />

Ólafur Hrafnkell Baldursson<br />

Vala Dröfn Björnsdóttir<br />

Þorbjörg Sævarsdóttir<br />

Þórólfur Nielsen<br />

Þórunn Sigurðardóttir<br />

BS-próf í umhverfisverkfræði (1)<br />

Magdalena Rós Guðnadóttir<br />

BS-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (1)<br />

Arngrímur Einarsson<br />

BS-próf í vélaverkfræði (15)<br />

Arnar Hjartarson<br />

Arnar Gauti Reynisson<br />

Ásdís Helgadóttir<br />

Bragi Sveinsson*<br />

Davíð Örn Benediktsson<br />

Davíð Þór Tryggvason<br />

Gunnar Birnir Jónsson<br />

Jónas Ketilsson*<br />

Sif Grétarsdóttir<br />

Sigurður Ágúst Einarsson<br />

Sigurður Ríkharð Steinarsson<br />

Sigurjón Magnússon<br />

Sveinn Jakob Pálsson<br />

Þorsteinn Sigursteinsson<br />

Þórhildur Þorkelsdóttir<br />

BS-próf í iðnaðarverkfræði (16)<br />

Birgir Þór Birgisson<br />

Bjarki Hvannberg<br />

Einar Björgvin Eiðsson<br />

Einar Sævarsson<br />

Guðmundur Ingi Þorsteinsson<br />

Guðný Nielsen<br />

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson<br />

Hrafn Harðarson<br />

Hulda Hallgrímsdóttir<br />

Jens Þórðarson<br />

Karl Ágúst Matthíasson<br />

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir<br />

Silja Rán Sigurðardóttir<br />

Tryggvi Sveinsson<br />

Valur Sveinbjörnsson<br />

Viktoría Jensdóttir<br />

BS-próf í efnaverkfræði (2)<br />

Einar Örn Jónsson<br />

Steinar Yan Wang<br />

BS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (12)<br />

Benedikt Bjarni Bogason<br />

Bjarni Sigþór Sigurðsson<br />

Bragi Sveinsson*<br />

Ellert Hlöðversson<br />

Guðrún Olga Stefánsdóttir<br />

Hildur Einarsdóttir<br />

Ísleifur Orri Arnarson<br />

Ólöf Helgadóttir<br />

Pétur Björn Thorsteinsson<br />

Sigurjón Svavarsson<br />

Valgerður Guðrún Halldórsdóttir<br />

Ýmir Sigurðarson<br />

BS-próf í tölvunarfræði (14)<br />

Bjarki Már Gunnarsson<br />

Dagur Páll Ammendrup<br />

Guðrún Eiríksdóttir<br />

Gunnar Valur Gunnarsson<br />

Gunnar Sigurðsson<br />

Helga Kolbrún Magnúsdóttir<br />

Íris Stefánsdóttir<br />

Jón Gunnar Gunnarsson<br />

Kjartan Pálsson<br />

Ólafur Egilsson<br />

Ólafur Þór Gunnarsson<br />

Ólafur Hilmarsson<br />

Petar Kostadinov Shomov<br />

Pétur Orri Sæmundsen<br />

BS-próf í hugbúnaðarverkfræði (1)<br />

Ingvar Þór Jónsson<br />

Diplómanám í tölvurekstrarfræði (1)<br />

Hlynur Bjarnason<br />

Raunvísindadeild (97)<br />

MS-próf í stærðfræði (1)<br />

Pawel Bartoszek<br />

MS-próf í efnafræði (1)<br />

Egill Skúlason<br />

MS-próf í líffræði (2)<br />

Jónas Páll Jónasson<br />

Þorkell Heiðarsson<br />

MS-próf í umhverfisfræði (4)<br />

Eygerður Margrétardóttir<br />

Kristín Sigfúsdóttir<br />

Sóley Jónasdóttir<br />

Þorsteinn Narfason<br />

M.Paed.-próf í stærðfræði (1)<br />

Ásta Jenný Sigurðardóttir*<br />

BS-próf í stærðfræði (9)<br />

Baldvin Einarsson<br />

Benedikt Steinar Magnússon<br />

Bergsteinn Ólafur Einarsson<br />

Hannes Árdal<br />

Helga Björk Arnardóttir<br />

Marteinn Þór Harðarson<br />

Ragnheiður Helga Haraldsdóttir<br />

Stefán Þór Ragnarss Torbergsen<br />

Ýmir Vigfússon<br />

BS-próf í eðlisfræði (4)<br />

Gunnar Þorgilsson<br />

Harpa B Óskarsdóttir<br />

Helgi Þór Helgason<br />

Sigurður Örn Stefánsson<br />

BS-próf í jarðeðlisfræði (3)<br />

Baldvin Jónbjarnarson<br />

Jónas Ketilsson*<br />

Sveinn Brynjólfsson<br />

BS-próf í efnafræði (4)<br />

Egill Antonsson<br />

Jón Bergmann Maronsson<br />

Kristján Friðrik Alexandersson<br />

Snjólaug Ólafsdóttir<br />

BS-próf í lífefnafræði (5)<br />

Andri Guðmundsson<br />

Elín Edwald Tryggvadóttir<br />

Hörður Guðmundsson<br />

Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir<br />

Pétur Orri Heiðarsson<br />

BS-próf í líffræði (33)<br />

Alexandra María Klonowski<br />

Atli Arnarson<br />

Álfrún Harðardóttir<br />

Ása Vala Þórisdóttir<br />

Bjarki Steinn Traustason<br />

Brynja Hrafnkelsdóttir<br />

Edda Elísabet Magnúsdóttir<br />

Egill Guðmundsson<br />

Elísabet Ragna Hannesdóttir<br />

Eva Hlín Hermannsdóttir<br />

Halldóra Brynjólfsdóttir<br />

Johanna Maria Henriksson<br />

Jóna Katrín Guðnadóttir<br />

Karólína Einarsdóttir<br />

Katrín Björk Guðjónsdóttir<br />

Lárus Viðar Lárusson<br />

Linda Viðarsdóttir<br />

Margrét Þóra Jónsdóttir<br />

María Berg Guðnadóttir<br />

Níels Árni Árnason<br />

Óla Kallý Magnúsdóttir<br />

Páll Þórir Daníelsson<br />

Ragnheiður Guðjónsdóttir<br />

Ragnhildur Guðmundsdóttir<br />

Rakel Guðmundsdóttir<br />

Sigurður Eggertsson<br />

Sigurður Jens Sæmundsson<br />

Sindri Traustason<br />

Steinar Örn Stefánsson<br />

Steingerður Ingvarsdóttir<br />

Tryggvi Gunnarsson<br />

Viktor Burkni Pálsson<br />

Þórður Örn Kristjánsson<br />

BS-próf í jarðfræði (6)<br />

Arnheiður Björg Smáradóttir<br />

Harpa Sigmarsdóttir<br />

Kristín Björg Ólafsdóttir<br />

Riccardo Basani<br />

Sarah Kaiser<br />

Sigurjón Vídalín Guðmundsson<br />

BS-próf í landfræði (9)<br />

Bryndís Zoëga<br />

Elsa Guðmunda Jónsdóttir<br />

Gunnar Magnússon<br />

Hólmfríður Þorsteinsdóttir<br />

Jónas Tryggvason<br />

Níels Einar Reynisson<br />

Sigríður Magnea Óskarsdóttir<br />

Sigurlína Tryggvadóttir<br />

Þorsteinn Hymer<br />

BS-próf í ferðamálafræði (13)<br />

Ásta Sóllilja Snorradóttir<br />

Davíð Samúelsson<br />

Díana Júlíusdóttir<br />

Eyrún Huld Árnadóttir<br />

Guðlaug Finnsdóttir<br />

Hallveig Jónsdóttir<br />

Helga Rún Guðjónsdóttir<br />

Hjördís María Ólafsdóttir<br />

Ingibjörg María Kr Gorozpe<br />

Margrét Eðvaldsdóttir<br />

Regína Valbjörg Reynisdóttir<br />

Sigríður Pjetursdóttir<br />

275


Þóra Björk Þórhallsdóttir<br />

BS-próf í matvælafræði (2)<br />

Melkorka Árný Kvaran<br />

Þórólfur Sveinn Sveinsson<br />

Félagsvísindadeild (235)<br />

MLIS-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (1)<br />

Kristín Benedikz<br />

MA-próf í náms- og starfsráðgjöf (2)<br />

Elfa Huld Haraldsdóttir<br />

Ragnheiður Bóasdóttir<br />

MSW-próf í félagsráðgjöf (3)<br />

Anna Rós Jóhannesdóttir<br />

Guðrún H Sederholm<br />

Sigrún Harðardóttir<br />

MA-próf í sálfræði (1)<br />

Helga Rúna Péturs<br />

Cand.psych.-próf í sálfræði (11)<br />

Edda Margrét Guðmundsdóttir<br />

Elfa Björt Hreinsdóttir<br />

Guðlaug Ólafsdóttir<br />

Hafrún Kristjánsdóttir<br />

Orri Smárason<br />

Pétur Maack Þorsteinsson<br />

Sigrún Daníelsdóttir<br />

Sigurlaug María Jónsdóttir<br />

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir<br />

Sóley Jökulrós Einarsdóttir<br />

Ægir Hugason<br />

MA-próf í stjórnmálafræði (1)<br />

Oyvindur av Skarði<br />

MPA-próf í opinberri stjórnsýslu (5)<br />

Edda Lilja Sveinsdóttir<br />

Ívar J Arndal<br />

Kristín Sigríður Jensdóttir<br />

Rannveig Einarsdóttir<br />

Svavar Jósefsson<br />

MA-próf í fötlunarfræði (1)<br />

Hrefna Karonina Óskarsdóttir<br />

MA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (7)<br />

Andrea Sompit Siengboon<br />

Anna Kristín Halldórsdóttir<br />

Ágústa Elín Ingþórsdóttir<br />

Jóna Guðmundsdóttir<br />

Sigurlaug Svava Hauksdóttir<br />

Silja Björk Baldursdóttir<br />

Svanborg Rannveig Jónsdóttir<br />

MA-próf í umhverfisfræðum (1)<br />

Björk Bjarnadóttir<br />

Diplómanám í opinberri<br />

stjórnsýslu (15e) (6)<br />

Daníel Eyþórsson<br />

Erla Sigurðardóttir<br />

Eva Þengilsdóttir<br />

Hrafnhildur Þorgeirsdóttir<br />

Jörundur Kristjánsson<br />

Rósa Guðrún Bergþórsdóttir<br />

Diplómanám í uppeldis- og<br />

