11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Auk reksturs Landsskrifstofu Sókratesar hefur Alþjóðaskrifstofan í umboði<br />

menntamálaráðuneytisins umsjón með kynningum og umsóknum á námskeið<br />

sem haldin eru á vegum tungumálamiðstöðvar Evrópuráðsins í Graz í Austurríki.<br />

Skrifstofan hefur einnig í umboði menntamálaráðuneytisins umsjón með European<br />

Label viðurkenningu Evrópusambandsins, sem er veitt fyrir nýjungar í tungumálakennslu.<br />

Í samráðshópi um rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins eiga sæti fulltrúar frá<br />

Háskóla Íslands, samstarfsnefnd háskólastigsins og menntamálaráðuneytinu.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins hefur frá 2004 séð um rekstur Nordplus-áætlunar<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar hér á landi. Alþjóðaskrifstofan er aðalstjórnandi<br />

Nordplus sprog tungumálaáætlunarinnar og meðstjórnandi í Nordplus junior,<br />

Nordplus voksen, Nordplus fyrir háskólastigið og Nordplus Nabo. Sérstakur<br />

samningur um rekstur Landsskrifstofu Nordplus er á milli Alþjóðaskrifstofunnar<br />

og Norrænu ráðherranefndarinnar.<br />

Háskóli Íslands - samningar við erlenda háskóla og samstarfsnet<br />

Helstu áætlanir sem Háskóli Íslands tekur þátt í eru Sókratesáætlun Evrópusambandsins,<br />

Nordplus-áætlun Norðurlandaráðs og International Student Exchange<br />

Programme sem er bandarísk stúdentaskiptaáætlun. Einnig hefur Háskólinn gert<br />

tvíhliða samstarfssamninga við fjölmarga háskóla/stofnanir víðs vegar um heim.<br />

Upplýsingar um samninga eru á heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar<br />

(www.ask.hi.is). Háskóli Íslands er einnig þátttakandi í tveimur stórum evrópskum<br />

samstarfsnetum háskóla Utrecht-neti og UNICA-neti.<br />

Í gildi eru 370 Sókrates-/Erasmus samningar við um 260 evrópska háskóla. Árið<br />

<strong>2005</strong> voru gerðir 25 nýir Erasmus-samningar við 21 háskóla. Í mörgum tilvikum<br />

voru tengsl við viðkomandi skóla í öðrum greinum. Erasmus-samningar eru<br />

gerðir í hverju fagi og því geta verið margir samningar við suma skóla eða einn<br />

opinn samningur. Umfang stúdentaskipta er mikið, en einnig taka kennarar HÍ<br />

þátt í kennaraskiptum, námsefnisgerð, halda námskeið í samvinnu við evrópska<br />

samstarfsaðila, taka þátt í þemanetum innan Sókratesar o.fl. HÍ er þátttakandi í<br />

samstarfsneti 30 háskóla í Evrópu, svonefndu Utrecht-neti. Utrecht-netið hefur<br />

gert samning við 16 háskóla í Bandaríkjunum um gagnkvæm stúdentaskipti.<br />

Þessir bandarísku háskólar mynda samstarfsnet sem í daglegu tali er kallað<br />

MAUI-netið (Mid American Universities). Utrecht hefur einnig gert samninga við 7<br />

háskóla í Ástralíu um gagnkvæm stúdentaskipti. Utrecht-netið hefur einnig skipulagt<br />

sumarnámskeið, sem stúdentar HÍ hafa sótt og kennarar HÍ hafa kennt á<br />

þessum námskeiðum. Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofunnar var kosinn í stjórn<br />

Utrecht-netsins vorið 2004 og sækir því stjórnarfundi netsins og ársfund. Starfsmenn<br />

HÍ hafa tekið þátt í svonefndum þemanetum innan Sókratesáætlunarinnar.<br />

Háskóli Íslands er aðili að UNICA sem er samstarfsnet háskóla í höfuðborgum<br />

Evrópu (sjá nánari upplýsingar á http://www.ulb.ac.be/unica/index.html).<br />

Þátttaka HÍ í Nordplus samstarfi er umfangsmikil, en kennarar HÍ eru þátttakendur<br />

í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum. HÍ er einnig þátttakandi í einu<br />

þverfaglegu Nordplus-neti sem nefnist Nordlys, en starfsmaður á Alþjóðaskrifstofu<br />

sér um samskipti við það net. Skólaárið 2004-<strong>2005</strong> fékk HÍ úthlutað í gegnum<br />

Nordlys-netið 33.600 evrum (2.939.328 ísl.kr.) til að styrkja 24 HÍ stúdenta til<br />

að fara til Norðurlanda sem Nordplus skiptistúdentar. Skólaárið <strong>2005</strong>-2006 fékk<br />

Nordlys-netið 27.400 evrur (2.176.382 ísl.kr.) til að styrkja 20 HÍ stúdenta.<br />

Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu á sæti í Planeringsgruppen for internationalisering<br />

innan NUAS (Nordisk Universitets Administratørs Samarbejde).<br />

Nýir tvíhliða samningar við erlenda háskóla<br />

Árið <strong>2005</strong> voru gerðir tvíhliðasamningar utan skipulagðra áætlana milli Háskóla<br />

Íslands og eftirtalinna háskóla: Whittier College, Bandaríkjunum, University of<br />

Waterloo, Ontario, Kanada, École de Technologie Supérieure, Montreal, Kanada,<br />

University of Saskatchewan, Kanada, Universidad de La Habana, Kúbu, Nordic<br />

Optical Telescope, Las Palmas, Kanaríeyjum (rekstur stjörnusjónauka), Universidad<br />

de Sevilla, Spáni, Universidad Autonoma de Barcelona, Spáni, Universidad<br />

Computense de Madrid, Spáni, Universitdad de Barcelona, Spáni, Chulalongkorn<br />

University, Bangkok, Tælandi, European Molecular Biology Laboratory (doktorsnám<br />

í sameindalíffræði), Þýskalandi.<br />

58

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!