11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Það tengist verkefnum sem unnin eru á vegum ATHENA netsins sem er<br />

rannsóknarnet evrópskra háskóla sem vinnur að kynjafræðirannsóknum og<br />

ritun kennsluefnis. RIKK er þátttakandi í tveimur öðrum verkefnum á vegum<br />

ATHENA.<br />

• Unnið er að evrópsku rannsóknarverkefni um Tengls skipulags og heilsu á<br />

fimm háskólasjúkrahúsum þar sem kynin eru skoðuð sérstaklega. Samstarfsaðilar<br />

eru Evrópusambandið, Landlæknisembættið, Landspítalinn og<br />

Félag kvenna í læknastétt. Jafnframt var unnið að rannsókn á samþættingu<br />

kynjasjónarmiða innan íslensku friðargæslunnar sem nú er lokið með útgáfu<br />

skýrslu.<br />

• Á árinu hófst rannsókn á Ungu fólki og klámi sem nær til allra Norðurlandanna.<br />

Rannsóknin nýtur styrks frá norrænu ráðherranefndinni og er unnin á<br />

vegum NIKK (Nordisk Institut for kvinne- og kønsforskning). Guðbjörg Hildur<br />

Kolbeins annast rannsóknina hér á landi fyrir hönd RIKK.<br />

Útgáfa<br />

Á árinu var gefin út bókin Kosningaréttur kvenna 90 ára í samstarfi við Kvennasögusafn<br />

Íslands með styrk frá Alþingi.<br />

Tvær rannsóknarskýrslur voru gefnar út. Annars vegar Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku<br />

í fiskeldi sem er íslenski hluti rannsóknarinnar um konur og auðlindanýtingu<br />

á norðurslóðum unnin af Önnu Karlsdóttur, hins vegar Íslenska friðargæslan,<br />

jafnréttis- og kynjasjónarmið í stefnu og starfsemi 1994-2004, unnin af<br />

Birnu Þórarinsdóttur.<br />

Fyrirlestrar, fundir og ráðstefnur<br />

Að vanda stóð RIKK fyrir fjölda fyrirlestra og rabbfunda á vor- og haustmisseri<br />

<strong>2005</strong> þar sem innlendir og erlendir fræðimenn kynntu rannsóknir sínar í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

• Málþingið Klaustrið í Kirkjubæ var haldið 25. mars. Flutt voru fimm erindi<br />

tengd klausturlífi fyrr á öldum.<br />

• RIKK skipulagði málstofuna Veljum Vigdísi á ráðstefnunni Dialogue of Cultures<br />

sem haldin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára þann 15. apríl.<br />

• Haldið var málþing í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna 20. maí í<br />

Háskóla Íslands, Kosningaréttur kvenna 90 ára, og voru þar flutt tvö ávörp og<br />

fjögur fræðileg erindi.<br />

• Ráðstefnan Konur í hnattrænum heimi – Peking áratug áleiðis var haldin 21.<br />

október í samvinnu við UNIFEM á Íslandi. Þar voru flutt þrjú lykilerindi fyrir<br />

hádegi og síðan unnið í málstofum þar sem flutt voru níu erindi.<br />

• Þann 29. október var svo haldið málþingið Konur í borginni – kynleg borg í<br />

samvinnu við Reykjavíkurborg. Þar voru flutt fimm erindi sem spönnuðu ólík<br />

svið, allt frá bókmenntum til skipulagsmála.<br />

• Verkefnið Kristin trú og kvennahreyfingar stóð fyrir málstofu á Hugvísindaþingi<br />

18. nóvember um konur, trú og túlkun.<br />

Árið <strong>2005</strong> var sérstakt að því leyti að haldið var upp á fjölmarga merkisatburði úr<br />

sögu íslenskra kvenna. RIKK átti samstarf við fjölda kvennahreyfinga þegar haldið<br />

var upp á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna 18.-19. júní og kvennafrídaginn<br />

24. október en þá voru 30 ár liðin frá kvennafrídeginum á kvennaári Sameinuðu<br />

þjóðanna árið 1975.<br />

Námskeið<br />

Vikuna 20.–25. júní stóð RIKK fyrir tveimur þverfaglegum námskeiðum doktorsnema<br />

ásamt Nordic Research School in Interdisciplinary Gender Studies. Námskeiðið<br />

var haldið í Háskóla Íslands og fjallaði um fræðileg og skapandi skrif innan<br />

kynjafræða eða Academic and Creative Writing in Gender Studies: Epistemologies,<br />

Methodologies, Writing Practices. Fyrri hluti námskeiðsins var ætlaður<br />

íslenskum doktorsnemum og sóttu rúmlega 20 nemendur það en sá síðari var<br />

norrænn með þátttöku doktorsnema frá Norðurlöndunum öllum. Kennarar á<br />

námskeiðinu voru Laurel Richardson, Anne Brewster og Nina Lykke.<br />

Kvennaslóðir.is<br />

Kvennagagnabankinn www.kvennaslodir.is er verkefni sem Rannsóknastofa í<br />

kvennafræðum opnaði haustið 2003. Samstarfsaðilar eru jafnréttisnefnd Háskóla<br />

Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands. Kvennaslóðir er gagnagrunnur<br />

með nöfnum og ferilskrám kvensérfræðinga af ýmsum sviðum þjóðlífsins.<br />

Unnið er að frekari fjármögnun verkefnisins, öflun samstarfsaðila og varanlegs<br />

samastaðar utan Háskóla Íslands.<br />

207

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!