menntunarfræðiskor (15e) (2)<br />

Fræðslustarfi og stjórnun:<br />

Bára Jóna Oddsdóttir<br />

Fullorðinsfræðsla:<br />

Elísabet Karlsdóttir<br />

BA-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (11)<br />

Adda Sigríður Jóhannsdóttir<br />

Ásdís Paulsdóttir<br />

276<br />

Bríet Pálsdóttir<br />

Elfa Eyþórsdóttir<br />

Elín Björg Héðinsdóttir<br />

Gréta Björg Sörensdóttir<br />

Guðrún Beta Mánadóttir<br />

Guðrún Jóna Reynisdóttir<br />

Inga Dögg Þorsteinsdóttir<br />

Ósvaldur Þorgrímsson<br />

Þórunn Sveina Hreinsdóttir<br />

BA-próf í félagsfræði (16)<br />

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir<br />

Anna Þóra Þrastardóttir<br />

Árni Fannar Sigurðsson<br />

Bjarney Sigurðardóttir<br />

Bogi Ragnarsson<br />

Elfa Sif Logadóttir<br />

Elín Ólafsdóttir<br />

Heiða Björk Vigfúsdóttir<br />

Helga Rúna Þorsteinsdóttir<br />

Hildur Sif Arnardóttir<br />

Karen Guðmundsdóttir<br />

Katrín Tinna Gauksdóttir<br />

Reynir Örn Jóhannsson<br />

Sigrún Snorradóttir<br />

Vega Rós Guðmundsdóttir<br />

Þóra Lilja Sigurðardóttir<br />

BA-próf í félagsráðgjöf (11)<br />

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir<br />

Halla Stefánsdóttir<br />

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir<br />

Júlíana Jónsdóttir<br />

Kristín Ósk Ómarsdóttir<br />

Margrét Albertsdóttir<br />

Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir<br />

Svana Rún Símonardóttir<br />

Vera Einarsdóttir<br />

Vigdís Gunnarsdóttir<br />

Þorsteinn Sveinlaugur Sveinsson<br />

BA-próf í mannfræði (13)<br />

Álfheiður Anna Pétursdóttir<br />

Guðrún Birna Jóhannsdóttir<br />

Hallfríður Alda Steinþórsdóttir<br />

Harpa Lind Hrafnsdóttir<br />

Hildur Ýr Kristinsdóttir<br />

Inga Dóra Pétursdóttir<br />

Íris Ragna Stefánsdóttir<br />

Jo Tore Berg<br />

Jónína Birna Halldórsdóttir<br />

Jónína Þórunn Jónsdóttir<br />

Linda Björk Jóhannsdóttir<br />

Sara Sigurbjörnsdóttir Öldudóttir<br />

Sigríður Ella Jónsdóttir<br />

BA-próf í sálfræði (27)<br />

Álfheiður Guðmundsdóttir<br />

Árný Ingvarsdóttir<br />

Elfa Dögg Finnbogadóttir<br />

Elís Pétursson<br />

Ella Björt Teague<br />

Fjóla Kristín Helgadóttir<br />

Friðný Hrönn Helgadóttir<br />

Haraldur Þorsteinsson<br />

Harpa Hrund Berndsen<br />

Heiða Dóra Jónsdóttir<br />

Heiða María Sigurðardóttir<br />

Heiðrún Kjartansdóttir<br />

Hildur Petra Friðriksdóttir<br />

Hildur Valdimarsdóttir<br />

Hrefna Ástþórsdóttir<br />

Ingunn Guðbrandsdóttir<br />

Íris María Stefánsdóttir<br />

Katrín Ólöf Ólafardóttir<br />

Kjartan Smári Höskuldsson<br />

Lilja Ýr Halldórsdóttir<br />

Lilja Sif Þorsteinsdóttir<br />

Ragnhildur S Georgsdóttir<br />

Sigrún Ólafsdóttir<br />

Soffía Erla Einarsdóttir<br />

Sólrún Helga Örnólfsdóttir<br />

Stefanía Halldórsdóttir<br />

Vigfús Eiríksson<br />

BA-próf í stjórnmálafræði (16)<br />

Arnar Þór Jóhannesson<br />

Arnar B Sigurðsson<br />

Baldvin Donald Petersson<br />

Björgvin Brynjólfsson<br />

Guðmundur Óskar Bjarnason<br />

Guðrún Dís Emilsdóttir<br />

Halla Hrund Logadóttir<br />

Hildur S Aðalsteinsdóttir<br />

Hlynur Geir Ólason<br />

Júlía Bjarney Björnsdóttir<br />

Kristbjörn Guðmundsson<br />

Magnús Ársælsson<br />

Sigurbjörg Bergsdóttir<br />

Sólveig Jónsdóttir<br />

Steinar Kaldal<br />

Svava Ólafsdóttir<br />

BA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (3)<br />

Edda Jóhannesdóttir<br />

Guðlaugur Eyjólfsson<br />

Ingunn Jónsdóttir<br />

BA-próf í þjóðfræði (4)<br />

Einar Hróbjartur Jónsson<br />

Guðrún Kristveig Gunnarsdóttir<br />

Ingibjörg Jóna Gestsdóttir<br />

Margrét G Björnson<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

viðbótarnám til starfsréttinda (60e) (2)<br />

Baldur Ingvi Jóhannsson<br />

Ragnheiður G Sövik<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

skólasafnsfræði, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (30e) (1)<br />

Sigríður Gunnarsdóttir<br />

Hagnýt fjölmiðlun, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (4)<br />

Ásta Guðrún Beck<br />

Bernharð Antoniussen<br />

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir<br />

Valgerður Þórunn Bjarnadóttir<br />

Náms- og starfsráðgjöf, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (15)<br />

Ásta Bára Jónsdóttir<br />

Ásthildur G Guðlaugsdóttir<br />

Erla Dögg Ásgeirsdóttir<br />

Fríður Reynisdóttir<br />

Guðbjörg Sigurðardóttir<br />

Guðlaug Sunna Gunnarsdóttir<br />

Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir<br />

Kristborg Bóel Steindórsdóttir<br />

Margrét Hvannberg<br />

Ragnhildur Jónsdóttir<br />

Sigríður Huld Konráðsdóttir<br />

Sigrún Hulda Steingrímsdóttir<br />

Sólveig Björg Hansen<br />

Steinunn Harpa Jónsdóttir<br />

Unnur Símonardóttir


Félagsráðgjöf, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (5)<br />

Arna Kristjánsdóttir<br />

Dagrún Þorsteinsdóttir<br />

Gunnlaug Thorlacius<br />

Helga Andrea Margeirsdóttir<br />

Vilborg Fawondu Grétarsdóttir<br />

Kennslufræði til kennsluréttinda,<br />

viðbótarnám til starfsréttinda (66)<br />

Aðalheiður D Hjálmarsdóttir<br />

Alda Brynja Birgisdóttir<br />

Aleksandra Hamely Ósk Kojic<br />

Auðun Sæmundsson<br />

Árni Sigurður Björnsson<br />

Árni Geir Magnússon<br />

Ásdís Björnsdóttir<br />

Ásta Jenný Sigurðardóttir*<br />

Bryndís Bjarnadóttir<br />

Bryndís Björk Eyþórsdóttir<br />

Davíð Sigurþórsson<br />

Egill Helgi Lárusson<br />

Elsa Herjólfsdóttir Skogland<br />

Eyrún Huld Haraldsdóttir<br />

Fannar Jónsson<br />

Fjóla Karlsdóttir<br />

Guðbjörg Einarsdóttir<br />

Guðmundur Ingi Kjerúlf<br />

Guðný Björk Atladóttir*<br />

Guðrún Hafdís Eiríksdóttir<br />

Guðrún Guðmundsdóttir<br />

Gunnhildur Gunnarsdóttir<br />

Gunnhildur Inga Þráinsdóttir<br />

Hafdís Einarsdóttir<br />

Hanna María Kristjánsdóttir<br />

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir<br />

Haraldur Björnsson<br />

Heiðrún Hafliðadóttir<br />

Helena Björk Magnúsdóttir<br />

Helga Guðmundsdóttir<br />

Helgi Sæmundur Helgason<br />

Hilmar Gunnþór Garðarsson<br />

Hlín Rafnsdóttir<br />

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir<br />

Jóna Guðbjörg Torfadóttir<br />

Katrín Jónsdóttir<br />

Katrín Magnúsdóttir<br />

Kári Viðarsson<br />

Kjartan Þór Ragnarsson*<br />

Kristín Arna Hauksdóttir<br />

Kristín Sigurðardóttir<br />

Kristjana Hrund Bárðardóttir<br />

Kristján Bjarni Halldórsson<br />

Marc André Portal*<br />

María Ingibjörg Ragnarsdóttir<br />

Ólafur Freyr Gíslason<br />

Ólafur Þór Ólafsson<br />

Ólöf Ósk Óladóttir<br />

Ragna Eiríksdóttir<br />

Ragnheiður Lóa Björnsdóttir<br />

Ragnhildur Hrönn Sigurðardóttir<br />

Rakel Linda Gunnarsdóttir<br />

Rannveig Hulda Ólafsdóttir<br />

Rúna Björk Smáradóttir<br />

Sara Soroya Chelbat<br />

Sesselja Bogadóttir<br />

Sigríður Aradóttir<br />

Sigríður Sturlaugsdóttir<br />

Sigrún Garcia Thorarensen<br />

Sigurður Páll Guðbjartsson<br />

Snædís Eva Sigurðardóttir<br />

Stefanía Guðrún Bjarnadóttir<br />

Vala Guðný Guðnadóttir<br />

Valgerður S Bjarnadóttir<br />

Þorbjörg Birna Sæmundsdóttir<br />

Þórunn Jónsdóttir<br />

Lyfjafræðideild (5)<br />

MS-próf í lyfjafræði (1)<br />

Anna Kristín Ólafsdóttir<br />

Cand.pharm.-próf (4)<br />

Friðrik Jensen Karlsson<br />

Íris Jónsdóttir<br />

Kristín Laufey Steinadóttir<br />

Tanja Veselinovic<br />

Hjúkrunarfræðideild (68)<br />

MS-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Herdís Alfreðsdóttir<br />

