11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjónusta við aðila sem leita upplýsinga um sjávarútveg<br />

Töluverð brögð eru að því að menn leiti til Sjávarútvegsstofnunar með spurningar<br />

og erindi sem varða sjávarútveg og reynir stofnunin að leysa úr þeim eftir megni,<br />

annaðhvort með því að veita svörin sjálf eða koma erindinu áfram til réttra aðila<br />

innan eða utan HÍ Fjölmiðlar leita einnig upplýsinga af ýmsu tagi, tímarit og blöð<br />

fara fram á greinaskrif til fróðleiks og forstöðumaður er beðinn um að tala á<br />

fundum og mannamótum, vera fundarstjóri eða halda hátíðarræður, t.d. á sjómannadaginn<br />

eða 17. júní. Má gera ráð fyrir að viðvik sem undir þennan flokk<br />

falla séu á annað hundrað á ári hverju.<br />

Önnur samstarfsverkefni<br />

• United Nations University – Fisheries Training Programme (Sjávarútvegsskóli<br />

Háskóla Sameinuðu þjóðanna). Háskóli Íslands á formlega aðild að Sjávarútvegsskóla<br />

Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem stofnaður var 1997. Hefur Guðrún<br />

Pétursdóttir átt sæti í stjórn Sjávarútvegsskólans frá stofnun hans.<br />

• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF). Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar<br />

hefur frá 1995 verið einn þriggja fulltrúa Íslands í nefnd á vegum<br />

norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að gera tillögur um norrænar<br />

rannsóknir á sviði sjávarútvegs og skyldra greina. Nefndin sem kallast<br />

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF) setur fram drög að stefnumótun<br />

og metur umsóknir um styrki til sjávarútvegsrannsókna, sem veittir<br />

eru tvisvar á ári. Einnig heldur nefndin þing og fundi og gefur út niðurtöður<br />

rannsókna og annað efni. Guðrún Pétursdóttir var varaformaður NAF og sótti<br />

fjóra fundi erlendis í tengslum við það á árinu.<br />

• Nordic Marine Academy tók til starfa 1. mars <strong>2005</strong>. Um er að ræða samnorrænan<br />

háskóla fyrir þá sem stunda meistara- og doktorsnám í fræðum sem<br />

tengjast hafinu eða sjávarútvegi. Skólinn er fjármagnaður af norrænu ráðherranefndinni<br />

þar sem embættismannanefndin um sjávarútveg (NEF) og<br />

Norræna vísindaráðið (NordForsk) leggja hvort um sig fram 50 m.kr. á fimm<br />

árum. Höfuðviðfangsefni NMA er að stuðla að auknu framboði námskeiða á<br />

ýmsum sviðum sjávarútvegs fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi.<br />

Einnig mun hann bjóða símenntun fyrir sérfræðinga og fræðslu fyrir<br />

fjölmiðlafólk. Öll fyrirtæki og stofnanir á Norðurlöndum, sem stunda rannsóknir<br />

og kennslu tengda sjávarútvegi, geta tekið þátt í skólanum. Guðrún<br />

Pétursdóttir er formaður nýrrar skólastjórnar.<br />

• FAO Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Guðrún Pétursdóttir er<br />

tilnefnd af aðalritara FAO í átta manna hóp ráðgjafa um málefni sjávarútvegs,<br />

Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Aðalritarinn getur leitað til<br />

ráðgjafanna um hvaðeina sem varðar málaflokkinn en þeir hittast einnig<br />

formlega annað hvert ár og leggja fram drög að stefnu FAO í sjávarútvegsmálum.<br />

• North Atlantic Islands Programme (NAIP). Sjávarútvegsstofnun hefur um<br />

árabil tekið virkan þátt í starfi North Atlantic Islands Programme (NAIP) sem<br />

er samstarf sjö eyþjóða í Norður-Atlantshafi um kennslu, rannsóknir og viðskipti.<br />

Þetta verkefni hefur verið í gangi frá 1995 og taka þátt í því háskólar,<br />

aðrar stofnanir og fulltrúar atvinnulífisins frá eftirtöldum eyjum: Nýfundnalandi,<br />

Prince Edward Island, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og eynni<br />

Mön, auk Íslands.<br />

• Sumarskóli á vegum NorFA. Sjávarútvegsstofnun hefur frá 1998 tekið þátt í<br />

skipulagningu og framkvæmd sumarskóla sem haldnir hafa verið í Kristineberg<br />

Marine Research Station við Gullmarsfjorden í Svíþjóð í júní og standa<br />

í viku. Þátttakendur eru árlega um 50 nemendur í doktorsnámi á Norðurlöndum<br />

en kennarar eru vísindamenn í þessum fræðum sem þekktir eru á<br />

alþjóðavettvangi.<br />

• Arctic Biology. Sjávarútvegsstofnun og Líffræðistofnun Háskólans áttu frumkvæði<br />

að samstarfi við Denmark’s International Study Programme (DIS) um<br />

sumarskóla í líffræði heimskautasvæða. Þessi námskeið eru ætluð bandarískum<br />

háskólanemum og markaðssett af DIS um gervöll Bandaríkin. Námskeiðin<br />

standa í sex vikur frá miðjum júní til júlíloka og hafa verið haldin árlega<br />

frá 1996. Undanfarin tvö ár hefur jarðfræðinámskeið verið kennt samhliða<br />

líffræðinni. Umsjón námskeiðanna hefur verið í höndum Guðrúnar Lárusdóttur<br />

líffræðings og eru þau nú haldin á vegum DIS og Endurmenntunar<br />

HÍ (sjá www.disp.dk).<br />

• Samstarf við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn. Sjávarútvegsstofnun<br />

hefur undanfarin ár tekið að sér kennslu og kynningu á sjávardýrum<br />

fyrir öll 11 ára skólabörn í Reykjavík. Fyrr á árum bauð Sjávarútvegsstofnun<br />

námskeið um fjöruferðir og fiskabúr fyrir leikskólakennara og komust færri<br />

að en vildu. Í núverandi verkefni er farið með börnin á bát út á Sundin, sýni af<br />

lífríki sjávar tekin, greind og skoðuð þar og fjallað um hafið í breiðu sam-<br />

223

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!