11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Læknadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Læknisfræðiskor<br />

Almennt<br />

Læknadeild starfar í þremur skorum, læknisfræði, sjúkraþjálfun og nýrri skor,<br />

geisla- og lífeindafræði, sem stofnað var til á árinu. Í upphafi árs var deildarráð<br />

óbreytt frá fyrra ári undir stjórn forseta læknadeildar, Stefáns B. Sigurðssonar,<br />

prófessors, og Kristjáns Erlendssonar, dósents, sem tóku við 1. júlí 2003. Aðrir<br />

fulltrúar deildarráðs voru þau Hannes Pétursson, prófessor, Karl G. Kristinsson,<br />

prófessor, Ásgeir Haraldsson, prófessor, Jón Jóhannes Jónsson, dósent, Bryndís<br />

Benediktsdóttir, dósent og Árni Árnason, dósent, skorarformaður sjúkraþjálfunarskorar,<br />

auk tveggja fulltrúa stúdenta úr hópi læknanema. Hinn 1. júlí <strong>2005</strong> kom<br />

Jónas Magnússon, prófessor, til starfa í deildarráði í stað Hannesar Péturssonar,<br />

prófessors, sem hætti að eigin ósk 1. júlí.<br />

Sjúkraþjálfunarskor hefur sérstaka skorarstjórn; (sjá einnig sérstaka umfjöllun<br />

um þá skor). Deildarforseti situr skorarfundi sjúkraþjálfunarskorar.<br />

Geisla- og lífeindafræðiskor hóf störf á árinu. Var í fyrsta sinn hafin kennsla fyrir<br />

fyrsta árs nema í september <strong>2005</strong> og var kennslan í höndum kennara læknadeildar<br />

auk stundakennara. Fyrstu fastráðnu kennararnir hófu störf í lok ársins. Námið<br />

er áætlað sem 3ja ára nám til BS-prófs að viðbættum tveimur árum til MSprófs.<br />

Ljúka þarf fyrra ári í MS-námi til að fá starfsréttindi sem geislafræðingur<br />

og lífeindafræðingur. Kennslan er í Ármúla 30 fyrst í stað.<br />

Um mitt ár hófst undirbúningur að þverfaglegu námi í lýðheilsufræði undir stjórn<br />

Haralds Briems, dósents í heilbrigðisfræði. Áætlað er að námið geti hafist veturinn<br />

2006/2007.<br />

Skrifstofa læknadeildar sem jafnframt er skrifstofa læknisfræðiskorar er í<br />

Læknagarði. Þar starfa skrifstofustjóri, deildarstjóri, fulltrúi og rekstrarstjóri í 60%<br />

starfi, sem er auk þess í 40% starfi hjá tannlæknadeild.<br />

Starfsfólk<br />

Við læknisfræðiskor störfuðu á árinu 86 fastráðnir kennarar, þar af 60 í hlutastörfum<br />

(37-50%). Fastráðnu kennararnir voru í ársbyrjun 29 prófessorar, einn lét af<br />

störfum fyrir aldurssakir á árinu, 50 dósentar og 6 lektorar. Aðjúnktar (lítið hlutastarf)<br />

voru 53. Hlutastörf klínískra kennara við læknadeildina (yfirleitt 37% og 50%<br />

og til 5 ára) eru yfirleitt tengd a.m.k. 50% starfi á sama fræðasviði á Landspítalaháskólasjúkrahúsi<br />

(LSH) eða annarri stofnun sem læknadeildin hefur samstarfssamning<br />

við (samhliða störf).<br />

Jón Friðrik Sigurðsson var ráðinn í 50% dósentsstarf í sálarfræði.<br />

Tveir læknar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri voru nýráðnir sem kennarar,<br />

Gunnar Þór Gunnarsson í 37% lektorsstarf í lyflæknisfræði og Þorvaldur Ingvarsson<br />

í 37% dósentsstarf handlæknisfræði.<br />

Kristín Ólafsdóttir var ráðin í 37% starf dósents í lyfjahvarfafræði.<br />

Díana Óskarsdóttir var ráðin í 50% aðjúnktsstarf í geislafræði við geisla- og lífeindafræðiskor.<br />

140<br />

Fjárveitingar og útgjöld læknisfræðiskorar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 486.183 324.865 332.846<br />

Fjárveiting 293.158 295.535 339.792

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!