11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Sameiginleg mál<br />

Í forystu íslenskra háskóla<br />

Háskóli Íslands er í forystu íslenskra háskóla, framsækin mennta- og vísindastofnun<br />

á traustum grunni. Háskólinn er viðurkenndur rannsóknaháskóla í hinu<br />

alþjóðlega vísindasamfélagi og hann er stærsta þekkingarsamfélag landsins. Háskóli<br />

Íslands hefur lagt grunn að velferð og hagsæld Íslendinga og ætlar hér eftir<br />

sem hingað til að vera styrkasti hornsteinn þekkingaruppbyggingar í íslensku<br />

samfélagi.<br />

Við Háskóla Íslands eru ellefu deildir og námsleiðirnar skipta hundruðum. Háskólinn<br />

býður fjölbreytt nám á öllum háskólastigum og sveigjanlegar námsleiðir<br />

sem mæta þörfum nútímans fyrir fjölþætta og haldgóða menntun. Háskóli Íslands<br />

er eini háskóli landsins sem býður grunnám og framhaldsnám á öllum helstu<br />

fræðastigum.<br />

Við Háskóla Íslands eru gerðar miklar kröfur um gæði og árangur í námi,<br />

kennslu og rannsóknum. Kennarar skólans og nemendur í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi stunda fjölþættar rannsóknir í nánum tengslum við íslenskt samfélag<br />

og atvinnulíf. Það má með sanni segja að dag hvern fari fram öflugt nýsköpunar-<br />

og frumkvöðlastarf í Háskóla Íslands.<br />

Við Háskólann starfar stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara. Mikill<br />

meirihluti fastráðinna kennara er með doktorspróf og hefur sá hópur stundað<br />

bæði nám og rannsóknir við virta erlenda háskóla. Alþjóðleg tengsl kennaranna<br />

eru því mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum fræðum í alþjóðlegu<br />

vísindasamfélagi.<br />

Háskóli Íslands á samstarf við mörg hundruð erlenda háskóla og rannsóknastofnanir<br />

um nemendaskipti, rannsóknir, starfsmannaskipti og fleira. Öllum nemendum<br />

Háskólans gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla.<br />

Hundruð erlendra nemenda stunda nám við Háskóla Íslands ár hvert og fer þeim<br />

stöðugt fjölgandi. Við skólann starfar fjöldi erlendra gestakennara og vísindamanna<br />

auk ótal erlendra fyrirlesara og gesta. Háskólinn er því afar litríkt og fjölbreytilegt<br />

samfélag.<br />

Nýr rektor Háskóla Íslands<br />

Rektorskjör fór fram í Háskóla Íslands 10. mars. Í framboði voru fjórir kennarar<br />

Háskólans, þau Ágúst Einarsson prófessor, Einar Stefánsson prófessor, Jón Torfi<br />

Jónasson prófessor og Kristín Ingólfsdóttir prófessor. Á kjörskrá voru 9.907, þar<br />

af 1.086 starfsmenn og 8.821 stúdent. Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna<br />

sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða, atkvæði stúdenta<br />

giltu sem 30% og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila giltu sem 10% greiddra atkvæða.<br />

Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda<br />

þannig að Ágúst Einarsson fékk 27,3% gildra atkvæða, Einar Stefánsson 18,5%, Jón<br />

Torfi Jónasson 24,7% og Kristín Ingólfsdóttir 29,6%. Þar sem enginn frambjóðenda<br />

fékk meirihluta atkvæða var skv. reglum Háskólans kosið að nýju milli Ágústs<br />

Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur 17. mars. Voru úrslit rektorskjörs þau að<br />

Ágúst Einarsson hlaut 47,7% gildra atkvæða en Kristín Ingólfsdóttir 52,3% og hlaut<br />

hún því tilnefningu í embætti rektors Háskóla Íslands, en menntamálaráðherra<br />

skipar háskólarektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.<br />

Rektorsskiptin fóru fram við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 30. júní<br />

að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal forseta Íslands, forsætisráðherra og menntamálaráðherra.<br />

Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskólans ávarpaði samkomugesti<br />

og afhenti síðan nýkjörnum rektor, Kristínu Ingólfsdóttur, rektorsfestina,<br />

tákn embættisins. Kristín Ingólfsdóttir ávarpaði samkomugesti og síðan var boðið<br />

til móttöku. Tók Kristín formlega við embætti 1. júlí og er skipunartími hennar<br />

fimm ár. Er hún tuttugasti og áttundi rektor Háskólans og fyrsta konan sem<br />

gegnir embætti háskólarektors.<br />

Kristín Ingólfsdóttir útskrifaðist úr eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík,<br />

stundaði nám í frönsku og efnafræði í Frakklandi og lyfjafræðinám við Háskóla<br />

Íslands. Hún lauk doktorsprófi (Ph.D.) frá King´s College, University of London<br />

1983 og hefur frá þeim tíma starfað við Háskóla Íslands, sem prófessor við lyfjafræðideild<br />

frá 1997. Auk kennslu- og vísindastarfa við lyfjafræðideild hefur Kristín<br />

tekið þátt í margvíslegu starfi innan Háskólans og utan. Hún hefur setið í deildarráði<br />

og vísindanefnd læknadeildar, stjórn Reykjavíkur apóteks og fjármálanefnd<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!