11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

skeiðum er fólk þjálfað í því að nota ýmsar meginreglur atferlisfræði við uppeldi<br />

barna. Á árinu <strong>2005</strong> voru 19 námskeið haldin fyrir foreldra og fagfólk (kennara og<br />

leikskólakennara) bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.<br />

Starfsfólk<br />

Starfslið Félagsvísindastofnunar í reglubundnu starfi árið <strong>2005</strong> var sem hér segir:<br />

Andrea G. Dofradóttir, Einar Mar Þórðarson, Ella Björt Teague, Guðlaug J. Sturludóttir,<br />

Guðrún Lilja Eysteinsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir, Hildur B. Svavarsdóttir,<br />

Kristín Erla Harðardóttir og Kristjana Stella Blöndal.<br />

Veffang Félagsvísindastofnunar er: www.felagsvisindastofnun.is.<br />

Stofnun stjórnsýslufræða<br />

og stjórnmála<br />

Í reglum sem samþykktar voru í félagsvísindadeild 27. maí, 2002 segir í 1. gr.:<br />

„Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun<br />

sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin er vettvangur samstarfs<br />

Háskóla Íslands við opinbera aðila um eflingu náms og rannsókna um stjórnun<br />

opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga og vettvangur umræðna um<br />

stjórnmál og stjórnsýslu.“<br />

Stjórn stofnunarinnar hefur verið óbreytt, formaður er Gunnar Helgi Kristinsson<br />

prófessor og forstöðumaður er einnig sá sami frá upphafi, Margrét S. Björnsdóttir.<br />

Stofnunin hefur aðsetur í Odda, húsi félagsvísindadeildar.<br />

Samstarfsvettvangur, samstarfsaðilar<br />

Stofnunin er rekin í samstarfi við Reykjavíkurborg og Landspítala – háskólasjúkrahús,<br />

auk þess sem stofnunin hefur víðtækt samstarf við fyrirtæki, stofnanir<br />

og samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Stofnunin er samstarfsvettvangur<br />

kennara í stjórnsýslu- og stjórnmálafræðum við stjórnmálafræðiskor<br />

og í gegnum stofnunina eru þeir í samstarfi við fjölmarga aðila utan HÍ,<br />

svo sem embætti umboðsmanns Alþingis, Ríkisendurskoðun, forsætis-, fjármálaog<br />

utanríkisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra<br />

sveitarfélaga, erlend sendiráð, ýmsar opinberar stofnanir og ráðgjafarfyrirtæki<br />

sem vinna með opinberum aðilum.<br />

Ráðstefnur, málþing, fræðsluverkefni<br />

Eitt verkefna stofnunarinnar er að skapa umræðu- og fræðsluvettvang fyrir fagog<br />

áhugafólk um stjórnsýslu og stjórnmál. Sem fyrr var haldinn í þeim tilgangi<br />

fjöldi opinna fyrirlestra, málþinga og námskeiða, m.a. í samstarfi við Endurmenntun<br />

HÍ, ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, ráðgjafafyrirtæki og samtök. Fjöldi<br />

erlendra fyrirlesara tók þátt, auk innlendra fag- og fræðimanna. Hér er aðeins<br />

getið stærri viðburða sem snerta kjarnasvið stofnunarinnar:<br />

• Lýðræðisþróun í sveitarfélögum, 20. janúar,<br />

• Arðsemi opinberrar stjórnsýslu, 9. mars,<br />

• Breytingar í lagaumhverfi opinberra innkaupa-nýjar ESB tilskipanir, 28. apríl,<br />

• Hvað voru þeir að hugsa? Um úrslit bresku þingkosninganna, 6. maí,<br />

• Hið opinbera sem kaupandi, 23. maí,<br />

• Stjórnsýsla 21. aldar, 24. maí,<br />

• Norrænt frumkvæði til friðar, 7. júní,<br />

• Þjóðaratkvæðagreiðslur, 11. ágúst,<br />

• Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag; áhrif á íslenskt samfélag, 18. október,<br />

• Stofnanamenning; hvernig má gera stofnanabrag opinberra stofnana sem<br />

áhrifaríkastan? 19. október,<br />

• Framtíðarþróun Evrópusambandsins; lykilspurningar, 21. október,<br />

• Lýðræði og vilji fólksins - þjóðaratkvæðagreiðslur og áhrif þeirra, 29.<br />

október,<br />

• Hlutverk stéttarfélaga í ljósi aukins sjálfstæðis ríkisstofnana, 9. nóvember,<br />

• Hvenær gilda stjórnsýslulög? Hvaða ákvarðanir eru stjórnsýsluákvarðanir?<br />

11. nóvember,<br />

• Betri stjórnendur; góðir starfshættir stjórnenda í opinberum rekstri, 22.<br />

nóvember,<br />

• Staðbundið lýðræði, 2. desember.<br />

100

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!