11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Samskipti Landsbókasafns og Háskóla Íslands<br />

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er skilgreint í lögum sem „sjálfstæð<br />

háskólastofnun með sérstaka stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra“.<br />

Í grein um hlutverk og markmið safnsins er sagt að það sé „þjóðbókasafn<br />

og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er rannsóknarbókasafn sem skal<br />

halda uppi ávirkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða,<br />

stjórnsýslu og atvinnulífs“. Háskóli Íslands og safnið eiga þannig mikilla sameiginlegra<br />

hagsmuna að gæta.<br />

Hinn 18. ágúst 2004 var undirritaður samstarfssamningur milli Landsbókasafns<br />

og Háskólans varðandi ýmsa þætti þar sem hagsmunir stofnananna tveggja liggja<br />

saman. Samkvæmt samningnum eru helstu markmið hans fjögur:<br />

• Að vinna að uppbyggingu safnsins sem þekkingarveitu bæði almennt og á<br />

sérhæfðum sviðum í samráði við deildir Háskólans. Í því skyni er lögð sérstök<br />

áhersla á rafrænar áskriftir og rafræna miðlun upplýsinga.<br />

• Að tryggja aðgang nemenda og starfsfólks Háskólans að fræðilegu efni án<br />

tillits til búsetu.<br />

• Að tryggja öfluga notendafræðslu sem miði að upplýsingalæsi háskólanema<br />

og nái til allra deilda HÍ<br />

• Að styrkja safnið sem rannsóknarstofnun á sviði bókfræði og bókasafns- og<br />

upplýsingafræði, m.a. í samvinnu við bókasafns- og upplýsingafræðiskor félagsvísindadeildar<br />

HÍ<br />

Fyrstu samráðsfundir samstarfsnefndar voru haldnir á árinu en í nefndinni sitja<br />

Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu og Sigrún Klara<br />

Hannesdóttir, landsbókavörður. Til umræðu voru ýmis samskiptamál stofnananna<br />

svo sem afgreiðslutími safnsins, staða ritakaupamála, stefnumótun í málefnum útibúa,<br />

aðgangur annarra en nemenda HÍ að neti RHÍ svo dæmi séu tekin.<br />

Af öðrum tengslum milli stofnananna má nefna að tveir stjórnarmenn safnsins<br />

koma frá Háskóla Íslands og landsbókavörður á sæti á háskólafundum. Árið <strong>2005</strong><br />

voru haldnir þrír háskólafundir þar sem rædd voru mál sem ættu að snerta aðgengi<br />

háskólasamfélagsins að upplýsingum og bókasafnsþjónustu. Má þar nefna að rætt<br />

var um gæði meistara- og doktorsnáms við HÍ, um stefnumál Háskólans og einnig<br />

voru kynntar þrjár úttektarskýrslur sem unnar hafa verið um starfsemi Háskólans.<br />

Athygli vekur að bókasafn og upplýsingaþjónusta eru ekki nefnd í neinni af þessum<br />

skýrslum sem undirstaða undir rannsóknir, framhaldsnám og doktorsnám.<br />

Samstarf háskólabókavarða<br />

Bókaverðir á háskólabókasöfnum landsins hittast reglulega til að ræða sameiginleg<br />

málefni. Alls eru þetta 12 aðilar frá 10 stofnunum, þ.e. frá Kennaraháskóla Íslands<br />

(2), Háskólanum á Akureyri (2), Háskólanum í Reykjavík, Listaháskólanum í<br />

Reykjavík, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Tækniskólanum, Bifröst, Hvanneyri og<br />

Hólum auk landsbókavarðar. Á árinu voru haldnir þrír samráðs- og upplýsingafundir.<br />

Á fyrsta fundi kynnti Landsbókasafn tvö af verkefnum safnsins, þ.e. vefsöfnun<br />

og stafræna þjóðbókasafnið. Á öðrum fundi var viðfangsefnið landssamningar<br />

um rafræn tímarit og skipting á kostnaði á milli greiðenda. Á þriðja fundi<br />

var rætt um landsaðgang að tímaritum, um rafræna upplýsingaþjónustu og<br />

Skemmuna og Hlöðuna við Háskólann á Akureyri.<br />

Listasafn Háskóla Íslands<br />

Helstu verkefni og starfsemi<br />

Helstu verkefni forstöðumanns og stjórnar Listasafns Háskóla Íslands er að<br />

varðveita, byggja upp og kynna eftir föngum hina miklu og verðmætu listaverkaeign<br />

safnsins, svo sem með sýningarhaldi, en einnig með mótun heildrænnar<br />

stefnu í innkaupum nýrra verka, í samræmi við sérstöðu safns, safneign og<br />

sýningaraðstöðu. Samkvæmt stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er það hlutverk<br />

safnsins að sinna upplýsinga- og þjónustuhlutverki gagnvart þeim sem<br />

stunda rannsóknir á íslenskri myndlistarsögu. Safnið hefur í samræmi við það<br />

unnið að því á sl. árum að efla tengingu safns við rannsóknar- og kennsluumhverfi<br />

Háskóla Íslands, m.a. við nýtt nám í listfræði við hugvísindadeild. Safnið var<br />

stofnað árið 1980 í tilefni stórrar listaverkagjafar Ingibjargar Guðmundsdóttur og<br />

Sverris Sigurðssonar og fagnaði það því 25 ára afmæli árið <strong>2005</strong>.<br />

Sýningarhald<br />

Verk úr eigu Listasafns Háskóla Íslands er nú að finna á 32 stöðum innan háskólasamfélagsins<br />

og er skipt um uppsetningar reglulega.<br />

242

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!