11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tekjur Háskóla Íslands 2000-<strong>2005</strong> í m.kr.<br />

8.000<br />

7.000<br />

6.000<br />

5.000<br />

4.000<br />

3.000<br />

2.000<br />

1.000<br />

0<br />

2.014 2.214 2.443<br />

1.798 1.814 1.884<br />

2.973 3.362 3.602 4.054 4.223 4.707<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sértekjur<br />

Fjárveitingar<br />

Útgjöld námu alls 7.179,2 m.kr. samanborið við 6.658,0 m.kr. 2004. Tekjuhalli nam<br />

29,8 m.kr. samanborið við 136,1 m.kr. halla síðastliðið ár. Heildarútgjöld hækkuðu<br />

um 521,2 m.kr. eða 7,8% á milli ára. Þetta skiptist þannig að rekstrarútgjöld hækkuðu<br />

um 710,0 m.kr. eða 11,6% á milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 188,8<br />

m.kr. Þessi mikla lækkun framkvæmdaliða endurspeglar verklok við Öskju á árinu<br />

2004. Ársverkum fjölgaði ekki milli ára og voru 985. Laun á hvert ársverk óx<br />

um 14,4% og launakostnaður alls úr 4.269,7 m.kr. í 4.883,6 m.kr.<br />

Fjölgun starfsmann og aukning launa- og annars reksturskostnaðar á liðnum árum<br />

hefur verið mun minni en sem nemur nemendafjölgun og verðlagshækkunum.<br />

Kennsla<br />

Nemendum hefur fjölgað á umliðnum árum og voru í október <strong>2005</strong> alls 8.939. Á<br />

sama tíma fjölgaði föstum kennurum ekki og raunkostnaður við kennslu hefur<br />

lækkað verulega. Þrátt fyrir það hafa kennsludeildir safnað upp umtalsverðum<br />

halla á liðnum árum. (þetta var komið áður).<br />

Bókfærð gjöld umfram sértekjur á kennsludeildir námu 3.176,3 m.kr. og fjárveiting<br />

3.130,4 m.kr. Halli á rekstri kennsludeilda nam því 45,9 m.kr. Tekjur Endurmenntunarstofnunar<br />

Háskólans uxu um þriðjung á milli ára og skilaði reksturinn<br />

afgangi eftir tímabundinn halla árið áður.<br />

Rannsóknir<br />

Ekki varð aukning á styrkjum til rannsókna á árinu <strong>2005</strong> eins og árið áður. Styrkir<br />

námu 997,2 m.kr. samanborið við 994,7 m.kr. árið 2004. Tekjur af innlendum styrkjum<br />

jukust um 98 m.kr. en erlendir styrkir drógust saman um 96 m.kr. Styrkirnir<br />

eru að mestu til rannsókna, en þó er hluti erlendu styrkjanna ætlaður til aukinna<br />

erlendra samskipta nemenda og kennara. Aðrar sértekjur af þjónustu og rannsóknum<br />

námu 456 m.kr. samanborið við 442 m.kr. í fyrra.<br />

Erlendar tekjur, 444 m.kr., voru til rannsókna og til þess að efla erlend samskipti.<br />

Meðal verkefna sem hlutu erlenda styrki yfir 2 m.kr. voru: viðskipta- og hagfræðideild,<br />

styrkur frá EFTA vegna kennslu króatískra hagfræðinema og frá Statistisk<br />

Sentralbyrå til hagrannsókna; Hagfræðistofnun, styrkur frá ESB vegna rannsókna á<br />

umhverfismálum; heimspekideild vegna kennslu í japönsku, norræns sumarnámskeiðs,<br />

norræns rannsóknarverkefnis í heimspeki, Icelandic Online, vefseturs í íslensku<br />

og þýskrar orðabókar; tannlæknadeild vegna rannsókna á bakteríum í<br />

munni; raunvísindadeild vegna ýmissa líffræði-, heimskauta-, matvæla- og vetnisrannsókna;<br />

félagsvísindadeild vegna rannsókna í félagsfræði; hjúkrunarfræðideild<br />

vegna kennaraskipta; Rannsóknarstofa í kynjafræðum vegna rannsókna á stöðu<br />

kynjanna; Rannsóknarsetrið á Höfn í Hornafirði til rannsókna á áhrifum ferðamennsku<br />

á umhverfi, Rannsóknaþjónusta Háskólans vegna ýmissa rannsóknarverkefna,<br />

LEONARDO og reksturs upplýsingaþjónustu ESB; Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

vegna COMENIUS, SOKRATES, GRUNDTVIK, NORDPLUS-stúdentaskipta,<br />

e-TWINNING og reksturs SOKRATES skrifstofu og NORDPLUS-SPROG skrifstofu;<br />

Námsráðgjöf vegna rannsókna á brottfalli nemenda.<br />

79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!