11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hugvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit<br />

Hugvísindadeild skiptist í sjö skorir: bókmenntafræði- og málvísindaskor, enskuskor,<br />

heimspekiskor, íslenskuskor, sagnfræðiskor, skor rómanskra og klassískra<br />

mála og skor þýsku og Norðurlandamála. Skorarformenn eiga sæti í deildarráði<br />

ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Deildarforseti var Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, en varadeildarforseti<br />

Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku. Nýir skorarformenn á haustmisseri<br />

voru Sigríður Þorgeirsdóttir (heimspekiskor), Birna Arnbjörnsdóttir (enskuskor)<br />

og Sveinbjörn Rafnsson (sagnfræðiskor), en Ástráður Eysteinsson (bókmenntafræði-<br />

og málvísindaskor) tók sæti í deildarráði í upphafi árs. Fulltrúar nemenda<br />

voru Sigurrós Eiðsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson.<br />

Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar við deildina alls 84, þ. e. 26 prófessorar, 23<br />

dósentar, 12 lektorar, 17 aðjúnktar og sex erlendir sendikennarar. Auk þess<br />

starfa fjölmargir stundakennarar við deildina. Tveir prófessorar eru í leyfi, en<br />

Páll Skúlason gegndi starfi rektors HÍ til miðs árs og Mikael M. Karlsson er<br />

deildarforseti Laga- og félagsvísindadeildar við Háskólann á Akureyri. Nokkrar<br />

breytingar urðu á starfsliði deildarinnar. Hólmfríður Garðarsdóttir og Pétur<br />

Knútsson hlutu framgang í dósentsstarf. Guðrún Nordal, Bergljót S. Kristjánsdóttir,<br />

Julian M. D’Arcy og Anna Agnarsdóttir hlutu framgang í starf prófessors.<br />

Jón R. Gunnarsson lektor í almennum málvísindum lét af störfum vegna aldurs.<br />

Kristjana Kristinsdóttir var ráðin í hálf starf lektors í skjalfræðum, en sú staða<br />

er styrkt af Þjóðskjalasafni Íslands. Tveir nýir lektorar voru ráðnir í íslensku,<br />

Sveinn Yngvi Egilsson og Dagný Kristjánsdóttir, en hún hlaut framgang í starf<br />

prófessors litlu síðar. Einn nýr lektor í dönsku var ráðinn tímabundið til eins<br />

árs, Jon C. Milner og Rikke Houd var ráðin tímabundið sem aðjúnkt í dönsku í<br />

stað Annette Pedersen og Bjargar Hilmarsdóttur sem létu af störfum. Gottskálk<br />

Þór Jensson var ráðinn í starf lektors í bókmenntafræði, Gavin Murray Lucas í<br />

starf lektors í fornleifafræði og Gauti Kristmansson í starf lektors í þýðingafræði.<br />

Guðmundur Edgarsson var ráðinn aðjúnkt í ensku, í stað Erlendínu Kristjánsson<br />

sem lét af störfum, og Ásta Ingibjartsdóttir var ráðin aðjúnkt í frönsku í<br />

stað Jóhönnu Bjarkar Guðjónsdóttur sem lét af störfum. Björn Ægir Norðfjörð<br />

var ráðinn aðjúnkt í kvikmyndafræði. Viola Miglio lektor í spænsku kom til starfa<br />

að nýju eftir þriggja ára leyfi og Erla Erlendsdóttir sem gegndi tímabundið<br />

starfi lektors í spænsku, tók við starfi aðjúnkts. Ólafur Páll Jónsson aðjúnkt í<br />

heimspeki lét af störfum á árinu. Nýir sendikennari í finnsku og frönsku komu<br />

til starfa um mitt ár. Maare Fjällström tók við starfi sendikennara í finnsku í<br />

stað Taiju Niemenen, og Gaëtan Montoriol tók við starfi sendikennara í frönsku í<br />

stað Olivier Dintinger.<br />

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, var sameiginlegur aðalfulltrúi hugvísindasviðs<br />

(hugvísindadeildar og guðfræðideildar) í háskólaráði, en varamenn Arnfríður<br />

Guðmundsdóttir, dósent í guðfræðideild, fyrsti varamaður og Birna Arnbjörnsdóttir,<br />

dósent í ensku, annar aðalfulltrúi. Aðalfulltrúar hugvísindadeildar á<br />

háskólafundi, auk deildarforseta, voru Margrét Jónsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Valur<br />

Ingimundarson, Julían D’Arcy og Gunnar Harðarson. Varafulltrúar voru kjörnir:<br />

Róbert H. Haraldsson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Sveinbjörn Rafnsson, Jón<br />

Axel Harðarson, Gísli Gunnarsson, Svavar Hrafn Svavarsson, Magnús Fjalldal,<br />

Þóra Björk Hjartardóttir og Rannveig Sverrisdóttir.<br />

Fjárveitingar og útgjöld hugvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 423.706 441.655 483.619<br />

Fjárveiting 387.743 410.490 469.996<br />

113

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!