11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum<br />

Í jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-2009 er kveðið á um að jafnréttisnefnd skuli á ári hverju<br />

safna gögnum um kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum og koma þeim<br />

upplýsingum á framfæri. Á mynd 1. má sjá hvernig kynjahlutfallið greindist á árinu<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Mynd 1.<br />

Athygli vekur að konur eru aldrei í meirihluta í flokkuninni og hversu hallar á<br />

konur í skipuðum dómnefndum. Dómnefndirnar eru bæði nefndir vegna nýráðninga<br />

og framgangsmála.<br />

Rannsóknir og útgáfa<br />

Á árinu lét jafnréttisnefnd vinna rannsókn um brottfall karla í hjúkrunarfræðinámi.<br />

Þórður Kristinsson, mannfræðingur, var fenginn til starfsins og leit afrakstur<br />

vinnu hans dagsins ljós í október. Skýrslan, sem ber heitið Upplifun karla á<br />

hjúkrunarnámi: Hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í hjúkrun? er tiltæk á<br />

heimasíðu jafnréttisnefndar.<br />

Á haustmánuðum var ákveðið að ráðast í útgáfu á Stefnu gegn mismunun. Áður<br />

en það verk var unnið var stefnan þýdd á ensku og síðan gefin út í einum bæklingi,<br />

bæði á íslensku og ensku.<br />

Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs <strong>2005</strong><br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs, sem veitt var við hátíðlega athöfn<br />

27. október. Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, veitti viðurkenningunni móttöku<br />

og þakkaði við það tækifæri öflugu jafnréttisstarfi innan Háskólans.<br />

Málefni sam- og tvíkynhneigðra<br />

Samstarf við FSS, félag STK – stúdenta, var með miklum ágætum á árinu. Félagið<br />

tók þátt í uppskeruhátíð jafnréttismála í nóvember og fulltrúi frá félaginu kom<br />

með kynningu á fund jafnréttisnefndar í desember. Á þeim fundi ákvað jafnréttisnefnd<br />

að gerast stofnfélagi fræðslusjóðs FSS og styrkja hann um kr. 300.000. Sá<br />

styrkur verður greiddur á næstu fjórum árum.<br />

Málefni erlendra starfsmanna og nemenda<br />

Í nóvember skilaði formaður starfshóps um málefni erlendra stúdenta og starfsmanna<br />

skýrslu um starf hópsins, sem starfaði á árunum 2003–2004. Starfshópnum<br />

var ætlað að gera faglega úttekt á stöðu erlendra námsmanna og starfsmanna<br />

við skólann og setja fram tillögur til úrbóta. Einnig fékk hópurinn það<br />

verkefni að móta tillögur um stefnu Háskólans í málefnum þeirra sem teljast til<br />

minnihlutahópa við skólann sem þróaðist í stefnu gegn mismunun en fleiri aðilar<br />

komu að þeirri vinnu. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins var að taka þurfi<br />

betur á móti útlendum nemendum og starfsmönnum og að stórbæta þurfi<br />

upplýsingaflæði til þeirra.<br />

70

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!