11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tannlæknadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt<br />

Sigfús Þór Elíasson, prófessor, tók við sem deildarforseti tannlæknadeildar 1.<br />

júlí <strong>2005</strong> af Einari Ragnarssyni, dósent, en Einar mun starfa áfram sem varadeildarforseti.<br />

Á deildarfundi eiga sæti allir fastráðnir kennarar deildarinnar og<br />

þrír fulltrúar stúdenta. Við deildina starfar deildarráð þar sem sæti eiga deildarforseti,<br />

varadeildarforseti, formaður kennslunefndar, klínikstjóri og tveir fulltrúar<br />

stúdenta. Núverandi formaður kennslunefndar er Karl Örn Karlsson, lektor.<br />

Klínikstjóri sem hefur yfirumsjón með allri starfsemi á verkstofum deildarinnar<br />

er Helgi Magnússon, lektor. Við tannlæknadeild starfa 17 fastráðnir kennarar<br />

í rétt rúmlega 14 stöðugildum auk nokkurra stundakennara. Jafnframt<br />

starfa við deildina rekstrarstjóri í 40% starfi, skrifstofustjóri í 100% starfi, deildarstjóri<br />

á klínik í 80% starfi, þrír tanntæknar í 60% starfi hver, tveir móttökufulltrúar<br />

í 50% starfi hvor, tannsmiður í 75% starfi og tækjavörður í 100% starfi.<br />

Nýtt skipurit tannlæknadeildar var samþykkt á deildarfundi á haustmisseri.<br />

Auk tannlæknakennslunnar fer fram á vegum tannlæknadeildar kennsla tanntækna,<br />

þ.e. aðstoðarfólks tannlækna, og tannsmiða.<br />

Hinn 31. janúar <strong>2005</strong> voru liðin 60 ár frá því að tannlæknakennsla hófst hér við<br />

Háskóla Íslands. Þessara tímamóta var minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu,<br />

m.a. vísindaráðstefnu, opnu húsi fyrir almenning og gamla nemendur<br />

deildarinnar auk hátíðarsamkomu í tilefni afmælisins.<br />

Starfsfólk<br />

Á árinu hætti Sigríður J. Sigfúsdóttir störfum sem deildarstjóri á klínik eftir<br />

langan og farsælan starfsferil. Hún hafði starfað við tannlæknadeildina í yfir 40<br />

ár og var við starfslok sá starfsmaður Háskóla Íslands sem hafði lengstan<br />

starfsaldur. Við starfi hennar tók Hanna G. Daníelsdóttir, tanntæknir.<br />

Ólafur Höskuldsson, lektor í barnatannlækningum hætti einnig störfum við<br />

deildina eftir langan og farsælan starfsferil. Hann hóf kennslu við tannlæknadeildina<br />

haustið 1972, fyrsta árið sem stundakennari en frá 1973 sem lektor. Við<br />

starfi hans tók Sigurður Rúnar Sæmundsson, lektor.<br />

Ellen Flosadóttir var ráðin lektor í klíniskri tannlæknisfræði í 50% stöðu en hún<br />

hefur verið stundakennari við deildina undanfarin tvö ár.<br />

Svend Richter hefur einnig verið ráðinn í 50% stöðu lektors í klíniskri tannlæknisfræði.<br />

Svend hefur verið aðjúnkt við deildina allar götur síðan 1988 og gegndi<br />

fullu starfi lektors í munngervalækningum sl. tvö ár. Fyrst um sinn mun Ellen<br />

einkum gegna kennsluskyldu í partagerð og Svend í heilgómagerð.<br />

Jónas Geirsson, tannlæknir, hefur verið ráðinn stundakennari í klíniskri tannfyllingu<br />

einn morgun í viku.<br />

Að öðru leyti mun sama starfsfólk starfa við deildina og sömu kennarar og í<br />

fyrra sjá um kennsluna, bæði stundakennarar og fastir kennarar. Engar breytingar<br />

verða á starfsfólki hjá Námsbraut fyrir tanntækna né Tannsmiðaskólanum.<br />

Kennslumál<br />

Tannlæknadeild hefur gert samstarfssamning við nokkra tannlæknaháskóla á<br />

Norðurlöndum um framhaldsnám og stúdentaskipti. Fyrsti Nordplus skiptineminn<br />

Samuel Onval frá Svíþjóð, kom til deildarinnar á vormisseri. Á haustmisseri<br />

Fjárveitingar og útgjöld tannlæknadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 94.478 98.018<br />

Fjárveiting 85.482 88.082<br />

169

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!