11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

unarmenntunar á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er tvíþættur. Annars vegar að veita<br />

nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á<br />

sviði heilsugæslu og hins vegar að styrkja börn hinnar látnu. Miða skal við þessa<br />

tilhögun á styrkveitingu úr sjóðnum fram að 25 ára aldri barna hennar. Eftir þann<br />

tíma verður tilgangur sjóðsins einnig að styrkja hjúkrunarfræðinga til framhaldsnáms<br />

Hinn 9. febrúar <strong>2005</strong> undirrituðu Björgólfur Thor Björgólfsson formaður stjórnar Háskólasjóðs<br />

Eimskipafélags Íslands og Páll Skúlason rektor Háskóla íslands sameiginlega<br />

viljayfirlýsingu um Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands. Viljayfirlýsingin<br />

fól í sér í fyrsta lagi að sjóðurinn mundi verja ákveðnum hluta af hreinni eign sinni til<br />

að styrkja stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands, einkum<br />

doktorsnámi. Gert væri ráð fyrir að fyrstu styrkirnir yrðu veittir árið 2006 og færu<br />

heildarfjárhæð styrkja stighækkandi fram til ársins 2009. Í öðru lagi legði sjóðurinn<br />

500 milljónir króna til byggingu Háskólatorgs sem rís á háskólalóðinni árin 2006 og<br />

2007 og ætlunin er að taka í notkun um áramótin 2007 – 2008. Þá kom fram í viljayfirlýsingunni<br />

að stjórn sjóðsins stefndi að breytingu á eignasamsetningu sjóðsins á<br />

næstu þremur árum frá undirritun yfirlýsingarinnar, þannig að eignir hans yrðu<br />

varðveittar með það að markmiði að áhætta og sveiflur yrðu lágmarkaðar og ávöxtun<br />

hámörkuð. Stjórn sjóðsins ákveddi hverjum skyldi falin fjárvarsla og ávöxtun á<br />

eignum sjóðsins.<br />

Breytingar voru gerðar á skipulagsskrá Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands og<br />

þær birtar í B-deild Stjórnartíðinda 14. nóvember <strong>2005</strong>. Í fyrsta lagi var stjórnarskipan<br />

breytt þannig að nú skipa stjórn sjóðsins formaður og varaformaður Landsbanka<br />

Íslands hf, og bankastjóri. Endurskoðandi sjóðsins er sá sami og endurskoðandi<br />

Landsbanka Íslands hf. Þá er sjóðsstjórn heimilt að selja hlutabréf sjóðsins fyrir<br />

hagkvæmt verð, en þó aldrei fyrr en gefandi er látinn.<br />

Í endurskoðuðum efnahagsreikningi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands 31. desember<br />

<strong>2005</strong> kemur fram að breyting á eignasamsetningu sjóðsins hefur farið fram<br />

og er sjóðurinn varðveittur bæði í innlendum og erlendum verðbréfasöfnum.<br />

Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins var árið <strong>2005</strong>, lagður niður styrktarsjóður<br />

Hannesar Árnasonar sem áður var varðveittur hjá ráðuneytinu. Voru eignir<br />

sjóðsins fluttar til Starfssjóðs Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, til varðveislu og<br />

ávöxtunar.<br />

Í árslok 2004 lauk máli Styrktarsjóða Háskóla Íslands gegn fjárfestingarfélaginu<br />

Burnham lauk með samkomulagi milli Íslandsbanka f.h. Sjóvár-Almennra sem<br />

stefnanda og Sigrúnar Eysteinsdóttur forsvarsmanni Burnham sem stefnda. SA<br />

greiddi allan höfuðstól kröfunnar og hluta af kostnaði Styrktarsjóða HÍ vegna málarekstrarins<br />

auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar. Lögmannskostnaður sem féll<br />

á styrktarsjóði HÍ nam 178.000 króna. Fjórar milljónir króna sem eftir stóðu voru<br />

lagðar inn á fjárvörslu styrktarsjóðanna í upphafi árs <strong>2005</strong> og skiptist fjárhæðin á<br />

milli sjóða í sama hlutfalli og eign þeirra var í styrktarsjóðum samkvæmt reikningsskilum<br />

31. desember 2004.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru veittir 315 styrkir úr sjóðum Styrktarsjóða Háskóla Íslands, 295<br />

úr Sáttmálasjóði og 20 úr öðrum sjóðum.<br />

Breyting var gerð á fjárfestingastefnu Styrktarsjóða HÍ á fundi stjórnar sjóðanna<br />

24. janúar <strong>2005</strong>. Í fyrsta lagi ákvað stjórnin að lækka lágmarkshlutföll í virkri og<br />

óvirkri stýringu sjóðanna í 0%, en halda viðmiðum og hámarkshlutfalli óbreyttu. Í<br />

öðru lagi ákvað stjórnin að viðmiðunarvísitala ávöxtunar fyrir innlend skuldabréf<br />

yrði samsett þannig:<br />

20% vísitölu: ICEX 1Y - óverðtryggð skuldabréf binditími 1 ár<br />

40% vísitölu: ICEX 5Y - óverðtryggð skuldabréf binditími 5 ár<br />

40% vísitölu: ICEX 10Y - verðtryggð skuldabréf með binditíma 10 ár<br />

Tæplega 750 milljóna króna verðbréfaeign styrktarsjóðanna önnur en verðbréfaeign<br />

Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands, var ávöxtuð í regnhlífarsjóði hjá<br />

Landsbanka Íslands og Íslandsbanka á grundvelli samninga þar um frá árinu<br />

2002. Báðir fjárvörsluaðilar uppfylltu kröfu stefnunnar um 7% raunávöxtun. Raunávöxtun<br />

safns í vörslu Íslandsbanka nam 10,80% frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember<br />

<strong>2005</strong> og raunávöxtun safns í vörslu Landsbankans nam 10,96 % fyrir sama<br />

tímabil, miðað við 4,1% verðbólgu.<br />

Hlutar tveggja sjóða sem hingað til hafa verið varðveittir hjá Styrktarsjóðum Háskóla<br />

Íslands eru nú að hluta í vörslu sjóðanna og að hluta í vörslu Háskóla Íslands.<br />

Sóknargjöld einstaklinga sem standa utan trúfélaga og ætlað er að gangi til Há-<br />

83

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!