Jónína Þórunn Erlendsdóttir<br />

Rósa Jónsdóttir<br />

Diplómanám á sérsviðum hjúkrunar (4)<br />

Árný Sigríður Daníelsdóttir<br />

Anecita Gelbolingo Munoz<br />

Elínborg Dagmar Lárusdóttir<br />

Hildur Heba Theodórsdóttir<br />

Embættispróf í ljósmóðurfræði (11)<br />

Edda Guðrún Kristinsdóttir<br />

Esther Ósk Ármannsdóttir<br />

Guðrún Fema Ágústsdóttir<br />

Hafdís Hanna Birgisdóttir<br />

Hermína Stefánsdóttir<br />

Jónína Sigurlaug Jónasdóttir<br />

María Bergþórsdóttir<br />

María Egilsdóttir<br />

Ósk Geirsdóttir<br />

Sara Björk Hauksdóttir<br />

Steinunn Blöndal<br />

BS-próf í hjúkrunarfræði (50)<br />

Anna María Guðnadóttir<br />

Anna Rósa Pálsdóttir<br />

Anna Þóra Þorgilsdóttir<br />

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir<br />

Árdís Kjartansdóttir<br />

Áslaug Sigríður Svavarsdóttir<br />

Ásta Rut Ingimundardóttir<br />

Bergdís Saga Gunnarsdóttir<br />

Berglind Þorbergsdóttir<br />

Bjarnheiður Böðvarsdóttir<br />

Bylgja Rún Stefánsdóttir<br />

Dóra Björk Sigurðardóttir<br />

Drífa Björnsdóttir<br />

Edda Marý Óttarsdóttir<br />

Elín Pálsdóttir<br />

Embla Ýr Guðmundsdóttir<br />

Eva Rut Guðmundsdóttir<br />

Eydís Birta Jónsdóttir<br />

Fríða Björk Skúladóttir<br />

Gerður Eva Guðmundsdóttir<br />

Guðmundur Sævar Sævarsson<br />

Guðný Baldursdóttir<br />

Guðrún Svava Guðjónsdóttir<br />

Guðrún Margrét Gunnsteinsdóttir<br />

Guðrún Svava Pálsdóttir<br />

Guðrún Lísa Sigurðardóttir<br />

Gunnhildur M Björgvinsdóttir<br />

Helga Garðarsdóttir<br />

Hildur Guðrún Elíasdóttir<br />

Hildur Pálsdóttir<br />

Hrafnhildur Benediktsdóttir<br />

Ilmur Dögg Níelsdóttir<br />

Inga Björk Valgarðsdóttir<br />

Jónína Kristín Snorradóttir<br />

Kolbrún Kristiansen<br />

Lilja Karitas Lárusdóttir<br />

Margrét Felixdóttir<br />

María Hafsteinsdóttir<br />

Oddfríður R Þórisdóttir<br />

Ólöf Inga Birgisdóttir<br />

Patrycja Wodkowska<br />

Petra Sif Sigmarsdóttir<br />

Rakel Magnúsdóttir<br />

Regina Brigitte Þorsteinsson<br />

Sigríður Friðriksdóttir<br />

Sigríður Ólafsdóttir<br />

Sigurbjörg Þorvaldsdóttir<br />

Súsanna Kristín Knútsdóttir<br />

Vigdís Friðriksdóttir<br />

Þórunn Sighvatsdóttir<br />

Brautskráning<br />

22. október <strong>2005</strong><br />

Guðfræðideild (6)<br />

Cand.theol. (2)<br />

Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir<br />

Salvar Geir Guðgeirsson<br />

BA-próf í guðfræði (3)<br />

Bergþóra Ragnarsdóttir<br />

Sigríður Ómarsdóttir<br />

Teitur Atlason<br />

BA-próf í guðfræði, djáknanám (1)<br />

Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir<br />

Læknadeild (7)<br />

MS-próf í heilbrigðisvísindum (6)<br />

Anna Lilja Pétursdóttir<br />

Elín Valgerður Magnúsdóttir<br />

Helgi Gunnar Helgason<br />

Perla Þorbjörnsdóttir<br />

Steinþóra Þórisdóttir<br />

Valgarður Sigurðsson<br />

Embættispróf í læknisfræði (1)<br />

Kristján Tómas Árnason<br />

Lagadeild (30)<br />

LL.M-próf í International and<br />

Environmental Law (1)<br />

Erle Ennever<br />

Embættispróf í lögfræði (16)<br />

Ásgeir Jóhannesson<br />

Ásgeir Helgi Jóhannsson<br />

Berglind Ósk Guðmundsdóttir<br />

Björg Jóhannesdóttir<br />

Elísabet Rán Andrésdóttir<br />

Gestur Óskar Magnússon<br />

Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson<br />

Hervör Pálsdóttir<br />

Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir<br />

Jóhanna Kristrún Birgisdóttir<br />

Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir<br />

Kolbrún Benediktsdóttir<br />

Laufey Kristjánsdóttir<br />

Ragnheiður Björnsdóttir<br />

Sigrún Helga Jóhannsdóttir<br />

Þórunn Pálína Jónsdóttir<br />

BA-próf í lögfræði (12)<br />

Agnes Guðjónsdóttir<br />

Arndís Soffía Sigurðardóttir<br />

277


Árni Helgason<br />

Bjarki Már Baxter<br />

Bogi Guðmundsson<br />

Eva Sigrún Óskarsdóttir<br />

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir<br />

Hákon Már Pétursson<br />

Hildigunnur Hafsteinsdóttir<br />

Ingvar Örn Sighvatsson<br />

Rannveig Stefánsdóttir<br />

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson<br />

Diplómapróf í lögfræði (1)<br />

Halldóra Harðardóttir<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

(60)<br />

MS-próf í hagfræði (5)<br />

Ásdís Kristjánsdóttir<br />

Davíð Ólafur Ingimarsson<br />

Harpa Guðnadóttir<br />

Heiðrún Guðmundsdóttir<br />

Ragnhildur Jónsdóttir<br />

MS-próf í viðskiptafræði (11)<br />

Anna Aradóttir<br />

Drífa Valdimarsdóttir<br />

Helga Jóhanna Oddsdóttir<br />

Helgi Jóhannesson<br />

Inga Hanna Guðmundsdóttir<br />

Ingibjörg Daðadóttir<br />

Írunn Ketilsdóttir<br />

Kristín Huld Þorvaldsdóttir<br />

Ósk Heiða Sveinsdóttir<br />

Vala Hauksdóttir<br />

Þorvaldur Ingi Jónsson<br />

MA-próf í mannauðsstjórnun (2)<br />

Ingi Bogi Bogason<br />

Sigríður Harðardóttir<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (7)<br />

Árni Örvar Daníelsson<br />

Baldvin Freysteinsson<br />

Erla Kr. Skagfjörð Helgadóttir<br />

Ingibjörg Guðmundsdóttir<br />

Jóhanna Erla Guðmundsdóttir<br />

Ragnar Ulrich Valsson<br />

Örn Þorsteinsson<br />

BS-próf í viðskiptafræði (27)<br />

Aðalsteinn Pálsson<br />

Albert Guðmann Jónsson<br />

Albert Þór Magnússon<br />

Álfhildur Kristjánsdóttir<br />

Ásta Leonhardsdóttir<br />

Bryndís Erla Sigurðardóttir<br />

Elma Björk Bjartmarsdóttir<br />

Fjóla Björk Hauksdóttir<br />

Heiður Vigfúsdóttir<br />

Helen Gróa Guðjónsdóttir<br />

Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir<br />

Inga Birna Barkardóttir<br />

Ívar Már Magnússon<br />

Jóhanna Bára Haraldsdóttir<br />

Jónína Björk Erlingsdóttir<br />

Kjartan Þór Eiríksson<br />

Margrét Ragnarsdóttir<br />

Ragnar Fjalar Sævarsson<br />

Reynir Bjarni Egilsson<br />

Rúna Rut Ragnarsdóttir<br />

Rúnar Sigþórsson<br />

Sigfús Rúnar Eysteinsson<br />

Sighvatur Rúnarsson<br />

Sigþrúður Blöndal<br />

278<br />

Sverrir Sigurðsson<br />

Vala Magnúsdóttir<br />

Þorbjörn Sigurbjörnsson<br />

BS-próf í hagfræði (3)<br />

Brynjar Örn Ólafsson<br />

Elísabet Anna Vignir<br />

Heiður Margrét Björnsdóttir<br />

Þröstur Sveinbjörnsson<br />

BA-próf í hagfræði (5)<br />

Andri Már Gunnarsson<br />

Ívar Alfreð Grétarsson<br />

Pétur Jónasson<br />

Þorvarður Jóhannesson<br />

Hugvísindadeild (61)<br />

MA-próf í heimspeki (1)<br />

Óttar Martin Norðfjörð<br />

MA-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Aleksander Wereszczynski<br />

MA-próf í sagnfræði (4)<br />

Elín Hirst<br />

Hugrún Ösp Reynisdóttir<br />

Kristín Jónsdóttir<br />

Sigurður E. Guðmundsson<br />

M.Paed.-próf í ensku (2)<br />

Guðfinna Gunnarsdóttir<br />

Snorri B. Arnar*<br />

M.Paed.-próf í íslensku (3)<br />

Laufey Guðnadóttir<br />

Soffía Guðný Guðmundsdóttir<br />

Þórunn Blöndal<br />

Tvöfalt BA-próf í ensku og þýsku (1)<br />

Andres Camilo Ramon Rubiano<br />

Tvöfalt BA-próf í íslensku og táknmálsfræði<br />

og táknmálstúlkun (1)<br />

Helga Thors<br />

BA-próf í almennri bókmenntafræði (5)<br />

Arndís Þórarinsdóttir<br />

Björn Unnar Valsson<br />

Elísabet Ólafsdóttir<br />

Sunna Kristín Símonardóttir<br />

Þórdís Björnsdóttir<br />

BA-próf í dönsku (4)<br />

Eva Björnsdóttir<br />

Lis Ruth Kjartansdóttir<br />

Marta Guðmundsdóttir<br />

Þórdís Sigurgeirsdóttir<br />

BA-próf í ensku (4)<br />

Berglind Eir Magnúsdóttir<br />

Boryana Boncheva Demirova<br />

Cherie Dóra Crozier<br />

Vignir Andri Guðmundsson<br />

BA-próf í fornleifafræði (2)<br />

Edda Linn Rise<br />

Úlfhildur Ævarsdóttir<br />

BA-próf í frönsku (1)<br />

Rune Nyboe<br />

BA-próf í heimspeki (1)<br />

Hrefna Lind Heimisdóttir<br />

BA-próf í íslensku (10)<br />

Anna Lilja Harðardóttir<br />

Guðrún Erla Bjarnadóttir*<br />

Hlíf Árnadóttir<br />

Jóhann Frímann Gunnarsson<br />

Karólína Heiðarsdóttir<br />

Linda Ásdísardóttir<br />

Ólafur Bjarni Halldórsson<br />

Ólafur Ingi Ólafsson<br />

Salbjörg Jósepsdóttir<br />

Sigríður Anna Ólafsdóttir<br />

BA-próf í íslensku<br />

fyrir erlenda stúdenta (7)<br />

Anna Önfjörd<br />

Charlotte Sylvie Bartkowiak<br />

Hans Widmer<br />

Irene Ruth Kupferschmied<br />

Jónas Maxwell Moody<br />

Oliver Samuel Watts<br />

Sanna Andrassardóttir Dahl<br />

BA-próf í norsku (1)<br />

Anna María Pálsdóttir<br />

BA-próf í sagnfræði (8)<br />

Birta Björnsdóttir<br />

Guðmundur Hörður Guðmundsson<br />

Haukur Sigurjónsson<br />

Helena Hákonardóttir<br />

Pétur Ólafsson<br />

Sigþór Jóhannes Guðmundsson<br />

Stefán Svavarsson<br />

Vésteinn Valgarðsson<br />

BA-próf í spænsku (2)<br />

Bjarnfríður Sveinbjörnsdóttir<br />

Sunna María Lúðvíksdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun (1)<br />

