11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

aldir liðnar frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, biskups í Skálholti. Af því tilefni<br />

efndi Hugvísindastofnun, í samstarfi við ýmsar stofnanir, til ráðstefnu í<br />

Þjóðarbókhlöðunni og í Skálholti 16.–18. september til að vekja athygli á<br />

þessum merka manni og samtíð hans. Fyrirlesarar voru erlendir og íslenskir.<br />

Enn fremur var sett upp sýning í Þjóðarbókhlöðunni um Brynjólf og<br />

samtíð hans. Sýningin var jafnframt sett upp á þremur stöðum á landsbyggðinni<br />

og efnt til ýmissa viðburða af því tilefni (tónleikar, fyrirlestrar,<br />

leiksýningar).<br />

• Hugvísindaþing - Föstudaginn 18. nóvember stóðu hugvísindadeild og Hugvísindastofnun,<br />

guðfræðideild og Guðfræðistofnun fyrir Hugvísindaþingi í<br />

Aðalbyggingu Háskólans. Sérstök framkvæmdanefnd skipulagði þinghaldið<br />

og í henni sátu Þórdís Gísladóttir, Margrét Jónsdóttir, Svavar Hrafn Svavarsson,<br />

Ragnheiður Kristjánsdóttir, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Guðni Elísson<br />

og Hjalti Hugason. Dagskrá var í gangi frá kl. 8.30–17.30, og haldin voru<br />

um 80 erindi í 22 málstofum. Þingið var mjög vel sótt bæði af leikum og<br />

lærðum.<br />

Aðrir fyrirlestrar og umræður<br />

Í júní hélt Éric Palazzo, prófessor í listasögu miðalda við háskólann í Poitiers í<br />

Frakklandi, fyrirlestur.<br />

Haldin voru tvenn svokölluð Réttarhöld í gamla dómsalnum við Lindargötu í<br />

samvinnu Ritsins við Fræðsludeild Þjóðleikhússins. Réttarhöldunum er ætlað<br />

að vera umræðuvettvangur um samfélag og listir og eru þau öllum opin.<br />

Útgáfa<br />

Stofnunin hélt áfram útgáfu Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, en það kemur<br />

út þrisvar á ári. Ritið nýtur æ meiri virðingar og viðurkenningar og hefur fest sig<br />

vel í sessi. Það er þverfaglegt í eðli sínu en oft eru gefin út þemahefti. Þannig<br />

voru útlönd þema 2. heftis 5. árgangs (<strong>2005</strong>). Ritstjórar á starfsárinu voru Svanhildur<br />

Óskarsdóttir og Gunnþórunn Guðmundsdóttir en í árslok lét Svanhildur af<br />

störfum og var Ólafur Rastrick ráðinn í hennar stað.<br />

Bókin Miðaldabörn kom út vorið <strong>2005</strong> í ritstjórn Ármanns Jakobssonar og Torfa<br />

H. Tulinius. Greinarhöfundar í bókinni eru Agnes S. Arnórsdóttir, Anna Hansen,<br />

Ármann Jakobsson, Ásdís Egilsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Else Mundal og<br />

Gunnar Karlsson.<br />

Ákveðið var að gefa fyrirlestra frá hugvísindaþingi út á rafrænu formi í samvinnu<br />

við Háskólaútgáfuna. Skipuð var sérstök ritnefnd og í henni sitja Þórdís<br />

Gísladóttir, Haraldur Bernharðsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir. Með þessu riti<br />

er að nokkru leyti farið inn á nýjar brautir í útgáfustarfsemi stofnunarinnar og<br />

Háskólaútgáfunnar.<br />

Sjá www.hugvis.hi.is<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Starf Bókmenntafræðistofnunar var blómlegt á árinu <strong>2005</strong>. Stofnunin stóð að<br />

ljóðaþinginu Heimur ljóðsins 23.–24. apríl <strong>2005</strong> sem haldið var í Odda. Samnefnt<br />

greinasafn kom út í ágúst. Ritstjórar voru Sveinn Yngvi Egilsson, Ástráður Eysteinsson<br />

og Dagný Kristjánsdóttir.<br />

Stofnunin kom að skipulagningu málstofu á ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur<br />

í apríl <strong>2005</strong>.<br />

Dagskrá í tilefni af sjötíu ára afmæli Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar, var<br />

haldin í hátíðasal Háskóla Íslands hinn 29. september <strong>2005</strong>, en Bókmenntafræðistofnun<br />

gaf út bókina Í Guðrúnarhúsi í ritröðinni Höfundar sem geymir<br />

fræðilegar greinar um sögur Guðrúnar. Ritstjórar voru Brynhildur Þórarinsdóttir<br />

og Dagný Kristjánsdóttir. Bókin var samstarfsverkefni Bókmenntafræðistofnunar<br />

og Eddu-forlags.<br />

Á árinu varð Árni Bergmann, bókmenntafræðingur og kennari í almennri bókmenntafræði,<br />

sjötugur og var þess minnst með afmælisritinu Listin að lesa.<br />

Guðni Elísson ritstýrði.<br />

120

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!