11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hagnýtingu upplýsingatækni og kennslufræði í háskólakennslu. Þeim er ætlað að<br />

mæta ólíkum þörfum kennara og misjöfnu þekkingarstigi þeirra. Boðið er m.a.<br />

upp á fræðslu um kennsluaðferðir, kennslutækni, markmiðasetningu og námsmat<br />

auk kennslu á ýmis notendaforrit, s.s. PowerPoint og FrontPage. Kennslumiðstöð<br />

stendur fyrir kynningum á Uglunni, vefkerfi Háskólans.<br />

Kennslumiðstöð hefur umsjón með fjar- og dreifkennslu í Háskólanum en deildir<br />

ákvarða framboðið. Útfærsla námskeiða er með mismunandi hætti, allt frá því að<br />

vera kennd með hefðbundnu sniði í fjarfundum yfir í meira netstudda kennslu;<br />

upptökur, talglærur og umræður á vef. Einnig sér Kennslumiðstöð um skönnun<br />

fjölvalsprófa og véllestur á gögnum.<br />

Kennslumiðstöð er í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni<br />

vegna fjarnáms við HÍ og við Reiknistofnun Háskólans vegna tæknilegra<br />

mála, meðal annars vegna vefkerfis Háskólans.<br />

Kennslumiðstöð er í stöðugri mótun og kappkostar að styðja við bakið á þeim<br />

kennurum sem notfæra sér upplýsingatækni í kennslu, hvort sem hún snýr að<br />

nemendum í staðbundnu námi eða fjarnámi.<br />

Starfsfólk Háskólans getur nýtt sér leiðbeiningavef Kennslumiðstöðvar<br />

(www.kemst.hi.is) en þar eru kennsluleiðbeiningar um Ugluna sem og Power-<br />

Point, Word og fleiri gagnleg forrit. Heimasíðu Kennslumiðstöðvar má finna á<br />

slóðinni: (www.hi.is/page/kennslumidstod).<br />

Námsráðgjöf<br />

Eins og undanfarin ár veitti Námsráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) stúdentum skólans<br />

margvíslegan stuðning og þjónustu á árinu <strong>2005</strong>. Ýmis nýbreytni einkenndi<br />

starfsemina með það að markmiði að gera hana hagkvæmari og auka fjölbreytni í<br />

þjónustu við stúdenta Háskóla Íslands.<br />

Heildarfjöldi heimsókna í NHÍ á árinu <strong>2005</strong> var 4.012 þar af voru 3.170 eða 85%<br />

skráðir nemendur háskólans og 517 óskráðir eða um 15%, langflestir þeirra<br />

væntanlegir stúdentar. Myndin hér að neðan sýnir flokkun heimsókna eftir erindi.<br />

Erindi <strong>2005</strong><br />

1200<br />

1000<br />

953<br />

800<br />

600<br />

400<br />

200<br />

0<br />

169<br />

484<br />

251<br />

466<br />

377<br />

57<br />

345<br />

27<br />

433 450<br />

Rafrræn<br />

ráðgjöf<br />

Prófkvíðanámskeið<br />

Upplýsingaráðgjöf<br />

Strong<br />

(einstaklingar)<br />

Strong<br />

(hópar)<br />

Námsval<br />

Námstækninámskeið<br />

Sérþarfir<br />

Sálfræðileg<br />

ráðgjöf<br />

Persónuleg og<br />

félagsleg úrræði<br />

Vinnubrögð<br />

í námi<br />

Mikil aukning var í rafrænum fyrirspurnum og ráðgjöf á árinu.<br />

Námsráðgjafar héldu fjölmörg námskeið fyrir nemendur skólans, til dæmis um<br />

námsval, þar sem notuð var áhugasviðsskönnunin Strong um námstækni og<br />

skilvirk vinnubrögð í háskólanámi og um að takast á við prófkvíða.<br />

Í Námsráðgjöf Háskóla Íslands starfa Arnfríður Ólafsdóttir deildarstjóri, Ragna<br />

Ólafsdóttir sálfræðingur, Auður R. Gunnarsdóttir sálfræðingur/námsráðgjafi,<br />

Hrafnhildur Kjartansdóttir námsráðgjafi, María Dóra Björnsdóttir námsráðgjafi,<br />

Jónína Kárdal námsráðgjafi, Magnús Stephensen skrifstofustjóri og Ásdís Björk<br />

Jónsdóttir verkefnisstjóri.<br />

44

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!