Katrín Sigurðardóttir<br />

BA-próf í þýsku (1)<br />

Guðrún Helgadóttir<br />

Viðbótarnám í starfstengdri siðfræði (1)<br />

Sigrún Gísladóttir<br />

Verkfræðideild (42)<br />

MS-próf í vélaverkfræði (1)<br />

Árni Sigurður Ingason<br />

MS-próf í iðnaðarverkfræði (3)<br />

Jóhann Haukur Kristinn Líndal<br />

Jón Ómar Erlingsson<br />

Örvar Jónsson<br />

MS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (1)<br />

Stefán Orri Stefánsson<br />

MS-próf í tölvunarfræði (4)<br />

Agnar Guðmundsson<br />

Haukur Þorgeirsson<br />

Jóhann Möller<br />

Yayoi Shimomura<br />

MS-próf í hugbúnaðarverkfræði (1)<br />

Guðjón Vilhjálmsson<br />

BS-próf í umhverfis- og<br />

byggingarverkfræði (2)<br />

Karen Amelia Jónsdóttir<br />

Lárus Helgi Lárusson<br />

BS-próf í byggingarverkfræði (4)<br />

Cecilía Þórðardóttir<br />

Hlín Benediktsdóttir<br />

Víkingur Guðmundsson<br />

Þórunn Málfríður Ingvarsdóttir<br />

BS-próf í umhverfisverkfræði (3)<br />

Halla Hrund Skúladóttir<br />

Hrefna Fanney Matthíasdóttir<br />

Katrín Þrastardóttir<br />

BS-próf í vélaverkfræði (5)<br />

Bergur Benediktsson<br />

Gígja Gunnlaugsdóttir<br />

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir<br />

Sigurður Halldórsson<br />

Sverrir Grímur Gunnarsson


BS-próf í iðnaðarverkfræði (1)<br />

Hjalti Þór Pálmason<br />

BS-próf í efnaverkfræði (1)<br />

Katrín Íris Kortsdóttir<br />

BS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (9)<br />

Árni Baldur Möller<br />

Ásta Andrésdóttir<br />

Gunnar Ingi Friðriksson<br />

Gunnar Páll Stefánsson<br />

Hallgrímur Thorberg Björnsson<br />

Hörður Mar Tómasson<br />

Kolbrún Jóhanna Rúnarsdóttir<br />

Narfi Þorsteinn Snorrason<br />

Ólafur Páll Einarsson<br />

BS-próf í tölvunarfræði (7)<br />

Aðalsteinn Guðmundsson<br />

Einar Bjarni Halldórsson<br />

Grétar Karlsson<br />

Kjartan Akil Jónsson<br />

Magnús Eiríkur Sigurðsson<br />

Ólafur Bergsson<br />

Tryggvi Hákonarson<br />

Raunvísindadeild (33)<br />

MS-próf í efnafræði (2)<br />

Kristján Matthíasson<br />

Luiz Gabriel Quinn Camargo<br />

MS-próf í líffræði (2)<br />

Kristinn Hafþór Sæmundsson<br />

Rannveig Magnúsdóttir<br />

MS-próf í landfræði (2)<br />

Árni Þór Vésteinsson<br />

Hulda Axelsdóttir<br />

MS-próf í ferðamálafræði (1)<br />

Anna Vilborg Einarsdóttir<br />

MS-próf í næringarfræði (1)<br />

Hafrún Eva Arnardóttir<br />

MS-próf í umhverfisfræði (2)<br />

Godfrey Bahati<br />

Helena Óladóttir<br />

M.Paed.-próf í jarðfræði (1)<br />

Jóhann Ísak Pétursson<br />

4. árs nám (2)<br />

Eðlisfræði<br />

Jón Hafsteinn Guðmundsson<br />

Líffræði<br />

Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir<br />

BS-próf í stærðfræði (3)<br />

Bergþór Reynisson<br />

Guðni Ólafsson<br />

Helgi Alexander Sigurðarson<br />

BS-próf í eðlisfræði (2)<br />

Hrafn Arnórsson<br />

Ingimar Hólm Guðmundsson<br />

BS-próf í lífefnafræði (1)<br />

Hulda Sigrún Haraldsdóttir<br />

BS-próf í líffræði (5)<br />

Ásgeir Ástvaldsson<br />

Fríða Jóhannesdóttir<br />

Guðbjörn Logi Björnsson<br />

Jökull Úlfarsson<br />

Magnea Magnúsdóttir<br />

BS-próf í jarðfræði (2)<br />

Birgir Vilhelm Óskarsson<br />

Gunnlaugur Brjánn Þorbergsson<br />

BS-próf í landfræði (2)<br />

Erla Guðný Gylfadóttir<br />

Helga Margrét Schram<br />

BS-próf í ferðamálafræði (5)<br />

Anna Lilja Stefánsdóttir<br />

Anna Guðrún Þorgrímsdóttir<br />

Edda Gunnarsdóttir<br />

Gíslína Erlendsdóttir<br />

Margrét Ólöf Sveinsdóttir<br />

Félagsvísindadeild (91)<br />

MLIS-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (1)<br />

Unnur Rannveig Stefánsdóttir<br />

MA-próf í félagsfræði (1)<br />

Auðbjörg Björnsdóttir<br />

MA-próf í félagsráðgjöf (1)<br />

Halldór Sigurður Guðmundsson<br />

MSW-próf í félagsráðgjöf (1)<br />

Ingibjörg Ásgeirsdóttir<br />

MA-próf í mannfræði (1)<br />

Ellen Dröfn Gunnarsdóttir<br />

Cand.psych.-próf í sálfræði (6)<br />

Eva María Ingþórsdóttir<br />

Gunnar Karl Karlsson<br />

Herdís Finnbogadóttir<br />

Margrét Aðalheiður Hauksdóttir<br />

Sigríður Karen Bárudóttir<br />

Sigurbjörg Fjölnisdóttir<br />

MPA-próf í opinberri stjórnsýslu (8)<br />

Esther R. Guðmundsdóttir<br />

Guðrún Þórey Gunnarsdóttir<br />

Hulda Anna Arnljótsdóttir<br />

Ingibjörg Ásgeirsdóttir<br />

Ragnheiður Þorgrímsdóttir<br />

Sigurður Björnsson<br />

Sigurlaug Þorsteinsdóttir<br />

Svandís Ingimundardóttir<br />

MA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (3)<br />

Halldóra N. Björnsdóttir<br />

Helen Williamsdóttir Gray<br />

Jóna Pálsdóttir<br />

Diplómanám í opinberri<br />

stjórnsýslu (15e) (2)<br />

Guðmundur Skúli Hartvigsson<br />

Vilhjálmur Siggeirsson<br />

Diplómanám í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (15e) (4)<br />

Fræðslustarfi og stjórnun:<br />

Anna Guðný Eiríksdóttir<br />

Áhættuhegðun og forvarnir:<br />

Ólafur Gísli Reynisson<br />

Fötlunarfræði:<br />

Anna Hjaltadóttir<br />

Helga Jóhannesdóttir<br />

BA-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (7)<br />

Arnheiður Guðlaugsdóttir<br />

Ásdís Geirarðsdóttir<br />

Eygló Traustadóttir<br />

Guðbjörg Þórarinsdóttir<br />

Harpa Rut Harðardóttir<br />

Jamilla Johnston<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

BA-próf í félagsfræði (9)<br />

Andrea Róbertsdóttir<br />

Auður Magndís Leiknisdóttir<br />

Ásta Þorsteinsdóttir<br />

Guðrún R. Jónsdóttir<br />

Jónína Gunnarsdóttir<br />

Júlíus Viðar Axelsson<br />

Lára Rún Sigurvinsdóttir<br />

Sara Lind Þórðardóttir<br />

Tryggvi Hallgrímsson<br />

BA-próf í mannfræði (2)<br />

Birgitta Gröndal<br />

Sigríður Baldursdóttir<br />

BA-próf í sálfræði (19)<br />

Andri Fannar Guðmundsson<br />

Arndís Anna Hilmarsdóttir<br />

Edda Hannesdóttir<br />

Elín María Sveinbjörnsdóttir<br />

Harpa Eysteinsdóttir<br />

Harpa Katrín Gísladóttir<br />

Heiðdís Ragnarsdóttir<br />

Heiðrún Harpa Helgadóttir<br />

Karen Elísabet Halldórsdóttir<br />

Kristrún Sigríður Hjartardóttir<br />

María Hrönn Nikulásdóttir<br />

Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir<br />

Salóme Rúnarsdóttir<br />

Sigrún Inga Briem<br />

Sigrún Sif Jóelsdóttir<br />

Svavar Már Einarsson<br />

Valgerður Ólafsdóttir<br />

Þórhallur Ólafsson<br />

Ösp Árnadóttir<br />

BA-próf í stjórnmálafræði (12)<br />

Ari Klængur Jónsson<br />

Ásdís Björk Jónsdóttir<br />

Bjarki Már Magnússon<br />

Bjarni Þór Pétursson<br />

Hildur Edda Einarsdóttir<br />

Hildur Sigurðardóttir<br />

Hrafn Stefánsson<br />

Inga Cristina Campos<br />

Ívar Tjörvi Másson<br />

Svanhildur Sigurðardóttir<br />

Tómas Oddur Hrafnsson<br />

Þorsteina Svanlaug Adolfsdóttir<br />

BA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (8)<br />

Ásdís Ýr Arnardóttir<br />

Guðrún Hanna Hilmarsdóttir<br />

Hildur Halla Gylfadóttir<br />

Kolbrún Ósk Jónsdóttir<br />

María Jónsdóttir<br />

Ólafur Heiðar Harðarson<br />

Svanhvít Jóhannsdóttir<br />

Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir<br />

Viðbótarnám til starfsréttinda:<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði, viðbótarnám<br />

til starfsréttinda (60 ein) (2)<br />

Auður María Aðalsteinsdóttir<br />

Hrafnhildur L. Steinarsdóttir<br />

Kennslufræði til kennsluréttinda,<br />

viðbótarnám til starfsréttinda (4)<br />

Guðrún Erla Bjarnadóttir*<br />

Jörundur Kristjánsson<br />

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir<br />

Snorri B. Arnar*<br />

Hjúkrunarfræðideild (4)<br />

MS-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir<br />

Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir<br />

María Titia Ásgeirsdóttir<br />

MS-próf í upplýsingatækni á<br />

heilbrigðissviði (1)<br />

Gyða Halldórsdóttir<br />

* Hefur lokið prófi í fleiri en einni grein.<br />

279


Doktorspróf<br />

Á árinu <strong>2005</strong> luku 14 doktorsprófi frá Háskóla Íslands.<br />

Frá læknadeild<br />

Tómas Guðbjartsson, læknir, 6. maí <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Renal Cell Carcinoma in Iceland: Incidence, prognosis, inheritance<br />

and treatment. Andmælendur voru Börje Ljungberg, prófessor frá háskólanum í<br />

