11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

meðan. Auk Eyjólfs og Sabine störfuðu 7 nemendur í tímavinnu á árinu: Frans W.<br />

Kjartansson, Claudia Overesch, Charlotte Bartkowiak, Tinna Þ. Þorvaldsdóttir,<br />

Katelin Parsons, Raphael Cornu og Edda Ýr Maier.<br />

Starfsemi<br />

Aðalhlutverk miðstöðvarinnar er að gefa öllum nemendum og starfsfólki skólans<br />

kost á því að bæta tungumálakunnáttu sína. Í samvinnu við hugvísindadeild er<br />

boðið upp á hagnýt tungumálanámskeið sem opin eru öllum nemendum Háskólans.<br />

Í desember <strong>2005</strong> luku 64 nemendur námi á þessum námskeiðum. Sex<br />

tungumál eru í boði, danska, enska, franska, ítalska, spænska og þýska. Hér er<br />

um nemandastýrt tungumálanám að ræða þar sem nemendur vinna sjálfstætt<br />

undir handleiðslu kennara og nýta sér tækja- og námsgagnakost miðstöðvarinnar.<br />

Tungumálamiðstöðin skipuleggur einnig tungumálanámskeið fyrir starfsfólk<br />

HÍ og er það í samvinnu við starfsmannasvið. Á vormisserinu hélt miðstöðin<br />

dönskunámskeið fyrir starfsfólk sem var í umsjón Annette Pedersen. Á haustmisserinu<br />

var svo boðið upp á íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn skólans<br />

og fékkst til þess styrkur úr Háskólasjóði. Kolbrún Friðriksdóttir var umsjónarkennari<br />

þessa námskeiðs og henni til aðstoðar var Hildur Karítas Jónsdóttir.<br />

Auk tungumálanámskeiða býður miðstöðin upp á alþjóðleg stöðupróf í þýsku og<br />

spænsku. Þýsku TestDaF prófin eru í umsjón Carstens Thomas en Hólmfríður<br />

Garðarsdóttir og Isaac Juan Tomás sjá um spænsku DELE prófin.<br />

Tungumálamiðstöðin er í margskonar samstarfi við erlenda aðila. Hún er meðlimur<br />

í CERCLES (Confédération Européenne des Centres de Langues de l’Enseignement<br />

Supérieur) sem eru evrópusamtök tungumálamiðstöðva á háskólastigi.<br />

Seint á árinu hófst svo formlegt samstarf við Cervantesstofnunina á Spáni<br />

um svo kallaða Cervantesstofu sem verður hýst í Tungumálamiðstöð. Um er að<br />

ræða útibú frá Cervantesstofnun þar sem hægt verður að nálgast ýmsar<br />

upplýsingar s.s. námsgögn og spænskt menningarefni. Isaac Juan Tomás verður<br />

umsjónarmaður Cervantesstofu.<br />

Auk þessa er miðstöðin þátttakandi í Evrópsku samstarfsverkefni er nefnist Linguanet<br />

Europa. Um er að ræða upplýsingagátt fyrir tungumálanám og -kennslu. Hildur<br />

Karítas Jónsdóttir og Eyjólfur Már Sigurðsson hafa starfað að þessu verkefni fyrir<br />

Tungumálamiðstöðina frá 2003. Upplýsingagáttin verður opnuð í nýrri mynd í lok<br />

árs 2006 og verður þá aðgengileg á 11 tungumálum m.a. íslensku.<br />

Rannsóknir<br />

Háskóli Íslands rekur hvatakerfi sem samanstendur af rannsóknasjóðum, akademísku<br />

framgangskerfi og launaumbun. Forsenda hvatakerfisins er mat á rannsóknum<br />

sem byggist á alþjóðlegum viðmiðunum. Háskólakennarar og sérfræðingar<br />

skila árlega skýrslu um rannsóknastörf sín og birt verk. Hin birtu verk eru<br />

metin til svokallaðra rannsóknastiga. Rannsóknavirkni kennara og fræðimanna<br />

Mynd 1. Heildarrannsóknastig Háskóla Íslands 2001-2004.<br />

14.000<br />

13.475<br />

12.000<br />

10.000<br />

8.000<br />

6.000<br />

11.777<br />

9.683 9.426<br />

8.720<br />

11.191 11.096<br />

10.333<br />

2001<br />

2002<br />

2003<br />

2004<br />

4.000<br />

2.000<br />

0<br />

1.613 1.698<br />

1.507 1.670<br />

Háskóli Íslands Tengdar stofnanir Samtals:<br />

48

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!