11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Alþjóðlegur sumarskóli<br />

Frá því árið 2003 hefur Rannsóknasetur um smáríki hefur starfrækt sumarskóla<br />

um smáríki og Evrópusamrunann í samstarfi við 11 erlenda háskóla og með árlegum<br />

styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er þverfaglegt námskeið sem stendur í<br />

tvær vikur og er haldið á ensku. Námskeiðið sem haldið var <strong>2005</strong> leiddi að venju<br />

saman bæði íslenska og erlenda nemendur og kennara. Að jafnaði hafa um átta<br />

heimsþekktir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna og Evrópumála séð um<br />

kennsluna og 15-20 erlendir stúdentar hvaðanæva að frá Evrópu hafa sótt námskeiðið<br />

auk fjölda íslenskra stúdenta.<br />

Vefnámskeið<br />

Allir fyrirlestrar á sumarskólanum eru teknir upp, unnir sérstaklega og birtir á<br />

netinu. Samstarfsskólar Smáríkjasetursins geta nýtt sér þessa fyrirlestra bæði til<br />

að bjóða nemendum sínum upp á námskeið sumarskólans í heild sinni eða notað<br />

einn og einn fyrirlestur í námskrá sinni. Þessir rafrænu fyrirlestrar hafa þegar<br />

verið notaðir með góðum árangri í kennslu í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild<br />

HÍ. Vefnámskeiðið er í stöðugri þróun og er uppfært á hverju ári með nýjum fyrirlestrum.<br />

Útgáfa<br />

Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og útgáfu fræðirita og frá því að Alþjóðamálastofnun<br />

var endurskipulögð hafa verið gefnar út sex bækur. Á síðasta ári var<br />

grunnurinn lagður að útgáfu þriggja bóka sem koma út í ár.<br />

• Bók um íslenska utanríkisstefnu frá lokum kalda stríðsins með greinum eftir<br />

15 íslenska fræðimenn.<br />

• Bók um alþjóðamál með greinum eftir unga fræðimenn þar sem lögð er<br />

áhersla á tengsl stjórnmála, hryðjuverka, stríða, mannréttinda og alþjóðahagkerfisins.<br />

• Yfirlitsrit um helstu fræðitexta í smáríkjafræðum undir ritstjórn Christine Ingebritsen,<br />

starfandi rektors Washingtonháskóla í Bandaríkjunum sem jafnframt<br />

situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar.<br />

Aukinn kraftur var settur í ritröð Smáríkjasetursins á síðasta ári og ný ritstjórn<br />

tók við stjórnartaumunum. Í ritstjórninni sitja sjö virtir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna,<br />

þau Anders Wivel frá Kaupmannahafnarháskóla, Annica Kronsell frá<br />

háskólanum í Lundi, Clive Archer og Neill Nugent frá Manchester Metropolitan<br />

háskóla, Iver B. Neumann frá norsku Alþjóðamálastofnuninni, Lee Miles frá Liverpool<br />

háskóla og Richard T. Griffiths frá háskólanum í Leiden í Hollandi.<br />

Önnur verkefni<br />

Stofnanirnar hafa á síðasta ári sinnt afar fjölbreyttum verkefnum. Má þar nefna<br />

m.a. að í samstarfi við bandaríska sendiráðið var unnið að því að koma upp yfirgripsmiklu<br />

bókasafni um öryggis- og varnarmál sem hýst verður í Þjóðarbókhlöðunni<br />

en stefnt er að sams konar bókasafni um smáríkjafræði. Þá hefur Alþjóðamálastofnun<br />

tekið þátt í fjölda fyrirlestra og málþinga og sendi til dæmis íslenska<br />

fræðimenn á ráðstefnu í Líbanon í október <strong>2005</strong>. Heimasíða stofnananna<br />

var endurbætt á síðasta ári og unnið er að uppbyggingu á verkefnabanka með<br />

rannsóknum mastersnema í hinu nýja alþjóðasamskiptanámi. Þegar hefur verið<br />

tryggður rannsóknastyrkur frá Samtökum iðnaðarins fyrir mastersverkefni sem<br />

tengist ESB og íslensku atvinnulífi.<br />

Háskólasetrið á Hornafirði<br />

Almennt<br />

Háskólasetrið á Hornafirði er rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðausturlandi.<br />

Háskólasetrið tók til starfa vorið 2002 með ráðningu forstöðumanns.<br />

Hingað til hefur rekstur háskólasetursins grundvallast á samstarfssamningi milli<br />

Háskóla Íslands, Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Landsvirkjunar,<br />

Siglingastofnunar og Veðurstofunnar. Upphaflegur samningur þessara aðila var til<br />

þriggja ára og var endurnýjaður til eins árs í desember 2004. Háskólasetrið fékk<br />

með tilstyrk sveitafélagsins Hornafjarðar fjárveitingu að upphæð 7 m.kr. á fjárlögum<br />

2006. Háskólasetrið er til húsa í mennta- og menningarsetri Hornfirðinga,<br />

Nýheimum. Háskóli Íslands á þar eigið húsnæði, alls 62,5 m 2 , og eru þar þrjár<br />

skrifstofur.<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Stjórnarformaður Háskólasetursins á Hornafirði er Rögnvaldur Ólafsson, eðlis-<br />

194

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!