Umeå og Jón Gunnlaugur Jónasson, dósent frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Kristbjörn Orri Guðmundsson, líffræðingur, 3. júní <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Gene Expression in Hematopoietic Stem Cell Development. Analysis<br />

of Gene Expression in Different Subpopulations of Hematopoietic Stem Cells<br />

with Relevance to Self-renewal, Commitment and Differentiation. Andmælendur:<br />

Dimitry Kuprash Ph.D. frá Russian Academy of Sciences í Moskvu og Unnur Þorsteinsdóttir<br />

Ph.D. vísindamaður frá Íslenskri erfðargreiningu.<br />

Sóley Sesselja Bender, dósent, 26. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Adolescent Pregnancy. Andmælendur voru dr. Gunta Lazdane,<br />

prófessor við læknadeild háskólans í Riga í Lettlandi og ráðgjafi á sviði frjósemisheilbrigðis<br />

og rannsókna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í Kaupmannahöfn<br />

og dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.<br />

Sædís Sævarsdóttir, læknir, 7. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Mannan Binding Lectin (MBL) in Inflammatory Diseases. Andmælendur<br />

voru dr. Steffen Thiel frá Háskólanum í Árósum og dr. Björn Guðbjörnsson,<br />

dósent við læknadeild Háskóla Íslands.<br />

Sigrún Lange, líffræðingur, 21. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: The Complement Systems of Two Teleost Fish with Emphasis on<br />

Ontogeny. Andmælendur voru prófessor Kenneth Reid, MRC Immunochemistry<br />

Unit, Department of Biochemistry, University of Oxford, og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir,<br />

dr.med.sci., ónæmisfræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði,<br />

Keldum.<br />

Frá hugvísindadeild<br />

Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, 29. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400. Andmælendur:<br />

Dr. Gunnar Karlsson prófessor og dr. Vésteinn Ólason prófessor Árnastofnun.<br />

Margrét Eggertsdóttir, fræðimaður, 14. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Barokkmeistarinn. Andmælendur voru dr. Jürg Glauser, prófessor<br />

í norrænum fræðum við háskólana í Zürich og Basel og dr. Einar Sigurbjörnsson,<br />

prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.<br />

Frá lagadeild<br />

Páll Hreinsson, prófessor, 5. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Andmælendur voru Eiríkur Tómasson,<br />

forseti lagadeildar HÍ og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Jónatan<br />

Þórmundsson lagaprófessor, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal<br />

Háskólans.<br />

280


Frá tannlæknadeild<br />

Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir, 5. mars <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Prevalence of Malocclusion, Craniofacial Morphology and Heritability<br />

in Iceland. Andmælendur: Professor Peter Mossey, University of Dundee og<br />

Dr. Odont Rolf E. Berg professor emeritus Institutt for klinisk odontologi Universitetet<br />

i Oslo.<br />

Inga Bergmann Árnadóttir, dósent, 15. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Dental Health and Related Lifestyle Factors in Iceland Teenagers.<br />

Andmælendur voru dr. Hafsteinn Eggertsson, aðstoðarprófessor við Indiana University<br />

School of Dentistry Oral Health Research Institute í Indianapolis í Bandaríkjunum<br />

og dr. Laufey Steingrímsdóttir sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs<br />

við Lýðheilsustöð Íslands.<br />

Frá raunvísindadeild<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson, eðlisfræðingur, 12. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Periodic Tachyons and Charged Black Holes: Two Problems in Two<br />

Dimensions. Andmælendur eru dr. Paolo Di Vecchia, prófessor við Nordita, norrænu<br />

stofnunina í kennilegri eðlisfræði, og dr. David Lowe, prófessor við eðlisfræðideild<br />

Brown University í Bandaríkjunum.<br />

Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, 26. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Volatile Compounds as Quality Indicators in Chilled Fish: Evaluation<br />

of microbial metabolites by an electronic nose. Andmælendur voru dr. Saverio<br />

Mannino, prófessor við Università degli Studi di Milano á Ítalíu og dr. Ragnar<br />

L. Olsen, prófessor við Norwegian College of Fishery Science í Tromsö, Noregi.<br />

Björn Sigurður Gunnarsson, matvælafræðingur, 4. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Járnbúskapur íslenskra barna og tengsl við mataræði, vöxt og<br />

þroska. Andmælendur voru dr. Olle Hernell, prófessor við Háskólann í Umeå í<br />

Svíþjóð og dr. Ibrahim Elmadfa, prófessor við Vínarháskóla í Austurríki.<br />

Frá félagsvísindadeild<br />

Snæfríður Þóra Egilson, lektor, 25. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: School Participation: Icelandic students with physical impairments.<br />

Andmælendur voru dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney og<br />

dr. Grétar Marinósson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands.<br />

281


Ný og breytt störf<br />

Akademísk störf<br />

Aðalheiður Jóhannsdóttir, lektor við lagadeild, hlaut framgang í starf dósents frá<br />

1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Anna Agnarsdóttir, dósent við sagnfræðiskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í<br />

starf prófessors frá 1. október 2004.<br />

Árni Kristinsson, dósent við læknisfræðiskor læknadeildar, lét af starfi vegna aldurs<br />

1. mars <strong>2005</strong>.<br />

Ásdís R. Magnúsdóttir, lektor við skor rómanskra og slavneskra mála hugvísindadeildar,<br />

hlaut framgang í starf dósents frá 1. mars 2004.<br />

Bergljót S. Kristjánsdóttir, dósent við íslenskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang<br />

í starf prófessors frá 1. apríl 2004.<br />

Bragi Árnason, prófessor við efnafræðiskor raunvísindadeildar, lét af starfi vegna<br />

aldurs 1. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Brynhildur G. Flóvenz, aðjúnkt, var ráðin í hálft starf lektors í félagsmálarétti við<br />

lagadeild frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Brynja Örlygsdóttir var ráðin í hálft starf lektors í heilsugæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild<br />

frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2007.<br />

Ellen Flosadóttir var ráðin í hálft starf lektors í klínískri tannlæknisfræði á sviði<br />

heilgómagerðar við tannlæknadeild frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Eyvindur G. Gunnarsson var ráðinn í hálft starf lektors í fjármunarétti við lagadeild,<br />

frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, lektor við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents 1. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

Guðjón Þorkelsson, 37% lektor við matvælafræðiskor raunvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents frá 1. júlí 2004.<br />

Guðmundur Geirsson, aðjúnkt, var ráðinn í starf dósents í handlæknisfræði við<br />

læknisfræðiskor læknadeildar frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. ágúst 2006, í launalausu<br />

leyfi Guðmundar Vikars Einarssonar.<br />

Guðni Elísson, lektor við bókmennta- og málvísindaskor hugvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents frá 1. júní 2004.<br />

Guðrún Heiður Baldvinsdóttir var ráðin í hlutastarf dósents í reikningshaldi og<br />

endurskoðun við viðskiptaskor viðskipta- og hagfræðideildar frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30.<br />

júní 2008.<br />

Guðrún Nordal, dósent í íslenskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf<br />

prófessors frá 1. apríl 2004.<br />

Gunnar Þór Gunnarsson var ráðinn í 37% starf lektors í lyflæknisfræði læknisfræðiskorar<br />

frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember 2009.<br />

Gunnlaugur Björnsson, vísindamaður var ráðinn forstöðumaður háloftadeildar<br />

eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar frá 1. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Halldór Pálsson var ráðinn í starf dósents í vélaverkfræði við véla- og iðnaðarverkfræðiskor<br />

verkfræðideildar frá 1. maí <strong>2005</strong> til 30. apríl 2008.<br />

282


Helga Bragadóttir var ráðin forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum<br />

frá 1. nóvember <strong>2005</strong> til 30. september 2007. Helga var jafnframt ráðin í<br />

37% starf lektors í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild frá 1. september<br />

<strong>2005</strong> til 31. ágúst 2007.<br />

Helga Gottfreðsdóttir var ráðin lektor í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild<br />

frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. júlí 2010.<br />

Hersir Sigurjónsson var ráðinn í 37% starf lektors í fjármálahagfræði frá 1. ágúst<br />

<strong>2005</strong> til 31. júlí 2009.<br />

Hörður Filippusson, dósent í efnafræðiskor raunvísindadeildar, hlaut framgang í<br />

starf prófessors frá 1. desember 2004.<br />

Ingibjörg Gunnarsdóttir var ráðin í starf dósents í næringarfræði við matvæla- og<br />

næringarfræðiskor raunvísindadeildar frá 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Jon Milner var ráðinn erlendur lektor í dönsku við skor þýsku- og norðurlandamála<br />

við hugvísindadeild frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. ágúst 2006.<br />

Jón Gunnar Bernburg var ráðinn í starf lektors í félagsfræði við félagsfræðiskor<br />

félagsvísindadeildar frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2008.<br />

Jón F. Sigurðsson var ráðinn í hálft starf dósents í sálarfræði við læknisfræðiskor<br />

læknadeildar frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2010.<br />

Julian Meldon d’ Arcy, dósent við enskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í<br />

starf prófessors frá 1. september 2004.<br />

Kjartan Gíslason, dósent við skor þýsku- og norðurlandamála heimspekideildar,<br />

lét af starfi vegna aldurs 1. mars <strong>2005</strong>.<br />

Kristjana Kristinsdóttir var ráðin í starf lektors í skjalfræði og skjalavörslu við<br />

sagnfræðiskor hugvísindadeildar frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2008.<br />

Kristján Leósson var ráðinn í starf sérfræðings á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar<br />

frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Ólafur Guðmundsson var ráðinn forstöðumaður Jarðvísindastofnunar frá 10. október<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Ólafur Höskuldsson, lektor við tannlæknadeild, fékk að eigin ósk lausn frá starfi<br />

sínu 31. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Pétur Knútsson, lektor við enskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf<br />

dósents frá 1. október 2004.<br />

Ragnar Sigurðsson, fræðimaður við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar, hlaut<br />

framgang í starf vísindamanns frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir var ráðin í starf lektors í lyfja- og efnafræði náttúruefna<br />

við lyfjafræðideild frá 1. september <strong>2005</strong> til 30. júní 2010.<br />

Sif Einarsdóttir var ráðin í starf dósents í náms- og starfsráðgjöf við félagsráðgjafarskor<br />

félagsvísindadeildar frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2008.<br />

Sigfinnur Þorleifsson var ráðinn í 25% starf lektors í sálgæslu við guðfræðideild<br />

frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2008.<br />

Sigríður Gunnarsdóttir var ráðin í hálft starf lektors í krabbameinshjúkrun við<br />

hjúkrunarfræðideild frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. ágúst 2010.<br />

