11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Að því búnu nefndi ég þrjú verkefni sem þyrfti að sinna hið bráðasta: Uppbyggingu<br />

framhaldsnáms (þ.e. meistara- og doktorsnáms), málefnum starfsfólks og<br />

kynningu á starfsemi Háskólans.<br />

Í stefnuræðu sem ég flutti ári síðar, haustið 1998, eftir eins árs reynslu af rektorsstarfi,<br />

gerði ég svo miklu ítarlegri grein fyrir háskólahugmyndinni, yfirvofandi<br />

breytingum á rekstri og stjórn Háskólans með nýjum samningum við stjórnvöld<br />

og nýrri lagasetningu, margvíslegum nýmælum í starfi skólans, áformum um Háskólatorg<br />

og kjarnanum í starfsmannastefnu Háskólans ásamt miklum og auknum<br />

væntingum sem íslenskt þjóðfélag og almenningur bindur við starfsemi skólans,<br />

ekki síst til að auka lýðræði og málefnalega umræðu.<br />

Þegar ég nú lít til baka yfir þau átta ár sem ég hef fengið að vera í forsvari fyrir<br />

uppbyggingu Háskólans er það mér gleðiefni að sjá að flest af því sem ég fjallaði<br />

um í þessum fyrstu stefnuræðum hefur náð fram að ganga. Í þessu sambandi er<br />

rétt að geta þess að öflugur samhljómur var í málflutningi frambjóðenda til rektorskjörs<br />

árið 1997. Sá samhljómur bar vott um mikla samstöðu meðal háskólafólks<br />

um það sem gera þyrfti til að byggja upp Háskólann. Segja má að háskólasamfélagið<br />

hafi sammælst um að fela nýjum rektor að tala fyrir tilteknum málum.<br />

Hér ber hæst áherslu á uppbyggingu framhaldsnáms. Frá árinu 1998 hefur<br />

meistara- og doktorsnám eflast mjög og afköst í rannsóknum stóraukist. Þetta<br />

eru merkustu nýmælin í háskólastarfi á Íslandi frá því um 1970 þegar fjöldi nýrra<br />

greina var tekinn upp til BA-prófs í Háskólanum. Með mótun meistara- og doktorsnáms<br />

hefur Háskóli Íslands tekið stakkaskiptum og lagt grunn að eiginlegu<br />

þekkingarsamfélagi á Íslandi. Þessi þróun hefur mikil og margvísleg áhrif á efnahags-<br />

og menningarlíf þjóðarinnar og ekki síst á starfsemi annarra háskólastofnana<br />

í landinu. Samhliða þessu hafa mörg nýmæli verið tekin upp og veigamiklar<br />

breytingar orðið í starfsemi skólans. Auk uppbyggingar meistara- og doktorsnáms<br />

læt ég nægja að nefna þrennt sem ég tel sérstaklega þýðingarmikið. Í fyrsta<br />

lagi tilkomu háskólafundar í stjórnkerfi Háskólans, en hann er samráðsvettvangur<br />

deilda og stofnana og hefur átt mestan þátt í skipulegri stefnumótun og<br />

áætlanagerð innan skólans að undanförnu. Starf fundarins hefur gegnt lykilhlutverki<br />

í því að efla og treysta samstöðu og samstarf háskóladeilda og háskólastofnana.<br />

Í öðru lagi vil ég nefna ákvörðun um byggingu Háskólatorgs sem mun<br />

gjörbreyta aðstæðum og starfsumhverfi háskólafólks og gesta Háskólans og<br />

treysta enn frekar samstöðu og samstarf innan skólans. Í þriðja lagi nefni ég fjölbreytt<br />

og öflugt kynningarstarf sem unnið hefur verið í Háskólanum, en sterk vísbending<br />

um árangur þess er sú staðreynd að traust þjóðarinnar til Háskóla Íslands<br />

hefur vaxið úr 75% árið 1997 í 86% á þessu ári. Þetta jákvæða viðhorf þorra<br />

almennings til starfsemi Háskólans er að sjálfsögðu afar dýrmætt.<br />

Þá er einnig ærið tilefni til að ræða þær gagngeru breytingar sem orðið hafa á<br />

ytra umhverfi og aðstæðum Háskólans á síðustu árum, ekki síst með tilkomu<br />

nýrra háskóla sem ekki eru hugsaðir eða reknir á sömu forsendum og Háskóli<br />

Íslands. Þetta tengist háskólahugsjóninni sem ég gerði að umtalsefni í upphafi.<br />

Ljóst er að hver háskóli hlýtur að fylgja henni á sinn hátt og skilgreina hlutverk<br />

sitt miðað við aðstæður sínar og sérstök verkefni. Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli<br />

Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa eins og nöfnin bera með sér<br />

hver sitt sérstaka hlutverk, Háskólinn á Akureyri ákvað snemma að svara sérstaklega<br />

þörfum og kalli landsbyggðarinnar, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn<br />

á Bifröst hafa hvor með sínum hætti skilgreint hlutverk sitt með hliðsjón<br />

af sértækum þörfum atvinnu- og efnahagslífsins, og Hólaskóli, sem er í senn<br />

yngsti og elsti háskóli landsins, fer eigin leiðir í ljósi menningarlegrar og sögulegrar<br />

sérstöðu sinnar. Ég tel miklu skipta að allir sem trúa á gildi vísinda og<br />

fræða fyrir íslenskt samfélag sameinist um að efla háskólasamfélagið á Íslandi<br />

sem eina heild. Í þeim anda undirrituðu rektorar íslenskra háskóla sameiginlega<br />

yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla í Hátíðarsal Háskóla Íslands 15. júní sl.<br />

Í upphafi hennar segir:<br />

„Hlutverk háskóla er að skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar,<br />

-varðveislu og -miðlunar á sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóna<br />

þeir fræðunum og langtímahagsmunum samfélagsins.<br />

Háskólar miðla þekkingu til samfélagsins og efla einstaklinga til þroska og sjálfstæðis.<br />

Þeir eru vettvangur gagnrýninna vinnubragða og öflunar og úrvinnslu<br />

nýrrar þekkingar. Í þeim mætast straumar alþjóðlegra hugmynda og í ljósi þeirra<br />

er menningararfur rannsakaður, varðveittur og efldur.<br />

259

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!