11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

un var notað við ráðgjöf um stjórn veiða á rjúpu á árinu. Þá var unnið að áframhaldandi<br />

þróun á reiknilíkönum á göngum loðnu með það að markmiði að samræma<br />

gagnaumgjörðina fyrir svonefnd eindalíkön annars vegar og samfelld líkön<br />

hins vegar og gera stikamat fyrir slík líkön sem hagkvæmast.<br />

Unnið var að þróun tölfræðiaðferða í sameindaerfðafræði í samvinnu við háskóla í<br />

Bandaríkjunum. Einnig var unnið að rannsóknum á tví-Hamilton hreyfikerfum.<br />

Í samvinnu við vísindamenn í Kanada hefur verið unnið að þróun á aðferðum við<br />

að bæta mat á göngum með notkun sveimferlalíkana á gögn úr síritandi fiskmerkjum<br />

og staðsetningarmerkjum á selum.<br />

Áfram hefur verið unnið að prófunum á mismunandi stjórnkerfum fiskveiða með<br />

líkönum sem taka tillit til áhrifa svæðalokana, kvótakerfa og takmarkana sóknardaga<br />

og áhrifa slíkra takmarkana á lífkerfið. Hér eru notuð líkön sem innihalda<br />

lýsingu á lífkerfinu og hagfræðileg líkön sem lýsa viðbrögðum flotans við mismunandi<br />

stjórnkerfum.<br />

Unnið var í samvinnu við fyrirtækið Stofnfisk að þróun líkana til að lýsa áhrifum<br />

þess á fiskistofna að velja úr þeim fyrir tveimur erfðaþáttum samtímis.<br />

Unnið var að reikniriti og forriti í Matlab og C til að meta stika margvíðra tímaraðalíkana<br />

þegar gögn eru götótt.<br />

Unnið var áfram að rannsóknum á Palmvenslum fyrir margvíð punktferli, slembimengi<br />

og slembimál og kom út rannsóknaskýrsla um Palmvensl slembimengja í<br />

margvíðri grind á árinu. Einnig birtist grein í tímaritinu Bulletin of Kerala Mathematics<br />

Association um tengingu slembiferla.<br />

Unnið var að þróun nýrra lærdómslíkana til greiningar á nokkrum algengum heilasjúkdómum<br />

(s.s. Alzheimer) út frá heilariti.<br />

Unnið hefur verið við nýjar leitaraðferðir fyrir ólínuleg bestunarverkefni, þar á<br />

meðal nýja aðferð til að innleiða staðgengilslíkön í víðfeðma bestun og samhliða<br />

útfærslur á slembileitaralgrími. Á árinu birtist grein í IEEE Transactions on Systems,<br />

Man and Cybernetics í samvinnu við vísindamenn við háskólann í Birmingham.<br />

Einnig birtist grein í IEEE Transactions on Evolutionary Computation í samvinnu<br />

við vísindamenn við háskólann í Essex. Þá lauk verkefni um flokkun heilarita<br />

með stoðvigravélum; nokkrar skýrslur birtust á árinu um þetta verkefni.<br />

Tómas P. Rúnarsson, fræðimaður við stofuna, var á árinu skipaður í ritstjórn<br />

tímaritsins IEEE Transactions on Evolutionary Computation. Hann situr einnig í<br />

IEEE Evolutionary Computation Technical Committee: Games Working Group.<br />

Unnið er að skipulagningu ráðstefnunnar 9th International Conference on Parallel<br />

Problem Solving from Nature sem haldin verður á Íslandi 9.-13. september 2006.<br />

Reiknifræðistofa stóð ásamt stærðfræðistofu að 24. norræna og 1. fransk-norræna<br />

stærðfræðingaþinginu sem haldið var hér 6.-9. janúar <strong>2005</strong> á vegum íslensku<br />

og frönsku stærðfræðafélaganna. Tóku 195 stærðfræðingar þátt í þinginu,<br />

þar af rúmlega 20 Íslendingar. Þá stóð reiknifræðistofa að 2. íslensku líkindaráðstefnunni<br />

sem haldin var 4.-5. janúar <strong>2005</strong> sem ein af fylgiráðstefnum áðurnefnd<br />

þings og tóku 26 þátt í henni þar af 5 Íslendingar. Á árinu hófst undirbúningur að<br />

stofnun tölfræðimiðstöðvar við stofnunina.<br />

Stærðfræðistofa<br />

Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.<br />

Þar störfuðu á árinu átta kennarar í raunvísindadeild og sex sérfræðingar.<br />

Tveir hinna síðarnefndu sitja í postdoc-stöðum og eru laun þeirra greidd af öndvegisstyrk<br />

Lárusar Thorlacius og Þórðar Jónssonar. Við stofuna voru jafnframt<br />

sex stúdentar í rannsóknatengdu námi, þar af einn í doktorsnámi.<br />

Viðfangsefni stofunnar eru margvísleg og spanna margar sérgreinar stærðfræði<br />

og stærðfræðilegrar eðlisfræði. Þau helstu eru á sviði algebru og algebrulegrar<br />

rúmfræði, tvinnfallagreiningar og fágaðrar rúmfræði, skammtasviðsfræði,<br />

strengjafræði, óvíxlinnar rúmfræði, diffurrúmfræði, fellagreiningar og netafræði.<br />

160

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!