Sigrún Vala Björnsdóttir var ráðin í starf lektors í sjúkraþjálfun við sjúkraþjálfunarskor<br />

læknadeildar frá 1. maí <strong>2005</strong> til 30. apríl 2010.<br />

Sigurður Rúnar Sæmundsson var ráðinn í starf lektors í barnatannlækningum við<br />

tannlæknadeild frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við uppeldis- og menntunarfræðiskor félagsvísindadeildar,<br />

hlaut framgang í starf dósents frá 1. mars <strong>2005</strong>.<br />

283


Snorri Þorgeir Ingvarsson, fræðimaður á Raunvísindastofnun var ráðinn í starf<br />

dósents við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Snæbjörn Pálsson var ráðinn í starf lektors við líffræðiskor raunvísindadeildar frá<br />

1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember <strong>2005</strong>.<br />

Sveinn Agnarsson, sérfræðingur við Hagfræðistofnun, hlaut framgang í starf<br />

fræðimanns frá 1. apríl 2004.<br />

Sveinn Yngvi Egilsson, aðjúnkt, var ráðinn í starf lektors í íslenskum bókmenntum<br />

17., 18. og 19. aldar við íslenskuskor hugvísindadeildar frá 1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

Svend Richter, aðjúnkt, var ráðinn í hálft starf lektors við tannlæknadeild (heilgómagerð)<br />

frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Tryggvi Þór Herbertsson, dósent við hagfræðiskor viðskipta- og hagfræðideildar,<br />

hlaut framgang í starf prófessors frá 1. febrúar 2004.<br />

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, lektor við sálfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents frá 1. júlí 2004.<br />

Þorgerður Einarsdóttir, lektor við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósent frá 1. maí 2004.<br />

Þorvaldur Ingvarsson var ráðinn í 37% starf lektors í handlæknisfræði við læknisfræðiskor<br />

læknadeildar frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember 2009.<br />

Þóra Jenný Gunnarsdóttur var ráðin í starf lektors í hjúkrun fullorðinna við hjúkrunarfræðideild<br />

frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2010.<br />

Sameiginleg stjórnsýsla og<br />

stjórnsýsla deilda<br />

Anna Kristín Jónsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra og aðjúnkts við félagsvísindadeild<br />

frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Anna María Þórhallsdóttir var ráðin í starf fulltrúa við nemendaskrá frá 1. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Auður Björk Ágústsdóttir var ráðin aðstoðarmaður á rannsóknarstofu lyfjafræðideildar<br />

1. september <strong>2005</strong>.<br />

Auður Þ. Ingólfsdóttir var ráðin í reikningshald fjárreiðusviðs frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Ásdís Káradóttir, verkefnisstjóri á skjalasafni, sagði starfi sínu lausu frá 20. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Áshildur Bragadóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra kynningarmála í viðskiptaog<br />

hagfræðideild frá 15. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Ásta Jóna Guðjónsdóttir, fulltrúi í heilbrigðisfræði við læknisfræðiskor, tók við<br />

starfi verkefnisstjóra í sjúkraþjálfunarskor frá 1. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

Ástríður Jóna Guðmundsdóttir, fulltrúi á nemendaskrá, sagði starfi sínu lausu frá<br />

1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskólans, sagði starfi sínu lausu frá<br />

1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Birna Björnsdóttir, deildarstjóri í reikningshaldi, tók við starfi deildarstjóra<br />

upplýsingaskrifstofu Háskólans frá 1. desember <strong>2005</strong>.<br />

Björg Sigurðardóttir fulltrúi á Líffræðistofnun og líffræðiskor sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

284


Brynhildur Kristín Ólafsdóttir var ráðin forstöðumaður Alþjóðastofnunar frá 1.<br />

september <strong>2005</strong>, í launalausu leyfi Ásthildar Bernharðsdóttur.<br />

Dóra Stefánsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Edda Einarsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu raunvísindadeildar, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. desember <strong>2005</strong>.<br />

Edda Friðgeirsdóttir var ráðin verkefnisstjóri fjármála við verkfræðideild frá 1.<br />

nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Elísabet K. Ólafsdóttir, símavörður á aðalskiptiborði, sagði starfi sínu lausu frá 1.<br />

nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Elva Ellertsdóttir var ráðin verkefnisstjóri við félagsvísindadeild frá 15. febrúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Erna Sigurðardóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra kynningarmála við verkfræðideild<br />

frá 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, verkefnisstjóri við félagsvísindadeild, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Gunnsteinn Haraldsson var ráðinn í hálft starf kennslustjóra rannsóknatengds<br />

framhaldsnáms við læknadeild frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Halla Sverrisdóttir var ráðin verkefnisstjóri á skrifstofu rektors frá 1. október<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Hanna G. Daníelsdóttir var ráðin í starf deildarstjóra í tannlæknadeild frá 1. október<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Hanna Z. Sveinsdóttir, símavörður á aðalskiptiborði, sagði starfi sínu lausu frá 31.<br />

desember <strong>2005</strong> og tók við starfi skrásetjara á skjalasafni frá sama tíma.<br />

Hlín Eyglóardóttir var ráðin fulltrúi á skrifstofur verkfræði- og raunvísindadeildar<br />

frá 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Jón Magnús Sigurðarson var ráðinn verkefnisstjóri á fjárreiðusviði frá 27. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Kolbrún Einarsdóttir, fulltrúi á skrifstofu rektors, sagði starfi sínu lausu frá 31.<br />

desember <strong>2005</strong>.<br />

Lára Kristín Sturludóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra í hjúkrunarfræðideild frá<br />

1. október <strong>2005</strong>.<br />

Lilja Þorleifsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu verkfræðideildar, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 31. desember <strong>2005</strong>.<br />

Margrét Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri í hjúkrunarfræðideild, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. júní <strong>2005</strong>.<br />

María Thejll, lögfræðingur, var ráðin forstöðumaður Lagastofnunar frá 1. nóvember<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Ragnhildur Skjaldardóttir var ráðin fulltrúi á Líffræðistofnun og líffræðiskor raunvísindadeildar<br />

frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Ragný Þóra Guðjohnsen, verkefnisstjóri á hjúkrunarfræðideild, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Rósa G. Bergþórsdóttir, skrifstofustjóri sjúkraþjálfunarskorar, var ráðin skrifstofuog<br />

rekstrarstjóri hjúkrunarfræðideildar frá 1. maí <strong>2005</strong> í barnsburðarleyfi Karólínu<br />

Guðmundsdóttur.<br />

Sigfríður Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, sagði<br />

starfi sínu lausu frá 1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

285


Sigríður J. Sigfúsdóttir, deildarstjóri á tannlæknadeild, sagði starfi sínu lausu frá<br />

1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Sigrún Jónsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra við félagsvísindadeild frá 10.<br />

desember <strong>2005</strong>.<br />

Sigrún Valgarðsdóttir, verkefnisstjóri á starfsmannasviði, var ráðin í starf jafnréttisfulltrúa<br />

Háskólans frá 1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

Sólveig Guðrún Hannesdóttir var ráðin þjónustusérfræðingur við læknisfræðiskor<br />

læknadeildar frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2007.<br />

Thorana Elín Dietz var ráðin verkefnisstjóri við hjúkrunarfræðideild frá 1. mars<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Þorfinnur Ómarsson, verkefnisstjóri í hálfu starfi við félagsvísindadeild, sagði<br />

starfi sínu lausu frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

286


Helstu símanúmer, faxnúmer, netföng<br />

og vefföng Háskóla Íslands<br />

Alþjóðamálastofnun / smáríkjasetur<br />

Odda<br />

Sími 525 5262; fax 552 6806<br />

Netfang ams@hi.is<br />

www.hi.is/ams<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

Neshaga 16<br />

Sími 525 4311; fax 525 5850<br />

Netfang ask@hi.is<br />

www.ask.hi.is<br />

Borgarfræðasetur<br />

Skólabæ<br />

Suðurgötu 26<br />

Sími 525 4077; fax 552 6806<br />

www.borg.hi.is<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

Sími 525 4093; fax 525 4410<br />

Netfang gardarb@hi.is<br />

www.hi.is/stofn/hugvis/stofnanir/bokmennt/uppl.htm<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands<br />

Dunhaga 7<br />

Sími 525 4444; fax 525 4080<br />

Netfang endurmenntun@hi.is<br />

www.endurmenntun.hi.is<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Aragötu 9<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4545; fax 525 4179<br />

Netfang felagsvisindastofnun@hi.is<br />

www.fel.hi.is<br />

Guðfræðistofnun<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4348; fax 552 1331<br />

Netfang asdisg@hi.is<br />

www.hi.is/nam/gudfr/gudfraedistofnun.php<br />

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands<br />

Aragötu 14<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4535; fax 525 4096<br />

Netfang ioes@hi.is<br />

www.ioes.hi.is<br />

Happdrætti Háskóla Íslands<br />

Tjarnargötu 4<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 563 8300; fax 563 8350<br />

www.hhi.is<br />

Háskólaútgáfan<br />

Háskólabíói við Hagatorg<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4003; fax 525 5255<br />

Netfang hu@hi.is<br />

www.haskolautgafan.hi.is<br />

Heimspekistofnun<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4039; fax 525 4410<br />

www.heimspeki.hi.is/?stofnun/heimspeki/forsida<br />

Íslensk málstöð<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Símar 525 4443/552 8530; fax 562 2699<br />

www.ismal.hi.is<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

VR III<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4703; fax 525 4937<br />

Lagastofnun<br />

Lögbergi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 5203; fax 525 4388<br />

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn<br />

Arngrímsgötu 3<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 5600; fax 525 5615<br />

Netfang lbs@bok.hi.is<br />

www.bok.hi.is<br />

Listasafn Háskóla Íslands<br />

Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4411/525 4410<br />

Netfang auo@hi.is<br />

www.listasafn.hi.is<br />

Líffræðistofnun<br />

Öskju, Sturlugötu 7<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4600; fax 525 4069<br />

www.hi.is/stofn/lif<br />

Mannfræðistofnun<br />

Odda<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4253<br />

www.hi.is/pub/anthrice/mannst.html<br />

Málvísindastofnun<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4408; fax 525 4410<br />

Netfang malvis@hi.is<br />

www.hi.is/stofn/malvis<br />

Námsráðgjöf<br />

Stúdentaheimilinu við Hringbraut<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4315/525 4316; fax 525 4336<br />

Netfang radgjof@hi.is<br />

www.hi.is/page/namsradgjofHI<br />

Eldfjallasetrið<br />

Öskju, Sturlugötu 7<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4492; fax 562 9767<br />

www.norvol.hi.is<br />

Orðabók Háskólans<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4430; fax 562 7242<br />

Netfang oh@lexis.hi.is<br />

www.lexis.hi.is<br />

Prokaria<br />

Gylfaflöt 5<br />

112 Reykjavík<br />

Sími 570 7900; fax 570 7901<br />

www.prokaria.is<br />

Rannsóknamiðstöð í<br />

jarðskjálftaverkfræði<br />

Austurvegi 2a, 800 Selfossi<br />

Sími 525 4141; fax 525 4140<br />

Netfang eborg@afl.hi.is<br />

Rannsókna- og fræðasetur<br />

Háskóla Íslands í Hveragerði<br />

Sími 483 4360; fax 433 5309<br />

Netfang setrid@nedrias.is<br />

www.nedrias.is/A/Setrid/rannsoknasetrid.htm<br />

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Strandvegi 50, 900 Vestmannaeyjum<br />

