11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Brautskráningarræður<br />

háskólarektors<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólasamfélagið<br />

Ræða við brautskráningu í Háskólabíói 26. febrúar <strong>2005</strong><br />

Fyrr í þessum mánuði átti sér stað afar ánægjulegur viðburður í Hátíðarsal Háskóla<br />

Íslands. Rektor og formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskips, Björgólfur Thor Björgólfsson,<br />

undirrituðu viljayfirlýsingu um róttæka breytingu á rekstri sjóðsins. Felur<br />

breytingin í sér að ávöxtun af eignum sjóðsins verði varið til þess að veita styrki til<br />

stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands og einnig að sjóðurinn<br />

muni leggja fram 500 milljónir króna til byggingar Háskólatorgs.<br />

Ágætu kandídatar! Um leið og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju<br />

með prófgráðuna langar mig til að segja ykkur frá því hvaða máli Háskólasjóður<br />

Eimskipafélagsins skiptir fyrir Háskólann. En fyrst langar mig til að fræða ykkur<br />

ofurlítið um umræddan sjóð. Það verður best gert með því að vitna til fréttar í<br />

Lögbergi - Heimskringlu frá 10. desember 1964 í tilefni þess að Grettir Eggertsson,<br />

helsti hvatamaðurinn að stofnun sjóðsins, hafði þá afhent rektor Háskóla Íslands<br />

hina höfðinglegu gjöf frá vestur-íslenskum hluthöfum Eimskipafélagsins:<br />

„Í rækilegri stofnskrá, sem hefir verið undirrituð fyrir hönd hinna vestur-íslenzku<br />

stofnenda ofangreinds sjóðs er það meðal annars tekið fram, að sjóðurinn sé<br />

stofnaður til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga, sem hlut áttu að stofnun<br />

Eimskipafélags Íslands. [...] Höfuðtilgangur hins nýja „Háskólasjóðs“, sem hér<br />

hefir verið efnt til af svo miklum myndarskap og örlæti, er sá að stuðla að velgengni<br />

Háskóla Íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms við þá stofnun. [...]<br />

Þegar Vestur-Íslendingar lögðu sinn ríflega skerf til stofnunar Eimskipafélagsins<br />

fyrir hálfri öld síðan, vildu þeir sýna þjóðrækni sína og tryggð við Ísland með því<br />

að styðja eitt af mestu velferðarmálum íslensku þjóðarinnar. Þann stuðning veittu<br />

þeir án þess að gera sér nokkrar vonir um hagnað. Það er af sömu óeigingirni,<br />

sem afkomendur brautryðjenda í íslenzkum siglingum hafa nú ákveðið að styrkja<br />

þá stofnun, sem um ókomin ár verður aðalstöð andlegrar og verklegrar menningar<br />

á Íslandi. [...]<br />

Vissulega fer vel á því, að Vestur-Íslendingar skuli hafa veitt Eimskipafélaginu og<br />

Háskóla Íslands jafndyggilegan stuðning og raun ber vitni. Fyrri stofnunin var ein<br />

af höfuðforsendum þess, að Íslendingar gætu endurheimt sjálfstæði sitt. Um hina<br />

stofnunina má segja, að hún sé sú menningarlega skjaldborg, sem við bezt<br />

treystum við varðveizlu þeirra erfða, sem réttlætt hafa Íslendingsnafnið í meira en<br />

þúsund ár.<br />

Sú ræktarsemi sem Vestur-Íslendingar sýndu okkur fyrst með því að safna fé til<br />

að tryggja samgöngur Íslands við umheiminn og því næst með því að safna fé til<br />

að stuðla að velgengni Háskóla Íslands, hinni menningarlegu skjaldborg landsins,<br />

er merkileg og mikilvæg. Hún á rætur sínar í ásetningi sem skiptir öllu máli í<br />

mannlegu samfélagi, nefnilega þeim að rækta tengsl við aðra af óeigingirni,<br />

fórnfýsi og framsýni. Þá er umhugsunarvert fyrir okkur að þegar Vestur-Íslendingar<br />

vildu heiðra minningu forfeðra sinna þá gerðu þeir það með því að stofna<br />

sjóð til að auka menntun Íslendinga og efla þjóðarháskóla þeirra og þar með andleg<br />

tengsl við umheiminn. Það á að vera okkur hvatning til að efla tengslin við<br />

frændur okkur og vini í Vesturheimi. Á undanförnum árum hefur verið unnið<br />

markvisst að því að styrkja samskipti fræðimanna í Háskóla Íslands og fræði-<br />

251

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!