11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Mynd 5. Umfang stundakennslu við Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Deild Stundir alls Stundir A Stundir B Aðjunktar<br />

Guðfræðideild 2.959 2.959 0 2,8<br />

Læknadeild 18.119 16.700 1.419 16,9<br />

Lagadeild 8.337 8.309 28 7,8<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 22.678 2.026 20.652 21,1<br />

Hugvísindadeild 28.251 27.395 856 26,3<br />

Lyfjafræðideild 3.366 2.882 484 3,1<br />

Tannlæknadeild 5.307 5.031 276 4,9<br />

Verkfræðideild 23.677 16.436 7.241 22,1<br />

Raunvísindadeild 54.937 38.358 16.580 51,2<br />

Félagsvísindadeild 35.260 29.263 5.998 32,9<br />

Hjúkrunarfræði 18.700 17.601 1.099 17,4<br />

Óskiptur kostnaður stundakennsla 501 0,5<br />

222.094 166.960 54.633 207,1<br />

Stundir A<br />

Stundir B<br />

Stöðugildi aðjunkta<br />

Stundakennsla greidd í tímavinnu<br />

Stundakennsla starfsmanna HÍ greidd í yfirvinnu<br />

Stundakennsla umreiknuð í kennslu aðjunkts í fullu starfi = 1072,5 stundir/ári<br />

Starfsmat<br />

Innleiðing starfs- og hæfnismats í samræmi við stofnanasamninga lauk formlega<br />

á árinu og tók verkefnið tvö og hálft ár. Alls voru 415 stjórnsýslu- og þjónustustörf<br />

metin innan Háskólans og tengdra stofnanna. Leiðrétting launa í samræmi<br />

við niðurstöðu matsins var að mestu afgreidd fyrir sumarleyfi <strong>2005</strong> hjá félagsmönnum<br />

FH. Innan FH voru áhrif starfs- og hæfnismats nokkuð mikil á<br />

dagvinnulaun félagsmanna í stjórnsýslu- og þjónustustörfum. Við matið hækkuðu<br />

dagvinnulaun að meðaltali um 11,4%. Tenging matsins við launatöflu SFR<br />

var samþykkt 29. apríl <strong>2005</strong>. Leiðréttingar byggðar á starfsmatinu voru að<br />

mestu afgreiddar fyrir haustið. Áhrif matsins á dagvinnulaun félagsmanna í<br />

SFR eru minni en hjá starfsmönnum í Félagi háskólakennara. Það er eðlilegt og<br />

kemur til af því að flöt hækkun kom á laun í nóvember 2002 (starfsmatið gilti frá<br />

1. maí 2002) þar sem allir félagsmenn fengu eins launaflokks hækkun. Það<br />

samsvarar rúmlega 3% launahækkun sem þegar var komin til framkvæmda áður<br />

en afgreiðsla starfsmatsins hófst. Við starfs- og hæfnismatið hækkuðu dagvinnulaun<br />

SFR að meðaltali um 7,72%. Með starfs- og hæfnismatinu liggur nú<br />

fyrir heildstætt mat á hverju starfi um sig (starfsmat) og því til viðbótar mat á<br />

þeirri menntun og reynslu, sem nýtist í starfinu og er umfram þess sem krafist<br />

er (hæfnismat). Markmiðið með starfsmatinu er fyrst og fremst að gera samanburð<br />

á umfangi starfa og tryggja launajafnrétti. Það verður að telja að því markmiði<br />

hafi verið náð hvað varðar kynbundinn launamun, a.m.k. gagnvart dagvinnulaunum.<br />

Þó að innleiðingu starfsmatskerfisins sé nú formlega lokið,<br />

þarfnast matið stöðugrar endurnýjunar. Ný störf verða til og endurmeta þarf<br />

eldri störf. Það má því gera ráð fyrir áframhaldandi vinnu við matið svo það<br />

megi gagnast áfram sem grunnur að launaröðun starfsmanna í stjórnsýslu- og<br />

þjónustustörfum inna Háskólans og tengdra stofnana.<br />

Fræðsla<br />

Fræðsla starfsfólks hefur verið ört vaxandi þáttur í starfsemi sviðsins hin síðustu<br />

ár. Á árinu var fjölbreytt fræðsla í boði en samtals voru haldin 58 námskeið og<br />

kynningar þar sem rúmlega 800 starfsmenn tóku þátt sem er um helmings aukning<br />

frá árinu áður. Tölvu- og hugbúnaðarnámskeið var stór þáttur í fræðslustarfinu<br />

en samtals voru haldin 22 námskeið og vinnustofur í samstarfi við Kennslumiðstöð<br />

og 12 námskeið í vefumsjónarkerfinu SoloWeb í samvinnu við markaðsog<br />

samskiptadeild.<br />

Tveir fræðsludagar voru haldnir fyrir starfsfólk. Árlegur fræðsludagur um stjórnun<br />

og gæðamál fyrir stjórnendur í deildum HÍ var haldinn 11. mars og voru þátttakendur<br />

50. Fjallað var um stjórnsýslulög annarsvegar og stjórnun og stefnumótun<br />

hinsvegar. Fræðsludagur fyrir starfsfólk í stjórnsýslu var haldinn þann 27.<br />

maí og var dagskráin helguð tíma- og álagsstjórnun. Þátttakendur voru 123. Báðir<br />

þessir dagar voru haldnir í Ráðhússkaffi í Þorlákshöfn.<br />

Kynningar fyrir nýtt starfsfólk voru haldnar í mars og í desember. Boðið var upp á<br />

67

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!