11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Raunvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Stjórn deildarinnar og almennt starf<br />

Forseti raunvísindadeildar var Hörður Filippusson og varadeildarforseti var Þóra<br />

Ellen Þórhallsdóttir, en í rannsóknamisseri varaforseta gegndi aldursforseti deildarráðs,<br />

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor, þeirri stöðu. Stöðugildi á skrifstofu<br />

deildar, sem rekin er í samvinnu við verkfræðideild, voru fimm samtals fyrir báðar<br />

deildir. Edda Einarsdóttir fulltrúi á deildarskrifstofu, lét af störfum 1. desember<br />

að eigin ósk. Hlín Eyglóardóttir var ráðin í fulltrúastarf þann 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Skorarformenn<br />

Formaður stærðfræðiskorar var Jón Kr. Arason á vormisseri en Robert Magnus á<br />

haustmisseri. Þorsteinn Vilhjálmsson var formaður eðlisfræðiskorar á vormisseri<br />

en Magnús Tumi Guðmundsson á haustmisseri. Formaður efnafræðiskorar var<br />

Ingvar Helgi Árnason. Kesara A. Jónsson var formaður líffræðiskorar á vormisseri<br />

en Guðmundur Hrafn Guðmundsson á haustmisseri. Formaður jarð- og landfræðiskorar<br />

á vormisseri var Ingibjörg Jónsdóttir en Áslaug Geirsdóttir á haustmisseri.<br />

Formaður matvælafræðiskorar var Kristberg Kristbergsson.<br />

Starfsemi deildarinnar var með svipuðu sniði og síðasta ár. Fjárhagur deildarinnar<br />

var enn erfiður en halli mun minni en undanfarin ár að árinu 2004 undanskildu<br />

enda mörgum ráðum beitt til sparnaðar og hagræðingar. Meginástæða hallareksturs<br />

er sú að meðaldagvinnulaun í deildinni eru miklu hærri en meðaldagvinnulaun<br />

þau sem miðað er við í kennslusamningi Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið<br />

(launastika). Rannsóknaframlag til deildarinnar er lægra en nemur<br />

skyldubundnum rannsóknatengdum útgjöldum en af þeim vegur rannsóknaþáttur<br />

launa kennara þyngst. Sparnaður felst einkum í fækkun valnámskeiða og<br />

aðhaldi í rekstrargjöldum vegna verklegs náms.<br />

Starfandi fastanefndir við deildina voru: fjármálanefnd, rannsóknanámsnefnd,<br />

kennsluskrárnefnd, framgangsnefnd, bóka- og ritakaupanefnd og vísindanefnd<br />

(tækjakaupanefnd).<br />

Auk fastanefnda voru tvær aðrar nefndir að störfum: nefnd um eflingu raungreinakennslu<br />

í framhaldsskólum og grunnskólum og kennsluháttanefnd III sem<br />

lauk störfum og skilaði áliti á árinu.<br />

Þóra Ellen Þórhallsdóttir var tengiliður deildarinnar við markaðs- og samskiptanefnd<br />

Háskólans.<br />

Rögnvaldur Ólafsson var fulltrúi raunvísindadeildar og verkfræðideildar í háskólaráði.<br />

Varafulltrúar voru Helgi Þorbergsson og Júlíus Sólnes.<br />

Jón K. F. Geirsson átti sæti í kennslumálanefnd á vormisseri en Lárus Thorlacius<br />

á haustmisseri.<br />

Fulltrúar raunvísindadeildar á háskólafundum, auk deildarforseta sem er sjálfkjörinn,<br />

voru: Á 16. háskólafundi 18. febrúar <strong>2005</strong>: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Áslaug<br />

Geirsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Á 17. háskólafundi 26. maí <strong>2005</strong>: Þóra Ellen<br />

Þórhallsdóttir, Áslaug Geirsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Á 18. háskólafundi 17.<br />

nóvember <strong>2005</strong>: Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Bjarni Ásgeirsson.<br />

Fjárveitingar og útgjöld raunvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 599.370 604.223 650.618<br />

Fjárveiting 552.744 586.791 634.999<br />

152

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!