Sími 481 1111; fax 481 2669<br />

Netfang setur@setur.is<br />

www.setur.is<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4956; fax 562 2013<br />

288


Rannsóknastofa í kvennafræðum<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4595; fax 552 1331<br />

Netfang rikk@hi.is<br />

www.rikk.hi.is<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4829; fax 525 4893<br />

Rannsóknastofa í lyfjafræði<br />

Haga, Hofsvallagötu 53<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 5130; fax 525 5140<br />

Rannsóknastofa í klínískri eðlisfræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4890; fax 525 4891<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4210/525 4848; fax 552 8911<br />

Rannsóknastofa í meinafræði<br />

Landspítala – háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1000; fax 543 8349<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði<br />

Íþróttahúsi Háskólans<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4260/525 4269<br />

www.hi.is/stofn/rin<br />

Rannsóknastofa í ónæmisfræði<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1960/1963; fax 543 1943<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1900; fax 543 5626<br />

Rannsóknastofa kvennadeildar Landspítalans<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1000; fax 543 1191<br />

Rannsóknastofa Lífeðlisfræðistofnunar<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4830; fax 525 4886<br />

Rannsóknastofa um mannlegt atferli<br />

Hringbraut 121<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4585<br />

Netfang msm@hi.is<br />

www.hbl.hi.is<br />

Rannsóknastofa tannlæknadeildar<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4882/525 4895; fax 525 4874<br />

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins<br />

Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 530 8600; fax 530 8601<br />

www.rfisk.is<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði<br />

Eirbergi, Eiríksgötu 34<br />

105 Reykjavík<br />

Sími 525 5281<br />

Rannsóknastöðin Sandgerði<br />

Garðvegi 1, 245 Sandgerði<br />

Sími 423 7870<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4900; fax 552 8801<br />

Netfang rthj@rthj.hi.is<br />

www.rthj.hi.is<br />

Raunvísindastofnun, með rannsóknastofur<br />

í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði,<br />

jarðfræði, jarðeðlisfræði (með háloftadeild)<br />

og reiknifræði.<br />

Sími 525 4800; fax 552 8911<br />

www.raunvis.hi.is<br />

Reiknistofnun Háskólans<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4761; fax 552 8801<br />

Netfang ritari@hi.is<br />

www.rhi.hi.is<br />

Sagnfræðistofnun<br />

Árnagarði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4097; fax 525 4410<br />

Netfang gunnark@hi.is<br />

www.hi.is/stofn/sagnstofn/<br />

Siðfræðistofnun<br />

Hugvísindastofnun Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4195; fax 525 4410<br />

Netfang salvorn@hi.is<br />

www.heimspeki.hi.is/?stofnun/sidfraedi/forsida<br />

Skjalasafn Háskóla Íslands<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4246; fax 552 1331<br />

www.hi.is/stofn/skjalasafn<br />

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi<br />

Árnagarði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4010; fax 525 4035<br />

www.am.hi.is<br />

Stofnun Sigurðar Nordals<br />

Þingholtsstræti 29<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 562 6050; fax 562 6263<br />

www.nordals.hi.is<br />

Stofnun Sæmundar fróða<br />

Loftskeytastöðinni við Suðurgötu<br />

107 Reykjavík<br />

Símar 525 4056/525 4724; fax 525 5829<br />

www.ssf.hi.is<br />

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4191; fax 525 4410<br />

Netfang siet@vigdis.hi.is<br />

www.vigdis.hi.is<br />

Tannsmiðaskóli Íslands<br />

Læknagarði,Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4892; fax 525 4874<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði<br />

Keldum við Vesturlandsveg<br />

110 Reykjavík<br />

Sími 585 5100; fax 567 3979<br />

www.keldur.hi.is<br />

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands<br />

Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4593; fax 525 4225<br />

Netfang ems@hi.is<br />

Tækniþróun hf.<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4900; fax 552 8801<br />

Örverufræðistofa/Líffræðistofnun<br />

Öskju, Sturlugötu 7<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4955/568 8447; fax 525 4069<br />

289


University of Iceland<br />

Faculties and Degree<br />

Programmes<br />

Faculty of Humanities<br />

The Faculty of Humanities is among the largest of the University faculties and<br />

covers all the major fields in the humanities. The Faculty offers two or three-year<br />

BA programmes in 19 subjects: Icelandic, History, Art History, Archaeology, Philosophy,<br />

Comparative Literature, General Linguistics, Sign Language Studies,<br />

English, German and Nordic Languages (German, Danish, Norwegian, Swedish,<br />

and Finnish), Romance and Classical Languages (Spanish, French, Italian, Latin<br />

and Classical Greek) and Japanese. In many subjects students may elect to take<br />

the entire three-year programme in a single major subject, or may pursue two<br />

years in their major subject and one in a minor subject. In all disciplines a thesis<br />

is required for graduation.<br />

A special three-year programme is offered in Icelandic for Foreign Students<br />

leading to the BA degree. New students with some prior knowledge of Icelandic<br />

may move directly into the second year by passing examinations held in late<br />

August each year. The first semester is taught largely in English, although the<br />

principal textbooks are in Icelandic.<br />

MA programmes are offered in Icelandic Language, Icelandic Literature, Icelandic<br />

Studies, Icelandic Medieval Studies (45 c.), Language Technology, History,<br />

Archaeology, Philosophy, Comparative Literature, English, Danish and translation<br />

studies. MA students must complete 60 credits, which means two years of<br />

full-time study. The faculty does not offer grants to MA students. Doctoral<br />

programmes are offered in Icelandic Literature, Icelandic Language and History.<br />

The faculty also offers research-oriented graduate M. Paed. Programmes in<br />

Icelandic, English, Danish, German, French and Spanish to students who plan to<br />

become elementary or secondary school teachers.<br />

Faculty of Odontology<br />

The six-year course of study in dentistry leads to the cand.odont. degree. A<br />

competitive examination is held at the end of the first term, and the number of<br />

students allowed to continue their studies in dentistry is strictly limited. In<br />

addition to the cand.odont. degree, a licence from the Minister of Health is needed<br />

to be entitled to practice dentistry in Iceland. It is possible to study for postgraduate<br />

research degrees in dentistry. Training to the level of Clinical Specialist<br />

is, however, not available. Please consult the Faculty Office for details.<br />

Faculty of Economics and Business Administration<br />

In the Faculty of Economics and Business Administration, entering students<br />

choose to study in either the Department of Economics or the Department of<br />

Business Administration. The Department of Economics provides a three-year<br />

programme leading to a BS degree in Economics or a BA degree in Economics<br />

and an additional 12 month (three semesters) or two year programme leading to<br />

an MS degree in Economics, Financial Economics or Health Economics.<br />

The Department of Business Administration offers a three-year programme<br />

leading to a BS degree in Business Administration. The students choose between<br />

six fields with emphasis on general business administration, finance and<br />

accounting, marketing and international business, management, international<br />

business communication, or information technology. The Department has also<br />

offered a four-year programme leading to a cand.oecon. degree in Business<br />

Administration with specialization in Accounting and Auditing. This program is<br />

being phased out and replaced by a programme at the master’s level. This is a<br />

three semester programme that leads to an M.Acc. degree and prepares students<br />

for a career as CPA’s.<br />

290


The department offers a 12 month (three semesters) or two year MS degree programme<br />

(three semesters) in Business Administration. The students choose<br />

between three fields with emphasis in finance, marketing and international business<br />

or management. The Department of Business Administration also offers a twoyear<br />

executive MBAprogramme. The department also offers an MA degree programme<br />

(three semesters) in Human Resource Management. The Faculty<br />

offers studies towards a Ph.D. degree in both Economics and Business Administration<br />

for students that have completed an MS degree in those fields with a distinction.<br />

There is also a one-year minor programme at the undergraduate level, both<br />

in Economics and Business Administration, for students from other faculties.<br />

Faculty of Engineering<br />

The Faculty of Engineering is divided into four departments: Civil and<br />

Environmental Engineering, Mechanical and Industrial Engineering, Electrical and<br />

Computer Engineering and the Computer Science Department. Studies offered in<br />

the Faculty include a three-year BS degree and an additional two-year MS<br />

degree. The Faculty also offers a Ph.D. programme. A full description of the<br />

courses can be found in the yearly Bulletin and on the web. There is close cooperation<br />

with the Faculty of Science in teaching some basic courses.<br />

Faculty of Law<br />

The Faculty of Law offers four types of degrees, which are designed to provide<br />

students with a theoretical and practical knowledge of Icelandic Law and<br />

Foreign/International Law. Thesis is required for graduation in all programmes.<br />

These programmes are:<br />

• A three-year programme of undergraduate studies in law, leading to a BA<br />

degree in law.<br />

• A two-year programme of postgraduate studies in law, leading to a Magister<br />

Juris. degree, which is a professional qualification.<br />

• A programme of postgraduate studies in law, consisting of either one-year or<br />

a two-year study line towards a LL.M. degree in International and Environmental<br />

Law. This programme is conducted and taught entirely in English. The<br />

new International Legal Programme will apply to different groups of law students<br />

and graduates.<br />

• Finaly the Faculty also offers a three years Ph.D. programme. Firstly, the<br />

English-based LL.M. studies are open to law graduates from other countries<br />

as well as to Icelandic graduates if they want to continue their advanced legal<br />

studies in Iceland. Secondly, Icelandic students may, after their BA degree in<br />

law, select individual postgraduate courses as part of their Magister Juris.<br />

Programme, and thirdly, we welcome as before those foreign law students<br />

who are coming to Iceland through international exchange programmes, like<br />

ERASMUS and NORDPLUS, in order to participate in the courses of our<br />

international programme.<br />

Faculty of Medicine<br />

The Departments of Medicine and Physiotherapy make up the Faculty of Medicine.<br />

Medicine<br />

The six-year course of study in medicine leads to the cand.med. degree which,<br />

with the addition of one year’s clinical training and a licence from the Minister of<br />

Health, qualifies the holder to practice medicine in Iceland. A competitive<br />

entrance examination is held in June and the students with the highest grades<br />

are allowed to start the medical programme. All students regardless of nationality<br />

are required to fulfil this requirement. After finishing the first three (pre-clinical)<br />

years of the medical programme, students may devote one year to supervised<br />

research, upon the completion of which they graduate with a BS degree in<br />

Medicine.<br />

Physiotherapy<br />

The Department of Physiotherapy offers a four-year BS degree programme. A<br />

competitive entrance examination is held in June to limit the number of students<br />

who are accepted (presently 20). During the third and fourth year, a part of the<br />

study is clinical and performed on hospitals, rehabilitation centers or private clinics.<br />

