11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Packaging and packaging waste in Iceland<br />

Verkefni þetta var unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun ríkisins og Hagstofu Íslands.<br />

Umhverfisstofnun HÍ tók þátt í verkefnisstjórn verkefnisins, hönnun viðtalskönnunar<br />

og öflun og úrvinnslu gagna. Verkefnið var styrkt af EUROSTAT stofnun<br />

Evrópusambandsins. Auk forstöðumanns starfaði einn meistaranemi, Anne Maria<br />

Sparf, að verkefninu.<br />

Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi þriggja bygginga<br />

Háskólans<br />

Unnið var að framkvæmd umhverfisstefnu Háskóla Íslands á árinu. Viðamesta<br />

verkefnið var frumúttekt á umhverfisáhrifum starfsemi þriggja bygginga Háskólans.<br />

Byggingar þær sem urðu fyrir valinu voru Aðalbygging, Askja og Oddi. Verkið<br />

var unnið fyrir bygginga- og framkvæmdasvið HÍ Verkið var unnið í nánu samstarfi<br />

við umhverfishópa í hverri byggingu ásamt með nefnd um framkvæmd umhverfisstefnu<br />

Háskólans. Svo kallaðri Ecomapping aðferðafræði var beitt við úttektirnar.<br />

Í aðferðafræðinni er lögð áhersla á þátttöku starfsmanna og myndræna<br />

framsetningu niðurstaðna. Athyglisverðar niðurstöður fengust sem verða notaðar<br />

til þess að skipuleggja verkefni ársins 2006.<br />

Verkefnisstjórn skipuðu Eva Benediktsdóttir, Ásta Hrönn Maack og Geir Oddsson.<br />

Verkefnastjóri var Geir Oddsson. Að verkefninu unnu fjórir meistaranemar í umhverfisfræðum<br />

og einn verkefnaráðinn sérfræðingur, Anne Maria Sparf.<br />

Umhverfishóparnir voru þannig skipaðir: Aðalbygging - Friðrik Rafnsson, Sigríður<br />

Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Pálmason; Askja - Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson<br />

og Eiríkur Árni Hermannsson; Oddi - Ólafur Þ. Harðarson, Gylfi Magnússon<br />

og Jón Bóasson.<br />

Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála við Háskóla Íslands<br />

Viðamikil viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála við Háskóla Íslands var lögð<br />

fyrir alla starfsmenn og nemendur Háskólans í maí <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnunin var<br />

hluti af framkvæmd umhverfisstefnu Háskóla Íslands. Viðhorfskönnunin fór fram<br />

á netinu og var send á rúmlega 10.000 netföng. Rúmlega 1.200 svör bárust, svarhlutfall<br />

rúmlega 10%. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar voru notaðar til þess að<br />

skipuleggja áherslur í umhverfisverkefnum fyrir árið 2006. Verkefnisstjórn skipuðu<br />

Eva Benediktsdóttir, Ásta Hrönn Maack og Geir Oddsson. Verkefnastjóri var<br />

Geir Oddsson. Að skipulagningu verkefnisins unnu fjórir meistaranemar í umhverfisfræðum.<br />

Önnur samstarfsverkefni<br />

Nordic Marine Academy tók til starfa 1. mars <strong>2005</strong>. Um er að ræða samnorrænan<br />

háskóla fyrir þá sem stunda meistara- og doktorsnám í fræðum sem tengjast<br />

hafinu eða sjávarútvegi. Skólinn er fjármagnaður af norrænu ráðherranefndinni<br />

þar sem embættismannanefndin um sjávarútveg (NEF) og Norræna vísindaráðið<br />

(NordForsk) leggja hvort um sig fram 50 m.kr. á fimm árum. Höfuðviðfangsefni<br />

NMA er að stuðla að auknu framboði námskeiða á ýmsum sviðum sjávarútvegs<br />

fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi. Einnig mun hann bjóða símenntun<br />

fyrir sérfræðinga og fræðslu fyrir fjölmiðlafólk. Öll fyrirtæki og stofnanir<br />

á Norðurlöndum, sem stunda rannsóknir og kennslu tengda sjávarútvegi, geta<br />

tekið þátt í skólanum. Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar, tók þátt í<br />

undirbúningi að stofnun skólans og er virkur í starfi hans.<br />

Ráðstefnur og fundir<br />

Umhverfisstofnun kom að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu, ýmist með<br />

skipulagningu og undirbúningi, fundarstjórn eða flutningi erinda:<br />

Gestafyrirlestur Geirs Oddssonar um Economic Instruments in Integrated Ocean<br />

Strategies haldinn í Reykjavík í mars <strong>2005</strong> á 4 th Partnership Conference University<br />

of Manitoba and University of Iceland – Culture and Science: Mutually Reinforcing.<br />

Gestafyrirlestur Geirs Oddssonar um Umhverfiskostnað haldinn á fundi Orkustofnunar<br />

um umhverfiskostnað í Reykjavík í október <strong>2005</strong>.<br />

Útgáfa<br />

• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Odda <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Öskju <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

230

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!