11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

sambönd (Polycyclic aromatic hydrocarbons) eru tekin upp af lífverum. Markmið<br />

með þessum rannsóknum var að afla samanburðargagna vegna rannsókna nærri<br />

olíuborpöllum í Norðursjó og víðar.<br />

Ástæður mikils fugladauða í Eystrasalti. Undanfarin ár hefur orðið vart mikils<br />

fugladauða í Eystrasalti. Hér er um að ræða mjög víðtækt vandamál, sem tekur til<br />

fjölmargra tegunda fugla. Enn er óljóst hvað veldur þessum dauða. Dr. Lennart<br />

Balk, ITM, háskólanum í Stokkhólmi, leiðir rannsóknir sem beinast að því að<br />

kanna hvað veldur þessu og eru margvísleg mengandi efni mæld í mörgum<br />

fuglategundum, auk þess sem lífeðlisfræðilegir og lífefnafræðilegir þættir eru<br />

metnir. Mikilvægt er við rannsóknir sem þessar að hafa góð samanburðargögn<br />

frá svæðum, þar sem svona lagað er óþekkt. Í ljósi þessa valdi Balk að nýta íslenska<br />

fugla til samanburðar. Balk og þrír samstarfsmenn hans dvöldust því í<br />

rúman mánuð í Háskólasetri Suðurnesja og öfluðu sýna úr íslenskum eggjum.<br />

Sýnin voru send til Svíþjóðar, þar sem unnið var frekar úr þeim. Þessi sýnataka<br />

var gerð í samstarfi við Gunnar Þór Hallgrímsson og Jörund Svavarsson.<br />

Farhættir sendlinga. Vorið <strong>2005</strong> fóru fram rannsóknir á sendlingum á Rosmhvalanesi<br />

á vegum Gunnars Þórs Hallgrímssonar í samvinnu við dr. Ron W. Summers<br />

og Highland Ringing Group í Skotlandi. Markmið rannsóknanna var að kanna farhætti<br />

hjá langnefjuðum stofni sendlinga sem hefur vetursetu í Vestur-Evrópu en<br />

virðist nota Ísland sem áfangastað á leið til ókunnra varpstöðva.<br />

Vernduð svæði í sjó við Ísland. Sigríður Kristinsdóttir MS nemi. Verkefnið er unnið<br />

í samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness og Svein Kára Valdimarsson, forstöðumann.<br />

Áhrif tófu á varphætti sílamáfs. Frá 2004 hefur Gunnar Þór Hallgrímsson unnið að<br />

doktorsverkefni sínu sem snýr að tófu og sílamáfi. Verkefnið er samstarf Líffræðistofnunar<br />

Háskólans, Náttúrustofu Reykjaness, Háskólaseturs Suðurnesja og<br />

Náttúrufræðistofnunar Íslands. Rannsóknin snýst um að kanna hvað veldur því að<br />

tófan hefur áhrif á útbreiðslu sílamáfsins á Miðnesheiði og athuga hvort tófan geti<br />

einnig haft áhrif á þéttleika og/eða stofnstærð þeirra.<br />

Tilraunir með bóluefni, á vegum Bjarnheiðar Guðmundsdóttur, Sigríður Guðmundsdóttur<br />

og Bryndísar Björnsdóttur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði<br />

að Keldum.<br />

María B. Steinarsdóttir, sjávarlíffræðingur, vann hluta úr árinu í Háskólasetri Suðurnesja.<br />

Rannsóknirnar, sem voru samstarf Háskólasetursins, Náttúrustofu<br />

Reykjaness og Líffræðistofnunar Háskólans, fólust í kortlagningu á fjörum<br />

Reykjaness.<br />

Háskóli Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar rekur Rannsókna- og<br />

fræðasetur Vestmannaeyja (Setrið) sem er til húsa á Strandvegi 50 í Vestmannaeyjabæ.<br />

Setrið hefur aðstöðu á annarri og þriðju hæð sem eru alls 634 m 2 sem<br />

skiptast í séraðstöðu (240 m 2 ) og sameiginlega aðstöðu (393 m 2 ).<br />

Setrið var formlega opnað í október 1994 og var það fyrsta fræðasetur Háskóla Íslands<br />

á landsbyggðinni. Setrið í Eyjum hefur síðan verið fyrirmynd margra annarra<br />

fræðasetra á landsbyggðinni. Í Setrinu sameinast undir einu þaki þær stofnanir<br />

í Vestmannaeyjum sem starfa að grunnrannsóknum, hagnýtum rannsóknum,<br />

gagnasöfnun og nýsköpun í atvinnulífinu, ásamt því að gera ýmsar þjónustumælingar<br />

fyrir opinbera aðila og fyrirtæki. Í Setrinu er einnig miðstöð fullorðinsfræðslu<br />

og fjarkennslu á háskólastigi. Nú eru í Setrinu auk Háskóla Íslands Hafrannsóknastofnun,<br />

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Náttúrustofa Suðurlands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Svæðisvinnumiðlun<br />

Suðurlands og VISKA, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.<br />

Hlutverk Setursins er að sinna rannsóknum og þróun á breiðu sviði sjávarútvegs<br />

í samvinnu við atvinnulífið í Eyjum og að stunda rannsóknir á og safna<br />

gögnum um náttúru Suðurlands. Einnig er því ætlað að stuðla að samvinnu við<br />

200

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!