11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Raunvísindastofnun<br />

Háskólans<br />

Raunvísindastofnun Háskólans (RH) er sjálfstæð rannsóknastofnun innan Háskóla<br />

Íslands og starfar samkvæmt sérstökum reglum.<br />

Stofnunin er vettvangur grunnrannsókna í raunvísindum. Um síðustu áramót voru<br />

þar alls 27 sérfræðingar í föstum stöðum sem stunduðu sjálfstætt rannsóknir<br />

auk 6 aðstoðarmanna. Þar fyrir utan unnu 30 verkefnaráðnir sérfræðingar við<br />

rannsóknir og níu manna starfslið sem vann á aðalskrifstofu og annast rekstur<br />

fasteigna. Loks var 21 nemi í framhaldsnámi við stofnunina. Eins og segir í reglum<br />

um Raunvísindastofnun er hún rannsóknavettvangur kennara við raunvísindadeild<br />

Háskóla Íslands á sviðum stofnunarinnar en kennarar voru 49 um síðustu<br />

áramót. Raunvísindastofnun er því einnig vettvangur rannsóknanáms deildarinnar<br />

í flestum greinum nema líffræði.<br />

Raunvísindastofnun skiptist í Jarðvísindastofnun Háskólans (JH) og Eðlis-, efnaog<br />

stærðfræðistofnun Háskólans (EH). Þessum stofnunum er skipt upp í stofur<br />

sem lýst er hér að neðan.<br />

Árið <strong>2005</strong> nam velta Raunvísindastofnunar 652 m.kr. sem er um 28,3% hækkun frá<br />

fyrra ári. Um það bil helming þessarar aukningar má rekja til þess að Norræna<br />

eldfjallastöðin var hluti RH allt árið <strong>2005</strong> en einungis hálft árið 2004. Annars urðu<br />

aukin umsvif á flestum sviðum. Af veltu ársins <strong>2005</strong> komu 292 m.kr. af fjárveitingum<br />

hins opinbera, 84 m.kr. komu frá Norrænu ráðherranefndinni og 287 m.kr.<br />

voru annað sjálfsaflafé frá íslenskum og erlendum rannsóknasjóðum og frá fyrirtækjum.<br />

Markmið rannsókna á Raunvísindastofnun er að afla nýrrar þekkingar, miðla<br />

fræðilegum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Niðurstöður rannsókna eru<br />

birtar í tímaritsgreinum, bókum, skýrslum og ráðstefnuerindum. Rannsóknir á<br />

stofnuninni eru einnig kynntar almenningi í fyrirlestrum. Stofnunin hefur víðtækt<br />

samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Þá veitir hún fjölþætta<br />

ráðgjöf og þjónustu utan Háskólans.<br />

Eðlisfræðistofa<br />

Árið <strong>2005</strong> var eðlisfræðistofa rannsóknavettvangur níu kennara við raunvísindadeild<br />

Háskólans og eins kennara við verkfræðideild auk fjögurra sérfræðinga við<br />

Raunvísindastofnun. Þar starfa einnig tveir tæknimenn Raunvísindastofnunar.<br />

Fimm verkefnaráðnir sérfræðingar unnu á stofunni og einn verkefnaráðinn<br />

tæknimaður. Laun þeirra eru ýmist greidd með styrkjum úr samkeppnissjóðum<br />

og fyrirtækjum eða með eftirlaunum. Stúdentar í rannsóknanámi á árinu <strong>2005</strong><br />

voru ellefu talsins, þar af fjórir í doktorsnámi. Forstöðumaður eðlisfræðistofu var<br />

Hafliði Pétur Gíslason, prófessor. Nöfn stofufélaga og upplýsingar um rannsóknaverkefni<br />

þeirra og ritsmíðar er að finna á vef eðlisfræðistofu á slóðinni<br />

(www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edlisfr.html).<br />

Árið <strong>2005</strong> urðu þær breytingar fyrirferðamestar að háloftadeild Raunvísindastofnunar,<br />

sem um árabil var deild á jarðeðlisfræðistofu, fluttist yfir til eðlisfræðistofu.<br />

Gunnlaugur Björnsson var ráðinn forstöðumaður háloftadeildar, en hann hafði áður<br />

verið vísindamaður á eðlisfræðistofu. Háloftadeild sinnir eftir sem áður hefðbundnu<br />

hlutverki sínu en leggur auk þess áherslu á rannsóknir í stjarneðlisfræði.<br />

Snorri Þorgeir Ingvarsson, fræðimaður, fluttist úr stöðu sinni á eðlisfræðistofu í<br />

starf dósents við eðlisfræðiskor, en stofan greiðir rannsóknahluta launa hans. Þá<br />

tók Kristján Leósson við stöðu vísindamanns við eðlisfræðistofu í árslok <strong>2005</strong>.<br />

Kristján Jónsson, verkfræðingur, sem hafði lengi verið verkefnaráðinn, fluttist í<br />

starf deildarverkfræðings á stofunni um mitt ár. Þá hélt Bragi Árnason, prófessor<br />

emerítus, skrifstofuaðstöðu sinni á eðlisfræðistofu árið <strong>2005</strong>. Eftirtaldir meistaranemar<br />

sem höfðu rannsóknaaðstöðu á stofunni luku prófi árið <strong>2005</strong>: Elías Halldór<br />

Bjarnason, MS í vélaverkfræði, Jón Skírnir Ágústsson, MS í rafmagnsverkfræði og<br />

Árni Sigurður Ingason, MS í vélaverkfræði.<br />

Á eðlisfræðistofu eru stundaðar grunnrannsóknir í tilraunaeðlisfræði og kennilegri<br />

eðlisfræði. Á stofunni eru þrír hópar fyrirferðarmestir. Einn þeirra sinnir<br />

rannsóknum í tilraunaeðlisfræði einkum hátæknieðlisfræði og örtækni. Annar<br />

157

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!