11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

skyldi. Galdur mannlegra samskipta er kannski umfram allt sá að við erum sífellt<br />

og jafnvel óafvitandi að gefa eitthvað af sjálfum okkur án þess að vænta nokkurs í<br />

staðinn – vegna þess að sameiginlega sköpum við annað og meira en okkur sjálf.<br />

Ég þakka öllu starfsfólki Háskólans heilshugar fyrir stuðning og hvatningu. Ég<br />

þakka menntamálaráðherrum góð samskipti og vil ég sérstaklega nefna Björn<br />

Bjarnason sem ég starfaði lengst með í rektorstíð minni.<br />

Rektor Háskóla Íslands nýtur daglega stuðnings, velvilja, hjálpsemi og fórnfýsi<br />

fjölda fólks bæði innan skólans og utan sem hugsar og vinnur í anda þeirrar hugsjónar<br />

sem gerir Háskóla Íslands að því öfluga fræðasetri sem hann er. Þetta vil<br />

ég sérstaklega segja við Kristínu Ingólfsdóttur nú þegar hún tekur við embætti<br />

rektors Háskóla Íslands. Kristín hefur unnið sér traust, virðingu og stuðning háskólafólks<br />

og það er með mikilli gleði og bjartsýni sem ég við þessi tímamót afhendi<br />

henni rektorsfestina sem er tákn samheldni og hugsjónar Háskóla Íslands.<br />

Ég færi Kristínu mínar bestu óskir um farsæld í rektorsstarfi.<br />

Megi gæfa fylgja henni og Háskóla Íslands.<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Hlutverk Háskóla Íslands<br />

Ræða við embættistöku rektors Háskóla Íslands<br />

30. júní <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, viðskiptaráðherra, frú<br />

Vigdís Finnbogadóttir, fráfarandi rektor, fyrrverandi rektorar Háskóla Íslands,<br />

rektorar annarra háskóla, kæra samstarfsfólk, góðir gestir.<br />

I.<br />

Ég þakka Páli Skúlasyni, fyrir hönd Háskóla Íslands, fyrir að leiða skólann styrkri<br />

hendi á miklu uppbyggingarskeiði, þakka honum fyrir ósérhlífni og metnaðarfullt<br />

og árangursríkt starf.<br />

Ég vil jafnframt þakka Páli fyrir þann einlæga stuðning sem hann hefur sýnt mér<br />

við þessi rektorsskipti. Við háskólafólk eigum í Páli sannan vin og traustan og<br />

það er okkur ómetanlegt.<br />

II.<br />

Við þessi tímamót er hollt að íhuga hlutverk Háskóla Íslands í samfélaginu.<br />

Háskóli Íslands er einstök stofnun, tíu þúsund manna kröftugt samfélag vísindamanna,<br />

kennara, nemenda og annarra starfsmanna. Hér um bil aldarlöng saga<br />

Háskólans er samofin sjálfstæðissögu Íslands og sjálfsmynd, samofin uppbyggingu<br />

þekkingarsamfélags og vegferð þjóðarinnar frá fátækt til bjargálna.<br />

Það hefur verið gæfa þjóðarinnar að leiðtogar hennar hafa skilið að háskólastarfið<br />

er langtíma uppbyggingarstarf og árangur er best tryggður ef myndarlega er staðið<br />

að starfseminni og þekkingarleitin innan veggja háskólans er óbundin og óheft.<br />

Háskóli Íslands hefur verið og er helsta vísindastofnun þjóðarinnar. Skólinn hefur<br />

menntað þúsundir Íslendinga á fjölmörgum fræðasviðum og þannig hefur hann<br />

með vísindastarfi og menntun byggt upp hjá þjóðinni þekkingu sem er henni<br />

sannkölluð auðlind.<br />

Með elju og metnaði hafa íslenskir vísindamenn náð afburðaárangri í mörgum<br />

fræðigreinum. Þessi árangur endurspeglast í sumum tilfellum í því að Ísland er á<br />

alþjóðavettvangi talin þungamiðja viðkomandi fræða. Slíkur árangur skapar okkur<br />

sérstöðu og samkeppnisforskot.<br />

Háskóli Íslands hefur jafnframt lagt af mörkum til alþjóðasamfélagsins og auðgað<br />

heimsmenningu með því að taka á móti erlendum stúdentum, bæði í grunnnám<br />

og framhaldsnám. Kennarar frá Háskólanum hafa jafnframt farið utan og kennt<br />

sérhæfð námskeið fyrir erlenda doktorsnema.<br />

262

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!