11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

landic On-line er þróað á vegum Háskóla Íslands í samstarfi Stofnunar Sigurðar<br />

Nordals, íslenskuskorar Háskóla Íslands, Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands,<br />

fimm evrópskra háskóla og háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum.<br />

Þriðju verðlaun hlaut verkefnið Samspil gæðaþátta, fasteignaverðs og verðbólgu,<br />

sem var lagt fram af Ásdísi Kristjánsdóttur og Ásgeiri Jónssyni. Nákvæmni við<br />

mælingar á vísitölu neysluverðs skiptir gríðarmiklu máli þar sem flest íslensk lán<br />

eru verðtryggð og Seðlabanki Íslands hefur sérstakt tölulegt verðbólgumarkmið<br />

sem miðast við vísitölu neysluverðs. Niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á<br />

fasteignamarkaðnum Reykjavík og tölfræðigreiningar á 16.000 kaupsamningum í<br />

meistararitgerð Ásdísar Kristjánsdóttur benda til þess að hugsanlega séu núverandi<br />

viðmið ekki nægjanlega góð. En ljóst er að skekkja í mælingum getur leitt af<br />

sér milljarðatap fyrir heimilin í landinu vegna ofáætlaðra verðtrygginga. Niðurstöður<br />

verkefnisins eru afar hagnýtar og munu væntanlega leiða til meiri nákvæmni<br />

í verðbólgumælingum hérlendis sem ættu að nýtast þeim aðilum sem<br />

með málið fara, s.s. Hagstofu Íslands og Seðlabankanum.<br />

Samkeppnin Uppúr skúffunum var nú haldin í sjöunda sinn. Í máli háskólarektors<br />

kom fram að unnið hefur verið með mörg þeirra verkefna sem hafa verið verðlaunuð.<br />

Fimm af sex hugmyndum sem hafa fengið fyrstu verðlaun hafa fundið sér<br />

farveg í sprotafyrirtækjum og af þeim eru þrjú sprotafyrirtæki sem talsverðar<br />

vonir eru bundnar við. Rektor gat þess að þau sprotafyrirtæki sem stofnuð hafa<br />

verið síðustu árin hafa látið Háskóla Íslands fá nokkurn eignarhlut, sem viðurkenningu<br />

á því framlagi sem aðstaða og allt umhverfi hefur lagt af mörkum til að<br />

gera hugmynd að veruleika.<br />

Þrír doktorsnemar hlutu viðurkenningar úr Verðlaunasjóði<br />

Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar<br />

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala veitti í<br />

október í annað sinn viðurkenningar fyrir rannsóknir á sviði lyfjafræði. Að þessu<br />

sinni voru verðlaunahafarnir þrír doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands,<br />

þau Hákon Hrafn Sigurðsson, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Þórunn Ósk<br />

Þorgeirsdóttir. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til<br />

minningar um föður sinn Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki<br />

og eiginkonu hans Bergþóru Patursson. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla Íslands<br />

og er ætlað að styrka vísindaleg afrek á sviði lyfjafræði, rannsóknir og<br />

framhaldsnám í faginu.<br />

Hákon Hrafn Sigurðsson lauk kandídatsprófi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

árið 1999 og hóf doktorsnám 2001 undir leiðsögn Þorsteins Loftssonar prófessors.<br />

Rannsóknir Hákons snúa að því hvernig lyf fer inn í augað og dreifist þegar<br />

þangað er komið, með það að markmiði að þróa nýja augndropa sem skila lyfjum<br />

betur inn í auga en almennt þekkist í dag.<br />

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir lauk kandídatsprófi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

árið 2000 og hóf doktorsnám haustið 2001 á sviði lyfja- og efnafræði náttúruefna<br />

undir leiðsögn Elínar Soffíu Ólafsdóttur dósents. Doktorsverkefni Sesselju<br />

felst í því að einangra og ákvarða byggingu fjölsykra úr íslenskum fléttutegundum<br />

og kanna áhrif þeirra á hina ýmsu þætti ónæmiskerfisins með það að<br />

meginmarkmiði að finna tengsl milli byggingar þeirra og verkunar.<br />

Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir lauk kandídatsnámi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

vorið 2000 og hóf doktorsnám haustið 2000 undir leiðsögn Þórdísar Kristmundsdóttur<br />

prófessors. Doktorsverkefni Þórunnar felst í rannsóknum á fitusýrum og<br />

mónóglýseríðum sem sýnt hafa veiru-, bakteríu- og sveppadrepandi eiginleika en<br />

markmið verkefnisins er að hanna stöðugt og virkt lyfjaform til meðferðar á húð<br />

og slímhúðarsýkingum.<br />

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var lyfjafræðingur og apótekari í Reykjavíkurvíkurapóteki<br />

frá því hann lauk námi 1918 og fram til ársins 1962. Hann var einn af<br />

stofnendum Lyfsalafélags Íslands sem síðar varð Apótekarafélag Íslands og formaður<br />

Félags íslenskra lyfjafræðinga um hríð. Þorsteinn var velgjörðarmaður<br />

Háskóla Íslands, stofnaði meðal annars styrktarsjóð við skólann í minningu foreldra<br />

Þórunnar og Davíðs Scheving Thorsteinssonar árið 1940 og gaf Háskólanum<br />

kortasafn sitt, sem prýðir fundarstofu háskólaráðs í Aðalbyggingu skólans. Þá<br />

prýða fágætir munir úr Reykjavíkurapóteki húsnæði lyfjafræðideildar í Haga við<br />

Hofsvallagötu. Þeir voru fluttir þangað úr húsnæði apóteksins í Austurstræti þegar<br />

Háskólinn lagði niður rekstur þess og seldi húsnæðið. Margir þessara muna<br />

bera fagurt vitni um stórhug og fagmennsku apótekaranna í Reykjavíkurapóteki á<br />

fyrri hluta síðustu aldar.<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!