11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

kaup á rekstrarvörum. Þá hefur innkaupakort ríkisins verið notað í vaxandi<br />

mæli við innkaup.<br />

Framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs og deildarstjóri áætlanadeildar unnu með fjármálanefnd<br />

háskólaráðs eins og áður. Nefndin vann með sviðinu að mörgum þeim<br />

verkefnum sem hér hafa verið talin upp.<br />

Framkvæmd kennslusamnings<br />

Rektor og menntamálaráðherra undirrituðu 5. október 1999 samning um kennslu<br />

og fjárhagsleg samskipti. Markmið Háskóla Íslands með samningnum er að tryggja<br />

að fjárveitingar verði í takt við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Á árinu<br />

2003 var óskað eftir endurskoðun á samningnum því virkir nemendur eru nú<br />

fleiri en gert var ráð fyrir. Endurskoðaður samningur var undirritaður en ekki<br />

tókst að tryggja að Háskóli Íslands fengi greitt fyrir alla nemendur sem þreyttu<br />

próf við skólann.<br />

Hinn 1. nóvember <strong>2005</strong> skilaði Háskóli Íslands kennsluuppgjöri vegna ársins <strong>2005</strong><br />

í samræmi við kennslusamning. Þar kom fram að á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru<br />

skráðir 8.725 nemendur við skólann. Virkni nemenda jókst og var að meðaltali<br />

66,6% og virkir nemendur til uppgjörs vegna kennslu voru 5.807. Virkum nemendum<br />

fjölgaði um 78 (1,4%) á milli ára. Á fjárlögum var aðeins reiknað með 5.450<br />

virkum nemendum. Ekki fékkst greitt fyrir 321 nemanda sem samkvæmt reiknilíkani<br />

hefði gefið háskólanum 203,3 m.kr. viðbótarfjárveitingu. Á síðustu 5 árum<br />

hefur Háskóli Íslands skilað 23.627 virkum nemendum samanborið við 25.756<br />

samkvæmt forsendum fjárlaga. Eftir standa 2.129 virkir nemendur sem ekki hefur<br />

fengist greitt fyrir að fullu. Samkvæmt útreikningum nemur óuppgerð kennsla<br />

759 m.kr. á síðustu 5 árum.<br />

Launahækkanir og þá sérstaklega laun kennara hafa hækkað mun meira en<br />

reiknilíkan vegna kennslu á háskólastigi tekur tillit til. Talið er að 400 m.kr. vanti á<br />

fjárveitingu menntamálaráðuneytisins til þess að einingarverð vegna kennslu taki<br />

mið af launþróun á háskólastiginu. Háskólinn hefur farið fram á að ráðuneytið<br />

greiði kennslu allra nemenda skólans á einingarverði sem taki tillit til núgildandi<br />

kjarasamninga og úrskurðar kjaranefndar um laun prófessora. Útgjöld vegna<br />

kennslu námu 3.170 m.kr. og tekjur voru 513 m.kr. Þar af voru tekjur af skrásetningargjöldum<br />

355 m.kr.<br />

Rannsóknasamningur og önnur verkefni<br />

Í desember 2003 var endurnýjaður samningur við menntamálaráðuneytið um<br />

rannsóknir. Þrátt fyrir ákvæði í fyrri samningi um að árangurstengja fjárveitingar<br />

til rannsókna náðist ekki samkomulag um það. Hlutur rannsóknarfjárveitingar<br />

hefur því farið lækkandi og nægir ekki til þess að mæta rannsóknarkostnaði skólans,<br />

sem meðal annars innifelur rannsóknarhluta kennaralauna. Útgjöld vegna<br />

rannsókna og annarra verkefna námu 3.532 m.kr., sértekjur 1.644 m.kr. og fjárveiting<br />

1.371,5 m.kr. Það vantar því 516 m.kr. upp á að fjárveiting og sértekjur<br />

dugi fyrir útgjöldum.<br />

Heildartölur um rekstur <strong>2005</strong><br />

Fjárveiting á fjárlögum nam 4.269,2 m.kr. Til viðbótar komu fjárheimildir frá<br />

menntamálaráðuneytinu vegna sérstakra verkefna að upphæð 55,7 m.kr. og<br />

vegna launahækkana 181,8 m.kr., og úr ritlauna- og rannsóknarsjóði prófessora<br />

komu 200,5 m.kr. í hlut prófessora við HÍ. Verulegur hluti þess var vegna uppgjörs<br />

á dómsmáli. Samtals námu fjárheimildir 4.706,8 m.kr. og uxu um 11,5% frá fyrra<br />

ári.<br />

Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 5.016,9 m.kr. og versnaði staða Háskóla Íslands<br />

við ríkissjóð um 310,2 m.kr. og skuldaði Háskólinn ríkissjóði 884,9 m.kr. í<br />

árslok. Ef skólinn fær að fullu greitt fyrir kennslu áranna 2001-<strong>2005</strong> verður hægt<br />

að jafna stöðuna við ríkissjóð.<br />

Sértekjur námu alls 2.442,6 m.kr. samanborið við 2.299,3 m.kr. í fyrra. Sértekjur<br />

jukust um 143,3 m.kr. eða 5,9%. Erlendar tekjur námu 399,3 m.kr. og lækkuðu um<br />

26,1% fá fyrra ári. Innlendir styrkir voru 598,0 m.kr. og hækkuðu um 31,6%. Rekstrartekjur<br />

alls hækkuðu um 9,6% og námu 7.149,4 m.kr. samanborið við 6.521,9<br />

m.kr. árið 2004.<br />

78

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!