11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Mynd 1. Traust til stofnana.<br />

Háskóli Íslands<br />

86%<br />

Heilbrigðiskerfið<br />

Lögreglan<br />

Umboðsmaður Alþingis<br />

Ríkissáttasemjari<br />

Þjóðkirkjan<br />

70%<br />

67%<br />

62%<br />

56%<br />

55%<br />

Dómskerfið<br />

Alþingi<br />

35%<br />

35%<br />

0% 25% 50% 75% 100%<br />

Háskólafundur<br />

Haldnir voru þrír háskólafundir á árinu. Fyrsti fundurinn fór fram 18. febrúar og<br />

voru fimm mál á dagskrá. Hófst fundurinn á umræðum um niðurstöður síðasta<br />

fundar ársins 2004 sem fram fór í ráðstefnuhúsi Bláa lónsins og var helgaður<br />

þeirri spurningu, hvernig styrkja mætti háskólafund enn frekar. Næst var fjallað<br />

um framlögð drög að viðmiðum og kröfum um gæði meistara- og doktorsnáms.<br />

Var málið rætt ítarlega og samþykkt að greina skýrt á milli gæðareglna fyrir<br />

meistaranám og fyrir doktorsnám. Þá voru til umræðu og afgreiðslu drög að<br />

stefnu Háskóla Íslands gegn mismunun og voru þau samþykkt. Voru fulltrúar á<br />

háskólafundi á einu máli um það að hér væri á ferðinni afar mikilvægt mál og<br />

að það væri Háskóla Íslands til sóma að vera í fararbroddi og til fyrirmyndar í<br />

þessum efnum. Fjórða mál á dagskrá fundarins var kynning á hugmyndum<br />

kennslumálanefndar að nýju stigamatskerfi kennslu. Var málið rætt ítarlega og<br />

ákveðið að vísa því til rektors og deildarforseta til frekari meðferðar. Seinast á<br />

dagskrá fundarins var kynning á þverfræðilegu námi og rannsóknum. Flutt voru<br />

tvö fróðleg framsöguerindi og að þeim loknum fóru fram umræður.<br />

Annar háskólafundur ársins var haldinn 26. maí og voru þrjú mál á dagskrá.<br />

Fyrsta málið var siðareglur Háskólans og staða þeirra. Fyrir fundinum lá greinargerð<br />

starfshóps sem skipaður hafði verið í kjölfar þess að Héraðsdómur<br />

Reykjavíkur komst að því í úrskurði að lagalegar forsendur siðareglna Háskólans<br />

og starfsreglna siðanefndar skólans væru óljósar. Málið var rætt og ákveðið<br />

að fela starfshópnum að halda áfram vinnu sinni. Næsta mál á dagskrá fundarins<br />

var ítarleg kynning á nýlega birtum niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar.<br />

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að Háskóli Íslands er<br />

tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla og að árangur<br />

hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst<br />

er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknaháskóli<br />

hljóta að ráðast verulega af því hvaða stefna í uppbyggingu og<br />

stjórnun verður valin á komandi árum. Þá kemur fram í skýrslunni að stjórnendur<br />

Háskólans hafa gætt þess á liðnum árum að haga rekstri skólans í samræmi<br />

við fjárveitingar og aðrar tekjur og að gripið hefur verið til ýmissa aðhaldsaðgerða.<br />

Hlutfall annarra tekna en ríkisframlaga er tiltölulega hátt hjá Háskóla<br />

Íslands miðað við erlenda háskóla sem gerður var samanburður við.<br />

Fjárhagsvandi Háskóla Íslands er því ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og<br />

skuldasöfnun heldur er skólanum óhægt um vik að mæta auknum kostnaði<br />

vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna, án þess að það<br />

komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Síðasta mál á dagskrá fundarins,<br />

sem jafnframt var síðasti háskólafundur undir stjórn Páls Skúlasonar, var kynning<br />

á framkvæmd stefnumála Háskóla Íslands. Fór rektor yfir starfsemi og<br />

stefnumótun sem fram hefur farið á vettvangi fundarins frá upphafi og létu<br />

fundarmenn í ljós þá skoðun að fundurinn hefði unnið sér sess á síðustu árum<br />

og væri orðinn ómissandi þáttur í háskólastarfinu.<br />

Þriðji og síðasti háskólafundur ársins fór fram 17. nóvember. Þetta var fyrsti háskólafundur<br />

undir stjórn Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Fjögur mál voru á dagskrá.<br />

Fyrir fundinum lá dagskrártillaga viðskipta- og hagfræðideildar og laga-<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!