A two-year Master’s programme (health sciences) is offered at the Medical<br />

Faculty, as well as a five year Ph.D. programme.<br />

Faculty of Nursing<br />

The four-year Nursing programme at undergraduate level leads to a BS degree.<br />

At present a competitive examination is held at the end of the first autumn term.<br />

291


The 75 students with the highest examination grades are offered to continue their<br />

studies. A continuing programme in Midwifery is offered to registered nurses<br />

leading to a Cand.Obstetricorum degree.<br />

At the graduate level the Faculty of Nursing offers an MS programme, which<br />

requires additional 60 credits after completion of the BS degree. MS students<br />

choose between a 15-credit clinical track with a research project and an extensive<br />

30-credit research project.<br />

A 20 or 30-credit programme in various fields of specialized nursing is also<br />

offered at the graduate level, leading to a Diploma Certificate in Specialized<br />

Nursing. Additionally, the Faculty of Nursing offers a doctoral programme, which<br />

is a 90 credit programme for those students who have completed an MS degree<br />

in nursing or midwifery or a comparable degree.<br />

Faculty of Pharmacy<br />

The five-year course of study in Pharmacy leads to the cand.pharm. Degree<br />

(Master of Science in Pharmacy), which is a professional qualification. Both<br />

independent research and practical experience are important elements of the<br />

programme.<br />

The Faculty also offers a two year MS and three year Ph.D. programme<br />

in pharmaceutical sciences.<br />

Faculty of Science<br />

The Faculty of Science is comprised of six departments: Biology, Chemistry,<br />

Geosciences, Physics, Mathematics and Food Science. In the Chemistry<br />

Department major programmes are available in Chemistry and Biochemistry.<br />

The Geosciences Department offers major study in Geology, Geography and<br />

Tourism Studies. Within the Physics Department, students can specialize in<br />

Theoretical Physics, Applied Physics or Geophysics. Students in the Mathematics<br />

Department can specialize in Pure or Applied Mathematics.<br />

Generally, the programmes of study take three years to complete and lead to a<br />

B.S. degree. A thesis is required in Geology and Geography but is optional in the<br />

other fields.<br />

For students having completed their B.S. degree, an M.S. programme is offered in<br />

all departments, generally requiring two years of study, including course instruction<br />

and thesis work, leading to an MS-degree (60 units) and an MPaed-degree<br />

for qualification as a secondary-school teacher. All departments offer also a doctoral<br />

study (Ph.D.). The doctoral study is at least 90 credits after the M.S. programme.<br />

If the doctoral programme is entered after the B.S. degree, it is at least<br />

120 credits. The thesis is at least 90 credits.<br />

In addition, the Faculty of Science offers an interdisciplinary Masters Programme<br />

in Environmental Science Natural Resource Management in cooperation with<br />

other faculties.<br />

Faculty of Social Sciences<br />

The Faculty of Social Sciences is the largest faculty at the University of Iceland.<br />

The Faculty has seven departments and offers undergraduate and graduate<br />

studies in all the main fields of study.<br />

Students can major in Education, Ethnology, Library and Information<br />

Science, Political Science, Psychology, Social Anthropology, Social Work and<br />

Sociology. Minor options are offered in Media Studies, Museum Studies, Gender<br />

Studies, Urban Studies and Industrial Relations and Human Resource<br />

Management. Students may elect to take the entire BA- programme in one<br />

major subject. Alternatively, they can spend two years studying in their major<br />

field and one year in their minor field.<br />

The following graduate studies are offered in the Faculty of Social Sciences: MA<br />

in International Relations, MA in Development Studies, MA in Gender Studies,<br />

MA in Disability Studies, MA in Education, MA in Education. Teacher Studies, MPA<br />

in Public Administration,<br />

292


MA in Political Science, MA in Anthropology, MA in Ethnology, MA and cand. psych<br />

degree in Psychology,<br />

MA and MSW in Social Work, MA in Sociology, MA in Journalism and Mass<br />

Communication, MA in Career Councelling and Guidance and MLIS in Library and<br />

Information Science.<br />

For those who already have a Bachelor’s degree, the Faculty also offers one-year<br />

professional training programmes: in Education, leading to the Teacher’s<br />

Certificate and Career Councelling and Guidance.<br />

Various postgraduate diplomas are offered (30 ECTS).<br />

Faculty of Theology<br />

The Faculty of Theology offers several types of degrees: a five-year programme<br />

leading to the cand.theol. degree, which qualifies graduates, women as well as<br />

men, to practice as ministers of the National Church of Iceland; a three-year<br />

programme leading to a BA degree in Theology; a degree which confers the right<br />

to work as a deacon; and a masters and doctoral programme in Theology.<br />

Students in the BA programme may study for all three years in the Faculty of<br />

Theology, or they may elect to take a one-year minor subject in another faculty. A<br />

final thesis is required for completion of all the courses of study except that for<br />

qualification as deacon. The Faculty also provides a one-year minor programme<br />

for students from other faculties.<br />

293


Research Institutes<br />

The University has numerous research institutes and affiliated institutions which<br />

function as centres for research, instruction, conferences and many other activities<br />

(www.hi.is/inst).<br />

Árni Magnússon Institute in Iceland<br />

Árnagarður, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4010 • Fax: 525 4035<br />

www.am.hi.is<br />

Centre for Research in the Humanities<br />

Aðalbygging<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4462 • Fax: 525 4410<br />

www.hugvis.hi.is<br />

Centre for Women’s Studies<br />

University of Iceland, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4595 • Fax: 552 1331<br />

www.rikk.hi.is<br />

Department of Anatomy<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4821 • Fax: 525 4893<br />

Department of Biochemistry<br />

and Molecular Biology<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4271 • Fax: 525 4886<br />

Department of Bacteriology<br />

National University Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 1000<br />

Department of Biochemistry<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4842 • Fax: 525 4884<br />

Department of Immunology<br />

National University Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 1000 • Fax: 543 8349<br />

Department of Odontology<br />

Vatnsmýrarvegur 1<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4892 • Fax: 525 4874<br />

Department of Pharmacology and<br />

Toxicology<br />

Neshagi 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 5130 • Fax: 525 5140<br />

Department of Pharmacology<br />

Ármúli 30<br />

IS 108 Reykjavík<br />

Tel: 525 5130 • Fax: 568 0872<br />

Department of Pharmacy<br />

Hagi, Hofsvallagata<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4462 • Fax: 525 4071<br />

Department of Preventive Medicine and<br />

Family Medicine<br />

Neshagi 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 562 9650 • Fax: 562 2013<br />

Department of Psychiatry<br />

National University Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 1000 • Fax: 543 4815<br />

Engineering Research Institute<br />

Smyrilsvegur 22<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4917 • Fax: 525 4632<br />

Environmental Research Institute<br />

Tæknigarður<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 5286 • Fax: 552 5829<br />

www.uhi.hi.is<br />

Ethical Research Institute<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4195 • Fax: 551 2167<br />

Fisheries Research Institute<br />

Tæknigarður, Dunhagi 5<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4056 • Fax: 552 5829<br />

www.sushi.hi.is<br />

Human Behavior Laboratory<br />

Hringbraut 121, 3rd floor<br />

Is 107 Reykjavík<br />

Heimasíða: www.hbl.hi.is<br />

Icelandic Language Institute<br />

Neshaga 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 8530 • Fax: 562 2699<br />

www.ismal.hi.is<br />

Institute of Anthropology<br />

Oddi, Sturlugata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4592<br />

Institute of Biology<br />

The Natural Science Building<br />

Sturlugata 7<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4618 • Fax: 525 4069<br />

Institute of Business Administration<br />

Oddi, Sturlugata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4500 • Fax: 552 6806<br />

Institute of Economics<br />

Aragata 14<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4535 • Fax: 525 4096<br />

www.ioes.hi.is<br />

Institute of Experimental Pathology<br />

Keldur, Vesturlandsvegur<br />

IS 110 Reykjavík<br />

Tel: 585 5100 • Fax: 567 3979<br />

www.keldur.hi.is<br />

Institute of Nursing Research<br />

Eirberg<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4960 • Fax: 525 4963<br />

Institute of Physiology<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4830 • Fax: 525 4886<br />

Institute of Lexicography (Orðabók)<br />

Neshagi 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4191 • Fax: 562 4225<br />

The Vigdís Finnbogadóttir Institute of<br />

Foreign Languages<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4456 • Fax: 525 4410<br />

www.vigdis.hi.is<br />

Institute of History<br />

Árnagarði, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4097 • Fax: 525 4242<br />

Institute of Linguistics<br />

Árnagarður, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4408 • Fax: 525 4242<br />

Institute of Literary Research<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4093 • Fax: 525 4410<br />

Institute of Philosophy<br />

Nýi Garður<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4364 • Fax: 552 1331<br />

294


Institute of Theology<br />

University of Iceland, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4348 • Fax: 552 1331<br />

Law Institute<br />

Lögberg, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 5203 • Fax: 525 4388<br />

Nordic Volcanological Institute<br />

The Natural Science Building<br />

Sturlugata 7<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4491 • Fax: 525 4499<br />

Laboratory, Gynecology and Maternity<br />

Ward<br />

National Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 3327 • Fax: 543 3352<br />

Laboratory of Medical Physics<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4890 • Fax: 525 4884<br />

The Dental Institute<br />

Læknagarður<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4871 • Fax: 525 4874<br />

E-mail: givars@hi.is<br />

The Language Centre<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4593 • Fax: 525 4225<br />

E-mail: ems@hi.is<br />

Science Institute:<br />

Departments of Physics,<br />

Chemistry, Geosciences, Geophysics,<br />

Applied Mathematics and Computer<br />

Science, and Mathematics<br />

Dunhagi 3<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4800 • Fax: 552 8911<br />

Scientific and Technical Information<br />

Services, University of Iceland<br />

Aðalbygging, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4666 • Fax: 525 4723<br />

E-mail: joner@hi.is<br />

Sigurður Nordal Institute<br />

Þingholtsstræti 29<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 562 6050 • Fax: 562 6263<br />

Social Science Research Institute<br />

Aragata 9<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4545 • Fax: 552 6806<br />

Research Liasion Office<br />

Tæknigarður, Dunhagi 5<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4921 • Fax: 552 8801<br />

University Archives<br />

University of Iceland, Suðurgata,<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4371 • Fax: 552 1331<br />

E-mail: skjalasafn@hi.is<br />

Útgefandi: Háskóli Íslands<br />

Ritstjórn: Magnús Diðrik Baldursson og<br />

Magnús Guðmundsson<br />

Hönnun: Hildigunnur Gunnarsdóttir<br />

Prófarkalestur og aðstoð: Ólafur Grímur<br />

Björnsson og Margrét Ludwig.<br />

Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson<br />

Ensk þýðing: W.H. Auden og P.B. Taylor<br />

Umbrot: Háskólaútgáfan, Kristinn<br />

Gunnarsson<br />

Prentun: Prentmet<br />

Upplag: 1.200<br />

Maí 2006<br />

295

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!