11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ferlið og á vegum Samtaka evrópskra háskóla (European University Association),<br />

sem og opinberum og sjálfstæðum gæðamatsstofnunum.<br />

Rektor ber ábyrgð á gæðamálum Háskólans og deildarforsetar, forstöðumenn og<br />

framkvæmdastjórar bera ábyrgð á gæðum starfsemi þeirra rekstrareininga sem<br />

þeir stýra. Gæðastjóri og gæðanefnd annast framkvæmd gæðakerfisins í umboði<br />

rektors. Rektor heldur mánaðarlega fundi með deildarforsetum þar sem m.a. er<br />

fjallað um framkvæmd og þróun gæðakerfisins. Auk þessa starfar innan Háskólans<br />

sérstök ráðgjafanefnd rektors um gæðamál. Hlutverk nefndarinnar er að<br />

fylgjast með framkvæmd gæðakerfisins, fjalla um og samræma útfærslu einstakra<br />

þátta og móta tillögur um þróun þess, eftirfylgni og úrbætur. Í bígerð er að<br />

festa nefndina frekar í sessi og gefa henni aukið vægi með því að gera hana að<br />

einni af fastanefndum háskólaráðs.<br />

Áfram var unnið með margvíslegum hætti að eflingu gæðakerfis Háskólans. Sérstök<br />

áhersla var lögð á ytra gæðamat og bar þar hæst að á árinu lauk þremur<br />

viðamiklum ytri úttektum á Háskóla Íslands sem fram fóru á árunum 2004 og<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Í fyrsta lagi fól menntamálaráðherra Ríkisendurskoðun árið 2004 að gera úttekt<br />

á fjárhagsstöðu, fjármögnun, árangri, gæðum, rekstrarformi og<br />

stjórnsýslu Háskólans. Úttektin samanstendur af þremur meginþáttum:<br />

Greiningu Ríkisendurskoðunar á framangreindum þáttum, viðhorfskönnun<br />

meðal starfsfólks Háskólans og alþjóðlegum samanburði á völdum kennitölum<br />

og starfsþáttum. Lokaskýrsla Ríkisendurskoðunar var birt vorið <strong>2005</strong>.<br />

• Í öðru lagi fól menntamálaráðherra árið 2004 fjögurra manna sérfræðingahópi<br />

að framkvæma úttekt á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfinu.<br />

Tekur úttektin til rannsóknastarfs við skólann á árunum<br />

1999–2002. Lokaskýrsla var birt í september <strong>2005</strong>.<br />

• Í þriðja lagi átti Háskóli Íslands frumkvæði að því að Samtök evrópskra háskóla<br />

(European University Association, EUA) gerðu úttekt á Háskólanum þar<br />

sem lögð var sérstök áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf<br />

innan skólans. Úttekt EUA er ekki liður í opinberu eftirliti með Háskólanum,<br />

heldur er tilgangur hennar fyrst og fremst að fá ábendingar og ráðleggingar<br />

frá virtum erlendum háskólamönnum sem geta nýst við framtíðaruppbyggingu<br />

skólans. EUA hefur framkvæmt slíkar háskólaúttektir með góðum árangri<br />

um árabil og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tekið þátt í<br />

þeim. Hófst úttektin í ársbyrjun <strong>2005</strong> á ritun sjálfsmatsskýrslu. Að því búnu<br />

kom hópur erlendra sérfræðinga á vegum EUA í tvær vettvangsheimsóknir í<br />

mars og maí og loks var lokaskýrsla birt stjórn Háskólans í september <strong>2005</strong>.<br />

Heildarniðurstöður allra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóla Íslands. Af<br />

úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á<br />

undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvatakerfi<br />

skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil<br />

þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að slíta barnsskónum við skólann. Stjórnendur<br />

skólans hafa gætt þess að haga rekstri skólans í samræmi við fjárveitingar og<br />

aðrar tekjur sem hann aflar, og skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni<br />

og skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla. Í úttektarskýrslunum<br />

er þó einnig bent á margt sem betur má fara í starfsemi skólans. Skýrslurnar<br />

geyma margar gagnlegar ábendingar um það hvernig bæta megi rannsóknir,<br />

kennslu og stjórnun við skólann enn frekar.<br />

Í kjölfar úttektanna þriggja skipaði rektor starfshóp sem hafði það hlutverk að<br />

fara yfir úttektarskýrslunar og gera tillögur um viðbrögð við þeim athugasemdum<br />

og ábendingum sem þar koma fram. Skilaði starfshópurinn rektor ítarlegri<br />

skýrslu með yfir 90 tillögum í byrjun nóvember.<br />

Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hratt rektor af stað viðamikilli vinnu við það að<br />

móta stefnu og framkvæmdaáætlun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2006-2011.<br />

Hófst vinnan á skipun starfshóps til að vinna úr ýmsum stefnumarkandi textum<br />

sem fyrir liggja, s.s. vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands, stefnu Háskólans<br />

í einstökum málaflokkum, lokaskýrslum vegna ytri úttekta á Háskóla Íslands,<br />

skýrslu starfshóps rektors um niðurstöður sömu úttekta og stefnumótunarskjöl<br />

deilda, stofnana og stjórnsýslu Háskólans, og semja á grundvelli þeirra tillögu um<br />

sameiginlega stefnu og framkvæmdaáætlun. Þessi vinna stóð yfir veturinn <strong>2005</strong>-<br />

2006 og ætlað að henni myndi ljúka þá um vorið.<br />

36

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!