11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

dóttir borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll<br />

Skúlason rektor.<br />

Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem Páll<br />

Skúlason rektor afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn Erling<br />

Jónsson. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi afmælisdagsins<br />

15. apríl. Setning fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að morgni 14. apríl að<br />

viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra gesta. Páll Skúlason<br />

rektor setti ráðstefnuna, en forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson flutti<br />

opnunarræðu. Einnig flutti menntamálaráðherra frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir<br />

ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur ráðstefnunnar: Towards<br />

a Philosophy of Language Diversity, og kór Kársnesskóla söng undir stjórn<br />

Þórunnar Björnsdóttur.<br />

Auk prófessors David Crystal voru eftirtaldir lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni: Mary<br />

Robinson, forseti Írlands 1990-1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna<br />

1997-2002, Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og<br />

ráðgjafi Jacques Chirac, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa, Shinako<br />

Tsuchyia, þingkona í Japan, Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar<br />

(WTO), Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og<br />

Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv. Alþingismaður.<br />

Þá voru haldnar 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimanna<br />

fluttu erindi.<br />

Samstarf milli Hólaskóla og Háskólans<br />

Til þess að ná sem mestum árangri í alþjóðlegri samkeppni þurfa íslenskir háskólar<br />

að leggja áherslu á að vinna náið saman, meðal annars með því að<br />

samnýta kennara, sérfræðinga og aðstöðu. Með þetta að leiðarljósi undirrituðu<br />

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands og Háskólinn á Hólum samstarfssamning<br />

um kennslu og rannsóknir í febrúar.<br />

Hólaskóli og Háskóli Íslands hafa haft með sér gott samstarf um árabil. Þetta<br />

samstarf hefur tengst margháttuðum rannsóknum, m.a. verkefnum meistara- og<br />

doktorsnema við Háskóla Íslands, sem og gagnkvæmu mati á námi. Stofnun<br />

fræðasetra er vettvangur Háskóla Íslands fyrir margháttað samstarf við stofnanir,<br />

sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Samningurinn<br />

mun greiða enn frekar fyrir virku samstarfi skólanna m.a. á sviði fiskalíffræði<br />

og fiskeldis, ferðamálafræði, fornleifafræði, sagnfræði, guðfræði og hestafræði<br />

en aðstæður til kennslu og rannsókna á þessum sviðum eru afar góðar<br />

hjá Hólaskóla.<br />

Samningurinn gerir m.a. ráð fyrir því að Háskóli Íslands staðsetji kennara hjá Hólaskóla<br />

sem taki virkan þátt í rannsóknum og kennslu. Einnig er stefnt að því að<br />

Hólaskóli og Háskóli Íslands komi á fót sameiginlegum stöðum háskólakennara.<br />

Unnið með Bandaríkjamönnum að verkefni um flugstjórn<br />

framtíðarinnar<br />

Dagana 22.-23. ágúst var haldinn í Reykjavík árlegur samstarfsfundur sérfræðinga<br />

og vísindamanna Háskóla Íslands, MIT háskólans í Boston, Bandaríkjunum<br />

og bandarísku geimferðstofnunarinnar NASA. Háskóli Íslands hefur í samstarfi<br />

við Flugmálastjórn Íslands um árabil verið frumkvöðull í rannsóknum á flugumferðarstjórn<br />

og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi sem nýtist við ýmiss<br />

konar greiningu og prófanir. Sérfræðiþekking í flugumferðarstjórn yfir hafi er afar<br />

mikilvæg þegar þróa á ný tölvukerfi sem flugumferðarstjórar nota við að stýra<br />

umferð. Sú þekking sem hefur byggst upp, bæði hér á landi og í samstarfi sem<br />

Íslendingar hafa tekið þátt í á alþjóðavettvangi, hefur haft mikil áhrif á hugmyndasmíði<br />

og nýst við prófanir.<br />

Tækni- og skipulagsumhverfi íslenska flugstjórnunarsvæðisins gerir það að verkum<br />

að það er eftirsótt til prófana á nýjungum í flugumferðarstjórnun. Slíkar prófanir<br />

eru nauðsynlegar vegna aukinnar umferðar, kröfu um sífellt betri þjónustu<br />

og framsýnna markmiða. Eitt af markmiðunum er að ná heildrænni stjórnun á<br />

Evrópska flugumferðarsvæðinu og að nýta vel nýjungar í tæknibúnaði flugvéla,<br />

þ.m.t. eftirlits- og fjarskiptabúnaði.<br />

Háskóli Íslands hefur um nokkurt skeið átt farsælt samstarf við MIT háskólann í<br />

Boston, Flugmálastjórn og Flugkerfi ehf. í rannsóknaverkefni sem hefur að markmiði<br />

að þróa og prófa nýjar aðferðir og grafíska framsetningu gagna fyrir eftirlit<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!